Fréttir

Matvæladagur Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands – forstjóri Matís stjórnar fundi 18. október nk!

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ) boðar til Matvæladags MNÍ þriðjudaginn 18. október næstkomandi á Hilton Reykjavík Nordica hóteli. Matvæladagurinn er árviss viðburður sem haldinn hefur verið frá árinu 1993 og er nú haldinn í nítjánda sinn. 

Matís tekur stóran þátt í deginum en þess má geta að auk fundarstjórnar munu margir starfsmenn Matís halda erindi. Auk þess er markaðsstjóri Matís í undirbúningsnefnd Matvæladags. Dagskrá Matvæladags 2011 má finna hér.

Matvæladagur MNÍ 2011 ber yfirskriftina Heilsutengd matvæli og markfæði.  Megininntak dagsins þetta árið er vöruþróun, framleiðsla, rannsóknir og markaðssetning á heilsutengdum matvælum og markfæði úr íslensku hráefni. Flutt verða fjórtán stutt erindi sem gefa innsýn í umfjöllunarefnið. Meðal annars verður fjallað um íslenskt morgunkorn, lýsi, próteindrykki, sósur úr fiskroði, notkun þangs í matvælaframleiðslu, heilsufullyrðingar á matvælum og D-vítamínbætingu matvæla.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, mun setja ráðstefnuna og fundarstjóri er Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.

Matvæladagur 2011

Við setningu ráðstefnunnar mun Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, afhenda Fjöregg MNÍ, en það er verðlaunagripur sem veittur er fyrir lofsvert framtak á sviði matvælaframleiðslu og manneldis. Gripurinn er hannaður og smíðaður af Gleri í Bergvík og hefur frá árinu 1993 verið gefinn af Samtökum iðnaðarins. Tilnefningar til Fjöreggs MNÍ árið 2011 má finna á heimasíðu MNÍ, www.mni.is. Nánari upplýsingar um tilnefningarnar veitir Borghildur Sigurbergsdóttir, borghildurs(at)gmail.com, gsm 896-1302.

Þátttöku á ráðstefnuna þarf að tilkynna á vefsíðu MNÍ, www.mni.is, en skráningu lýkur kl. 13:00, mánudaginn 17. október. Almennt þátttökugjald er 4.500 kr., en nemar þurfa aðeins að greiða 3.000 kr. Ef skráning á sér stað eftir 14. október hækkar þátttökugjald um 1000 kr. Ráðstefnugögn og léttar veitingar eru innifaldar í verði en dagskráin stendur frá kl. 12:00 til 18:00 og er birt á heimasíðu MNÍ en þar birtast einnig fréttir af ráðstefnunni þegar nær dregur svo og listi yfir þá sem kynna munu sínar vörur og rannsóknir á þessu sviði.

Matvæladagurinn er opinn almenningi og er áhugafólk um matvæli og næringu hvatt til að mæta.

Nánari upplýsingar veitir Fríða Rún Þórðardóttir, 898-8798, frida@isport.is.

Skýrslur

Offshore aquaculture farming. Report from the initial feasibility study and market requirements for the innovations from the project / Kröfur og markaðsmöguleikar fyrir tæknilausnir í úthafseldi

Útgefið:

01/10/2011

Höfundar:

Ólafur Ögmundarson, John Holmyard, Gunnar Þórðarson, Friðrik Sigurðsson, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Nora and T.Þ.S.

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Offshore aquaculture farming. Report from the initial feasibility study and market requirements for the innovations from the project / Kröfur og markaðsmöguleikar fyrir tæknilausnir í úthafseldi

