Skýrslur

Workshop on SME´s and Nordic Food Competence Centres ‐ Ny Nordisk Mad II / Vinnufundur um matarsmiðjur og ný norræn matvæli

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

New Nordic Food

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Workshop on SME´s and Nordic Food Competence Centres  ‐  Ny Nordisk Mad II / Vinnufundur um matarsmiðjur og ný norræn matvæli

Á öllum Norðurlöndunum eru matarsmiðjur sem veita frumkvöðlum og smáframleiðendum ráðgjöf og aðgang að aðstöðu til framleiðslu. Matarsmiðjurnar hafa staðið fyrir námskeiðum, ráðstefnum og aðstoðað við að mynda tengslanet og  starfsreynsluskipti. Í Noregi er 5 slíkar smiðjur sem Nofima rekur með stuðningi Innovation Norway. Á íslandi eru þrjár matarsmiðjur sem Matís rekur í samstarfi við sveitarfélög og atvinnuþróunarfélög. Í Finnlandi er Food Development Competence Cluster hluti af National Centre of Expertise Programme og þar eru fimm matarsmiðjur víðsvegar um landið. Margar slíkar smiðjur eru í Svíþjóð t.d. er að finna ráðgjafamiðstöðvar í Jämtland fyrir bændur sem framleiða mjólk í litlum mæli. Í bænum Östersund sem kosin var „Unesco City of Gastronomy“ árið 2011 er að finna Eldrimner sem er landsmiðstöð fyrir smáframleiðendur í Svíþjóð. Í Danmörku eru margar mismunandi miðstöðvar með svipaða nálgun þ.e. að styðja við frumkvöðla og smáframleiðendur. Markmiðið með þessum vinnufundi var að fulltrúar frá öllum þessum matarsmiðjum mundi hittast og læra hvert af öðru, byggja upp tengslanet og koma með hugmyndir um hvernig starfsemi sem þessi gæti stutt við og eflt „New Nordic Food“.

In all Nordic countries there are competence centres that offer entrepreneurs and very small scale producers services like consultation, processing facilities, courses, seminars, networks, work practice exchanges and more. In Norway there are five centres run by Nofima and supported by Innovation Norway. In Iceland there are three run by Matís in collaboration with local authorities and support agencies. In Finland the Food Development Competence Cluster is a part of the National Centre of Expertise Programme with five food centres around the country. In Sweden there are many centres for example: Resource centre for small scale dairy production in Jamtland. In Östersund the Unesco city of gastronomy 2011 we have „Eldrimner“, the Swedish National Centre for Small Scale Artisan Food Processing giving producers the best possible support.   In    Denmark there are many different centres with the same approach to support entrepreneurs and small scale producers.   The aim of this seminar/workshop was to bring the Competence Centres together for two days to get to know and learn from each other; build a network and to discuss and come with proposals on how these activities can support and strengthen New Nordic Food.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of superchilled processing of whole whitefish – pre‐rigor / Áhrif ofurkælingar á skemmdarferla og geymsluþol heils fisks og flaka

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Aðalheiður Ólafsdóttir, Björn Margeirsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Sigurjón Arason, Eyjólfur Reynisson, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS Fund of Ministry of Fisheries in Iceland (R 062‐11)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Effect of superchilled processing of whole whitefish – pre‐rigor / Áhrif ofurkælingar á skemmdarferla og geymsluþol heils fisks og flaka

Markmið tilraunarinnar var að rannsaka áhrif ofurkælingar á skemmdarferla og geymsluþol heils fisks og flaka. Rannsókn var gerð á heilum þorski ofurkældum fljótlega eftir veiði og einnig á áhrifum ofurkælingar á flök unnum úr ofurkældum þorski og þorski kældum í ís á hefðbundinn hátt. Notaðar voru hitamælingar, skynmat, efna‐  og örverumælingar til að bera eftirfarandi tilraunahópa saman, en þeir voru geymdir við –1.4 til –1.2 °C meðalhita:

