Fréttir

Sendiherra Bretlands heimsækir Matís

Sendiherra Bretlands á Íslandi Dr. Bryony Mathew, ásamt fríðum hóp heimsótti Matís 10. maí sl. Með henni í för voru fulltrúar Grimsby seafood cluster, Humber institute, Grimsby Fish Mecharnt Association og University of Lincoln’s – National Centre for Food Manufacturing. Þá var fulltrúum Landbúnaðarháskólans og Bændasamtakanna einnig boðið til fundarins.

Markmið heimsóknarinnar var að ræða mögulegt samstarf milli fyrirtækja og stofnanna beggja landa á sviði matvælaframleiðslu og tengdra greina. Grimsby og Humber svæðið er vagga sjávarútvegs í Bretlandi og Háskólinn í Lincoln er hvað fremstur stofnanna þar í landi á sviði rannsókna og nýsköpunar í landbúnaði og matvælavinnslu.

Bretland, og þá sér í lagi Grimsby svæðið, hefur um aldir verið háð innflutningi á fiski frá Íslandsmiðum, og að sama skapi hefur svæðið skipað stóran sess í útflutningi sjávarafurða frá Íslandi. Hið langa og farsæla samstarf þjóðanna skiptir yfirvöld landanna miklu máli og sjá þau tækifæri í að hlúa enn frekar að samvinnu á breiðum grundvelli. Því hafa stjórnvöld landanna undirritað viljayfirlýsingu um aukið samstarf á sviði sjávarútvegs. Meðal þess sem rætt var á fundinum voru tækifæri og áskoranir við að fylgja viljayfirlýsingunni eftir.

Innan Háskólans í Lincoln er starfræktur einskonar „tæknigarður“ fyrir rannsóknir og þróun matvæla. Tæknigarðurinn hefur á að skipa gífurlega sterkum innviðum og sérfræðiþekkingu á flestum sviðum matvælaframleiðslu. Má í því sambandi t.d. nefna sjálfvirkni (e. autimisation & robotics) í landbúnaði og annarri matvælavinnslu. Sköpuðust á fundinum gífurlega góðar umræður milli þátttakenda sem verður án efa fylgt eftir á komandi mánuðum.

Þökkum við Dr. Bryony Mathew og fylgdarliði kærlega fyrir komuna.

Fréttir

Kartöflur koma sífellt á óvart!

Meira er framleitt af kartöflum en öðru grænmeti á Íslandi. Uppskeran síðastliðin fimm ár hefur verið á bilinu 6 til 9 þúsund tonn. Hægt væri að auka kartöfluframleiðsluna á Íslandi umtalsvert og væri það gott framlag til aukins fæðuöryggis þar sem hægt er að geyma kartöflur í langan tíma.

Vinsældir kartaflna hafa minnkað nokkuð á síðustu árum, ekki síst hjá yngstu kynslóðinni. Hollustuímynd kartaflna hefur kannski ekki verið eins sterk og fyrir litsterka grænmetið. Vel er þekkt að tómatar, spergilkál, rauð paprika og fleiri grænmetistegundir innihalda vítamín og önnur hollefni eins og andoxunarefni. Hjá Matís hafa verið gerðar mælingar á andoxunarefnum og andoxunarvirkni í grænmeti þar á meðal kartöflum.

Á óvart kom að meira mældist af andoxunarefnum í kartöflum en ýmsum litsterkum grænmetistegundum.

Verkefnið Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis var unnið á Matís á árinu 2021 fyrir styrk frá Matvælasjóði. Við efnamælingar á kartöflum kom í ljós að kolvetnainnihald þeirra var oft lægra en fyrir erlendar kartöflur. Í Bændablaðinu 12. maí 2022 er fjallað um kartöflur frá  bændum á Þórustöðum í Eyjafirði en kartöflur frá þeim voru til rannsóknar í verkefninu. Sum kartöfluyrkin höfðu til muna lægra kolvetnainnihald en algengt er erlendis. Lágt kolvetnainnihald þýðir jafnframt að hitaeiningarnar eru færri en í kolvetnaríkari kartöflum.

