Skýrslur

Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegumefnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2025 / Undesirable substances in seafood – results fromthe Icelandic marine monitoring activities in the year 2025

Útgefið:

22/12/2025

Höfundar:

Rebecca Sim, Julija Igorsdóttir, Gunnhildur Gunnarsdóttir, Natasa Desnica

Styrkt af:

Matvælaráðuneytið / Ministry of Food, Agriculture and Fisheries

Tengiliður

Rebecca Sim

Sérfræðingur

rebecca@matis.is

Í þessari skýrslu eru teknar saman niðurstöður vöktunar á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs 2025. Vöktunin hófst árið 2003 fyrir tilstuðlan þáverandi Sjávarútvegsráðuneytis, núverandi Matvælaráðuneytið, og sá Matís ohf. um að safna gögnum og útgáfu á skýrslum vegna þessarar kerfisbundnu vöktunar á tímabilinu 2003-2012. Vegna skorts á fjármagni í þetta vöktunarverkefni var gert hlé á þessari mikilvægu gagnasöfnun sem og útgáfu niðurstaðna á tímabilinu 2013-2016. Verkefnið hófst aftur í mars 2017 en vegna fjárskorts nær það nú eingöngu yfir vöktun á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs úr auðlindinni sem ætlað er til manneldis, en ekki fiskimjöl og lýsi fyrir fóður. Af sömu ástæðu eru ekki lengur gerðar efnagreiningar á PAH og PBDE efnum.

Markmiðið með verkefninu er að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggi og heilnæmis og hægt að nýta gögnin við gerð áhættumats á matvælum til að tryggja hagsmuni neytenda og lýðheilsu. Verkefnið byggir upp þekkingargrunn um magn óæskilegra efna í efnahagslega mikilvægum tegundum og sjávarafurðum, það er skilgreint sem langtímaverkefni þar sem útvíkkun og endurskoðun er stöðugt nauðsynleg.

Almennt voru niðurstöðurnar sem fengust 2025 í samræmi við fyrri niðurstöður frá árunum 2003 til 2012 sem og 2017 til 2024. Niðurstöðurnar sýndu að íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn þrávirkra lífrænna efna s.s. díoxín, PCB og varnarefni. í þessari skýrslu voru hámarksgildi Evrópusambandsins (ESB) fyrir díoxín, díoxínlík PCB (DL-PCB) og ekki díoxínlík PCB (NDL-PCB) í matvælum samkvæmt reglugerð nr. 2023/915 notuð til að meta hvernig íslenskar sjávarafurðir standast kröfur ESB. Niðurstöður ársins 2025 sýna að öll sýni af sjávarafurðum til manneldis voru undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma. Þá reyndist styrkur svokallaðra ICES6-PCB efna vera lágur í ætum hluta sjávarfangs, miðað við hámarksgildi ESB samkvæmt reglugerð nr. 2023/915. Sömuleiðis sýndu niðurstöðurnar að styrkur þungmálma, t.d. kadmíum (Cd), blý (Pb) og kvikasilfur (Hg) í íslenskum sjávarafurðum var alltaf undir hámarksgildum ESB.
_____
This report summarises the results obtained in 2025 for the screening of various undesirable substances in the edible part of Icelandic marine catches. The main aim of this project is to gather data and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances, and the data can be utilised to estimate the exposure of consumers to these substances from Icelandic seafood and risks related to public health. The surveillance programme began in 2003 and was carried out for ten consecutive years before it was interrupted in 2013. The project was revived in March 2017 to fill in knowledge gaps regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export. Due to financial limitations the monitoring now only covers screening for undesirable substances in the edible portion of marine catches for human consumption and not feed or feed components. The limited financial resources also required the analysis of PAHs and PBDEs to be excluded from the monitoring, providing somewhat more limited information than before. However, it is considered a long-term project where extension and revision are constantly necessary.

In general, the results obtained in 2025 were in agreement with previous results on undesirable substances in the edible part of marine catches obtained in the monitoring years 2003 to 2012 and 2017 to 2024.

