Fréttir

Ert þú með góða hugmynd en átt heftir að koma henni í framkvæmd?

Þriðjudaginn 15. maí næstkomandi mun Matarsmiðjan á Flúðum í samstarfi við Grímsnes og Grafningshrepp kynna starfsemi sína.

Fer kynningin fram í félagsheimilinu að Minniborg klukkan 20:00.

Farið verður yfir það hvernig smiðjan er rekin og hvernig einstaklingar og fyrirtæki eru að nýta sér hana. Uppbyggingu- og fjármögnun verkefna. Kynnt það helsta sem er að gerast í staðbundinni framleiðslu og hvaða markaðir eru að opnast á þeim vetfangi. Almenn umræða.

Allir hvattir til að mæta og þeir sem hafa áhuga á þróun og vinnslu matvæla eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 858-5133 eða með tölvupósti á póstfangið vilberg@matis.is.

Fréttir

Örverufræðileg greining í þremur ólíkum náttúrulaugum á Íslandi

Niðurstöður rannsóknar meistaranemanda í umhverfis- og auðlindafræði við HÍ benda til þess að töluverð saurmengun verður í náttúrulaugum ef rennsli er lítið og gestafjöldi er mikill.

Meistarafyrirlestur í Umhverfis- og auðlindafræði – Berglind Ósk Þ. Þórólfsdóttir
Leiðbeinandi: Viggó Þór Marteinsson, Matís.
Prófdómari: Eva Benediktsdóttir

Hvenær hefst þessi viðburður:
15. maí 2012 – 11:00 to 12:30

Staðsetning viðburðar: Askja
Nánari staðsetning:
Stofa 131

Útdráttur
Náttúrulaugar eru skilgreindar sem laugar með jarðhitavatni sem ekki er meðhöndlað með sótthreinsun, geislun eða annarri hreinsun. Með aukningu ferðamanna á Íslandi verður aukið álag á vinsælustu náttúrulaugar landsins, en það getur haft áhrif á heilnæmi þeirra og öryggi. Í dag gilda engar ákveðnar reglur um náttúrulaugar, þar sem vatnið er ekki til neyslu og laugarnar eru ekki skilgreindar sem sundlaugar í rekstri. Lítið hefur því verið skoðað hvort að laugarnar séu í reynd eins heilnæmar og nú er talið. Í þessari rannsókn var gerð örverufræðileg greining í þremur ólíkum náttúrulaugum á Íslandi; að Lýsuhóli, á Hveravöllum og í Landmannalaugum. Heildarbakteríufjöldi var rannsakaður með frumutalningu og með ræktun við 22°C, 37°C og 50°C. Skimað var fyrir Escherichia coli, Enterococcus spp., Pseudomonas aeruginosa og Nóróveirum. Ræktaðar og óræktaðar bakteríur úr laugunum voru tegundagreindar með 16S rRNA gena raðgreiningu. Öryggisþættir náttúrulauga voru einnig metnir m.t.t. hætta og bornir saman við kröfur gerðar til sundlauga, ásamt því að ábyrgðarþáttur ferðaþjónustuaðila var metinn með könnun. Útkoman leiddi til skiptingu lauga upp í þrjá flokka. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að töluverð saurmengun verður í náttúrulaugum ef rennsli er lítið og gestafjöldi er mikill. Þá er fjöldi Pseudomonas spp. mikill í náttúrulaugum, og nokkrar tegundir flokkast til tækifærissýkla. Nóróveira greindist ekki í laugunum þremur. Örverufjölbreytileikinn sem greindist með 16S rRNA gena klónun og raðgreiningum var nokkuð fjölbreyttur og var ólíkur milli lauga. Öryggismálum er ábótavant við þær laugar sem að falla í 3. flokk, en það eru þær laugar sem að verða hugsanlega í rekstri og munu fylgja regluverki til fulls í framtíðinni.

