Ritrýndar greinar

Identification of environmental hotspots in fishmeal and fish oil production towards the optimization of energy-related processes

This study assessed the environmental impacts of a pelagic fishmeal and fish oil production plant in Iceland with the life cycle assessment methodology. The study focused on assessing the effects of different energy sources for utility production due to the high energy intensity of fishmeal and fish oil production, as quality improved with lower cooking temperature. The environmental hotspots of three different processing scenarios were assessed, where the factory was run on hydropower (Scenario 0), heavy fuel (Scenario 1) and a composition of both (Scenario 2), from cradle-to-factory gate. Midpoint results showed that the raw material acquisition contributed the most to the environmental impact when the fishmeal factory was operating on hydropower. However, drying had the highest impact when heavy fuel oil was used for utility production. This study also demonstrated that lowering the cooking temperature from 90 to 85 °C, led to improved quality and simultaneously reduced environmental impacts during processing. This indicated that a small energy adjustment in the production can have an environmental gain, demonstrating the necessity to optimize each processing step in the fishmeal and fish oil production process both for increased product quality and minimizing environmental impacts.

Hlekkur að grein.

Ritrýndar greinar

Changes in Protein and Non-Protein Nitrogen Compounds during Fishmeal Processing—Identification of Unoptimized Processing Steps

Quality changes of protein and non-protein nitrogen compounds during industrial fishmeal processing of fatty pelagic species (mackerel/herring rest material blend, MHB) and lean fish (whole blue whiting, BW) were studied to identify processing steps that require optimization to allow production of products for human consumption. Samples from protein-rich processing streams throughout the fishmeal production were analyzed for proximate composition, salt soluble protein content (SSP), biogenic amines (BA), total volatile basic nitrogen (TVB-N), trimethylamine (TMA), and dimethylamine (DMA). Mass flows throughout processing were balanced based on the total mass and proximate composition data. The quality of the final fishmeal products was highly dependent on the fish species being processed, indicating that the processes require optimization towards each raw material. The chemical composition changed in each processing step, resulting in different properties in each stream. Most of the non-protein nitrogen compounds (including BA, TVB-N, TMA, and DMA) followed the liquid streams. However, the concentrate contributed less than 20% to the produced fishmeal quantity. Mixing of this stream into the fishmeal processing again, as currently carried out, should thus be avoided. Furthermore, the cooking, separating, and drying steps should be optimized to improve the water and lipid separation and avoid the formation of undesired nitrogen compounds to produce higher-value products intended for human consumption.

Hlekkur að grein.

Fréttir

Aukin sjálfbærni í fiskeldi með áherslu á fóður og hliðarstrauma

AG Fisk ráðstefna, 11. Október 2023 | Grand hótel Reykjavík og í streymi.

Þann 11. október 2023 var haldin ráðstefna og vinnustofa um fiskeldi með áherslu á nýtingu hliðarstrauma og sjálfbæra fóðurframleiðslu.

Ráðstefnan var haldin á vegum AG Fisk en það er samráðsvettvangur um sjávarútvegsmál sem starfar þvert á öll Norðurlöndin fyrir tilskipan Norrænu ráðherranefndarinnar sem Ísland leiddi árið 2023.

Hér að neðan má sjá dagskrá viðburðarins. Ef smellt er á valin erindi birtast glærukynningar.

Kostnaður var krónur 5000 og voru veitingar innifaldar.

Fyrirlestrum var einnig streymt.

Fréttir

Matís býður upp á erfða- og upprunagreiningar á laxi í fiskrækt

Tengiliður

Sæmundur Sveinsson

Fagstjóri

saemundurs@matis.is

Á undanförnum vikum hafa fjölmargir strokulaxar úr sjókvíaeldi veiðst víða um land sem bendir til að eldislax í laxveiðiám sé orðinn nokkuð útbreiddur á Íslandi. Fiskrækt hefur verið stunduð hér á landi um áratuga skeið til að auka fiskgengd í ám. Sú ræktun byggir á veiðum á klakfiski úr viðkomandi ám og eldi á seiðum í eldisstöðvum.

