Ritrýndar greinar

Dietary amino acids impact sperm performance traits for a catadromous fish, Anguilla anguilla reared in captivity.

Little is known about the role of dietary amino acids on male reproductive performance and gamete quality in fishes. Thus, the objective of this study was to investigate how “enhanced” feeds (EH-4, EH-5, EH-6), with modified amino acid composition, and the standard on-growing diet (DAN-EX) impact body composition, milt biochemistry, and sperm performance in male European eelAnguilla anguilla. The fatty acid composition of EH-4, EH-5, and EH-6 was similar but differed to that in DAN-EX, while amino acid composition varied between all four diets. Diet did not influence organ-somatic indices (e.g. HSI, GSI), while males fed EH-4 were heavier than other groups. Arginine, alanine, and lysine were the most abundant amino acids in milt (>11%), followed by glycine, aspartic acidvalineglutamic acid, and leucine (>5.66%). Diet impacted milt arginine, serineprolinemethionine, and histidine levels. Specifically, males fed DAN-EX, EH-4, and EH-5 had the highest percentages of arginine, while males fed EH-4 to EH-6 had higher percentages of serine. Proline was most abundant in males fed DAN-EX, EH-5, and EH-6. Both methionine and histidine were detected at low percentages (<2%), and were impacted by diet, where males fed EH-4 and EH-5 had higher percentages of methionine, and males fed DAN-EX, EH-4, and EH-6 had the highest percentage of histidine. Milt production increased over time, where eels fed EH-4 and EH-6 showed the highest probability of producing suited milt volumes (>0.5 mL) for fertilization procedures. Spermatocrit (43.1 ± 1.80%) did not differ between the diets (ranged from 37.57 to 47.21%). Dietary regime had an impact on sperm motility, such that eels fed EH-5 and EH-6 had the greatest percentage of motile cells. In addition, fish fed EH-5 and EH-6 (or DAN-EX) had the fastest swimming sperm. Spermatogenic maturity index of hormonally treated eels varied within groups but did not differ between dietary treatment groups after 9 weeks of injections (ranged from 0.54 to 0.80). The most interesting amino acids to scrutinize from PCA plots were proline, histidine, and valine as well as lysine and arginine. Here, eels with highly motile sperm had milt with high relative proportions of proline, histidine, and valine, but were particularly low in lysine and arginine. Together, our findings add evidence that certain amino acids regulate milt biochemistry, and that male ejaculate traits may be promoted by amino acid intake. Further studies to evaluate effects of supplemented amino acid diets on fertilization ability and inter-linked early developmental stages are required.

Hlekkur að grein.

Ritrýndar greinar

Efficiency of fishmeal and fish oil processing of different pelagic fish species: Identification of processing steps for potential optimization toward protein production for human consumption

Most fish meal and fish oil production facilities run with outdated processes, producing low-value products, typically not intended for human consumption. The aim of the study was to perform a detailed analysis of the current fishmeal and oil production processes of capelin (Mallotus villosus), and compare the key locations of both fattier and leaner pelagic raw material to identify which steps need to be improved for the production of higher-value products. Results indicated inefficient draining and concentration during the production process and ineffective break-down of the raw material, as lipid separation was ineffective in all studied species. Although the raw material initially differed in lipid content (2%–20%, depending on the species), all fishmeal produced resulted in high-lipid fishmeal (9%–14%). Chemical composition variations in the solid steams entering the dryers suggested that drying these streams individually could lead to more process and product flexibility, which can result in higher-value products, such as fish meal and protein powders for human consumption. Practical applications: Traditional production lines of fishmeal and fish oil factories have remained the same for decades, resulting in low-quality products with a low market price. Therefore, optimization and redesign of the production processes are needed to increase the product quality. This study analyzed the lipid quality and water content in all processing steps. The current evaluations will help to shift the traditional fishmeal and fish oil production process from low-quality to high-quality products intended for human consumption by presenting a detailed analysis of the production process not available in the literature to date. Our results can act as reference values for other fishmeal and fish oil producers to assess their production quality. That includes identification of bottlenecks affecting the efficiency and effectiveness of their production processes.

Hlekkur að grein.

