Skýrslur

Coastal fisheries in the North Atlantic / Smábátaveiðar í N-Atlantshafi

Útgefið:

01/01/2015

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Gunnar Þórðarson, Edgar Henriksen, Audun Iversen, Durita Djurhuus, Tønnes Berthelsen, Heather Manuel, Tom Brown, David Decker

Styrkt af:

NORA (510-080), Nordic Council (AG-fisk 80-2013), Canadian Centre for Fisheries Innovation (CCFI)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Coastal fisheries in the North Atlantic / Smábátaveiðar í N-Atlantshafi

Coastal fisheries are an important part of the North Atlantic marine sector and a vital part of a successful regional development in the area. This report provides an overview of the coastal sectors in the Faroe Islands, Greenland, Iceland, Norway and Newfoundland & Labrador, summarising the key issues that affect the sectors in each country and the contribution of the fleets towards their national economy and the micro- & macro societies. The report addresses how fisheries management in each country affects the coastal sectors, but there are strategies in place in all of the countries that favour the coastal fleet in one way or another. The report also provides an overview of the fleet structure, catch volumes, catch values, fishing gear, regional distribution of landings, employment and operational environment in the sectors of each country. In 2013 the N-Atlantic coastal fleet consisted of 17 thousand vessels and provided full time employment for 18 thousand fishermen. In addition there are a considerable number of fishermen that have coastal fisheries as secondary source of income or as a hobby and. The sector also produces a large number of jobs in processing and supporting industries. It can therefore be estimated that the N-Atlantic coastal fleet provides livelihood for at least 50 thousand families, which are primarily located in small fishing villages were the communities rely heavily on the sector for survival. Total landings of the N-Atlantic coastal sector in 2013 amounted to 680 thousand MT, valued at 815 million EUR. The report though clearly shows that the N-Atlantic coastal sector is highly fragmented, not only between countries but also within individual countries. The vessels range from being very modest old-style dinghies that fish few hundred kilos a year to industrialised state-of-art fishing vessels that catch up to two thousand tonnes of fish a year, which can be valued at over 4 million EUR. The N-Atlantic coastal sector is an important part of the Nordic marine sector and will continue to be so. The fleet has though been going through big changes in recent years, where the number of vessels and fishermen have been decreasing significantly. Big part of the fleet is struggling to make ends meet and recruitment of young fishermen is very limited. A relatively small part of the sector is though running profitable businesses and providing high paying jobs. This is the part of the fleet that accounts for majority of the catches and has invested in new vessels, gear, technology and quotas. It seems unavoidable that this optimisation will continue with the coastal fleet consisting of fewer, better equipped and more profitable vessels.