1) NC: heill þorskur kældur í ís

2) SC: ofurkældur heill þorskur

3) NC‐NC: hefðbundin flakavinnsla úr heilum þorski kældum í ís

4) NC‐SC: ofurkæld flök unnin úr heilum þorski kældum í ís

5) SC‐NC: hefðbundin flakavinnsla úr ofurkældum heilum þorski

6) SC‐SC: ofurkæld flök unnin úr ofurkældum heilum þorski

Niðurstöður skynmats benda til þess að ofurkæld vinnsla á heilum þorski geti lengt geymsluþol hans um tvo daga. Ofurkæling á heilum þorski hafði ekki áhrif á sýrustig, vatnsinnihald, vatnsheldni og örveruvöxt í heilum fisk samanborið við fisk sem ekki var ofurkældur í vinnslu. Samkvæmt skynmati var lítinn mun að finna á geymsluþoli mismunandi flakahópa. Geymsluþol var metið 16–18 dagar, sem er nokkuð langur tími fyrir þorskflök. Ferskleikatímabil tilraunahópsins SC‐ SC virtist þó vera heldur lengra en hinna hópanna. Líkt og fyrir heila þorskinn reyndist lítill munur milli flakahópanna m.t.t. örveruvaxtar, efna‐ og eðliseiginleika. Takmarkaðan mun milli tilraunahópa má mögulega skýra með stöðugum og ofurkældum geymsluaðstæðum. Með hliðsjón af því er ráðgert að framkvæma aðra sambærilega tilraun þar sem hermt verður eftir dæmigerðari umhverfishitaferlum í flutningi ferskfiskafurða (0–4 °C) en í þessari tilraun (–1.4 til –1.2 °C).

The main aim of the study was to study the effects of superchilled processing on storage life of both whole fish and fillets. The following experimental groups were evaluated by means of temperature monitoring, chemical‐ and microbial measurements and sensory evaluation, which were stored at mean temperatures of –1.4 to –1.2 °C:

1) NC: non‐superchilled whole cod

2) SC: superchilled whole cod

3) NC‐NC: non‐superchilled fillets from non‐superchilled whole cod

4) NC‐SC: superchilled fillets from non‐superchilled whole cod

5) SC‐NC: non‐superchilled fillets from superchilled whole cod

6) SC‐SC: superchilled fillets from superchilled whole cod

The results from the sensory evaluation indicate that superchilled processing of whole cod can extend shelf life by two days. Differences in values of pH, water content, water holding capacity and bacterial growth between the superchilled and non‐superchilled whole fish groups were minor. Differences in sensory scores between the fillet groups were small. Shelf life was estimated between 16 and 18 days which is quite long shelf life for cod fillets. However, the group SC‐SC seemed to retain freshness a little longer than other groups. As in case of the whole cod, the differences in bacterial count, chemical and physical properties between the fillet groups were small. Very similar fish temperatures between both the whole fish and the fillets groups resulting from the superchilled storage conditions applied may be the main reason for the small differences obtained. Thus, another study with more common temperature conditions during transport and storage of fresh fish (chilled but not superchilled) will be performed.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Efling grænmetisræktar á Íslandi / Increased opportunities in Icelandic vegetable production

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson, Anna Lára Sigurðardóttir, Vigfús Ásbjörnsson, Sandra Rún Jóhannesdóttir, Gunnþórunn Einarsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Valgerður Lilja Jónsdóttir

Styrkt af:

Atvinnusköpun í sjávarbyggðum

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Efling grænmetisræktar á Íslandi / Increased opportunities in Icelandic vegetable production

Tilgangur þessa verkefnis var að koma augum á tækifæri í innlendri ræktun grænmetis á kostnað þess grænmetis sem innflutt er. Rannsakaðar voru aðstæður grænmetisræktenda á Íslandi og dregið upp á yfirborðið það umhverfi sem þeir búa við. Forkönnun var gerð á mögulegri kortlagningu svæða á Íslandi og leitað var eftir mögulegum upplýsingum sem til væru fyrir slíka kortagerð. Mikið af nothæfum upplýsingum fundust sem eru í eigu aðila sem vilja láta þær af hendi ef út í slíka kortagerð yrði fari Í framtíðinni. Viðamikil rannsókn var gerð á skólamötuneyti og mat sem þar er á borðum. Sú rannsókn var gerð með þeim tilgangi að koma auga á og skapa tækifæri fyrir grænmetisframleiðendur til að auka við sína framleiðslu og fullvinnslu grænmetis fyrir nýjan markhóp sem yrðu skólamötuneyti framtíðarinnar þar sem innlend framleiðsla fengi meira rými.

