Skýrslur

Sjóvinnsla á þorskalýsi / On-board liver oil processing

Útgefið:

06/09/2018

Höfundar:

Marvin Ingi Einarsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Sjóvinnsla á þorskalýsi / On-board liver oil processing

Verkefnið Sjóvinnsla á þorskalýsi snýst um að kanna hvort rekstrargrundvöllur sé fyrir lýsisvinnslu úr þorsklifur um borð í frysti- og ísfisktogurum. Í því felst samantekt á öllum kostnaði við vinnsluna ásamt fjárfestingakostnaði. Niðurstöðurnar voru teknar saman í rekstrarreikning. Að auki var fjallað um fullvinnsluferil á lýsi til manneldis og mat lagt á markaðsvirði þess. Niðurstöður verkefnisins gáfu til kynna að ekki er arðbært að vinna einungis þorsklifur um borð í togurum en meiri hagnaður er af því að landa henni ferskri. Hins vegar, er hægt að auka hagnað verulega með því að vinna saman alla þorsk-, ufsa- og ýsulifur og enn meiri sé allt slóg unnið þ.m.t. lifrin. Meiri hagnaður er af vinnslu lýsis um borð í frystitogurum samanborið við ísfisktogara sé horft til þess að ísfisktogarar munu verða af tekjum byrji þeir að framleiða lýsi um borð. Það eru tekjur af lifur sem annars væri landað. Þetta á ekki við um frystitogara en mest öll lifur frá þeim fer í sjóinn í dag.

The task of this project is to explore whether there is an operating basis for processing cod liver into oil onboard freezer- and wet fish trawlers. This includes summarizing all costs in a profit loss account. The project also considers further refining of fish oil for human consumption and its market value. The results of this project indicated that it is not profitable to process only cod liver, as more profit is gained by landing the liver fresh. However, by processing liver from cod, saithe and haddock profits can be increased and even more if all the viscera including liver is processed as well. More profits are obtained from processing fish oil onboard freezer trawlers, compared to wet fish trawlers, considering lost revenue of previously landed liver. This does not apply to freezer trawlers as they don’t utilize liver.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effects of food container depth and coverage on the quality of superchilled rainbow trout

Útgefið:

01/09/2018

Höfundar:

Magnea Karlsdóttir, Erwan Queguiner, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund (R 17 016-17), Technology Development Fund (164698-1061)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

The effects of food container depth and coverage on the quality of superchilled rainbow trout

Ferskur eldisfiskur er almennt slægður og pakkað í frauðplastkassa með ís fyrir útflutning í kæligámum. Í ljósi þess að mikil þróun hefur átt sér stað hvað varðar ofurkælingu og jákvæð áhrif hennar á gæði fiskafurða, þá hafa aðrar hagkvæmari og umhverfisvænni pökkunarlausnir verið skoðaðar, þar á meðal einangruð matvælaker. Meginmarkmið verkefnisins var að meta áhrif mismunandi pökkunaraðferða á gæði fersks regnbogasilungs. Slægðum fisk með haus var pakkað í frauðplastkassa og einangruð ker af mismunandi dýpt (29-60 cm). Auk samanburðar á misdjúpum kerum, þá voru mismunandi útfærslur við lokun á kerum einnig skoðaðar. Fylgst var með tilraunafiskum efst og neðst í hverju keri. Kerin voru geymd í hitastýrðu umhverfi við um -1 °C og gerðar mælingar eftir 8 og 13 daga frá pökkun. Sá fiskur sem pakkað var í frauðplastkassa var ýmist ofurkældur fyrir pökkun eða kældur á hefðbundinn hátt með ís. Það var gert til að meta áhrif ofurkælingar á ferskan regnbogasilung. Til að meta gæði regnbogasilungsins var fylgst með örveruvexti, áferð og losi í flökum. Niðurstöðurnar sýndu að þær pökkunarlausnir sem skoðaðar voru í verkefninu höfðu tiltölulega lítil áhrif á heildarörverufjölda, en ekki reyndist marktækur munur á milli tilraunahópa við lok geymslutímabilsins. Almennt var lítill sem enginn munur á milli hópa m.t.t. áferðar og loss í flökum. Aftur á móti sýndu niðurstöðurnar að nauðsynlegt er að loka kerunum, en tegund loks hafði ekki marktæk áhrif. Ofurkæling fyrir pökkun hafði marktæk áhrif á los. Fiskur sem var kældur á hefðbundinn hátt og pakkað í frauðplastkassa með ís hafði marktækt meira los samanborið við þegar hann var ofurkældur og pakkað í ker eða frauðplastkassa án íss. Niðurstöðurnar sýna að ekki er marktækur munur á milli frauðplastkassa og kera af mismunandi dýpt miðað við þær gæðabreytur sem skoðaðar voru í þessu verkefni. Þær gefa því til kynna að flutningur á ofurkældum regnbogasilungi í kerum er raunhæfur möguleiki m.t.t. stöðuguleika hráefnisins og afurðargæða.

