Fréttir

Virðiskeðja íslensks grænmetis

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Verkefnið Virðiskeðja Grænmetis hófst hjá Matís árið 2021 með styrk frá Matvælasjóði. Verkefnið tók fyrir gæði og geymsluþol íslensks grænmetis, ásamt því að kanna ný tækifæri, til að mynda við nýtingu á hliðarafurðum. Verkefninu er nú lokið og niðurstöður hafa verið gefnar út í fjórum skýrslum. Ólafur Reykdal verkefnastjóri og Eva Margrét Jónudóttir sérfræðingur, segja okkur hér frá verkefninu og þýðingu þess fyrir hagaðila.

Aukin verðmætasköpun í atvinnulífinu

Markmið verkefnisins var að bæta gæði, geymsluþol og minnka sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis í þeim tilgangi að efla grænmetisgeirann á Íslandi með nýrri þekkingu og auka gæði framleiðslunnar. Meginviðfangsefni verkefnisins voru geymsluþolsrannsóknir, athuganir á leiðum til að skapa verðmæti úr hliðarafurðum, og greining á leiðum til að draga úr rýrnun í virðiskeðjunni. Verkefnið gekk vonum framar og nú liggja fyrir nýjar hagnýtar upplýsingar. Áhugavert er að velta upp afhverju ákveðið var í upphafi að ráðast í þetta verkefni? 

„Það er í samræmi við hlutverk Matís að auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. Ekki hefur verið unnið mikið fyrir grænmetisgeirann og því var ástæða til að bæta úr því,“ útskýrir Ólafur Reykdal.

Áhugaverðar niðurstöður og víðtæk áhrif

Verkefninu er nú lokið og hafa skýrslur verið gefnar út á vefsíðu Matís. Niðurstöðurnar eru margvíslegar og verkefnið skilar aukinni þekkingu sem mun nýtast hagaðilum áfram.

Niðurstöður úr mælingum á efnainnihaldi kartaflna kunna að koma mörgum á óvart. Í ljós kom að meira var af andoxunarefnum í kartöflunum en við var búist og mismikið var af kolvetnum (9-20%) eftir kartöfluyrkjum. Eftir því sem hlutfall kolvetna verður lægra því færri eru hitaeiningarnar í kartöflunum. Í ljósi andoxunarefnanna má því segja að hollusta kartaflna hafi verið vanmetin. Áhrif þessara niðurstaða létu ekki á sér standa og brugðust kartöflubændur á Þórustöðum við með eftirfarandi hætti:

„Verkefnið leiddi til þess að kartöflubændur á Þórustöðum í Eyjafirði endurskoðuðu merkingar á vörum sínum og í ljós kom sérstök efnasamsetning fyrir ný kartöfluafbrigði sem bændurnir höfðu tekið til ræktunar,“ segir Ólafur Reykdal.

Algengar kryddjurtir voru einnig rannsakaðar. Kryddjurtir eru bráðhollar, enda uppfullar af vítamínum og steinefnum auk þess sem þær eru notaðar til að bragðbæta matinn. „Verkefnið sýndi fram á mikla andoxunarvirkni í kryddjurtum og mikilvægi þess að geyma þær við réttar aðstæður. Útbúinn var einblöðungur sem kominn er í dreifingu,“ útskýrir Ólafur Reykdal. Hægt er að nálgast einblöðunginn hér neðst í fréttinni.

Mynd úr einblöðungi

„Borið var saman grænmeti pakkað í plast og ópakkað grænmeti í allt að 12 vikur. Afgerandi munur var á léttingu pakkaðs og ópakkaðs grænmetis, þetta var sérstaklega áberandi fyrir gulrófur. Gæði gulrófna í plastfilmu héldust í að minnsta kosti 12 vikur og þær töpuðu ekki þyngd,“ útskýrir Ólafur.  Útbúinn var einblöðungur með niðurstöðum, sem áhugasamir geta nálgast hér neðst í fréttinni.  

