Fréttir

Aukin nýting og verðmætasköpun úr fiskpróteinum – doktorsvörn frá HÍ

Föstudaginn 10. september nk.  fer fram doktorsvörn við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.

Þá ver Gholam Reza Shaviklo matvælafræðingur doktorsritgerð sína  “Properties and applications of fish proteins in value added convenience foods”. (Eiginleikar og notkun fiskpróteina í tilbúin matvæli).

Eiginleikar og notkun fiskpróteina í tilbúin matvæli
Föstudaginn 10. september nk.  fer fram doktorsvörn við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.  Þá ver Gholam Reza Shaviklo matvælafræðingur doktorsritgerð sína  Properties and applications of fish proteins in value added convenience foods. (Eiginleikar og notkun fiskpróteina í tilbúin matvæli).

Andmælendur eru dr. Javier Borderias  frá Institudo del Frio í Madrid, Spáni og dr. Kristberg Kristbergsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinendur og í doktorsnefnd voru Guðjón Þorkelsson dósent við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og sviðsstjóri hjá Matís ohf, Sigurjón Arason dósent við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og yfirverkfræðingur hjá Matís ohf, dr. Sjöfn Sigurgísladóttir gestaprófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og forstjóri Matís ohf og dr. Kolbrún Sveinsdóttir sérfræðingur hjá Matís ohf.

Dr. Inga Þórsdóttir, prófessor og deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar, stjórnar athöfninni, sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands í Aðalbyggingu og hefst kl. 13:00.

Ágrip úr rannsókn
Markmiðið með verkefninu var á auka nýtingu og verðmæti hráefna og þægindi neytenda með þróun tilbúinna matvæla úr fiskpróteinum.

Rannsakað var hvernig hægt er að vinna og nýta einangruð fiskprótein sem íblöndunarefni í tilbúin matvæli.  Bæta þurfti frostvarnaefnum í blaut einangruð prótein úr  ýsu fyrir frystingu í blokkir til tryggja stöðugleika þeirra við geymslu í frosti. Oxun fyrir og við vinnslu á einangruðum próteinum úr ufsa leiddi til mikillar þránunar í þurrkuðu dufti svo ekki var hægt að nota það til vöruþróunar. Þurrkun á ufsaholdi skoluðu og hreinsuðu upp úr vatni (surimi) var einnig rannsökuð.  Hægt reyndist að framleiða duft sem hentaði til vöruþróunar bæði með frost- og úðaþurrkun. Hægt var að bæta 7% af frostþurrkuðu ufsadufti í sprautað (extruded) maísnasl. Þróuð var svokölluð kótelettublanda með 30%  ufsadufti. Loks var prófað að bæta frostþurrkuðu ufsadufti í íranskan matarís. Enginn munur var á bragði, útliti og áferð íss með 0, 3 eða 5% ufsadufti eftir 2 mánaða geymslu við -18°C. Eftir það urðu breytingar  bragði, lykt og áferð. Vísindalegar og tæknilegar upplýsingar úr verkefninu eru mikilvægar og uppbyggilegar bæði fyrir áframhaldandi rannsóknir á nýtingu fiskpróteina og fyrir fyrirtæki sem hafa hug á að þróa tilbúin matvæli og nasl með íblönduðum fiskpróteinum. Þannig væri hægt að auka verðmæti vannýttra hráefna og um leið er þetta ein leið til að auka fiskneyslu í löndum eða á svæðum þar sem engar hefðir eru fyrir matreiðslu á ferskum eða frosnum fiski.

Doktorsritgerðin er byggð á átta vísindagreinum, þar af eru tvær þegar birtar í alþjóðlegu vísindariti og tvær aðrar samþykktar.

Sjávarútvegsskóli háskóla Sameinuðu þjóðanna veitti  Gholam Reza Shaviklo námsstyrk. Matís ohf, Iceoprotein hf, Iran Fisheries Research Organization (IFRO) og Iran Fisheries Organization (SHILAT)  í Teheran, Iran, SIPA Co., Qazvin, Iran,  Iran Fish Processing Research Centre (Anzali, Iran), veittu rannsóknum hans aðstöðu.  Rannsóknirnar í verkefninu tilheyrðu verkefnunum Propephealth in SEAFOODplus(project no. FP6-016333-2) styrkt af 6. rammaáætlun Evrópusambandsins og Heilsuvörur úr fiski sem er styrkt af Tækniþróunarsjóði.  

