Ritrýndar greinar

Mineral Concentrations in Bovine Milk from Farms with Contrasting Grazing Management

Thirty conventional and twenty-four organic dairy farms were divided into equal numbers within system groups: high-pasture, standard-pasture, and low-pasture groups. Milk samples were collected monthly for 12 consecutive months. Milk from high-pasture organic farms contained less fat and protein than standard- and low-pasture organic farms, but more lactose than low-pasture organic farms. Grazing, concentrate feed intake and the contribution of non-Holstein breeds were the key drivers for these changes. Milk Ca and P concentrations were lower in standard-pasture conventional farms than the other conventional groups. Milk from low-pasture organic farms contained less Ca than high- and standard-pasture organic farms, while high-pasture organic farms produced milk with the highest Sn concentration. Differences in mineral concentrations were driven by the contribution of non-Holstein breeds, feeding practices, and grazing activity; but due to their relatively low numerical differences between groups, the subsequent impact on consumers’ dietary mineral intakes would be minor.

Hlekkur að grein.

Fréttir

Opnunartími Matís um hátíðirnar

Opnunartími Matís um jól og áramót verður sem hér segir:
//
Opening hours at Matís in Reykjavík during the holidays:

23. desember:  Lokað/closed

24. desember:  Lokað/closed

25. desember: Lokað/closed

26. desember: Lokað/closed

27. desember: 8:30 – 16:00

28. desember: 8:30–16:00

29. desember: 8:30–16:00

30. desember: 8:30–15:00

31. desember: Lokað/closed

1. janúar: Lokað/closed

2. janúar: Lokað/closed

Eftir það taka hefðbundnir opnunartímar gildi á ný.

Fréttir

Nemendur frá HR: Rör úr endurnýjanlegu lífplasti úr þara

Hópur nemenda í námskeiðinu Inngangur að verkfræði frá Háskólanum í Reykjavík, heimsóttu Matís á dögunum. Nemendurnir hlutu verðlaun fyrir verkefni sitt um framleiðslu endurnýjanlegs lífplasts úr þara fyrir drykkjarör.

Í verkefni sínu unnu nemendur að því að leysa af hólmi plaströr, þar sem nýjungar sem hafa komið fram á markaðinn, s.s. stálrör og papparör eru óhentug fyrir notendur. Nemendurnir ákváðu því að framleiða rör úr lífplasti úr þara. Hópurinn heimsótti Matís á dögunum og ræddu við Sophie Jensen verkefnastjóra til að afla sér aukinnar þekkingar á viðfangsefninu.

Við mælum með að horfa á myndband nemendanna hér að neðan.

Nemendur í hópnum eru:

  • Emil Örn Aðalsteinsson
  • Hafdís Sól Björnsdóttir
  • Halldór Jökull Ólafsson
  • Helgi Hrannar Briem
  • Katla Ýr Gautadóttir

Við þökkum nemendunum kærlega fyrir heimsóknina og óskum þeim góðs gengis.

Fréttir

Rannsóknir á næringu móður á meðgöngu á heilsu hennar og barns

Í þættinum Vísindin og við sem sýndur er á Hringbraut er viðtal við Ingibjörgu Gunnarsdóttir prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Agnesi Þóru Árnadóttir, PhD nema hjá Matís.

Í viðtalinu ræðir Ingibjörg um hvaða áhrif næring á meðgöngu hefur á heilsu bæði móður og barns og rannsóknir sem gerðar hafa verið til að meta almennt næringarástand. Agnes Þóra hefur verið að skoða áhrif næringu móður á meðgöngu á þarmaflóru barnsins. Sýnin eru tekin við 4 mánaða aldur, 6 mánaða aldur, 1 árs og 2 ára. Verið er að fylgjast með því hvernig þarmaflóran þróast hjá þessum börnum og það skoðað út frá því hvað móðirin er að borða á meðgöngunni. Bæði er rannsakað lífsýni og spurningarlisti, sem mæður eru beðnar um að svara.

Við mælum með að horfa á þáttinn í heild sinni á Hringbraut:

https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/visindin-og-vid/seria-2-thattur-6-ingibjorg-gunnarsdottir/

 

Fréttir

Samband fóðurs og árstíðabundinna sveiflna á næringarinnihaldi mjólkur

Webinar um niðurstöður samstarfsverkefnis Matís og Háskólans í Reading sem heitir “Essential minerals in milk: their variation and nutritional implications” verður haldið rafrænt þann 16. desember næstkomandi kl 12:00.  Verkefnið sem fjallað er um heitir NUTRIMILK og er styrkt af EIT food.

