Fréttir

Greining hráefnis ísfisktogara með tilliti til vinnslueiginleika

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Hlynur Guðnason flytur meistarafyrirlestur í Meistarafyrirlestur í iðnaðarverkfræði í dag, mánudaginn 17. september kl. 15-17.

Markmið verkefnisins var að greina hráefni ísfisktogara sem koma með ofurkælt hráefni í land annarsvegar og hinsvegar ísfisktogara sem koma með hefðbundið hráefni í land geymt á ís og greina hvaða áhrif þessar tvær aðferðir höfðu á vinnslueiginleika hráefnis, greina hvort aldur hráefnis hefur áhrif á flakanýtingu og gallatíðni og hvernig hámarka mætti verðmæti þess afla sem kemur á land.

Verkefnið er tvískipt, í fyrri hluta verkefnisins var framkvæmd rannsókn á áhrifum kælingar þorsks á flakanýtingu og afurðaskiptingu í vinnslu HB Granda á Vopnafirði. Í öðrum hluta er síðan framkvæmd tölfræðileg greining á gögnum frá vinnslu HB Granda í Reykjavík til þess að svara því um hvernig hámarka megi nýtingu og gæði og lágmarka galla þess afla sem kemur á land.

Helstu niðurstöður verkefnisins eru þær að gerð kælingar virðist ekki hafa marktæk áhrif á flakanýtingu karfa og ufsa þar sem hún er að mestu háð þyngd og holdafari fisks. Sömuleiðis virðist gerð kælingar ekki hafa marktæk áhrif á gallahlutfall en gallahlutfall virðist einkum vera háð þyngd hráefnis og ástandi véla. Marktækur munur er á hlutfalli karfaflaka með rauða stirtlu milli skipa sem og einnig flakanýtingu ufsa eftir aldri hráefnis þegar hann er unnin og má því hámarka nýtingu með því að vinna fiskinn á þeim aldri ef sá möguleiki sé fyrir hendi.

Deild

Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild

Leiðbeinendur

Ólafur Pétur Pálsson, prófessor við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands og Sigurjón Arason, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og yfirverkfræðingur hjá Matís.

Prófdómari

Sveinn Víkingur Árnason, framkvæmdastjóri hjá Vínbúðinni

Hvenær

17. september 2018 frá kl. 15:00 til 17:00

Hvar

VR-II Stofa 157

Nánar

Allir velkomnir

Fréttir

Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnar fyrir árið 2019

Í framlögðu fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2019 er lagt til að fjárframlög Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins til Matvælarannsókna Matís verði skorin niður um 12% frá framlagi ársins 2018.

Gangi tillagan eftir mun þjónustusamningur Matís við Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið því lækka í 397,9 milljónir árið 2019. Þjónustusamningurinn nýtist meðal annars til fjármögnunar rannsókna- og þróunarverkefna til móts við styrki frá sjóðum, en samkvæmt rekstraráætlun ársins 2018 stefnir í að fjárlagaliðurinn standi undir 27% af tekjum Matís. Algengt er að sambærilegir aðilar erlendis sem stunda rannsóknir og þróun í þágu atvinnulífsins og samfélagsins njóti a.m.k. 35-50% fjármögnunar í beinum framlögum frá hinu opinbera.

Fréttir

Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna

Ert þú hjá fyrirtæki sem tekur þátt í nýsköpun, rannsóknum og/eða þróunarverkefnum? Fyrirtæki á sviði nýsköpunar og þróunar eiga möguleika á skattfrádrætti upp að ákveðnu marki af heildarkostnaði ár hvert sem fellur til vegna rannsókna- og þróunarverkefna.

Og það sem meira er, heildarkostnaður samþykktra verkefna má vera hærri ef fagþekking, þjónusta og innviðir öflugra rannsóknafyrirtækja eins og Matís eru nýttir.Með þessu er komið til móts við þá sem eru að taka sín fyrstu skref í virðisaukandi framleiðslu eða þjónustu.