In this report from the monitoring programme, the maximum levels for dioxins, dioxin-like PCBs and non-dioxin-like PCBs in foodstuffs (Commission Regulation (EU) 2023/915) were used to evaluate how Icelandic seafood products measure up to limits currently in effect.

The results show that in regard to the maximum levels set in the regulation, the edible parts of Icelandic seafood products contain negligible amounts of dioxins, dioxin like and non-dioxin-like PCBs. In fact, all samples of seafood analysed in 2025 were below EU maximum levels.

Furthermore, the concentration of ICES-6-PCBs was found to be low in the edible part of the marine catches, compared to the maximum limits set by the EU (Commission Regulation (EU) 2023/915). The results also revealed that the concentration of toxic trace elements, i.e., cadmium (Cd), lead (Pb) and mercury (Hg) in the edible part of marine catches were below the relevant maximum limits set by the EU in all samples.

Skoða skýrslu

Fréttir

Ársfundur NATALIE verkefnisins í Feneyjum

Tengiliður

Anna Berg Samúelsdóttir

Verkefnastjóri

annab@matis.is

Dagana 1.–5. desember fór fimm manna hópur frá Íslandi til Feneyja á Ítalíu til að taka þátt í árlegum verkefnafundi NATALIE. Þar komu saman vísindamenn víðs vegar frá Evrópu til að fara yfir stöðu og framgang verkefnisins og deila reynslu milli rannsóknasvæða.

Verkefninu er ætlað að þróa náttúrumiðaðar lausnir sem auka eiga viðnámsþrótt svæða gegn áhrifum loftslagsbreytinga. Verkefnið er til fimm ára og er styrkt af Horizion áætlun Evrópusambandins. Verkefnið sameinar yfir 40 samstarfsaðila frá 13 löndum.  Fulltrúar Matís og Austurbrúar sátu fundinn fyrir hönd íslenska rannsóknasvæðisins á Austurlandi þar sem verkefnið er framkvæmt í nánu samstarfi við sveitarfélög, stofnanir, atvinnulíf og aðra hagaðila.

“Aðalfundur NATALIE verkefnisins í Feneyjum var vettvangur þess að samræma stöðu verkefnisins, efla skilning okkar og lærdóm á milli rannsóknarsvæða og ræða næstu skref í innleiðingu og þróun náttúrumiðaðra lausna sem unnið er með í verkefninu. Út úr þessu fáum við betri yfirsýn á stöðu verkefnisins til að halda áfram með þróun og innleiðingu náttúrumiðaðra lausna í almannaþágu.”  Anna Berg Samúelsdóttir.

Einn af hápunktum fundarins var vettvangsferð að ítölsku tilvikssvæði, í Feneyjum, þar sem þátttakendur fengu að sjá hvernig náttúrumiðaðar lausnir eru nýttar í sjálfbærri endurheimt og stjórnun vatnakerfa. Þar var meðal annars sýnt hvernig hægt er að hægja á vatnsrennsli, bæta vatnsbúskap og draga úr flóðahættu með aðgerðum sem vinna með náttúrulegum ferlum. Að sjá lausnir „í verki“ – og ræða bæði árangur og áskoranir – gaf dýrmæta innsýn sem nýtist í áframhaldandi vinnu á Íslandi.

Samvinna, samtal og næstu skref
Fundurinn í Feneyjum undirstrikaði mikilvægi þess að tengja saman rannsóknir, staðbundna þekkingu og framkvæmd. NATALIE er nú að hefja sitt þriðja starfsár og verður áfram lögð áhersla á að yfirfæra niðurstöður yfir í raunhæfar aðgerðir á tilvikssvæðum verkefnisins – þar á meðal á Austurlandi.

