Skýrslur

Matsskýrsla, efnistaka úr hafsbotni í Reyðarfirði. Anna Berg Samúelsdóttir, starfsm. og tengiliður fh. Fjarðabyggðahafna.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Linkur á skýrslu

Skýrslur

Matsskýrsla, efnistaka úr hafsbotni í Hellisfirði í Norðfjarðarflóa. Anna Berg Samúelsdóttir, stafsm. og tengiliður fh. Fjarðabyggðahafna.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Linkur á skýrslu

Skýrslur

Stjórnar og verndaráætlun, Hólmanes. Samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar og Fjarðabyggðar. Anna Berg Samúelsdóttir í starfshópi fh. Fjarðabyggðar.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Linkur á skýrslu

Skýrslur

Stjórnar og verndaráætlun, Helgustaðanámu. Samstarfsverkefni Umhverfisstofnunar og Fjarðabyggðar. Anna Berg í starfshópi fh. Fjarðabyggðar.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Linkur á skýrslu

Skýrslur

Enduheimt votlendis í Fjarðabyggð, samstarfsverkefni Votlendissjóðsins, Landgræðslunnar og Fjarðabyggðar. Anna Berg í starfshópi fh. Fjarðabyggðar.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

linkur á fréttatilkynningu

Skýrslur

Umhverfissjá Fjarðabyggðar, starfsmaður verkefnis Anna Berg Samúelsdóttir fyrir sveitarfélagið Fjarðabyggð.

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Linkur á skýrslu

Skýrslur

Umhverfis- og loftlagsstefna Fjarðabyggðar 2020-2040. Starfsmaður verkefnis Anna Berg Samúelsdóttir fyrir sveitarfélagið Fjarðabyggð.

Höfundar:

Anna Berg Samúelsdóttir Anna Guðrún Þórhallsdóttir

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Linkur á skýrslu

Fréttir

Virðiskeðja íslensks grænmetis

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Verkefnið Virðiskeðja Grænmetis hófst hjá Matís árið 2021 með styrk frá Matvælasjóði. Verkefnið tók fyrir gæði og geymsluþol íslensks grænmetis, ásamt því að kanna ný tækifæri, til að mynda við nýtingu á hliðarafurðum. Verkefninu er nú lokið og niðurstöður hafa verið gefnar út í fjórum skýrslum. Ólafur Reykdal verkefnastjóri og Eva Margrét Jónudóttir sérfræðingur, segja okkur hér frá verkefninu og þýðingu þess fyrir hagaðila.

Aukin verðmætasköpun í atvinnulífinu

Markmið verkefnisins var að bæta gæði, geymsluþol og minnka sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis í þeim tilgangi að efla grænmetisgeirann á Íslandi með nýrri þekkingu og auka gæði framleiðslunnar. Meginviðfangsefni verkefnisins voru geymsluþolsrannsóknir, athuganir á leiðum til að skapa verðmæti úr hliðarafurðum, og greining á leiðum til að draga úr rýrnun í virðiskeðjunni. Verkefnið gekk vonum framar og nú liggja fyrir nýjar hagnýtar upplýsingar. Áhugavert er að velta upp afhverju ákveðið var í upphafi að ráðast í þetta verkefni? 

„Það er í samræmi við hlutverk Matís að auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. Ekki hefur verið unnið mikið fyrir grænmetisgeirann og því var ástæða til að bæta úr því,“ útskýrir Ólafur Reykdal.

Áhugaverðar niðurstöður og víðtæk áhrif

Verkefninu er nú lokið og hafa skýrslur verið gefnar út á vefsíðu Matís. Niðurstöðurnar eru margvíslegar og verkefnið skilar aukinni þekkingu sem mun nýtast hagaðilum áfram.

Niðurstöður úr mælingum á efnainnihaldi kartaflna kunna að koma mörgum á óvart. Í ljós kom að meira var af andoxunarefnum í kartöflunum en við var búist og mismikið var af kolvetnum (9-20%) eftir kartöfluyrkjum. Eftir því sem hlutfall kolvetna verður lægra því færri eru hitaeiningarnar í kartöflunum. Í ljósi andoxunarefnanna má því segja að hollusta kartaflna hafi verið vanmetin. Áhrif þessara niðurstaða létu ekki á sér standa og brugðust kartöflubændur á Þórustöðum við með eftirfarandi hætti:

„Verkefnið leiddi til þess að kartöflubændur á Þórustöðum í Eyjafirði endurskoðuðu merkingar á vörum sínum og í ljós kom sérstök efnasamsetning fyrir ný kartöfluafbrigði sem bændurnir höfðu tekið til ræktunar,“ segir Ólafur Reykdal.