The purpose of this project was to discover opportunities in local production of vegetables on the cost of imported products in the same industry. The conditions for local producers in Iceland was analysed and the environment around them brought to the surface. An analyses where taken on the possibilities on producing maps for Icelandic vegetable producers where different growing conditions for vegetable production would be brought into one map for the producers to have to see different condition for different vegetable in different areas in Iceland. It was discovered that lot of data is available for such a map which will be available if a production of such a map will take place. A big research was performed on a school canteen with the purpose of discovering opportunities for local producers for entering into this type of market segment in Iceland where the local produced vegetables would get more space.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2011

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Vordís Baldursdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of Fisheries and Agriculture

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2011

Árið 2003 hófst, að frumkvæði sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun fyrir óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum til manneldis sem afurðum til lýsis‐ og mjöliðnaðar. Matís hefur verið falin umsjón með vöktunarverkefninu. Tilgangur vöktunarinnar er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Einnig er markmið að safna óháðum vísindagögnum um óæskileg efni í sjávarafurðum fyrir stjórnvöld, fiskiðnaðinn og kaupendur og neytendur íslensks sjávarfangs. Gögnin sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumat og til að byggja upp gagnagrunn um aðskotaefni í íslensku lífríki. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum.  Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er.   Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar fyrir árið 2011. Mat á ástandi íslenskra sjávarafurða með tilliti til aðskotaefna er langtímaverkefni og verður einungis framkvæmt með sívirkri vöktun. Á hverju ári er því farið vandlega yfir hvaða gögn vantar og þannig stefnt að því að fylla inní eyðurnar. Árið 2011 voru í fyrsta skipti mæld svokölluð PFC efni í íslenskum sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis‐ og mjöliðnaðar, en PFC efni eru yfirborðsvirk efni sem hafa fengið aukna athygli vegna þrávirkni og eitrunaráhrifa þeirra. Einnig voru eftirfarandi efni mæld: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, PBDEs, málmar, auk þess 12 mismunandi tegundir varnarefna. Árið 2011 voru einnig mæld grásleppuhrogn ásamt þorskhrognum, svili og lifur til að meta dreifingu mengandi efna í þessi líffæri. Af PCF efnunum var PFOS eina PFC efnið sem greindist yfir greiningarmörkum og var styrkur PFOS yfirleitt lágur. Eins og áður mældist almennt lítið magn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi árið 2011 og ekkert sýni mældist með óæskileg efni yfir viðmiðunarmörkum.

This screening of undesirable substances in seafood products was initiated by the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture in the year 2003. Until then, this type of monitoring had been limited in Iceland. Matis was assigned the responsibility of carrying out the surveillance program, which has now been ongoing for eight consecutive years. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. Further, the aim of the project is to provide independent scientific data on undesirable substances in Icelandic seafood for food authorities, fisheries authorities, industry, markets and consumers. The information will also be utilized for a risk assessment and gathering of reference data. This report summarizes the results obtained in the year 2011 for the screening of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The evaluation of the status of the Icelandic seafood products in terms of undesirable substances is a long term project which can only be reached through continuous gathering of data. For this reason, both the undesirable substances and seafood samples are carefully selected each year with the aim to fill in the gaps of the available data. Thus, the project fills in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export.   In the year 2011, PFCs were analyzed for the first time in the edible part of fish, fish oil and meal for feed from Icelandic fishing grounds but PFCs is a group of surfactants that have received increased attention due to their persistency and toxic effects. In addition, data was collected on dioxins, dioxin‐like PCBs, marker PCBs, 12 different types of pesticides, PBDEs and trace metals. Samples collected in 2011 contained generally low concentrations of undesirable substances. The year 2011, lumpfish roes as well as roes, sperm and liver of cod were analyzed in order to estimate the organ distribution of pollutants. PFOS was the only PFC analyzed above limits of detection and its concentration was generally low. These results are in agreement with our previous results obtained in the monitoring program in the years 2003 to 2010. No sample contained undesirable compounds exceeding the maximum level set by the EU.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif fiskpróteinmeltu á þroska þorsklirfa / The effect of fish protein hydrolysate on the development of cod larvae

