Fréttir

Lax á Íslandsmiðum – Uppruni, vöxtur og aldur

Stofnstærð Atlantshafslaxins hefur víða minnkað mikið innan útbreiðslusvæðis tegundarinnar. Margt bendir til að orsakir megi rekja til aukinna affalla í sjávardvöl laxastofnanna.

Árið 2008 hófst fjölþjóðlegt rannsóknarverkefni, Salsea Merge sem hefur það meginmarkmið að leita svara við þeirri  spurningu af hverju afföll laxa í sjó hafa aukist. Þróaður var gagnagrunnur um erfðasamsetningu laxa í hundruðum laxastofna. Með erfðagreiningu og samanburði við gagnagrunninn er nú unnt að rekja laxa sem veiðast í sjó til sinna heimkynna, en slík vitneskja er lykillinn að því kanna hvernig nýtingu beitarsvæða í Atlantshafi er háttað hjá laxastofnum.

Lítil vitneskja hefur legið fyrir um farleiðir laxa á Íslandsmiðum. Bann hefur gilt við sjávarveiðum á laxi frá 1932 og óheimilt er að landa laxi, þrátt fyrir að vitað sé að lax slæðist með sem meðafli í ýmis veiðarfæri. Reynt var að fá sýni frá fiskiskipum allt frá 2007 og í rannsóknarveiði og söfnuðust 32 sýni. Árið 2010 var nýju rannsóknarátaki hleypt af stokkunum í samvinnu við Fiskistofu í tengslum við veiðar á makríl í íslenskri lögsögu og hefur átakið nú skilað 175 sýnum til viðbótar.

Markmið verkefnisins var að kanna aldurssamsetningu, vöxt og uppruna laxa sem veiðist á hafsvæðunum við Ísland. Greind hafa verið sýni frá árabilinu 2007 til 2010, en 86% þeirra var safnað úr makrílveiðunum árið 2010. Laxarnir reyndust flestir á sínu öðru ári í sjó (78%) en hlutfall laxa sem dvalið hafði tvö ár eða lengur reyndist 17,5%. Einnig veiddust nokkrir unglaxar á fyrsta ári í sjó (4,4%). Ferskvatnsaldur var á bilinu 1 – 6 ár og reyndust laxar með tveggja ára ferskvatnsdvöl algengastir (46,2%), en þriggja ára ferskvatnsdvöl var einnig algeng (25,3%). Ferskvatnsaldur laxa var að meðaltali 2,4 ár.

Flestir laxanna voru veiddir innan íslensku fiskveiðilögsögunnar. Stærstur hluti sýnanna veiddist austur af landinu, en einnig voru sýni af laxi sem veiddist fyrir sunnan og vestan landið. Flestir unglaxar veiddust vestur af Snæfellsnesi. Uppruni laxa var greindur í 150 sýnum. Af þessum  fjölda reyndust einungis 8 sýni (5%) vera af íslenskum uppruna. Niðurstöður benda til að mikilvægar farleiðir og beitarsvæði laxa sé að finna innan íslensku fiskveiðilögsögunnar.

Margt bendir til að laxar einkum frá suðurhluta útbreiðslusvæðisins allt frá Frakklandi til syðsta hluta Noregs með  Bretlandseyjum nýti hafsvæðin við Ísland sem beitarsvæði á hluta af sínum lífsferli og gætu verið á leið til þekktra beitarsvæða laxa við Austur – og Vestur Grænland eða inn á Irminger hafsvæðið suðvestur af Íslandi. Laxar af íslenskum uppruna reyndust óverulegur hluti sýnanna og var það einnig stutt aldurs – og vaxtargögnum. Lax í sýnunum sýndi þannig mun hraðari vöxt á seiðastigi en gerist hjá íslenskum laxastofnum, en íslenskir laxar dvelja að stærstum hluta 3 -5 ár í ferskvatni fyrir sjógöngu.

Aðilar í þessu verkefni eru: Veiðimálastofnun, www.veidimal.is, Fiskistofa, www.fiskistofa.is og Matís.
Styrktaraðili verkefnis: Verkefnasjóður sjávarútvegsins.

Nánari upplýsingar veitir Kristinn Ólafsson hjá Matís, kristinn.olafsson@matis.is.