Nánar

Skýrslur

Herring catch and products in Norway and Iceland 2010-2016

Útgefið:

11/09/2018

Höfundar:

Páll Gunnar Pálsson, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

Vöruþróunarsetur sjávarafurða

Herring catch and products in Norway and Iceland 2010-2016

Tilgangur þessarar skýrslu er að meta almenn og opinber gögn í virðiskeðju sjávarfangs með það í huga að greina verðmætasköpun og gera tilraun til að bera saman mismunandi virðiskeðjur. Því var ákveðið að bera saman nýtingu síldar í Noregi og á Íslandi. Meginástæða þess að skoða síldina í þessum löndum er að um líka framsetningu gagna er að ræða í báðum löndunum og að vinnsla fer fram með svipuðum hætti. Upplýsingarnar í löndunum báðum reyndust ekki þess eðlis að hægt væri að draga afgerandi ályktanir byggðar á þeim gögnum sem aðgengileg eru. Það er því nauðsynlegt að gera ýmsar úrbætur í gagnasöfnun og birtingu gagna ef sá kostur á að vera fyrir hendi að bera saman virðiskeðjur með áreiðanlegum hætti.

The purpose of this summary is to evaluate how public data from seafood value chains can be used to understand the dynamics of the seafood industry and benchmark different seafood value chains against each other. To do so, we have chosen to compare how herring catch is utilized in Norway and Iceland. The reason for choosing this species is good access to public data and the likeliness of production in those two countries. We have analysed what types of products are made from the available catch and identified the differences between the two countries regarding herring utilization. Based on the case of Norwegian and Icelandic herring value chains it is clear, that great improvements are needed in order to be able to use public data from seafood value chains to understand the dynamics of the seafood industry and benchmark different seafood value chains against each other.

Skoða skýrslu

Fréttir

Er gagn af opinberum gögnum?

Góð og sannreynd gögn eru nauðsynlegur grunnur áreiðanlegra upplýsinga til að tryggja rökstuddar ákvarðanir. Burtséð frá því hvaða ákvarðanir eru teknar og hvernig þær reynast, eru gögn og upplýsingar grunnur rökræðunnar. Mikilvægt er að gögn og upplýsingar byggi á samræmdum og stöðluðum aðferðum þannig að nýta megi þær af þekkingu.

Í sjávarútvegi sem og öðrum greinum er mikið magn gagna að finna, gagna sem eru grunnur að mörgum mikilvægum og afdrifaríkum ákvörðunum sem hafa áhrif á alþjóðasamskipti, samfélagið, fyrirtæki og einstaklinga.

Í þessu samhengi var ákveðið að meta afmörkuð opinber gögn um síldveiðar, vinnslu og verðmætasköpun í Noregi og Íslandi og reyna að meta hvort gögn sem birtast í opinberum gagnagrunnum þessara landa geti svarað nokkrum samanburðarspurningum með áreiðanlegum hætti.

Niðurstaðan er nokkuð skýr: Opinberar upplýsingar um afla er erfitt að tengja við opinberar upplýsingar um afurðir og verðmætasköpun með áreiðanlegum hætti. Skráning afurða í rétt tollskrárnúmer getur haft mikil áhrif, óstaðfestar upplýsingar um yfirvigt geta breytt samanburðinum umtalsvert o.s.frv.

Nauðsynlegt er að gera töluverðar úrbætur á allri virðiskeðju sjávarafurða varðandi skráningu og birtingu gagna ef sá möguleika á að vera til staðar að taka áreiðanlegar og rökstuddar ákvarðanir byggðar á bestri fáanlegri þekkingu hverju sinni. Líklegt má teljast að sama gildi um virðiskeðjur annarrar matvælaframleiðslu hér á landi.

