Fréttir

Þurrkaður þari seldur úr landi

Meðal matvælafyrirtækja sem hafa nýtt sérfræðiþekkingu Matís er Íslensk bláskel og sjávargróður ehf. í Stykkishólmi.

Fyrirtækið, sem var stofnað árið 2007, safnar og ræktar bláskel og safnar sjávargróðri með vistvænum og sjálfbærum hætti á nokkrum stöðum í Breiðafirði. „Við höfum átt ánægjulegt samstarf við Matís um nokkurra ára skeið. Þar eru margir mjög færir vísindamenn með víðtæka reynslu sem er gott að leita til,“ segir Símon Sturluson einn eigendanna. Hann segir miklu skipta að þekkingarnet Matís teygi sig langt út fyrir landsteinana þannig að búi þeir ekki sjálfir yfir þeirri þekkingu sem þörf er fyrir hverju sinni viti þeir hvar hennar er að leita og geti nálgast hana.

Í framhaldi af bláskeljaræktuninni hefur fyrirtækið nú hafið tilraunaútflutning á þurrkuðum þara til Danmerkur, Noregs og Spánar. Símon segir að þarinn sé yfirleitt seldur þurrkaður enda sé það langbesta geymsluaðferðin. „Markaðurinn fyrir þaraafurðir er mjög stór, við teljum okkur vera með mikil gæði og viljum því fá góð verð fyrir vörurnar okkar. Þess vegna forðumst við alla óþarfa milliliði og reynum til dæmis að selja beint inn á veitingahúsin. Þetta er allt að koma en gerist í rólegheitunum,“ segir Símon.

Fréttir

Norræn ráðstefna um neytendur og skynmat

Annað hvert ár eru haldnar á Norðurlöndum ráðstefnur sem fjalla um skynmat og neytendarannsóknir og hefur Matís tekið þátt í undirbúningi þeirra.

Næsta ráðstefna sem er sú 15. í röðinni verður haldin í Helsinki  dagana 22.-23. maí 2013 og ber hún yfirskriftina „Nýjungar í skynmati og hvernig á að ná til mismunandi neytendahópa (Novel sensory approaches and Targeting different consumer groups).

Ráðstefnan er bæði ætluð fagfólki í matvælaiðnaði og vísindafólki á þessu sviði.  Áhugi og þátttaka fólks úr bæði stórum og smáum matvælafyrirtækjum á að sækja þessar ráðstefnur hefur aukist jafnt og þétt á undanförnum árum, enda um kjörinn vettvang að ræða fyrir iðnaðinn og vísindafólk til að hittast og koma sér upp samskiptaneti á þessu sviði. Búist er við um 100 manns, aðallega frá Norðurlöndunum.

Efni ráðstefnunnar að þessu sinni eru nýjungar í skynmati og hvernig eigi að ná til mismunandi neytendahópa eins og barna, eldra fólk og þeirra sem eru heilsuþenkjandi.   Emilía Martinsdóttir, fagstjóri Matís er í undirbúnings- og vísindanefnd ráðstefnunnar. Hún mun halda erindi á ráðstefnunni sem byggt er á niðurstöðum úr norræna verkefninu Auðgun sjávarrétta og er m.a unnið í samstarfi við fyrirtækið Grím kokk.  Dr. Kolbrún Sveinsdóttir, fagstjóri á Matís  mun halda erindi um fiskneyslu ungs fólks og hvernig megi auka hana. Á ráðstefnunni verða líka nokkur erindi um matvöru sem höfðar til eldra fólks en áhugi á því málefni fer mjög vaxandi á Norðurlöndum og í Evrópu.  

Skráning fer fram til 19. apríl. Ráðstefnugjaldið er lægra ef bókað er fyrir 31. janúar 2013.  Fólk í matvælaiðnaði hér á landi og aðrir sem áhuga hafa á þessu efni eru hvattir til að skrá þátttöku sína sem fyrst. 

