Matís og verkefnið BioProtect vekja athygli á að íslenskir skólar hafa tækifæri til að sækja um Pro Bleu styrk:
Styrkur: ProBleu funding call
ProBleu hefur það að markmiði að efla skóla samfélag í Evrópu (Network of European Blue Schools) með því að bjóða allt að 7.500 evrur í styrk til verkefna sem varða aukinn skilning á vatni og hafi. Umsóknir skulu berast fyrir 23. maí, klukkan 17:00 CET.
Hvað er ProBleu?
ProBleu styður við skóla sem eru í fararbroddi við að kenna krökkum um verndun hafs og ferskvatns. Á næstu þremur árum mun ProBleu bjóða að minnsta kosti 100 skólum styrki fyrir spennandi verkefni. Skólar geta fengið allt að 7.500 evrur í styrk fyrir verkefni sem standa yfir í allt að ár.
Hverjir geta sótt um styrkinn
ProBleu styrkurinn er sérstaklega ætlaður skólum í löndum sem eiga fulltrúa í Blue Schools samfélaginu: Austurríki, Belgíu, Danmörku, Þýskalandi, Íslandi, Írlandi, Kosovo, Lúxemborg, Möltu, Svartfjallalandi, Noregi, Slóveníu og Úkraínu. Það kemur þó ekki í veg fyrir að önnur lönd geti sótt um styrkinn.
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 ver Clara Anne Thérèse Jégousse doktorsritgerð sína í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Örverusamfélög á Íslandsmiðum rannsökuð með víðerfðamengja raðgreiningum. Exploration of microbial communities from Icelandic marine waters using metagenomics.
Doktorsvörnin fer fram í Hátíðarsal Aðalbyggingar Háskóla Íslands klukkan 13:00 til 16:00.
Andmælendur eru dr. Alexander Sczyrba, prófessor við Bielefeld University, Þýskalandi, og dr. Ian Salter, rannsóknastjóri við Havstovan – hafrannsóknastofnun Færeyja.
Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Viggó Þór Marteinsson, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild og fagstjóri hjá Matís. Auk hans var dr. María Guðjónsdóttir, prófessor við sömu deild og verkefnastjóri hjá Matís, meðleiðbeinandi og í doktorsnefnd sátu dr. René Groben, verkefnastjóri hjá Matís, dr. Pauline Vannier, lektor við Université de Toulon, og dr. Arnar Pálsson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild.
Ólöf Guðný Geirsdóttir, deildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.
Ágrip
Örverur gegna lykilhlutverki í því að viðhalda heilbrigði og fæðukerfi hafsins og við að stýra næringarefnahringrás hafsins. Við Íslandsstrendur, þar sem heitir Atlantshafsstraumar og kaldir norðurskautsstraumar mætast, myndast einstakt umhverfi og lífríki sjávar. Þó svo að rannsóknir hafi staðið yfir á frumframleiðni frá miðju síðustu aldar með aðstoð smásjáa og gervitunglmynda hafa rannsóknir á flokkunarfræði örvera á umhverfiserfðamengjum í íslenskri lögsögu verið takmarkaðar. Meginmarkmið doktorsrannsóknarinnar var því að skoða hvaða tegundir örvera finnast í íslenskri lögsögu, í hvaða hlutföllum, hvert hlutverk þeirra er í vistríki sjávar og hvaða umhverfisþættir hafa áhrif á dreifingu þeirra.
Meginniðurstöður ritgerðarinnar eru að nauðsynlegt er að kanna örveruflóru hafsins allt árið um kring og einnig mismunandi dýpi. Niðurstöðurnar afhjúpa samhengi örverusamfélaga og umhverfisþátta og leggja grunn að frekari rannsóknum. Opin gögn úr þessari rannsókn mynda viðmið fyrir frekari rannsóknir á vistfræðilegum ferlum og sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins við Ísland á tímum hnattrænna loftslagsbreytinga.
Matís býður viðskiptavinum sínum nú upp á þjónustugátt þar sem hægt er að nálgast allar niðurstöður mælinga á einum stað. Með þjónustugátt Matís fær viðskiptavinurinn góða yfirsýn yfir allar mælingar á sýnum sem hann hefur sent til Matís.
