Fréttir

Verðmætarýrnun vegna galla í saltfiskafurðum – vinnufundur Saltfiskframleiðenda, Sf., og Matís

Samtök fiskvinnslustöðva og Matís ohf. boða  til vinnufundar 17. september nk., þar sem formlega verður stofnaður hagsmunahópur saltfiskframleiðanda.  Megintilgangur fundarins er ræða stöðu greinarinnar og framtíðaráherslur í þróun og samstarf saltfiskframleiðenda.

Íslenskar saltfiskafurðir hafa verið eftirsóttar og áberandi á erlendum mörkuðum.  Mikilvægt er að íslenskir framleiðendur styrki stöðu sínu með öflugu samstarfi um sameiginleg hagsmunamál.

Í ljósi þess boða Samtök fiskvinnslustöðva og Matís ohf.  til vinnufundar í september 2010, þar sem formlega verður stofnaður hagsmunahópur saltfiskframleiðanda.  Megintilgangur fundarins er ræða stöðu greinarinnar og framtíðaráherslur í þróun og samstarf saltfiskframleiðenda.

Mikil þróun hefur átt sér stað í saltfiskverkun undanfarin ár.  Saltfiskverkun hefur þróast frá því að vera stæðusöltun þar sem lakara hráefni var nýtt til framleiðslu afurða, í að vera margskiptur ferill þar sem mismunandi söltunartækni er beitt til að ná æskilegri nýtingu og sem mestum gæðum.  Kröfur til hráefnisgæða hafa einnig gjörbreyst.  Þessir þættir auk breytinga í geymsluaðstæðum og flutningsferlum hafa skilað íslenskum framleiðendum ráðandi stöðu á þeim mörkuðum sem gefa hæst verð.  Útlit, þar með talinn blær skiptir verulegu máli í verðlagningu afurða ásamt stærðarflokkun.   

Saltfiskverkun er langt framleiðsluferli þar sem afurðagallar koma oft á tíðum ekki fram fyrr en liðið er á verkunartímann.  Sem dæmi má nefna gulumyndun, sem hefur gjarnan verið tengd of háu kopar- eða járninnihaldi í salti eða notkun kopars í vinnslubúnað og aðra hluti sem komast í snertingu við fiskinn.  Mikilvægt er að bregðast skjótt við aukinni gallatíðni af völdum gulu sem getur valdið íslenskum framleiðendum miklu fjárhagslegu tjóni þar sem kaupendur krefjast hárra skaðabóta.  Þá er ekki metinn til verðmæta sá skaði sem tengist ímynd íslenskra afurða. 

Í dag er framleiðsla og sala saltfiskafurða að mestu í höndum hvers og eins framleiðanda og að sama skapi hefur upplýsingamiðlun og samræming við framleiðslu afurða minnkað samanborið við þann tíma þegar SÍF var og hét.  Formlegu samstarfi milli framleiðenda er ætlað að efla upplýsingaflæði sem snýr að sameiginlegum hagsmunamálum framleiðenda.  Það er allra hagur að íslenskar afurðir séu almennt þekktar fyrir gæði og traust milli framleiðenda og kaupenda sé styrkt enn frekar.  

Öllum framleiðendum sem hafa vinnsluleyfi til saltfiskverkunar hefur verið sent fundarboð og formleg skráning á vinnufundinn fór fram í júní, síðastliðnum.  Enn er hægt að skrá þátttakendur og fá nánari upplýsingar um fundinn sem haldinn verður hjá Matís ohf um miðjan september.  

Nánari upplýsingar veitir Kristín A. Þórarinsdóttir, s: 422-5081, tölvupóstfang: kristin.a.thorarinsdottir@matis.is.

AVS­-Verknr.:  R 09065-09
Matís-Verknr.:  200-1963

Skýrslur

The effect of different cooling techniques on the quality changes and shelf life of whole cod (Gadus morhua)

Útgefið:

01/08/2010

Höfundar:

Hannes Magnússon, Kolbrún Sveinsdóttir, Lárus Þorvaldsson, María Guðjónsdóttir, Hélène L. Lauzon, Eyjólfur Reynisson, Árni R. Rúnarsson, Sveinn H. Magnússon, Jónas R. Viðarsson, Sigurjón Arason, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, the Technology Development Fund at the Icelandic Centre for Research and EU (contract FP6-016333-2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

The effect of different cooling techniques on the quality changes and shelf life of whole cod (Gadus morhua)