Um doktorsefnið
Gholam Reza Shaviklo er fæddur 11. nóvember 1968. Hann útskrifaðist með sína fyrstu háskólagráðu frá Matvæla- og næringarfræðideild Shahid Beheshti háskóla í Teheran árið 1992.   Hann stundaði framhaldsnám frá JICA í Japan og við Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna og varði mastersverkefni við Háskóla Íslands árið 2008. Hann hefur 20 ára starfsreynslu við eftirlits-, rannsókna- og þróunarstörf fyrir fiskiðnað í Íran og vinnur nú hjá Iran Fisheries Organisation (SHILAT) í  Teheran.

Nánari upplýsingar veitir Gholam Reza Shaviklo, sími: 698-1118 póstfang: shaviklo@gmail.com eða Guðjón Þorkelsson, leiðbeinandi,  sími: 858-5044, tölvupóstfang: gudjont@hi.is.

Fréttir

Starfsmenn Matís láta ekki sitt eftir liggja í Reykjavíkurmaraþoni – Matís heitir á sína starfsmenn og styður þannig við verðug málefni

Nokkrir starfsmanna Matís munu hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni sem fram fer á morgun. Hjá Matís er öflugur hópur hlaupara og er Björn Margeirsson þar fremstur meðal jafningja. Björn stefnir á að bæta besta tíma íslendings í heilu maraþoni í þessari braut.

Matís lætur á hverju ári ákveðna fjármuni renna til góðgerðamála og var ákveðið að nýta Reykjavíkurmaraþonið í ár til þess. Auk þess er það skýrt í starfsmannastefnu Matís að ýta undir heilsueflingu hjá starfsmönnum og því er alveg tilvalið að sameina þetta tvennt að þessu sinni í þessum árlega viðburði. Matís heitir því á hvern þann starfsmann sem hleypur fyrir góðgerðarfélag (sjá nánar á www.hlaupastyrkur.is).

Starfsmenn Matís sem taka munu þátt í hlaupinu á morgun eru þessir:

  • Björn Margeirsson hleypur 42,2 km og áætlar tæpar 2:30 klst. í það
  • Sveinn Margeirsson hleypur 21,1 km og áætlar tæpar 80 mín í það
  • Helga Gunnlaugsdóttir hleypur 21,1 km og ætlar að bæta sinn besta tíma
  • Steinar B. Aðalbjörnsson hleypur 10 km og áætlar tæpar 37 mín í það
  • Kolbrún Sveinsdóttir hleypur 10 km og ætlar sér að bæta sinn besta tíma
  • Sigríður Sigurðardóttir hleypur 10 km og ætlar sér að bæta sinn besta tíma
  • Hörður G. Kristinsson hleypur 3 km og ætlar sér að bæta sinn besta tíma

Matís óskar hlaupurunum góðs gengis og hvetur alla til að fara á síðuna www.hlaupastyrkur.is og láta gott af sér leiða.

Fréttir

Breytileiki í eiginleikum makríls

Makríll hefur á síðustu árum veiðst í miklu magni innan íslenskrar lögsögu.  Nýlega hófst verkefni þar sem aflað verður þekkingar um breytileika í efna-, eðlis- og vinnslueiginleikum makríls.

Mat á breytileika í eiginleikum makríls eftir árstíma og geymsluaðstæðum
Markmiðið er að byggja upp þekkingargrunn sem nýtist til að bæta nýtingu og verðmæti makríls sem veiðist á Íslandsmiðum.

Hlýnandi sjór við strendur Íslands er talin meginástæða þess að makríll gengur í auknum mæli inn í íslenska lögsögu.  Staða stofnsins er ágæt og verði hann nýttur til framtíðar með ábyrgum hætti mun hann skila af sér miklum verðmætum.  Meirihluti aflans er í dag nýttur í mjöl- og lýsisvinnslu, en aðeins lítill hluti aflans er í dag notaður til manneldis. 

