Skýrslur

Notkun rafmagns við þurrkun fiskmjöls / Electric drying of fish meal

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Magnús Valgeir Gíslason, Gunnar Pálsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R10 084‐10)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Notkun rafmagns við þurrkun fiskmjöls / Electric drying of fish meal

Fiskmjölsiðnaðurinn er mikilvæg atvinnugrein og hefur verið að tæknivæðast mikið á síðustu árum. Það er notuð mikil orka við framleiðslu afurða. Til þess að ná betri tökum á orkunýtingu í ferlinum er sett upp orku‐ og massastreymislíkan fyrir vinnslu á mismunandi hráefni og samtímis fæst betri yfirsýn yfir vinnslurásina. Líkanið stuðlar einnig að því að auðveldara er að hafa áhrif á gæði fiskmjölsafurða, með ferlastýringu. Megin markmið með verkefninu er að stýra orkunotkun í vinnsluferlinum og þá sérstaklega við þurrkun og þróa rafþurrkunar‐ búnað fyrir loftþurrkara. Þurrkunin er síðasta vinnslustigið í rásinni og glatorkan frá þurrkun er síðan notuð framar í rásinni.    Markmið verkefnisins er að nýta rafmagn til að hita loft fyrir þurrkun á fiskmjöli á hagkvæman hátt. Með því móti væri mögulegt að ná því markmiði sjávarútvegsins að nýta eingöngu innlenda orku við framleiðslu fiskmjöls, draga verulega úr innflutningi á olíu til landvinnslu og draga töluvert úr myndun sótspors. Mælingar í framleiðsluferli voru framkvæmdar fyrir fjórar gerðir af hráefnum, til að meta efnisstrauma í gegnum verksmiðjuna. Þrýstifall yfir olíukyndingarbúnað var mælt og er mun meira samanborið við rafhitunarbúnað. Rafhitunarbúnaðurinn hefur reynst vel í fiskmjölsverksmiðju HB Granda Vopnafirði, hvað varðar orkugjafa, orkunýtingu, stýringu og viðhald.

The fish meal industry is an important sector and has applied technology in recent years. Fish meal processing is an energy intensive process. For better control of energy utilization in the process energy‐ and mass flow model was set up for processing different raw material, and simultaneously a better overview for the process. The model is a good tool to have influence on the quality of the fish meal products. The main aim of the project was to control energy usage specially for the drying and to develop electric air heating equipment. The drying is the last step in the process and waste heat is utilized on previous stages in the process. The aim of the project is to utilize electricity to heat air for drying of fish meal in an cost effective way. By contrast it would be possible to reach the goal for the Icelandic marine sector to utilize exclusively domestic renewable energy for fish meal processing, reduce imports of oil for shore processing and reduce carbon footprint. Measurements in the process were carried out for four kinds of raw material, for evaluation of mass flow through the process. Pressure drop over the oil air heating equipment was measured higher than for an electric air heater. It has turned out that the electric air heater has proved its worth in HB Grandi fish meal factory in Vopnafjordur, in terms of energy source, energy utilization, controlling and maintenance.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Offshore Aquaculture: Development, building and testing of a deep water mooring system / Úthafseldi: Þróun, smíði og prófanir á bólfærum fyrir eldi á opnu hafi

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Sophie Jensen, Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

NORA j. Nr. 510‐066

Offshore Aquaculture: Development, building and   testing of a deep water mooring system / Úthafseldi: Þróun, smíði og prófanir á bólfærum fyrir eldi á opnu hafi