Myndirnar sýna pakkaðar og ópakkaðar gulrófur eftir 10 vikur í geymsluþolstilraun.

„Pakkað spergilkál fékk góðar gæðaeinkunnir í sjö vikur en það ópakkaða entist mun skemur. Fyrir fleiri grænmetistegundir er vísað til skýrslna.“

Hér má sjá Ólaf Reykdal og Evu Margréti Jónudóttir kynna niðurstöður verkefnisins á Nýsköpunarvikunni 2022.

„Ýmsar athuganir voru gerðar á aðfangakeðju grænmetis. Hitastig var mælt með síritum við flutninga á grænmeti um landið. Veikir hlekkir komu í ljós sérstaklega í dreifingastöðvum og verslunum á landsbyggðinni. Viðkomandi aðilar voru látnir vita og hafa þeir vonandi unnið að lagfæringum. Settar voru fram tillögur um það hvernig mætti draga úr rýrnun grænmetis í virðiskeðjunni,“ segir Ólafur Reykdal.

Niðurstöður mælinga á kartöflum komu á óvart

„Á óvart kom að meira mældist af andoxunarefnum í kartöflum en ýmsum litsterkum grænmetistegundum. Það vakti athygli hversu hátt hlutfall af steinefnum mátti finna í hliðarafurðum grænmetis. Sem dæmi þá er hlutfallslega meira af steinefnum í þurrefni að jafnaði úr hliðarafurðum (laufblöðum) en í algengu grænmeti. Þetta bendir til þess að meira af steinefnum sé að finna í hliðarafurðum en í algengu grænmeti og þar með spennandi möguleikar við vinnslu á því hráefni.

Annað sem vakti athygli var hversu algengt það er að hross séu að hluta til fóðruð á hliðarafurðum garðyrkju án þess að hafa hlotið nokkurn sýnilegan skaða af. Einhver gæti haldið því fram að með því að nota ýmsar hliðarafurðir í fóður þá gætu komið fram eitrunaráhrif en svo virðist ekki vera samkvæmt okkar heimildum miðað við það magn hliðarafurða sem er notað í fóður hér á landi.

Einnig kom verulega á óvart hversu mikið af fullkomlega góðu grænmeti er sóað vegna þess að markaðurinn getur ekki tekið við því öllu þegar það er sem ferskast. Þó við viljum alltaf reyna að minnka plastnotkun eins mikið og hægt er þá viljum við á sama tíma minnka sóun á mat með því að auka geymsluþol. Eins og niðurstöður þessa verkefnis gefa til kynna þá má auka geymsluþol grænmetis verulega með pökkun og því má segja að pökkun í þessu tilfelli kom sannarlega í veg fyrir sóun. Væntanlega verður hægt að draga úr plastnotkun með nýjum pökkunarefnum,“ segir Eva Margrét.

Ný tækifæri í kjölfar vel heppnaðs verkefnis

Verkefnið hefur alið af sér tvö spennandi verkefni. Annarsvegar verkefni um áskoranir við pökkun grænmetis og hinsvegar verkefni sem fjallar um verðmæti úr hliðarafurðum garðyrkju. Verkefnin hafa bæði hlotið styrk frá Matvælasjóði.

Verkefnið um áskoranir við pökkun grænmetis hófst nú á árinu 2022. „Vonast er til að niðurstöður þessa verkefnis hjálpi til við val á pökkunarefnum og aðferðum við pökkun,“ útskýrir Ólafur

Lagður hefur verið grunnur að nýjum rannsóknum á hliðarafurðum garðyrkju sem miða að framleiðslu verðmætra afurða, styrkur hefur fengist frá Matvælasjóði og er áætlað að verkefnið fari í gang á árinu 2022. „Verkefnið gengur út á að safna mismunandi hliðarafurðum frá garðyrkju t.d. því sem fellur til við afblöðun tómat- og gúrkuplantna, blöðum af útiræktuðu grænmeti eins og blómkáli, spergilkáli, gulrófum, gulrótum, blöðum og stilkum úr blómarækt. Auk þess verður skoðaður grundvöllur fyrir bættri nýtingu á annars flokks vörum og umfram magni af gulrófum. Lífefni og lífvirk efni verða einangruð úr hverjum lífmassa og magn, lífvirknieiginleikar og vinnslueiginleikar rannsakaðir með það að markmiði að nýta sem innihaldsefni í nýjar afurðir,“ útskýrir Eva Margrét.