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Hólmfríður Sveinsdóttir, Jónína Jóhannsdóttir, Rannveig Björnsdóttir, Oddur Vilhelmsson, Hugrún Lísa Heimisdóttir, Patricia Hamaguchi, Annabelle Vrac, Gunnlaugur Sighvatsson, Steinar Svavarsson, Arnljótur Bjarki Bergsson, Agnar Steinarsson

Styrkt af:

AVS

Áhrif fiskpróteinmeltu á þroska þorsklirfa / The effect of fish protein hydrolysate on the development of cod larvae

Eitt helsta vandamálið við eldi á þorski eru mikil afföll á fyrstu stigum þroskunar og gæði seiða. Markmið þessa verkefnis var að fá heilsteyptari mynd af áhrifum auðgunar fæðudýra með ufsapróteinmeltu á lífefnaferla í snemmþroska þorsk með því að beita myndgreiningaraðferðum og próteinmengjagreiningu. Niðurstöður benda til töluverðrar andoxunarvirkni ufsapróteinmeltu auk nokkurrar áhrifa á bólguvirkni. Afkoma lirfa í eldistilraun var frekar lág þó svo að vaxtarhraði væri alveg viðunandi og lítið væri um alvarlega útlitsgalla. Meðhöndlun með ufsapróteinmeltu reyndist ekki hafa áhrif á afkomu eða galla lirfa en vísbendingar voru um örvun á framleiðslu IgM og lysozyme í meltingarvegi og á yfirborði lirfa. Próteinmengjagreiningar sýndu að meðhöndlun hafði áhrif á tjáningu frumugrindapróteina, próteina sem taka þátt í streitu auk efnaskiptaensímsins ATP‐synthasa. Niðurstöður benda til að notkun ufsapróteinmeltu geti bætt og jafnað gæði seiða ef gæði eggja er ábótavant en þegar notuð eru egg af góðum þá hafi meðhöndlun ekki áhrif.

High larval mortalities and anatomical deformities are among the major obstacles restricting the development of Atlantic cod aquaculture. The present project was aimed at studying the effects of a pollock hydrolysate supplementation during early developmental stages of cod on growth, development and survival. Furthermore, protein expression was evaluated as well as the distribution and intensities of selected parameters of the unspecific immune system. The hydrolysate was found to display antioxidant activity and can be regarded as a feed supplement to the live prey items. The survival from larvae to juvenile in the experiment was relatively poor, with satisfactory larval growth and low incidence of severe deformities. Offering hydrlysate enhanced live prey to larvae did not affect larval survival or development. Treatment resulted in stimulated IgM and lysozyme production. Proteome analysis showed that treatment with fish hydrolysates has an effect on the expression of structural, stress and metabolic proteins. Overall, the results indicate that fortification of the live prey with pollock hydrolysate can result in improved or more even larval quality following poor egg quality, however, with no effects if eggs are of better quality.  

Skoða skýrslu

Fréttir

Starfsfólk Matís lætur ekki sitt eftir liggja…..né heldur annarra

Af tilefni dag umhverfissins og græns apríl tóku starfsmenn Matís sig til og týndu upp rusl í kringum höfuðstöðvar fyrirtækisins að Vínlandsleið 12.

Ekki var vanþörf á því að týna upp ruslið enda mikið sem hafði safnast saman eftir veturinn.

Grænn apríl 2012 - rusl týnt

Fréttir

Hermun hitastigsbreytinga í flutningi ferskra fiskafurða

Miðvikudaginn 2. maí fer fram doktorsvörn í vélaverkfræði við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands. Hermun hitastigsbreytinga í flutningi ferskra fiskafurða (Modelling of temperature changes during transport of fresh fish products).

Sjá frétt á vef Háskóla Íslands

Andmælendur eru Trygve Magne Eikevik,  prófessor í vélaverkfræði, Norwegian University of Science and Technology (NTNU) í Þrándheimi og dr. Jean Moureh, Refrigerating Process Engineering Research Unit, IRSTEA, Frakklandi.

Dr. Ólafur Pétur Pálsson, prófessor og forseti Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu og hefst klukkan 14:00.

