Fréttir

Viltu vita um viðskiptatækifærin í dreifðari byggðum Grænlands?

Nú er komið að lokum Arctic Bioeconomy verkefnisins. Verkefninu lýkur með ráðstefnu um norrænt lífhagkerfi með áherslu á Ísland, Grænland og Færeyjar en á ráðstefnunni munu margir áhugaverðir fyrirlesarar stíga í pontu. Meðal þeirra er Inunnguaq Hegelund sem er Íslendingum að góðu kunnur úr þáttunum Nautnir norðursins sem nýverið var sýnt á RÚV.

Lífhagkerfið tekur til sjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda og má því segja að íslenskt hagkerfi sé að verulegu leiti háð lífhagkerfinu.

Í ljósi mikilvægis sjávarins og haftengdrar starfsemi felast einstök tækifæri í umræðu, framþróun og aukinni verðmætasköpun á þessu sviði fyrir Ísland og Íslendinga.

Aukinn hagvöxtur byggðum á sjálfbærri nýtingu lífrænna auðlinda og nýsköpun sem miðar að aukinni verðmætasköpun er meginstefið á ráðstefnunni og er sérstöku ljósi beint að auðlindum hafsins í þessu sambandi.

Á ráðstefnunni mun dr. dr. Christian Patermann halda fyrirelstur sem ber heitið  „Europe route to the Bioeconomy, challenges and perspectives for the Nordic Union“.

Paterman þessi er stórt nafn í lífhagkerfismálum en hann er fyrrverandi forstjóri DG Research European Commission, Biotechnology, Agriculture, Food Research hjá ESB og talinn „faðir” lífhagkerfisins í Brussel.

Dagsetning: 11. nóvember
Staðsetning: Norræna húsið, Sturlugötu 5

Dagskrá

Conference facilitator: Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Matís

13:00 – 13:40     Europe route to the Bioeconomy, challenges and perspectives for the Nordic Union, Dr.dr. Christian Patermann, key note speaker

13:40 – 14:00       Main results of Arctic Bioeconomy – lessons learned and the way forward
Sigrún Elsa Smáradóttir, Research group leader, Matís   
      
14:00– 14:15       Trends in the Blue Bioeconomy: A Faroese Case Study
Dr. Unn Laxá,  Research Project Manager

14:15 – 14:30       Business opportunities and rural development in the Greenlandic Bioeconomy
Inunnguaq Hegelund, chef at Hotel Arctic in Greenland

14:30 – 14:50       Access to plant varieties in the Arctic agriculture
Dr. Svein Ø. Solberg, Senior Scientist, Nordic Genetic Resource Center

14:50 – 15:20    Coffee break

15:20 – 15:40       Bioeconomy in the Nordic countries, strategy, opportunities and needs
Dr. Lene Lange, professor, Department of Biotechnology and Chemistry, Aalborg University, Denmark

15:40 – 16:00       European Bioeconomy – opportunities and challenges
Dr. Hörður G. Kristinnsson, Director of Research, Matís

16:00 – 17:00       Panel discussion
Panel leader:
Þorsteinn Tómasson, Director Public Science Administration (ret.), Iceland

Amalie A. Jessen, Ministry of Fisheries, Hunting and Agriculture, Greenland
Dr.dr. Christian Patermann, Director (ret.) European Commission, Germany
Dr. Lene Lange, professor, Aalborg University, Denmark
Kjartan Hoydal, Nordic Marine Think Tank, Faroe islands
Dr. Sveinn Margeirsson, CEO Matís, Iceland
            
Nánari upplýsingar veitir Sigrún Elsa Smáradóttir í síma 858-5113.

Fréttir

Verður ekki þverfótað fyrir Norðurlandabúum í næstu viku?

Næsta vika verður sannarlega hátíð fyrir Norðurlandabúa og þá sérstaklega þá sem áhuga hafa á lífhagkerfi Norðurlanda, en inni því kerfi er t.d. matur og matvælaframleiðsla.

Óhætt er að segja að sjaldan hafi jafn margir viðburðurðir, sem tengjast Norðurlandasamstarfi, verið hér á landi í einni og sömu vikunni. Flestir þessara viðburða tengjast formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni, en 2014 er ár Íslands í þeirri formennsku.

Hér að neðan má sjá þá viðburði sem í boði eru. Rúsínan í pylsuendanum er svo Matarmarkaður Búrsins, sem haldinn verður helgina 15. og 16. nóvember.