Aukin þekking á ástandi og vinnslueiginleikum makríls eftir árstímum og veiðisvæðum mun nýtast til að koma á skilvirkari flokkunar á aflanum, til að bæta meðhöndlun aflans og til að auðvelda ákvarðanatöku um vinnsluleiðir.  Til þess að ná góðum árangri við nýtingu makríls til manneldis í landi þarf að beita réttu verklagi við veiðar, við kælingu aflans og að viðhalda geymsluhitastigi frá veiðum og þar til vinnsla hefst.  Aukning í vinnslu makríls til manneldis mun skila auknum verðmætum samanborið við mjöl- og lýsisafurðir. 

Þátttakendur í verkefninu eru Síldarvinnslan hf., Ísfélag Vestmannaeyja hf., HB Grandi hf., Vinnslustöðin hf., Eskja hf., Skinney – Þinganes hf., Samherji hf., Gjögur hf., Loðnuvinnslan h.f, Huginn ehf og Matís ohf.

Verkefnið er styrkt af AVS og er til 1 árs.  Nánari upplýsingar veita Sigurjón Arason, sigurjon.arason@matis.is, og Kristín Anna Þórarinsdóttir, kristin.a.thorarinsdottir@matis.is, Matís ohf.

Fréttir

Verður íslenska mysan vinsælasta innihaldsefnið í fæðubótarefnum?

Sigrún Mjöll Halldórsdóttir, starfsmaður Matís, var í viðtali á Rás 2 nú fyrir stuttu þar sem hún fjallaði um heilnæmi mysu og sóknarfæri fyrir fyrirtæki í mjólkuriðnaði að nota íslenska mysu til matvælaframleiðslu og þá sérstaklega til framleiðslu á fæðubótarefnum.

Viðtalið má nálgast hér (tæplega 3/4 inn í viðtalinu).

Grein Sigrúnar Mjallar um mysu má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir Sigrún, sigrun.m.halldorsdottir@matis.is.

Fréttir

Notkun á innlendri orku eingöngu til framleiðslu á fiskimjöli – rafþurrkun á fiskmjöli

Nýlega hófst verkefni sem miðar að því að nýta rafmagn til að hita loft fyrir þurrkun á fiskmjöli á hagkvæman hátt.  Með því móti væri mögulegt að ná því markmiði sjávarútvegsins að nýta eingöngu innlenda orku við framleiðslu fiskmjöls og draga verulega úr innflutningi á olíu til landvinnslu.

Flestar íslensku fiskmjölsverksmiðjurnar voru byggðar á síldarárunum (1950-1965). Á þeim árum var orðið orkusparnaður nær óþekkt hugtak og olíuverð lágt, miðað við það sem það er nú til dags. Í fiskimjölsiðnaðinum hafa verið notaðir eldþurrkarar, loftþurrkarar og gufuþurrkarar. Notkun á eldþurrkurum fer þó minnkandi, þar sem bæði loft og gufuþurrkarar skila auknum gæðum í lokaafurð ásamt því að vera hagkvæmari í rekstri með tilliti til umhverfismengunar, orkunotkunar og vinnslustjórnunar.

Í verkefninu er ætlunin að skipta út búnaði sem hitar loft fyrir óbeina loftþurrkara. Eins og staðan er nú til dags er loft hitað með því að brenna olíu í umframmagni af lofti og hita upp hringrásað þurrkloft í varmaskipti. Þar sem olíuverð hefur hækkað undan farin ár vegna gengisbreytinga og hækkunar á heimsmarkaði hafa forsendur þess að nota olíu breyst. Einnig hefur aukin umhverfisvitund ýtt undir notkun endurnýtanlegra orkugjafa í stað jarðefnaeldsneytis. Mikill munur er á orkukostnaði á milli rafhitarans og eldsneytishitarans, því er talið að töluverður fjárhagslegur sparnaður sé fólginn í því að nota rafmagn til þurrkunar í stað svartolíu.