Mikilvægt er að tryggja að eldislax rati ekki í þessa ræktun, þar sem slíkt getur aukið erfðablöndum í ám til muna. Í mörgum tilfellum eru strokulaxar auðþekktir á útlitseinkennum, t.d. skemmdum á uggum og eyddum tálknabörðum. Mun erfiðara getur reynst að þekkja strokulaxa sem sloppið hafa snemma í eldisferlinum, þar sem hefðbundin útlitseinkenni eru ekki eins áberandi. Sjónrænt mat er ekki nægjanlega öruggt til að fjarlægja fiska sem eiga uppruna sinn úr sjókvíaeldi. Erfðagreiningar eru því nauðsynlegar til að tryggja að fiskur sem nýttur er til fiskræktar sé villtur. Matís hefur stundað erfðagreiningar á laxi um árabil, bæði til grunnrannsókna en einnig til að rekja uppruna strokulaxa sem veiðast í ám.

Þær erfðagreiningar sem Matís býður upp á byggja á 14 erfðamörkum, svokölluðum Salsea setti. Þessi erfðamörk eru ákaflega næm og hafa verið notuð til þess að meta stofngerð íslenskra laxa.  Einnig hafa erfðamörkin reynst vel til þess að rekja laxa sem veiðast sem meðafli í uppsjávarveiðum við Ísland til áa í Evrópu og Íslandi. Arfgerðarsettið er jafnframt nógu næmt til þess að greina milli eldislax og villts lax og getur greint blendinga af fyrstu kynslóð. Fyrstu kynslóðar blendingur er afkvæmi villts lax og fisks úr eldi.

Matís býður veiðifélögum upp á erfðagreiningar á fiski sem til stendur að nýta í fiskrækt.

Áhugasömum er bent á að hafa samband við Dr. Sæmund Sveinsson, fagstjóra í erfðafræði.

Fréttir

Vel heppnuð haustferð starfsfólks í Ölfus

Fimmtudaginn 21. september brá starfsfólk Matís undir sig betri fætinum og skellti sér í haustferð austur fyrir fjall. Dagurinn var sólríkur og fallegur og Ölfus skartaði sínu fegursta.

Fyrsti viðkomustaður hópsins var Ráðhús Ölfuss í Þorlákshöfn. Þar tóku þau Kolbrún Hrafnkelsdóttir og Rúnar Þórarinsson vel á móti okkur með kaffi og kleinum og kynntu fyrir hópnum Ölfus Cluster, Grænan iðngarð, starfsemi First Water og Jarðlífs og fleiri spennandi þætti sem eru í gangi í þessu ört vaxandi sveitarfélagi. Óhætt er að segja að af nógu hafi verið að taka!

Eftir kynninguna var haldið í vettvangsferð um svæði First Water en það er lokuð landeldisstöð sem er í hraðri uppbyggingu um þessar mundir. Það var tilkomumikið að ganga um svæðið sem er gríðarstórt og fullt af möguleikum. Rúnar leiðsagði hópnum og sýndi hvernig uppbyggingin hefur verið undanfarna mánuði og hverjar áætlanirnar eru fyrir næstu misseri.

Eftir gönguferð um svæðið var stoppað á veitingastaðnum Hafinu Bláa sem staðsett er við ósa Ölfusár milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar. Þar var dýrindis humarsúpa og nýbakað brauð borið á borð og hópurinn gat notið útsýnisins og veðurblíðunnar á þessum skemmtilega stað.

Þaðan lá leiðin upp á Hellisheiði, í húsakynni Orku Náttúrunnar og VAXA. Kristinn Hafliðason eða Kiddi í VAXA eins og hann er gjarnan kallaður sagði frá uppbyggingu og starfsemi fyrirtækisins sem endurnýtir vatn og orku frá Hellisheiðarvirkjun til þess að rækta örþörunga og framleiða úr þeim sjálfbær matvæli. Hópurinn fékk að ganga um framleiðslusalinn sem er afar skemmtileg upplifun vegna þess að allt svæðið er baðað fjólubláu ljósi sem örþörungarnir þrífast vel í.

Hópurinn endaði svo daginn á því að fá sér kaffisopa á Hellisheiði og halda aftur sem leið lá til Reykjavíkur.

Starfsfólk Matís vill koma á framfæri þökkum fyrir frábærar móttökur í Ölfusi.  

Fréttir

Ráðstefna um umhverfisáhrif og orkuskipti í sjávarútvegi – upptaka

Þann 13. september síðastliðinn fór fram samnorræn ráðstefna um umhverfisáhrif sjávarútvegsins og orkuskipti í greininni. Ráðstefnan var haldin á vegum AG Fisk en það er samráðsvettvangur um sjávarútvegsmál sem starfar þvert á öll Norðurlöndin fyrir tilskipan Norrænu Ráðherranefndarinnar sem Ísland leiðir árið 2023.