Tilgangur tilraunarinnar var að kanna áhrif þriggja mismunandi kæliaðferða á geymsluþol heils, slægðs þorsks: (i) Kæling með muldum plötuís, (ii) kæling með vökvaís, (iii) forkæling með vökvaís og síðan kæling með muldum plötuís. Fylgst var með hitastigsferlum með hitanemum í öllum hópum yfir geymslutímann. Sýni voru metin með skynmats-, örveru- og efnamælingum þá 10 daga sem fiskurinn var í geymslu. Niðurstöður örveru- og efnamælinga voru yfirleitt í góðu samræmi við niðurstöður skynmats. Samanburður á tilraunahópum leiddi í ljós að þorskur kældur með vökvaís hafði um tveggja til þriggja daga skemmra geymsluþol en hinir tveir hóparnir. Geymsluþol þorsksins var töluvert styttra en ýmsar fyrri rannsóknir hafa sýnt og þá sérstaklega í hópnum sem var kældur með vökvaís (aðeins 9-10 dagar). Nú liggur fyrir að þorskurinn sem var kældur með vökvaís var vanísaður um borð í veiðiskipinu miðað við hina tvo hópana. Auk þess var kæling við geymslu eftir löndun ekki eins góð og æskileg gæti talist en hitastigið sveiflaðist á milli 2-5 °C. Þetta gæti mögulega skýrt skemmra geymsluþol allra hópa miðað við fyrri rannsóknir.

The aim of this experiment was to investigate the effect of three different cooling methods on the storage quality of whole, bled gutted cod: (i) Cooled with crushed plate ice, (ii) cooled with liquid ice, (iii) pre-cooled in liquid ice and then cooled with crushed plate ice. The temperature history of each group was studied using temperature loggers. The samples were analysed with sensory, microbiological and chemical methods for up to 10 days from catch. The results from microbial and chemical measurements were generally in good agreement with the results from sensory evaluation. Comparison of the groups showed that the use of liquid ice instead of plate ice resulted in two to three day shorter shelf life than in the other two groups. The shelf life in this study was considerably shorter compared to previous studies with whole cod, especially in the experimental group where liquid ice was used for cooling (only 9-10 days). It is now known that the liquid iced group in this experiment was insufficiently iced on board the fishing vessel compared to the other two groups. Additionally, the ambient temperature in the cold room of the fish plant was relatively high and fluctuated between 2 – 5 °C during the storage period. This could possibly explain the shorter shelf life of all groups compared to some earlier studies.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of improved design of wholesale EPS fish boxes on thermal insulation and storage life of cod loins – simulation of air and sea transport

Útgefið:

01/08/2010

Höfundar:

Björn Margeirsson, Hélène L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Hannes Magnússon, Sigurjón Arason, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

EU (contract FP6-016333-2) Chill-on, AVS Fund of Ministry of Fisheries in Iceland (project no. R037-08), Technology Development Fund of the Icelandic Centre for Research (project. no. 081304508), University of Iceland Research Fund

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Effect of improved design of wholesale EPS fish boxes on thermal insulation and storage life of cod loins – simulation of air and sea transport

Markmið tilraunanna var að rannsaka hve vel tvær tegundir frauðkassa verja þorskhnakkastykki fyrir dæmigerðu hitaálagi í flugflutningskeðju frá framleiðanda á norðanverðu Íslandi til kaupanda í Evrópu. Notast var við hitamælingar, skynmat, efna- og örverumælingar til að bera frauðkassana saman og kanna mikilvægi staðsetningar flakabita innan kassa (horn og miðja). Að lokum var geymsluþol hnakkastykkja, sem urðu fyrir dæmigerðu flugflutningshitaálagi, borið saman við geymsluþol hnakkastykkja við stöðuga -1 °C geymslu sem er raunhæfur möguleiki við gámaflutninga með skipum. Nýi frauðkassinn, sem hannaður var með FLUENT varmaflutningslíkani, reyndist betri en eldri kassinn með tilliti til varmaeinangrunar. Hitaálagið á fyrsta degi tilraunarinnar olli því að hæsti vöruhiti í hornum hækkaði í 5.4 °C í eldri gerðinni en einungis í 4.5 °C í þeirri nýju. Munur milli hæsta vöruhita í miðjum og hornum kassa var um 2 til 3 °C. Með skynmati var sýnt fram á að geymsla í nýja frauðkassanum leiddi til tveggja til þriggja daga lengra ferskleikatímabils og eins til tveggja daga lengra geymsluþols m.v. geymslu í eldri frauðkassanum. Munurinn milli kassanna var þó ekki staðfestur með efna- og örverumælingum. Staðsetning innan kassa (horn og miðja) hafði ekki marktæk áhrif á niðurstöður skynmats og var einungis um lítinn mun að ræða milli staðsetninga í mælingum á TVB-N og TMA. Hermun flug- og sjóflutnings (hitasveiflur og stöðugur hiti) leiddi í ljós að fyrir vel forkælda þorskhnakka má vænta eins til fimm daga lengra ferskleikatímabils og um þriggja til fimm daga lengra geymsluþols í vel hitastýrðum sjóflutningi miðað við dæmigerðan flugflutningsferil frá Norðurlandi. Þar sem sjóflutningur frá Íslandi tekur oft um fjórum til fimm dögum lengri tíma en flugflutningur (háð m.a. vikudegi og staðsetningu vinnslunnar) sýnir þetta að sjóflutningur er raunhæfur möguleiki fyrir íslenska ferskfiskframleiðendur. Með notkun á nýju frauðkössunum í flugflutningi á fiskurinn þó eftir lengra ferskleikatímabil þegar hann kemst í hendur kaupenda erlendis en í skipaflutningi.