Mjólkursýni voru tekin úr búðum í Bretlandi í heilt ár (bæði lífræn mjólk og hefðbundin) og mjólkin rannsökuð m.t.t. steinefna og snefilefna. Markmiðið er að sjá hvort það séu árstíðabundnar breytingar, sem gætu m.a. orsakast af því að samsetning fóðurs er mismunandi eftir árstíðum (t.d. eru kýrnar meira úti á sumrin). Niðurstöðurnar eru skoðaðar með næringarþarfir neytenda í huga, en taka þarf tillit til þess að næringarþarfir mismunandi samfélagshópa geta verið breytilegar.

Fyrirlesturinn fer fram í gegnum Teams frá 12:00 – 13:00. Dr Sokratis Stergiadis dósent í Háskólanum í Reading heldur erindið: Macrominerals and trace elements in cows’ retail milk: seasonal variation and implications for consumer nutrition.

Þátttaka er frí en skráning er nauðsynleg með því að smella á skráningarhnappinn hér að neðan:

This activity has received funding from EIT Food, the innovation community on Food of the European Institute of Innovation and Technology (EIT), a body of the EU, under the Horizon 2020, the EU Framework Programme for Research and Innovation.

Abstract: Milk is an important dietary source of essential macrominerals and trace elements (Ca, I, P, Zn, K, Se, Mg, Na), but there is substantial seasonal variation in their concentrations because of different feeding management between seasons. This large variation may increase the risk of nutrient imbalances throughout the year, particularly in demographics with higher requirements (toddlers, children, pregnant/nursing women). Farm-to-fork interventions can improve consistency in mineral composition but the seasonal and production systems’ variation of the retail milk mineral profile is unknown, thus making it difficult for the food and livestock industry to identify the potential risks to nutrient supply. This project study will investigate the seasonal variation in macromineral and trace element concentrations of milk from conventional and organic dairy systems, and assess the impact on mineral intakes of the different demographics across the year. Results can be used to inform food-chain interventions for optimum milk mineral contents.

Fréttir

Skítamix! Sjálfbær áburðarframleiðsla

Jónas Baldursson verkefnastjóri hjá Matís og Eva Margrét Jónudóttir sérfræðingur hjá Matís ræða hér verkefnið Sjálfbær áburðarframleiðsla, heildstæð nálgun á hringrásarhagkerfið.

Rætt er um næringarefni áburðar, frumniðurstöður tilrauna og hvort að verkefnið hefði í raun átt að heita Skítamix.  Farið er yfir sjálfbærni ferla með því að nýta aukaafurði úr ýmsum iðnaði, meðal annars moltu, kjötmjöl, kúamykju, fiskeldiseyru, kjúklingaskít og mannaseyru.

Við fáum að heyra hvað kom á óvart og mikilvægi þess að gera áburðarframleiðslu sjálfbæra.

Ekki láta þennan þátt framhjá þér fara. Hlustaðu í þáttinn í heild sinni hér:

Þáttastjórnandi: Hildur Ýr Þráinsdóttir

Samstarfsaðilar verkefnisins eru: Atmonia, Landbúnaðarháskóli Íslands, Hafrannsóknastofnun, Landgræðslan og Landsvirkjun.

Verkefnið er styrkt af: Markáætlun Rannís

Fréttir

Laurentic Forum ráðstefna

Dagana 29. og 30. nóvember verður haldin hin árlega Laurentic Forum ráðstefna, sem að þessu sinni verður haldin sem netráðstefna.

Laurentic Forum er samstarf fyrirtækja og stofnanna á Íslandi, Nýfundnalandi & Labrador, Írlandi og Noregi þar sem markmiðið er að stuðla að nýsköpun til styrktar brothættum byggðum í Norðri.

Laurentic forum hefur aðallega einbeitt sér að nýsköpun í ferðamannaiðnaði og sjávarútvegi. Því er dagskrá ráðstefnunnar skipt á ráðstefnudagana þ.a. 29. nóvember verður athyglinni beint að ferðamannaiðnaði og 30. nóvember er röðin komin að sjávarútvegi. Matís er hluti af Laurentic Forum netverkinu sem fjallar um sjávarútveg, en auk Matís eru Sjávarklasinn, Byggðastofnun og Þekkingarsetrið í Vestmannaeyjum með í hópnum frá Íslandi.

Hægt er að sjá dagskrá ráðstefnunnar á heimasíðu Laurentic Forum og þar fer einnig skráning fram. Sérstök athygli er vakin að kynningu Alexöndru Leeper hjá Sjávarklasanum sem mun fjalla um fullnýtingu sjávarafurða.

Fréttir

Fróðleikur um bógkreppu í nýjustu Hrútaskránni 

Bógkreppa er arfgengur erfðagalli í sauðfé á Íslandi. Gallinn er að öllum líkindum víkjandi, sem þýðir að til þess að lömb fæðist með einkenni bógkreppu þurfa þau að fá gallaða genið frá báðum foreldrum.

Þetta hefur í för með sér að erfðagallinn hefur leynst árum saman í íslenska fjárstofninum og skýtur síðan óvænt upp kollinum. Matís er þáttakandi í verkefni um leit af erfðagallanum sem veldur bógkreppu. Rannsóknaverkefnið er styrkt af Fagráði í sauðfjárrækt, leitt af Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og auk Matís kemur RML að verkefninu.