Fréttir

WEFTA ráðstefna í Gautaborg – Matís kynnti niðurstöður

Dagana 28.-30. september var haldin í Gautaborg ráðstefnan WEFTA 2011. Vísindamenn frá Matís kynntu þar niðurstöður rannsókna sinna.

West European Fish Technologists Association eða WEFTA (www.wefta.org) ráðstefnur er vettvangur þar sem margir af fremstu vísindamönnum Evrópu á sviði rannsókna á sjávarfangi og nýtingu þess koma saman og bera saman bækur sínar. Þessi ráðstefna var sú 41. í röðinni.

Fimm vísindamenn frá Matís héldu erindi á ráðstefnunni

  • Margrét Geirsdóttir, Patricia Y. Hamaguchi, Óli Þór Hilmarsson, Irek Klonowzki og Hörður G. Kristinsson. Surimi seafood from byproducts containing omega-3 fatty acids.
  • Kolbrún Sveinsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Margrét Geirsdóttir og Emilía Martinsdóttir. Innovative consumer-oriented product development of enriched seafood.
  • Minh Van Nguyen, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Ágústa Guðmundsdóttir, Sigurjón Arason og Arnljótur Bjarki Bergsson. Effects of the anti-caking agent potassium ferrocyanide (K4[Fe(CN)6]) on lipid oxidation of salted cod (Gadus morhua) during salting, storage and rehydration.
  • Patricia Y. Hamaguchi, Hólmfríður Sveinsdóttir, Rósa Jónsdóttir og Hörður G. Kristinsson. Comparison of in-vitro chemical and cellular based antioxidant assays on bioactive marine peptides.
  • Hólmfríður Sveinsdóttir, Jón Óskar Jónsson, Patricia Y. Hamaguchi, Halldór Benediktsson, Hörður G. Kristinsson og Rósa Jónsdóttir. Functional ingredients in brown seaweed, Fucus vesiculosus.

Auk þess var kynnt eitt veggspjald frá Matís

  • Hólmfríður Sveinsdóttir, Hugrún Lísa Heimisdóttir, Jónína Jóhannsdóttir, Patricia Y. Hamaguchi, Arnljótur Bjarki Bergsson, Hörður G. Kristinsson og Steinar Svavarsson. Analysis of the bioactivity of fish protein hydrolysates used as feed enrichment for Atlantic cod (Gadus morhua) larvae.

Starfsmaður Matís var meðhöfundur í einu erindi

  • Tómas Hafliðason, Guðrún Ólafsdóttir, Björn Margeirsson og Sigurður Bogason. Simple shelf life prediction models for wireless sensor networks in fish supply chains.

Fréttir

Lítið magn af óæskilegum efnum er að finna í íslensku sjávarfangi

Út er komin skýrsla frá Matís ohf. sem ber heitið Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2010.

Skýrslan sýnir niðurstöður mælinga á magni óæskilegra efna, lífrænna og ólífrænna, í íslenskum sjávarafurðum á árinu 2010 og er hluti af sívirku vöktunarverkefni sem styrkt er af Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytinu og hefur verið í gangi frá árinu 2003. Árið 2010 voru eftirfarandi efni mæld í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, eldhemjandi efni (PBDEs), málmar og 12 mismunandi tegundir varnarefna (skordýra og plöntueitur). Gert var sérstak átak í mælingum á eldhemjandi efnum (PBDE) og  málmum árið 2010 og var styrkur þeirra almennt lágur í íslenskum sjávarafurðum. Líkt og fyrri ár vöktunarninnar mældist almennt lítið magn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi árið 2010 samanborið við þau hámörk sem Evrópulöndin hafa viðurkennt. Olía og mjöl gert úr kolmunna á það þó til að vera nálægt eða fara yfir leyfileg mörk fyrir viss efni.

Gögnin sem safnað er ár frá ári í þessu verkefni fara í að byggja upp sífellt nákvæmari gagnagrunn um ástand íslenskra sjávarafurða m.t.t. mengunarefna. Skýrslan er á ensku og er aðgengileg á vef Matís (hér) þannig að hún nýtist framleiðendum, útflytjendum, stjórnvöldum og öðrum við kynningu á öryggi og heilnæmi íslenskra fiskafurða.