Flest kartöfluyrkin veita færri hitaeiningar en soðið pasta og kartöflurnar hafa andoxunarefnin og vítamín umfram pastað.

Embætti landlæknis mælir með að fólk borði fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. Kartöflur eru undanskildar í þessum skömmtum en kannski væri ástæða til að breyta því. Um niðurstöður verkefnisins má lesa í skýrslu Matís Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis – Matís (matis.is)

The second HOLOSUSTAIN workshop „Sea cucumbers: a potential novel seafood in Europe?“

The second HOLOSUSTAIN workshop „Sea cucumbers: a potential novel seafood in Europe?“ will take place on 20 May 2022, in mixed (physical and digital) format, at NMK, Ålesund, Norway.

You can find the final version of the scientific program at the link below. Some hotel suggestions for your stay.

Please, if interested, submit a digital poster, to be presented automatically during the event.  It is free of charge and will be made available in pdf format in the Book of Abstracts as “open access” on the project website after the event. The blank poster presentation form for the digital posters during the event can be downloaded here.

If interested to participate or have questions, please, send us an e-mail through filling in the inscription form or using the mails in the contact section of this website or inscribe here. Inscription open until 10 May. 

More information here.

Fréttir

Vinnufundur um nýtingu þara/þörunga í norður Atlantshafi

Fimmtudaginn 19. maí stendur Laurentic Forum fyrir tveggja klst. vinnufundi um nýtingu þörunga (seaweed) á norðurslóðum, en fundurinn hefst kl 12:00 að íslenskum tíma.

Farið verður stuttlega yfir stöðu mála hvað varðar nýtingu þörunga á heimsvísu, sem og í Kanada (Nýfundnaland & Labrador), Íslandi, Færeyjum, Írlandi og Noregi. Þá verða kynnt tækifæri í samstarfi og mögulegar fjármögnunarleiðir í rannsóknarsjóðum er tengjast þessari grein, og að lokum fara svo fram umræður.

Frekari upplýsingar og skráning er á heimasíðu Laurentic Froum

Dagskrá:

  • Paul Dobbins, Senior Director of Impact Investing and Ecosystems Services, Aquaculture, World Wildlife Federation
  • Jónas R. Viðarsson, Director of Division of Value Creation, Matis Icelandic Food and Biotech R&D
  • Kate Burns, Founder and CEO, Islander Rathlin Kelp
  • Olavur Gregersen, Managing Director, Ocean Rainforest Faroe Islands
  • Anne Marit Bjørnflaten, Co-owner, Oceanfood AS North Norway
  • Cyr Courtourier, Aquaculture Scientist, Fisheries and Marine Institute of Memorial University
  • Stein Arne Ranes, Senior Advisor, Department of Industry and Economic Development, Troms and Finnmark County Council
  • Moderator – keith Hutchings, Executive Director of the Canadian Centre for Fisheries Innovation   

Laurentic Forum er netverk fyrirtækja og stofnanna í norður Atlantshafi sem hefur það að markmiði að auka samstarf á sviði rannsókna, nýsköpunar og atvinnuuppbyggingar í bláa hagkerfinu innan svæðisins, með sérstaka áherslu á „brotnar byggðir“.

Fyrir hönd Íslands eiga Matís, Sjávarklasinn, Byggðastofnun og Þekkingarsetur Vestmannaeyja sæti í stýrinefnd Laurentic Forum.

Frekari upplýsingar um viðburðinn eða Laurentic Forum veitir jonas@matis.is

Fréttir

Hvernig verða staðbundin matvæli nýtt í ferðaþjónustu árið 2040?

Séu heimamenn stoltir af menningararfinum, leggi áherslu á hefðir og siði matarmenningar ásamt því að hafa sérstöðu matvæla á mismunandi svæðum að leiðarljósi, hefur matartengd ferðaþjónusta á Norðurlöndunum góð skilyrði til að aukast í framtíðinni.   

Matarhefð er stór hluti af ímynd lands og þjóðar enda endurspeglar hún menningu og sögu og markast af tíðarfari og náttúru hvers lands fyrir sig. Matarupplifun er órjúfanlegur hluti  af upplifun  ferðamanna hvar sem þeir koma.