  • 10. og 11. nóvember – lokafundur í Arctic Bioeconomy en fundurinn er haldinn hjá Matís (lokaður fundur).
  • 11. nóvember – Nordic Vision Workshop
  • 11. nóvember – 13:00 – 17:00  „Arctic Bioeconomy – Focus on West-Nordic Countries“ – ráðstefna haldin í Norræna húsinu.
  • 11. nóvember – 9:00 – 16:00 „BoMin“ („Barn och mat så in i norden” / „New Nordic food, project food and children). –> nánari upplýsingar hér.
  • 12. nóvember – 8:30 – 17:30 Vettvangsferð tengt Matarhandverkskeppninni.
  • 12. og 13. nóvember – 8:00 – 19:00 Nordic Bioeconomy and Regional Innovation.
  • 13. nóvember – 9:00 – 16:00 Matarhandverksráðstefnan en hún er haldin í Norræna húsinu.
  • 14. nóvember – 9:00 – 15:00 Matarhandverksnámskeið og fyrirlestrar hjá Matís.

Allir viðburðir tengdir Matarhandverkinu eru öllum opnir (vettvangsferðin, ráðstefnan og matarhandverksnámskeiðin).

Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Rannsóknir á aukinni nýtingu síldar til manneldis

Norðmönnum hefur gengið vel með rannsóknir á fullnýtingu á síld. Rannsóknirnar hafa staðið yfir í þrjú ár og útkoman er sú að hægt er að nýta það sem til fellur eftir flökun í einar 17 ólíkar afurðir. Hér á landi eru rannsóknir af þessu einnig í gangi hjá Matís.

Í frétt í norska sjávarútvegsblaðinu FiskeribladetFiskaren segir að rannsóknin hafi miðað að því að skapa uppsjávarvinnslunni í Noregi meiri tekjur fyrir afurðir sínar með aukinni vinnslu til manneldis.

„Við horfum á þessar aukaafurðir sem hráefni til fiskmjölsframleiðslu eins og staðan er núna. Norðmenn hafa verið að reyna að búa til afurðir til manneldis úr aukahráefnunum. Við höfum verið að skoða þetta líka, hvort sem þær fara til fiskmjölsframleiðslu eða til manneldis. Verð á fiskimjöli er ævintýralega hátt og nýting á þessu síldarhráefni er mjög há í bæði mjöl og lýsi. Þetta háa verð verður þó ekki um alla eilífð og þess vegna erum við einnig að skoða leiðir til aukinnar manneldisvinnslu,“ segir Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís.

Hann segir að stóri aðstöðumunurinn sé sá að Norðmenn hafi úr margfalt meira fjármagni að moða í rannsóknir.

„Rannsóknarsjóður þeirra heitir FHF. Meðan AFS-sjóðurinn okkar minnkar frá ári til árs stækkar FHF-sjóðurinn (Fiskeri og havbruk Fonden) stöðugt. Staðan er mjög ójöfn hvað þetta varðar. Við höfum náð mjög langt með samstarfi við fyrirtækin í landinu. Það hefur verið styrkur okkar Íslendinga hvað fyrirtækin hafa verið dugleg að taka þátt í þróuninni.“

Sigurjón segir að Íslendingar hafi langt því frá þurrausið þau tækifæri sem liggja í frekari nýtingu á sjávaraflanum. Þar liggi undir milljarðar króna ónýttir.

Þegar best lét fóru á um 300 milljónir króna úr AVS-sjóðnum til rannsókna. Norski FHF-sjóðurinn veitir á 215 milljónum norskra króna til rannsókna 2014 en voru 185 milljónir árið 2013, sem er hátt í fimm milljarðar íslenskra króna.  

Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís.

Viðtalið við Sigurjón Arason birtist fyrst í Fiskifréttum.

Fréttir

„Faðir” lífhagkerfisins í Evrópu á leið til Íslands

Ráðstefna um norrænt lífhagkerfi með áherslu á Ísland, Grænland og Færeyjar.

Ráðstefna verður haldin í Norræna húsinu 11. nóvember kl. 13:00 – 17:00. Ráðstefnan er styrkt af The Nordic Council of Ministers Arctic Co-operation Programme, NKJ (Nordic Joint Committee for Agricultural and Food Research) , AG-Fisk (Working Group for Fisheries Co-operation), SNS (Nordic Forest Research) and NordGen (the Nordic Genetic Resource Center),  og er hluti af verkefninu „Arctic bioeconomy“.