Áherslur á heilsusamleg og örugg matvæli hafa ýtt undir neyslu sjávarfangs. Sömuleiðis hafa auknar kröfur varðandi sjálfbæra nýtingu sjávarfangs ýtt undir eldi og ræktun í stað veiða á villtum tegundum. Takmarkað pláss á strandsvæðum hamlar hins vegar aukinni eldisframleiðslu í sjó á heimsvísu. Því er búist við að fiskeldi og ræktun á sjávarfangi muni í auknum mæli færast úr skjóli flóa og fjarða og meira út á opin hafsvæði. Sú breyting mun gera auknar kröfur til búnaðar til úthafseldis þar sem vinna þarf á meira dýpi og takast á við átök sem úthafsalda og hafstraumar valda. Steypuklumpar og dragakkeri eru hefðbundinn búnaður við eldisframleiðslu sjávarfangs en eldisframleiðendur leita nú að öruggari og ódýrari aðferðum til að festa búnað sinn við sjávarbotninn. Steypuklumpar og dragakkeri henta illa sem akkeri þar sem þau eru dýr og þurfa að vera mjög þung til að duga til notkunar á opnu hafi, sömuleiðis þurfa þau mikið pláss þar sem þau þola illa lóðrétt átök frá umhverfi og/eða þjónustubátum. Nota þarf stór skip með öflugan búnað til að að koma þeim fyrir langt frá ströndu og það er mjög kostnaðarsöm aðgerð. Tæknistál ehf. hefur þróað neðansjávarbor sem byggir á nýrri tækni sem festir létt skrúfakkeri við hafsbotninn, allt niður á 70 metra dýpi, án aðstoðar kafara. Verkefnið var unnið í samvinnu við Matís ohf., Siglfirðing ehf., Ocean Rainforest spf., Offshore Shellfish Inc., SINTEF MRB (R&D) og að hluta fjármagnað með styrk frá Tækniþróunarsjóði og NORA. Borinn er léttur, um 900 kg að þyngd, og byggir á þríhindri grind með þremur skrúfborum á hverju horni sem festir hann við sjávarbotninn. Síðan er skrúfakkeri, allt að fjögurra metra langt, borað niður í hafsbotninn með áfastri þjónustulínu. Vegna þess hve borinn er léttur er mögulegt að notast við hefðbundna þjónustubáta við eldi/ræktun, til að koma akkerum fyrir. Í samanburði við hefðbundin akkeri, s.s. steypuklumpa og dragakkeri, þykja slík borakkeri umhverfisvænni, ódýrari og þola miklu betur lóðrétt átak og þurfa því mun minna pláss fyrir eldi/ræktun. Slíkir eiginleikar eru mikilvægir fyrir eldi/ræktun í sjó en ekki síður fyrir aðra notkun eins og fyrir flotbryggjur eða bólfæri. Borakkerið sem þróað var í verkefninu hefur staðist ýmsar átaksprófanir en það var líka prófað í kræklingarækt við raunaðstæður fyrir opnu hafi í 6 mánuði í Eyjafirði. Prófanir stóðu yfir um vetratíma við verstu aðstæður og sýndu að akkerin héldu fullkomlega og stóðust álag mun betur en hefðbundin akkeri (steypuklumpar) gerðu á sama tíma. Markaðssetning á vörum og tæknilausnum sem þróaðar voru í verkefninu er komin vel á veg.

