Fréttir

Skýrsla um framgang norræns verkefnis um öryggi fiskafurða

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Árið 2004 var ákveðið að setja á fót upplýsinga- og tengslanet varðandi öryggi sjávarafurða á Norðurlöndum og var markmiðið að auka samræmi í norrænum gögnum um efnainnihald í sjávarfangi. Verkefnið er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni (NSK og NEF) og Rf, sem jafnframt leiðir verkefnið. Í vikunni kom út framvinduskýrsla í verkefninu.

Skýrslan greinir frá niðurstöðum seinni vinnufundar í verkefninu, sem haldinn var í Kaupmannahöfn 21 apríl 2006, en í verkefninu hefur verið þróuð sameignleg norræn vefsíða (www.seafoodnet.info) þar sem safnað er saman ýmsum krækjum sem innihalda upplýsingar um efnainnihald sjávarafurða, bæði óæskileg efni og næringarefni. Ísland hefur séð um að þróa vefsíðuna og sér um að viðhalda henni, en hvert land ber ábyrgð á sínum upplýsingum og á uppfærslu þeirra. Lesa skýrslu

Helstu umræðuefnin á fundinum í Kaupmannahöfn voru:

  • Hvernig heimsasíðan hafði verið kynnt í hverju landi fyrir sig og hver viðbrögðin hafa verið.
  • Hvernig mætti betrumbæta heimasíðuna t.d gera hana einfaldari og skýrari.
  • Hvernig væri best að kynna heimasíðuna út á við.
  • Hvernig hægt er að halda heimasíðunni lifandi eftir að verkefninu lýkur.
  • Skilgreina hvar þekkingu vantar á rannsóknarniðurstöðum.

Þátttakendur í verkefninu eru sérfræðingar frá Noregi, Finnlandi, Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum og Íslandi.