Ráðstefnan fer fram á ensku og er öllum opin.

Dagskrá

  • 13:00 – 13:40
    Europe route to the Bioeconomy, challenges and perspectives for the Nordic Union –
    Dr.dr. Christian Patermann, keynote speaker
  • 13:40 – 14:00
    Main results of Arctic Bioeconomy – lessons learned and the way forward –
    Sigrún Elsa Smáradóttir, Research Group Leader, Matís   
        
  • 14:00– 14:15
    Trends in the Blue Bioeconomy: A Faroese Case Study –
    Dr. Unn Laksá, Research Project Manager, Syntesa
  • 14:15 – 14:30
    Business opportunities and rural development in the Greenlandic Bioeconomy –
    Inunnguaq Hegelund, Chef at Hotel Arctic in Greenland
  • 14:30 – 14:50
    Access to plant varieties in the Arctic agriculture –
    Dr. Svein Ø. Solberg, Senior Scientist, Nordic Genetic Resource Center
  • 14:50 – 15:20
    Kaffihlé
  • 15:20 – 15:40
    Bioeconomy in the Nordic countries, strategy, opportunities and needs – Dr. Lene Lange, professor, Department of Biotechnology and Chemistry, Aalborg University, Denmark
  • 15:40 – 16:00
    European Bioeconomy – opportunities and challenges –
    Dr. Hörður G. Kristinsson, Director of Research, Matís
  • 16:00 – 17:00  
    Panel umræður

Aðalfyrirlesarinn, dr. dr. Christian Patermann er fyrrverandi forstjóri DG Research European Commission, Biotechnology, Agriculture, Food Research og „faðir” lífhagkerfisins í Brussel. Einnig var hann starfandi í 1st German Bioeconomy Advisory Council.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri hjá Matís.

Fréttir

Lífvirkar fjölsykrur úr sæbjúgum

Varsha Ajaykumar Kale mun verja doktorsritgerð sína í lyfjavísindum mánudaginn 3. nóvember næstkomandi. Athöfnin fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl.13.00.

Ritgerðin ber heitið: „Lífvirkar súlfateraðar fjölsykrur úr sæbjúganu Cucumaria frondosa og ensím sem umbreyta slíkum lífefnum.“  „Bioactive sulfated polysaccharides from the sea cucumber Cucumaria frondosa and enzymes active on this class of biomolecules.“

Andmælendur eru dr. Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor við Matvæla-og næringarfræðideild Háskóla Íslands, og dr. Maher Abou Hachem, lektor við Danmarks Tekniske Universitet (DTU).

Leiðbeinendur í verkefninu voru dr. Sesselja Ómarsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, dr. Guðmundur Óli Hreggviðsson, fagstjóri frá Matís og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og dr. Ólafur H. Friðjónsson, verkefnastjóri hjá Matís. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, og dr. Jóna Freysdóttir, prófessor við sömu deild.

Dr. Már Másson, deildarforseti Lyfjafræðideildar Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni.