Niðurstöður mælinga á fiskimjöli og lýsi til fóðurgerðar staðfesta nauðsyn þess að fylgjast vel með magni óæskilegra efna,  ekki síst þrávirkra lífrænna efna eins og díoxíns, PCB efna og varnarefna í þessum afurðum á vorin. Styrkur þrávirku efnanna er háður næringarlegu ástandi uppsjávarfiskistofnanna sem afurðirnar eru unnar úr og nær hámarki á hrygningartíma. Þá hættir magni díoxína og díoxín-líkra PCB efna auk einstakra varnarefna til þess að fara yfir leyfileg mörk Evrópusambandsins.  Þetta á sérstaklega við um afurðir unnar úr kolmunna.

Nýlegar er einnig komin út bæklingurinn “Valuable facts about Icelandic seafood” en þar hafa verið teknar saman mikilvægar upplýsingar úr þessu vöktunarverkefni í 10 verðmætustu fiskitegundunum sem Íslendingar veiða. Höfundar skýrslunnar eru Vordís Baldursdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir og Helga Gunnlaugsdóttir. Verkefnastjóri er Helga Gunnlaugsdóttir.

Fréttir

Sjálfbærni í staðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu

Viltu taka þátt í að móta leiðir til að auka veg staðbundinna matvæla innan ferðaþjónustunnar?

Ráðstefna og málstofa á sveitahótelinu Smyrlabjörgum í Suðursveit 26.-27. október 2011

Hvernig getur staðbundin matvælaframleiðsla stuðlað að sjálfbærni í ferðaþjónustu?
Hvernig skal staðið að markaðssetningu staðbundinna matvæla, hvaða kröfur skal setja?
Er til mælikvarði fyrir vottun á sjálfbærni sem frumkvöðlar geta unnið að, hvernig á hann að vera?

Ráðstefnan hefst miðvikudaginn 26. október kl 9:30 með fyrirlestrum. Fimmtudaginn 27. október verður haldin málstofa þar sem eftirfarandi málefni verða rædd í rýnihópum.

  • Upprunamerkingar og markaðssetning svæðisbundna matvæla
  • Staðbundin sjálfbærni, samstarf einstaklinga, fyrirtækja og opinbera aðila, vottun á sjálfbærni

Vinnuhópar skila inn greinagerð um stöðu mála í dag og tillögum að betrumbótum.

Þátttaka á ráðstefnunni er ókeypis. Þátttakendur fá sérstakt tilboð í gistingu og kvöldverð á Smyrlabjörgum. Gisting með morgunverð kr. 5.500 – kvöldverður kr. 2.800. Rútuferð í boði frá flugvellinum á Hornafirði að Smyrlabjörgum fyrir þá sem koma með flugi (40 mín).

Málþingið er liður í verkefninu Matur og sjálfbær ferðþjónusta sem er eitt af öndvegisverkefnum RANNÍS. Verkefnishópinn skipa Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Atvinnuþróunarfélag Suðurlands, Þróunarfélag Austurlands, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Rannsóknarsetur HÍ á Hornafirði og Háskóli Íslands (sjá nánar um verkefnið hér að neðan).

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna á: www.matis.is og www.nmi.is

Taktu þátt í mótun sjálfbærra leiða í staðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu!

Skráning fer fram hér: tinna@nmi.is

Drög að dagskrá

Fundarstjóri málþings: Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri Hornafjarðar

Dagur 1. (9:30-16:00)

Fyrir hádegi

  •  Hvað er sjálfbærni? Svæðisbundin sjálfbærni á Íslandi, hvað hefur verið gert á Íslandi og hverju hefur það skilað? Getum við lært af dæmum erlendis frá? Hver er núverandi stefna yfirvalda? Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur, Environice.
  • Matur og sjálfbær ferðaþjónusta: Mælingar á sjálfbærni – niðurstöður tilraunaverkefnis kynntar. Dr. Þorvarður Árnason, forstöðumaður, & Johannes T. Welling, verkefnastjóri, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Hornafirði
  • Svæðisbundin sérstaða út frá sögulegum, menningarlegum og listrænum sjónarhóli, vörueiginleikar og hönnun. Fyrirlesari óstaðfestur.
  • Svæðisbundnar/staðbundnar merkingar – staðan í dag, framtíðarsýn. Laufey Haraldsdóttir, lektor, Hólaskóli háskólinn á Hólum.
  • Viðhorf notenda/grasrót – stuttar kynningar frá nokkrum aðilum um starfsemi sína og reynslu. Erlendur Pálsson frá SólheimumLaufey Helgadóttir á Smyrlabjörgum og Fanney Björg Sveinsdóttir Heimamarkaðsbúðin Höfn.  