Fréttir

Matís til fyrirmyndar árið 2012

Niðurstöður könnunarinnar um Stofnun ársins voru kynntar við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica á föstudaginn. Matís ásamt Umferðarstofu, Ríkisskattstjóra, Fríhöfninni, Skipulagsstofnun, Skattrannsóknarstjóra ríkisins, Sýslumanninum á Siglufirði og Blindrabókasafni Íslands eru Fyrirmyndarstofnanir árið 2012

Mikið er lagt upp úr jákvæðu starfsumhverfi hjá Matís. Að Vínlandsleið 12 í Reykjavík, þar sem aðalstöðvar Matís eru hýstar, er frábært mötuneyti þar sem boðið er upp á hollan og góðan heimilismat. Starfsmenn komast í líkamsrækt því í húsinu er fyrirmyndar aðstaða og t.a.m. er körfuboltavöllur í porti við húsið. Boðið er upp á svokallaðan samgöngusamning þar sem gefið er tækifæri á að fá greitt fyrir að nota almennan samgöngumáta annan en einkabílinn. Á þennan hátt næst fram umhverfisvænni ferðamáti, beinn sparnaður starfsmanna og hvatning til að stunda líkamsrækt í gegnum hjólreiðar eða göngu.

Frá upphafi hefur Matís byggst á neti starfsstöðva um allt land. Starfsstöðvar eru nú átta talsins, að höfuðstöðvum fyrirtækisins í Reykjavík meðtöldum og eru starfsmenn þeirra tengdir öllum fagsviðum fyrirtækisins.

Með starfi út um landið undirstrikar Matís vilja fyrirtækisins til að vinna með aðilum heima í héröðunum að fjölbreyttum verkefnum sem treyst geta atvinnulíf, aukið nýsköpun og fjölgað störfum. Stefna Matís er að á komandi árum efli fyrirtækið þessa áherslu enn frekar um allt land.

Matís er fyrst íslenskra fyrirtækja til þess, í samstarfi við Lýsi, að aðstoða starfsmenn sína til þess að vinna bug á D-vítamínskorti sem er orðinn býsna algengur hjá Íslendingum. Á hverjum morgni, á tímabilinu frá september til maí, gefst starfsmönnum kostur á því að fá Omega-3 lýsisbelgi sem eru með viðbættu D-vítamíni en auk þessu hefur hefðbundið lýsi verið í boði um nokkurt skeið á hverjum morgni.

Matís veit að ánægður starfsmaður er starfsmaður sem leggur sitt af mörkum í framgangi fyrirtækisins, Íslendingum öllum til heilla. Því tekur fyrirtækið það alvarlega sitt hlutverk í því að aðstoða hvern starfsmann í því að vera heilbrigð sál í hraustum líkama.

Nánari upplýsingar veitir Jón Haukur Arnarson, mannauðsstjóri Matís.

Ítarlegar niðurstöður könnunarinnar um stofnun ársin má lesa hér.

Fréttir

Sókn á Snæfellsnesi – Matís opnar starfsstöð

Matís hefur tekið höndum saman með sveitarfélögum Snæfellsnesi og blásið til sóknar í matvælaframleiðslu á svæðinu. Fyrirtækið hefur ráðið tvo starfsmenn til starfa í nýrri starfsstöð fyrirtækisins á Snæfellsnesi og taka þeir til starfa á næstu dögum.

Um alllangt skeið hefur Matís litið til tækifæra á Snæfellsnesi enda eru mikli möguleikar á aukinni verðmætasköpun tengd matvælum við Breiðafjörðinn. Mikil gróska og metnaður einkennir mannlífið á Snæfellsnesi en bæði sveitarfélög og atvinnurekendur styðja framtakið. Matís vill styðja og vinna með heimamönnum að uppbyggingu á matvælaframleiðslu og tengdum atvinnuvegum á svæðinu, öllum aðilum til heilla.