Ritrýndar greinar

Identification of environmental hotspots in fishmeal and fish oil production towards the optimization of energy-related processes

This study assessed the environmental impacts of a pelagic fishmeal and fish oil production plant in Iceland with the life cycle assessment methodology. The study focused on assessing the effects of different energy sources for utility production due to the high energy intensity of fishmeal and fish oil production, as quality improved with lower cooking temperature. The environmental hotspots of three different processing scenarios were assessed, where the factory was run on hydropower (Scenario 0), heavy fuel (Scenario 1) and a composition of both (Scenario 2), from cradle-to-factory gate. Midpoint results showed that the raw material acquisition contributed the most to the environmental impact when the fishmeal factory was operating on hydropower. However, drying had the highest impact when heavy fuel oil was used for utility production. This study also demonstrated that lowering the cooking temperature from 90 to 85 °C, led to improved quality and simultaneously reduced environmental impacts during processing. This indicated that a small energy adjustment in the production can have an environmental gain, demonstrating the necessity to optimize each processing step in the fishmeal and fish oil production process both for increased product quality and minimizing environmental impacts.

Hlekkur að grein.

Ritrýndar greinar

Changes in Protein and Non-Protein Nitrogen Compounds during Fishmeal Processing—Identification of Unoptimized Processing Steps

Quality changes of protein and non-protein nitrogen compounds during industrial fishmeal processing of fatty pelagic species (mackerel/herring rest material blend, MHB) and lean fish (whole blue whiting, BW) were studied to identify processing steps that require optimization to allow production of products for human consumption. Samples from protein-rich processing streams throughout the fishmeal production were analyzed for proximate composition, salt soluble protein content (SSP), biogenic amines (BA), total volatile basic nitrogen (TVB-N), trimethylamine (TMA), and dimethylamine (DMA). Mass flows throughout processing were balanced based on the total mass and proximate composition data. The quality of the final fishmeal products was highly dependent on the fish species being processed, indicating that the processes require optimization towards each raw material. The chemical composition changed in each processing step, resulting in different properties in each stream. Most of the non-protein nitrogen compounds (including BA, TVB-N, TMA, and DMA) followed the liquid streams. However, the concentrate contributed less than 20% to the produced fishmeal quantity. Mixing of this stream into the fishmeal processing again, as currently carried out, should thus be avoided. Furthermore, the cooking, separating, and drying steps should be optimized to improve the water and lipid separation and avoid the formation of undesired nitrogen compounds to produce higher-value products intended for human consumption.

Hlekkur að grein.

Fréttir

Aukin sjálfbærni í fiskeldi með áherslu á fóður og hliðarstrauma

AG Fisk ráðstefna, 11. Október 2023 | Grand hótel Reykjavík og í streymi.

Þann 11. október 2023 var haldin ráðstefna og vinnustofa um fiskeldi með áherslu á nýtingu hliðarstrauma og sjálfbæra fóðurframleiðslu.

Ráðstefnan var haldin á vegum AG Fisk en það er samráðsvettvangur um sjávarútvegsmál sem starfar þvert á öll Norðurlöndin fyrir tilskipan Norrænu ráðherranefndarinnar sem Ísland leiddi árið 2023.

Hér að neðan má sjá dagskrá viðburðarins. Ef smellt er á valin erindi birtast glærukynningar.

Kostnaður var krónur 5000 og voru veitingar innifaldar.

Fyrirlestrum var einnig streymt.

Fréttir

Matís býður upp á erfða- og upprunagreiningar á laxi í fiskrækt

Tengiliður

Sæmundur Sveinsson

Fagstjóri

saemundurs@matis.is

Á undanförnum vikum hafa fjölmargir strokulaxar úr sjókvíaeldi veiðst víða um land sem bendir til að eldislax í laxveiðiám sé orðinn nokkuð útbreiddur á Íslandi. Fiskrækt hefur verið stunduð hér á landi um áratuga skeið til að auka fiskgengd í ám. Sú ræktun byggir á veiðum á klakfiski úr viðkomandi ám og eldi á seiðum í eldisstöðvum.

Mikilvægt er að tryggja að eldislax rati ekki í þessa ræktun, þar sem slíkt getur aukið erfðablöndum í ám til muna. Í mörgum tilfellum eru strokulaxar auðþekktir á útlitseinkennum, t.d. skemmdum á uggum og eyddum tálknabörðum. Mun erfiðara getur reynst að þekkja strokulaxa sem sloppið hafa snemma í eldisferlinum, þar sem hefðbundin útlitseinkenni eru ekki eins áberandi. Sjónrænt mat er ekki nægjanlega öruggt til að fjarlægja fiska sem eiga uppruna sinn úr sjókvíaeldi. Erfðagreiningar eru því nauðsynlegar til að tryggja að fiskur sem nýttur er til fiskræktar sé villtur. Matís hefur stundað erfðagreiningar á laxi um árabil, bæði til grunnrannsókna en einnig til að rekja uppruna strokulaxa sem veiðast í ám.