2. útgáfa, mars 2011

Í fyrri útgáfu skýrslunnar þótti ekki nógu skýrt koma fram að sá umhverfishitaferill, sem líkja átti eftir sjóflutningi, miðaðist í raun við nokkurn veginn bestu mögulegu aðstæður í sjóflutningskeðjum ferskra fiskafurða frá Íslandi. Hitamælingar í kæliverkefnunum Hermun kæliferla og Chill-on hafa sýnt fram á að forflutningi innanlands fylgir oft óæskilegt hitaálag í nokkrar klst. hvort sem um er að ræða flug- eða sjóflutningskeðjur. Til þessa hitaálags var tekið tillit í tilfelli flugkeðjunnar en ekki sjóflutningskeðjunnar í fyrstu útgáfu skýrslunnar. Mest áhersla var á lengd geymsluþols í fyrri útgáfu skýrslunnar en bætt er við umfjöllun um ferskleikatímabil í nýrri útgáfu hennar.

The aim of the study was to investigate the performance of two different types of EPS boxes in protecting pre-chilled, fresh fish products subjected to temperature conditions, which are likely to occur during air- and land based, multimodal transport from a processor in North-Iceland to a wholesaler in Europe. The performance of the EPS boxes was evaluated by means of temperature monitoring, chemical- and microbial measurements and finally sensory evaluation. Furthermore, effect of fillet positions inside the wholesale fish packages (corner vs. middle) were investigated by means of the aforementioned methods. Finally, the shelf life of the air-transported simulation fish loins was compared to the shelf life of fish loins stored at around -1 °C, which can be achieved during non-interrupted and well temperature-controlled, containerised sea transport. The new box, designed with a numerical FLUENT heat transfer model, proved to be better with regard to thermal insulation than the old box. The thermal load during the first day of the experiment caused the maximum product temperatures in the bottom corners of the top and second top to rise to 5.4 °C and 4.5 °C for the original and new boxes, respectively. The maximum temperature in the middle of the boxes was around 2 to 3 °C lower than the maximum temperature in the bottom corners. According to sensory evaluation, storage in the new boxes resulted in approximately two to three days longer freshness period and one to two days longer shelf life than storage in the old boxes. The difference between the two box types is not as clear with regard to chemical and microbial measurements.

The sampling location (corner versus middle), did not significantly affect the sensory quality and only minor differences were noticed in TVB-N and TMA between sampling locations in the new box. Comparing the steady and dynamic storage in the old boxes it can be concluded that the increased freshness period (around 1-5 days) and shelf life (around 3-5 days) at steady temperature could compensate for the longer transport time by sea instead of air freight. This makes containerised sea transport a worthy choice for Icelandic fresh fish manufacturers depending on the week day and location of processing. However, for maximum remaining freshness period at the time of delivery to the buyer in Europe the results showed that air transport with the new boxes is the more advantageous transport mode relying on shorter transport time and improved thermal protection of the new boxes.

Skoða skýrslu

Fréttir

Vinnufundur um línuveiðar

Matís, Nofima, Háskólinn í Tromsö og Havstovan í Færeyjum standa fyrir vinnufundi um línuveiðar 19. og 20. október næstkomandi hér á Íslandi.

Á vinnufundinum verður hugað að virðiskeðju línufisks með tilliti til veiða, vinnslu, markaðssetningar, gæða og umhverfisáhrifa.  Á fundinum munu sérfræðingar á þessum sviðum halda framsögu og á eftir fara fram umræður með þátttakendum.  Þess er vænst að fundurinn muni leiða saman þá er koma að virðiskeðju línufisks á Norðurlöndunum og muni greiða fyrir samstarfi þeirra á milli í komandi framtíð.

Vinnufundurinn verður haldinn að Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 12, 113 Reykjavík

Þátttaka er öllum heimil og gjaldfrjáls.