Sjá skýrslu um virðiskeðju síldar í Noregi og á Íslandi

Ágrip

Tilgangur þessarar skýrslu er að meta almenn og opinber gögn í virðiskeðju sjávarfangs með það í huga að greina verðmætasköpun og gera tilraun til að bera saman mismunandi virðiskeðjur. Því var ákveðið að bera saman nýtingu síldar í Noregi og á Íslandi.

Megin ástæða þess að skoða síldina í þessum löndum er að um líka framsetningu gagna er að ræða í báðum löndunum og að vinnsla fer fram með svipuðum hætti.

Upplýsingarnar í löndunum báðum reyndust ekki þess eðlis að hægt væri að draga afgerandi ályktanir byggðar á þeim gögnum sem aðgengileg eru. Það er því nauðsynlegt að gera ýmsar úrbætur í gagnasöfnun og birtingu gagna ef sá kostur á að vera fyrir hendi að bera saman virðiskeðjur með áreiðanlegum hætti.

Tög: gögn, upplýsingar, virðiskeðja, síld

English summary

The purpose of this summary is to evaluate how public data from seafood value chains can be used to understand the dynamics of the seafood industry and benchmark different seafood value chains against each other. In order to do so, we have chosen to compare how herring catch is utilized in Norway and Iceland. The reason for choosing this species is good access to public data and the likeliness of production in those two countries. We have analysed what types of products are made from the available catch and identified the differences between the two countries regarding herring utilization.

Based on the case of Norwegian and Icelandic herring value chains, it is clear that great improvements are needed in order to be able to use public data from seafood value chains to understand the dynamics of the seafood industry and benchmark different seafood value chains against each other.

Tags: Data, benchmark, value chain, herring

Fréttir

Næsta námskeið: uppsetning og viðhald HACCP kerfa

Næsta námskeið hjá Matís fer fram 11. og 12. október nk. og eru efnistökin að þessu sinni Uppsetning og viðhald HACCP kerfa. Námskeiðið fer fram í húsakynnum Matís að Vínlandsleið 12.

Markhópur

Starfsmenn matvælafyrirtækja og sér í lagi þeir sem koma að matvælaöryggi fyrirtækjanna

Markmið

Að veita þeim sem vinna á einhvern hátt að HACCP kerfum dýpri skilning á uppsetningu kerfisins og hvernig því skal viðhaldið. Auk þess efla þekkingu á hugsanlegum líf-, efna- og eðlisfræðilegum hættum sem kunna að leynast í umhverfi matvæla og hvaða áhrif þær geta haft á öryggi þeirra.

Efni námskeiðs

Farið verður yfir forkröfur HACCP og hvernig þær styðja við hættugreiningu matvælafyrirtækja. Þá verður rætt um helstu líf-, efna- og eðlisfræðilegar hættur sem áhrif geta haft á öryggi afurða og hvernig þær tengjast hættugreiningu. Ítarlega verður farið yfir uppsetningu HACCP og tekin fyrir hagnýt dæmi um einstaka þætti við uppsetningu kerfisins.

Afrakstur námskeiðs

Að námskeiði loknu eiga þátttakendur að hafa öðlast skilning á uppbyggingu HACCP kerfa og hvaða hættur er helst að finna í matvælum og umhverfi þeirra og hvernig hægt er að stýra þeim hættum.

Fyrirkomulag

Námskeiðið verður í formi fyrirlestra, og verklegra æfinga.

Námskeiðið verður haldið 11. og 12. október 2018
í húsakynnum Matís frá 9:00 til 16:00 báða dagana

Helstu þættir námskeiðs:

  1. Inngangur Fjallað um þróun og uppbyggingu HACCP kerfa.
  2. Góðir starfshættir (e. prerequisite program) Farið yfir helstu atriði góðra starfahátta og hvernig þeir tengjast HACCP. Rætt um hvernig góðir starfshættir hafa bein áhrif á hættugreiningu matvælafyrirtækja.
  3. Hættur í matvælum. Fjallað er um helstu hættur sem fyrirfinnast í hráefni og umhverfi matvæla sem og hættur er tengjast vinnslu og meðferð matvæla. Rætt um hvernig hægt er að stýra þessum hættum.
  4. Uppbygging HACCP. Farið yfir hvernig HACCP kerfi eru uppbyggð. Ítarlega farið yfir hvert þrep og hvernig kerfið er svo virkjað og viðhaldið.
  5. Verkleg þjálfun. Lögð er áhersla á að þátttakendur fái þjálfun í gerð HACCP kerfa. Á námskeiðinu er þátttakendum skipt upp í vinnuhópa eða ímynduð HACCP teymi og munu hóparnir vinna stutt verkefni í tengslum við það efni sem fjallað er um. Í lok námskeiðs eiga þátttakendur að hafa góðan skilning á uppsetningu HACCP kerfa og geta tekið virkan þátt í uppsetningu þeirra og jafnvel leitt þá vinnu.

Innifalið í skráningargjaldi eru öll námskeiðsgögn, léttar veitingar og hádegismatur báða dagana.

Hámarksfjöldi á námskeiðið er 15 og lágmarksþátttaka er 10 manns. Ef lágmarksþátttöku er ekki náð fellur námskeiðið niður og þeir sem hafa skráð sig fá endurgreitt. Ef námskeiðið fellur niður vegna ónógrar þátttöku sendir Matís tilkynningu þess efnis með að minnsta kosti 48 klst. fyrirvara. Sömuleiðis þarf að tilkynna forföll með minnst 48 klst. fyrirvara til að fá skráningargjald að fullu endurgreitt. 

Flestir fræðslu- og endurmenntunarsjóðir stéttarfélaga styrkja þátttöku í námskeiðum sem þessum. Kynntu þér málið hjá þínu stéttarfélagi.

Fréttir

Hvers vegna er bygg gott fyrir heilsuna?

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Bygg er ræktað á Íslandi með góðum árangi. Framfarir hafa orðið í ræktuninni og uppskeran á hverju ári er um 9 til 16 þúsund tonn.

Bygguppskeran er fyrst og fremst notuð sem fóður. Bygg er sú korntegund sem hentar best til ræktunar á norðlægum slóðum. Með því að rækta bygg á Íslandi er hægt að spara gjaldeyri fyrir innflutning og draga úr flutningum langar leiðir.

Meira um bygg.

Skýrslur

Sjóvinnsla á þorskalýsi / On-board liver oil processing

Útgefið:

06/09/2018

Höfundar:

Marvin Ingi Einarsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Sjóvinnsla á þorskalýsi / On-board liver oil processing

Verkefnið Sjóvinnsla á þorskalýsi snýst um að kanna hvort rekstrargrundvöllur sé fyrir lýsisvinnslu úr þorsklifur um borð í frysti- og ísfisktogurum. Í því felst samantekt á öllum kostnaði við vinnsluna ásamt fjárfestingakostnaði. Niðurstöðurnar voru teknar saman í rekstrarreikning. Að auki var fjallað um fullvinnsluferil á lýsi til manneldis og mat lagt á markaðsvirði þess. Niðurstöður verkefnisins gáfu til kynna að ekki er arðbært að vinna einungis þorsklifur um borð í togurum en meiri hagnaður er af því að landa henni ferskri. Hins vegar, er hægt að auka hagnað verulega með því að vinna saman alla þorsk-, ufsa- og ýsulifur og enn meiri sé allt slóg unnið þ.m.t. lifrin. Meiri hagnaður er af vinnslu lýsis um borð í frystitogurum samanborið við ísfisktogara sé horft til þess að ísfisktogarar munu verða af tekjum byrji þeir að framleiða lýsi um borð. Það eru tekjur af lifur sem annars væri landað. Þetta á ekki við um frystitogara en mest öll lifur frá þeim fer í sjóinn í dag.