Eftir hádegi

  • Sjálfbær framtíð – Framtíðarsýn fyrir Ísland. Kynning á Samleiðniverkefninu (Converge). Dr. Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands
  • Slow food. Leið til sjálfbærar matvælaframleiðslu? Ari Þorsteinsson, Slow food.
  • Sjálfbærni í ferðaþjónustu, Vakinn. Elías B. Gíslason, forstöðumaður Þróunarsviðs, Ferðamálastofa
  • Frá stoðkerfi í iðnaðinn. Sjónarhóll á staðbundin matvæli og sjálfbærni. Guðmundur Heiðar Gunnarsson, Framleiðslutjóri, Skinney-Þinganes.

Dagur 2. (9:30-16:00)

Rýnihópar fjalla um málefni fyrri dags. Nánari dagskrá síðar.

Verkefnið Matur og sjálfbær ferðaþjónusta
Í verkefninu Matur og sjálfbær ferðaþjónusta er unnið að því að byggja upp staðbundna matvælaframleiðslu á ólíkum svæðum á Vestur-, Suður- og Austurlandi til að stuðla að aukinni sjálfbærni í ferðaþjónustu. Reynslan úr verkefninu verður síðan nýtt til að yfirfæra yfir á önnur svæði á landinu. Með átaki um aukna nýsköpun og framleiðslu verður unnið markvisst að því að auka framboð og eftirspurn eftir staðbundnum matvælum innan ferðaþjónustunnar á hverju svæði. Lögð verður áhersla að veltan skili sér betur til viðkomandi samfélaga, þar sem  dregið er úr hagrænum leka vegna aðflutnings matvæla inn á svæðin. Þannig er hagræn sjálfbærni ferðaþjónustunnar aukin til muna.

Með nálguninni er horft til nýrra atvinnutækifæra í smáframleiðslu matvæla. Eins er lagt upp úr þverfaglegu og dýnamísku samstarfi hagsmunahópa sem hafa nú þegar verið stofnaðir á öllum svæðunum og teymis sérfræðinga frá háskólum og rannsóknastofnunum. Þetta er gert til að vega á móti takmörkuðum aðgangi að sérhæfðri þekkingu í vöruþróun/hönnun matvæla á svæðunum. Með þessu er samfélagsleg sjálfbærni svæðanna aukin til muna sem styrkja mun enn frekar ferðaþjónustu á svæðinu með nýjum tækifærum í sölu á afurðum sem veita ferðamanninum tækifæri að upplifa land og þjóð í gegnum staðbundin matvæli og skapandi iðnað.

Ekki er síður mikilvægt að benda á aukin lífsgæði íbúa á svæðunum sem nú búa jafnvel við takmarkað aðgengi að ferskum og heilnæmum matvælum. Með aukinni vinnslu afurðar innan svæðanna eykst umhverfisleg sjálfbærni einnig verulega. Þannig styttast allar flutningsleiðir mikið sem dregur úr sótsporum (“food milage”) matvæla bæði á svæðinu í heild sinni og innan ferðaþjónustu.  Enn fremur dregur einföldun á dreifingu úr sóun í ferlinu.

Smáframleiðsla afurða byggir á forsendum sjálfbærrar þróunar þar sem lagt er upp úr takmarkaðri framleiðslu á grænan hátt. Verðmæti slíkrar framleiðslu byggir í dag á því að líta á neytandann sem meðframleiðanda. Varan er því háð því að uppfylla væntingar neytandans um heilnæmi og góða framleiðsluhætti.

Fréttir

Sjávarútvegsráðstefnan 13. og 14. október nk. – Matís er þátttakandi

Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík 13.-14. október 2011 og ber heitið ,,Frá tækifærum til tekjusköpunar“. Matís er þátttakandi að venju en þar mun m.a. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, greina frá nýjum nýsköpunarverkefnum í sjávarútvegi og afrakstri þeirra.