Veiðar smábáta og tengdar atvinnugreinar eru mikilvægur partur af sjávarútvegi og annarri haftengdri starfsemi í N-Atlantshafi. Greinin skiptir einnig mjög miklu máli fyrir byggðaþróun á svæðinu. Í þessari skýrslu er leitast við að gefa yfirlit yfir smábátaflotann í Færeyjum, Grænlandi, Íslandi, Noregi og Nýfundnalandi & Labrador (NL), þar sem tekinn eru saman helstu atriði sem hafa áhrif á greinina í hverju landi fyrir sig, þróun flotans á undanförnum árum og hvernig greinin hefur áhrif á þjóðarhag og nærsamfélög. Í skýrslunni er fjallað sérstaklega um hvernig fiskveiðistjórnun og ýmis önnur stjórnvaldsleg úrræði snerta smábátageirann. En í þeim löndum sem skýrslan nær til leitast yfirvöld við að styðja smábátaútgerð með ýmsum lögum og reglugerðum sem hygla smábátum á einn veg eða annan. Skýrslan veitir einnig yfirlit yfir stærð og samsetningu, afla og aflaverðmæti, veiðarfæri, landfræðilega dreifingu, atvinnusköpun og rekstrarskilyrði smábátaflotanna í áðurnefndum löndum. Árið 2013 samanstóð smábátaflotinn í N-Atlantshafi* af um 17 þúsund bátum og 18 þúsund sjómönnum í fullu starfi. Að auki var umtalsverður fjöldi manna sem höfðu smábátasjómennsku að hlutastarfi eða að tómstundariðju. Smábátaflotinn skapaði einnig mikinn fjölda starfa í landi við vinnslu afla og í ýmsum stoðgreinum. Áætla má að a.m.k. 50 þúsund fjölskyldurí N-Atlantshafi* hafi lífsviðurværi sitt af veiðum, vinnslu og þjónustu við smábátaflotann. Flest þessara starfa eru í sjávarsamfélögum sem treysta afkomu sína að mjög miklu leyti á smábátaflotann. Heildarafli smábátaflotans í N-Atlantshafi* á árinu 2013 var 680 þúsund tonn og var aflaverðmætið um 815 milljónir Evra (um 130 milljarðar ISK á verðlagi ársins), en hlutur Íslands í þessum tölum var um 13% af aflamagni og 16% af aflaverðmæti. Skýrsla þessi sýnir þó að smábátaflotinn í N-Atlantshafi er mjög fjölbreytilegur, bæði milli landa og innan landa þ.s. bátar geta verið allt frá því að vera gamaldags trillur á skaki sem veiða bara nokkur kíló á ári upp í fullkomnustu hraðfiskbáta sem veiða jafnvel allt að tvö þúsund tonnum af afla á ári. Smábátaflotinn í N-Atlantshafi gegnir mikilvægu hlutverki í sjávarútvegi á svæðinu og mun halda áfram að gera svo. Flotinn hefur hins vegar breyst töluvert á undanförnum árum, þar sem fjöldi báta og sjómanna hefur fækkað umtalsvert. Stór hluti flotans er rekinn með tapi og nýliðun í stétt smábátasjómanna er takmörkuð. Tiltölulega lítið hlutfall flotans er aftur á móti rekinn með góðum hagnaði og skapar vel borguð störf. Þessi hluti flotans stendur að baki meirihluta aflans og er einnig sá hluti sem hefur fjárfest í nýjum bátum, veiðarfærum, tækni og veiðiheimildum. Það virðist óhjákvæmilegt að þessi hagræðing haldi áfram innan smábátaflotans í N-Atlantshafi þ.e. að skipum fækki, en þau sem eftir verið séu stærri, betur tækjum búinn og skili eigendum og áhöfn meiri arði.

Skoða skýrslu

Fréttir

Registration of more than 400 thousand horses

Matís is closely involved with many agriculture breeding projects, helping farmers to improve their stocks; Matís performs the genetic analysis of the Icelandic horse for  the WorldFengur database. WorldFengur is the official FEIF register of the Icelandic horse breed.

The database was established in year 2000, and consists of unique DNA identification of each horse, pedigree information, and information on breeders, owners, offspring’s records, photos, results on breeding evaluations on the Icelandic stock and results from assessments. Currently there are more than 400,000 horses registered in WorldFengur from across Europe and the USA. The backbone of the database is the unique identification number (FEIF ID-number) of each horse, paired with its genotype, this allows a record and pedigree for all Icelandic horses, allowing their sale, entrance into shows, and for better breeding programs.

In addition Matís is the only Icelandic provider of the test for the DMRT3 mutation. This mutation indicates whether or not a horse has the ability to perform both pace and tölt (Icelandic) which is a form of slow trot. Most Icelandic horses with two copies of the A variant (AA) can perform both gaits, while horses with one copy (CA) can only perform tölt. This means that we can now genetically test a horse’s potential ability to perform these gaits. This testing can be done when the horse is very young (i.e. before training is started). It can also be carried out on the stallion and broodmare to determine if they are a good combination to breed.