The task of this project is to explore whether there is an operating basis for processing cod liver into oil onboard freezer- and wet fish trawlers. This includes summarizing all costs in a profit loss account. The project also considers further refining of fish oil for human consumption and its market value. The results of this project indicated that it is not profitable to process only cod liver, as more profit is gained by landing the liver fresh. However, by processing liver from cod, saithe and haddock profits can be increased and even more if all the viscera including liver is processed as well. More profits are obtained from processing fish oil onboard freezer trawlers, compared to wet fish trawlers, considering lost revenue of previously landed liver. This does not apply to freezer trawlers as they don’t utilize liver.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effects of food container depth and coverage on the quality of superchilled rainbow trout

Útgefið:

01/09/2018

Höfundar:

Magnea Karlsdóttir, Erwan Queguiner, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund (R 17 016-17), Technology Development Fund (164698-1061)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

The effects of food container depth and coverage on the quality of superchilled rainbow trout

Ferskur eldisfiskur er almennt slægður og pakkað í frauðplastkassa með ís fyrir útflutning í kæligámum. Í ljósi þess að mikil þróun hefur átt sér stað hvað varðar ofurkælingu og jákvæð áhrif hennar á gæði fiskafurða, þá hafa aðrar hagkvæmari og umhverfisvænni pökkunarlausnir verið skoðaðar, þar á meðal einangruð matvælaker. Meginmarkmið verkefnisins var að meta áhrif mismunandi pökkunaraðferða á gæði fersks regnbogasilungs. Slægðum fisk með haus var pakkað í frauðplastkassa og einangruð ker af mismunandi dýpt (29-60 cm). Auk samanburðar á misdjúpum kerum, þá voru mismunandi útfærslur við lokun á kerum einnig skoðaðar. Fylgst var með tilraunafiskum efst og neðst í hverju keri. Kerin voru geymd í hitastýrðu umhverfi við um -1 °C og gerðar mælingar eftir 8 og 13 daga frá pökkun. Sá fiskur sem pakkað var í frauðplastkassa var ýmist ofurkældur fyrir pökkun eða kældur á hefðbundinn hátt með ís. Það var gert til að meta áhrif ofurkælingar á ferskan regnbogasilung. Til að meta gæði regnbogasilungsins var fylgst með örveruvexti, áferð og losi í flökum. Niðurstöðurnar sýndu að þær pökkunarlausnir sem skoðaðar voru í verkefninu höfðu tiltölulega lítil áhrif á heildarörverufjölda, en ekki reyndist marktækur munur á milli tilraunahópa við lok geymslutímabilsins. Almennt var lítill sem enginn munur á milli hópa m.t.t. áferðar og loss í flökum. Aftur á móti sýndu niðurstöðurnar að nauðsynlegt er að loka kerunum, en tegund loks hafði ekki marktæk áhrif. Ofurkæling fyrir pökkun hafði marktæk áhrif á los. Fiskur sem var kældur á hefðbundinn hátt og pakkað í frauðplastkassa með ís hafði marktækt meira los samanborið við þegar hann var ofurkældur og pakkað í ker eða frauðplastkassa án íss. Niðurstöðurnar sýna að ekki er marktækur munur á milli frauðplastkassa og kera af mismunandi dýpt miðað við þær gæðabreytur sem skoðaðar voru í þessu verkefni. Þær gefa því til kynna að flutningur á ofurkældum regnbogasilungi í kerum er raunhæfur möguleiki m.t.t. stöðuguleika hráefnisins og afurðargæða.