Nýustu útgáfu af dagskrá er hægt að sækja hér. Helstu nýjungar frá síðustu Sjávarútvegsráðstefnu er kynning á frammúrstefnuhugmyndum og jafnframt munu bestu hugmyndirnar fá verðlaun á ráðstefnunni. Einnig verður veglegra ráðstefnuhefti þar sem m.a. verður að finna tölfræðilegar upplýsingar um íslenskan sjávarútveg. Á ráðstefnunni verða haldin 36 erindi og málstofur verða eftirfarandi:

  • Íslenskur sjávarútvegur
  • Markaðstækifæri í Evrópu
  • Sóknarfærði í veiðitækni
  • Markaðssvæði framtíðarinnar
  • Vöruþróun
  • Sjávarútvegur og fjölmiðlar
  • Tækifæri erlendis
  • Evrópusambandið og íslenskir fjölmiðlar
  • Sjávarklasinn á Íslandi

Í lokin munu vera samantektir frá málstofum, pallborðsumræður og kynningar á frammúrstefnuhugmyndum og verðlaunaafhending.

Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Sjávarútvegsráðstefnunnar ehf, www.sjavarutvegsradstefnan.is.

Fréttir

Námskeið – innra eftirlit og gerð gæðahandbókar

Matís mun standa fyrir námskeiðum í innra eftirliti og gerð gæðahandbókar í matvælafyrirtækjum dagana 17.-18. október næstkomandi

Innra eftirlit – 17.10, kl. 10:00 – 17:00
Innra eftirlit er kerfisbundin aðferð matvæla- fyrirtækja sem hefur þann tilgang að tryggja öryggi, gæði og hollustu (heilnæmi) matvæla. Öll matvælafyrirtæki eiga að vera með innra eftirlit. Með innra eftirliti á að vera hægt að sýna hvað er gert til að tryggja að þau matvæli sem eru framleidd séu örugg til neyslu. Til að ná árangri er mikilvægt að allt starfsfólk taki virkan þátt í innra eftirliti og hafi skilning á tilgangi, markmiðum og ávinningi þess. 

Gerð gæðahandbókar – 18.10., kl. 09:00 – 16:00
Gæðahandbók er eitt af þeim skilyrðum sem framleiðendur þurfa að uppfylla til þess að geta fengið framleiðsluleyfi fyrir sína framleiðslu. Farið verður í vöru- og framleiðslulýsingar, hættu- greiningu og viðbrögð, sýnatökuáætlun og húsnæði.
 
Námskeiðin eru ætluð öllum þeim sem vinna í matvælafyrirtækjum eða hafa hug á slíku!

Verð fyrir hvert námskeið fyrir sig er 25.000 kr og verða haldin í Nýheimum á Höfn í Hornafirði.

Bent er á á starfsmenntunarasjóðir endurgreida kostnað vegna námskeiðahalds til einstaklinga og fyrirtækja allt ad 75%. Sjá nánari upplýsingar um starfsmenntasjóði og úthlutunarreglur hér:

www.starfsafl.is – www.landsmennt.is – www.starfsmennt.is

Nánari upplýsingar og skráning í síma 858-5136 og vigfus.th.asbjornsson@matis.is

Fréttir

Matís opnar kjötbók á netinu

Ókeypis aðgangur að upplýsingaveitu um íslenskt kjöt. Nýr upplýsingavefur um kjöt var opnaður fyrir skömmu á vefslóðinni www.kjotbokin.is.

Það var Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, sem opnaði vefinn formlega þegar hann hringdi í  höfuðstöðvar Matís ofan af Holtavörðuheiði en þar var hann í göngum ásamt fleiri Borgfirðingum. Vefbókin var kynnt
á opnu húsi hjá Matís, sem er útgefandi kjötbókarinnar.