Ágrip úr rannsókn

Hitastýring í flutningi ferskrar matvöru frá vinnslu til markaðar hefur afgerandi áhrif á skemmdarferla vörunnar. Ferskar fiskafurðir eru dæmi um slíkar afurðir. Markmið þessarar ritgerðar er að greina og bæta hitastýringuna í kælikeðjum ferskra fiskafurða frá vinnslu til markaðar með tilraunum og stærðfræðilegum varmaflutningslíkönum. Niðurstöður umhverfis- og vöruhitamælinga í raunverulegum flug- og sjóflutningsferlum eru notaðar til hönnunar á flutningshermitilraunum, þar sem mismunandi pakkningalausnir eru bornar saman með tilliti til einangrunargildis og gæða fiskafurða, sem þær innihalda. Niðurstöður hermitilraunanna eru notaðar til að sannreyna niðurstöður þrívíðra varmaflutningslíkana af ferskum og/eða ofurkældum hvítfiski pökkuðum í staka kassa eða kassastafla á bretti undir hitaálagi.

Niðurstöður benda til töluverðra vandamála í hitastýringu í flugflutningi, einkum í tilfelli farþegaflugvéla, en síður í gámaflutningi með skipum. Þó er enn þörf fyrir endurbætur í  sumum sjóflutningskeðjum. Sýnt er fram á mikilvægi forkælingar fyrir pökkun til að viðhalda réttum fiskhita í flutningi, einkum í flugi. Það sama á við um frosnar kælimottur, sem ráðlagt er að dreifa sem mest kringum fiskflök eða -bita í pakkningum og jafna þannig kæliáhrif þeirra. Mælingar gefa til kynna að búast megi við allt að 10,5 °C hitastigsmun innan heillar brettastæðu af ferskum flökum í illa hitastýrðum flugflutningi. Gera má ráð fyrir að þessi hitamunur valdi því að geymsluþol afurða í horn-kössum brettastæðunnar verði allt að 1–1,5 dögum styttra en afurða í miðju stæðunnar.

Einangrunargildi frauðkassa (EPS, expanded polystyrene) er hærra en sambærilegra kassa úr bylgjuplasti (CP, corrugated plastic). Í verkefninu er þrívítt líkan af horn-rúnnuðum  (kringdum) frauðkassa þróað í ANSYS FLUENT hugbúnaðinum með bætta einangrun kassa og afurðagæði að markmiði. Greining með líkani er grunnur nýs 5 kg frauðkassa, sem nú er framleiddur af stærsta framleiðanda frauðkassa á Íslandi. Önnur varmaflutningslíkön, sem þróuð hafa verið í verkefninu, eru m.a. af kælimottu ofan á ofurkældum þorskhnökkum í tveimur gerðum EPS-kassa og kældum flökum í CP-kassa án kælimottu. Enn fremur eru þróuð líkön af brettastæðum með kældum eða ofurkældum fiski til að rannsaka áhrif staðsetningar á bretti, stærðar brettastæða og forkælingar á þróun fiskhita undir hitaálagi.

Doktorsritgerðin er byggð á sex vísindagreinum og einni ráðstefnugrein. Fimm vísindagreinar hafa þegar verið birtar eða samþykktar til birtingar í alþjóðlegum vísindaritum.

Aðalleiðbeinandi var Halldór Pálsson, dósent við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands. Aðrir meðlimir doktorsnefndar voru Sigurjón Arason, dósent við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og yfirverkfræðingur Matís ohf., Magnús Þór Jónsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands, Sjöfn Sigurgísladóttir fyrrverandi forstjóri Matís ohf. og Viktor Popov, sviðsstjóri hjá Wessex Institute of Technology.

Rannsóknin tengist verkefnunum „Hermun kæliferla“, sem styrkt var af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi (R 037-08), Tækniþróunarsjóði (081304508) og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og Evrópuverkefninu „Chill on“ (www.chill-on.com). Matís ohf. veitti rannsókn Björns aðstöðu.