Þær erfðagreiningar sem Matís býður upp á byggja á 14 erfðamörkum, svokölluðum Salsea setti. Þessi erfðamörk eru ákaflega næm og hafa verið notuð til þess að meta stofngerð íslenskra laxa.  Einnig hafa erfðamörkin reynst vel til þess að rekja laxa sem veiðast sem meðafli í uppsjávarveiðum við Ísland til áa í Evrópu og Íslandi. Arfgerðarsettið er jafnframt nógu næmt til þess að greina milli eldislax og villts lax og getur greint blendinga af fyrstu kynslóð. Fyrstu kynslóðar blendingur er afkvæmi villts lax og fisks úr eldi.

Matís býður veiðifélögum upp á erfðagreiningar á fiski sem til stendur að nýta í fiskrækt.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Dr. Sæmund Sveinsson, fagstjóra í erfðafræði.

Fréttir

Vel heppnuð haustferð starfsfólks í Ölfus

Fimmtudaginn 21. september brá starfsfólk Matís undir sig betri fætinum og skellti sér í haustferð austur fyrir fjall. Dagurinn var sólríkur og fallegur og Ölfus skartaði sínu fegursta.

Fyrsti viðkomustaður hópsins var Ráðhús Ölfuss í Þorlákshöfn. Þar tóku þau Kolbrún Hrafnkelsdóttir og Rúnar Þórarinsson vel á móti okkur með kaffi og kleinum og kynntu fyrir hópnum Ölfus Cluster, Grænan iðngarð, starfsemi First Water og Jarðlífs og fleiri spennandi þætti sem eru í gangi í þessu ört vaxandi sveitarfélagi. Óhætt er að segja að af nógu hafi verið að taka!

Eftir kynninguna var haldið í vettvangsferð um svæði First Water en það er lokuð landeldisstöð sem er í hraðri uppbyggingu um þessar mundir. Það var tilkomumikið að ganga um svæðið sem er gríðarstórt og fullt af möguleikum. Rúnar leiðsagði hópnum og sýndi hvernig uppbyggingin hefur verið undanfarna mánuði og hverjar áætlanirnar eru fyrir næstu misseri.

Eftir gönguferð um svæðið var stoppað á veitingastaðnum Hafinu Bláa sem staðsett er við ósa Ölfusár milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar. Þar var dýrindis humarsúpa og nýbakað brauð borið á borð og hópurinn gat notið útsýnisins og veðurblíðunnar á þessum skemmtilega stað.

Þaðan lá leiðin upp á Hellisheiði, í húsakynni Orku Náttúrunnar og VAXA. Kristinn Hafliðason eða Kiddi í VAXA eins og hann er gjarnan kallaður sagði frá uppbyggingu og starfsemi fyrirtækisins sem endurnýtir vatn og orku frá Hellisheiðarvirkjun til þess að rækta örþörunga og framleiða úr þeim sjálfbær matvæli. Hópurinn fékk að ganga um framleiðslusalinn sem er afar skemmtileg upplifun vegna þess að allt svæðið er baðað fjólubláu ljósi sem örþörungarnir þrífast vel í.

Hópurinn endaði svo daginn á því að fá sér kaffisopa á Hellisheiði og halda aftur sem leið lá til Reykjavíkur.

Starfsfólk Matís vill koma á framfæri þökkum fyrir frábærar móttökur í Ölfusi.  

Fréttir

Ráðstefna um umhverfisáhrif og orkuskipti í sjávarútvegi – upptaka

Þann 13. september síðastliðinn fór fram samnorræn ráðstefna um umhverfisáhrif sjávarútvegsins og orkuskipti í greininni. Ráðstefnan var haldin á vegum AG Fisk en það er samráðsvettvangur um sjávarútvegsmál sem starfar þvert á öll Norðurlöndin fyrir tilskipan Norrænu Ráðherranefndarinnar sem Ísland leiðir árið 2023.

Jónas R. Viðarsson, sviðsstjóri verðmætasköpunar hjá Matís stýrði viðburðinum fyrir hönd AG-Fisk. Margir af helstu sérfræðingum Norðurlandanna í málaflokknum fluttu erindi auk þess sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, flutti opnunarávarp. Ráðstefnan fór fram á ensku.