Vefrit í stað gömlu bókarinnar Í kjötbókinni, sem er ítarlegt vefrit um kjöt, verður til að byrja með einungis að finna upplýsingar um lambakjöt en aðrar kjöttegundir munu koma í kjölfarið ef áætlanir útgefanda ganga upp. Vefritinu er ætlað að koma í  staðinn fyrir gömlu kjötbókina sem gefin var út árið 1994. Markhópur bókarinnar er fjölbreyttur en víst er að nýja útgáfan
mun koma sér vel í kjötvinnslum, hjá sláturhúsum, nemendum, bændum og ekki síst kjötkaupendum sem vilja fræðast um kjötvörurnar. Aðgangur að kjötbókinni er ókeypis og ekki er fyrirhugað að selja aðgang að vefnum í framtíðinni. Vandaðar myndir og fjölbreyttar upplýsingar Í nýju bókinni eru vandaðar myndir af kjötinu, upplýsingar um kjötmat og það hvaðan úr skrokk einstakir vöðvar eru teknir, stærð og þyngd stykkja ásamt öllum heitum þeirra. Hægt er að prenta út upplýsingaspjöld um hvern bita og nálgast margskonar efni sem tengist kjöti, m.a. um prótein-, fitu- og kolvetnainnihald. Númerakerfi sem m.a. er notað í erlendri markaðssetningu á lambakjöti nær yfir alla bita en það gerir samskipti á milli kjötkaupenda og seljenda auðveldari en áður.

Auðvelt að uppfæra
Að sögn Óla Þórs Hilmarssonar, kjötiðnaðarmeistara hjá Matís og eins af höfundum bókarinnar, verður auðvelt að bæta við  efni í vefbókina eftir því sem tímar líða. „Það opnast á ýmsar tengingar í gegnum vefinn í framtíðinni. Í nágrannalöndum okkar eru svona vefir tengdir beint við fyrirtækin sem setja þar inn ýmsar upplýsingar um sínar vörur, m.a. efnainnihald og næringargildi,“ segir Óli Þór.

Kjötbókin

Það eru þau Guðjón Þorkelsson, Óli Þór Hilmarsson og Gunnþórunn Einarsdóttir hjá Matís sem eiga veg og vanda af gerð bókarinnar en verkefnið hlaut meðal annars stuðning hjá Markaðsráði kindakjöts. Vefritið er í raun sett upp eins og hefðbundin bók á Netinu en grafísk hönnun var á hendi Port hönnunar, vefinn forritaði Einar Birgir Einarsson og Odd Stefán ljósmyndari tók flestar ljósmyndir.

Nánari upplýsingar veitir Óli Þór Hilmarsson hjá Matís.


Ofangreind frétt birtist fyrst í Bændablaðinu 15. september sl.

Fréttir

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands – forstjóri Matís stjórnar fundi 18. október nk!

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ) boðar til Matvæladags MNÍ þriðjudaginn 18. október næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. Matvæladagurinn er árviss viðburður sem haldinn hefur verið frá árinu 1993 og er nú haldinn í nítjánda sinn. 

Matís tekur stóran þátt í deginum en þess má geta að auk fundarstjórnar munu margir starfsmenn Matís halda erindi. Auk þess er markaðsstjóri Matís í undirbúningsnefnd Matvæladags. Dagskrá Matvæladags 2011 má finna hér.

Matvæladagur MNÍ 2011 ber yfirskriftina Heilsutengd matvæli og markfæði.  Megininntak dagsins þetta árið er vöruþróun, framleiðsla, rannsóknir og markaðssetning á heilsutengdum matvælum og markfæði úr íslensku hráefni. Flutt verða fjórtán stutt erindi sem gefa innsýn í umfjöllunarefnið. Meðal annars verður fjallað um íslenskt morgunkorn, lýsi, próteindrykki, sósur úr fiskroði, notkun þangs í matvælaframleiðslu, heilsufullyrðingar á matvælum og D-vítamínbætingu matvæla.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, mun setja ráðstefnuna og fundarstjóri er Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.

Matvæladagur 2011

Við setningu ráðstefnunnar mun Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, afhenda Fjöregg MNÍ, en það er verðlaunagripur sem veittur er fyrir lofsvert framtak á sviði matvælaframleiðslu og manneldis. Gripurinn er hannaður og smíðaður af Gleri í Bergvík og hefur frá árinu 1993 verið gefinn af Samtökum iðnaðarins. Tilnefningar til Fjöreggs MNÍ árið 2011 má finna á heimasíðu MNÍ, www.mni.is. Nánari upplýsingar um tilnefningarnar veitir Borghildur Sigurbergsdóttir, borghildurs(at)gmail.com, gsm 896-1302.