Aðgengi að niðurstöðum ereinfalt og þægilegt; notandinn sér nýjustu mælingarnar og getur síað eftir t.d. dagsetningu, tímabilum og efnisorðum. Einnig er hægt að taka út gögnin í excel skrá.
Fyrirtækjaaðgangar – allt að fimm notendur geta haft aðgang innan hvers fyrirtækis.
Næsta sýni – Í þjónustugáttinni er að finna rafrænt eyðublað til að skila inn næsta sýni, hratt og örugglega.
Þjónustugátt Matís – Allt á einum stað:
Ert þú í viðskiptum við mæliþjónustu Matís og vilt fá aðgang að þjónustugáttinni. Skráðu þig í gáttina með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan:
Þörungar njóta sífellt meiri vinsælda á Vesturlöndum til neyslu, meðal annars vegna þess að þeir eru rík uppspretta steinefna og vítamína. Þeir taka hins vegar einnig upp frumefnið arsen (e. arsenic) úr sjónum, sem getur verið krabbameinsvaldandi.
Í þörungum greinist arsen aðallega á formi fjölbreyttra lífrænna efnasambanda arsens t.d. arsenósykrur og arsenólípíð, en lífrænar arsentegundir hafa verið taldar hættulausar. Nýlegar rannsóknir á arsenólípíðum hafa þó sýnt að þau geta sýnt svipaða eiturvirkni og krabbameinsvaldandi ólífrænt arsen. Spurningunni hefur einnig verið varpað fram hvort arsenósykrur, sem eru í meirihluta þess arsens sem mælist í þörungum, geti haft langvarandi neikvæð áhrif við reglubundna neyslu. Styrkur eitraðs ólífræns arsens og arsenólípíða er þó að jafnaði lágur í þörungum en á því eru undantekningar. Til að mynda er ekki mælt með neyslu á brúnþörungnum Hijiki, sem nýttur hefur verið t.d. í súpur, þar sem hann inniheldur mikið magn af ólífrænu arseni.
Brúnþörungurinn Hijiki. Mynd: Shutterstock
Margt er enn á huldu um uppruna arsenólípíða en upphafspunktur framleiðslu þeirra er talinn eiga sér stað í þörungum.
Brýn þörf er á frekari upplýsingum um þessi efnasambönd arsens til að meta til hlítar hvort neyslu þeirra fylgi áhætta og tryggja þá að settar séu viðeigandi reglur um hámarksmagn þeirra í matvælum.
Sýnataka gaf dýpri skilning
Til að öðlast dýpri skilning var tugum sýna af rauð-, græn- og brúnþörungum safnað nálægt Grindavík og Kjalarnesi. Sýnin voru ítarlega rannsökuð m.t.t. þungmálma og framkvæmd var tegundagreining arsens til að afla upplýsinga um efnaform arsensins.
Sýnatakan fór fram á vindasömum degi. Mynd: Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir
Tegundagreining getur verið flókin og var framkvæmd með sértækum massagreinum. Aukinheldur var brúnum stórþörungum skipt í líffræðilega hluta til að ákvarða hvort dreifing arsentegunda væri jöfn um þangið. Takmarkaðar upplýsingar eru til á heimsvísu um arsenólípíð í þangi, svo þessi umfangsmikla prófílgreining arsentegunda í mismunandi tegundum þörunga leggur lóð á vogarskálarnar til að skýra hvernig þessi dularfullu lífrænu efnasambönd arsens myndast og hvar þau eru geymd innan þörunganna.
Niðurstöður sýndu mikinn mun á milli þörungategunda
Niðurstöðurnar sýndu m.a. að styrkur vatnssækinna arsentegunda, eins og arsenósykra og ólífræns arsens, reyndist breytilegur milli mismunandi þörungategunda. Ólífrænt arsen fannst í lágum styrk í öllum þörungunum sem mældir voru nema í hrossaþara en þar var styrkurinn hár – en þó mishár eftir því hvaða hluti þörungsins var mældur. Samsetning arsenósykra var einnig háð þörungategundum og árstíð. Áhugavert var að allir stórþörungar virðast hafa getu til að framleiða fjórar helstu afleiður arsenósykra þó samsetningin sé breytileg.