Rafvæðingu fiskmjölsverksmiðja felur einnig í sér  tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg að taka afgerandi forystu á heimsvísu í loftslagsmálum. Þannig reiknar aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum með að með rafvæðingu fiskmjölsframleiðslunnar mætti spara losun gróðurhúsalofttegunda upp á 25-50 Gg, en samkvæmt henni þarf það markmið að nást fyrir árið 2020.

Þátttakendur í verkefninu eru Héðinn hf.HB-Grandi hf. og Matís ohf.

Verkefnið er styrkt af AVS og er til 1 árs. Verkefnistjóri er Gunnar Pálsson hjá Héðinn hf.   Nánari upplýsingar veitir Sigurjón Arason hjá Matís ohf., sigurjon.arason@matis.is.

Fréttir

Fagur fiskur – sjónvarpsþættir með meira áhorf en fréttir

Hugmyndin að þáttunum kviknaði hjá Gunnþórunni Einarsdóttur matvælafræðingi hjá Matís og Brynhildi Pálsdóttur vöruhönnuði. Þættirnir eru sýndir á RÚV á sunnudagskvöldum kl. 19:35, og hafa það að markmiði að kynna fyrir áhorfendum alla þá ótrúlegu möguleika í því frábæra hráefni sem finnst í hafinu í kringum landið.

Mastersverkefni Gunnþórunnar í matvælafræði við Háskóla Íslands fjallaði um stöðu fiskneyslu hjá ungu fólki á Íslandi. Niðurstöður verkefnisins sýndu að mikil þörf væri fyrir að efla bæði þekkingu fólks og neyslu þess á sjávarfangi.

Út frá þessu verkefni kviknaði sú hugmynd að gera sjónvarpsþætti þar sem sjávarfang landsins væri í aðalhlutverki. Þær Gunnþórunn og Brynhildur fengu Svein Kjartansson matreiðslumann, Áslaugu Snorradóttur ljósmyndara og Sagafilm í lið með sér til þess að láta hugmyndina verða að veruleika. Hugmyndin var þróuð áfram og útfærð af Áslaugu, Sveini og Hrafnhildi Gunnarsdóttur leikstjóra hjá Sagafilm.

Gerð þáttana var styrkt af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi.

Hægt er að nálgast uppskriftir, fróðleik og horfa á þættina á heimasíðunni www.fagurfiskur.is, einnig er hægt að kíkja á Facebook síðu þáttanna.

Fréttir

Verðmætarýrnun vegna galla í saltfiskafurðum – vinnufundur Saltfiskframleiðenda, Sf., og Matís

Samtök fiskvinnslustöðva og Matís ohf. boða  til vinnufundar 17. september nk., þar sem formlega verður stofnaður hagsmunahópur saltfiskframleiðanda.  Megintilgangur fundarins er ræða stöðu greinarinnar og framtíðaráherslur í þróun og samstarf saltfiskframleiðenda.

Íslenskar saltfiskafurðir hafa verið eftirsóttar og áberandi á erlendum mörkuðum.  Mikilvægt er að íslenskir framleiðendur styrki stöðu sínu með öflugu samstarfi um sameiginleg hagsmunamál.

Í ljósi þess boða Samtök fiskvinnslustöðva og Matís ohf.  til vinnufundar í september 2010, þar sem formlega verður stofnaður hagsmunahópur saltfiskframleiðanda.  Megintilgangur fundarins er ræða stöðu greinarinnar og framtíðaráherslur í þróun og samstarf saltfiskframleiðenda.

Mikil þróun hefur átt sér stað í saltfiskverkun undanfarin ár.  Saltfiskverkun hefur þróast frá því að vera stæðusöltun þar sem lakara hráefni var nýtt til framleiðslu afurða, í að vera margskiptur ferill þar sem mismunandi söltunartækni er beitt til að ná æskilegri nýtingu og sem mestum gæðum.  Kröfur til hráefnisgæða hafa einnig gjörbreyst.  Þessir þættir auk breytinga í geymsluaðstæðum og flutningsferlum hafa skilað íslenskum framleiðendum ráðandi stöðu á þeim mörkuðum sem gefa hæst verð.  Útlit, þar með talinn blær skiptir verulegu máli í verðlagningu afurða ásamt stærðarflokkun.   