Skynmat og skynmatsrannsóknir hafa lengi verið mikilvæg sérsvið á Matís og hefur áherslan í vaxandi mæli beinst að neytendarannsóknum. Matís  hefur tekið þátt í mörgum innlendum og erlendum rannsóknarverkefnum varðandi skynmat og gæði matvæla og haldið margvísleg námskeið í skynmati fyrir starfsfólk fiskvinnslufyrirtækja og annarra matvælafyrirtækja. Starfsfólk Matís hefur einnig sinnt kennslu í skynmati og neytendafræði við Matvælafræði- og næringarfræðideild  Háskóla Íslands og í Sjávarútvegsfræði  við Háskólann á Akureyri. Einnig kennir starfsfólk Matís skynmat við Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna.

Nánari upplýsingar Emilía Martinsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Til mikils að vinna í líftæknirannsóknum

“Líftæknismiðja Matís á Sauðárkróki gegnir mikilvægu hlutverki í líftæknirannsóknum. Hugtakinu líftækni bregður æ oftar fyrir í umræðu um nýsköpun í atvinnulífinu og nú þegar hefur verið sýnt fram á árangur í rannsóknaverkefnum á líftæknisviði sem skilað hafa verðmætum lífvirkum efnum, bæði til vöruframleiðslu hér innanlands og útflutnings,“ segir dr. Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnastjóri hjá Matís.

Dæmi um þetta eru húðvörurnar UNA sem byggjast á lífvirkni efna úr bóluþangi sem á uppruna sinn m.a. í Breiðafirði. Hluti rannsókna á bóluþanginu fór fram í Líftæknismiðju Matís á Sauðárkróki en vörurnar eru framleiddar í Reykjavík og því má segja að allt þróunar- og framleiðsluferlið sé með snertifleti á stórum hluta landsins.

Líftæknismiðja Matís er staðsett í einu af öflugustu matvælavinnsluhéruðum landsins, Skagafirði. Þar starfar hún við hlið fyrirtækja í sjávarafurðaframleiðslu, kjöt- og mjólkuriðnaði sem hafa nýtt sér nálægðina í samstarfi um rannsóknarverkefni. Sem dæmi þar um má nefna verkefni fyrir FISK Seafood sem miðar að auknum rekjanleika sjávarafurða fyrirtækisins. Matís á Sauðárkróki hefur einnig umtalsvert samstarf við Háskólann á Hólum og þannig fæst betri nýting á bæði rannsóknaraðstöðu og aukinn sameiginlegur þekkingargrunnur á svæðinu.

“Mikil verðmæti eru fólgin í lífvirkni efna. Í rannsóknum í Líftæknismiðjunni er kastljósinu meðal annars beint að jákvæðum áhrifum fiskpróteina á blóðþrýsting og jákvæðum áhrifum efna unnum úr þangi og sæbjúgum á blóðsykur. Þegar sýnt hefur verið fram á þessa lífvirkni með rannsóknum margfaldast verðmæti lífvirku efnanna. Til mikils er því að vinna,” segir Hólmfríður.

Fréttir

Dýrmætt og árangursríkt samstarf við Marel

Marel hefur lengi verið lykilaðili í fiskvinnslukeðjunni á Íslandi með sinn tæknibúnað þar sem lögð er áhersla á hráefnisgæði og vinnsluhraða. Samstarf Matís við Marel er mikið og báðir aðilar hafa verulegan hag af því.

“Innan Marel hefur byggst upp mikil og dýrmæt þekking á vinnslutækni í matvælaiðnaði, ekki síst í sjávarútvegi,“ segir Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís og prófessor í matvælaverkfræði við Háskóla Íslands.

Samstarf hefur verið milli Matís og Marel um margra ára skeið og til að mynda eru nú tveir af nemendum Sigurjóns í starfi hjá fyrirtækinu en voru áður starfsmenn Matís. Báðir störfuðu þeir að verkefnum tengdum fiskvinnslufyrirtækjum í vinnu sinni hjá Matís og segir Sigurjón að dýrmætt sé að þekking þeirra nýtist í tækniþróun innan Marel.

„Samstarf milli okkar er fyrst og fremst verkefnatengt og frá Matís leggjum við inn í þróunina rannsóknagetu okkar og þekkingu á hráefni og áhrifum vinnslunnar á það. Grundvallaratriði er að litið sé á fiskvinnsluferilinn allan, allt frá veiðum til neytandans enda er ekki hægt að búa til góðar fiskafurðir ef gæði hráefnisins er ekki til staðar. Tæknin getur aldrei bætt upp slakt hráefni,“ segir Sigurjón.