Algengar kryddjurtir voru einnig rannsakaðar. Kryddjurtir eru bráðhollar, enda uppfullar af vítamínum og steinefnum auk þess sem þær eru notaðar til að bragðbæta matinn. „Verkefnið sýndi fram á mikla andoxunarvirkni í kryddjurtum og mikilvægi þess að geyma þær við réttar aðstæður. Útbúinn var einblöðungur sem kominn er í dreifingu,“ útskýrir Ólafur Reykdal. Hægt er að nálgast einblöðunginn hér neðst í fréttinni.

Mynd úr einblöðungi

„Borið var saman grænmeti pakkað í plast og ópakkað grænmeti í allt að 12 vikur. Afgerandi munur var á léttingu pakkaðs og ópakkaðs grænmetis, þetta var sérstaklega áberandi fyrir gulrófur. Gæði gulrófna í plastfilmu héldust í að minnsta kosti 12 vikur og þær töpuðu ekki þyngd,“ útskýrir Ólafur.  Útbúinn var einblöðungur með niðurstöðum, sem áhugasamir geta nálgast hér neðst í fréttinni.  

Myndirnar sýna pakkaðar og ópakkaðar gulrófur eftir 10 vikur í geymsluþolstilraun.

„Pakkað spergilkál fékk góðar gæðaeinkunnir í sjö vikur en það ópakkaða entist mun skemur. Fyrir fleiri grænmetistegundir er vísað til skýrslna.“

Hér má sjá Ólaf Reykdal og Evu Margréti Jónudóttir kynna niðurstöður verkefnisins á Nýsköpunarvikunni 2022.

„Ýmsar athuganir voru gerðar á aðfangakeðju grænmetis. Hitastig var mælt með síritum við flutninga á grænmeti um landið. Veikir hlekkir komu í ljós sérstaklega í dreifingastöðvum og verslunum á landsbyggðinni. Viðkomandi aðilar voru látnir vita og hafa þeir vonandi unnið að lagfæringum. Settar voru fram tillögur um það hvernig mætti draga úr rýrnun grænmetis í virðiskeðjunni,“ segir Ólafur Reykdal.

Niðurstöður mælinga á kartöflum komu á óvart

„Á óvart kom að meira mældist af andoxunarefnum í kartöflum en ýmsum litsterkum grænmetistegundum. Það vakti athygli hversu hátt hlutfall af steinefnum mátti finna í hliðarafurðum grænmetis. Sem dæmi þá er hlutfallslega meira af steinefnum í þurrefni að jafnaði úr hliðarafurðum (laufblöðum) en í algengu grænmeti. Þetta bendir til þess að meira af steinefnum sé að finna í hliðarafurðum en í algengu grænmeti og þar með spennandi möguleikar við vinnslu á því hráefni.

Annað sem vakti athygli var hversu algengt það er að hross séu að hluta til fóðruð á hliðarafurðum garðyrkju án þess að hafa hlotið nokkurn sýnilegan skaða af. Einhver gæti haldið því fram að með því að nota ýmsar hliðarafurðir í fóður þá gætu komið fram eitrunaráhrif en svo virðist ekki vera samkvæmt okkar heimildum miðað við það magn hliðarafurða sem er notað í fóður hér á landi.

Einnig kom verulega á óvart hversu mikið af fullkomlega góðu grænmeti er sóað vegna þess að markaðurinn getur ekki tekið við því öllu þegar það er sem ferskast. Þó við viljum alltaf reyna að minnka plastnotkun eins mikið og hægt er þá viljum við á sama tíma minnka sóun á mat með því að auka geymsluþol. Eins og niðurstöður þessa verkefnis gefa til kynna þá má auka geymsluþol grænmetis verulega með pökkun og því má segja að pökkun í þessu tilfelli kom sannarlega í veg fyrir sóun. Væntanlega verður hægt að draga úr plastnotkun með nýjum pökkunarefnum,” segir Eva Margrét.

Ný tækifæri í kjölfar vel heppnaðs verkefnis

Verkefnið hefur alið af sér tvö spennandi verkefni. Annarsvegar verkefni um áskoranir við pökkun grænmetis og hinsvegar verkefni sem fjallar um verðmæti úr hliðarafurðum garðyrkju. Verkefnin hafa bæði hlotið styrk frá Matvælasjóði.