Rannsóknir og þróun á Austurlandi: vatnsgæði og þörungablómi
Austurland er eitt af átta rannsóknarsvæðum verkefnisins og þátttakendur eru Matís, Austurbrú, Green Fish og University of Exeter.  Á Austurlandi er unnið að því að styrkja strandstjórnun og viðnámsþrótt samfélaga gagnvart loftslagstengdum áskorunum, með sérstakri áherslu á vatnsgæði t.a.m. auka viðnám vegna hættu á þörungablóma. Í verkefninu hefur í nánu samstarfi við hagaðila á svæðinu verið greindir helstu áhættuþættir og lagt mat á hvaða náttúrumiðuðu lausnir gætu hentað best. Þar ber helst að nefna manngert votlendi og samþætt fjölþrepa sjóeldi (IMTA), þar sem lífverur eins og þörungar og skeldýr geta bundið næringarefni og þannig dregið úr næringarefnaálagi í fjörðum.

Af hverju skipta samt næringarefni í fjörðum máli í þessu samhengi?
Vöxtur þörunga ræðst af náttúrulegu samspili súrefnisaðstæðna, hitastigs, ljóss og lagskiptingar sjávar. Á Íslandi má hins vegar sjá að grunnálag næringarefna getur stafað af óhreinsuðu eða ófullnægjandi hreinsuðu fráveituvatni frá þéttbýli, og að aukinn vöxtur fiskeldis á síðustu árum hefur víða leitt til meira næringarefnaálags í fjörðum og strandvistkerfum. Hækkandi hitastig sjávar eykur síðan líkur á þörungablómgun, aukið tíðni þeirra og gert þau varanlegri en áður í kaldara loftslagi.

Creatium lineatum í sýni úr Reyðarfirði frá 15. september 2021. Myndin er tekin í gegnum smásjá með 10×20 stækkun ( Kristín J. Valsdóttir).

Samhliða rannsóknarvinnu sem farið hefur fram á svæðinu hefur GreenFish þróað stafrænt vöktunarkerfi sem nýtir daglegar Sentinel-3 gervihnattamyndir og reiknar cyanobacteria-vísitölu til að greina merki um þörungablóma. Kerfið getur veitt ákveðna viðvörun 2–3 dögum fyrr en hefðbundnar vatnssýnatökur og skilar meðal annars hitakortum, mælaborðsupplýsingum og tilkynningum sem styðja við betri viðbúnað og upplýsta ákvarðanatöku á svæðinu.

Náttúrumiðaðar lausnir geta dregið úr þörungablómavanda með því að binda eða fjarlægja uppleyst næringarefni úr sjó áður en þau nýtast þörungum til vaxtar. Sérstaklega getur samþætt fjölþrepa fiskeldi (IMTA) nýst vel: því lífverur, eins og þörungar og/eða skeldýr, taka upp næringarefni úr vatninu, binda þau í lífmassa, sem dregur úr næringarefnaframboði til þörungablóma. Með reglulegri vöktun og góðri strandstjórnun getur þessi nálgun stutt við betri vatnsgæði og aukið viðnámsþrótt vistkerfa.

Nánari upplýsingar:
Heimasíða NATALIE
Verkefnasíða NATALIE

Til gamans: Linkur á frétt frá síðasta ársfundi: Ársfundur Natalie á Gran Canaria – Matís

Styrkt af

Fréttir

Saltfiskur unninn með salti sem fellur til við vatnshreinsun hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum

Frá 1968 þegar vatnsleiðsla var fyrst tengd á milli Vestmannaeyja og fastalandsins hafa Eyjabúar reitt sig á aðgengi að ferskvatni í gegnum leiðslur sem liggja á hafsbotni. Vestmannaeyingar og atvinnulífið á Eyjunni voru óþyrmilega minntir á það óöryggi sem felst af því að vera háðir slíkri tengingu varðandi lífsnauðsynjar 2023 þegar skemmdir urðu á leiðslunni.