With ever increasing seafood consumption and greater environmental concerns for healthier and safer products, the demands on aquaculture production are rising. Limited space for suitable aquaculture sites along coastal zones is now recognised worldwide as a serious limitation for this important industry. The farming or cultivation of seafood is therefore expected to shift increasingly from sheltered fjords and bays to more exposed offshore culture sites. This expansion offshore, away from the visibility of coastal communities, means installing and anchoring aquaculture infrastructures at greater water depths in rough sea. Thus, in order to eliminate the logistic difficulties imposed by transporting and positioning heavy deadweight concrete anchors or drag‐anchors offshore, aquaculture operators are seeking more cost‐effective and practical mooring solutions like deep water drills using light‐weight anchoring systems. Compared to traditional fish farming in sheltered fjords and bays, offshore aquaculture gear requires a much greater holding power as it is highly exposed to considerable physical forces e.g. by waves and currents. One of the remaining challenges for this offshore expansion is the costly installation of heavy concrete or drag‐anchors to hold the aquaculture infrastructures at considerable water depths. Producers are therefore looking for more cost‐effective and reliable mooring systems that can be rapidly and easily installed, to meet the increased biomass potential. Taeknistal Inc. has developed a new technology to fasten light‐weight helical screw anchors into the seabed, at water depths up to 70 meters below surface, without the assistance of divers. The project was carried out in collaboration with Matis Inc., Siglfirdingur Inc., Ocean Rainforest spf., Offshore Shellfish Inc., SINTEF MRB (R&D) and partly financed by grants received from the Technology Development Fund in Iceland and NORA. An innovative drill machine was specially developed for installing helical screw anchors into the seabed. The submersible structure consists of a triangular drill frame with three small drills, using helical screws that are fixed to each corner of the triangle at the bottom of the drill unit. This drilling machine has the advantage of being light‐weight, approximately 900 kg, and can be managed by an ordinary aquaculture service vessel. Compared to the traditional anchor types, such as concrete blocks or drag‐anchor, the helical screw anchors are more environmentally friendly, less expensive and more resistant to vertical tension. These are all important factors in aquaculture, especially offshore where one can expect high waves and strong currents, in addition to the tension imposed by the larger service vessels when they are attached to the aquaculture lines. Managing the innovative drill machine was tested at open sea and the holding power of the anchors was tested in actual conditions during six winter months, where the screw anchors were drilled into the seabed at an offshore aquaculture site at Eyjafjordur (North Iceland).    The results from this test demonstrated that the screw anchors have a holding capacity superior to that of traditional anchors which minimises the loss of crop, and reduces the environmental impact. Marketing of the products and the technical solutions developed in the project is well under way.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Hráefnismeðhöndlun í rækjuiðnaði / Raw material process in shrimp factories

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Haraldsson, Albert Högnason, Ásbjörn Jónsson, Minh Van Nguyen, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Hráefnismeðhöndlun í rækjuiðnaði / Raw material   process in shrimp factories

Rækjuvinnslur hafa náð miklum árangri í að bæta nýtingu á hráefni og hefur nýtingin farið úr um 20% í rúmlega 40% á rúmum tuttugu árum. Notkun á fjölfosfötum (e. „poly‐phosphate“ (PP)) hafa verið mikilvæg í þessu ferli, en þessi efni hafa verið notuð ásamt salti og sítrónusýru sem hjálparefni í ílagnarvökva við forvinnslu á rækjunni. Árangur við nýtingu hefur verið bestur við vinnslu á uppþíddu hráefni en nýting hefur verið umtalsvert lakari í ferskri rækju. Í rækjuvinnslu Kampa er fersk rækja flokkuð í tvo megin flokka; úthafsrækju og djúprækju sem veidd er í Ísafjarðardjúpi eða Arnarfirði. Úthafsrækja hefur gefið betri nýtingu en djúprækjan, sem er í flestum tilfellum smærri. Megintilgangur þessa verkefnis var að bera saman virkni þessara efna á uppþídda og ferska rækju til að bæta nýtingu fyrir seinni flokkinn. Sett var upp rannsókn til að mæla þyngdaraukningu með misjafnlega sterkum blöndum og mismunandi tíma á ferskri rækju. Þrjár tilraunir voru gerðar, sú fyrsta með bæði úthafsrækju og djúprækju, en tvær seinni með úthafsrækju eingöngu. Rannsóknir voru gerðar frá október 2011 til júní 2012. Niðurstöður þessara rannsókna bentu eindregið til þess að stytta þyrfti ílagnartíma ferskrar rækju miðað við uppþídda, en hefðbundin blanda gaf bestu raun. Í þessu verkefni stóð til að prófa snigilbúnað frá 3X Technology, Rotex, og bera saman niðurstöðu við hefðbundna aðferð Kampa, með 660 l. kerum. Ný og ódýrari aðferð kom til áður en þessi hluti rannsóknar var framkvæmdur og því ákveðið að hætta við þann hluta verkefnisins. Ákveðið var í staðinn að leggja áherslu á efnafræðilegar rannsóknir á upptöku PP efna og hvaða áhrif það hefði á nýtingu í rækjuvinnslu. Viðamiklar rannsóknir voru hafnar en umfang þeirra er meira en rúmast í litlu verkefni eins og þessu. Gera þarf því framhaldsrannsóknir til að ljúka þessu verki en þær niðurstöður sem fengust úr þessu verkefni eru góður grunnur fyrir áframhaldandi rannsóknir. Niðurstaða verkefnisins er bætt nýting við pillun á djúprækju og úthafsrækju, sem skilar u.þ.b. einu prósentustigi við vinnslu.