Saltfiskverkun er langt framleiðsluferli þar sem afurðagallar koma oft á tíðum ekki fram fyrr en liðið er á verkunartímann.  Sem dæmi má nefna gulumyndun, sem hefur gjarnan verið tengd of háu kopar- eða járninnihaldi í salti eða notkun kopars í vinnslubúnað og aðra hluti sem komast í snertingu við fiskinn.  Mikilvægt er að bregðast skjótt við aukinni gallatíðni af völdum gulu sem getur valdið íslenskum framleiðendum miklu fjárhagslegu tjóni þar sem kaupendur krefjast hárra skaðabóta.  Þá er ekki metinn til verðmæta sá skaði sem tengist ímynd íslenskra afurða. 

Í dag er framleiðsla og sala saltfiskafurða að mestu í höndum hvers og eins framleiðanda og að sama skapi hefur upplýsingamiðlun og samræming við framleiðslu afurða minnkað samanborið við þann tíma þegar SÍF var og hét.  Formlegu samstarfi milli framleiðenda er ætlað að efla upplýsingaflæði sem snýr að sameiginlegum hagsmunamálum framleiðenda.  Það er allra hagur að íslenskar afurðir séu almennt þekktar fyrir gæði og traust milli framleiðenda og kaupenda sé styrkt enn frekar.  

Öllum framleiðendum sem hafa vinnsluleyfi til saltfiskverkunar hefur verið sent fundarboð og formleg skráning á vinnufundinn fór fram í júní, síðastliðnum.  Enn er hægt að skrá þátttakendur og fá nánari upplýsingar um fundinn sem haldinn verður hjá Matís ohf um miðjan september.  

Nánari upplýsingar veitir Kristín A. Þórarinsdóttir, s: 422-5081, tölvupóstfang: kristin.a.thorarinsdottir@matis.is.

AVS­-Verknr.:  R 09065-09
Matís-Verknr.:  200-1963

Skýrslur

The effect of different cooling techniques on the quality changes and shelf life of whole cod (Gadus morhua)

Útgefið:

01/08/2010

Höfundar:

Hannes Magnússon, Kolbrún Sveinsdóttir, Lárus Þorvaldsson, María Guðjónsdóttir, Hélène L. Lauzon, Eyjólfur Reynisson, Árni R. Rúnarsson, Sveinn H. Magnússon, Jónas R. Viðarsson, Sigurjón Arason, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, the Technology Development Fund at the Icelandic Centre for Research and EU (contract FP6-016333-2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

The effect of different cooling techniques on the quality changes and shelf life of whole cod (Gadus morhua)

Tilgangur tilraunarinnar var að kanna áhrif þriggja mismunandi kæliaðferða á geymsluþol heils, slægðs þorsks: (i) Kæling með muldum plötuís, (ii) kæling með vökvaís, (iii) forkæling með vökvaís og síðan kæling með muldum plötuís. Fylgst var með hitastigsferlum með hitanemum í öllum hópum yfir geymslutímann. Sýni voru metin með skynmats-, örveru- og efnamælingum þá 10 daga sem fiskurinn var í geymslu. Niðurstöður örveru- og efnamælinga voru yfirleitt í góðu samræmi við niðurstöður skynmats. Samanburður á tilraunahópum leiddi í ljós að þorskur kældur með vökvaís hafði um tveggja til þriggja daga skemmra geymsluþol en hinir tveir hóparnir. Geymsluþol þorsksins var töluvert styttra en ýmsar fyrri rannsóknir hafa sýnt og þá sérstaklega í hópnum sem var kældur með vökvaís (aðeins 9-10 dagar). Nú liggur fyrir að þorskurinn sem var kældur með vökvaís var vanísaður um borð í veiðiskipinu miðað við hina tvo hópana. Auk þess var kæling við geymslu eftir löndun ekki eins góð og æskileg gæti talist en hitastigið sveiflaðist á milli 2-5 °C. Þetta gæti mögulega skýrt skemmra geymsluþol allra hópa miðað við fyrri rannsóknir.