Í framhaldi fjárfestu fyrirtæki á svæðinu í vatnshreinsibúnaði sem framleitt getur ferskvatn úr sjó. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum fjárfesti meðal annast í slíkum búnaði, og í framhaldi kom upp sú hugmynd hvort ekki væri hægt að nýta þá hliðarstrauma sem til verða við ferskvatnsframleiðsluna. En vatnshreinsistöðin síar steinefni og óhreinindi úr sjónum, þannig að eftir verður hreint vatn. Meðal þeirra steinefna sem síast frá er salt, en Vinnslustöðin er á sama tíma að flytja inn töluvert magn af salti til saltfiskframleiðslu. Það lá því beinast við að kanna möguleikann á að nýta saltpækil sem fellur til við ferskvatnsframleiðsluna fyrir saltfiskvinnslu. Vinnslustöðin fékk því Matís með sér í lið til að kanna fýsileika þess, og fengu auk þess stuðning frá LÓU sjóðnum til að fjármagna hluta af verkefninu. Markmið verkefnisins var að kanna fýsileika þess að nýta salt frá ferskvatnsframleiðslunni til saltfiskframleiðslu m.t.t. matvælaöryggis, afkasta, kostnaðar og sjálfbærni.

Vatnshreinsistöð VSV
Verkefnastjórinn, Willum Andersen, smakkar á ferskvatni sem unnið er úr sjó

Verkefninu er nú lokið og sýna helstu niðurstöður að hægt er að nota pækilinn í forsöltun án þess að skerða gæði vörunnar, lit eða sýrustig (pH). Vinnslutilraunir sýndu sambærilegar niðurstöður hvað varðar saltmagn í lokaafurðinni og engin neikvæð áhrif á afköstin eða nýtingu. Í heildina gæti notkun þessa pækils dregið verulega úr saltinnflutningi til saltfiskframleiðslu, sem gæti leitt til umtalsverðrar lækkunar á kostnaði við framleiðslu saltfisks. Enn fremur sýndi vistferilsmat (LCA) fram á að með því að nýta pækilinn má draga verulega úr umhverfisáhrifum framleiðslunnar, samanborið við hefðbundinn pækil sem framleiddur er úr innfluttu salti. Það er auk þess áhugaverð niðurstaða úr verkefninu að það skuli vera ódýrara að framleiða ferskvatn á þennan máta en að kaupa það ofan af landi frá HS veitum.

Pedro Coelho, gæðastjóri saltfiskvinnslu VSV, með saltfisk sem unnin var með salti frá vatnshreinsistöðinni

Verkefnið hefur sýnt fram á að notkun saltpækils sem fellur til við vatnshreinsun sé tæknilega raunhæfur, hagkvæmur og sjálfbærari valkostur við saltfiskframleiðslu. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna í lokaskýrslu verkefnisins sem nálgast má hér, á heimasíðu verkefnisins eða hjá willum@vsv.is , cecilie@matis.is eða jonas@matis.is

Skýrslur

Utilising side streams from a reverse osmosis water treatment plant for production of brine for fish salting / Nýting hliðarstrauma frá vatnshreinsistöð sem byggir á sameindasíun á sjó til framleiðslu á pækli fyrir fisksöltun

Útgefið:

17/12/2025

Höfundar:

Cécile Dargentolle, Sigurjón Arason, Jónas Baldursson, Guðrún Svana Hilmarsdóttir, Jónas R. Viðarsson, Willum Andersen (VSV), Pedro Afonso Pinto Coelho (VSV)

Styrkt af:

Lóa - nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

Tengiliður

Cecile Dargentolle

Verkefnastjóri

cecile@matis.is

Frá 1968 þegar vatnsleiðsla var fyrst tengd á milli Vestmannaeyja og fastalandsins hafa Eyjabúar reitt sig á aðgengi að ferskvatni í gegnum plastleiðslur sem liggja á hafsbotni. Vestmannaeyingar og atvinnulífið á Eyjunni voru þó óþyrmilega minntir á það óöryggi sem felst af því að vera háðir slíkri tengingu varðandi lífsnauðsynjar 2023 þegar skemmdir urðu á leiðslunni. Í framhaldi fjárfestu fyrirtæki á svæðinu í vatnshreinsibúnaði sem framleitt getur ferskvatn úr sjó. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum fjárfesti meðal annast í slíkum búnaði, og í framhaldi kom upp sú hugmynd hvort ekki væri hægt að nýta þá hliðarstrauma sem til verða við ferskvatnsframleiðsluna. En vatnshreinsistöðin síar steinefni og óhreinindi úr sjónum, þannig að eftir verður hreint vatn. Meðal þeirra steinefna sem síast frá er salt, en Vinnslustöðin er á sama tíma að flytja inn töluvert magn af salti til saltfiskframleiðslu. Það lá því beinast við að kanna möguleikann á að nýta saltpækil sem fellur til við ferskvatnsframleiðsluna fyrir saltfiskvinnslu. Vinnslustöðin fékk því Matís með sér í lið til að kanna fýsileika þess, og fengu auk þess stuðning frá LÓU sjóðnum til að fjármagna hluta af verkefninu. Markmið verkefnisins var að kanna fýsileika þess að nýta salt frá ferskvatnsframleiðslunni til saltfiskframleiðslu m.t.t. matvælaöryggis, afkasta, kostnaðar og sjálfbærni.