Dagskrá vinnufundarins má sjá hér.

Allar nánari upplýsingar veitir Jónas Rúnar Viðarsson jonas.r.vidarsson@matis.is

Fréttir

Aukin sala sjávarafurða sem eru rekjanlegar með EPCIS staðli

Verkefnið eTrace (eRek) er nú á öðru ári og eru niðurstöður þess þegar farnar að vekja töluverða athygli. Tilgangur verkefnisins er að skilgreina, þróa og innleiða rekjanleikakerfi sem byggist á EPCIS staðlinum og kanna hvort hann sé hentugur við rekjanleika matvæla.

Með því að samþætta upplýsingar um öryggi matvæla við aðrar rekjanleikaupplýsingar í rauntíma opnast möguleikar á að auka um leið öryggi afurða. 

Nú í vor fór fram tilraunakeyrsla í Svíþjóð á þeim hugbúnaði sem þróaður hefur verið í verkefninu, þar sem fiskiker voru merkt með RFID merkjum um leið og þeim var landað. RFID merki senda frá sér útvarpsbylgjur, sem lesa má með auðveldum hætti og voru merkin límd utan á ker, kassa og umbúðir. Þannig var hægt að fylgjast með ferð þorsks frá veiðum, í gegnum vinnslu og alla leið til neytenda með sjálfvirkum hætti. Notast var við handskanna til að fá upplýsingar um stað- og tímasetningar RFID merkja, í gegnum löndun og vinnslu í Simrishavn og til neytenda í Gautaborg.

etrace1

Upplýsingar gerðar sýnilegar fyrir neytendur.

Þær útfærslur sem þróaðar hafa verið í verkefninu lofa góðu og kunnu sænskir frændur vorir vel að meta frekari upplýsingar um fiskinn á myndrænu formi. Jókst salan umtalsvert á þeim afurðum þar sem upplýsingar um rekjanleika voru fyrir hendi og voru verslunareigendur afar ánægðir með að geta sýnt neytendum fram á leið vörunnar frá veiðum og inn í fiskborð. Þau RFID merki sem notuð voru í tilraunakeyrslunni sönnuðu gildi sitt, en hingað til hafa oft komið upp vandamál við notkun RFID merkja við þær blautu og köldu aðstæður sem eru í fiskvinnslum.

etrace2

Fiskikassar sem merktir hafa verið með RFID merkjum skannaðir við löndun.

Eins og fyrr segir er markmið verkefnisins að þróa og innleiða rekjanleikakerfi sem byggist á EPCIS staðlinum. Kerfið kemur í staðinn fyrir að upplýsingum sé safnað handvirkt og eykur þannig sjálfvirkni og minnkar möguleika á mistökum. Sænska fiskveiðieftirlitið (Fiskeriverket) sem er þátttakandi í verkefninu, sér mikla möguleika fyrir EPCIS staðalinn og RFID merki til að mæta nýlegri reglugerð Evrópusambandsins nr. 1224/2009, en þar segir að aðildarríki verði að sýna fram á fullkominn rekjanleika fiskafurða. Áhugi þeirra er einnig tilkominn vegna þess að þeir álíta að kerfið gæti nýst við fiskveiðistjórnun.

etrace3

Skjámynd af hugbúnaðinum sem sýnir vinnsluferil fisks, þar sem fiskur kemur bæði frá skipi og af markaði. Eftir vinnslu á þessum 6 kössum af fiski verða til 6 pakkningar af fiski sem staflað er á eitt vörubretti. Bakvið þessa mynd liggja svo frekari upplýsingar sem nýtast við rekjanleika afurða.

Til stendur að gera svipaða tilraunakeyrslu á Íslandi núna í haust þar sem þessi tækni verður notuð til að fylgja fiski allt frá veiðum, í gegnum vinnslu og alla leið til neytenda í Evrópu.

Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir standa að verkefninu og hefur Matís umsjón með ákveðnum verkþáttum þess en Valur Gunnlaugsson og Sveinn Margeirsson hafa átt veg og vanda að vinnu Matís í verkefninu. Auk Matís eru meðal annars norsku fyrirtækin SINTEF og TraceTracker, Háskólinn í Lundi, tæknifyrirtækið Roi4u og sænska fiskveiðieftirlitið þáttakendur í verkefninu, sem styrkt er af SafeFoodEra áætluninni.

Fréttir

Mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski

Bæklingur sem lýsir á einfaldan hátt í máli og myndum meðhöndlun á fiski nýdregnum úr sjó

Sé þessum leiðbeiningum fylgt er hægt að tryggja hámarksverðmæti þeirra afurða sem unnar eru úr ferskum fiski.