Sheep farmers have also profit from Matís researches, as Matís offers testing for the ‘þokugen’ gene, which increases fertility in ewes, allowing farmers to increase the productivity of their flocks. Matís is as well enabling a practical test for sheep breeders to detect Scrapie. Scrapie is a fatal degenerative disease that affects the central nervous system in sheep and can be passed from sheep to sheep. Positive diagnosis of Scrapie can result in a flock being quarantined and animals destroyed. Fortunately, sheep can have genetic resistance to Scrapie that can be detected with a simple and inexpensive DNA test. By offering DNA testing to farmers, breeders can select for, and breed resistant animals. Buyers can also be assured that they are buying resistant sheep.

For additional information, please contact Anna K. Daníelsdóttir, director at Matís.

Fréttir

Skiptiborð Matís um jólahátíðina

Starfsfólk Matís óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Skiptiborð Matís verður lokað 24. og 31. desember. Beinn sími á örverudeild er 422-5116 eða 858-5116.

Upplýsingar um önnur símanúmer starfsmanna er að finna á heimasíðu okkar, www.matis.is.

Fréttir

Kæling afla með ískrapa um borð í smábátum

Hjá Matís er í gangi áhugavert verkefni í samstarfi við Thor-Ice, Háskóla Íslands, 3X-Technology, Landssamband smábátaeigenda og Valdi ehf. um kælingu afla með ískrapa um borð í smábátum.

Markmið verkefnisins er að bæta gæði afla frá smábátum og hámarka skilaverð. Til að ná þessum markmiðum verður hönnuð krapavél sem hentar smábátum og einnig þróað endurbætt verklag til kælingar afla. Aukin þekking á meðhöndlun og kælingu mun lækka hlutfall afla þeirra báta sem telst ónýtur vegna lélegrar eða engrar kælingar. Bætt kæling um borð í smábátum mun vafalítið auka almennt gæði þess afla sem landað er. Í því felst ávinningur fyrir bæði sjómenn og framleiðendur.

Helstu afurðir verkefnisins eru:

  • Meiri þekking á áhrifum mismunandi kælingar á hold og dauðastirðnun fisks
  • Meiri þekking og skilningur á orkunotkun mismunandi kælingar með ískrapa og flöguís.

Nánari upplýsingar veitir Sæmundur Elíasson hjá Matís og einnig má finna upplýsingar um verkefni á vefsvæði verkefnisins.

Ítarefni

Umfjöllun um verkefnið í tímariti Háskóla Íslands.

Skýrslur

Safe Food: Increased food safety in Iceland / Örugg Matvæli: Aukið matvælaöryggi á Íslandi

Útgefið:

22/12/2014

Höfundar:

Roland Körber, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Margrét Björk Sigurðardóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Þýska ríkið / Icelandic ministry of industries and innovations, The German state

Safe Food: Increased food safety in Iceland / Örugg Matvæli: Aukið matvælaöryggi á Íslandi