„Á undanförnum árum hefur rannsóknarfólkið æ meira komið að þróuninni, bæði þróun tæknilausnanna líkt og hjá Marel og rannsóknum inni á gólfi hjá vinnslufyrirtækjunum. Enda segjum við stundum að þar séu okkar bestu tilraunasalir í rannsóknarvinnunni. Þar getum við prófað okkur áfram, gert okkar mælingar og nýtt okkur niðurstöðurnar jafnóðum og þær verða til. Matís er því mjög mikilvægt að geta unnið við hlið fyrirtækja á borð við Marel og aukið um leið tengsl okkar og samvinnu við fiskvinnslufyrirtækin. Það er íslenskum fiskiðnaði til framdráttar.

Rannsóknarvinnan snýst í dag æ meira um þróun á vinnsluferlunum í heild og þar af leiðandi horfum við til hráefnismeðferðarinnar úti á sjó, jafnt sem þátta sem snerta flutning afurða á markað, pökkun afurða og svo framvegis. Í vinnslunni sjálfri er horft til samþættingar tæknibúnaðarins og þegar frá líður getur sú þróun leitt af sér breytingar sem í framtíðinni verður talað um sem byltingu. Markmiðið er að búa til enn betri afurðir – ennþá meira verðmæti úr því sem auðlindin gefur,“ segir Sigurjón Arason.

Fréttir

Efling menntunar og starfsþjálfunar í matvælaframleiðslu

„Með stofnun sviðs um menntun og matvælaframleiðslu gerum við starfsemi og hlutverk Matís meira áberandi og tengjum betur saman atvinnulífið, menntun, rannsóknir og þróun á matvælum,“ segir Guðjón Þorkelsson um hið nýja svið menntunar og matvælaframleiðslu sem tók til starfa innan Matís þann 1. júní 2012.

Styrkir bæði Matís og matvælafyrirtækin
Guðjón segir að með samstarfi við menntastofnanir og starfsþjálfun sé Matís að fylgja eftir áherslum á rannsóknir og nýsköpun á sviði matvæla í þágu atvinnulífsins, lýðheilsu og matvælaöryggis. 

„Önnur aðalástæða samstarfsins er hagkvæmni í formi samnýtingar á starfsfólki og aðstöðu. Hin ástæðan, og sú sem skiptir Matís og matvælafyrirtækin miklu máli, er á fá nemendur til að vinna að hagnýtum rannsóknarverkefnum og öðlast þannig þjálfun til að verða framtíðarstarfmenn fyrirtækjanna. Matís er mjög stórt rannsóknafyrirtæki á íslenskan mælikvarða og hér er mikil sérfræðiþekking og reynsla sem nýta þarf í kennslu, leiðsögn og starfsþjálfun í matvælavinnslu. Einnig erum við svo heppin að hafa fengið fyrsta flokks aðstöðu á mörgum stöðum á landinu sem einnig nýtast í sama tilgangi,“ segir Guðjón.

Kennsluþátturinn þegar orðinn umfangsmikill
Þrátt fyrir að kennsla, starfsfræðsla og leiðsögn nemenda í rannsóknanámi hafi til þessa ekki verið á föstu og skipulögðu formi sem svið innan Matís segir Guðjón umfang þessara þátta mjög mikið.

„Starfmenn Matís kenna á um 25 námskeiðum í grunn- og framhaldsnámi og hafa umsjón með flestum þeirra. Þá hafa fjölmargir nemendur í meistara- og doktorsnámi við íslenska háskóla unnið að rannsóknaverkefnum sínum hjá Matís og nær alltaf í samvinnu við atvinnulífið. Við erum í góðu samstarfi og með sameiginlega starfsmenn með Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri. Samstarfið við Háskóla Íslands er mest við matvæla- og næringarfræðideild en einnig mikið við verkfræði- og náttúruvísindasvið og félagsvísindasvið. Matís vinnur mikið með viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri og þá helst í fiskeldi og sjávarútvegsfræðum. Vegna fyrri starfa og rannsókna hef ég mikinn hug á að endurvekja og efla samstarfið við Landbúnaðarháskóla Íslands. Þá eru Háskólinn á Hólum og Matís í sameiginlegu húsnæði í Verinu á Sauðárkróki og vinna saman að mörgum verkefnum.