Mikil tækifæri liggja í Breiðafirðinum. Sjávarútvegur er þar sterkur en auk þess liggja sóknarfæri í nýtingu á öðrum og stundum vannýttum hráefnum á svæðinu. Til dæmis felast miklir möguleikar í betri nýtingu á slógi, þara og þangi.
Eitt helsta viðfangsefni starfsmanna Matís á svæðinu mun snúa að rannsóknum og hagnýtingu á lífvirkni hinna fjölbreyttu hráefna sem finnast á svæðinu. Vonir standa til að hægt sé að þróa verðmætar eiginlegar neytendavörur eða innihaldsefni í matvæli og aðrar vörur. Sem dæmi um slíkar vörur má nefna t.d. nefna þaraskyr sem þróað var af starfsmönnum Matís í samvinnu við aðila á svæðinu. Í skyrið, sem vakið hefur mikla athygli, er einmitt notaður marínkjarni úr Breiðafirðinum. Fleiri tækifæri liggja til framleiðslu almennrar matvæla, markfæðis og fæðubótarefna úr þessum virku hráefnum.

Starfsfólk Matís hlakkar til að takast á við ókomin verkefni með sveitarfélögunum á svæðinu, fyrirtækjum og heimamönnum öllum. Matvælaframleiðsla á svæðinu mun eflast sem mun leiða til aukins árangurs og aukinnar verðmætasköpunar í matvælaiðnaði á Snæfellsnesi, við Breiðafjörð og fyrir samfélagið allt.  

Nánari upplýsingar veitir Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís í síma 422-5000.

Fréttir

Verðmætasköpun við Háskóla Íslands – samstarf við Matís skiptir miklu máli að mati rektors

Í morgunblaðinu í dag er ítarlegt viðtal við Kristínu Ingólfsdóttur rektor Háskóla Íslands. Þar kemur hún m.a. inn á HÍ sé í hópi 300 bestu háskóla í heimi.

Viðtalið í heild sinni við Kristínu má sjá hér.

Um Matís
Matís varð til fyrir fimm árum og hefur á þeim tíma skapað sér sess í íslensku samfélagi á mjög margan hátt. Til Matís er horft sem leiðandi fyrirtækis í matvælarannsóknum. Matís er drifkraftur í atvinnunýsköpun og sprotastarfsemi, fyrirtækið leiðir saman rannsóknarsamfélagið, háskólasamfélagið og atvinnulífið. Matís er í fararbroddi í framtíðartækifærum til atvinnusköpunar og er sérstaklega vert að nefna líftæknirannsóknir sem nú þegar hafa skapað störf og aukið áhuga erlendra aðila á samstarfsverkefnum með fyrirtækinu. Þetta er dæmi um hvernig sóknin er besta vörnin.

Matís hefur á fimm árum skapað sér orðspor og traust í íslensku samfélagi sem er verðmætt veganesti inn í framtíðina. Þetta hefur til að mynda verið gert með markvissri þátttöku fyrirtækisins og starfsmanna þess í umfjöllun miðla í samfélaginu. Á hverjum degi er unnið að stórmerkum verkefnum innan veggja fyrirtækisins sem snerta fólk og fyrirtæki út um allt samfélagið og mikilvægt er að efla sem best almenna þekkingu fólks á því fyrir hvað Matís stendur og hvernig fyrirtækið leggur íslensku samfélagi til verðmæti.

Með sanni má segja að Matís brúi bilið á milli rannsókna og háskólasamfélagsins annars vegar og atvinnulífsins hins vegar.

Nánari upplýsingar veitir Steinar B. Aðalbjörnsson, markaðsstjóri Matís.

Fréttir

Ráðstefna um tækifæri í þörungum

Norrænt verkefni og samstarf um þörunga hófst þann 1. mars sl. Verkefnið nefnist “Nordic Algae Network” og verður haldin ráðstefna þann 15. maí nk. þessu tengt. Matís skipuleggur ráðstefnuna og er hún styrkt af Bláa Lóninu og Samtökum íslenskra líftæknifyrirtækja.

Nánar um ráðstefnuna hér.