Ágrip

Í Asíu er löng hefð fyrir neyslu sæbjúgna og eru þau jafnframt notuð í alþýðulækningum. Margs konar lífvirkni sæbjúgnafjölsykra hefur verið lýst. Í þessu verkefni voru fjölsykrur einangraðar úr holdi sæbjúgans Cucumaria frondosa. Súlfateruðru fjölsykrurnar voru þáttaðar niður í þrjá þætti, FCF-1, FCF-2 og FCF-3. Þættirnir innihéldu allir mismunandi fjölsykrur bæði með tilliti til mólþunga og efnasamsetningu. Greining á sameindabyggingu súlfateruðu fjölsykrunnar í þætti FCF-3, sem var í mestu magni, sýndi fram á að um fúkósýlerað kondrótín súlfat (FuCS) er að ræða. Ónæmisstýrandi áhrif, andoxunaráhrif og áhrif á sykurkljúfandi meltingarensím fjölsykranna voru skimuð in vitro. Angafrumur sem voru þroskaðar í návist fjölsykrunnar FCF-1 seyttu marktækt minna af öllum mældum boðefnum. Samræktun angafrumna sem voru þroskaðar á návist FCF-1 og ósamgena CD4 jákvæðra T frumna leiddu í ljós að angafrumurnar ýttu undir sérhæfingu Th17 frumna með því að auka IL-17 seytun þeirra. In vitro rannsóknir leiddu í ljós að FCF-3  fjölsykran hafði nokkur andoxunaráhrif og sterk bæliáhrif á virkni α-glúkósídasa en minni bæliáhrif á virkni α-amýlasa í samanburði við akarbósa sykru sem notuð var sem jákvætt viðmið. Í bakteríum finnast fjölbreytilegir lífhvatar sem sundra og umbreyta fjölsykrum. Slíkar bakteríur voru einangraðar eftir in situ auðgun í fjöru og fjöruhver á æti sem innihélt kondrótínsúlfat úr hákarla- og sæbjúgnabrjóski. Erfðamengi nokkurra baktería, sem einangraðar voru eftir auðgun á kondroitinsúlfat æti, var raðgreint og gen fjölmargra sykurkljúfandi ensíma auðkennd. Þrjár gerðir ensíma voru framleiddar í E. coli með erfðatækni, þ.e. kondrótín lýsasi og súlfatasi úr Arthrobacter stofni og tveir α-L fúkósidasar úr bakteríunni Litorilinea aerolinea sem nýlega var lýst. Eiginleikar og virkni ensímanna á náttúrulegum hvarfefnum voru metin. Saman gátu fúkósidasinn, súlfatasinn og kondrótín lýasinn brotið niður fúkósýlerað kondrótínsúlfat úr sæbjúganu C. frondosa.

Skýrslur

Changes in visual and textural quality in the redfish species (Sebastes marinus) during different storage regimes / Tilraunir gegn blettamyndun í ferskum karfaflökum

Útgefið:

01/11/2014

Höfundar:

Heather Philp, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Anna Hjaltadóttir

Styrkt af:

AVS (V 11 019-11)

Changes in visual and textural quality in the redfish species (Sebastes marinus) during different storage regimes / Tilraunir gegn blettamyndun í ferskum karfaflökum

Fisktegundin Sebastes marinus eða karfi eins og hún er kölluð í daglegu tali var viðfangsefni þessa verkefnis þar sem markmiðið var að finna orsök og leysa það vandamál sem blettamyndun er á ferskum karfaflökum. Þessir blettir sem myndast á ferskum karfaflökum eru gulleytir og myndast innan fimm daga frá vinnslu flakanna, það skapar vandamál vegna flutningstíma þeirra og skerðir gæði þeirra vegna sjónrænna áhrifa. Rannsóknirnar sem voru framkvæmdar í verkefninu ná yfir þessa fimm daga sem tekur blettina að myndast. Í tilraunum þar sem reynt var að koma í veg fyrir blettamyndunina var ferskum karfaflökum pakkað annars vegar í frauðplastkassa þar sem motta á botninum leysti út koltvíoxíð á meðan hinn hermdi flutningur átti sér stað og hins vegar var flökunum pakkað einu og einu í lofttæmdar umbúðir þar sem var einnig motta undir þeim sem hleypti út koltvíoxíði. Niðurstöðurnar voru þær að með þessum umbúnaði flakanna var komið í veg fyrir oxun lípíða í holdinu en bæði sjónræn áhrif og áferð flakanna versnuðu. Önnur tilraun var þá gerð þar sem karfi var blóðgaður um leið og hann var tekinn um borð í veiðiskipið og hann borinn saman við karfa sem kom óblóðgaður að landi (eins og venjan er) yfir fimm daga tímabil. Niðurstöðurnar urðu þær að blettirnir voru minna áberandi í fiskinum sem hafði verið blóðgaður um borð í veiðiskipinu. Lokaniðurstöður urðu þær að líklegur orsakavaldur þessara gulleytu bletta sem myndast á ferskum karfaflökum sé tengd niðurbroti á litarefnum sem innihalda járn s.s. blóðrauða og mýóglóbini.

The species Sebastes marinus, commonly known as redfish, is the subject of a series of experiments aimed at determining the cause and mitigation of the appearance of yellowish stains on the surface of processed fillets. These detract from the visual quality and occur within five days of processing, thus precluding their transport to customer by sea and reducing their potential value. An investigation of progression described the appearance of the staining over a five day period. An attempt to prevent the staining was carried out by packing the fillets in two forms of modified atmosphere, one where the fillets were maintained in standard boxes with the addition of carbon dioxide releasing pads, and one where the fillets were individually sealed in vacuum bags with carbon dioxide releasing pads. It was found that the packaging prevented oxidation of lipids in the muscle but the visual and textural quality was greatly reduced. A further investigation monitored the appearance of stains in fish that had previously been bled at sea. It was found that the yellowish stains were less apparent in the bled fish compared to those that had not been bled. In addition, the textural quality was again reduced suggesting this may be a most suitable method for improving the quality such that the fresh fillets may be transported by sea. It is proposed that the likely cause is related to the breakdown of ironcontaining pigments such as haemoglobin and myoglobin.