Allir þessir aðilar hafa unnið að verkefni við að koma á alþjóðlegu meistaranámi í matvælafræðum í tengslum við matvælaiðnaðinn í landinu. Þetta nám hefur verið leitt af Matís og HÍ og hófu 12 nemendur námið í haust,“ segir Guðjón en stærstur hluti kennslunnar er hjá Matís í Reykjavík en kennsla fer einnig fram á Akureyri. Í tengslum við námið voru tveir sérfræðingar Matís, þau Hörður G. Kristinsson og Helga Gunnlaugsdóttir, skipuð gestaprófessorar við Háskóla Íslands.

„Ég hef fulla trú á að alþjóðlega meistaranámið eflist og verði mjög áberandi á næstu árum. Samstarf um aðrar greinar verður líka eflt. Verkefni okkar verður líka að tengja iðnnám, tæknifræðinám og annað háskólanám sem tengist matvælum við atvinnulífið. Einnig þurfum við að vinna að eflingu starfsnáms/starfsendurhæfingar tengdu matvælum með áherslu á smáframleiðslu matvæla og samstarf við Beint frá býli,“ segir Guðjón Þorkelsson sviðstjóri hjá Matís.

Skýrslur

Improved reefer container for fresh fish / Endurbættur kæligámur fyrir ferskfisk – LOKASKÝRSLA

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Sæmundur Elíasson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, AVS‐Ref.No.: R11 093‐11

Tengiliður

Sæmundur Elíasson

Verkefnastjóri

saemundur.eliasson@matis.is

Improved reefer container for fresh fish / Endurbættur kæligámur fyrir ferskfisk – LOKASKÝRSLA

Meginmarkmið verkefnisins Endurbættur kæligámur fyrir ferskfisk var að endurbæta kæligáma og verklag við flutninga á ferskum sjávarafurðum með endurhönnun og prófunum. Markmiðið er að hönnunarúrbætur skili kæligámum sem ná jafnara hitastigi gegnum flutningaferlið. Leitast skyldi við að ná viðunandi endurbótum á kæligámum sem í dag er notast við með einföldum og kostnaðarlitlum aðgerðum. Afleiðingar bættrar hitastýringar í vinnslu‐ og flutningaferlum eru aukin gæði, stöðugleiki og öryggi, sem auka um leið verðmæti vörunnar. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Matís, Háskóli Íslands, Eimskip Ísland og Samherji. Í þessari skýrslu er helstu niðurstöðum og afurðum verkefnisins lýst. Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að þörf er á endurbótum í sjóflutningskeðjum og sýnt var fram á að hægt er að ná fram úrbótum með einföldum og kostnaðarlitlum aðgerðum. Hitastýringu við sjóflutninga má bæta með því að velja markhitastig og kæligáma sem hæfa best til flutninga ferskra fiskafurða. Kortlagning á hitadreifingu kæligáma sýndi fram á breytileika bæði í flutningsferlinu og með tilliti til staðsetningar innan gámsins en hönnunarúrbætur sem miðuðu að því að þvinga loftflæði innan gámsins skiluðu jafnari hitadreifingu. Einnig var sýnt fram á mikilvægi verklags við hleðslu kæligáma og meðhöndlun þeirra frá framleiðanda til kaupanda.