Jónas R. Viðarsson, sviðsstjóri verðmætasköpunar hjá Matís stýrði viðburðinum fyrir hönd AG-Fisk. Margir af helstu sérfræðingum Norðurlandanna í málaflokknum fluttu erindi auk þess sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, flutti opnunarávarp. Ráðstefnan fór fram á ensku.

Ráðstefnan var tekin upp í heild sinni og eru upptökurnar aðgengilegar í spilurum hér að neðan.

Svipmyndir frá viðburðinum:

Upptaka frá ráðstefnunni, fyrsti hluti:

Upptaka frá ráðstefnunni, annar hluti:

Upptaka frá ráðstefnunni, þriðji hluti:

Frekari upplýsingar um viðburðinn og glærur frá þeim erindum sem flutt voru má nálgast á verkefnasíðu hans hér: Norrænt netverk um umhverfisáhrif og orkuskipti í sjávarútvegi

Fréttir

Námskeið í þörungalíftækni

Tengiliður

Elísabet Eik Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri

elisabet@matis.is

Í samstarfi við Háskólann í Cambridge, SAMS (Scottish association for Marine Science), Fraunhofer og Culture Collection of algae & protozoa býður Matís upp á námskeið í þörungalíftækni. Námskeiðin eru hluti af EIT-food verkefninu Algae Biotechnology

Markmið þessara námskeiða er að veita grunn þjálfun og fræðslu í þörungalíftækni. Fjallað verður um ræktun þörunga, vöxt þeirra og líftækni á rannsóknarstofum og í tilraunaaðstöðu. Þátttakendur munu fá innsýn í reynsluheim sérfræðinga bæði frá iðnaðar- og frumkvöðlasjónarmiði. Þetta getur hjálpað þátttakendum að stofna eða bæta eigin starfsemi sem snýr að þörungum.

Boðið er upp á námskeið bæði á netinu og í eigin persónu og mun það tryggja uppbyggingu og eflingu tengslanets fyrir alla þátttakendur víða að úr heiminum.

Námskeiðið er opið öllum með BA-, MSc- eða doktorsgráðu eða umtalsverða reynslu úr fiskeldisgeiranum eða matvælakerfinu, sérstaklega fólki frá löndum innan ESB og EIT Food tengdum löndum.

Þrjár leiðir til þess að taka þátt í námskeiðinu:

  • 3 daga netnámskeið (28. -30. nóvember 2023) sem fylgt er eftir með 5 daga staðnámskeiði (15. – 19. apríl 2024) við háskólann í Cambridge, Algal Innovation Centre í Bretlandi. (30 laus pláss)
  • Aðeins 3 daga netnámskeið (28. -30. nóvember 2023) (60 laus pláss)
  • Aðeins 5 daga staðnámskeið (15. – 19. apríl 2024) við háskólann í Cambridge, Algal Innovation Centre í Bretlandi. (30 laus pláss)

Nánari upplýsingar um námskeiðið ásamt upplýsingum um skráningu má finna á vefsíðu verkefnisins hér: Algae Biotechnology

Fréttir

Erfðagreiningar á strokulöxum í fullum gangi

Mikið hefur verið að gera á rannsóknastofu Matís í erfðafræði undanfarna daga við greiningar á meintum eldislöxum sem veiðst hafa í fjölda áa undanfarnar vikur.

Matís hefur að undanförnu fengið send sýni úr löxum frá Hafrannsóknastofnun til erfðafræðirannsókna. Á rannsóknarstofu Matís er erfðaefni einangrað og svokölluð tafsraðagreining framkvæmd. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunnar nýta niðurstöður síðan til að kanna hvort laxinn sé villtur eða af eldisuppruna. Ef hann reynist upprunninn úr eldi, eru erfðagögnin notuð til að rekja uppruna fisksins. Mikilvægt er að viðhalda þekkingu, tækjabúnaði og færni til að hægt sé að framkvæma þessar greiningar hér á landi. Það tryggir stuttar boðleiðir auk þess að stuðla að öruggari og skjótari greiningu sýna. Að lokum má nefna að Matís og Hafrannsóknastofnun vinna sameiginlega að þróun erfðamarkasetts til að meta erfðablöndun frá eldislaxi í íslenskum stofnum.