Sérstakar þakkir til samstarfsaðila í verkefninu: Sölufélag garðyrkjumanna, deild garðyrkjubænda í Bændasamtökunum, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, verslanakeðjan Samkaup og  fjölmargir garðyrkjubændur.

Hér fyrir neðan má finna skýrslurnar fjórar:

  • Skýrsla 1: Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis, smelltu hér
  • Skýrsla 2: Hliðarafurðir grænmetisframleiðslu, smelltu hér
  • Skýrsla 3: Greining á rýrnun í virðiskeðju grænmetis, smelltu hér
  • Skýrsla 4: Geymsluþol og rýrnun í virðiskeðju grænmetis, smelltu hér

Einblöðunginn Kryddjurtir- Hollar en viðkvæmar, má finna hér

Einblöðunginn Pökkun á gulrófum varðveitir gæði og hindrar vatnstap, má finna hér

Verkefni um grænmeti eru unnin á ýmsum sviðum hjá Matís en falla undir þjónustuflokkinn Grænmeti og korn. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér betur rannsóknir og nýsköpun í þeim þjónustuflokki má nálgast upplýsingar með því að smella hér: https://matis.is/thjonustuflokkar/graenmeti-og-korn/

Fréttir

EIT Food North-West viðburður í október

Taktu þátt í viðburði EIT Food North-West sem haldinn verður þann 3.-5. október næstkomandi. Áherslan er á þekkingarmiðlun og öflun tengslanets. Viðburðurinn er fyrir matvælaiðnaðinn, tækniaðila og vöruframleiðendur.

Afhverju að mæta?

  • Til að afla þér þekkingar á breskum matvælaiðnaði.
  • Til að tengjast sérfræðingum í iðnaðinum sem hafa mikilvæg sambönd við tæknisetur og markaðinn.
  • Til að heyra frá aðilum í Bretlandi og á Íslandi sem starfa í matvælaiðnaði og hafa hafa vaxið á árangursríkan hátt.

Viðburðurinn fer fram 3.-5. október:

Mánudaginn 3. októberHvað vilja kaupendur og smásalar? Smásölumarkaðurinn í Bretlandi.
Matís, Reykjavík
Þriðjudaginn 4. októberBláa hagkerfi Íslands og 100% fiskur
Iceland Ocean Cluster, Reykjavík
Miðvikudaginn 5. októberKynning á stýrðu umhverfi í landbúnaðarframleiðslu
Orkídea, Selfossi

Komdu og vertu með! Dagskrá Matís og EIT Food, mánudaginn 3. október finnur þú hér:

09:00 Opnun, Oddur M. Gunnarsson Forstjóri Matís
Neytandinn, eftirspurn og markaðurinn í Bretlandi
Tengslamyndun og miðlun – speed networking – session I
Erindi Mackies, alþjóðlegi smáframleiðandinn – ís beint frá býli
12:15 Hádegishlé – tengslamyndun og miðlun
13:15 Ör erindi; Food Innovation Wales, Schottish Rural Agricultural College, National Manufacturing Institute and Strathclyde
Tækifærin; erindi EIT Food/EEN 
Tengslamyndun og miðlun – speed networking – Session II
16:30 Samantekt og dagskrárlok

Þáttaka er frí en skráning er nauðsynleg með því að smella á skráningarhnappinn hér að neðan:

Allar nánari upplýsingar finnur þú með því að smella hér

Hefur þú fyrirspurn varðandi viðburðinn? Anna Berg Samúelsdóttir, sérfræðingur hjá Matís svarar öllum fyrirspurnum í netfang annab@matis.is

Fréttir

Doktorsvörn í líffræði – Pauline Anne Charlotte Bergsten

Mánudaginn næsta, 12. september, mun Pauline Bergsten verja doktorsverkefni sitt í líffræði. Verkefnið ber heitið: Rannsókn á neðanjarðar örverusamfélögum í basalti á eldfjallaeyjunni Surtsey við Ísland.