Helstu niðurstöður sýndu að hægt er að nota pækilinn (RO-brine) í forsöltun án þess að skerða gæði vörunnar, lit eða sýrustig (pH). Vinnslutilraunirnar sýndu sambærilegar niðurstöður hvað varðar saltmagn í lokaafurðinni og engin neikvæð áhrif á afköstin. Í heildina gæti notkun þessa pækils dregið verulega úr saltinnflutningi til saltfiskframleiðslu, sem gæti leitt til umtalsverðrar lækkunar á kostnaði við framleiðslu saltfisks. Enn fremur sýndi vistferilsmat (LCA) fram á að með því að nýta pækilinn má draga verulega úr umhverfisáhrifum framleiðslunnar, samanborið við hefðbundinn pækil sem framleiddur er úr innfluttu salti.

Sýnt hefur því verið fram á í verkefninu að notkun saltpækils sem fellur til við vatnshreinsun sé tæknilega raunhæfur, hagkvæmur og sjálfbærari valkostur við  saltfiskframleiðslu.
_____
Since 1968, when a freshwater pipeline was first connected between the Westman Islands and the mainland, the islanders have relied on access to freshwater through plastic pipelines that lie on the seabed. The inhabitants of the Islands and its industries were harshly reminded of the insecurity of being dependent on such a connection for their essential needs in 2023 when the pipeline was damaged. Subsequently, companies in the area invested in water treatment plants that can produce freshwater from seawater. Westmann islands largest seafood company and the largest workplace, Vinnslustöðin (VSV) invested in such equipment, and subsequently the idea arose of whether it would be possible to utilize the side streams that are created during the production of freshwater. But the water treatment plant filters minerals and impurities from the sea, so that only clean water remains. Among the minerals that are filtered out is salt, but VSV is at the same time importing considerable amounts of salt for its saltfish production. The focus was therefore on investigating the possibility of using the salt brine that is generated from the freshwater production for saltfish processing. VSV therefore brought Matís on board to investigate its feasibility and also received support from the LÓU Fund to finance part of the project. The aim of the project was to investigate the feasibility of using salt from freshwater production for saltfish production in terms of food safety, yield, cost and sustainability.

The main results showed that the brine can be used in pre-salting without compromising the quality of the product, colour or pH. The processing experiments showed comparable results in terms of salt content in the final product and no negative impact on performance or yield. Overall, the use of the brine could substantially reduce salt imports for saltfish production, which could lead to a significant reduction in the cost of producing salted fish. Furthermore, a life cycle assessment (LCA) showed that by utilizing the brine, the environmental impact of production can be substantially reduced, compared to traditional brine produced from imported salt.

The project has therefore demonstrated that the use of salt brine generated during water purification process using reverse osmosis is a technically feasible, economical and more sustainable alternative to current practises for saltfish production.

Skoða skýrslu

Fréttir

Doktorsvörn í matvælafræði – Clara Maria Vasquez Mejia

Þriðjudaginn 16. desember 2025 varði Clara Maria Vasquez-Mejia doktorsritgerð sína í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Umhverfisáhrif eldis á Atlantshafslaxi á Íslandi, með áherslu á vatnsskortsfótspor. Environmental impacts of Atlantic salmon aquaculture in Iceland, with focus on water scarcity footprint.