Þátttöku á ráðstefnuna þarf að tilkynna á vefsíðu MNÍ, www.mni.is, en skráningu lýkur kl. 13:00, mánudaginn 17. október. Almennt þátttökugjald er 4.500 kr., en nemar þurfa aðeins að greiða 3.000 kr. Ef skráning á sér stað eftir 14. október hækkar þátttökugjald um 1000 kr. Ráðstefnugögn og léttar veitingar eru innifaldar í verði en dagskráin stendur frá kl. 12:00 til 18:00 og er birt á heimasíðu MNÍ en þar birtast einnig fréttir af ráðstefnunni þegar nær dregur svo og listi yfir þá sem kynna munu sínar vörur og rannsóknir á þessu sviði.

Matvæladagurinn er opinn almenningi og er áhugafólk um matvæli og næringu hvatt til að mæta.

Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir, 898-8798, frida@isport.is.

Skýrslur

Offshore aquaculture farming. Report from the initial feasibility study and market requirements for the innovations from the project / Kröfur og markaðsmöguleikar fyrir tæknilausnir í úthafseldi

Útgefið:

01/10/2011

Höfundar:

Ólafur Ögmundarson, John Holmyard, Gunnar Þórðarson, Friðrik Sigurðsson, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Nora and T.Þ.S.

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Offshore aquaculture farming. Report from the initial feasibility study and market requirements for the innovations from the project / Kröfur og markaðsmöguleikar fyrir tæknilausnir í úthafseldi

Í þessari skýrslu er lagt mat á tæknilegar kröfur og markaðsmöguleika á legufærum sem gætu hentað við þróun á kræklingarækt í úthafi, við erfiðar aðstæður. Skoðuð var sú tækni sem notuð er við kræklingaræktun á heimsvísu, þar með talin ræktun innfjarða, úthafsræktun og að hluta til í óvörðu umhverfi. Mest af kræklingarækt heimsins fer fram í vörðu umhverfi, þar sem skjól er fyrir úthafsöldu og eru byggðar upp með yfirborðs flotholtum eða línu sem ekki stenst álag úthafsöldu. Þrátt fyrir það, þarf innfjarðarræktun á öflugum akkerum að halda sem gætu jafnframt dugað við úthafsræktun. Úthafsræktun á krækling er yfirleitt byggð á djúpsjávar eða hálf‐marandi línum sem lagðar eru neðan við yfirborð sjávar, sem eru minna háðar úthafsöldu og þeim kröftum sem þeim fylgja, en hægt er að þjónusta frá yfirborði. Meirihluti úthafs ræktunar eru annaðhvort þegar stórræktun eða mun verða stórræktun með þúsundir akkera. Þjónusta og viðhald akkera við slíkar aðstæður kalla á vandamál og gera miklar kröfur um styrkleika og áreiðanleika. Slíkur búnaður kallar á hagkvæman og áreiðanlegan búnað, sem hægt er að staðsetja með mikilli nákvæmni og miklum fjölda og stærð sem hentar tiltölulega smáum þjónustubátum. Sá búnaður sem best stendur undir slíkum kröfum er skrúfakkeri sem hægt er að staðsetja með búnaði frá yfirborði án þess að nota kafara. Úthafsræktun á krækling hefur verið rekin í stórum stíl með góðum árangri í Kína, Frakklandi og Ítalíu, áratugum saman. Þessi ræktunaraðferð hefur einnig öðlast útbreiðslu, í smærra mæli þó, í Bretlandi, Þýskalandi, Írlandi, BNA, Búlgaríu og Nýja Sjálandi.  Stórtækari ræktun er í undirbúningi í Nýja Sjálandi og Bretlandi, og reyndar í mörgum öðrum löndum, og verið að þróa hagkvæmni slíkrar ræktunar. Markaður í nánustu framtíð fyrir akkeri hönnuð fyrir úrhafsræktun á kræklingi mun að mestu verða drifin af markaðsþörf fyrir kræklinginn sjálfan, sem aftur ræðst af almennri efnahagsþróun í markaðsríkjum. Stefna Evrópusambandsins og einstakra ríkja innan þess í eldi sjávarafurða liggur í að kynna stórræktun á sameiginlegri ræktun kræklings og þangi, sem gæti leitt til mikilla markaðs möguleika fyrir búnað til slíkra ræktunar. Mikil áhersla er á endurnýjanlega nýtingu auðlinda sem gæti aukið úthafsræktun á krækling. Framtíðar eftirspurn fyrir búnað eins og skrúfakkeri gætu líka komið frá innfjarðarræktun, þar sem slíkur búnaður er ódýr og öruggur og einfaldur í notkun, og stenst vel samkeppni við eldri gerðir að búnaði sem hingað til hafa verið í notkun.