Á Norðurlöndum hefur orðið mikil vitundarvakning á þeim verðmætum sem liggja í svæðisbundinni matargerð bæði hvað varðar nýsköpun, þróun og neyslu fyrir heimamenn sem og erlenda gesti. Að sama skapi er sí aukin áhersla lögð á sjálfbærni í matvælaframleiðslu sem og ferðaþjónustu þannig að jafnvægi milli vaxtar og verndar sé gætt.

Verkefninu Nordic Food in Tourism er nýlokið. Markmið þess var að kanna hvernig ferðamenn og aðrir gestir tala um eða skynja norrænan mat, varpa ljósi á mikilvægi staðbundinna matvæla í sjálfbærri ferðaþjónustu og öðlast innsýn í hvernig loftslags-, neyslubreytingar og aðrar breytur  geta mótað framtíð matar í ferðaþjónustu. Tilgangurinn var að vekja athygli á framtíðaráskorunum og tækifærum tengdum mat í ferðaþjónustu og veita stefnumótandi leiðbeiningar sem styðja við framtíðaraðgerðir og stefnumótun á Norðurlöndunum sem samræmast einnig markmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Matur er öflugt markaðsafl í ferðaþjónustu. Náttúra, menning, hrein orka og iðandi mannlíf eru auðlindir sem hafa aðdráttarafl og hefur Ísland allt til að bera til að samþætta þetta fernt í markaðssetningu á mat í ferðaþjónustu. Þörf er á markvissri kynningarstefnu sem hefur það að markmiði að skapa áhuga og eftirspurn eftir matartengdri afþreyingu og nærsamfélagsneyslu en ekki síður að bregðast við þeim áhuga og þeirri eftirspurn sem þegar er til staðar. Efla þarf samfélagsvitund um þá sérstöðu til matvælaframleiðslu sem við búum við, þekkingu á matararfleifð okkar og tækifæri til framtíðar.

Að byggja upp áfangastað sem ætlar að skipa sér sess sem eftirsóttur mataráfangastaður innan Evrópu krefst öflugrar samvinnu og samtakamáttar til að slagkraftur skilaboðanna verði sterkur. Þjónusta og gæði þurfa að fylgjast að við markaðssetningu og innviðir þurfa að vera tilbúnir til að standa undir fyrirheitum og væntingum.

Mikilvægt er að horfa á virðiskeðju matvæla þar sem gæði hráefnisins eru undirstaðan en ánægja og upplifun neytenda ráða eftirspurn.

Hér skiptir máli að neytendur og frumframleiðendur hlusti á hvorn annan til að ýta undir þá þróun sem markaðurinn kallar eftir, með sjálfbærni að leiðarljósi. Mikilvægt er að stuðla að þróun og nýsköpun með hliðsjón af vannýttum auðlindum og matvælastefnu sem miðar að lágmörkun sóunar. Nauðsynlegt er að huga að framtíðar-sviðsmyndum, skipulagi og samvinnu.

Verkefnið Nordic food in Tourism var eitt af þremur formennskuverkefnum norrænu ráðherranefndarinnar undir hatti sjálfbærrar ferðamennsku í norðri. Menningar- og viðskiptaráðuneytið (áður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið) leiddi verkefnið í samstarfi við Íslenska ferðaklasann og Matís. Norrænir samstarfsaðilar komu frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Grænlandi, Færeyjum, Álandseyjum og Finnlandi auk þess sem sérfræði hópur frá háskólum og atvinnulífi kom að verkefninu.  Niðurstöður verkefnisins byggja á greiningum gagna, aðferðum framtíðarfræða, viðtölum við sérfræðinga og niðurstöðum vinnustofa með hagaðilum.