Fitusæknar tegundir arsens (arsenólípíð) voru einnig mismunandi milli þörungategunda. Breytilegt var hvaða tegund arsenólípíða var ríkjandi, en sá munur var mestur milli brún- og rauðþörunga samanborið við grænþörunga. Þetta hefur aldrei verið sýnt fram á áður.
Þessar niðurstöður gefa til kynna að hringrás arsens sé mjög háð þörungategundum, sem hafa e.t.v. þróað með sér mismunandi aðferðir og leiðir fyrir efnaskipti arsens.
Mynd: Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir
Annað markmið var ítarleg greining á arsentegundum í mismunandi hlutum þörunga (t.d. festi, stilki, blaði, eða æxlunarvef) og milli árstíða til að gefa innsýn í hvernig þessi efnasambönd myndast. Arsenósykrur og ein tegund arsenólípíða sem innihalda arsensykrur fundust í hæstum styrk í æxlunarvef brúnþörunga. Þetta gefur til kynna að sykrurnar séu upphafspunktur framleiðslu þessara arsenólípíða. Mögulegt er að arsenósykrur eða arsenólípíð séu framleidd með ákveðinn líffræðilegan tilgang og þörungurinn geti nýtt þessi efnasambönd en framleiðsla þeirra gæti einnig verið fyrir slysni! Arsenósykrur virðast þó ekki þjóna tilgangi orkugeymslu eins og aðrar sykrur, og enn hefur ekki verið uppgötvað hvort og hver ávinningur er af tilveru þeirra í frumuveggnum.
Hefur þú áhuga á að vita meira?
Verkefnið „Dreifing arsentegunda eftir þanghlutum, sér í lagi arsenlípíða“ fékk styrk úr Rannsóknarsjóði árið 2020 og hefur verið í gangi síðastliðin 4 ár til að öðlast betri og dýpri skilning á þessu áhugaverða sviði. Verkefnið var unnið m.a. sem hluti doktorsnáms við Háskóla Íslands, í samstarfi við Hafrannsóknarstofnun, Háskólann í Graz og Háskólann í Aberdeen.
Rannsóknin hefur stuðlað að betri skilningi á tilvist mismunandi efnasambanda arsens í stórþörungum. Gögnin geta einnig nýst við áhættumat á arsentegundum í þangi til manneldis og geta því haft áhrif á framtíðarlöggjöf um matvælaöryggi. Niðurstöðurnar úr verkefninu eru viðamiklar og má fylgjast með nýjum vísindagreinum sem enn er verið að birta úr verkefninu hér.
The muscle structure and composition may vary along the different portions of fish fillets, which can complicate the quality and storage stability of products. Loins and tails from Atlantic cod (Gadus morhua) and redfish (Sebastes marinus) fillets were therefore stored at −25 °C up to 16 months and 20 months, respectively, to investigate the quality changes influenced by the duration of frozen storage within the fillet portions. Throughout the storage period, the loss of total sulfhydryl groups correlated with increased disulfide bonds, indicating partial oxidative protein degradation. This may be linked with protein denaturation as evidenced by the decrease of soluble proteins, as well as decreased water holding capacity and increased thawing drip loss and cooking loss. The results from the cod samples reveal that stronger degradation changes occurred in the tail. The loin, therefore, had more storage stability as well as higher nutritional value. However, other quality attributes were similar between the two portions in the redfish fillets. Higher free fatty acid (FFA) values, lower soluble protein contents, and higher disulfide bond contents were obtained in the cod samples compared to the redfish samples at the same storage time, indicating that lipid hydrolysis and protein degradation effects were stronger in the cod (lean fish) compared to redfish (medium fat species).
Matís í Neskaupstað hóf nýverið mælingar á Salmonellu og Listeriu monocytogenismeð PCR aðferð. Unnið hefur verið að því síðastliðna mánuði að bjóða upp á nýjar, hraðvirkar aðferðir við örverumælingar í matvælum og fóðri með notkun PCR tækni auk rótamín mælinga í mjöli. „Við erum ánægð að greina frá því að tilkoma þessarar tækni stóreykur þá þjónustu sem við getum veitt viðskiptavinum okkar“ segir Stefán Eysteinsson, stöðvarstjóri.