The purpose of the project Improved reefer container for fresh fish is to use simple redesign and experimental testing to improve temperature control in reefer containers and work procedures of fresh fish products during transport. The design improvements are aimed at producing a reefer with more stable temperature through sea freight and transport. The aim is to get satisfactory improvements with simple and cost effective procedures. Improved temperature control in fish chill chains leads to increased product quality, stability and safety and thereby increased product value. The project was done in collaboration with Matís, University of Iceland, Eimskip Ísland and Samherji. This report describes the main results and products of the project. The results of the project showed that there is room for improvement in sea transport cold chains and with design improvements experiments it was demonstrated that they can be improved with simple and cost effective procedures. The results showed that the temperature control during sea freight may also be improved by selecting the reefer types most suitable for fresh fish transport and selecting different set point temperatures during summer and winter. The mappings of temperature distribution inside the reefers showed spatiotemporal variability and design improvements achieved a more uniform distribution by means of forced air circulation. Field tests demonstrated the importance of correct operating procedures during loading of reefers and their handling from processor to end location.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Humarsoð Kokksins vöruþróun og markaðssetning / Lobster Bisque from the Chef – development and marketing

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Jón Sölvi Ólafsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Humarsoð Kokksins vöruþróun og markaðssetning / Lobster Bisque from the Chef – development and marketing

Tilgangur verkefnisins var að hefja markaðsókn bæði á innlenda og erlenda markaði á Humarsoði Kokksins. Framkvæmd var markaðsrannsókn bæði á innanlandsmarkaði og á erlendum mörkuðum. Viðskiptasambönd voru búin til inná erlenda markaði auk þess sem farið var út í mikla vöruhönnun á afurðinni sem nýtist bæði innanlands og á erlendum mörkuðum. Varan var gerð tilbúin fyrir erlenda markaði þannig að hægt sé að senda vörur út með litlum fyrirvara. Gerð var tillaga um hvernig best sé að haga framleiðslunni og gera afurðina hagkvæmari í framleiðslu auk þess sem öflug markaðsherferð var sett í gang sem skilaði 30% söluaukningu strax í upphafi herferðarinnar.

The purpose of the project was to initiate target attendance in both domestic and overseas market for the Lobster Bisque from the chef. A market research vas performed both in domestic and foreign markets. Business relationships were developed onto foreign markets as well as the product was taken into a major product design process which can be used both on domestic as well as foreign markets in order to make the product ready to be sent out to foreign markets in the future. It was proposed how the best in practice production for the product could look like in order to make the production more efficient. In the end a power full marketing process was lunched which generated 30% increase in sale for the domestic market.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Notkun rafmagns við þurrkun fiskmjöls / Electric drying of fish meal

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Magnús Valgeir Gíslason, Gunnar Pálsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R10 084‐10)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Notkun rafmagns við þurrkun fiskmjöls / Electric drying of fish meal

Fiskmjölsiðnaðurinn er mikilvæg atvinnugrein og hefur verið að tæknivæðast mikið á síðustu árum. Það er notuð mikil orka við framleiðslu afurða. Til þess að ná betri tökum á orkunýtingu í ferlinum er sett upp orku‐ og massastreymislíkan fyrir vinnslu á mismunandi hráefni og samtímis fæst betri yfirsýn yfir vinnslurásina. Líkanið stuðlar einnig að því að auðveldara er að hafa áhrif á gæði fiskmjölsafurða, með ferlastýringu. Megin markmið með verkefninu er að stýra orkunotkun í vinnsluferlinum og þá sérstaklega við þurrkun og þróa rafþurrkunar‐ búnað fyrir loftþurrkara. Þurrkunin er síðasta vinnslustigið í rásinni og glatorkan frá þurrkun er síðan notuð framar í rásinni.    Markmið verkefnisins er að nýta rafmagn til að hita loft fyrir þurrkun á fiskmjöli á hagkvæman hátt. Með því móti væri mögulegt að ná því markmiði sjávarútvegsins að nýta eingöngu innlenda orku við framleiðslu fiskmjöls, draga verulega úr innflutningi á olíu til landvinnslu og draga töluvert úr myndun sótspors. Mælingar í framleiðsluferli voru framkvæmdar fyrir fjórar gerðir af hráefnum, til að meta efnisstrauma í gegnum verksmiðjuna. Þrýstifall yfir olíukyndingarbúnað var mælt og er mun meira samanborið við rafhitunarbúnað. Rafhitunarbúnaðurinn hefur reynst vel í fiskmjölsverksmiðju HB Granda Vopnafirði, hvað varðar orkugjafa, orkunýtingu, stýringu og viðhald.