Verkefnið um áskoranir við pökkun grænmetis hófst nú á árinu 2022. „Vonast er til að niðurstöður þessa verkefnis hjálpi til við val á pökkunarefnum og aðferðum við pökkun,“ útskýrir Ólafur

Lagður hefur verið grunnur að nýjum rannsóknum á hliðarafurðum garðyrkju sem miða að framleiðslu verðmætra afurða, styrkur hefur fengist frá Matvælasjóði og er áætlað að verkefnið fari í gang á árinu 2022. “Verkefnið gengur út á að safna mismunandi hliðarafurðum frá garðyrkju t.d. því sem fellur til við afblöðun tómat- og gúrkuplantna, blöðum af útiræktuðu grænmeti eins og blómkáli, spergilkáli, gulrófum, gulrótum, blöðum og stilkum úr blómarækt. Auk þess verður skoðaður grundvöllur fyrir bættri nýtingu á annars flokks vörum og umfram magni af gulrófum. Lífefni og lífvirk efni verða einangruð úr hverjum lífmassa og magn, lífvirknieiginleikar og vinnslueiginleikar rannsakaðir með það að markmiði að nýta sem innihaldsefni í nýjar afurðir,” útskýrir Eva Margrét.

Sérstakar þakkir til samstarfsaðila í verkefninu: Sölufélag garðyrkjumanna, deild garðyrkjubænda í Bændasamtökunum, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, verslanakeðjan Samkaup og  fjölmargir garðyrkjubændur.

Hér fyrir neðan má finna skýrslurnar fjórar:

  • Skýrsla 1: Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis, smelltu hér
  • Skýrsla 2: Hliðarafurðir grænmetisframleiðslu, smelltu hér
  • Skýrsla 3: Greining á rýrnun í virðiskeðju grænmetis, smelltu hér
  • Skýrsla 4: Geymsluþol og rýrnun í virðiskeðju grænmetis, smelltu hér

Einblöðunginn Kryddjurtir- Hollar en viðkvæmar, má finna hér

Einblöðunginn Pökkun á gulrófum varðveitir gæði og hindrar vatnstap, má finna hér

Verkefni um grænmeti eru unnin á ýmsum sviðum hjá Matís en falla undir þjónustuflokkinn Grænmeti og korn. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér betur rannsóknir og nýsköpun í þeim þjónustuflokki má nálgast upplýsingar með því að smella hér: https://matis.is/thjonustuflokkar/graenmeti-og-korn/

Fréttir

EIT Food North-West viðburður í október

Taktu þátt í viðburði EIT Food North-West sem haldinn verður þann 3.-5. október næstkomandi. Áherslan er á þekkingarmiðlun og öflun tengslanets. Viðburðurinn er fyrir matvælaiðnaðinn, tækniaðila og vöruframleiðendur.

Afhverju að mæta?

  • Til að afla þér þekkingar á breskum matvælaiðnaði.
  • Til að tengjast sérfræðingum í iðnaðinum sem hafa mikilvæg sambönd við tæknisetur og markaðinn.
  • Til að heyra frá aðilum í Bretlandi og á Íslandi sem starfa í matvælaiðnaði og hafa hafa vaxið á árangursríkan hátt.

Viðburðurinn fer fram 3.-5. október:

Mánudaginn 3. októberHvað vilja kaupendur og smásalar? Smásölumarkaðurinn í Bretlandi.
Matís, Reykjavík
Þriðjudaginn 4. októberBláa hagkerfi Íslands og 100% fiskur
Iceland Ocean Cluster, Reykjavík
Miðvikudaginn 5. októberKynning á stýrðu umhverfi í landbúnaðarframleiðslu
Orkídea, Selfossi

Komdu og vertu með! Dagskrá Matís og EIT Food, mánudaginn 3. október finnur þú hér:

09:00 Opnun, Oddur M. Gunnarsson Forstjóri Matís
Neytandinn, eftirspurn og markaðurinn í Bretlandi
Tengslamyndun og miðlun – speed networking – session I
Erindi Mackies, alþjóðlegi smáframleiðandinn – ís beint frá býli
12:15 Hádegishlé – tengslamyndun og miðlun
13:15 Ör erindi; Food Innovation Wales, Schottish Rural Agricultural College, National Manufacturing Institute and Strathclyde
Tækifærin; erindi EIT Food/EEN 
Tengslamyndun og miðlun – speed networking – Session II
16:30 Samantekt og dagskrárlok

Þáttaka er frí en skráning er nauðsynleg með því að smella á skráningarhnappinn hér að neðan:

Allar nánari upplýsingar finnur þú með því að smella hér

Hefur þú fyrirspurn varðandi viðburðinn? Anna Berg Samúelsdóttir, sérfræðingur hjá Matís svarar öllum fyrirspurnum í netfang annab@matis.is

Fréttir

Doktorsvörn í líffræði – Pauline Anne Charlotte Bergsten

Mánudaginn næsta, 12. september, mun Pauline Bergsten verja doktorsverkefni sitt í líffræði. Verkefnið ber heitið: Rannsókn á neðanjarðar örverusamfélögum í basalti á eldfjallaeyjunni Surtsey við Ísland.