Hefst: 02/05/2011 kl. 14:00
Staðsetning: Aðalbygging
Nánari staðsetning: Hátíðasalur

Um doktorsefnið
Björn Margeirsson er fæddur 1979 á Blönduósi. Hann lauk BS gráðu í vélaverkfræði við Háskóla Íslands árið 2003, starfaði hjá Almennu verkfræðistofunni frá 2003 til 2005 og lauk MS gráðu í vélaverkfræði við Chalmers University of Technology í Gautaborg árið 2007. Frá útskrift hefur hann starfað hjá Matís ohf. sem sérfræðingur, síðar verkefnastjóri og nú fagstjóri á Vinnslu-, virðisaukningar- og eldissviði.

Björn Margeirsson er giftur Rakel Ingólfsdóttur læknanema og þau eiga dótturina Örnu, sem fæddist árið 2010.

About the doctoral candidate
Björn Margeirsson was born in 1979 in Blönduós, Iceland. He finished his BSc degree in mechanical engineering at the University of Iceland in 2003, worked at Almenna Consulting Engineers from 2003 to 2005 and earned his MSc degree in mechanical engineering at Chalmers University of Technology in Gothenburg, Sweden in 2007. From graduation he has worked at Matis ltd as a research scientist, project manager and currently as a research group leader in the Value Chain, Processing and Aquaculture division. Björn is married to Rakel Ingólfsdóttir, medical student, and their daughter, Arna, was born in 2010.

Ritgerðina má nálgast á vef Matís, http://www.matis.is/media/utgafa/krokur/BMPhDThesis.pdf.

Abstract
Temperature control is a critical parameter to retard quality deterioration of perishable foodstuff, such as fresh fish, during distribution from processing to consumers. This thesis is aimed at analysing and improving the temperature management in fresh fish chill chains from processing to market by means of experiments and numerical heat transfer modelling. Ambient and product temperatures are mapped in real multi-modal distribution chains, which are both sea and air based. The results serve as a basis for simulation experiments, in which different packaging units and solutions are compared with respect to thermal insulation and product quality maintenance and more optimal ones are proposed. The experimental results are used to validate 3-D heat transfer models of fresh or superchilled whitefish, packaged in single boxes or multiple boxes assembled on a pallet, under thermal load.

Much more severe temperature control problems are measured in air transport chains, especially in passenger airplanes, compared to sea transport. However, space for improvement in sea transport chains has also been discovered. The results underline the importance of precooling whitefish products before packaging for air freight and applying well distributed cooling packs inside the packaging. The results imply that product temperature differences of up to 10.5 °C can occur in a non-superchilled fresh fish pallet load and the storage life difference between the most and the least sensitive boxes on a full size pallet in a real air transport chain can exceed 1–1.5 days. It is demonstrated that even though a widely used expanded polystyrene (EPS) box design with sharp corners offers better thermal insulation than a corrugated plastic (CP) box, the sharp-corner design can be significantly improved. Such design improvement has been accomplished by developing a numerical heat transfer model in ANSYS FLUENT resulting in a new 5-kg EPS box currently manufactured by the largest EPS box manufacturer in Iceland. Other temperature-predictive models of products, developed and validated in this thesis, consider a cooling pack on top of superchilled cod packaged in two types of EPS boxes, compared to fresh fish packaged in a CP box without a cooling pack. Finally, models are developed for pallet loads of different sizes containing either chilled or superchilled fish. The models are used to confirm the temperature-maintaining effect of precooling and estimate the effect of pallet stack size.

Fréttir

Íblöndun ómega-3 fitusýra í fiskibollur til aukningar á næringargildi

Verkefninu Auðgaðir sjávarréttir sem unnið var í samvinnu Matís og Gríms kokks í Vestmannaeyjum og Iceprotein á Sauðárkróki er nú að ljúka.

Þar voru þróaðar nokkrar frumgerðir af vörum úr íslensku sjávarfangi sem í hefur verið bætt lífefnum úr íslensku sjávarfangi eins og þörungaþykkni með skilgreinda lífvirkni, hýdrólysötum til að auka próteininnihald og lýsi til að auka ómega-3 fitusýrur.
Niðurstöðurnar sýna að vel er hægt að auka magn ómega-3 fitusýra í fiskibollum án þess að það komi niður á bragðgæðum. Sama má segja um íblöndun þörungadufts og einnig tókst vel að auka próteinmagn í fiskbollunum. Sem tæki í virkri og farsælli  vöruþróun með þátttöku neytenda  voru fengnir tveir rýnihópar fólks til að  fá innsýn í upplifun og vitneskju neytenda um auðgun, auðgaða sjávarrétti, neyslu þeirra á sjávarréttum og fæðubótarefnum og heilsutengdan lífsstíl.