The fish meal industry is an important sector and has applied technology in recent years. Fish meal processing is an energy intensive process. For better control of energy utilization in the process energy‐ and mass flow model was set up for processing different raw material, and simultaneously a better overview for the process. The model is a good tool to have influence on the quality of the fish meal products. The main aim of the project was to control energy usage specially for the drying and to develop electric air heating equipment. The drying is the last step in the process and waste heat is utilized on previous stages in the process. The aim of the project is to utilize electricity to heat air for drying of fish meal in an cost effective way. By contrast it would be possible to reach the goal for the Icelandic marine sector to utilize exclusively domestic renewable energy for fish meal processing, reduce imports of oil for shore processing and reduce carbon footprint. Measurements in the process were carried out for four kinds of raw material, for evaluation of mass flow through the process. Pressure drop over the oil air heating equipment was measured higher than for an electric air heater. It has turned out that the electric air heater has proved its worth in HB Grandi fish meal factory in Vopnafjordur, in terms of energy source, energy utilization, controlling and maintenance.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Offshore Aquaculture: Development, building and testing of a deep water mooring system / Úthafseldi: Þróun, smíði og prófanir á bólfærum fyrir eldi á opnu hafi

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Sophie Jensen, Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

NORA j. Nr. 510‐066

Offshore Aquaculture: Development, building and   testing of a deep water mooring system / Úthafseldi: Þróun, smíði og prófanir á bólfærum fyrir eldi á opnu hafi

Áherslur á heilsusamleg og örugg matvæli hafa ýtt undir neyslu sjávarfangs. Sömuleiðis hafa auknar kröfur varðandi sjálfbæra nýtingu sjávarfangs ýtt undir eldi og ræktun í stað veiða á villtum tegundum. Takmarkað pláss á strandsvæðum hamlar hins vegar aukinni eldisframleiðslu í sjó á heimsvísu. Því er búist við að fiskeldi og ræktun á sjávarfangi muni í auknum mæli færast úr skjóli flóa og fjarða og meira út á opin hafsvæði. Sú breyting mun gera auknar kröfur til búnaðar til úthafseldis þar sem vinna þarf á meira dýpi og takast á við átök sem úthafsalda og hafstraumar valda. Steypuklumpar og dragakkeri eru hefðbundinn búnaður við eldisframleiðslu sjávarfangs en eldisframleiðendur leita nú að öruggari og ódýrari aðferðum til að festa búnað sinn við sjávarbotninn. Steypuklumpar og dragakkeri henta illa sem akkeri þar sem þau eru dýr og þurfa að vera mjög þung til að duga til notkunar á opnu hafi, sömuleiðis þurfa þau mikið pláss þar sem þau þola illa lóðrétt átök frá umhverfi og/eða þjónustubátum. Nota þarf stór skip með öflugan búnað til að að koma þeim fyrir langt frá ströndu og það er mjög kostnaðarsöm aðgerð. Tæknistál ehf. hefur þróað neðansjávarbor sem byggir á nýrri tækni sem festir létt skrúfakkeri við hafsbotninn, allt niður á 70 metra dýpi, án aðstoðar kafara. Verkefnið var unnið í samvinnu við Matís ohf., Siglfirðing ehf., Ocean Rainforest spf., Offshore Shellfish Inc., SINTEF MRB (R&D) og að hluta fjármagnað með styrk frá Tækniþróunarsjóði og NORA. Borinn er léttur, um 900 kg að þyngd, og byggir á þríhindri grind með þremur skrúfborum á hverju horni sem festir hann við sjávarbotninn. Síðan er skrúfakkeri, allt að fjögurra metra langt, borað niður í hafsbotninn með áfastri þjónustulínu. Vegna þess hve borinn er léttur er mögulegt að notast við hefðbundna þjónustubáta við eldi/ræktun, til að koma akkerum fyrir. Í samanburði við hefðbundin akkeri, s.s. steypuklumpa og dragakkeri, þykja slík borakkeri umhverfisvænni, ódýrari og þola miklu betur lóðrétt átak og þurfa því mun minna pláss fyrir eldi/ræktun. Slíkir eiginleikar eru mikilvægir fyrir eldi/ræktun í sjó en ekki síður fyrir aðra notkun eins og fyrir flotbryggjur eða bólfæri. Borakkerið sem þróað var í verkefninu hefur staðist ýmsar átaksprófanir en það var líka prófað í kræklingarækt við raunaðstæður fyrir opnu hafi í 6 mánuði í Eyjafirði. Prófanir stóðu yfir um vetratíma við verstu aðstæður og sýndu að akkerin héldu fullkomlega og stóðust álag mun betur en hefðbundin akkeri (steypuklumpar) gerðu á sama tíma. Markaðssetning á vörum og tæknilausnum sem þróaðar voru í verkefninu er komin vel á veg.