Bæklingnum verður dreift víða um land í samvinnu við m.a. Landsamband smábátaeigenda,einnig er hægt að óska eftir eintaki með að senda tölvupóst til matis@matis.is eða hringja í 422 5000.

Bæklinginn er hægt að sækja hér.

Skýrslur

The role and fate of added phosphates in salted cod products / Hlutverk og afdrif viðbætts fosfats í saltfiski

Útgefið:

01/07/2010

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Sigurjón Arason, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

AGS, AVS

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

The role and fate of added phosphates in salted cod products / Hlutverk og afdrif viðbætts fosfats í saltfiski

Markmið verkefnisins var að meta afdrif viðbætts fosfats í saltfiski. Ljós er að magn þess lækkar við verkun og útvötnun. Sama gildir um fosföt sem eru náttúrulega til staðar í fiskvöðva. Þess vegna er heildarmagn fosfats í útvötnuðum afurðum yfirleitt lægra en í ferskum fiski. Hins vegar hefur verið sýnt fram á að viðbætt fosföt (dí- og trífosföt) finnast bæði í verkuðum og útvötnum fiski. Það er þó háð magni viðbætts fosfats í afurðinni og hvaða söltunarferlum er beitt, þ.e. hvort fosfati var bætt í fiskinn með sprautun eða pæklun. Lítið eða ekkert greinist í útvötnuðum afurðum ef pæklun er beitt. Munur á milli ferla getur stafað af söltunaraðferð (sprautun/pæklun), gerð og upphaflegu magni viðbætts fosfats og verkunartíma. Frekari rannsókna er þörf til að meta áhrif af mismunandi söltunarferlum á afdrif fosfats í söltuðum þorskvöðva.

The aim of this study was to investigate the fate of added phosphates in salted cod products. The content of both added phosphates and naturally occurring phosphates, decreases during salting and rehydration. The final content in rehydrated fish (approx. 1-2.5% NaCl) is usually below values in the raw fish. However, di- and triphosphates are present both in salted and rehydrated products. The amount depends on the quantity of added phosphates in the product and on the salting procedures applied. It seems that lower contents are present in brined products than in injected products. Differences may depend on the method used for adding phosphates (injection/brining), phosphate type and, initial content of added phosphates in the muscle after pre-salting and finally on the curing time. Further studies are needed to get accurate information on the effects of different salting procedures on the fate of phosphates in salted cod products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun gæðastuðulsaðferðar og geymsluþol á þíddum makríl (Scomber scombrus) / Development of Quality Index Method and storage life of thawed mackerel (Scomber scombrus)

Útgefið:

01/07/2010

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Patricia Miranda Alfama, Aðalheiður Ólafsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, UNU Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Þróun gæðastuðulsaðferðar og geymsluþol á þíddum makríl (Scomber scombrus) / Development of Quality Index Method and storage life of thawed mackerel (Scomber scombrus)

QIM aðferðin (Quality Index Method) er hlutlæg, fljótleg og áreiðanleg skynmatsaðferð sem þróuð hefur verið til að meta ferskleika fisks. Markmið rannsóknarinnar var að útbúa QIM einkunnaskala fyrir þíddan makríl (Scomber scombrus) sem geymdur var í ís við 0°C og prófa notkun hans í geymsluþolstilraun. Makríllinn var metinn með skynmati eftir QIM og DA aðferð (generic descriptive analysis), einnig voru taldar örverur (TVC og H2S myndandi) og mælt histamín í allt að 9 daga frá uppþíðingu. Niðurstaða rannsóknarinnar var QIM aðferðin fyrir þíddan makríl sem var þróuð og prófuð í geymsluþolsrannsókn. Gæðastuðull – QI (heildarsumma einkunna) jókst línulega með geymslutíma á ís. QIM aðferðin fyrir þíddan makríl byggir á mati á gæðaþáttum einsog útliti á roði, áferð, lit og formi augna, lit og lykt tálkna, útlit slíms í tálknum og tálknblaða og upplausn innyfla og getur heildarsumma fisksins orðið 19 að hámarki. Í verkefninu var einnig þróuð aðferð (general descriptive analysis-DA) til að meta soðinn makríl. Helstu einkenni makrílsins strax eftir þíðingu var lykt og bragð af ferskri olíu, málmlykt og sæt lykt/bragð sem dofnaði heldur með geymslutímanum. Það sem takmarkaði geymsluþolið voru skynrænir eiginleikar sem lýsa skemmdareinkennum, einsog þráalykt og –bragð sem getur verið áberandi í feitum fiski eftir lengri frystigeymslu. Samkvæmt skynmati á soðnum makrílflökum er geymsluþol þídds makríls eftir fimm mánaða frystigeymslu um 4-6 dagar. Heildarfjöldi örvera og H2S myndandi örvera var minni en yfirleitt sést við lok geymsluþols af völdum örvera. Histamín mældist ekki (< 5 ppm) í þíddum makríl á geymslutímanum sem var 9 dagar á ís.