The aim of this experiment was to investigate the effect of three different cooling methods on the storage quality of whole, bled gutted cod: (i) Cooled with crushed plate ice, (ii) cooled with liquid ice, (iii) pre-cooled in liquid ice and then cooled with crushed plate ice. The temperature history of each group was studied using temperature loggers. The samples were analysed with sensory, microbiological and chemical methods for up to 10 days from catch. The results from microbial and chemical measurements were generally in good agreement with the results from sensory evaluation. Comparison of the groups showed that the use of liquid ice instead of plate ice resulted in two to three day shorter shelf life than in the other two groups. The shelf life in this study was considerably shorter compared to previous studies with whole cod, especially in the experimental group where liquid ice was used for cooling (only 9-10 days). It is now known that the liquid iced group in this experiment was insufficiently iced on board the fishing vessel compared to the other two groups. Additionally, the ambient temperature in the cold room of the fish plant was relatively high and fluctuated between 2 – 5 °C during the storage period. This could possibly explain the shorter shelf life of all groups compared to some earlier studies.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of improved design of wholesale EPS fish boxes on thermal insulation and storage life of cod loins – simulation of air and sea transport

Útgefið:

01/08/2010

Höfundar:

Björn Margeirsson, Hélène L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Hannes Magnússon, Sigurjón Arason, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

EU (contract FP6-016333-2) Chill-on, AVS Fund of Ministry of Fisheries in Iceland (project no. R037-08), Technology Development Fund of the Icelandic Centre for Research (project. no. 081304508), University of Iceland Research Fund

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Effect of improved design of wholesale EPS fish boxes on thermal insulation and storage life of cod loins – simulation of air and sea transport

Markmið tilraunanna var að rannsaka hve vel tvær tegundir frauðkassa verja þorskhnakkastykki fyrir dæmigerðu hitaálagi í flugflutningskeðju frá framleiðanda á norðanverðu Íslandi til kaupanda í Evrópu. Notast var við hitamælingar, skynmat, efna- og örverumælingar til að bera frauðkassana saman og kanna mikilvægi staðsetningar flakabita innan kassa (horn og miðja). Að lokum var geymsluþol hnakkastykkja, sem urðu fyrir dæmigerðu flugflutningshitaálagi, borið saman við geymsluþol hnakkastykkja við stöðuga -1 °C geymslu sem er raunhæfur möguleiki við gámaflutninga með skipum. Nýi frauðkassinn, sem hannaður var með FLUENT varmaflutningslíkani, reyndist betri en eldri kassinn með tilliti til varmaeinangrunar. Hitaálagið á fyrsta degi tilraunarinnar olli því að hæsti vöruhiti í hornum hækkaði í 5.4 °C í eldri gerðinni en einungis í 4.5 °C í þeirri nýju. Munur milli hæsta vöruhita í miðjum og hornum kassa var um 2 til 3 °C. Með skynmati var sýnt fram á að geymsla í nýja frauðkassanum leiddi til tveggja til þriggja daga lengra ferskleikatímabils og eins til tveggja daga lengra geymsluþols m.v. geymslu í eldri frauðkassanum. Munurinn milli kassanna var þó ekki staðfestur með efna- og örverumælingum. Staðsetning innan kassa (horn og miðja) hafði ekki marktæk áhrif á niðurstöður skynmats og var einungis um lítinn mun að ræða milli staðsetninga í mælingum á TVB-N og TMA. Hermun flug- og sjóflutnings (hitasveiflur og stöðugur hiti) leiddi í ljós að fyrir vel forkælda þorskhnakka má vænta eins til fimm daga lengra ferskleikatímabils og um þriggja til fimm daga lengra geymsluþols í vel hitastýrðum sjóflutningi miðað við dæmigerðan flugflutningsferil frá Norðurlandi. Þar sem sjóflutningur frá Íslandi tekur oft um fjórum til fimm dögum lengri tíma en flugflutningur (háð m.a. vikudegi og staðsetningu vinnslunnar) sýnir þetta að sjóflutningur er raunhæfur möguleiki fyrir íslenska ferskfiskframleiðendur. Með notkun á nýju frauðkössunum í flugflutningi á fiskurinn þó eftir lengra ferskleikatímabil þegar hann kemst í hendur kaupenda erlendis en í skipaflutningi.