Doktorsvörnin fer fram í hátíðarsal aðalbyggingar HÍ og hefst kl 10:00.

Andmælendur:
Dr. Steffen L. Jörgensen, dósent við Háskólann í Bergen, Noregi
Dr. Oddur Þ. Vilhelmsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.

Leiðbeinandi er Dr. Viggó Þór Marteinsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ og fagstjóri hjá Matís

Einnig í doktorsnefnd:
Dr. Pauline Vannier, verkefnastjóri hjá Matís
Dr. Snædís H. Björnsdóttir, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild HÍ

Doktorsvörn stýrir: Dr. Snæbjörn Pálsson, prófessor og deildarforseti Líf- og umhverfisvísindadeildar HÍ

Ágrip
Surtsey er eldfjallaeyja á rekbelti suðaustan við Ísland. Hún myndaðist í röð neðansjávargosa á árunum 1963-1967 og hefur verið friðuð síðan. Surtsey hefur þá sérstöðu að þar hefur verið mögulegt að rannsaka landnám lífvera og framvindu vistkerfa frá upphafi. Rannsóknin sem hér er lýst snýr að örverusamfélögum í eynni, í umhverfi þar sem nýmyndað basalt mætir jarðhita og sjó. Þar er að finna breytilegt hitastig sem nálgast efri mörk þess sem talið er lífvænlegt.
Alþjóðlegur rannsóknarleiðangur var farinn til Surtseyjar árið 2017 til að afla sýna með borunum. Kjarnasýnum var safnað á mismunandi dýpi ásamt vatnssýnum og heitri gufu úr sprungum á yfirborði eyjarinnar. Þessi doktorsritgerð er fyrsta heildstæða rannsóknin á örverusamfélögum neðanjarðar í Surtsey. Margvíslegum aðferðum var beitt til að rannsaka þau einstöku sýni sem aflað var.
Markmiðið var að auka þekkingu á samfélögunum og efnaferlunum er þau byggja á. Samsetning örvera var greind með því að raðgreina tegundaákvarðandi 16S rRNA gen og annað erfðaefni sem einangrað var úr umhverfinu. Að auki voru bakteríustofnar einangraðir og þeim lýst og smásjáraðferðum beitt. Magn DNA var metið í borkjörnum en samkvæmt því var fjöldi örvera áætlaður á bilinu 5×104 til 1×106 á gramm.
Niðurstöðurnar bentu til þess að afar lítinn lífmassa væri að finna í umhverfinu. Slíkt eykur áhrif mengunar sem getur orðið við sýnatökur. Þrátt fyrir lítinn lífmassa eru örverusamfélög neðanjarðar í Surtsey mjög fjölbreytt og samanstanda bæði af bakteríum og arkeum. Sumar þeirra eru jaðarörverur eða hafa áður greinst í jarðvegi og sjó en aðrir hópar eru lítt þekktir. Greiningar á ættartengslum og lífsháttum benda til þess að sumar fái orku úr lífrænum efnum en aðrar úr ólífrænum og tengist hringrásum brennisteins, köfnunarefnis og metans. Þó tókst ekki að styðja þessar niðurstöður með greiningum á umhverfiserfðamengjum. Fjölmargar auðgunarræktir voru framkvæmdar við ólík skilyrði og með mismunandi ætum. Um 200 bakteríustofnar voru einangraðir. Þar af voru nokkrar nýjar tegundir og einni þeirra, hitakæru bakteríunni Rhodothermus bifroesti lýst að fullu, erfðamengi hennar raðgreint og samanburður gerður við tvær þekktar tegundir sömu ættkvíslar. Í ljós kom að við aðstæðurnar sem notaðar voru tókst aðeins að einangra um 2,15% af þeim örverum sem kennsl voru borin á með 16S rRNA raðgreiningum. Smásjárgreiningar á hraunsýnum sýndu ýmis form sem líktust örverum í samtengdum blöðrum í basaltgleri.
Niðurstöður rannsóknarinnar í heild bentu til mikils landnáms örvera í Surtsey á þeim 50 árum sem liðin eru frá goslokum. Örverurnar gætu hafa dreifst frá nálægum vistkerfum og aðlagast umhverfinu í hrauninu.
Niðurstöðurnar sem lýst er í þessari ritgerð mynda grunn að framtíðarrannsóknum á örverusamfélögum neðanjarðar í Surtsey og framvindu samfara breyttum aðstæðum eins og lækkandi jarðhita.