Ráðstefnan var tekin upp í heild sinni og eru upptökurnar aðgengilegar í spilurum hér að neðan.

Svipmyndir frá viðburðinum:

Upptaka frá ráðstefnunni, fyrsti hluti:

Upptaka frá ráðstefnunni, annar hluti:

Upptaka frá ráðstefnunni, þriðji hluti:

Frekari upplýsingar um viðburðinn og glærur frá þeim erindum sem flutt voru má nálgast á verkefnasíðu hans hér: Norrænt netverk um umhverfisáhrif og orkuskipti í sjávarútvegi

Fréttir

Námskeið í þörungalíftækni

Tengiliður

Elísabet Eik Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri

elisabet@matis.is

Í samstarfi við Háskólann í Cambridge, SAMS (Scottish association for Marine Science), Fraunhofer og Culture Collection of algae & protozoa býður Matís upp á námskeið í þörungalíftækni. Námskeiðin eru hluti af EIT-food verkefninu Algae Biotechnology

Markmið þessara námskeiða er að veita grunn þjálfun og fræðslu í þörungalíftækni. Fjallað verður um ræktun þörunga, vöxt þeirra og líftækni á rannsóknarstofum og í tilraunaaðstöðu. Þátttakendur munu fá innsýn í reynsluheim sérfræðinga bæði frá iðnaðar- og frumkvöðlasjónarmiði. Þetta getur hjálpað þátttakendum að stofna eða bæta eigin starfsemi sem snýr að þörungum.

Boðið er upp á námskeið bæði á netinu og í eigin persónu og mun það tryggja uppbyggingu og eflingu tengslanets fyrir alla þátttakendur víða að úr heiminum.

Námskeiðið er opið öllum með BA-, MSc- eða doktorsgráðu eða umtalsverða reynslu úr fiskeldisgeiranum eða matvælakerfinu, sérstaklega fólki frá löndum innan ESB og EIT Food tengdum löndum.

Þrjár leiðir til þess að taka þátt í námskeiðinu:

  • 3 daga netnámskeið (28. -30. nóvember 2023) sem fylgt er eftir með 5 daga staðnámskeiði (15. – 19. apríl 2024) við háskólann í Cambridge, Algal Innovation Centre í Bretlandi. (30 laus pláss)
  • Aðeins 3 daga netnámskeið (28. -30. nóvember 2023) (60 laus pláss)
  • Aðeins 5 daga staðnámskeið (15. – 19. apríl 2024) við háskólann í Cambridge, Algal Innovation Centre í Bretlandi. (30 laus pláss)

Nánari upplýsingar um námskeiðið ásamt upplýsingum um skráningu má finna á vefsíðu verkefnisins hér: Algae Biotechnology

Fréttir

Erfðagreiningar á strokulöxum í fullum gangi

Mikið hefur verið að gera á rannsóknastofu Matís í erfðafræði undanfarna daga við greiningar á meintum eldislöxum sem veiðst hafa í fjölda áa undanfarnar vikur.

Matís hefur að undanförnu fengið send sýni úr löxum frá Hafrannsóknastofnun til erfðafræðirannsókna. Á rannsóknarstofu Matís er erfðaefni einangrað og svokölluð tafsraðagreining framkvæmd. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunnar nýta niðurstöður síðan til að kanna hvort laxinn sé villtur eða af eldisuppruna. Ef hann reynist upprunninn úr eldi, eru erfðagögnin notuð til að rekja uppruna fisksins. Mikilvægt er að viðhalda þekkingu, tækjabúnaði og færni til að hægt sé að framkvæma þessar greiningar hér á landi. Það tryggir stuttar boðleiðir auk þess að stuðla að öruggari og skjótari greiningu sýna. Að lokum má nefna að Matís og Hafrannsóknastofnun vinna sameiginlega að þróun erfðamarkasetts til að meta erfðablöndun frá eldislaxi í íslenskum stofnum.

Matís hefur í gegnum tíðina unnið mörg rannsóknarverkefni á erfðafræði íslenskra laxa. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að stofnar í íslenskum ám eru fjölbreytilegir og mikill erfðafræðilegur munur er á milli og innan vatnasviða.

Sjá einnig:

Strokulaxar í ám – árvekni veiðimanna mikilvæg

IS