Andmælendur voru dr. Alexis Laurent, prófessor við Danmarks Tekniske Universitet, DTU, og dr. Giacomo Falcone, dósent við Universita Mediterranea di Reggio Calabria.

Umsjónarkennarar og leiðbeinendur voru Ólafur Ögmundarson og María Guðjónsdóttir. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Alessandro Manzardo, dósent og Hildur Inga Sveinsdóttir, lektor.

Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar, stjórnaði athöfninni sem fór fram í Hátíðasal Háskóla Íslands.

Ágrip

Fiskeldi gegnir sífellt mikilvægara hlutverki í alþjóðlegu fæðuöryggi. Sérstaklega hefur eldi á laxi vaxið hratt á Íslandi, meðal annars vegna aðgengis að hreinu vatni og endurnýjanlegri orku. Í þessari doktorsrannsókn var vistferilsgreiningu (Life Cycle Assessment, LCA) beitt til að meta umhverfisáhrif íslensks laxeldis, með sérstakri áherslu á vatnsskort og kolefnisspor í gegnum alla virðiskeðjuna. Rannsóknin samanstóð af þremur vísindagreinum. Sú fyrsta var kerfisbundin yfirlitsgrein á LCA-rannsóknum á fiskeldi með áherslu á magnbundna vatnsnotkun. Í annarri greininni var vistferilsgreiningu beitt frá vöggu til eldisstöðvar á landeldi á laxi á Íslandi, þar sem áhrif raforkublöndu voru könnuð ásamt mögulegum umhverfislegum ávinningi af nýtingu úrgangs frá fiskeldi sem áburð var metinn út frá á innihaldi hans af köfnunarefni, fosfór og kalíum (NPK). Í þriðju greininni var að lokum beitt landsvíslegri greiningu þar sem innbyggt vatns- og kolefnisspor fóðurhráefna sem notuð eru í land- og sjóeldi á laxi var borið saman, með tilliti til rekjanleika hráefna til upprunalanda þeirra. Niðurstöðurnar sýna að þótt Ísland njóti góðs af endurnýjanlegri orku og gnægð ferskvatns leggur fiskeldisiðnaðurinn óbeint umhverfisálag á önnur lönd í gegnum framleiðslu og innflutningi á fóðri frá öðrum löndum. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að velja sjálfbærari innihaldsefni fóðurs og þess að taka vatnsskort og tengd umhverfisáhrif með í reikninginn við þróun framtíðarfiskeldis á Íslandi.

Ritrýndar greinar

Influence of freezing before or after hot-smoking on the quality and sensory attributes of canned deep-skinned Atlantic mackerel

Tengiliður

Hildur Inga Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

hilduringa@matis.is

Growing fish consumption worldwide has driven fish processors to introduce innovative seafood products with extended shelf-life and desirable organoleptic properties. Atlantic mackerel (Scomber scombrus) enters the Icelandic catching waters during a well-fed and fatty stage during summer, providing several challenges for its processing and utilization for human consumption. This study investigates the impact of freezing this well-fed and fatty deep-skinned Atlantic mackerel fillets before and after smoking, prior to canning to assess its suitability for processing of smoked and canned products for human consumption. Physicochemical and organoleptic properties of canned fillets were evaluated after 1 and 12 months of storage at room temperature. The formation of primary oxidation products (peroxide value, PV) was similar in both cases, while the secondary oxidation products (thiobarbituric acid reactive substances, TBARS) were notably lower when the fillets were smoked before freezing. Additionally, PV and TBARS levels were significantly reduced in all canned mackerel samples after prolonged storage compared to those stored for a shorter period. However, lipid oxidation and hydrolysis were minimal after both treatments, indicating that these factors do not pose a significant issue for these products. Instrumental texture analysis and product evaluation of canned mackerel revealed more favourable characteristics (firmer fillets, nor mushy) when fillets were frozen first and then hot-smoked (FSC). In contrast, fillets that were smoked first and then frozen (SFC), irrespective of the canning storage time, exhibited a mushy texture and appearance, which could negatively impact consumer acceptance. Therefore, freezing prior to hot-smoking may represent a better option if the fillets are intended for canning.

