Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsstofunnar Íslenskt lambakjöt og Óli Þór Hilmarsson verkefnastjóri hjá Matís eru viðmælendur í Matvælinu að þessu sinni en fyrr á árinu luku þeir vinnu við rannsókn á nýtingarhlutfalli og efnainnihaldi lambakjöts og aukaafurða.
Verkefnið var unnið af Matís og markaðsstofunni Íslenskt lambakjöt í nánu samstarfi við afurðastöðvar bæði á norður- og suðurlandi. Verkefninu var hrundið af stað til þess að mögulegt væri að leggja fram ný og traust gögn til að koma í stað þeirra 20-30 ára gömlu gagna sem alla jafna var stuðst við og voru orðin úrelt. Skortur á nýjum og uppfærðum gögnum um nýtingu og næringargildi var farinn að há markaðsstarfi á lambakjöti og hliðarafurðum bæði á innanlandsmarkaði og útflutningsmörkuðum.
Það er bæði skemmtilegt og fróðlegt að hlusta á þessa fagmenn ræða um málið sem er þeim greinilega kært. Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum en einnig má hlusta á hann í spilaranum hér að neðan.
Rósa Jónsdóttir, Hilma Eiðsdóttir Bakken, Eva Kuttner & Hörður G. Kristinsson
Tengiliður
Rósa Jónsdóttir
Fagstjóri
rosa.jonsdottir@matis.is
Markmið verkefnis Náttúruleg húðvörn úr hafinu, sem styrkt var af AVS sjóðunum var að þróa nýjar húðvörur úr íslensku bóluþangi (Fucus vesiculosus) sem er vannýtt hráefni en afar ríkt af andoxandi og verndandi efnum. Í þessari skýrslu er farið yfir þróunarferil á húðvörum með lífvirkum innihaldsefnum úr bóluþangi. Auk þess er fjallað um þróun vinnsluaðferða við einangrun lífvirkra efna og lífvirknimælingar sem gerðar voru á þeim. Framleidd voru mörg ólík sýni með mismunandi útdráttaraðferðum og heildarmagn fjölfenóla (e. Total Polyphenol Content, TPC) og andoxunarvirkni þeirra rannsökað. Húðfrumupróf voru framkvæmd á flotsýnum frá húðfrumum (Detroit 551), sem eru heilbrigðar húðfrumur, eða í flotsýnum frá bandvefsfrumum (HT1080) sem eru krabbameinsfrumur, til að mæla virkni extrakta úr bóluþangi. Mælingar voru meðal annars gerðar á getu þangextrakta til að hindra málmpróteasa 1 og hindrun á framleiðslu PMN elastasa. Einnig á framleiðslu á kollageni (human collagen type 1, HCT-1).
Allar niðurstöðurnar fyrir mælingar á heildarmagni fjölfenóla og fyrir ólíku andoxunarprófin voru teknar saman og valin sú útdráttaraðferð sem gaf mest magn fjölfenóla og þar af leiðandi mestu andoxunarvirknina.
Helstu niðurstöður húðfrumuprófanna sýndu að þangextröktin örva myndun kollagens. Þangextrakt var sett á húðfrumurnar (Detroit 551) í mismunandi styrk og sýndu gríðarlega aukningu (200-1000%) í framleiðslu á kollagens (sjá mynd). Mælingar voru gerðar á málmpróteasa 1, 2 og 9 sem eru þekktir fyrir að brjóta niður kollagen. Hæsti styrkur þangextrakts (0,25 mg/mL) hindraði málmpróteasa 1, en engin sérstök hindrunaráhrif voru mælanleg fyrir málmpróteasa 2 og 9. Einnig var framleiðsla PMN elastasa hindruð við þrjá mismunandi styrkleika. Þessar niðurstöður benda til þess að þangextraktið gæti haft áhrif gegn hrukkumyndun með aukinni kollagenmyndun og hindrun elastasa.
Framleiðsla á kollageni (human collagen type 1), sem hlutfall af blanki, í D551 húðfrumum sem meðhöndlaðar voru með mismunandi styrk af þangextrakti (0,0625 – 0,25 mg/ml).