Matís hefur í gegnum tíðina unnið mörg rannsóknarverkefni á erfðafræði íslenskra laxa. Rannsóknir hafa m.a. sýnt að stofnar í íslenskum ám eru fjölbreytilegir og mikill erfðafræðilegur munur er á milli og innan vatnasviða.

Sjá einnig:

Strokulaxar í ám – árvekni veiðimanna mikilvæg

Fréttir

Rannsókn á nýtingarhlutfalli og efnainnihaldi lambakjöts og aukaafurða

Matís hefur unnið verkefni um nýtingarhlutfall og efnainnihald lambakjöts og aukaafurða fyrir Íslenskt lamb ehf. og er Hafliði Halldórsson þar í forsvari en verkefnið er styrkt af Matvælasjóði.

Vegna framfara í kynbótum undanfarin ár var orðinn skortur á gögnum um nýtingu lambakjötsins. Nýtingarhlutfall fyrir lambakjöt var fundið með úrbeiningu á fjölda lambaskrokka. Skrokkunum var skipt upp í kjöt, fitu, bein og sinar. Með þessum móti fær kjötiðnaðurinn gögn fyrir áætlanagerð og kostnaðar- og framlegðarútreikninga.

Viðamiklar efnagreiningar hafa verið gerðar á lambakjöti, innmat og völdum líffærum. Áhersla var lögð á mælingar á próteini og fitu sem ákvarða orkugildið en einnig fara fram mælingar á vatni, heildarmagni steinefna og völdum vítamínum og þungmálmum.

Meðal athyglisverðra niðurstaðna má nefna að B12 vítamín reyndist í nægjanlegu magni til að hægt væri að birta upplýsingar um það undir merkingum á næringargildi. Ekki voru aðeins gerðar mælingar á næringarefnum heldur einnig á þungmálmum sem teljast til óæskilegra efna. Magn þungmálma í lambakjötinu var ekki mælanlegt.

Mynd 1: Julija Igorsdóttir við ICP-massagreininn sem notaður er við mælingar á þungmálmum.

Mynd 2: Svanhildur Hauksdóttir vigtar út sýni af lambalifur til mælinga á vatnsinnihaldi.

Frekari upplýsingar um verkefnið má nálgast á verkefnasíðu þess hér:
Rannsókn á nýtingarhlutfalli og efnainnihaldi lambakjöts og aukaafurða

Fréttir

Skordýr, gersveppir og örþörungar próteingjafar framtíðarinnar?

„Það er raunverulega hægt að þróa matvörur fyrir fólk og fóður fyrir dýr sem inniheldur þessi hráefni. Vörur sem eru þá fyrir vikið í mörgum tilvikum hollari og umhverfisvænni kostur.“ Þetta segir Birgir Örn Smárason, fagstjóri hjá Matís en hann hefur undanfarin fjögur ár leitt stórt samstarfsverkefni þar sem nýprótein (e. Alternative proteins) hafa verið rannsóknarefnið. Verkefninu er nú að ljúka og uppskeruhátíð framundan þegar lokaráðstefnan verður haldin í Bremerhaven 7. og 8. september.

Verkefnið NextGenProteins er samstarfsverkefni 21 aðila frá 10 Evrópulöndum en Birgir Örn stýrði því og fleira starfsfólk Matís vann að ýmsum verkþáttum þess. Meginmarkmið verkefnisins var að þróa, hagræða og fínstilla framleiðslu þriggja nýpróteina sem framleidd eru á sjálfbæran hátt, og sannreyna notkun þeirra í ýmsum matvælum og fóðri.

„Í stuttu máli má segja að öllum markmiðum verkefnisins hafi verið náð. Auðvitað verða einhverjar litlar áherslubreytingar yfir verkefnatímann vegna nýrra hugmynda eða niðurstaðna en í heildina litið heppnaðist uppleggið fullkomlega og öllu var skilað sem átti að skila.“

Þau nýprótein sem skoðuð voru í verkefninu eru skordýraprótein unnin úr hliðarafurðum matvælaframleiðslu, einfrumuprótein sem er gersveppamassi sem þrífst á sykrum afurða úr skógarvinnslu, og örþörungar sem ræktaðir eru að miklu leiti á útblæstri CO2 úr orkuvinnslu jarðvarmavirkjunar. Unnið var með fjölda fyrirtækja að þróun fóðurs og matvæla sem voru svo prófuð af neytendum og í fóðurtilraunir. Framleiðsla á þessum próteinum er í flestum samanburði sjálfbær og umhverfisvæn, með mun lægra kolefnisspor og krefst minni vatns- og landnýtingar.