The shrimp industry has achieved great success in improving the utilization of raw materials with the yield going from about 20% to over 40% in just over twenty years. Use of polyphosphates (a „poly‐phosphate“ (PP)) has been important in this process, but these materials have been used along with salt and citric acid as an excipient in the preliminary raw material method for shrimp. Best result has been in processing defrosted (frozen raw material) material with lesser yield using fresh material (unfrozen raw material). Kampi shrimp factory are mainly using two types of fresh raw material, in‐fjord shrimp from Arnarfjordur and Isafjardardjup, and deep water shrimp from fresh‐fish trawler fishing north of Iceland. The in‐fjord shrimp is in general smaller than the deep‐ water shrimp. The main purpose of this project was to find a way to gain yield in processing the fresh material, and to transfer success in processing the defrosted shrimp to the fresh material. To do so a different strength of ingredients in pre‐maturing fluid in raw material method was used along with different time of maturing. The effect of this experience was recorded.   Three experiments were conducted, the first with both in‐fjord shrimp and deep water shrimp, but the latter two with deep water shrimp only. Studies were conducted from October 2011 to June 2012. Results of these studies indicated strongly that a shorter time should be used for fresh material to gain better yield, but traditional combination of ingredients for maturing blend gave the best result. The second objective of this project was to test Rodex equipment from 3X Technology for raw material processing and compare the results with the traditional method Kampi uses, with 660 l. tubs. Before the test was conducted a new and cheaper method was introduced to this market, making the Rotex equipment unrivaled in this business. The project management team then decided to cancel this part of the project and to focus instead on chemical absorption studies for PP materials and the impact it would have on the utilization of the shrimp. Extensive studies were begun, but their scope is more than can be accomplished in a small project like this one. An advanced project will be needed to complete this study but the attainment of this study is an important input for further research in this area. The yield in fresh shrimp processed in Kampi have improved for about two percentage point as a result of this project, by using different maturing method for the raw material.

Skoða skýrslu

Fréttir

Vöxtur í víðum skilningi

Þegar nýtt ár gengur í garð er ekki úr vegi að líta til ársins sem nú er að ljúka. Sveinn Margeirsson fer hér yfir árið 2012 í starfssemi Matís en vöxtur einkenndi öðru fremur starfsemi fyrirtækisins á árinu.

Vöxturinn birtist á mörgum sviðum, bæði sem stærsta ár í sögu fyrirtækisins hvað veltu varðar en ekki síst í víðtækari verkefnaþátttöku Matís bæði erlendis og ekki síður innanlands.Starfsmönnum hefur einnig farið fjölgandi og þekkingargrunnur vaxið. Allt gerist þetta á þrengingartímum í efnahagslífinu og segir mikið um styrk fyrirtækisins og starfsmanna þess.

Matís er á margan hátt í takti við sókn matvælavinnslu á Íslandi og mikilvægi virðiskeðjunnar hefur æ betur komið í ljós. Verðmætasköpunin er á þann hátt í mörgum hlekkjum keðjunnar; hún verður í þróun, framleiðslu og ekki síður markaðssetningu. Styrkleiki Matís liggur einmitt í aðkomu þekkingar að hinum ýmsu hlutum virðiskeðjunnar, við styðjum matvælaframleiðsluna í sinni uppbyggingu um leið og við rækjum hlutverk okkar hvað varðar matvælaöryggi og eftirlit. Neytendur þurfa að hafa tiltrú og traust á framleiðsluvörunum.