Í þessari skýrslu er lagt mat á tæknilegar kröfur og markaðsmöguleika á legufærum sem gætu hentað við þróun á kræklingarækt í úthafi, við erfiðar aðstæður. Skoðuð var sú tækni sem notuð er við kræklingaræktun á heimsvísu, þar með talin ræktun innfjarða, úthafsræktun og að hluta til í óvörðu umhverfi. Mest af kræklingarækt heimsins fer fram í vörðu umhverfi, þar sem skjól er fyrir úthafsöldu og eru byggðar upp með yfirborðs flotholtum eða línu sem ekki stenst álag úthafsöldu. Þrátt fyrir það, þarf innfjarðarræktun á öflugum akkerum að halda sem gætu jafnframt dugað við úthafsræktun. Úthafsræktun á krækling er yfirleitt byggð á djúpsjávar eða hálf‐marandi línum sem lagðar eru neðan við yfirborð sjávar, sem eru minna háðar úthafsöldu og þeim kröftum sem þeim fylgja, en hægt er að þjónusta frá yfirborði. Meirihluti úthafs ræktunar eru annaðhvort þegar stórræktun eða mun verða stórræktun með þúsundir akkera. Þjónusta og viðhald akkera við slíkar aðstæður kalla á vandamál og gera miklar kröfur um styrkleika og áreiðanleika. Slíkur búnaður kallar á hagkvæman og áreiðanlegan búnað, sem hægt er að staðsetja með mikilli nákvæmni og miklum fjölda og stærð sem hentar tiltölulega smáum þjónustubátum. Sá búnaður sem best stendur undir slíkum kröfum er skrúfakkeri sem hægt er að staðsetja með búnaði frá yfirborði án þess að nota kafara. Úthafsræktun á krækling hefur verið rekin í stórum stíl með góðum árangri í Kína, Frakklandi og Ítalíu, áratugum saman. Þessi ræktunaraðferð hefur einnig öðlast útbreiðslu, í smærra mæli þó, í Bretlandi, Þýskalandi, Írlandi, BNA, Búlgaríu og Nýja Sjálandi.  Stórtækari ræktun er í undirbúningi í Nýja Sjálandi og Bretlandi, og reyndar í mörgum öðrum löndum, og verið að þróa hagkvæmni slíkrar ræktunar. Markaður í nánustu framtíð fyrir akkeri hönnuð fyrir úrhafsræktun á kræklingi mun að mestu verða drifin af markaðsþörf fyrir kræklinginn sjálfan, sem aftur ræðst af almennri efnahagsþróun í markaðsríkjum. Stefna Evrópusambandsins og einstakra ríkja innan þess í eldi sjávarafurða liggur í að kynna stórræktun á sameiginlegri ræktun kræklings og þangi, sem gæti leitt til mikilla markaðs möguleika fyrir búnað til slíkra ræktunar. Mikil áhersla er á endurnýjanlega nýtingu auðlinda sem gæti aukið úthafsræktun á krækling. Framtíðar eftirspurn fyrir búnað eins og skrúfakkeri gætu líka komið frá innfjarðarræktun, þar sem slíkur búnaður er ódýr og öruggur og einfaldur í notkun, og stenst vel samkeppni við eldri gerðir að búnaði sem hingað til hafa verið í notkun.

This report consists of an appraisal of the technical requirements and market potential for a mooring system that will prove suitable for use by offshore mussel farming developments in high energy exposed locations. A review is carried out of the technology that is currently in use in mussel farming industries around the world, including those in inshore environments, offshore environments and partially exposed environments. Most mussel farms around the world are located in sheltered inshore waters and consist of surface rafts or long lines that are deemed unsuitable for high energy exposed locations. Despite this, inshore mussel farms often require high holding power mooring systems that will also be suitable for use at offshore locations. Offshore mussel farms generally consist of submerged or semi‐submerged long lines of a variety of designs that are suitable for withstanding high energy conditions while still enabling access to the crop supported by the lines. The majority of offshore farms are either currently, or will soon become, large scale operations with numbers of moorings in the thousands. Inspection and maintenance of moorings in these circumstances is often problematic and absolute reliability is a high priority. This brings with it the requirement for a cost effective, reliable mooring that can be placed accurately and rapidly in large numbers by relatively small, standard mussel farm service vessels. The mooring system that best meets these requirements is the helical or screw‐in anchor that can be placed remotely without the use of a dive team. Offshore mussel farming has been successfully carried out on a large scale in China, France and Italy for several decades. This form of aquaculture has also been adopted in smaller scale commercial and trial projects in the UK, Germany, Ireland, USA, Bulgaria and New Zealand. Large scale developments are scheduled for the near future in New Zealand and the UK and many other mussel producing countries are known to be considering trials pending the success of current projects and the development of suitable economic conditions. The near future market for offshore mussel farm mooring systems will largely be driven by the market for the mussels themselves which is dependent on the general economic climate. Aquaculture strategies at EU and individual state level which promote large scale integration of mussel and seaweed farming with offshore renewables could lead to a very large long term market potential for offshore mussel farm mooring systems, if these strategies are implemented. Further markets for these mooring systems could arise from their use by existing inshore finfish and shellfish aquaculture providing that they were cost effective in comparison to the systems currently in use.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fullvinnsla á makríl / Full processing of mackerel