Í skýrslunni er einnig greint frá vöruþróun á húðvörum með lífvirku innihaldsefni úr þangi, neytendaprófunum sem framkvæmdar voru ásamt vöruhönnun, markaðsmálum og kynningum. Í viðauka I eru nánari upplýsingar um neytendarannsókn og í viðauka II er nánari skýrsla um vöruhönnunina sem unnin var af vöruhönnuði. ___
The goal of the project Náttúruleg húðvörn úr hafinu (e. Natural skin protection from the ocean), funded by the AVS research fund, was to develop new skincare products from Icelandic bladderwrack (Fucus vesiculosus), which is an underutilized raw material but extremely rich in antioxidants and protective compounds. This report outlines the development process of skincare products with bioactive ingredients derived from bladderwrack. Additionally, it discusses the development of processing methods for isolating bioactive compounds and the bioactivity measurements that were conducted on them. Various samples were produced using different extraction methods, and their total polyphenol content (TPC) and antioxidant activity were analyzed.
Skin cell tests were performed on supernatants from skin cells (Detroit 551), which are healthy skin cells, or supernatants from fibroblast cells (HT1080), which are cancer cells, to measure the activity of extracts from bladderwrack. Measurements included the ability of bladderwrack extracts to inhibit matrix metalloproteinase 1 (MMP-1) and the inhibition of PMN elastase production. Also, the production of collagen (human collagen type 1, HCT-1) was assessed.
All the results from the total polyphenol content measurements and the various antioxidant tests were compiled, and the extraction method that yielded the highest polyphenol content, and consequently the highest antioxidant activity, was selected.
The main results from the skin cell tests showed that the bladderwrack extracts stimulated collagen production. The extracts were applied to the skin cells (Detroit 551) at different concentrations and showed a significant increase (200-1000%) in collagen production (see figure). Measurements were done on metalloproteinase 1, 2 and 9 which are known to break down collagen. The highest concentration (0.25 mg/mL) inhibited matrix metalloproteinase 1, but no significant inhibition were observedfor matrix metalloproteinase 2 and 9., Additionally, PMN elastase production was inhibited at three different concentrations. These results suggest that the bladderwrack extract may have anti-wrinkle effects by increasing collagen production and inhibiting elastase.
Extrakt af bóluþangi (Fucus vesiculosus) hefur verið mikið rannsakað og sýnt hefur verið fram á lífvirka eiginleika extraktsins í in-vitro rannsóknum á húðfrumum manna. Markmið rannsóknarinnar sem lýst er í þessari skýrslu, var að rannsaka áhrif húðkrems sem inniheldur lífvirk efni úr bóluþangi á húð manna in-vivo.
Framkvæmd var tvíblind íhlutunarrannsókn, með tveimur sambærilegum hópum fólks á aldrinum 40 til 60 ára, sem notuðu annað hvort húðkrem sem innihélt lífvirka þangextraktið eða krem sem innihélt öll sömu innihaldsefnin fyrir utan extraktið (viðmið). Áhrif kremanna á húðeiginleika voru mæld þrisvar sinnum á tólf vikna tímabili. Fyrsta mæling var framkvæmd við upphaf (áður en notkun krems hófst), þá eftir sex vikna daglega notkun (morgna og kvölds) kremsins og við lok íhlutunarinnar eftir 12 vikur. Húð þátttakenda var mæld með Dermalab Series Clinique Combo frá Cortex technology, sem safnaði gögnum um m.a. húðteygjanleika, raka og kollagenstyrk.