The Quality Index Method (QIM) is an objective, rapid and reliable sensory method. The aim of the present study was to develop a QIM scheme for frozenthawed Atlantic mackerel (Scomber scombrus) stored in ice at 0°C and evaluate the scheme in a shelf life study. The mackerel was evaluated with sensory evaluation (QIM and generic descriptive analysis (DA)), microbial counts (Total viable counts (TVC) and H2S-producing bacteria) were estimated and histamine measured for up to nine days. The main result of this study vas the QIM scheme to evaluate freshness of frozen-thawed Atlantic mackerel storage in ice which was developed and tested in a shelf life study. The quality index – QI (sum of scores) increased linearly with storage time on ice. The QIM for thawed mackerel is based on the evaluation of quality parameters dealing with the appearance on back and belly side, texture, colour and form of eyes, mucus, colour and odour of gills and appearance of gill filaments and dissolution of viscera. The maximum sum of scores (QI) can be 19. A method to evaluate cooked mackerel was also developed (general descriptive analysis-DA). Newly thawed mackerel had fresh oil, metallic and sweet odours and flavours. The main limitation of length of shelf life in chilled storage after thawing were sensory characteristics describing spoilage such as rancid odour and flavour which can be prominent in fatty fish species after extended frozen storage. According to sensory evaluation of cooked mackerel, the shelf life of thawed mackerel after five months of frozen storage is around 4-6 days. Counts of TVC and H2S producing bacteria were relatively low at the end of shelf life. Histamine was not detected (< 5 ppm) in the thawed mackerel during the storage time of nine days on ice.

Skoða skýrslu

Fréttir

Matís með forystuhlutverk í nýjum fjölþjóðaverkefnum sem ESB styrkir með jafnvirði 860 milljóna króna

Matís gegnir forystuhlutverki  í tveimur nýjum og umfangsmiklum fjölþjóðaverkefnum sem Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja til þriggja ára, EcoFishMan og AMYLOMICS.

Styrkir ESB hljóða upp á alls 5,5 milljónir evra, jafnvirði um 860 milljóna króna. Þar af er hlutur Matís alls 950.000 evrur til beggja verkefna, jafnvirði um 150 milljóna króna. Matís stjórnar báðum verkefnum

Í því felst að ESB lætur allt styrktarféð renna til Matís sem síðan greiðir innlendum og erlendum samstarfsaðilum sínum. Talsverður hluti verkefnanna verður unninn á starfsstöðvum Matís á landsbyggðinni, enda byggjast þau meðal annars á góðu  samstarfi Matís við fyrirtæki um allt land. Meistara- og doktorsnemendur munu starfa að verkefnunum.  

Evrópusambandið væntir þess að í EcoFishMan verkefninu verði þróuð ný aðferðafræði sem nýtist við breytingar og umbætur á fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins. Lögð er áhersla á samstarf við sjómenn, útgerð og vinnslu og að hagnýta upplýsingar úr rafrænum afladagbókum. Markmið verkefnisins er að stuðla að vistvænni, sjálfbærri og hagrænni stjórnun með sérstakri áherslu á rekjanleika og að lágmarka brottkast afla.

Að EcoFishMan verkefninu koma alls 13 stofnanir, fyrirtæki og háskólar í átta Evrópulöndum, þar á meðal Háskóli Íslands og háskólinn í Tromsö í Noregi. Gert er ráð fyrir að verkefnið kosti 3,7 milljónir evra á þremur árum og nemur styrkur ESB 3,0 milljónum evra.

  • Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, verður verkefnisstjóri og dr. Sveinn Margeirsson, sviðsstjóri hjá Matís, verður með henni í vísindanefnd verkefnisins.

AMYLOMICS verkefnið mun hagnýta fjölbreytt lífríki jarðhitasvæða á Íslandi við að þróa hitaþolin ensím til notkunar í sterkju- og sykruiðnaði. Hita- og sýruþol eru nauðsynlegir eiginleikar í slíkum iðnaðarferlum en þá má finna í ensímum lífvera á hverasvæðum.

Meðal þátttakenda í AMYLOMICS er franska fyrirtækið Roquette Frères, sem er eitt hið stærsta í Evrópu í framleiðslu sterkju og afleiddra afurða, með ársveltu upp á um 7 milljarða evra. Roquette Frères fær ensím, sem þróuð verða í verkefninu, til prófunar og nýsköpunar í framleiðslu sinni.