With ever increasing seafood consumption and greater environmental concerns for healthier and safer products, the demands on aquaculture production are rising. Limited space for suitable aquaculture sites along coastal zones is now recognised worldwide as a serious limitation for this important industry. The farming or cultivation of seafood is therefore expected to shift increasingly from sheltered fjords and bays to more exposed offshore culture sites. This expansion offshore, away from the visibility of coastal communities, means installing and anchoring aquaculture infrastructures at greater water depths in rough sea. Thus, in order to eliminate the logistic difficulties imposed by transporting and positioning heavy deadweight concrete anchors or drag‐anchors offshore, aquaculture operators are seeking more cost‐effective and practical mooring solutions like deep water drills using light‐weight anchoring systems. Compared to traditional fish farming in sheltered fjords and bays, offshore aquaculture gear requires a much greater holding power as it is highly exposed to considerable physical forces e.g. by waves and currents. One of the remaining challenges for this offshore expansion is the costly installation of heavy concrete or drag‐anchors to hold the aquaculture infrastructures at considerable water depths. Producers are therefore looking for more cost‐effective and reliable mooring systems that can be rapidly and easily installed, to meet the increased biomass potential. Taeknistal Inc. has developed a new technology to fasten light‐weight helical screw anchors into the seabed, at water depths up to 70 meters below surface, without the assistance of divers. The project was carried out in collaboration with Matis Inc., Siglfirdingur Inc., Ocean Rainforest spf., Offshore Shellfish Inc., SINTEF MRB (R&D) and partly financed by grants received from the Technology Development Fund in Iceland and NORA. An innovative drill machine was specially developed for installing helical screw anchors into the seabed. The submersible structure consists of a triangular drill frame with three small drills, using helical screws that are fixed to each corner of the triangle at the bottom of the drill unit. This drilling machine has the advantage of being light‐weight, approximately 900 kg, and can be managed by an ordinary aquaculture service vessel. Compared to the traditional anchor types, such as concrete blocks or drag‐anchor, the helical screw anchors are more environmentally friendly, less expensive and more resistant to vertical tension. These are all important factors in aquaculture, especially offshore where one can expect high waves and strong currents, in addition to the tension imposed by the larger service vessels when they are attached to the aquaculture lines. Managing the innovative drill machine was tested at open sea and the holding power of the anchors was tested in actual conditions during six winter months, where the screw anchors were drilled into the seabed at an offshore aquaculture site at Eyjafjordur (North Iceland).    The results from this test demonstrated that the screw anchors have a holding capacity superior to that of traditional anchors which minimises the loss of crop, and reduces the environmental impact. Marketing of the products and the technical solutions developed in the project is well under way.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Hráefnismeðhöndlun í rækjuiðnaði / Raw material process in shrimp factories

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Haraldsson, Albert Högnason, Ásbjörn Jónsson, Minh Van Nguyen, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Hráefnismeðhöndlun í rækjuiðnaði / Raw material   process in shrimp factories