Teygjanleiki húðar jókst með tímanum hjá báðum hópum. Aukningin var meira áberandi í hópnum sem notaði kremið með extrakti úr bóluþangi. Tvær breytur voru mældar með ultrasonic húðmyndgreiningu: kollagenstyrkur og húðþykkt. Styrkur kollagens jókst ekki í húð þátttakenda meðan á rannsókninni stóð og enginn greinanlegur munur fannst á þykkt húðar þátttakenda með tímanum. Hins vegar var húðin þykkari hjá hópnum sem notaði kremið með extrakti úr bóluþangi en viðmiðunarhópurinn í þriðju mælingu. Raki jókst í húð þátttakenda milli fyrstu og annarar mælingar en minnkaði aftur lítillega frá annarri til þriðju mælingu. Niðurstöðurnar sýndu að notkun kremanna auka raka í húðinni en aðrir þættir hafa líka áhrif, svo sem rakastig í andrúmsloftinu. Raki í húð hópsins sem notaði kremið með extrakti úr bóluþangi hafði tilhneygingu til að vera meiri samanborið við viðmiðunarhópinn í þriðju mælingu.
Ályktun rannsóknarinnar er sú að húðkremið sem innihélt extrakt úr bóluþangi hafði jákvæð áhrif á húð þátttakenda. Hins vegar voru niðurstöður einnig jákvæðar hjá hópnum sem notaði viðmiðunarkremið og oft var munurinn á hópunum tveimur ekki marktækur. Í þeim tilvikum sem munur á hópunum reyndist marktækur, var það kreminu með bóluþangi í vil. ___
Fucus vesiculosus extract has been extensively studied, and has shown to possess remarkable bioactive properties on human skin cells in-vitro. The aim of this work was to study the effects of skin cream containing the bioactive seaweed Fucus vesiculosus extract on human skin in vivo.
This was done via double blind intervention study, with two comparable groups of people in the age range 40 to 60, who used either a skin cream containing the bioactive seaweed extract, or a cream containing all the same ingredients aside from the extract (control), or a placebo. The effects of the creams on skin parameters were measured three times over a period of twelve weeks. The skin of the participants was measured with a Dermalab Series Clinique Combo from Cortex technology, which gathered data about e.g. skin elasticity, hydration, and collagen intensity, at baseline, after six week and 12 weeks of daily use (mornings and evenings) of the cream.
Elasticity increased over time for both groups. The increase was more noticeable in the group using the cream with the Fucus vesiculosus extract. Two parameters were measured using ultrasonic skin imaging: collagen intensity and skin thickness. The collagen intensity did not increase in the skin of the participants during the study and no differences in thickness of the skin of the participants were seen over time. However, the skin was thicker for the group using the cream with the Fucus vesiculosus extract than the placebo group in the third measurement. The hydration increased in the skin of the participants from the first to the second measurement but decreased again slightly from the second to third measurement. It can be concluded that using the creams increases hydration in the skin but other factors have an impact too, such as the hydration level in the atmosphere. A trend was seen for more hydration in the group using the cream with the Fucus vesiculosus extract compared to the placebo group in the third measurement.
In conclusion, the skin cream containing the bioactive seaweed extract had a positive impact on the skin of the participants. However, the group using the placebo cream also experienced positive results, and often the differences between the two groups were not significant. When significant differences were observed, they favoured the bioactive cream.
A study was conducted in fish processing facilities to investigate the microbial composition, microbial metabolic potential, and distribution of antibiotic resistance genes. Whole metagenomic sequencing was used to analyze microbial communities from different processing rooms, operators and fish products. Taxonomic analyses identified the genera Pseudomonas and Psychrobacter as the most prevalent bacteria. A Principal Component Analysis revealed a distinct separation between fish product and environmental samples, as well as differences between fish product samples from companies processing either Gadidae or Salmonidae fish. Some particular bacterial genera and species were associated with specific processing rooms and operators. Metabolic analysis of metagenome assembled genomes demonstrated variations in microbiota metabolic profiles of microbiota across rooms and fish products. The study also examined the presence of antibiotic-resistance genes in fish processing environments, contributing to the understanding of microbial dynamics, metabolic potential, and implications for fish spoilage.