The overall aim of the study was to explore the effects of different packaging solutions on the quality of fresh rainbow trout. Different packaging methods included expanded polystyrene boxes (EPS), insulated food containers of 29 to 60 cm depth with various combination of covers. Each container was split up into two groups, top- and bottom layer. Both fish chilled on ice and superchilled fish were considered. Microbial growth and sensory characteristics (fillet gaping, softness and elasticity) were used to evaluate the quality of the rainbow trout fillets after 8 and 13 days of storage at around -1 °C. The different packaging solutions had no effects on the microbial quality of the fish. Moreover, no listeria activity was detected. Sensory evaluation showed minor differences between containers of different depths and/or EPS boxes, as well as between top and bottom layers. However, the presence of cover proved to be of great importance, but the type of cover turned out to be not relevant. The effects of superchilling before packaging on fillet gaping was evident in present study since fish packed in EPS box with ice resulted in more gaping than superchilled fish packed in EPS boxes and/or containers without ice.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effects of food container depth on the quality and yield of superchilled and iced Atlantic salmon / Áhrif dýptar matvælaumbúða á gæði og nýtingu ofurkælds og ísaðs eldislax

Útgefið:

01/09/2018

Höfundar:

Rúnar Ingi Tryggvason, Magnea Karlsdóttir, Björn Margeirsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS R&D Fund (R 17 016-17), Technology Development Fund (164698-1061), The Icelandic Student Innovation Fund (185693- 0091)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

The effects of food container depth on the quality and yield of superchilled and iced Atlantic salmon / Áhrif dýptar matvælaumbúða á gæði og nýtingu ofurkælds og ísaðs eldislax

Markmið verkefnisins var að bera saman gæði eldislax, sem var annarsvegar ísaður og hinsvegar ofurkældur, og geymdur í mismunandi umbúðalausnum. Misstór einangruð ker (32, 42 og 60 cm djúp) og EPS kassar voru notuð til að flytja og geyma eldislaxinn. Gæði voru rannsökuð eftir 4, 10 og 14 daga geymslu við ofurkældar aðstæður, þar sem lagt var mat á vatnstap, áferð, suðunýtingu og skynmatsþætti. Vatnstap á ofurkældum laxi var marktækt meira í dýpri umbúðum miðað við grynnri umbúðir eftir 10 til 14 daga geymslu við -1 °C. Ísaður lax geymdur í EPS tapaði minna vatni heldur en ofurkældur lax í EPS, líklega vegna ónákvæmrar hitastýringar við ofurkælingu. Skynmat, áferðarmælingar og suðunýting sýndu lítinn mun á laxi sem geymdur var í misdjúpum umbúðum. Ísför voru sýnilegri í ísuðum laxi geymdum í djúpum kerum miðað við EPS kassa. Los var sýnilegra í ísuðum laxi miðað við ofurkældan lax. Niðurstöðurnar útiloka ekki notkun djúpra kera við flutning og geymslu á ferskum laxi, en tilgreina ekki hámarksstærð umbúða. Stærð og rúmmálsnýting umbúða hefur áhrif á vatnstap og flutningskostnað. Ofurkæling getur haft marga kosti fyrir framleiðendur og neytendur en nauðsynlegt er að hafa góða stýringu á ofurkælingunni til að tryggja virkni hennar.