Erlendar tekjur Matís nema nú hátt í 25% af ársveltu og hafa þær aldrei verið hærra hlutfall. Það endurspeglar árangur okkar í erlendum verkefnum, stöðu og styrk Matís í alþjóðlegu rannsóknarumhverfi. Við höfum einnig aukið þátttöku í innlendum verkefnum og þétt net Matís á landsvísu. Á árinu 2012 opnaði fyrirtækið tvær nýjar starfsstöðvar, á sunnanverðum Vestfjörðum og á Snæfellsnesi. Þær hafa að leiðarljósi verðmætasköpun á þessum svæðum með sérstaka áherslu á Breiðafjörðinn þar sem er að finna miklar auðlindir í matvæla- og líftækni. Í Breiðafirðinum er mikið magn þörunga sem líftæknirannsóknir okkar hafa sýnt að vinna má úr dýrmætar afurðir en samhliða nýsköpuninni getur Matís hjálpað til við að samtvinna þessar nýju áherslur við þá matvælaframleiðslu sem fyrir er á svæðinu. Lykilatriðið er að vinna eftir því leiðarljósi sem tryggir sem mesta verðmætasköpun.

Matvælaframleiðsla á Íslandi fer fram að stórum hluta utan höfuðborgarsvæðisins og við höfum góða reynslu af rekstri starfsstöðva út um landið til að fylgja eftir áherslum og tækifærum á hverju svæði fyrir sig, í samvinnu við heimamenn. Þrátt fyrir að uppbyggingu starfsstöðvanna fylgi umtalsverður kostnaður þá teljum við engu að síður mikil verðmæti fólgin í þessu neti. Við höfum lagt mikla áherslu á auknar tengingar við menntastofnanir og segja má að Matís hafi orðið vel ágengt í þeirri brúarsmíð sem þarf að verða milli menntastofnana, rannsóknafyrirtækja og atvinnulífsins. Reynslan sýnir hversu miklu sú brú getur skilað til aukinnar verðmætasköpunar.

Neytendur þurfa að geta treyst á öryggi matvælaframleiðslu. Þeir þurfa líka að geta treyst því að þeim takmörkuðu fjármunum sem veitt er til rannsókna- og þróunarstarfsemi sé varið til viðgangs og vaxtar fyrir íslenskt samfélag. Þar tel ég að starfsmönnum Matís hafi tekist vel til – líkt og vöxtur fyrirtækisins á árinu 2012 staðfestir.

Fréttir

Jólamarkaður með matvæli á Höfn

Mjög vinsæll jólamarkaður með matvæli og handverk hefur verið haldin á Höfn í Hornafirði í desembermánuði undanfarin misseri.

Þeir aðilar sem að markaðnum standa eru Matís, Menningarmiðstöð Hornafjarðar og Ríki Vatnajökuls. Á markaðnum er á boðstólnum mikið af matvöru sem framleidd er í héraðinu svo sem þurrkað ærkjöt úr öræfum, heitreyktur makríll, reyktar svínaafurðir frá Miðskersbúinu, grænmetisafurðir frá Hólabrekku, heitreyktur áll, sjávarfang frá Skinney Þinganes, ís úr Árbæ, birkisalt og fleira. Markaðurinn verður opinn laugardagana 15. og 22. des næstkomandi  frá kl. 13:00 -16:00.

Jólamarkaðurinn er útimarkaður og er haldin í sölubásum sem smíðaðir voru í sumar. Mikið var vandað við smíði básana þar sem var lagt upp með að þeir myndu líta út eins og hákarlahjallar sem gerir það að verkum að markaðurinn hefur mjög íslenskt og gamaldags yfirbragð. Boðið er upp á ýmsa viðburði á markaðnum svo sem kórsöng og fl. til þess að skapa ekta Hornfirska jólastemmingu. Góð ásókn hefur verið á markaðinn og bera matvælaframleiðendur sem selja matvæli á markaðnum sig vel, enda hefur fólk verið að koma frá austurlandi á markaðinn til þess að ná sér í gómsæt matvæli sem framleidd eru í héraðinu í hátíðarmatinn.

Jólamarkaður Höfn 2012

Nánari upplýsingar veitir Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson hjá Matís.