Rækjuvinnslur hafa náð miklum árangri í að bæta nýtingu á hráefni og hefur nýtingin farið úr um 20% í rúmlega 40% á rúmum tuttugu árum. Notkun á fjölfosfötum (e. „poly‐phosphate“ (PP)) hafa verið mikilvæg í þessu ferli, en þessi efni hafa verið notuð ásamt salti og sítrónusýru sem hjálparefni í ílagnarvökva við forvinnslu á rækjunni. Árangur við nýtingu hefur verið bestur við vinnslu á uppþíddu hráefni en nýting hefur verið umtalsvert lakari í ferskri rækju. Í rækjuvinnslu Kampa er fersk rækja flokkuð í tvo megin flokka; úthafsrækju og djúprækju sem veidd er í Ísafjarðardjúpi eða Arnarfirði. Úthafsrækja hefur gefið betri nýtingu en djúprækjan, sem er í flestum tilfellum smærri. Megintilgangur þessa verkefnis var að bera saman virkni þessara efna á uppþídda og ferska rækju til að bæta nýtingu fyrir seinni flokkinn. Sett var upp rannsókn til að mæla þyngdaraukningu með misjafnlega sterkum blöndum og mismunandi tíma á ferskri rækju. Þrjár tilraunir voru gerðar, sú fyrsta með bæði úthafsrækju og djúprækju, en tvær seinni með úthafsrækju eingöngu. Rannsóknir voru gerðar frá október 2011 til júní 2012. Niðurstöður þessara rannsókna bentu eindregið til þess að stytta þyrfti ílagnartíma ferskrar rækju miðað við uppþídda, en hefðbundin blanda gaf bestu raun. Í þessu verkefni stóð til að prófa snigilbúnað frá 3X Technology, Rotex, og bera saman niðurstöðu við hefðbundna aðferð Kampa, með 660 l. kerum. Ný og ódýrari aðferð kom til áður en þessi hluti rannsóknar var framkvæmdur og því ákveðið að hætta við þann hluta verkefnisins. Ákveðið var í staðinn að leggja áherslu á efnafræðilegar rannsóknir á upptöku PP efna og hvaða áhrif það hefði á nýtingu í rækjuvinnslu. Viðamiklar rannsóknir voru hafnar en umfang þeirra er meira en rúmast í litlu verkefni eins og þessu. Gera þarf því framhaldsrannsóknir til að ljúka þessu verki en þær niðurstöður sem fengust úr þessu verkefni eru góður grunnur fyrir áframhaldandi rannsóknir. Niðurstaða verkefnisins er bætt nýting við pillun á djúprækju og úthafsrækju, sem skilar u.þ.b. einu prósentustigi við vinnslu.

The shrimp industry has achieved great success in improving the utilization of raw materials with the yield going from about 20% to over 40% in just over twenty years. Use of polyphosphates (a „poly‐phosphate“ (PP)) has been important in this process, but these materials have been used along with salt and citric acid as an excipient in the preliminary raw material method for shrimp. Best result has been in processing defrosted (frozen raw material) material with lesser yield using fresh material (unfrozen raw material). Kampi shrimp factory are mainly using two types of fresh raw material, in‐fjord shrimp from Arnarfjordur and Isafjardardjup, and deep water shrimp from fresh‐fish trawler fishing north of Iceland. The in‐fjord shrimp is in general smaller than the deep‐ water shrimp. The main purpose of this project was to find a way to gain yield in processing the fresh material, and to transfer success in processing the defrosted shrimp to the fresh material. To do so a different strength of ingredients in pre‐maturing fluid in raw material method was used along with different time of maturing. The effect of this experience was recorded.   Three experiments were conducted, the first with both in‐fjord shrimp and deep water shrimp, but the latter two with deep water shrimp only. Studies were conducted from October 2011 to June 2012. Results of these studies indicated strongly that a shorter time should be used for fresh material to gain better yield, but traditional combination of ingredients for maturing blend gave the best result. The second objective of this project was to test Rodex equipment from 3X Technology for raw material processing and compare the results with the traditional method Kampi uses, with 660 l. tubs. Before the test was conducted a new and cheaper method was introduced to this market, making the Rotex equipment unrivaled in this business. The project management team then decided to cancel this part of the project and to focus instead on chemical absorption studies for PP materials and the impact it would have on the utilization of the shrimp. Extensive studies were begun, but their scope is more than can be accomplished in a small project like this one. An advanced project will be needed to complete this study but the attainment of this study is an important input for further research in this area. The yield in fresh shrimp processed in Kampi have improved for about two percentage point as a result of this project, by using different maturing method for the raw material.

Skoða skýrslu
IS