Nánari upplýsingar veitir Hörður G. Kristinsson, sviðsstjóri Líftækni og lífefnasviðs Matís en hann gegnir einnig starfi rannsóknastjóra fyrirtækisins.

Skýrslur

Íslenskir firðir: Náttúrulegt lífríki Ísafjarðardjúps og þolmörk mengunar. Lokaskýrsla / Icelandic fjords: Natural biodiversity in Ísafjarðardjúp and pollution limits

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Þorleifur Eiríksson (NAVE), Ólafur Ögmundarson (Matís ohf), Guðmundur V. Helgason (HÍ), Böðvar Þórisson (NAVE), Þorleifur Ágústsson (Matís ohf)

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Íslenskir firðir: Náttúrulegt lífríki Ísafjarðardjúps og þolmörk mengunar. Lokaskýrsla / Icelandic fjords: Natural biodiversity in Ísafjarðardjúp and pollution limits

Meginmarkmið verkefnisins var að skilgreina náttúrulegt lífríki Ísafjarðardjúps og þolmörk mengunar sérstaklega með tilliti til uppsöfnunar lífrænna efna á botni og hugsanlegrar næringarefnaauðgunar. Í verkefninu var lífríkið í botnseti rannsakað og ljósi varpað á mögulegar vísitegundir sem hægt er að nota á Íslandi til að meta uppsöfnun lífrænna efna vegna athafna mannsins, svo sem vegna fiskeldis.

Þekking á botndýralífi á grunnslóð við Ísland er lítil, bæði við náttúrulegar aðstæður og við álag frá t.d. fiskeldi. Þekkingu er einnig ábótavant um það hvernig botndýrasamfélagsgerðir svara álagi frá fiskeldi en í einni rannsókn hefur verið reynt að leita svara við því varðandi lítið álag. Til að átta sig á hvaða botndýrasamfélagsgerðir eru við náttúrulegar aðstæður og hverjar þegar um álag frá mengun er að ræða, þarf að skoða skyldleika botndýralífs innan og utan svæðis. Með því móti er hægt að átta sig á hvaða dýrahópar eru ríkjandi við svipaðar aðstæður.

The main object of the project was to define the natural biodiversity of Ísafjardardjúp, pollution limits, and potential impact of eutrophication. This was done by studying benthic populations at specific locations and define indicator species which can be used in Iceland to estimate accumulation of organic matter which stem from man‐doings, like aquaculture. Knowledge about the benthic live in shallow waters around Iceland is little, both regarding natural circumstances and when there is pressure from man‐doings. Knowledge is also poor about how benthic communities respond to pollution from aquaculture. This study shows the relations between research stations with regards to kinship between found indicative species.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Workshop on SME´s and Nordic Food Competence Centres ‐ Ny Nordisk Mad II / Vinnufundur um matarsmiðjur og ný norræn matvæli

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

New Nordic Food

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Workshop on SME´s and Nordic Food Competence Centres  ‐  Ny Nordisk Mad II / Vinnufundur um matarsmiðjur og ný norræn matvæli

Á öllum Norðurlöndunum eru matarsmiðjur sem veita frumkvöðlum og smáframleiðendum ráðgjöf og aðgang að aðstöðu til framleiðslu. Matarsmiðjurnar hafa staðið fyrir námskeiðum, ráðstefnum og aðstoðað við að mynda tengslanet og  starfsreynsluskipti. Í Noregi er 5 slíkar smiðjur sem Nofima rekur með stuðningi Innovation Norway. Á íslandi eru þrjár matarsmiðjur sem Matís rekur í samstarfi við sveitarfélög og atvinnuþróunarfélög. Í Finnlandi er Food Development Competence Cluster hluti af National Centre of Expertise Programme og þar eru fimm matarsmiðjur víðsvegar um landið. Margar slíkar smiðjur eru í Svíþjóð t.d. er að finna ráðgjafamiðstöðvar í Jämtland fyrir bændur sem framleiða mjólk í litlum mæli. Í bænum Östersund sem kosin var „Unesco City of Gastronomy“ árið 2011 er að finna Eldrimner sem er landsmiðstöð fyrir smáframleiðendur í Svíþjóð. Í Danmörku eru margar mismunandi miðstöðvar með svipaða nálgun þ.e. að styðja við frumkvöðla og smáframleiðendur. Markmiðið með þessum vinnufundi var að fulltrúar frá öllum þessum matarsmiðjum mundi hittast og læra hvert af öðru, byggja upp tengslanet og koma með hugmyndir um hvernig starfsemi sem þessi gæti stutt við og eflt „New Nordic Food“.