Nauðsynlegt að Ísland hafi fullnægjandi getu og innviði þannig að stjórnvöld og opinberir eftirlitsaðilar hafi getu til að fylgjast með því að matvælaöryggis sé gætt í samræmi við alþjóðlega staðla og reglugerðir. Verkefnið „Örugg Matvæli“ var tvíhliða verkefni milli Íslands og Þýskalands og megintilgangur þess var að auka matvælaöryggi á Íslandi og vernda neytendur með tilliti til öryggis og heilnæmis matvæla á íslenskum markaði. Verkefnið var unnin í samvinnu Matís, Matvælastofnunar (MAST) og Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins á Íslandi og þýska Matvæla og landbúnaðar-ráðuneytisins auk lykilstofnana á sviði matvælaöryggis í Þýskalandi þ.e.a.s. Federal Institute for Risk Assessment (BfR) og Lower Saxony State Office for Consumer Protection and Food Safety (LAVES). Til að bæta innviði á Íslandi voru sérhæfð greiningartæki til rannsókna á matvælaöryggi keypt í gegnum opið útboð og sett upp í aðstöðu Matís í Reykjavík. Þýskur ráðgjafi var staðsettur á Íslandi í 6 mánuði til að veita faglega þekkingu á sviði matvælaöryggis sem nauðsynleg var fyrir framgang verkefnisins ásamt því að samhæfa vinnu í verkefninu. Þýskir sérfræðingar frá BfR og LAVES komu til Matís og Matvælastofnunar til að þjálfa sérfræðinga þessara stofnana í verkferlum sem skilgreindir voru sem forgangsatriði á sviði efnagreininga og opinbers eftirlits á sviði matvælaöryggis. Einnig voru haldnir kynningarfundir til að upplýsa helstu hagsmunaaðila á Íslandi um framgang verkefnisins og til að auka vitund þeirra um mikilvægi matvælaöryggis í allri framleiðslu- og fæðukeðjunni. Við lok verkefnisins höfðu íslenskir sérfæðingar verið þjálfaðir í verkferlum á afmörkuðum forgangsviðum við eftirlit og efnagreiningar á sviði matvælaöryggis. Verkefnið hefur því bæði stuðlað að bættri rannsóknaraðstöðu og getu beggja íslensku stofnananna hvað varðar sýnatöku og efnagreiningar á mikilvægum matvælaöryggisþáttum svo sem eftirliti með leifum plöntuvarnarefna og óæskileg efnum í matvælum og fóðri.

To ensure a high level of protection for human health and consumers’ interest in relation to food safety, it is essential that Iceland has the appropriate infrastructures to carry out inspections and official controls of food products in line with the requirements of the European food legislation. A bilateral project between Iceland and Germany was established and carried out 2014 to assist Iceland to achieve this goal. The objective of the project was to strengthen Iceland´s ability to ensure food safety and protect consumer interests in relation to food safety. The bilateral project was carried out in collaboration between Matís, Icelandic Food and Veterinary Authority (MAST) and the Ministry of Industries and Innovations in Iceland from the Icelandic side and the German Federal Ministry of Food and Agriculture, Federal Institute for Risk Assessment (BfR) and Lower Saxony State Office for Consumer Protection and Food Safety (LAVES) from the German side. The laboratory infrastructure for food safety analysis in Iceland wasimproved by procuring new laboratory equipment through an open tender process and install them at Matísfacilities in Reykjavík. A German Resident Advisor resided in Iceland for 6 months to provide the necessary professional experience in areas of food safety covered by the project and coordinate the project activities. German experts from BfR and LAVES came to Matís and MAST to train experts of these institutes in procedures identified as priority analytical and official control proceduresto ensure food safety in Iceland. A number of stakeholder events were also carried out to inform key stakeholders of project activities and increase their awareness of importance of food safety in the entire food chain. At the end of the project the majority of the priority procedures were implemented at the Icelandic institutes and the Icelandic experts that participated in the project were well informed and trained. The project has therefore contributed significantly to the improvement of both institutional and laboratory capacity in Iceland concerning sampling and analysis in important areas such as monitoring for residues of plant protection products, contaminants in food and feed as well as genetically modified food and feed.

Skoða skýrslu

Fréttir

Vor í lofti

Á undanförnum árum hefur áhugi almennings á að framleiða vörur úr eigin hráefni með það að markmiði að búa til vörur sem selja má til neytenda, aukist mikið. Í kjölfarið hafa margir farið í að koma sér upp aðstöðu til slíkrar framleiðslu.

Margir bændur hafa komið sér upp vinnsluaðstöðu á bæjunum og selja hangikjöt, pylsur og ýmiskonar önnur matvæli beint frá framleiðanda við miklar vinsældir neytenda. Sama má segja um fiskframleiðendur, margir framleiða harðfisk eða önnur matvæli úr sjávarfangi. Að koma upp slíkri vinnuaðstöðu og fá tilskilin leyfi kostar þó töluverða fjármuni og vinnu áður en hægt er að fara að framleiða matvælin.