Útgefið:

01/10/2011

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Fullvinnsla á makríl / Full processing of mackerel

Meginmarkmið verkefnisins var að þróa verðmætar afurðir til manneldis úr makríl sem veiddur er af uppsjávarskipum ásamt því að meta arðsemi slíkrar vinnslu. Afurðir makrílvinnslu til manneldis eru mun verðmætari en afurðir frá fiskimjölsvinnslu og eru mikli hagsmunir fólgnir í vinnslu til manneldis s.s. niðursuða og heitreyking. Gerðar voru tilraunir með vinnslu makríls í niðursuðu. Makríll var soðinn niður í tómatpúrre og reyktur og soðinn niður í olíu. Einnig voru gerðar tilraunir með heitreykingu á makríl. Hagkvæmni slíkrar vinnslu var gerð ásamt næmnigreiningu, miðað við 13% ávöxtunarkröfu. Jákvæðar niðurstöður tilrauna með vinnslu makríls í niðursuðu og heitreykingu ásamt arðsemismati á slíkum vinnslum, gáfu til kynna að slík vinnsla væri arðbær til lengri tíma.

The main objective of this project was to develop valuable products from mackerel for human consumption together with evaluation of profitability of such processing. Mackerel products for human consumption are more valuable than products from oil and meal processing. Trials were done on processing mackerel products from canning in oil and tomatpuré, and hotsmoking. Profitability of such process was evaluated with IRR (internal rate of return) of 13%. Favourable results of the project indicated that processing of canned and smoked products could be profitable in the long‐term.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Verðmæti úr hliðarafurðum slátrunar og kjötvinnslu – Skýrsla fyrir árið 2009

Útgefið:

01/10/2011

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson, Ágúst Andrésson, Óli Þór Hilmarsson, Ásbjörn Jónsson, Ólafur Reykdal

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Verðmæti úr hliðarafurðum slátrunar og kjötvinnslu – Skýrsla fyrir árið 2009

Verkefnið er um að gera verðmæti úr hliðarafurðum slátrunar‐  og kjötvinnslu. Tæknilegt markmið var að aðlaga og þróa vinnsluaðferðir sem breyta hliðarafurðum úr ódýrum mannamat, fóðri og úrgangi í dýrar sérvörur sem seldar verða til viðskiptavina í öðrum löndum. Markmið í rannsóknum og menntun var að taka þátt í og efla klasasamstarf og stuðla að þjálfun ungra vísindamanna. Verkefnið er til tveggja ára. Þetta er skýrsla um fyrra ár verkefnisins en þá var unnið að rannsókna‐  og þróunarverkefnum um vörur úr görnum og vömb um, bætta nýtingu á blóði og innmat. Einnig hófst frostþurrkun á líffærum til lyfja‐ og lífefnaframleiðslu.

The project is about creating more value from slaughter and meat processing by‐products. The technical aim is to adapt and develop processes to convert by‐products from being low value food, feed and waste to high value products for export. The aim is also to train young scientists by allowing them to take part in the project. This is a status report from the first year of the project.   The project included:

‐ Development of casing processes

‐ Better utilization of organs and bloods

‐ Freeze drying of products for biotechnological development

Lokuð skýrsla / Report closed

Skoða skýrslu

Skýrslur

Næringargildi sjávarafurða – Meginefni, steinefni, snefilefni og fitusýrur í lokaafurðum / Nutrient value of seafoods – Proximates, minerals, trace elements and fatty acids in products