In all Nordic countries there are competence centres that offer entrepreneurs and very small scale producers services like consultation, processing facilities, courses, seminars, networks, work practice exchanges and more. In Norway there are five centres run by Nofima and supported by Innovation Norway. In Iceland there are three run by Matís in collaboration with local authorities and support agencies. In Finland the Food Development Competence Cluster is a part of the National Centre of Expertise Programme with five food centres around the country. In Sweden there are many centres for example: Resource centre for small scale dairy production in Jamtland. In Östersund the Unesco city of gastronomy 2011 we have “Eldrimner”, the Swedish National Centre for Small Scale Artisan Food Processing giving producers the best possible support.   In    Denmark there are many different centres with the same approach to support entrepreneurs and small scale producers.   The aim of this seminar/workshop was to bring the Competence Centres together for two days to get to know and learn from each other; build a network and to discuss and come with proposals on how these activities can support and strengthen New Nordic Food.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of superchilled processing of whole whitefish – pre‐rigor / Áhrif ofurkælingar á skemmdarferla og geymsluþol heils fisks og flaka

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Aðalheiður Ólafsdóttir, Björn Margeirsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Sigurjón Arason, Eyjólfur Reynisson, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS Fund of Ministry of Fisheries in Iceland (R 062‐11)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Effect of superchilled processing of whole whitefish – pre‐rigor / Áhrif ofurkælingar á skemmdarferla og geymsluþol heils fisks og flaka

Markmið tilraunarinnar var að rannsaka áhrif ofurkælingar á skemmdarferla og geymsluþol heils fisks og flaka. Rannsókn var gerð á heilum þorski ofurkældum fljótlega eftir veiði og einnig á áhrifum ofurkælingar á flök unnum úr ofurkældum þorski og þorski kældum í ís á hefðbundinn hátt. Notaðar voru hitamælingar, skynmat, efna‐  og örverumælingar til að bera eftirfarandi tilraunahópa saman, en þeir voru geymdir við –1.4 til –1.2 °C meðalhita:

1) NC: heill þorskur kældur í ís

2) SC: ofurkældur heill þorskur

3) NC‐NC: hefðbundin flakavinnsla úr heilum þorski kældum í ís

4) NC‐SC: ofurkæld flök unnin úr heilum þorski kældum í ís

5) SC‐NC: hefðbundin flakavinnsla úr ofurkældum heilum þorski

6) SC‐SC: ofurkæld flök unnin úr ofurkældum heilum þorski

Niðurstöður skynmats benda til þess að ofurkæld vinnsla á heilum þorski geti lengt geymsluþol hans um tvo daga. Ofurkæling á heilum þorski hafði ekki áhrif á sýrustig, vatnsinnihald, vatnsheldni og örveruvöxt í heilum fisk samanborið við fisk sem ekki var ofurkældur í vinnslu. Samkvæmt skynmati var lítinn mun að finna á geymsluþoli mismunandi flakahópa. Geymsluþol var metið 16–18 dagar, sem er nokkuð langur tími fyrir þorskflök. Ferskleikatímabil tilraunahópsins SC‐ SC virtist þó vera heldur lengra en hinna hópanna. Líkt og fyrir heila þorskinn reyndist lítill munur milli flakahópanna m.t.t. örveruvaxtar, efna‐ og eðliseiginleika. Takmarkaðan mun milli tilraunahópa má mögulega skýra með stöðugum og ofurkældum geymsluaðstæðum. Með hliðsjón af því er ráðgert að framkvæma aðra sambærilega tilraun þar sem hermt verður eftir dæmigerðari umhverfishitaferlum í flutningi ferskfiskafurða (0–4 °C) en í þessari tilraun (–1.4 til –1.2 °C).