Margir framleiðendur hafa leitað til Matís eftir aðstoð að koma upp aðstöðu sem uppfyllir kröfur til matvælaframleiðslu og við vöruþróun á þeim matvælum sem ætlunin er að framleiða. Verkefnið Vor í lofti var sett á fót á sunnanverðum Vestfjörðum á síðasta ári og er því að ljúka núna. Verkefninu var ætlað að styrkja smáframleiðendur á svæðinu til að koma upp fullvinnslu matvæla í smáum stíl og tóku alls átta aðilar þátt í verkefninu að einhverju eða öllu leyti. Verkefnið skilaði þátttakendum vel áleiðis að markmiðum þeirra og má ætla að með vaxandi ferðamannastraumi til svæðisins muni markaður fyrir slíka vöru aukast enn frekar.Verkefnið var styrkt af Rannsóknar- og Nýsköpunarsjóði Vestur-Barðastrandarsýslu og Vöruþróunarsetri sjávarútvegsins. Skýrsla um verkefnið hefur verið gefin út og má sjá hana hér. Nánari upplýsingar um verkefnið gefur Lilja Magnúsdóttir hjá Matís á Patreksfirði.

Fréttir

Ert þú að borða nóg af ómega-3 fitusýrum?

Þrátt fyrir að heilsusamleg áhrif þess að neyta fjölómettra fitusýra séu margsönnuð er þeirra ekki alltaf neytt í nægu magni vegna þess að neysla á feitum fiski er frekar lítil á Íslandi. Matís og fyrirtækið Grímur kokkur (www.grimurkokkur.is) hafa á undanförnum árum unnið saman að verkefnum um auðgun sjávarrétta úr mögrum fiski með ómega olíum.

Í norrænu verkefni, sem styrkt var af Nordic Innovation, þróaði Grímur kokkur tilbúna sjávarrétti sem auðgaðir voru ómega olíum til að auka magn ómega 3 fitusýra og um leið hollustugildi réttanna. Olían kom frá fyrirtækinu BioActive Foods í Noregi en hún er unnin að hluta til úr íslenskri fiskiolíu. Í samstarfi við Alfons Ramel á Rannsóknastofu i næringarfræði, Háskóla Íslands og Landspítala var gerð íhlutandi rannsókn til að kanna lífaðgengi (bioavailability) n-3 fitusýra sem bætt var í tilbúna rétt og bera saman við ómegaduft sem neytt var beint. Í rannsókninni tóku þátt 77 manns yfir 50 ára að aldri en auglýst var eftir þátttakendum. Einn hluti þátttakenda neytti hefðbundinna fiskrétta frá Grími kokki, annar hópurinn neytti fiskrétta sem auðgaðir voru með ómega olíu og þriðji hópurinn neyttir ómegadufts. Rannsóknin stóð í fjórar vikur og voru tekin sýni af blóði fyrir og eftir. Þeir þátttakendur sem fengu ómega olíu eða ómega duft fengu u.þ.b. ráðlagðan dagsskammt af DHA og EPA fitusýrum.  Magn EPA í blóði tvöfaldaðist hjá þeim sem neyttu ómega og DHA jókst líka marktækt. Engin breyting mældist í blóði þeirra sem ekki fengu ómega.

Þessar rannsóknaniðurstöður hafa nú birst í  vísindagrein í tímaritinu European Journal of Clinical Nutrition (2014) og heitir greinin: Bioavailability of long-chain n-3 fatty acids from enriched meals and from microencapsulated powder. Höfundar eru Harpa Hrund Hinriksdóttir, Valgerður Lilja Jónsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Emilía Martinsdóttir og Alfons Ramel. Matís, Grímur kokkur og BioActive Foods munu halda áfram rannsóknum á þessu sviði í EU verkefninu EnRichMar.