Útgefið:

01/10/2011

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Svanhildur Hauksdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Annabelle Vrac, Helga Gunnlaugsdóttir, Heiða Pálmadóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Næringargildi sjávarafurða – Meginefni, steinefni, snefilefni og  fitusýrur í lokaafurðum / Nutrient value of seafoods – Proximates, minerals, trace elements and fatty acids in products

Gerðar voru mælingar á meginefnum (próteini, fitu, ösku og vatni), steinefnum (Na, K, P, Mg, Ca) og snefilefnum (Se, Fe, Cu, Zn, Hg) í helstu tegundum sjávarafurða sem voru tilbúnar á markað. Um var að ræða fiskflök, hrogn, rækju, humar og ýmsar unnar afurðir. Mælingar voru gerðar á fitusýrum, joði og þremur vítamínum í völdum sýnum. Nokkrar afurðir voru efnagreindar bæði hráar og matreiddar. Markmið verkefnisins var að bæta úr skorti á gögnum um íslenskar sjávarafurðir og gera þær aðgengilegar fyrir neytendur, framleiðendur og söluaðila íslenskra sjávarafurða. Upplýsingarnar eru aðgengilegar í íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla á vefsíðu Matís. Selen var almennt hátt í þeim sjávarafurðum sem voru rannsakaðar (33‐ 50 µg/100g) og ljóst er að sjávarafurðir geta gegnt lykilhlutverki við að fullnægja selenþörf fólks. Fitusýrusamsetning var breytileg eftir tegundum sjávarafurða og komu fram sérkenni sem hægt er að nýta sem vísbendingar um uppruna fitunnar. Meginhluti fjölómettaðra fitusýra í sjávarafurðum var langar ómega‐3 fitusýrur. Magn steinefna var mjög breytilegt í sjávarafurðum og koma fram breytingar á styrk þessara efna við vinnslu og matreiðslu. Lítið tap varð á snefilefnunum seleni, járni, kopar og sinki við matreiðslu. Mælingar voru gerðar bæði á seleni og kvikasilfri þar sem selen vinnur gegn eituráhrifum kvikasilfurs og kvikasilfur er meðal óæskilegra efna í sjávarafurðum. Kvikasilfur reyndist í öllum tilfellum vel undir hámarksgildum í reglugerð. Hrogn og hrognkelsaafurðir höfðu þá sérstöðu að innihalda mjög mikið selen en jafnframt mjög lítið kvikasilfur.

Proximates (protein, fat, ash and water), minerals (Na, K, P, Mg, Ca) and trace elements (Se, Fe, Cu, Zn, Hg) were analyzed in the most important Icelandic seafoods ready to be sent to market. The samples were fish fillets, roe, shrimp, lobster, and several processed seafoods. Fatty acids, iodine, and three vitamins were analyzed in selected seafoods. A few seafoods were analyzed both raw and cooked. The aim of the study was to collect information on the nutrient composition of seafood products and make this information available for consumers, producers and seafood dealers. The information is available in the Icelandic Food Composition Database. Selenium levels were generally high in the seafoods studied (33‐50 µg/100g) and seafoods can be an important source of selenium in the diet. Fatty acid composition was variable depending on species and certain characteristics can be used to indicate the fat source. Polyunsaturated fatty acids were mainly long chain omega‐3 fatty acids. The concentration of minerals was variable, depending on processing and cooking. Small losses were found for selenium, iron, copper and zinc during boiling. Both selenium and mercury were analyzed since selenium protects against mercury toxicity and data are needed for mercury. Mercury in all samples was below the maximum limit set by regulation. Roe and lumpsucker products had the special status of high selenium levels and very low mercury levels.

Skoða skýrslu

Fréttir

Matís tekur þátt í sýningunni Matur-inn á Akureyri

Sýningin MATUR-INN 2011 í Íþróttahöllinni á Akureyri er um komandi helgi. Búist er við þúsundum gesta á sýninguna – sölusýning með á fjórða tug þátttakenda – fag- og leikmannakeppnir í matreiðslu – ókeypis aðgangur!