Fréttir

Sjávarþörungar eru vannýtt auðlind á Íslandi

„Íslenskir sjávarþörungarnir eru vannýtt auðlind að minnsta kosti hér á Íslandi, en það er ýmislegt í gangi sem tengist þörungum og þeir koma víða við í okkar rannsóknum,“ segir Jón Trausti Kárason sérfræðingur en hann er einn þeirra sem tengjast þörungarannsóknum hjá Matís.

Jón Trausti segir að um átta vísindamenn hjá Matís starfi öðrum fremur að þörungarannsóknum þótt fleiri tengist þeim verkefnum með einum eða öðrum hætti. Meðal nýlegra afurða sem byggja á þörungarannsóknum vísindamanna Matís eru húðvörur sem sprotafyrirtækið Marinox hefur sett á markað en þær innihalda lífvirk andoxunarefni sem eru unnin úr þangi og þykja sérstaklega góð fyrir húðina.

Af öðrum afurðum sem eru væntanlegar á markað innan tíðar nefnir Jón Trausti meðal annars þörungaskyr og byggpasta sem er bætt með þörungum. „Reyndar var það hópur nemenda sem var hjá okkur í fyrrasumar sem byrjaði þróun þörungaskyrsins og afurðin keppti fyrir Íslands hönd í Ecotrophelia, sem er nemendakeppni með vistvæna nýsköpun í matvælaframleiðslu. Þetta gekk það vel að þróunarvinnunni var haldið áfram og núna er þörungaskyrið að koma. Hér er á ferðinni matvara sem er skyr og þaramjöl í grunninn en bragðbætt með bláberjum og hunangi,“ segir Jón Trausti.

Jón Trausti, ásamt fleirum hjá Matís, er fulltrúi ungu kynslóðarinnar. Hann kom til Matís áður en hann lauk námi, þá í verkefnum tengdum námi sínu. Í kjölfarið sköpuðust svo tækifæri, þar sem bilið á milli iðnaðarins og vísindasamfélagsins var brúað með og er Jón Trausti, ásamt öðrum starfsmönnum Matís, mikilvægur hlekkur í þeirri virðiskeðju. Fyrir ungu kynslóðina er það spennandi verkefni að vera í miðju hringiðu matvælaframleiðslu á Íslandi en þó með stóran snertiflöt við menntakerfið. Hugsjón þessarar ungu kynslóðar er háleit og spennandi. Hún er m.a. að efla stöðu Íslands sem matvælaframleiðsluþjóðar en breytingar í umhverfinu hafa skapað aðstæður sem gera það að verkum að við Íslendingar sjáum tækifæri til stórsóknar í framleiðslu úr hráefnum sem e.t.v. hefur ekki verið litið til í áratugi.

Nánari upplýsingar veitir Jón Trausti Kárason hjá Matís.

Fréttir

Hráefnisnýting langbest á Íslandi

Þetta kom fram í erindi Hauks Más Gestssonar hagfræðings, sem starfar innan Sjávarklasans, á Sjávarútvegsráðstefnunni í Reykjavík á dögunum og einnig er stutt síðan Sigurjón Arason yfirverkfræðingur Matís gerði þessu góð skil í fréttum Stöðvar 2.

Nýting þorsks í ríkjunum við Norður-Atlantshaf er áberandi best á íslandi eða 76% á meðan hún er 50% í Færeyjum, 45% í Kanada og 43% á Grænlandi. „Ég tel helstu ástæðu betri nýtingar hér vera meiri nýtingu á aukaafurðum og þar má eflaust þakka bæði regluverkinu og góðu samstarfi fyrirtækja við Matís en góð flakanýting spilar ugglaust inn í líka. Lifrin er gott dæmi um afurð sem er vel nýtt hér á landi. Megnið af henni fer í lýsi auk þess sem hún er soðin niður. Hrogn eru einnig nýtt.