The main aim of the study was to study the effects of superchilled processing on storage life of both whole fish and fillets. The following experimental groups were evaluated by means of temperature monitoring, chemical‐ and microbial measurements and sensory evaluation, which were stored at mean temperatures of –1.4 to –1.2 °C:

1) NC: non‐superchilled whole cod

2) SC: superchilled whole cod

3) NC‐NC: non‐superchilled fillets from non‐superchilled whole cod

4) NC‐SC: superchilled fillets from non‐superchilled whole cod

5) SC‐NC: non‐superchilled fillets from superchilled whole cod

6) SC‐SC: superchilled fillets from superchilled whole cod

The results from the sensory evaluation indicate that superchilled processing of whole cod can extend shelf life by two days. Differences in values of pH, water content, water holding capacity and bacterial growth between the superchilled and non‐superchilled whole fish groups were minor. Differences in sensory scores between the fillet groups were small. Shelf life was estimated between 16 and 18 days which is quite long shelf life for cod fillets. However, the group SC‐SC seemed to retain freshness a little longer than other groups. As in case of the whole cod, the differences in bacterial count, chemical and physical properties between the fillet groups were small. Very similar fish temperatures between both the whole fish and the fillets groups resulting from the superchilled storage conditions applied may be the main reason for the small differences obtained. Thus, another study with more common temperature conditions during transport and storage of fresh fish (chilled but not superchilled) will be performed.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Efling grænmetisræktar á Íslandi / Increased opportunities in Icelandic vegetable production

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson, Anna Lára Sigurðardóttir, Vigfús Ásbjörnsson, Sandra Rún Jóhannesdóttir, Gunnþórunn Einarsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Valgerður Lilja Jónsdóttir

Styrkt af:

Atvinnusköpun í sjávarbyggðum

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Efling grænmetisræktar á Íslandi / Increased opportunities in Icelandic vegetable production

Tilgangur þessa verkefnis var að koma augum á tækifæri í innlendri ræktun grænmetis á kostnað þess grænmetis sem innflutt er. Rannsakaðar voru aðstæður grænmetisræktenda á Íslandi og dregið upp á yfirborðið það umhverfi sem þeir búa við. Forkönnun var gerð á mögulegri kortlagningu svæða á Íslandi og leitað var eftir mögulegum upplýsingum sem til væru fyrir slíka kortagerð. Mikið af nothæfum upplýsingum fundust sem eru í eigu aðila sem vilja láta þær af hendi ef út í slíka kortagerð yrði fari Í framtíðinni. Viðamikil rannsókn var gerð á skólamötuneyti og mat sem þar er á borðum. Sú rannsókn var gerð með þeim tilgangi að koma auga á og skapa tækifæri fyrir grænmetisframleiðendur til að auka við sína framleiðslu og fullvinnslu grænmetis fyrir nýjan markhóp sem yrðu skólamötuneyti framtíðarinnar þar sem innlend framleiðsla fengi meira rými.

The purpose of this project was to discover opportunities in local production of vegetables on the cost of imported products in the same industry. The conditions for local producers in Iceland was analysed and the environment around them brought to the surface. An analyses where taken on the possibilities on producing maps for Icelandic vegetable producers where different growing conditions for vegetable production would be brought into one map for the producers to have to see different condition for different vegetable in different areas in Iceland. It was discovered that lot of data is available for such a map which will be available if a production of such a map will take place. A big research was performed on a school canteen with the purpose of discovering opportunities for local producers for entering into this type of market segment in Iceland where the local produced vegetables would get more space.

Skoða skýrslu
IS