Sýningin MATUR-INN verður haldin á Akureyri í fimmta sinn um komandi helgi. Sýningin hefur verið haldin á tveggja ára fresti og var hún síðast haldin árið 2009. Þá voru gestir 12-14  þúsund og er búist við öðru eins í ár. Sýningarbásar eru fleiri en á síðustu sýningu og sýningasvæðið enn stærra. Sem fyrr er aðgangur ókeypis og undirstrikað að um er að ræða sölusýningu og því hægt er að gera góð kaup hjá sýnendum. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, mun opna sýninguna formlega en hún verður opin kl. 11-17 á laugardag og sunnudag.

Mikil fjölbreytni
Óhætt er að segja að MATUR-INN 2011 sé hápunktur í norðlenskri matarmenningu. Sýningin er haldin af félaginu Mat úr Eyjafirði í góðu samstarfi við Þingeyska matarbúrið og Matarkistuna Skagafjörð. Að baki þessum félögum standa matvælaframleiðendur stórir sem smáir, veitingaaðilar, ferðaþjónustufyrirtæki, verslanir- og þjónustufyrirtæki – allt aðilar sem eiga það sammerkt að matur kemur við sögu í þeirra starfi. Á fjórða tug aðila tekur þátt í sýningunni MATUR-INN 2011 og verður fjölbreytni mikil. 

Skemmtilegar matreiðslukeppnir og haustmarkaður
Keppt verður í matreiðslu á eldhússvæði sýningarinnar. Til að mynda munu þjóðþekktir einstaklingar spreyta sig á laxaréttum, matreiðslumenn munu keppa um besta makrílréttinn, bakarar glíma við eftirrétti og loks munu veitingahús keppa í flatbökugerð.

Á sýningunni verða sýningarbásar fyrirtækja og matarmenningarfélaga, markaðstorg þar sem t.d. hægt verður að kaupa ferska haustuppskeru og sultur margs konar.

Samhliða sýningunni verður húsbúnaðarsýning í anddyri Íþróttahallarinnar og á laugardaginn verður kveikt upp í risagrilli útifyrir þar sem hefst sólarhringsgrillun á nautsskrokk. Hann verður síðan tilbúinn á sunnudag og gefst þá gestum tækifæri til að bragða á herlegheitunum.

Á sunnudag verða einnig afhent frumkvöðlaverðlaun félagsins Matar úr Eyjafirði en þau hafa verið fastur liður á sýningum félagsins hingað til.

Í tilefni af sýningunni verða átta veitingahús á Akureyri með sérréttamatseðil þessa viku þar sem þau útfæra hvert með sínum hætti hráefni úr héraði. Þannig má segja að matur og matarævintýri verði þema Eyjafjarðar og Norðurlands alla þessa viku og nái hápunkti um helgina.

Dagskrá

Laugardagur 1. október
kl. 11 – Sýningin opnar
kl. 11:30  – Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, opnar sýninguna formlega
kl. 13-14 – Matreiðslumenn keppa um besta makrílréttinn
kl. 15  – Þjóðþekktir einstaklingar keppa í matreiðslu á laxi
kl. 17  – Sýningin lokar

Sunnudagur 2. október
kl 11 – Sýningin opnar
kl. 13 – Bakarar keppa í eftirréttagerð
kl. 14 – Flatbökukeppni veitingastaðanna
kl. 15 – Uppboð á varningi frá sýnendum – ágóði rennur til Hetjanna – aðstandendafélags langveikra barna á Norðurlandi
kl. 15:30 – Frumkvöðlaverðlaun félagsins Matar úr héraði veitt.
kl. 17  – Sýningin lokarÞátttakendur í MATUR-INN 2011
Í sýningarbásum: 