Með þessari aðferð er mögulegt að vinna sýni hraðar og betur en einungis þarf að forrækta Salmonellu í sólarhring og Listeriu í tvo sólarhringa í hefðbundnu bakteríuæti áður en PCR próf er framkvæmt.
„Heildar greiningartími fyrir salmonellu styttist því úr 4 sólarhringum í 1 sólarhring og fyrir Listeriu úr 6 sólarhringum í 2 sólarhringa.“
Þetta hefur í för með sér að mögulegt er að greina bakteríur í sýnum fyrr og bregðast svo við með viðeigandi hætti.
Rótamín (biogenic amines) hafa síðastliðin ár verið notuð sem ákveðnir vísar á gæði mjöls og hefur fiskimjölsiðnaðurinn á svæðinu kallað eftir því að hægt verði að framkvæma rótamín mælingar á starfsstöð Matís í Neskaupstað. Með komu HPLC tækis á starfstöðina verður hér eftir unnt að mæla rótamín í mjöli í Neskaupstað. Horft er til þess að koma tækisins muni stytta biðtíma eftir niðurstöðum og auka við fjölbreytileika mælinga í Neskaupstað.
Upptaka þessara nýju aðferða á starfstöðinni í Neskaupstað er til marks um áframhaldandi uppbyggingu Matís á landsbyggðinni en ljóst er að þessar aðferðir munu skipta sköpum fyrir viðskiptavini.
Í tilefni þess langar okkur hjá Matís í Neskaupstað að bjóða ykkur, í heimsókn til okkar miðvikudaginn 6. mars kl 16:00, í Múlann, Bakkavegi 5.
Það væri mjög gaman að sjá ykkur sem flest. Endilega staðfestið komu ykkar og áætlaðan fjölda með því að skrá nafn og netföng hér!
Í matarsmiðju Matís er eldhús og vinnsluaðstaða með fjölbreytt úrval matreiðslutækja svo hægt sé að stunda margvíslega matvælavinnslu. Verandi er eitt þeirra fyrirtækja sem hefur nýtt sér matarsmiðju Matís.
Verandi er íslenskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir hágæða hár- og líkamsvörur úr hliðarafurðum frá íslenskum matvælaiðnaði, landbúnaði og ýmsum náttúrulegum og umhverfisvænum efnum. Hér má sjá starfsfólk Veranda að störfum í matarsmiðju Matís við að útbúa gúrkumaska og serum úr gúrkum frá Laugalandi.
Rakel Garðarsdóttir og skólasystir hennar úr lögfræði, Elva Björk Bjarkardóttir, stofnuðu snyrtivörufyrirtækið árið 2017. Hugmyndin kviknaði út frá Vakandi, samtökum sem Rakel stofnaði til að efla vitundarvakningu um ýmsa sóun og þá helst matarsóun. Megin uppistaðan í vörunum eru hliðarafurðir úr landbúnaði eða hráefni sem fellur til við aðra framleiðslu og er alla jafna hent. Með þessari leið er ekki verið að ganga á sama hátt á auðlindir jarðar til þess að búa til vörur, sem eru langt frá því að vera ótakmarkaðar, heldur er stuðst við hringrásarhagkerfið.
Verandi notar hráefni í vörurnar sem að öðrum kosti væri sóað og þarf því ekki að láta framleiða hráefni fyrir sig sérstaklega, nema aðeins fyrir hluta innihaldsefna. Með þessu vilja þau taka þátt í baráttunni við sóun með betri nýtingu auðlinda.
Hefur þú áhuga á að kynna þér matarsmiðju Matís nánar? Allar nánari upplýsingar finnur þú hér:
Við notum vafrakökur til að tryggja almenna virkni, mæla umferð og tryggja bestu mögulegu upplifun notenda á matis.is.
Functional
Alltaf virkur
The technical storage or access is strictly necessary for the legitimate purpose of enabling the use of a specific service explicitly requested by the subscriber or user, or for the sole purpose of carrying out the transmission of a communication over an electronic communications network.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Statistics
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.The technical storage or access that is used exclusively for anonymous statistical purposes. Without a subpoena, voluntary compliance on the part of your Internet Service Provider, or additional records from a third party, information stored or retrieved for this purpose alone cannot usually be used to identify you.
Marketing
The technical storage or access is required to create user profiles to send advertising, or to track the user on a website or across several websites for similar marketing purposes.