  • Dr. Guðmundur Óli Hreggviðsson, fagstjóri hjá Matís, verður  verkefnisstjóri. Tvö önnur íslensk fyrirtæki, taka beinan þátt í verkefninu, Roche Nimblegen og Prokazyme.

14 stig af 15 mögulegum í faglegu mati!

Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, segir að verkefnin tvö og stuðningur ESB við þau séu góð tíðindi fyrir íslenskt vísindasamfélag og viðurkenning fyrir Matís:

„Rannsóknarstyrkir ESB eru afar eftirsóttir og mikil samkeppni er um þá. EcoFishMan hlaut 14 stig af 15 mögulegum í mati fagnefndar ESB, sem er frábær árangur og skilaði verkefninu í hús hjá Matís og samstarfsaðilum. Með þessu festum við okkur enn frekar í sessi í alþjóðlegu vísindasamstarfi og svo er auðvitað sérstakur fengur að því fyrir Íslendinga að fá nú verulega fjármuni inn í samfélagið erlendis frá á þessum samdráttar- og niðurskurðartímum.“

Nánar um EcoFishMan
Sameiginleg fiskveiðistefna Evrópusambandsins skilar ekki þeim árangri sem til er ætlast af henni. Nægir að nefna að hátt í 90% fiskistofna í lögsögu ESB-ríkja eru ofveiddir og þriðjungur stofnanna er í útrýmingarhættu vegna þess að þeir ná ekki að endurnýjast. Brottkast er stórfellt vandamál, til dæmis er áætlað að 30-55% þorskafla úr Norðursjó sé fleygt fyrir borð.

Eitt af markmiðum EcoFishMan verkefnisins er að greina það sem vel hefur tekist í íslenskri fiskveiðistjórnun og „flytja úr landi“. Jafnframt því er horft til meira samstarfs við þá sem starfa að veiðum og vinnslu í sjávarútveginum.

Meðal íslenskra aðila, sem leitað verður til vegna faglegrar þekkingar eru  Fiskistofa, Samtök fiskvinnslustöðva, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Hafrannsóknastofnunin, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, Landssamband smábátaeigenda og nokkur íslensk fyrirtæki sem framleiða tæknibúnað fyrir sjávarútveginn, svo sem TrackwellVaki og Marel.

Nánar um AMYLOMICS
Líftækniverkefnið AMYLOMICS er hugmynd sérfræðinga Matís og Ísland verður að miklu leyti vettvangur þess. Fjölbreytileiki jarðhitasvæða á Íslandi er einstakur og mikil sérfræðiþekking á lífríki þeirra er til staðar hjá Matís. Verkefnið byggist á því að þróa tækni til að nýta þessa sérstöku  íslensku erfðauppsprettu, framleiða ensím með ákveðna, mikilvæga eiginleika og kanna möguleika til að nýta þau á ýmsum sviðum efna- og matvælaiðnaðar.

Meðal þátttakenda í AMYLOMICS er franska fyrirtækið Roquette Frères, sem er eitt hið stærsta í Evrópu í framleiðslu sterkju og afleiddra afurða, með ársveltu upp á um 7 milljarða evra. Roquette Frères fær ensím, sem þróuð verða í verkefninu, til prófunar og nýsköpunar í framleiðslu sinni.

Fyrirtækið Roche Nimblegen tekur einnig þátt í verkefninu og mun í samvinnu við Matís þróa og endurbæta aðferðir til að ná erfðavísum úr lífríki hvera.      

Nánari upplýsingar: Sjöfn Sigurgísladóttir forstjóri, sími 858 5119.

Fréttir

Doktorsvörn frá Matvæla- og næringarfræðideild Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands

Miðvikudaginn 30. júní kl. 15.00 fer fram doktorsvörn frá Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.  Þá ver Mai Thi Tuyet Nga matvælafræðingur doktorsritgerð sína. Vegna breytinga á hátíðasalnum fer vörnin frami í sal 105 á Háskólatorgi. 

Yfirlit

„Efld gæðastjórnun á ferskum fiski með bættri vörustjórnun og rekjanleika frá veiðum og til neytenda.“ (Enhancing quality management of fresh fish supply chains through improved logistics and ensured traceability) er heiti doktorsritgerðarinnar.

Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í sal 105 á Háskólatorgi og hefst kl. 15:00.

Andmælendur eru Dr. Morten Sivertsvik , „Forskningsleder“ við Nofima í Stavanger og Dr. Hjörleifur Einarsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.