Nýtingin að aukast
Sama er að segja um hausa og beingarða. Nær allir þorskhausar sem koma hér á land fara til þurrkunar og sömuleiðis vaxandi hluti af þorskhausum sem til fellur á frystitogurum. Þessar afurðir eru seldar til Nígeríu. Af meðfylgjandi línuriti má ætla að nýtingin hafi versnað hér á landi frá 2009. Haukur segir að svo þurfi ekki að vera. „Það verður að fara varlega í að bera saman nýtinguna milli einstakra ára. Vara sem er til dæmis framleidd árið 2009 kemur stundum ekki fram í  útflutningstölum fyrir árið á eftir. Það er því meira vit í að skoða línuritið yfir lengri tímabil og samkvæmt því er nýtingin að aukast. Aftur á móti má lesa af skýringarmyndinni að nýting í hinum löndunum hefur heldur verið á niðurleið. Ég hef enga skýringu á því.“

Norðmenn öflugir

Að sögn Hauks hafði hann ekki nægilega góð gögn til að hafa Noreg með í þessum samanburði. „Norðmenn hafa skoðað þetta sjálfir og samkvæmt því er nýtingin hjá þeim um 41% en þar sem þar var notuð önnur aðferð en ég notaði ber að fara varlega í að bera þessar tölur saman. Norðmenn eru öflugri en flestar aðrar þjóðir í að kanna tækifærin í aukaafurðum, til dæmis með útflutning á hrognum og sviljum til Asíu. Þar voru sérstök samtök stofnuð, RUBIN, sem fengu mikið fjármagn til að rannsaka aukaafurðir en þessa stofnun er reyndar nýbúið að leggja niður í dag.“

Innyfli og hausar nýtast illa
„Ég tel að íslendingar eigi að geta stigið skrefinu lengra til betri nýtingar á til dæmis slógi, hausum og beingörðum og hámarka virði þess. Hausinn er milli 20 og 30% af hverjum fiski og samkvæmt könnun Matís er ekki nema lítill hluti hausanna nýttur ef þorskurinn er frátalinn,“ segir Haukur Már Gestsson að lokum.

Ofangreind frétt birtis fyrst í Viðskiptablaðinu 29. nóvember 2012. Pistlahöfundur er Vilmundur Hansens, vilmundur(at)fiskifrettir.is.


Hér má finna fréttir Stöðvar 2 frá 19. október sl. Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur Matís.

Skýrslur

Bætt vatnsnotkun í fiskvinnslu / Improved water usage in fish processing

Útgefið:

01/12/2012

Höfundar:

Stefán Freyr Björnsson

Styrkt af:

AVS (S 12 004-12)

Bætt vatnsnotkun í fiskvinnslu / Improved water usage in fish processing

Markmið þessa forverkefnis var að afla grunnupplýsinga um vatnsnotkun í fiskvinnslu ásamt lífrænum efnum sem tapast í frárennslinu. Með bættri vatnsnotkun er hægt að ná fram hagræðingu í rekstri og auka virði framleiðslunnar með nýtingu aukaafurða úr frárennsli vinnsluvatns. Vatnsnotkun á íslandi er mun meiri en í nágrannalöndum. Einnig eru reglugerðir að herðast með auknum skorðum á losun á úrgangi og sóun á vatni. Staða þekkingar var könnuð m.t.t fyrrgreindra atriða til að greina ávinning af hreinni framleiðslutækni í fiskvinnslu.

The project objective was to summarize state of the art knowledge concerning water usage and utilization of by-products from effluents in fish processing. Operation can be improved with better use of resources entailing increased value for raw material processed. Water usage in fish processing in Iceland is more than in neighbor countries, while environmental regulations are becoming stricter. Methods for cleaner fish processing was researched in terms of recommending improvements for fish processing factories.

Skoða skýrslu

Fréttir

Vöruþróunarsetur sjávarafurða miðar að aukinni verðmætasköpun

Staðsetning starfstöðva Matís vítt og breitt um landið hefur auðveldað frumkvöðlum að leita eftir samstarfi og stuðningi.