Frekari upplýsingar má finna með því að smella hér.

Fréttir

Bændasamtök Íslands heimsóttu Matís

Bændasamtök Íslands kíktu í heimsókn til okkar í Matís þann 7. september síðastliðinn. Þau Gunnar Þorgeirsson, formaður, Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri, og Guðrún Birna Brynjarsdóttir, sérfræðingur, skoðuðu framgang í vefjaræktun á stofnútsæði kartaflna sem Matís sinnir fyrir Bændasamtökin. Einnig var farið yfir önnur samstarfsverkefni en þau eru fjölmörg og stefnt er að því að auka þau enn frekar í framtíðinni.

Hér að neðan má sjá myndir af vefjaræktuðum kartöflum sem ræktaðar eru hjá Matís.

Matís þakkar Bændasamtökum Íslands fyrir komuna og hlakkar til áframhaldandi góðs samstarfs. 

Ritrýndar greinar

Basalt-Hosted Microbial Communities in the Subsurface of the Young Volcanic Island of Surtsey, Iceland

Tengiliður

Pauline Bergsten

Ph.D. nemi

paulineb@matis.is

The island of Surtsey was formed in 1963–1967 on the offshore Icelandic volcanic rift zone. It offers a unique opportunity to study the subsurface biosphere in newly formed oceanic crust and an associated hydrothermal-seawater system, whose maximum temperature is currently above 120°C at about 100m below surface. Here, we present new insights into the diversity, distribution, and abundance of microorganisms in the subsurface of the island, 50years after its creation. Samples, including basaltic tuff drill cores and associated fluids acquired at successive depths as well as surface fumes from fumaroles, were collected during expedition 5059 of the International Continental Scientific Drilling Program specifically designed to collect microbiological samples. Results of this microbial survey are investigated with 16S rRNA gene amplicon sequencing and scanning electron microscopy. To distinguish endemic microbial taxa of subsurface rocks from potential contaminants present in the drilling fluid, we use both methodological and computational strategies. Our 16S rRNA gene analysis results expose diverse and distinct microbial communities in the drill cores and the borehole fluid samples, which harbor thermophiles in high abundance. Whereas some taxonomic lineages detected across these habitats remain uncharacterized (e.g., Acetothermiia, Ammonifexales), our results highlight potential residents of the subsurface that could be identified at lower taxonomic rank such as Thermaerobacter, BRH-c8a (Desulfallas-Sporotomaculum), Thioalkalimicrobium, and Sulfurospirillum. Microscopy images reveal possible biotic structures attached to the basaltic substrate. Finally, microbial colonization of the newly formed basaltic crust and the metabolic potential are discussed on the basis of the data.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

Culturable Bacterial Diversity from the Basaltic Subsurface of the Young Volcanic Island of Surtsey, Iceland