Nánari upplýsingar veitir Emilía Martinsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Afurðum ætlað að mæta þörfum á mörkuðum

Umbreyting afla í útflutningsverðmæti skiptir sköpum fyrir þjóðarbúið. Nýting og vinnsla sjávarafurða koma þar við sögu. Eins og vinnslan snýst um virðingu fyrir neytendum og hráefnum, snýst nýtingin um virðingu fyrir hráefnum og umhverfi að samaskapi snýst verðmætasköpunin um virðingu fyrir samfélagi og auðlindum. Fullmargir fullyrða fullmikið um fullvinnslu og fullnýtingu. Samhliða fullyrðingaflaumi ber á óþarfa mismunun, þar sem afurðir eru flokkaðar nokkuð frjálslega sem aðalatriði og aukaatriði.

Grá(upplögð)lúða

Vissulega er markmiðið að nýta öll aðföng sem best á sem arðbærastan hátt. Keppikeflið má ekki vera nýtingarhlutfallið eitt og sér, verðmætin knýja þjóðfélagið áfram. Bræðsla, vinnsluaðferð sem notar allt hráefnið, þó heimtur séu ekki mikið umfram fitu og prótein innihald hráefnisins, aflanum er öllum ráðstafað til einnar og sömu vinnsluaðferðarinnar, og ekkert er skilið eftir, sama gildir um heilfrystingu fisks, vinnslu sem skilar háu hlutfalli afurða af hráefni en verðmætin eru tæpast eftirsóknarverð, ef frekari vinnsla er möguleg.

Er fullvinnsla að meðhöndla allt hráefni eða sú meðhöndlun sem er nauðsynleg þannig að neytandinn þurfi sem minnst að handleika matinn? Er fullnýting að lágmarka það sem fer forgörðum við meðhöndlun hvers hlekks í keðjunni frá báti að áti? Veltur nýtingin á notkun hráefna, flækjustigi vinnslu, notkun vinnslubúnaðar eða nýtingu á tækifærum til verðmætasköpunar? Nýting eins aðila, fyrirtækja samstæðu eða samanlagt allra þeirra sem höndla með sjávarfang hér á landi?

Eðlilega falla aukaafurðir vel að hugarheimi Íslendinga sem eru gefnir fyrir að velta aukaatriðum fyrir sér. Menn leggja áherslu á það sem skapar hverjum og einum mestar tekjur, fjölbreytt samfélag rúmar ólíkar áherslur, það sem er aukaatriði eins er aðalafurð annars. Hver og einn kappkostar að gera vel það sem hann gerir og sumir hafa náð miklum árangri. Þar sem hagtölur sýna mikil verðmæti þorsks er hægt að spyrja hvort ýsa sé aukaafurð þorsks? Líta ber á allan fisk sem hráefni fyrir verðmætar vörur. Aðstæður hverju sinni takmarka getu manna til athafna og hafa áhrif á nýtingu og verðmætasköpun. Nærtækara er að minna fólk á að taka lýsi en að taka aukaafurð.

Allt það framsýna fólk sem tekst verðmætasköpun úr vannýttum tækifærum sem liggja í því sem alla jafnan er ekki er neytt á hrós skilið fyrir hugvitssemi. Þó hægt sé að sníða klæði úr roði þá verður róið til fiskjar eftir hinum æta hluta, enn um sinn. Takmarkað magn hráefna krefst þess að mest verðmæti séu sköpuð úr hverjum fiski, þar skiptir framsýni máli.

Tækifæri til að gera betur

Þeir sem vilja reyna að eyða tíma sínum í að sannfæra fólk um að slor sé jákvætt, því það rími við þor, mega reyna það. En líklegra er að fleirum þyki slor neikvætt, kannski vegna þess það rímar við gor, því þarf það að vera á hreinu að Íslenskur sjávarútvegur er ekkert slor, heldur er íslenskur sjávarútvegur spennandi vettvangur ábyrgrar verðmætasköpunar á sjálfbæran hátt úr tækifærum sem ólíkar þarfir á fjölbreyttum mörkuðum skapa.