The aim of the study was to compare quality differences of farmed Atlantic salmon, both iced and superchilled, that was stored in different sized packaging solutions. Different sized insulated containers (32, 42 and 60 cm deep) as well as EPS boxes were used to transport and store the fish. The quality was evaluated after 4, 10 and 14 days of storage, where drip loss, texture, cooking yield and sensory evaluation were performed. Increased container depth significantly increased the drip loss of superchilled salmon during 10 to 14 days storage at -1 °C. Iced storage of salmon in EPS resulted in less drip loss compared to superchilled salmon stored in EPS, most likely due to uncontrolled superchilling conditions. Sensory evaluation, texture analysis and cooking yield did not reveal any major differences between salmon stored in containers of different depths. In case of iced salmon, pressure marks were more prominent with increased depth of containers. Gaping was more noticeable in iced salmon compared to superchilled salmon. The results did not rule out the use of large insulated containers, but they do not specify the maximum recommended depth of containers intended for salmon packaging. The size and volume of packaging containers affect drip loss as well as transportation costs. Superchilling of fresh foods can have many benefits for producers and consumers but a controlled and optimised superchilling process is needed to ensure its effectiveness.

Skoða skýrslu

Fréttir

Töluverð umfjöllun um stöðu íslenskra bænda

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Undanfarið hefur verið töluverð umfjöllun um stöðu íslenskra bænda, þá sérstaklega sauðfjárbænda, og var til dæmis mjög góð frétt á RÚV fyrr í vikunni. Lágt afurðaverð og erfitt rekstrarumhverfi gerir það að verkum að margir bændur ná ekki endum saman með því fyrirkomulagi sem nú er við lýði hér á landi.

Í þessu ljósi er mikilvægt að líta til þess hvað bændastéttin sjálf getur gert og ekki síður hvað íslensk stjórnvöld geta gert til þess að bændur hafi betri tækifæri til að stunda sinn rekstur með ábátasömum og sjálfbærum hætti. Ýmislegt er hægt að gera, sem ekki þarf að kosta íslenska ríkið nokkuð, og má þar nefna fyrst breytingar á íslensku laga- og reglugerðaumhverfi.

Bændur hafa lengi kallað eftir rýmri reglum er snúa að heimaslátrun og vinnslu verðmætra afurða heima á býli. Heimaslátrun er leyfði í dag en ekki er heimilt að selja eða dreifa afurðum af þeim dýrum sem slátrað hefur verið heima. Nýtt hugtak, örslátrun, er heimaslátrun sem er tiltölulega lítil í umfangi, en heimilt er að selja og dreifa verðmætum afurðum til almennings. Slíkt mun skapa heilmikla tekjumöguleika fyrir bændur, ekki síst fyrir þær sakir að ferðamenn sem sækja Ísland heim hafa mikinn áhuga á því að kaupa afurðir milliliðalaust af bændum. Til þess að breytingar á lögum og reglum sem heimila slíkt geti átt sér stað er mjög mikilvægt að áhættumat sé framkvæmt. Neytandinn á alltaf að njóta vafans og því er mikilvægt að fá upplýsingar um mögulega hættu sem fylgir því að leyfa örslátrum heima á býli með dreifingu eða sölu í huga. Reyndar er það svo að slík slátrun er nú þegar leyfð til dæmis í Þýskalandi með góðum árangri.

Matís hefur í gegnum tíðina stutt við bakið á bændum í viðleitni bænda til nýsköpunar og hafa fjölmörg verkefni verið unnin með fjárstuðningi frá hinum ýmsu opinberum sjóðum.