Hlekkur að grein.

Fréttir

Rannsókn á virkni Omega Cold FFA

Matís hefur hafið rannsókn á virkni Omega Cold lýsi með viðbættum fríum fitusýrum. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvort lýsið hefur áhrif á smitnæmi fólks fyrir veirusýkingum, svo sem kvefi, inflúensu eða COVID, og veikindi sem slíkar sýkingar valda.

Meira um rannsóknina

Lýsið sem algengast er á markaði í dag hefur verið hreinsað af svokölluðum fríum fitusýrum. Áður en farið var að hreinsa lýsi á þennan hátt innihélt það fríar fitusýrur í nokkru magni. Omega Cold lýsið, sem notað er í þessari rannsókn, er hreinsað lýsi líkt og algengast er á markaði í dag en líkist gamla lýsinu að því leyti að það inniheldur fríar fitusýrur (2%). Rannsóknir sem Lipid Pharmaceuticals ehf. lét gera í Bandaríkjunum sýndu að lítið magn þessara fitusýra í tilraunaglösum drap veirur sem valda COVID-19 og kvefi. Þessi rannsókn er fyrsta skrefið í því að kanna hvort  lýsi með fríum fitusýrum geti hindrað framgang þessara veira í fólki. Rannsóknin gengur því út á það að bera saman tvo hópa fólks með tilliti til kvefs og annarra öndunarfærasýkinga, þeirra sem taka Omega Cold lýsið og hinna sem taka jurtaolíu í staðinn. Stefnt er að því að alls taki 400 manns þátt í rannsókninni.

Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands og Lipid Pharmaceuticals ehf. og er styrkt af Tækniþróunarsjóði. Matís heldur utan um framkvæmd rannsóknarinnar. Vísindasiðanefnd hefur veitt leyfi fyrir rannsókninni.

Fréttir

Aukaafurðir afsöltunar nýttar til sjálfbærari vinnslu í sjávarútvegi

Tengiliður

Cecile Dargentolle

Verkefnastjóri

cecile@matis.is

Matís og Vinnslustöðin hafa unnið náið saman að verkefninu Sjávarsalt, þar sem rannsakað er nýtni aukaafurðar (pækill) úr búnaði sem framleiðir ferskvatn úr sjó.

Frá því síðasta sumar hefur Matís og Vinnslustöðin unnið saman að verkefninu Sjávarsalt, sem hlaut nýsköpunarstyrk úr sjóðnum Lóu árið 2024, með það að markmiði að nýta nýstárlegar og sjálfbærar aðferðir við saltfiskframleiðslu.

Eftir að ferskvatnslögnin til Vestmannaeyja rofnaði fyrir nokkrum árum keypti VSV afsöltunarbúnað frá hollenska fyrirtækinu Hatenboer-water til að tryggja ferskvatnsframboð í eyjum. Ein aukaafurð úr þessari vinnslu er pækill(brine) sem hingað til hefur ekki verið nýttur. Sjávarsalt-verkefnið athugar hvort hægt sé að nýta þessa aukaafurð úr ferskvatnsframleiðslunni sem fyrsta þrep í saltfiskvinnslu, eða pæklun fisks. Í hefðbundinni aðferð er blandað ferskvatni og innfluttu salti. Með því að skipta yfir í að nota aukaafurð úr afsöltunarbúnaðinum í stað ferskvatns og innflutts salts í fyrsta þrepinu (pæklun) væri hægt að minnka notkun á innfluttu salti. Hluti verkefnisins var einnig að kanna hvort pækillinn hefði áhrif á gæði saltfisksins.

Megintilgangur verkefnisins er að auka nýtingu hráefna og endurnýtingu í fiskvinnslu og draga úr notkun á innfluttu salti. Ef vel tekst til gæti þetta orðið fyrirmynd fyrir nýja vinnslulínu og umhverfisvænni vinnubrögð í sjávarútvegi. Niðurstöður tilrauna lofa góðu og gæði fisksins breyttist ekki, framleiðsluferlið gæti því orðið bæði sjálfbærara og ódýrara.