2. útgáfa, mars 2011

Í fyrri útgáfu skýrslunnar þótti ekki nógu skýrt koma fram að sá umhverfishitaferill, sem líkja átti eftir sjóflutningi, miðaðist í raun við nokkurn veginn bestu mögulegu aðstæður í sjóflutningskeðjum ferskra fiskafurða frá Íslandi. Hitamælingar í kæliverkefnunum Hermun kæliferla og Chill-on hafa sýnt fram á að forflutningi innanlands fylgir oft óæskilegt hitaálag í nokkrar klst. hvort sem um er að ræða flug- eða sjóflutningskeðjur. Til þessa hitaálags var tekið tillit í tilfelli flugkeðjunnar en ekki sjóflutningskeðjunnar í fyrstu útgáfu skýrslunnar. Mest áhersla var á lengd geymsluþols í fyrri útgáfu skýrslunnar en bætt er við umfjöllun um ferskleikatímabil í nýrri útgáfu hennar.

The aim of the study was to investigate the performance of two different types of EPS boxes in protecting pre-chilled, fresh fish products subjected to temperature conditions, which are likely to occur during air- and land based, multimodal transport from a processor in North-Iceland to a wholesaler in Europe. The performance of the EPS boxes was evaluated by means of temperature monitoring, chemical- and microbial measurements and finally sensory evaluation. Furthermore, effect of fillet positions inside the wholesale fish packages (corner vs. middle) were investigated by means of the aforementioned methods. Finally, the shelf life of the air-transported simulation fish loins was compared to the shelf life of fish loins stored at around -1 °C, which can be achieved during non-interrupted and well temperature-controlled, containerised sea transport. The new box, designed with a numerical FLUENT heat transfer model, proved to be better with regard to thermal insulation than the old box. The thermal load during the first day of the experiment caused the maximum product temperatures in the bottom corners of the top and second top to rise to 5.4 °C and 4.5 °C for the original and new boxes, respectively. The maximum temperature in the middle of the boxes was around 2 to 3 °C lower than the maximum temperature in the bottom corners. According to sensory evaluation, storage in the new boxes resulted in approximately two to three days longer freshness period and one to two days longer shelf life than storage in the old boxes. The difference between the two box types is not as clear with regard to chemical and microbial measurements.

The sampling location (corner versus middle), did not significantly affect the sensory quality and only minor differences were noticed in TVB-N and TMA between sampling locations in the new box. Comparing the steady and dynamic storage in the old boxes it can be concluded that the increased freshness period (around 1-5 days) and shelf life (around 3-5 days) at steady temperature could compensate for the longer transport time by sea instead of air freight. This makes containerised sea transport a worthy choice for Icelandic fresh fish manufacturers depending on the week day and location of processing. However, for maximum remaining freshness period at the time of delivery to the buyer in Europe the results showed that air transport with the new boxes is the more advantageous transport mode relying on shorter transport time and improved thermal protection of the new boxes.

Skoða skýrslu

Fréttir

Vinnufundur um línuveiðar

Matís, Nofima, Háskólinn í Tromsö og Havstovan í Færeyjum standa fyrir vinnufundi um línuveiðar 19. og 20. október næstkomandi hér á Íslandi.

Á vinnufundinum verður hugað að virðiskeðju línufisks með tilliti til veiða, vinnslu, markaðssetningar, gæða og umhverfisáhrifa.  Á fundinum munu sérfræðingar á þessum sviðum halda framsögu og á eftir fara fram umræður með þátttakendum.  Þess er vænst að fundurinn muni leiða saman þá er koma að virðiskeðju línufisks á Norðurlöndunum og muni greiða fyrir samstarfi þeirra á milli í komandi framtíð.

Vinnufundurinn verður haldinn að Gullhömrum, Þjóðhildarstíg 12, 113 Reykjavík

Þátttaka er öllum heimil og gjaldfrjáls.

Dagskrá vinnufundarins má sjá hér.

Allar nánari upplýsingar veitir Jónas Rúnar Viðarsson jonas.r.vidarsson@matis.is

IS