Birgir Örn Smárason, Anna Berg Samúelsdóttir, Gunnar Þórðarson og Margrét Geirsdóttir
Styrkt af:
Nordic Council of Ministers - Working Group for Fisheries (AG-Fisk)
Tengiliður
Birgir Örn Smárason
Fagstjóri
birgir@matis.is
Norðurlöndin eru stórir aðilar í fiskeldi m.a. á laxi (Salmo salar). Mörg krefjandi umhverfismál tengjast þessari framleiðslu og þau eru að finna í hverju skrefi ferlisins. Megináherslan í þessari skýrslu hefur verið lögð á ný fóðurhráefni og bætta nýtingu hliðarafurða. Bæði þessi mál snúa að miklu magni og það skiptir miklu máli fyrir atvinnulífið sem og sjálfbærni og umhverfisáhrif þessarar mikilvægu starfsgreina að þau séu tekin á betri og skilvirkari hátt en núverandi aðferðir. Framtíðarmatvælaöryggi fyrir matvæli fyrir jarðarbúa okkar, á sjálfbæran hátt til lengri tíma litið, krefst byltingar í því hvernig við framleiðum matinn okkar. Brýn þörf er á að hámarka sjálfbæra fóðurframleiðslu. _____
The Nordic countries are big players in salmon aquaculture (Salmo salar). Many challenging environmental issues are related to this production, and they are to be found in every step of the process. The main focus in this report has been put on novel and alternative feed ingredients and sidestreams utilisation. Both those issues involve vast volumes and it´s of high importance for the economy as well as the sustainability and environmental impact of this important profession that they are tackled in better and more efficient manner than current approaches. Future food security for our global population that does not compromise the long-term sustainability of our ecosystems requires a revolution in the way we produce our food and there is an urgent need for nutritionally optimise a sustainably produced feed ingredient for inclusion in aquafeeds.
Jónas R. Viðarsson, Matís, Jónas Baldursson, Matís, Elvar Traustason, Matís, Unn Laksá, Sjokovin, Heather Burke, Fisheries & Marine Institute, Memorial University of Newfoundland, James Hinchcliffe, Marine Ingredients Denmark/EFFOP, Jóhannes Pálsson, FF Skagen/Marine Ingredients Denmark
Styrkt af:
AG fisk (Nordic Council’s working group for fisheries cooperation)
Tengiliður
Jónas Rúnar Viðarsson
Áherslusviðsstjóri
jonas@matis.is
This report is a part of the Nordic networking project Nordic Seals, which is supported by the Nordic Council of Ministers Working Group for Fisheries (AG Fisk). The project’s objectives are to gather, analyse and disseminate information on the populations of seals in the North-Atlantic, Arctic, and adjacent waters, and their environmental, social, and economic impacts.
As several seal populations have grown in the North Atlantic, Arctic, and adjacent waters, they have become a controversial topic with fishermen and other stakeholders within seafood value chains who claim that they negatively affect commercial fish stocks, catch, product quality and economic viability of the fisheries. Many scientists and conservationists have on the other hand pointed out the lack of understanding of the functioning of seals in the ecosystem. Although seals are known to feed on commercial fish species, research on their effect on fish size and age distribution of prey populations, as well as stock size, is incomplete. More knowledge on the role and effects of seals in the ecosystem is needed.
As some seal populations still suffer from hunting that took place in the past, decisions on seal management must be well founded. Bycatch of seals is today the main threat to seal populations in many areas, which must be taken seriously.
Depredations and damage to fishing gear and fish farms caused by some species of seals is well documented. The exact ecological and economic impact of these is however largely unknown. There are ongoing initiatives that aim to fill in these knowledge gaps, but results are largely lacking. The issue of nematode roundworms that are parasites causing quality defects in commercial fisheries, which seals play a major role in distributing as hosts, has been a major concern for fishermen. Controlling seal populations was in the past believed to be important to limit nematode distribution and therefore considered vital to safeguard the economic viability of the seafood industries in the North Atlantic.Seals have a long history as an important food source. Seal meat is nutritious and full of important amino acids, vitamins, and minerals. But they also contain food safety threats, such as nematode ringworm parasites, and bioaccumulated trace elements. The import bans on seal products imposed by the US and EU have made any kind of trade in seal products difficult. But as some seal populations grow in certain areas, the question on potential utilisation becomes more pressing. To answer that question there is a need for more research to better understand the role of seals in the ecosystem, and on how to produce sustainable, safe and stable food or feed ingredients from seals.
Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna möguleika í hæg-meyrnun “dry-ageing” á mismunandi gerðum af fiski: mögrum og feitum. Þar sem þurrkskápurinn (dry-ager) var heimagerður, var ekki hægt að vinna með lægra hitastig en 4°c. Unnið var með það hitastig og séð hvernig fiskurinn brást við því. Með því að prófa að setja í þurrkskáp (dry-ager) bæði flök og heilan fisk, kom í ljós að það þyrfti styttri tíma fyrir flök að komast á svipaðan stað í verkun og heilan fisk. Rýrnun þurfti að vera a.m.k. 15% til þess að ná réttri verkun: bættri áferð og bragði. Þessar rannsóknir sýndu líka að sérhannaður og smíðaður þurrkskápur (dry-ager) myndi gefa nákvæmari svör, þar sem hægt er að stýra bæði hita- og rakastigi mun betur, myndi skila sér í mun betri lokaafurð. pH gildi, litur, vatns innihald og rýrnun ásamt skynmati lofa góðu í notkun á hæg-meyrnun (dry-ageing) á fiski til að auka geymsluþol og verðmætari skynmatsáhrifum. _____ Those trials were aiming at evaluating the feasibility of dry-ageing different type of fish: lean and fatty. As the dry-ager was homemade, the temperature could not been lowered lower than 4°C, allowing the trials to see if the fish would support those temperatures. By trying both fillets and full fish to be dry-aged, the project showed that the time in the dry-ager would be shorter for fillet to get to a similar stage than full fish. The weight loss of both should at least be 15% to get a desirable stage: improved texture and taste. Those trials also showed us that commercial dry-ager would present more benefices, as with more stability of both temperature and humidity, the quality of the final product will be better. pH, colour, water content and weight loss as well as sensory showed promising results to use dry-aged fish as a preserving technique to improve both shelflife and sensory characteristics of seafood.
Annar hluti rannsóknarinnar á hæg-meyrnun (dry-ageing) á fiski, beindist að því að auka skilning á þeim breytum sem virka best (hitastig, rakastig og tími) til að ná fram æskilegum einkennum hæg-meyrnaðs (dry-aged) fisks. Hæg-meyrnun (dry-ageing) er verkun þar sem vatnsinnihald fisks er minnkað og fiskurinn rýrnar, þar til að að hægist á niðurbroti á fisknum nægjanlega til að tryggja lítinn örveruvöxt (líkt og í reyktum fiski). Þessar rannsóknir leiddu í ljós að vinna þarf með lægra rakastig en 82% og 2°c hitastig hentar vel. Hægt er að lengja geymsluþol á fiski með hæg-meyrnun (dry-ageing) og var heill fiskur í þurrkskápnum (dry-ager) í 2 vikur og geymdur áfram í 2 vikur í viðbót án þess að skemmast. Tilraunir með frystingu og geymslu sýndu að hæg-meyrnaður (dry-aged) fiskur hentar vel í hvoru tveggja. Þessar rannsóknir gera kleift að setja fram fyrstu yfirlýsingarnar varðandi hæg-meyrnun (dry-ageing) á fiski þar sem þetta eru fyrstu vísindalegu rannsóknirnar sem gerðar hafa verið. _____ The second batch of trials from the project dry-aged fish, aimed at understanding which parameters would be best (temperature, humidity, and time) to reach satisfactory dry-aged characteristics to the fish. Dry-ageing is a process where the water content in the fish reduces and the fish losses some weight, to reach a stage where the degradation will be slow enough to ensure low bacterial growth (similar to smoked fish). Those trials showed that humidity should be lower than 82% and that 2°C is working. Shelflife of fish can be extended thanks to dry-ageing as full fish could stay in the dry-ager for at least 2 weeks and then stored for 2 more weeks without having any bad attribute developing. Freezing tests and storage tests allowed to show that dry-aged fish supports both processes. Those trials allowed to set the first statements regarding dry-ageing fish, with the first scientific data collected.