Má þar nefna sem dæmi:

Til að tryggja gæði kjötsins:

  • Áhrif kynbóta og meðferðar fyrir og eftir slátrun á gæði lambakjöts. Í samstarfi við LBHÍ; RML og H.Í (og SLU).
  • Ráðgjöf um rétta meðhöndlun frá fjalli á borð neytenda til að tryggja að gæði kjötsins.

Vöruþróun og aukin verðmæti kindakjöts:

  • Þróun á hráum og gerjuðum pylsum úr kindakjöti
  • Ráðgjöf fyrir Markaðsráð kindakjöts
  • Vöruþróun sem liður í nýsköpun norræna lífhagkerfisins
  • Aðkoma að uppbyggingu handverksláturhúss að Seglbúðum

Fræðsla og starfsþjálfun

Kjötbókin – www.kjotbokin.is Matís fræðsla á netinu – matis.online/

  • Heimavinnsla kindakjöts. Allur pakkinn

Sjö afmörkuð námskeið:

  • Örverur í kjöti
  • Slátrun og kjötmat
  • Sögun, úrbeining og marinering
  • Söltun og reyking
  • Hráverkun og pylsugerð
  • Umbúðamerkingar matvæla og pökkun
  • Leyfismál, gæðahandbók, innra eftirlit og stofnun fyrirtækja

Kennsla við LBHÍ

  • Búvísindadeild – Gæði og vinnsla búfjárafurða
  • Bændadeild – Heimavinnsla

Til að tryggja öryggi neytenda

  • Rannsókn á magni Fjölhringa kolvetnasambanda (PAH) í hefðbundnu reyktu hangikjöti

Magn og áhrif vinnsluþátta á magn fjölhringa kolvetnasambanda (PAHs) var rannsakað.  Mæliaðferð var breytt svo hún varð áreiðanlegri, fljótlegri og hagkvæmari. Styrkur benzo[a]pyrene (BaP) and ∑PAH4 í sneiðum af hangikjötslærum var í öllum tilvikum undir hámarksgildum í reglugerð Evrópusambandsins (EU) 835/2011. Engin munur var í styrk PAHs í hangikjöt úr kjötvinnslum og frá smáframleiðendum. Hægt er að minnka áhættuna á að komast í snertingu við PAH efni í hangikjöti með því reykja í stuttan tíma, skera yfirborð kjötsins frá fyrir neyslu og með því að sía reykinn með grisju. Samsetning reykgjafa og reykaðferð hafði mest áhrif á breytileikann í styrk PAH efna í hangikjöti.

Matarlandslagið

Matís vinnur nú að verkefni sem felst í kortlagningu á matarlandslagi Íslands á veflægu formi. Í því felst að unnin er heildarskrá yfir frumframleiðslu á Íslandi og mun kallast Matarlandslagið á íslensku en EatIceland á ensku. Skráin mun sýna fjölda frumframleiðenda og dreifingu þeirra um landið myndrænt á vefnum og hægt verður að flokka þá eftir ýmsum breytum og skoða frekari upplýsingar um hvern þeirra. Matarlandslagsvefurinn fer í loftið fljótlega. 

Stefnumót hönnuða og bænda

Stefnumót hönnuða og bænda var nýsköpunarverkefni Listaháskóla Íslands, í samstarfi m.a. við Matís, þar sem vöruhönnuðum og bændum var teflt saman með það að markmiði að þróa matarafurðir í hæsta gæðaflokki.

Rannsóknarverkefnið byggðist á þverfaglegri samvinnu þar sem hönnunarteymið og býlið vinna með sérfræðingum Matís, matreiðslumeisturum og Innovit. Í ferlinu er mikið lagt upp úr því að skapa vörunni sterka sérstöðu og heildarupplifun.