Niðurstöðurnar eru birtar í tveimur skýrslum, annars vegar þar sem áherslan er á framtíðarsýn og stefnumótandi leiðbeiningar í tengslum við mat í ferðamennsku á Norðurlöndunum og hins vegar á Íslandi:

Við hvetjum fólk til að nýta þessar niðurstöður enda veita þær innblástur til frekara samstarfs, uppbyggingar, fjárfestingar og nýsköpunar í mat í ferðaþjónustu með sjálfbærni að leiðarljósi. Skýrslurnar og frekari upplýsingar má finna á vefsíðu verkefnisins; Nordicfoodintourism.is

Fréttir

Nýsköpunarkeppni í Nesskóla

Dagana 26. og 27. apríl fer fram þriðja og síðasta MAKEathon verkefnisins Grænir Frumkvöðlar Framtíðar, í Nesskóla í Neskaupstað. MAKEathon Árskóla og Grunnskóla Bolungarvíkur hafa þegar farið fram með glæsilegum árangri. MAKEathon verkefnisins er nýsköpunarkeppni sem stendur yfir tvo daga.

Í þessu MAKEathoni taka, 24 nemendur í 8.bekk Viktoríu Gilsdóttur þátt. Þeir vinna saman í teymum sem keppast við að leysa áskorun sem fundin verður á heimsóknum þeirra í sjávarútvegsfyrirtæki á svæðinu. Áskorunin mun snúa að umhverfis- og loftslagsmálum.  Þeir reyna að búa til einhverskonar frumgerð (e. prototype), m.a. í samstarfi við FabLab  Austurland undir handleiðslu Móses Helga Halldórssonar. 

Frá því í haust hafa nemendur fengið fræðslu m.a. um loftslagsbreytingar, sjálfbærni og nýsköpun.  Allt efni GFF verður gert aðgengilegt eftir að verkefninu lýkur.

Verkefnið Grænir Frumkvöðlar Framtíðar hófst í skólunum í september 2021 og MAKEathonin eru lokahluti þeirra. Landskeppni á milli skólanna þriggja fer fram í maí og verða úrslit hennar kynnt í Nýsköpunarvikunni (á erindi Matís þann 20. maí).

Sjónvarpsstöðin N4 hefur í allan vetur verið að taka upp þátt um verkefnið og verða því kvikmyndatökumenn frá þeim á staðnum. Þátturinn verður sýndur á sjónvarpsstöðinni í haust og þar verður verkefnið kynnt.

Grænir Frumkvöðlar Framtíðar er fræðsluverkefni ætlað fyrir elstu bekki grunnskóla. Markmiðið er að fræða nemendur um áhrif loftslagsbreytinga á hafið og lífríki þess, sjálfbærni og nýsköpun á nýstárlegan og skemmtilegan hátt. Verkefnið er styrkt af Loftslagssjóði og er verkefnastjórn í höndum Matís. Aðrir þátttakendur eru skólarnir þrír, FabLab smiðjur á hverujm stað, Cambridge University, Climate-KIC og Djúpið Frumkvöðlasetur.

Fyrir frekari upplýsingar er bent á að hafa samband við verkefnastjóra verkefnisins: Justine@matis.is. Þá eru skólar sem vilja taka þátt sérstaklega hvattir til að hafa samband.

(fjölmiðlafólk getur  haft samband í síma: 762 0266).

Hér er hægt að fylgjast með gangi verkefnisins:

Reyking sjávarafurða

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Reyking er ævaforn aðferð til að varðveita matvæli, bæta bragð og eiginleika.

Algengast er að reykja kjöt og fisk en einnig er þekkt að ostar, grænmeti, hnetur og fræ séu reykt. Korn sem notað er til bjór- og viskíframleiðslu er stundum reykt til að ná fram ákveðnum bragðeinkennum. Ógerningur er að segja til um hvenær reyking matvæla hófst en líklega má rekja hana til þeirra tíma er menn lærðu að hagnýta sér eldinn.

Matís ohf. gaf handbókina um reykingu sjávarafurða út árið 2014 og sá Óli Þór Hilmarsson um ritstjórn hennar. Teikningar gerði Sólveig Eva Magnúsdóttir.

Bókin er aðgengileg hér: Reyking sjávarafurða

Fréttir

Starf sérfræðings í samskiptum og miðlun

Hefur þú gaman af fjölbreyttum áskorunum sem tengjast kynningarmálum, miðlun og samskiptum?