Tengiliður

Pauline Bergsten

Ph.D. nemi

paulineb@matis.is

The oceanic crust is the world’s largest and least explored biosphere on Earth. The basaltic subsurface of Surtsey island in Iceland represents an analog of the warm and newly formed-oceanic crust and offers a great opportunity for discovering novel microorganisms. In this study, we collected borehole fluids, drill cores, and fumarole samples to evaluate the culturable bacterial diversity from the subsurface of the island. Enrichment cultures were performed using different conditions, media and temperatures. A total of 195 bacterial isolates were successfully cultivated, purified, and identified based on MALDI-TOF MS analysis and by 16S rRNA gene sequencing. Six different clades belonging to Firmicutes (40%), Gammaproteobacteria (28.7%), Actinobacteriota (22%), Bacteroidota (4.1%), Alphaproteobacteria (3%), and Deinococcota (2%) were identified. Bacillus (13.3%) was the major genus, followed by Geobacillus (12.33%), Enterobacter (9.23%), Pseudomonas (6.15%), and Halomonas (5.64%). More than 13% of the cultured strains potentially represent novel species based on partial 16S rRNA gene sequences. Phylogenetic analyses revealed that the isolated strains were closely related to species previously detected in soil, seawater, and hydrothermal active sites. The 16S rRNA gene sequences of the strains were aligned against Amplicon Sequence Variants (ASVs) from the previously published 16S rRNA gene amplicon sequence datasets obtained from the same samples. Compared with the culture-independent community composition, only 5 out of 49 phyla were cultivated. However, those five phyla accounted for more than 80% of the ASVs. Only 121 out of a total of 5642 distinct ASVs were culturable (≥98.65% sequence similarity), representing less than 2.15% of the ASVs detected in the amplicon dataset. Here, we support that the subsurface of Surtsey volcano hosts diverse and active microbial communities and that both culture-dependent and -independent methods are essential to improving our insight into such an extreme and complex volcanic environment.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

Rhodothermus bifroesti sp. nov., a thermophilic bacterium isolated from the basaltic subsurface of the volcanic island Surtsey

Tengiliður

Pauline Bergsten

Ph.D. nemi

paulineb@matis.is

Novel thermophilic heterotrophic bacteria were isolated from the subsurface of the volcanic island Surtsey off the south coast of Iceland. The strains were isolated from tephra core and borehole fluid samples collected below 70 m depth. The Gram-negative bacteria were rod-shaped (0.3–0.4 µm wide, 1.5–7 µm long), aerobic, non-sporulating and non-motile. Optimal growth was observed at 70 °C, at pH 7–7.5 and with 1% NaCl. Phylogenetic analysis identified the strains as members of the genus Rhodothermus . The type strain, ISCAR-7401 T , was genetically distinct from its closest relatives Rhodothermus marinus DSM 4252 T and Rhodothermus profundi PRI 2902 T based on 16S rRNA gene sequence similarity (95.81 and 96.01%, respectively), genomic average nucleotide identity (73.73 and 72.61%, respectively) and digital DNA–DNA hybridization (17.6 and 16.9%, respectively). The major fatty acids of ISCAR-7401 T were iso-C 17:0 , anteiso-C 15:0 , anteiso-C 17:0 and iso-C 15:0 (>10 %). The major isoprenoid quinone was MK-7 while phosphatidylethanolamine, diphosphatidylglycerol, an unidentified aminophospholipid and a phospholipid were the predominant polar lipid components. Based on comparative chemotaxonomic, genomic and phylogenetic analyses, we propose that the isolated strain represents a novel species of the genus Rhodothermus with the name Rhodothermus bifroesti sp. nov. The type strain is ISCAR-7401 T (=DSM 112103 T =CIP 111906 T ).

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

SUSTAIN drilling at Surtsey volcano, Iceland, tracks hydrothermal and microbiological interactions in basalt 50 years after eruption