Stefnumót hönnuða og bænda

Og fleira

Ítarefni um landbúnaðartengd verkefni unnin í samstarfi við Matís

Fréttir

Bygg er sérstakt

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Bygg er forn korntegund sem hentar til ræktunar á norðlægum slóðum. Byggið býður upp á aukna sjálfbærni í landbúnaði og matvælaframleiðslu. 

Neytendur og ekki síst ferðamenn sækjast eftir vörum úr héraði, uppruninn og sagan skiptamáli. Matvælaframleiðendur leita að sérstöðu, vörum sem skera sig úr fjöldanum. Byggið getur þjónað þessum tilgangi. 

Meira um bygg á norðlægum slóðum.

Fréttir

Kanna hagkvæmni vinnslu á lýsi um borð

Í Matís er unnið að verkefninu „Sjóvinnsla á þorskalýsi“. Markmið verkefnisins er að kanna hagvæmni þess að vinna lifur í hágæða þorskalýsi beint eftir vinnslu um borð.

Forskot þessarar vinnslu samanborið við landvinnslu er sá að hráefnið gæti ekki verið ferskara en beint eftir veiðar, á móti landvinnslunni sem þarf oftar en ekki að vinna með 3-4 daga gamalt hráefni. Þetta gæti einnig gert frysti- og ískfisktogurum kleift að fá hærra verð fyrir lifrina. 

Verkefnið stendur yfir í júní – september 2018 og er styrkt af AVS.

Fréttir

Finnast sníkjudýr í öllum innfluttum hundum og köttum á Íslandi?

Ný grein var  að koma út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural SciencesÞar kemur fram að sníkjudýr hafi verið staðfest í innfluttum hundum og köttum á Íslandi á árunum 1989 – 2017.

Innflutningsbanni á hundum var aflétt 1989 og síðan er innflutningur á hundum og köttum leyfður að uppfylltum skilyrðum um heilbrigði og einangrun í ákveðinn tíma. Frá 1989 fram til ársloka 2017 voru 3822 hundar og 900 kettir fluttir til landsins.

Dýrin hafa komið frá 67 löndum í öllum heimsálfum. Leit að innsníklum leiddi í ljós eina eða fleiri tegundir sníkjudýra í 10,6% hunda og 4,2% katta, óværa hefur fundist við komuna til landsins á 0,2% hunda og 0,2% katta. Alls hafa 18 tegundir innri sníkjudýra og sex tegundir óværu fundist í eða á innfluttum gæludýrum. Talið er að sex þeirra (þráðormur og fimm óværutegundir) hafi borist yfir í innlenda hunda eða ketti með gæludýrum sem enn voru smituð þegar einangrunarvist lauk. Tvær eða þrjár tegundanna virðast hafa náð fótfestu á Íslandi en talið er að tekist hafi að útrýma þremur þeirra.

Fréttir

Bændamarkaðurinn á Sveitasælunni 18. ágúst

Tengiliður

Rakel Halldórsdóttir

Sérfræðingur

rakel@matis.is

Boðið verður upp á fjölbreytt úrval úr matarkistu Skagafjarðar svo sem kornhænuegg, hunang, hákarl, kryddjurtir, pestó og nýsprottið útiræktað grænmeti auk alls konar fisk- og kjötmetis svo eitthvað sé nefnt. 

Bændamarkaðurinn sem hefur verið í Pakkhúsinu á Hofsósi í sumar, verður á stórsamkomunni Sveitasælunni í reiðhöllinni Svaðastöðum í Skagafirði frá kl. 10–17 laugardaginn 18. ágúst.  

Verkefnið er tilraunaverkefni á vegum Matís, í samvinnu við bændur og framleiðendur í Skagafirði. Sveitasælan er landbúnaðarsýning og bændahátíð og segir Rakel Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Matís sem kom bændamarkaðinum á fót í sumar.