Í Hrútaskránni 2022-2023 er að finna fróðlega grein um erfðagallann. Hrútaskrána má nálgast með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan, greinin er á bls 52-53.

Viltu vita meira? Lestu einnig fyrri frétt um aðkomu Matís að leit erfðaþátta bógkreppu, hér að neðan:

Fréttir

Af hverju saltfiskur?

Vinnustofan „Af hverju saltfiskur?“ var haldin þann 28. september 2022. Markmið vinnustofunnar var að miðla þekkingu úr hinum ýmsu áttum, og leita leiða til að styrkja stöðu saltfisksins á innanlandsmarkaði. Vinnustofuna sóttu um 40 manns, matreiðslunemendur, matreiðslumeistarar, framleiðendur, markaðsfólk, og síðast en ekki síst Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir.

Haldnar voru stuttar kynningar af sérfræðingum Matís um sögu, menningu, verkun og útvötnun saltfisks. Jafnframt um þekkingu og viðhorf neytenda til saltfisks og neyslu hans á Íslandi. Skynrænir eiginleikar saltfisks voru kynntir og fundargestir fengu tækifæri til að smakka og bera saman tvær gerðir saltfisks og tvær gerðir af söltuðum fiski. Þá kynntu matreiðslunemar MK hugmyndir sínar á bakvið saltfiskrétti, sem voru reiddir á borð. Að því loknu var unnið í þremur hópum, sem hver um sig tók efirfarandi umræðuefni:  “Hvað er saltfiskur- má kalla saltaðan fisk saltfisk?”, “Hvernig náum við til unga fólksins?” og “Hvernig er hægt að auka vöruframboðið?”

Niðurstöður vinnustofunnar sýndu að mikilvægt er að greina á milli þess sem sannarlega telst saltfiskur annars vegar og saltaðs fisks hins vegar. Saltaður fiskur, yfirleitt léttsaltaður eða nætursaltaður, hefur ekki sömu einkenni og saltfiskur, sem er fullverkaður með salti og saltpækli og þá þurrsaltaður jafnvel vikum saman, sem gefur þessari vöru einstaka eiginleika á borð við einkennandi verkunnarbragð og stinna áferð, eftir útvötnun.

Svo virðist sem það séu til staðar endalaus tækifæri og sóknarfæri fyrir saltfiskinn. Við þurfum hins vegar að greiða betur leið saltfisksins á íslenskan markað. Saltfiskur ætti í raun að vera okkur íslendingum, á pari við það sem parma skinka er Ítölum, hið minnsta.

Vinnustofan var haldin í húsakynnum Menntaskólans í Kópavogi, í samstarfi Matís, Gríms Kokks, Klúbbs Matreiðslumeistara, Menntaskólans í Kópavogi og Íslenskra saltfiskframleiðenda. Vinnustofan er hluti af verkefninu Saltfiskkræsingar (e. Trendy Cod) sem Matís hefur umsjón með, en NORA og AG-Fisk (Arbejdsgruppen for Fiskerisamarbejdet) á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar hefur veitt styrk til.

Vinnslustöðin hf og KG Fiskverkun gáfu saltfisk til vinnustofunnar.

Kynntu þér verkefnið Saltfiskkræsingar nánar, með því að smella hnappinn hér að neðan:

Forsíðumynd af saltfisk: Lárus Karl Ingvarsson

Fréttir

Trefjaríkt og hollt hýði ?

Viðtal við Ástu Heiðrúnu E. Pétursdóttir, sviðstjóra lýðheilsu og matvælaöryggis hjá Matís, birtist í Bændablaðinu þann 20. október síðastliðinn. Ásta greinir þar frá frumniðurstöðum í rannsóknarverkefninu „Trefjaríkt og hollt hýði? “ sem styrkt er af Matvælasjóði.

Í verkefninu Trefjaríkt og hollt hýði? er verið að rannsaka hliðarafurðir af ávöxtum og grænmeti, til að mynda hýði og börk, sem alla jafna er hent. Rannsakaðar eru ýmsar leiðir við nýtingu þessara hliðarafurða, ásamt því að kanna þátt varnarefna. Munur á varnarefni í íslensku grænmeti og því innflutta var rannsakaður og var áhugavert að sjá að niðurstöður sýndu að meira er af varnarefnum í innfluttu grænmeti heldur en því íslenska.

Niðurstöður gefa okkur vísbendingar um aukna notkun varnarefna, en líkt og Ásta greinir frá í viðtalinu þá þarf að taka fleiri sýni til þess að geta dregið ályktanir af niðurstöðum.

Viðtalið í heild sinni er hægt að finna í 19. Tölublaði bændablaðsins, á síðu 22, með því að smella hér

IS