Tengiliður

Pauline Bergsten

Ph.D. nemi

paulineb@matis.is

The 2017 Surtsey Underwater volcanic System for Thermophiles, Alteration processes and INnovative concretes (SUSTAIN) drilling project at Surtsey volcano, sponsored in part by the International Continental Scientific Drilling Program (ICDP), provides precise observations of the hydrothermal, geochemical, geomagnetic, and microbiological changes that have occurred in basaltic tephra and minor intrusions since explosive and effusive eruptions produced the oceanic island in 1963–1967. Two vertically cored boreholes, to 152 and 192 m below the surface, were drilled using filtered, UV-sterilized seawater circulating fluid to minimize microbial contamination. These cores parallel a 181 m core drilled in 1979. Introductory investigations indicate changes in material properties and whole-rock compositions over the past 38 years. A Surtsey subsurface observatory installed to 181 m in one vertical borehole holds incubation experiments that monitor in situ mineralogical and microbial alteration processes at 25–124 ∘C. A third cored borehole, inclined 55∘ in a 264∘ azimuthal direction to 354 m measured depth, provides further insights into eruption processes, including the presence of a diatreme that extends at least 100 m into the seafloor beneath the Surtur crater. The SUSTAIN project provides the first time-lapse drilling record into a very young oceanic basaltic volcano over a range of temperatures, 25–141 ∘C from 1979 to 2017, and subaerial and submarine hydrothermal fluid compositions. Rigorous procedures undertaken during the drilling operation protected the sensitive environment of the Surtsey Natural Preserve.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

Impact of onboard chitosan treatment of whole cod (Gadus morhua) on the shelf life and spoilage bacteria of loins stored superchilled under different atmospheres

Tengiliður

Pauline Bergsten

Ph.D. nemi

paulineb@matis.is

The initial handling of marine fish on board fishing vessels is crucial to retain freshness and ensure an extended shelf life of the resulting fresh products. Here the effect of onboard chitosan treatment of whole, gutted Atlantic cod (Gadus morhua) was studied by evaluating the quality and shelf life of loins processed six days post-catch and packaged in air or modified atmosphere (% CO2/O2/N2: 55/5/40) and stored superchilled for 11 and 16 days, respectively. Sensory evaluation did not reveal a clear effect of chitosan treatment on sensory characteristics, length of freshness period or shelf life of loins under either packaging conditions throughout the storage period. However, directly after loin processing, microbiological analysis of loins showed that onboard chitosan treatment led to significantly lower total viable counts as well as lower counts of specific spoilage organisms (SSO), such as H2S-producers and Pseudomonas spp., compared to the untreated group. In addition, the culture-independent approach revealed a lower bacterial diversity in the chitosan-treated groups compared to the untreated groups, independently of packaging method. Partial 16S rRNA gene sequences belonging to Photobacterium dominated all sample groups, indicating that this genus was likely the main contributor to the spoilage process.

Hlekkur að grein

Fréttir

Ráðstefna 8. september. Nýsköpun og tækifæri í íslenskri matvælaframleiðslu

Orkídea og Landbúnaðarháskóli Íslands halda ráðstefnu um nýsköpun og tækifæri í matvælaframleiðslu þann 8. september næstkomandi á Hótel Selfossi. Rósa Jónsdóttir og Kolbrún Sveinsdóttir starfsmenn Matís halda þar erindi um Framleiðslu nýrra próteina fyrir matvæli og fóður.

Brýnt er að auka matvælaframleiðslu í heiminum verulega á næstu áratugum vegna sífellt vaxandi íbúafjölda heimsins. Í þessu felast miklar áskoranir þar sem stór hluti af nýtanlegu gróðurlendi heimsins er þegar notað í landbúnaðarframleiðslu. Nýtanlegir fiskistofnar eru margir komnir að þolmörkum og vaxandi skortur er á orku og vatni til fæðuframleiðslu. Í þessum áskorunum felast jafnframt mikil tækifæri fyrir Ísland sem ætlunin er að varpa ljósi á þessum viðburði sem er samstarfsverkefni Orkídeu, Landbúnaðarháskóla Íslands, Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins, Háskólans á Bifröst, Íslandsstofu, Lax-inn fræðslumiðstöðvar, Matís, Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, Samtökum smáframleiðenda matvæla og Ölfus Cluster.

Myndbandsupptökur frá ráðstefnunni má finna með því að smella á hnappinn hér að neðan:

Dagskrá ráðstefnunnar má finna hér:

Fundarstjóri: Vigdís Häsler, framkv.stj. Bændasamtaka Íslands

IS