Dagskráin verður hin glæsilegasta og allir ættu að finna eitthvað við hæfi. Þar má nefna húsdýragarð, Leikhópinn Lottu, Gunna og Felix, Hvolpasveitina, heitjárningar, smalahundasýning, kálfasýning, hrútadómar/hrútaþukl, og véla og fyrirtækjasýning, að ógleymdum Bændamarkaðnum sem vakið hefur athygli víða.           

Veitingasala verður á vegum Kiwanisklúbbsins Freyju, en allur ágóði rennur til góðra málefna í heimabyggð.

Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis!

Fréttir

Á meðal helstu frumkvöðla og brautryðjenda í Evrópu í sjálfbærri þróun

Verkefnið Metamorphosis er tilnefnt til EIT Innovators Awards 2018

Nýverið tilkynnti EIT (The European Institute og Innovation and Technology) þau verkefni og einstaklinga sem hlutu tilnefningu í ár til EIT verðlaunanna. Þar er horft sérstaklega til verkefna sem stuðla að nýsköpun með nýstárlegum vörum, verkefnum og þjónustu þar sem tekist er á við alþjóðlegar áskoranir eins og loftlagsmál, orkumál, matvæli og heilsu. Á meðal tilnefninga í ár er verkefnið Metamorphosis sem Birgir Örn Smárason hjá Matís leiðir.

Í verkefninu Metamorphosis er unnið að því að breyta lífrænum úrgangi í verðmætt hráefni til að nýta í fiskeldisfóður. Skortur á próteinríku fóðri hefur kallað eftir nýjum lausnum til að mæta vaxandi eftirspurn iðnaðarins. Yfir helmingur allra fisktegunda er nú ræktaður með fiskeldi og er líklegt að framleiðslan muni tvöfaldast á næstu 15 árum. Rannsóknir hafa sýnt að skordýr henta mjög vel í fóðurframleiðslu fyrir fisk, en margar skordýrategundir hafa þann eiginleika að geta breytt lífrænum úrgangi í fæðu sem er rík af fitum og próteinum. Verkefnið skoðar sérstaklega þróun á nýju fóðurhráefni sem unnið er úr skordýrum sem hægt væri að nýta til að bregðast við auknum próteinskorti í Evrópu með sjálfbærum hætti.


Verðlaunaafhendingin fer fram í Búdapest þann fjórða október næstkomandi á hinu árlega fumkvöðlamálþingi EIT, INNOVEIT . Tilnefningarnar eru alls 41 og samanstanda þær af helstu frumkvöðlum og brautryðjendum í Evrópu í sjálfbærri þróun.


Hér má sjá lista yfir allar tilnefningarnar í ár.

Fréttir

Rannsóknir í Surtsey

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Breytingar á nýju eldfjalli hafa ekki verið rannsakaðar annarstaðar í heiminum en í Surtsey. Þátttaka Matís í samstarfinu hverfist um rannsókn á landnámi lífvera einkum örvera.

Vísindamenn Matís voru í hópi vísindafólks sem fór í seinni leiðangurinn af tveimur í Surtsey sumarið 2018, og er nú unnið úr niðurstöðum en gögnin nýtast til margvíslegra rannsókna.

Í leiðangrinum var m.a. skoðað hvernig samfélag örvera verður til og þróast í berginu langt undir yfirborði jarðar við háan hita allt, eða að 80 gráðum.

Í þetta skiptið fóru vísindamenn frá NáttúrufræðistofnunLandbúnaðarháskólanum , Jarðvísindastofnun, Matís og ÍSOR auk meistara- og doktorsnema, tveggja erlendra vísindamanna og ljósmyndara.

Friðlandið Surtsey var samþykkt á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna árið 2008. Mikið er lagt upp úr því að raska ekki lífríki Surtseyjar við rannsóknirnar. Allir aðilar sem að verkefninu koma hafa fengið nákvæmar leiðbeiningar varðandi undirbúning og þær aðstæður sem þar eru til að tryggja lágmarks rask í aðdraganda þess að þeim var leyft að stíga í land í Surtsey.

IS