Fréttir

Laurentic Forum ráðstefna

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Dagana 29. og 30. nóvember verður haldin hin árlega Laurentic Forum ráðstefna, sem að þessu sinni verður haldin sem netráðstefna.

Laurentic Forum er samstarf fyrirtækja og stofnanna á Íslandi, Nýfundnalandi & Labrador, Írlandi og Noregi þar sem markmiðið er að stuðla að nýsköpun til styrktar brothættum byggðum í Norðri.

Laurentic forum hefur aðallega einbeitt sér að nýsköpun í ferðamannaiðnaði og sjávarútvegi. Því er dagskrá ráðstefnunnar skipt á ráðstefnudagana þ.a. 29. nóvember verður athyglinni beint að ferðamannaiðnaði og 30. nóvember er röðin komin að sjávarútvegi. Matís er hluti af Laurentic Forum netverkinu sem fjallar um sjávarútveg, en auk Matís eru Sjávarklasinn, Byggðastofnun og Þekkingarsetrið í Vestmannaeyjum með í hópnum frá Íslandi.

Hægt er að sjá dagskrá ráðstefnunnar á heimasíðu Laurentic Forum og þar fer einnig skráning fram. Sérstök athygli er vakin að kynningu Alexöndru Leeper hjá Sjávarklasanum sem mun fjalla um fullnýtingu sjávarafurða.