„Við sýndum einnig fram á leiðir til þess að vinna með neytendum og fá þeirra samþykki og lögðum fram stefnumarkandi tillögur í þeim tilgangi að einfalda og breyta regluverki og stefnumálum stjórnvalda í átt að sjálfbærara matvælakerfi.“

Gott samstarf á krefjandi tímum

Undanfarin fjögur ár hafa um margt verið sérlega krefjandi fyrir samstarfsverkefni ólíkra aðila og mismunandi rannsóknahópa milli landa þar sem heimsfaraldur setti strik í reikninginn. Birgir segir samstarfið þó hafa gengið ótrúlega vel. Mögulegt var að nýta tæknina við fundahald en aðstandendur verkefnisins fengu að æfa þolinmæðina þegar bið var á niðurstöðum ýmissa mælinga vegna lokana hjá rannsóknastofum.

„þrátt fyrir allt þetta má segja að verkefnið hafi gengið eins og í sögu og er því helst að þakka öflugum hópi þátttakenda sem hafa lagt sig öll fram við að ná markmiðum verkefnisins. Einnig má nefna góðan hóp innan Matís sem hefur leitt verkefnið áfram.“

Upphafsfundur verkefnisins

Grænleitir kjúklingar

Ýmislegt áhugavert og óvænt getur komið í ljós við brautryðjandi rannsóknarvinnu sem þessa og Birgir rifjar upp áskoranir sem komu upp þegar matvæli og fóður með örþörungapróteini var þróað. „Græni liturinn í örþörungum er svo sterkur að jafnvel í litlu magni yfirtekur hann allt. Í einni tilrauninni þar sem gefa átti kjúklingum fóður sem innihélt örþörungaprótein urðu fjaðrirnar grænleitar!“ Með aukinni rannsóknarvinnu var síðar unnt að þróa leiðir til þess að minnka eða fjarlægja litinn og dempa bragðið þannig auðveldara væri að þróa matvörur og fóður.

Mikill áhugi á málefninu og framhaldsverkefni í bígerð

Að sögn Birgis er þörf á frekari rannsóknum og mikill áhugi á málefninu. Niðurstöður verkefnisins þarf að vinna áfram, sýna hvernig mögulegt er að skala upp framleiðslu á nýpróteinum og koma þeim á markað með samþykki neytenda og stjórnvalda. Enn fremur þarf að hefja vinnu við að kynna nýprótein fyrir neytendum, sýna kosti þeirra og útskýra framleiðsluferli og hvers vegna þetta geti verið hollari og sjálfbærari kostur. Grunnur að slíkri vinnu var lagður í verkefninu sem mun nýtast vel í framhaldinu.

Skynmat á vörum með nýpróteinum

„Matís hefur unnið að verkefnum tengdum nýpróteinum og sjálfbærum matvælakerfum í langan tíma og hefur skipað sér í hóp fremstu aðila sem stunda slíkar rannsóknir. Við munum að sjálfsögðu byggja á þessu og halda áfram þessari vegferð. Okkar markmið er að hafa jákvæð áhrif á matvælaframleiðslu í heild sinni hvort sem litið er til Íslands eða Evrópu, með sjálfbærni að leiðarljósi öllum til heilla”.

Lokaráðstefna verkefnisins fer fram 7. og 8. September og er þar um að ræða einskonar uppskeruhátíð. Birgir segist spenntastur fyrir því að hitta hópinn aftur. Verkefnið fór í gegnum allar bylgjur Covid sem gerði það að verkum að við gátum ekkert hist í meira en 2 ár sem er mjög óvanalegt fyrir slíkt samstarfsverkefni og óþægilegt fyrir marga. „Það verður því gaman að geta fagnað góðum árangri með öllum þátttakendum verkefnisins og rætt næstu skref”.   

Við hvetjum áhugasöm til þess að fylgjast með niðurstöðum verkefnisins sem koma smám saman inn á vefsíðu þess NextGenProteins.eu og skrá sig jafnvel á lokaráðstefnuna. Mögulegt er að horfa á ráðstefnuna á netinu.

IS