Skýrsla lokuð til 01.12.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vöruþróun á þurrkuðu fiskroði til manneldis / Product development of dried fish skin for human consumption

Útgefið:

01/11/2014

Höfundar:

Jón Trausti Kárason, Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS (V 018-12)

Vöruþróun á þurrkuðu fiskroði til manneldis / Product development of dried fish skin for human consumption

Markmiðið með þessu verkefni var að stuðla að aukinni nýtingu hráefna frá bolfiskvinnslum með því að þróa matvöru úr verðlitlu eða verðlausu fiskroði. Gerð var viðskiptaáætlun fyrir þurrkað/bakað þorskroð sem selt yrði í matvörubúðum fyrir Íslendinga og einnig sem matarminjagripur fyrir ferðamenn. Þróuð var uppskrift og aðferð til að hægt væri að neyta þorskroðs sem nasl eða snakk svipað og Íslendingar neyta harðfisks. Gerðar voru bragðprófanir á roðinu og framkvæmd neytendakönnun. Niðurstaðan var að lokavara verkefnisins væri spennandi vara sem myndi höfða til fólks en þegar hennar væri neytt væri hún frekar þurr og óspennandi. Auk þess reyndist geymsluþol stutt.

The aim of this project was to increase the usage of raw materials from fish prosessing plants through the development of low price or worthless fish skin. A business plan was made for dried/baked fish skin to be sold in supermarkets in Iceland but also for fish skin as food souvenirs. A recipe was developed with a method to make it possible to consume dried fish skin as a snack like Icelandic people like to eat dried fish. The taste was tested and also how this product appeal to people. The result of the project was the final product was an exciting but when people tasted it they thougt it was rather dry an uninteresting. Furthermore the shelf life was short for this type of product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Coastal communities and coastal fisheries in the N-Atlantic (Kystsamfund): A summary report on conference proceedings

Útgefið:

01/11/2014

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Audun Iversen, Edgar Henriksen, Bengt Larson, Carl-Axel Ottosson, Henrik S. Lund, Durita Djurhuus, Auðunn Konráðsson, Tønnes Berthelsen, Heather Manuel, David Decker, Sveinn Agnarsson, Halldór Ármannsson, Staffan Waldo, Johan Blomquist, Max Nielsen, Hrafn Sigvaldason, Bjarni Sigurðsson

Styrkt af:

The Working Group for Fisheries Co-operation (AG-Fisk) of the Nordic Council of Ministers _ AG-fisk project 108-2014

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Coastal communities and coastal fisheries in the N-Atlantic (Kystsamfund): A summary report on conference proceedings

A conference titled “Coastal fisheries and coastal communities in the N-Atlantic” was held on September 27th 2014 in connection with the Icelandic Fisheries Exhibition www.icefish.is, which took place in Kópavogur, Iceland on September 25-27. The motivation for the conference is that coastal fisheries and coastal communities in the N-Atlantic are currently faced with numerous operational and social challenges, but at the same time new opportunities have arisen. Some of these challenges and opportunities are specific for each country and some are common for the area as a whole. The aim of the conferences was to identify these challenges and opportunities, and to discuss how they can be addressed on national and/or cooperative Nordic level. The conference was attended by fifty stakeholders from seven N-Atlantic countries. At the conference, representatives from Iceland, Norway, Sweden, Denmark, Faroe Islands, Greenland and Newfoundland had presentations on the coastal fishing sector and the coastal communities in their countries. They also deliberated on the future prospects of the traditional fishing villages, taking into consideration current trends and upcoming opportunities. These country profiles were followed by a presentation on a Nordic research project that is set to examine wages in the Nordic coastal sectors and to compare them with other professions. The last presentation of the conference was aimed at comparing operational environment in the coastal sector in Iceland and Norway, as Icelandic fishermen working in Norway introduced their experience in running their business in Norway as opposed to Iceland. The planned agenda included a presentation from the chairman of the Icelandic Regional Development Institute, which had intended to deliberate on the institute’s strategy to support regional development. But he unfortunately had to cancel with only few hours advance, which made it impossible to find a replacement. Following is a short summary of each presentation, but pdf versions and video recordings along with numerous other supporting material is available at the project’s web-page www.coastalfisheries.net.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Aukin verðmæti gagna / Increased value of data