Fréttir

Kolefnisspor íslenskra matvæla – nýtt verkefni varpar ljósi á kolefnislosun íslenskrar matvælaframleiðslu

Ný rannsókn Matís sýnir kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöts og grænmetis – og leggur grunn að opinberum upplýsingum um umhverfisáhrif í ÍSGEM gagnagrunninum.

Í verkefninu Kolefnisspor íslenskra matvæla (KÍM), sem er samstarfsverkefni Matís, Háskóla Íslands og EFLU, hefur verið þróuð samræmd og vísindalega studd aðferð til að meta losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskri matvælaframleiðslu. Verkefnið náði til fjögurra helstu matvælaflokka: mjólkur, nautakjöts, lambakjöts og grænmetis (kartöflur og gúrkur). Markmið verkefnisins var ekki einungis að þróa aðferðafræðina heldur einnig að framkvæma útreikninga með íslenskum gögnum og bera niðurstöðurnar saman við evrópsk viðmið.

Gagnaöflun og aðferðafræði byggð á alþjóðlegum stöðlum

Gagnaöflun fór fram í nánu samstarfi við innlenda framleiðendur og hagsmunaaðila. Þar sem frumgögn voru takmörkuð var stuðst við alþjóðlega viðurkennda gagnagrunna til að tryggja áreiðanleika og samanburðarhæfni. Útreikningar byggðu að mestu á vistferilsgreiningu (LCA) samkvæmt ISO-stöðlum, en einnig var tekið mið af GHG Protocol, Product Environmental Footprint (PEF) og Environmental Product Declaration (EPD) aðferðum.

Niðurstöður sýna íslensk matvæli á pari við evrópsk viðmið

Niðurstöður sýna að reiknað kolefnisspor íslenskra matvæla er almennt á svipuðu bili og það sem greint hefur verið fyrir sambærileg matvæli í Evrópu samkvæmt birtum rannsóknum. Hins vegar er umtalsverður munur á milli vöruflokka og framleiðsluaðferða. Greiningin dregur fram ákveðna styrkleika íslenskrar matvælaframleiðslu, svo sem notkun endurnýjanlegrar orku og stuttra virðiskeðja, en einnig þörf á frekari gögnum til að gera nákvæmari samanburð við önnur lönd.

Kolefnisspor lambakjöts, skipt eftir ólíkum þáttum framleiðslunnar. Rauðar súlur sýna umhverfisáhrif efri virðiskeðju.

Kolefnisspor matvæla gerð aðgengileg í ÍSGEM gagnagrunninum

Verkefnið lagði jafnframt grunn að því að kolefnisspor verði birt í ÍSGEM gagnagrunninum, þar sem almenningur, stefnumótendur og framleiðendur geta nálgast upplýsingar á gagnsæjan hátt. Enn er verið að útfæra hvernig niðurstöður verði birtar í gagnagrunninum, bæði hvað varðar form og nákvæmni gagna.

Þó verkefnið einblíni á kolefnisspor (GWP100) sýnir það skýrt mikilvægi þess að bæta við fleiri umhverfisáhrifaflokkum í framtíðinni, svo sem vatnsnotkun, næringarefnaauðgun og áhrif á líffræðilega fjölbreytni, til að ná heildstæðri mynd af sjálfbærni íslenskra matvæla.

Verkefnið heldur áfram undir heitinu KÍM 2, þar sem unnið verður að frekari greiningu á kolefnisspori fleiri íslenskra matvæla. Einnig hefur hafist nýtt verkefni, KÍM – sjávarafurðir, sem beinist að losun íslenskra fiskafurða. Með þessum framhaldsverkefnum verður unnið að því að byggja upp heildstæða mynd af umhverfisáhrifum íslenskrar matvælaframleiðslu frá landi til sjávar.

Verkefnið KÍM var unnið með stuðningi Matvælasjóðs.

testmenu

IS