Til þess að auka áhrif af starfi Matís leitum við að fjölhæfri miðlunarmanneskju sem getur miðlað flóknum upplýsingum á einfaldan hátt með þeim miðlum sem eru best til þess fallnir. Hvort sem það er frétt á heimasíðu, innlegg á samfélagsmiðla, myndbönd, viðburðir eða eitthvað allt annað.

Hæfniskröfur

  • Reynsla af gerð efnis á mismunandi miðlum
  • Menntun sem nýtist í starfi kostur
  • Góð hæfni í textagerð á íslensku og ensku
  • Reynsla af notkun WordPress vefumsjónarkerfis kostur
  • Samskiptahæfni og áhugi á fólki
  • Sjálfstæði, hugmyndaauðgi og drifkraftur

Um Matís: Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá okkur starfar kraftmikill hópur sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu.

Starfið er tímabundið í eitt ár. Starfshlutfall er 100% og er starfið staðsett á Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík.

Með vísan í jafnréttisstefnu Matís eru öll kyn hvött til að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í viðkomandi starf. Einnig þarf að fylgja nafn og símanúmer eða tölvupóstfang hjá meðmælanda sem getur staðfest hæfni umsækjanda. 

Umsóknarfrestur er til og með 21. apríl 2022.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þormóður Dagsson, thormodur@matis.is 

Fréttir

Matvælasjóður hefur opnað fyrir umsóknir í þriðja sinn

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Matvælasjóð í þriðja sinn en heildarúthlutunarfé sjóðsins er 593 milljónir króna. 

Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla um land allt. Sjóðnum er einnig heimilt að styðja við vöruþróun og markaðssókn á erlendum mörkuðum. Sjóðurinn fylgir eftir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í þessum tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir einstaklinga og lögaðila.

Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Ráðstöfunarfé Matvælasjóðs samanstendur af fjárveitingu af fjárlögum hverju sinni og öðrum tekjum eftir því sem þeim er til að dreifa.

Þess ber að geta að umsóknarfrestur í Matvælasjóð hefur verið framlengdur og er nú til og með 26. apríl næstkomandi.

Allar upplýsingar um sjóðinn auk leiðbeininga um umsóknarkerfi hans má finna á heimasíðu Matvælasjóðs hér: Matvælasjóður.

Fréttir

Skýrsla um greiningu á magni lífrænna áburðarefna á Íslandi og tækifæri til aukinnar nýtingar

Rannsóknar- og nýsköpunarverkefnið Sjálfbær áburðarframleiðsla – heildstæð nálgun á hringrásarhagkerfi var styrkt af Markáætlun Rannís í byrjun árs 2021 þar sem samstarfshópurinn kannar leiðir til að nýta staðbundnar lífrænar auðlindir, aukaafurðir úr ýmiskonar framleiðslu og ferla til að framleiða sjálfbæran áburð fyrir íslenskan landbúnað og landgræðslu.

Þessi skýrsla er einn liður í verkefninu þar sem gerð var úttekt á þeim lífræna úrgangi sem fellur til á Íslandi, bæði út frá magni og næringarsamsetningu.

Markmið þessarar skýrslu voru eftirfarandi:

  • Að bera kennsl á og reikna út magn lífræns úrgangs sem fellur til á Íslandi og gæti nýst í framleiðslu á áburði. reikna út magn lífræns úrgangs sem fellur til á Íslandi og gæti nýst í framleiðslu á áburði.
  • Að reikna út magn næringarefna (nitur, fosfór og kalí) í lífrænum úrgangi samkvæmt mælingum sem framkvæmdar voru í verkefninu ásamt innlendum og erlendum heimildum þar sem upplýsingar vantaði.
  • Að koma með tillögur og greina hvar helstu tækifæri liggja í aukinni notkun á lífrænum úrgangi til áburðarframleiðslu á Íslandi.

Smelltu á skýrsluna til að lesa hana í heild.

Skýrslan er gefin út af Matís en samstarfsaðilar í verkefninu eru Landgræðslan, Landbúnaðarháskóli Íslands, Atmonia, landsvirkjun og Hafrannsóknastofnun.

Frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast á verkefnasíðu þess hér: Sjálfbær áburðarframleiðsla – heildstæð nálgun á hringrásarhagkerfi

IS