The overall aim of the study was to explore the effects of different packaging solutions on the quality of fresh rainbow trout. Different packaging methods included expanded polystyrene boxes (EPS), insulated food containers of 29 to 60 cm depth with various combination of covers. Each container was split up into two groups, top- and bottom layer. Both fish chilled on ice and superchilled fish were considered. Microbial growth and sensory characteristics (fillet gaping, softness and elasticity) were used to evaluate the quality of the rainbow trout fillets after 8 and 13 days of storage at around -1 °C. The different packaging solutions had no effects on the microbial quality of the fish. Moreover, no listeria activity was detected. Sensory evaluation showed minor differences between containers of different depths and/or EPS boxes, as well as between top and bottom layers. However, the presence of cover proved to be of great importance, but the type of cover turned out to be not relevant. The effects of superchilling before packaging on fillet gaping was evident in present study since fish packed in EPS box with ice resulted in more gaping than superchilled fish packed in EPS boxes and/or containers without ice.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effects of food container depth on the quality and yield of superchilled and iced Atlantic salmon / Áhrif dýptar matvælaumbúða á gæði og nýtingu ofurkælds og ísaðs eldislax

Útgefið:

01/09/2018

Höfundar:

Rúnar Ingi Tryggvason, Magnea Karlsdóttir, Björn Margeirsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS R&D Fund (R 17 016-17), Technology Development Fund (164698-1061), The Icelandic Student Innovation Fund (185693- 0091)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

The effects of food container depth on the quality and yield of superchilled and iced Atlantic salmon / Áhrif dýptar matvælaumbúða á gæði og nýtingu ofurkælds og ísaðs eldislax

Markmið verkefnisins var að bera saman gæði eldislax, sem var annarsvegar ísaður og hinsvegar ofurkældur, og geymdur í mismunandi umbúðalausnum. Misstór einangruð ker (32, 42 og 60 cm djúp) og EPS kassar voru notuð til að flytja og geyma eldislaxinn. Gæði voru rannsökuð eftir 4, 10 og 14 daga geymslu við ofurkældar aðstæður, þar sem lagt var mat á vatnstap, áferð, suðunýtingu og skynmatsþætti. Vatnstap á ofurkældum laxi var marktækt meira í dýpri umbúðum miðað við grynnri umbúðir eftir 10 til 14 daga geymslu við -1 °C. Ísaður lax geymdur í EPS tapaði minna vatni heldur en ofurkældur lax í EPS, líklega vegna ónákvæmrar hitastýringar við ofurkælingu. Skynmat, áferðarmælingar og suðunýting sýndu lítinn mun á laxi sem geymdur var í misdjúpum umbúðum. Ísför voru sýnilegri í ísuðum laxi geymdum í djúpum kerum miðað við EPS kassa. Los var sýnilegra í ísuðum laxi miðað við ofurkældan lax. Niðurstöðurnar útiloka ekki notkun djúpra kera við flutning og geymslu á ferskum laxi, en tilgreina ekki hámarksstærð umbúða. Stærð og rúmmálsnýting umbúða hefur áhrif á vatnstap og flutningskostnað. Ofurkæling getur haft marga kosti fyrir framleiðendur og neytendur en nauðsynlegt er að hafa góða stýringu á ofurkælingunni til að tryggja virkni hennar.

The aim of the study was to compare quality differences of farmed Atlantic salmon, both iced and superchilled, that was stored in different sized packaging solutions. Different sized insulated containers (32, 42 and 60 cm deep) as well as EPS boxes were used to transport and store the fish. The quality was evaluated after 4, 10 and 14 days of storage, where drip loss, texture, cooking yield and sensory evaluation were performed. Increased container depth significantly increased the drip loss of superchilled salmon during 10 to 14 days storage at -1 °C. Iced storage of salmon in EPS resulted in less drip loss compared to superchilled salmon stored in EPS, most likely due to uncontrolled superchilling conditions. Sensory evaluation, texture analysis and cooking yield did not reveal any major differences between salmon stored in containers of different depths. In case of iced salmon, pressure marks were more prominent with increased depth of containers. Gaping was more noticeable in iced salmon compared to superchilled salmon. The results did not rule out the use of large insulated containers, but they do not specify the maximum recommended depth of containers intended for salmon packaging. The size and volume of packaging containers affect drip loss as well as transportation costs. Superchilling of fresh foods can have many benefits for producers and consumers but a controlled and optimised superchilling process is needed to ensure its effectiveness.

Skoða skýrslu
IS