Útgefið:

01/11/2014

Höfundar:

Páll Gunnar Pálsson

Styrkt af:

AVS (R 12-026)

Aukin verðmæti gagna / Increased value of data

Markmiðið með þessu verkefni var að koma með tillögu að gerð staðlaðra vörulýsinga fyrir íslenskar sjávarafurðir svo hægt væri að greina betur þær afurðir sem fluttar eru út. Nauðsynlegt er að allir séu með sambærilegan skilning á hugtökum sem notuð eru til að lýsa afurðum. Farið var yfir hvaða upplýsingar eru til er varða veiðar og útflutning og staða kortlögð, síðan var útbúinn orðskýringalisti með myndum. Sett var upp leið til að útbúa staðlaða aðferð til að búa til vörulýsingar og í framhaldi af því var hönnuð tillaga að því hvernig hægt er að auka upplýsingar um þær afurðir sem fluttar eru út.

The aim of the project was to standardize product description for Icelandic seafood products, as it is very important to have the possibility to analyze the export, value and quantity. Same understanding of the meaning of the words used is necessary. Information about catch and export were analyzed and a dictionary for the various products were made. A new idea for standardizing product description was introduced as well as a new system for registration of exported seafood products.

Skoða skýrslu

Fréttir

Ertu með gullvöru í þínum höndum? Viltu fá mat á gæðum hennar?

Þann 13. nóvember næstkomandi verður haldin fyrsta „Íslandsmeistarakeppnin í matarhandverki“ (ÍM í matarhandverki). Keppnin verður að þessu sinni opin fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar og fer fram í Norræna húsinu.

Ráðstefna – Námskeið – Fyrirlestrar

Matís og Ný norræn matvæli II bjóða smáframleiðendum frá öllum Norðurlöndunum að taka þátt í keppninni.

Samhliða keppninni verður haldin ráðstefna, sem er opin öllum, þar sem hægt verður að fræðast um hvernig frændur okkar á Norðurlöndunum hafa stutt og markaðssett matarframleiðslu úr héraði, sjá nánar dagskrá ráðstefnunnar hér. Ráðstefnan er styrkt af ÍslandsstofuIcelandair og Norræna húsinu.

Í kringum keppnina verður boðið upp á vettvangsferð, þar sem heimsóttir verða smáframleiðendur á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Eins verður boðið upp á hálfs dags námskeið og stutta fyrirlestra fyrir smáframleiðendur og aðra áhugasama um matvælaframleiðslu. Þessi fræðsla er í boði verkefnisins „Nýsköpun í lífhagkerfinu” sem er hluti af Norræna lífhagkerfinu (Nordbio) sem er þáttur í formennsku-áætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.

Skráning í keppnina, ráðstefnuna og á námskeiðin fer fram hér.

Skráningu lýkur 6. nóvember.

Nánari upplýsingar veitir Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís.

Dagskrá

12. nóvember
Vettvangsferð

Heimsókn til smáframleiðenda á höfuðborgarsvæðinu og á suðurlandi. Hér má sjá dagskránna.

13. nóvember
Íslandsmeistarakeppni í matarhandverki – keppni opin fyrir allar Norðurlandaþjóðirnar

Smáframleiðendur frá öllum Norðurlöndunum eru velkomin að taka þátt í keppninni.

Ráðstefna -opin fyrir almenning

Fyrirlesarar frá öllum Norðurlöndunum munu gefa góð dæmi um hvernig vel hefur tekist til við að styðja smáframleiðendur og markaðssetja vörurnar þeirra. Hér má sjá dagskránna.

Báðir viðburðir verða haldnir í Norræna húsinu.

14. nóvember
Námskeið og fyrirlestrar

Ýmis áhugaverð námskeið og fyrirlestrar fyrir smáframleiðendur og aðra áhugasama um matvælaframleiðslu verða haldnir á Matís. Sjá nánar hér.

15. – 16. nóvember

Matarmarkaður Búrsins, haldin í Hörpunni

IS