Páll Gunnar Pálsson matvælafræðingur hjá Matís segir að meðal algengustu viðfangsefna fyrirtækisins sé þátttaka í vöruþróun og skipulagi verkferla hjá matvælafyrirtækjum. „Helsta leiðarljós Matís er að auka gæði, verðmæti, hollustu og öryggi framleiðslunnar og efla þannig samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs á alþjóðlegum vettvangi og stuðla að betri lýðheilsu.“

Tíu starfsstöðvar

„Meginaðsetur Matís er í Reykjavík en þar að auki eru starfræktar níu starfsstöðvar um allt land. Starfsemin er margvísleg en með sérstakri áherslu á samvinnu við fyrirtæki og einstaklinga. Starfsmannafjöldi Matís er um eitthundrað og innan þess hóps eru margir af helstu sérfræðingum landsins í matvæla- og líftækni auk fjölda meistara- og doktorsnema í rannsóknatengdu nám.“

Páll Gunnar segir að mörg verkefnin séu smá og afmörkuð og eigi því  ekki möguleika á styrkjum hjá samkeppnissjóðunum auk þess sem umsóknafrestur og afgreiðslutími sjóða getur verið það langur að verkefnin lognast út af meðan beðið er..

Nauðsynlegt að bregðast hratt við

„Öflun sjávarfangs er háð árstíðum og ef ekki tekst að koma verkefni í gang á tilteknum tíma getur biðtími orðið langur. Það er því mikilvægt að hægt sé að bregðast skjótt við og hefja vinnu strax við mikilvægar verkefnahugmyndir sem vakna.

Undanfarin ár hefur Mátís lagt ríka áherslu á samstarf við einstaklinga og fyrirtæki sem eru að leita leiða til að auka verðmæti eða eru að undirbúa vinnslu nýrra afurða.

Vegna þessa settum við á laggirnar verkefnið Vöruþróunarsetur sjávarafurða með stuðningi Verkefnasjóðs sjávarútvegsins. Innan þess er unnið að fjölbreyttum vöruþróunarverkefnum á sviði sjávarútvegs út um allt land.  Verkefninu er ætlað að mæta þörf íslensks sjávarútvegs fyrir vöruþróun og frekari fullvinnslu. Í ljósi þeirrar reynslu sem fengist hefur af starfseminni hefur mikilvægi þess að geta brugðist við óskum fyrirtækja og einstaklinga um aðstoð við vöruþróun aukist,“ segir Páll Gunnar.

Páll Gunnar Pálsson
Páll Gunnar Pálsson

Tökum vel á móti öllum

Páll Gunnar segir að verkefni sem rati inn á borð hjá Matís séu oftar en ekki komin frá fyrirtækjum og einstaklingum á landsbyggðinni og hefur efling starfsemi Matís á landsbyggðinni haft mikil áhrif þar á.

„Við tökum sem sagt vel á móti öllum sem hafa góða hugmynd að vöruþróun eða þurfa aðstoð við að koma hugmynd sinni í rétta búning og við getum hafist handa mun fyrr en ef við þyrftum að reyna fjármögnun í gegnum hið hefðbundna sjóðakerfi.

Á þessum tveimur árum sem verkefnið hefur verið starfrækt hefur Matís komið að ríflega 50 verkefnum og hafa sum þeirra  þegar skilað vörum og nýrri starfsemi. Má þar nefna afurðir byggðar á þara eins og þaraskyr og  smyrsl. Sem stendur er unnið að þróun fæðubótarefna úr þara, byggþarapasta, reykingu á ufsa, olíu unninni úr humar, heilsusnakki úr sjávarfangi, bættri nýtingu grásleppu, leiðbeiningum fyrir fólk sem búa vill til sinn eigin saltfisk, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Páll Gunnar.

Nánari upplýsingar veitir Páll Gunnar Pálsson.

Fréttir

Myndbönd um starfsstöðvar Matís

Myndbönd frá nokkrum starfsstöðvum Matís hafa nú verið framleidd. Myndböndin eru um 4 mínútur hvert að lengd og þar er margt merkilegt að sjá og heyra.

Ólafur Rögnvaldsson hjá Axfilms ehf. átti veg og vanda að framleiðslu þessara myndbanda.

Myndböndin, bæði á íslensku og ensku, má finna hér.

IS