Leiðbeinendur og í doktorsnefnd voru eftirfarandi Sigurjón Arason dósent við Háskóla Íslands og yfirverkfræðingur hjá Matís ohf, Dr. Gunnar Stefánsson dósent við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild við Háskóla Íslands, Dr. Sigurður G. Bogason sérfræðingur við Háskóla Íslands og Dr. Sveinn Margeirsson sviðstjóri hjá Matís ohf.

Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna veitti Mai Thi Tuyet Nga námsstyrk og Matís ohf. veitti rannsókn hennar aðstöðu. Rannsóknin tilheyrði verkefnunum CHILL-ON (project no. FP6-016333-2) styrkt af 6. rammaáætlun Evrópusambandsins og Hermun kæliferla sem er styrkt af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi, Tækniþróunarsjóði og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands.  

Ágrip úr rannsókn: „Efld gæðastjórnun á ferskum fiski með betri skipulagningu og rekjanleika frá veiðum og til neytenda.“

Markmið verkefnisins var að: Efla gæðastjórnun á ferskum fiski með betri skipulagningu og endurbættum rekjanleika frá veiðum og til neytenda.  Hluti af rannsóknunum var að fá yfirlit yfir þekkingu forstöðumanna fyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi á rekjanleika og kostnaðarmeðvitund þeirra á vali flutningaleiða og umbúða við ákvörðunartöku um val  á flutningaferlum fyrir sjávarafurðir.  Greining flutningaferla var nauðsynlegur hluti verkefnisins til þess að fá heildaryfirlit yfir stöðu greinarinnar  og flutningaferlanna. Niðurstaða greiningarinnar leiddi í ljós hvaða hlekki aðfangakeðjunnar væri hægt að bæta m.t.t. geymsluþols, verklags, búnaðar, umhverfisáhrifa o.fl.  Í verkefninu var rannsakað hvernig hitastig þróast í gegnum flutningakeðjuna bæði fyrir flug og sjó; flakavinnslu, forkælingu, áhrif mismunandi umbúða, – virkni geymslna og gáma og einnig við tilfærslur vöru í keðjunni.  Niðurstöður þessara verkþátta verkefnisins voru notuð til að meta hitaálag, sem afurðirnar urðu fyrir í ferlunum og notaðar til að spá fyrir um geymsluþol.  Afrakstur verkefnisins verður notaður við að taka ákvarðanir um hvaða ferla eigi að lagfæra í aðfangakeðjunni svo að það komi að mestu gagni við bestun á heildarferlinu. 

Kostir og gallar flug- og sjóflutnings fyrir ferskan fisk voru greindir.  Niðurstöður hitakortlagningar sýndu fram á mun stöðugra hitastig í gámaflutningi með skipum en með flugflutningi.  Einkum er hætta á hitaálagi í flugflutningskeðjum þegar vara flyst milli ólíkra hlekkja kælikeðjunnar.  Aðrir þættir aðfangakeðjunnar, sem geta haft áhrif á gæði og geymsluþol ferskfisks er forkæling fyrir pökkun, staðsetning kassa á bretti í tilfelli illa hitastýrðra kælikeðja og lengd keðjanna. 

TTI (Time Temperature Indicators) var einnig greint í verkefninu þar sem búnaður var prófaður fyrir ferskar fiskafurðir og notkun hans til að meta gæðamörk afurða. Gerðar voru prófanir á TTI í geymslutilraunum til að sannreyna hvort hraði gæðabreytinga afurða væru í samræmi við virkni TTI búnaðarins.

Doktorsritgerðin er byggð á sex vísindagreinum, þar af er ein grein nú þegar birtar í alþjóðlegu vísindariti og þrár aðrar samþykktar.

Mai Thi Tuyet Nga er fædd 23. desember 1971 í Víetnam. Hún lauk B.Sc. gráðu við  Department of Aquatic Products Processing Technology at Kaliningrad State Technical University (KGTU), Kaliningrad, Russian Federation árið 1995 og M.Sc. gráðu við „Faculty of Aquatic Products Processing”, Nha Trang University (NTU), Nha Trang, Vietnam árið 2000.  Mai Thi Tuyet Nga hefur verið kennari í matvælafræði síðan 1996 við Nha Trang University (NTU).  Mai Thi Tuyet Nga er gift Tran Quang Hung og þau eiga tvær dætur Tran Mai Linh og Tran Mai Khanh Huyen.

Mai Thi Tuyet Nga, sími: 00-354-8987821; 00-84-914074318   tölvupóstfang: maiceland@yahoo.com

Sigurjón Arason, aðalleiðbeinandi,  mailto:go@hi.is sigurjar@hi.is  (sími: 8585117)

IS