This report consists of an appraisal of the technical requirements and market potential for a mooring system that will prove suitable for use by offshore mussel farming developments in high energy exposed locations. A review is carried out of the technology that is currently in use in mussel farming industries around the world, including those in inshore environments, offshore environments and partially exposed environments. Most mussel farms around the world are located in sheltered inshore waters and consist of surface rafts or long lines that are deemed unsuitable for high energy exposed locations. Despite this, inshore mussel farms often require high holding power mooring systems that will also be suitable for use at offshore locations. Offshore mussel farms generally consist of submerged or semi‐submerged long lines of a variety of designs that are suitable for withstanding high energy conditions while still enabling access to the crop supported by the lines. The majority of offshore farms are either currently, or will soon become, large scale operations with numbers of moorings in the thousands. Inspection and maintenance of moorings in these circumstances is often problematic and absolute reliability is a high priority. This brings with it the requirement for a cost effective, reliable mooring that can be placed accurately and rapidly in large numbers by relatively small, standard mussel farm service vessels. The mooring system that best meets these requirements is the helical or screw‐in anchor that can be placed remotely without the use of a dive team. Offshore mussel farming has been successfully carried out on a large scale in China, France and Italy for several decades. This form of aquaculture has also been adopted in smaller scale commercial and trial projects in the UK, Germany, Ireland, USA, Bulgaria and New Zealand. Large scale developments are scheduled for the near future in New Zealand and the UK and many other mussel producing countries are known to be considering trials pending the success of current projects and the development of suitable economic conditions. The near future market for offshore mussel farm mooring systems will largely be driven by the market for the mussels themselves which is dependent on the general economic climate. Aquaculture strategies at EU and individual state level which promote large scale integration of mussel and seaweed farming with offshore renewables could lead to a very large long term market potential for offshore mussel farm mooring systems, if these strategies are implemented. Further markets for these mooring systems could arise from their use by existing inshore finfish and shellfish aquaculture providing that they were cost effective in comparison to the systems currently in use.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fullvinnsla á makríl / Full processing of mackerel

Útgefið:

01/10/2011

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Fullvinnsla á makríl / Full processing of mackerel

Meginmarkmið verkefnisins var að þróa verðmætar afurðir til manneldis úr makríl sem veiddur er af uppsjávarskipum ásamt því að meta arðsemi slíkrar vinnslu. Afurðir makrílvinnslu til manneldis eru mun verðmætari en afurðir frá fiskimjölsvinnslu og eru mikli hagsmunir fólgnir í vinnslu til manneldis s.s. niðursuða og heitreyking. Gerðar voru tilraunir með vinnslu makríls í niðursuðu. Makríll var soðinn niður í tómatpúrre og reyktur og soðinn niður í olíu. Einnig voru gerðar tilraunir með heitreykingu á makríl. Hagkvæmni slíkrar vinnslu var gerð ásamt næmnigreiningu, miðað við 13% ávöxtunarkröfu. Jákvæðar niðurstöður tilrauna með vinnslu makríls í niðursuðu og heitreykingu ásamt arðsemismati á slíkum vinnslum, gáfu til kynna að slík vinnsla væri arðbær til lengri tíma.

The main objective of this project was to develop valuable products from mackerel for human consumption together with evaluation of profitability of such processing. Mackerel products for human consumption are more valuable than products from oil and meal processing. Trials were done on processing mackerel products from canning in oil and tomatpuré, and hotsmoking. Profitability of such process was evaluated with IRR (internal rate of return) of 13%. Favourable results of the project indicated that processing of canned and smoked products could be profitable in the long‐term.

Skoða skýrslu
IS