Doktorsvörnin fer fram í hátíðarsal aðalbyggingar HÍ og hefst kl 10:00.

Andmælendur:
Dr. Steffen L. Jörgensen, dósent við Háskólann í Bergen, Noregi
Dr. Oddur Þ. Vilhelmsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.

Leiðbeinandi er Dr. Viggó Þór Marteinsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ og fagstjóri hjá Matís

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Pauline Vannier, verkefnastjóri hjá Matís
Dr. Snædís H. Björnsdóttir, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ

Doktorsvörn stýrir: Dr. Snæbjörn Pálsson, prófessor og deildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar HÍ

Ágrip
Surtsey er eldfjallaeyja á rekbelti suðaustan við Ísland. Hún myndaðist í röð neðansjávargosa á árunum 1963-1967 og hefur verið friðuð síðan. Surtsey hefur þá sérstöðu að þar hefur verið mögulegt að rannsaka landnám lífvera og framvindu vistkerfa frá upphafi. Rannsóknin sem hér er lýst snýr að örverusamfélögum í eynni, í umhverfi þar sem nýmyndað basalt mætir jarðhita og sjó. Þar er að finna breytilegt hitastig sem nálgast efri mörk þess sem talið er lífvænlegt.
Alþjóðlegur rannsóknarleiðangur var farinn til Surtseyjar árið 2017 til að afla sýna með borunum. Kjarnasýnum var safnað á mismunandi dýpi ásamt vatnssýnum og heitri gufu úr sprungum á yfirborði eyjarinnar. Þessi doktorsritgerð er fyrsta heildstæða rannsóknin á örverusamfélögum neðanjarðar í Surtsey. Margvíslegum aðferðum var beitt til að rannsaka þau einstöku sýni sem aflað var.
Markmiðið var að auka þekkingu á samfélögunum og efnaferlunum er þau byggja á. Samsetning örvera var greind með því að raðgreina tegundaákvarðandi 16S rRNA gen og annað erfðaefni sem einangrað var úr umhverfinu. Að auki voru bakteríustofnar einangraðir og þeim lýst og smásjáraðferðum beitt. Magn DNA var metið í borkjörnum en samkvæmt því var fjöldi örvera áætlaður á bilinu 5×104 til 1×106 á gramm.
Niðurstöðurnar bentu til þess að afar lítinn lífmassa væri að finna í umhverfinu. Slíkt eykur áhrif mengunar sem getur orðið við sýnatökur. Þrátt fyrir lítinn lífmassa eru örverusamfélög neðanjarðar í Surtsey mjög fjölbreytt og samanstanda bæði af bakteríum og arkeum. Sumar þeirra eru jaðarörverur eða hafa áður greinst í jarðvegi og sjó en aðrir hópar eru lítt þekktir. Greiningar á ættartengslum og lífsháttum benda til þess að sumar fái orku úr lífrænum efnum en aðrar úr ólífrænum og tengist hringrásum brennisteins, köfnunarefnis og metans. Þó tókst ekki að styðja þessar niðurstöður með greiningum á umhverfiserfðamengjum. Fjölmargar auðgunarræktir voru framkvæmdar við ólík skilyrði og með mismunandi ætum. Um 200 bakteríustofnar voru einangraðir. Þar af voru nokkrar nýjar tegundir og einni þeirra, hitakæru bakteríunni Rhodothermus bifroesti lýst að fullu, erfðamengi hennar raðgreint og samanburður gerður við tvær þekktar tegundir sömu ættkvíslar. Í ljós kom að við aðstæðurnar sem notaðar voru tókst aðeins að einangra um 2,15% af þeim örverum sem kennsl voru borin á með 16S rRNA raðgreiningum. Smásjárgreiningar á hraunsýnum sýndu ýmis form sem líktust örverum í samtengdum blöðrum í basaltgleri.
Niðurstöður rannsóknarinnar í heild bentu til mikils landnáms örvera í Surtsey á þeim 50 árum sem liðin eru frá goslokum. Örverurnar gætu hafa dreifst frá nálægum vistkerfum og aðlagast umhverfinu í hrauninu.
Niðurstöðurnar sem lýst er í þessari ritgerð mynda grunn að framtíðarrannsóknum á örverusamfélögum neðanjarðar í Surtsey og framvindu samfara breyttum aðstæðum eins og lækkandi jarðhita.

Frekari upplýsingar má finna með því að smella hér.

IS