Neytendakannanir voru framkvæmdar til að kanna smekk neytenda fyrir frumgerðunum í samanburði við hefðbundna vöru sem þegar er á markaði.  Upplýsingar um lífvirku efnin og virkni þeirra hafði áhrif á hvernig fólki geðjaðist að vörunum. Áhrif upplýsinga voru háð ýmsum þáttum, eins og viðhorfum til heilsu og matar, viðhorfum til innihaldsefna í þeirri vöru sem prófuð var, sem og þáttum eins og aldri og menntun.

Neytendakönnun á netinu sem yfir 500 manns tóku þátt í  sýndu að fólk er almennt jákvæðara gagnvart auðgun ef um er að ræða þekkt hollustuefni á borð við ómega-3. Einnig að betra er að veita upplýsingar um virkni þó að um þekkt efni sé að ræða, þar sem það eykur á jákvæða upplifun fólks af vörunni. Auðgun með þara virðist einnig vera raunhæfur kostur þar sem upplýsingar um notkunargildi þarans í vöru voru gefnar og svipað má segja varðandi fiskiprótein. Þessar vörur höfða almennt frekar til fólks sem leggur áherslu á hollustu matvæla, sem er nokkuð stór hópur samkvæmt þessum niðurstöðum. Almennt má álykta út frá þessum niðurstöðum auðgun sjávarrétta sé raunhæfur möguleiki en huga þarf að merkingum og upplýsingagjöf til neytenda.

Í þessu verkefni skapaðist reynsla á Matís sem mun verða þróuð áfram og nýtast öðrum fyrirtækjum við vöruþróun og markaðssetningu á markfæði þar sem óskir neytenda verða hafðir að leiðarljósi. Neytendakannanir sýndu að það er mjög mikilvægt hvernig markaðssetning slíkra vöru mun fara fram til að ná til valinna neytendahópa sem hafa áhuga á slíku markfæði.  Stigið hefur verið framfaraskref þar sem lífefnum með staðfesta virkni hefur verið bætt í tilbúnar neytendavörur.  Mjög mikilvægur afrakstur þessa verkefnis er að á  árinu 2011 tókst að afla styrks frá norræna sjóðnum Nordic Innovation, NICe, til að halda áfram stærra verkefni á þessu sviði og stuðla þannig að auknum verðmætum sjávarfangs og lífefna úr hafinu.

Nánari upplýsingar veitir Emilía Martinsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Starfsmaður Matís heiðraður

Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís, var heiðraður af Verkfræðingafélagi Íslands á 100 ára afmæli félagsins.

Á Sumardaginn fyrsta, 19. apríl, varð Verkfræðingafélag Íslands 100 ára.

Á þeim degi veitti félagið Aldarviðurkenningu VFÍ í þremur flokkum og hlaut Sigurjón Arason, yfirverkfræðingur hjá Matís og áður hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, viðurkenningu í flokknum „Þeir plægðu akurinn“.

VFÍ 100 ára Sigurjón Arason
VFÍ 100 ára: Sigurjón Arason fyrir miðju myndar

Sigurjón var heiðraður fyrir frumkvæði og einstaka þrautseigju við innleiðingu fjölda nýjunga sem skipt hafa sköpum fyrir gæði og arðbæra nýtingu hráefnis úr sjávarafla og fyrir miðlun þekkingar innanlands og erlendis.

Fréttir

Sumarstörf 2012

Matís býður upp á fjölbreytt úrval af áhugaverðum rannsóknatengdum sumarstörfum sumarið 2012 og eru námsmenn hvattir til að senda inn starfsumsókn.  

Leitað er eftir háskólanemendum til starfa við rannsóknaverkefni og þjónustumælingar á sviði matvælafræði, verkfræði, lyfjafræði, tölvunarfræði, lögfræði og náttúruvísinda. Nánari upplýsingar um þau rannsóknaverkefni sem eru í boði má finna hér.

IS