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri hjá Matís.

Skýrslur

Nordtic Conference Report / Ráðstefna um Norræna lífhagkerfið

Útgefið:

08/12/2014

Höfundar:

Sigrún Elsa Smáradóttir, Þóra Valsdóttir

Styrkt af:

NordBio

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Nordtic Conference Report / Ráðstefna um Norræna lífhagkerfið

Ráðstefna um Norræna lífhagkerfið var haldin 25 júní á Hótel Selfossi. Meðan á formennsku íslenskra stjórnvalda í Norræna ráðherranefndinni 2014 hefur staðið hefur lífhagkerfið verið miðpunktur norrænnar samvinnu en Nordbio er stærst af þremur áhersluatriðunum á íslenska formennskuárinu. Meginmarkmið NordBio er að styrkja Norræna lífhagkerfið með því að hámarka nýtingu á lífrænum auðlindum, takmarka sóun og örva nýsköpun, styrkja þar með Norræna lífhagkerfið. Nordtic ráðstefnan var haldin í tengslum við árlegan fund norræna ráðherraráðsins í sjávarútvegi, landbúnaði, matvælum og skógi (MR-FJLS). Um 100 gestir frá öllum Norðurlöndunum tóku þátt í ráðstefnunni. Ráðstefnugestum var boðið sérstakt bragð af nýsköpun norðursins er niðurstöður úr nýsköpunar og matvælaverkefnum, innan NordBio, voru kynntar og smakkaðar. Verkefnunum var stýrt af Matís.

Conference on Nordic Bioeconomy and Arctic Bioeconomy was held on June 25th at Hotel Selfoss in Iceland. During the Icelandic chairmanship in The Nordic Council of Ministers in 2014 bioeconomy has been at the center of Nordic cooperation, as NordBio is the largest of three programs under the Icelandic chairmanship. The main objective of NordBio is to strengthen the Nordic Bioeconomy by optimizing utilization of biological resources, minimizing waste and stimulating innovation thus bolstering the Nordic Bioeconomy. The “Nordtic” conference was held in connections with an annual meeting of the Nordic Council of Ministers for Fisheries and Aquaculture, Agriculture, Food and Forestry (MR-FJLS). Around 100 people from all the Nordic countries participated in the conference. The conference participants were offered a special taste of innovation from the high north as results from food production projects, innovation projects under NordBio led by Matis, were presented and tasted.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vor í lofti

Útgefið:

03/12/2014

Höfundar:

Lilja Magnúsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Gunnþórunn Einarsdóttir, Þóra Valsdóttir, Arnljótur Bjarki Bergsson.

Styrkt af:

Rannsókna- og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandarsýslu, Vöruþróunarsetur sjávarútvegsins

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Vor í lofti

Verkefnið Vor í lofti var styrkt af Vöruþróunarsetri sjávarútvegsins og Rannsóknar- og Nýsköpunarsjóði Vestur-Barðastrandarsýslu. Verkefnið var unnið á sunnanverðum Vestfjörðum með þátttöku átta aðila, þar af voru þrír aðilar sem ætluðu sér í fullvinnslu sjávarafurða. Mikill tími fór í að aðstoða þátttakendur við að sækja um vinnsluleyfi og aðstoða við útbúnað á vinnslustað svo umsókn um leyfi væri tekin gild. Ráðgjöf Matís til þátttakenda kom sér mjög vel og skilaði þeim áleiðis að settum markmiðum hvers og eins. Brýn þörf er fyrir áframhaldandi aðstoð við uppsetningu á vinnslu matvæla í smáum stíl á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem mjög fáir aðilar hafa enn sem komið er fengið leyfi til fullvinnslu matvæla á svæðinu en markaður er óðum að skapast með auknum ferðamannastraumi til svæðisins auk heimamarkaðar.

Skoða skýrslu
IS