  • Bautinn, Akureyri
  • Beint frá býli – framleiðendur
  • Brauðgerð Kr. Jónssonar, Akureyri
  • Darri – Eyjabiti, Grenivík
  • Ektafiskur, Hauganesi
  • Greifinn, Akureyri
  • Nýja kaffibrennslan, Akureyri
  • Kexsmiðjan Akureyri
  • Kjarnafæði, Akureyri
  • Kung Fu, Akureyri
  • Laufabrauðssetrið, Akureyri
  • Lostæti, Akureyri
  • Matarkistan Skagafjjörður, framleiðendur og fyrirtæki í Skagafirði
  • Matís, Akureyri
  • MS Akureyri
  • Norðlenska, Akureyri
  • Purity Herbs, Akureyri
  • Strikið, Akureyri
  • Urtasmiðjan, Svalbarðsströnd
  • Þingeyska matborðið, framleiðendur og fyrirtæki í Þingeyjarsýslu

Á vínkynningarsvæði:

  • Brugghúsið Gæðingur, Skagafirði
  • Bruggsmiðjan, Árskógssandi

Á markaðstorgi:

  • Júlíus Júlíusson, Dalvík
  • Ósk Sigríður Jónsdóttir, Svarfaðardal
  • Reykir II, Fnjóskadal
  • Holt og heiðar ehf., Hallormsstað

 Húsbúnaðarsýning í anddyri:

  • Laufabrauðssetrið
  • Mímósa

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Ólafur s. 899-9865

Fréttir

Kokkakeppni – búðu til stuttmynd

Búðu til stuttmynd með símanum eða annari myndbandstökuvél eða búðu til albúm með ljósmyndum. Þú getur unnið ferð til Washington, DC.

Þú getur, meðal annars: Hjálpað til við að búa til mat fyrir 30.000 nemendur í skólum í Washington, unnið með færum leiðbeinendum, aukið færni þína sem kokkur, matreitt á einum af norrænu sendiráðunum í Washington og fengið að búa til mat á einum af  betri veitingastað Washingtonborgar.

Ef að þú ert á aldrinum 18 og 24 ára og getur ferðast á tímabilinu 21-28. október, gætir þú unnið allt þetta. Nánari upplýsingar á www.nordicinnovation.org/is/verkefni/kokkakeppni-buou-til-stuttmynd/

Að taka þátt
Búðu til stuttmynd með símanum eða annari myndbandstökuvél eða búðu til albúm með ljósmyndum. Þú átt að matreiða bragðgóða máltíð úr norrænum hráefnum, og sem auðvelt væri að búa til í skólaeldhúsum í Bandaríkjunum. Þá þarf að vera mögulegt að nálgast hráefnin á auðveldan hátt í Bandaríkjunum. Rétturinn á að vera hollur, bragðgóður og auðveldur fyrir ungt fólk að matreiða. Þú átt að sýna okkur uppskriftina og kynna sjálfan þig þar sem þú segir okkur af hverju þú ættir að vera einn af þeim sem vinnur ferð til Washington.

Umsóknirnar eiga að vera á ensku eða einu af skandinavísku tungumálunum

Myndböndin og ljósmyndirnar munu verða birtar á heimasíðu Norrænu nýsköpunarmiðstöðvarinnar. Dómnefnd mun meta allar umsóknirnar og velja fimm bestu. Dómnefndin mun ekki bara einblína á uppskriftina heldur á umsækjendurnar og hvernig þeir koma hollum Norrænum mat á framfæri.

Umsóknir verða að hafa borist okkur fyrir lok dags 3. október 2011.

Fyrir frekar upplýsingar um keppnina og umsóknir, hafið samband við Elisabeth Smith (e.smith@nordicinnovation.org) hjá Norrænu nýsköpunarmiðstöðinni.

Fréttir

Staða mengunar þungmálma og annarra eiturefna í hafinu umhverfis landið – ný skýrsla Matís

Mengun þungmálma og annarra eiturefna í hafinu umhverfis landið er almennt vel undir alþjóðlegum viðmiðunarmörkum, eins og fram kemur í nýrri skýrslu Matís um breytingar á lífríki sjávar við landið (hér)

Styrkur kadmíns í íslenskum kræklingi er hinsvegar hærri en almennt gerist í kræklingi frá hafsvæðum Evrópu og Ameríku.

Frá árinu 1989 hefur verið í gangi árlegt vöktunarverkefni á mengunarefnum í lífríki hafsins við Ísland. Verkefnið er fjármagnað af umhverfisráðuneytinu, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og Matís ohf. Umhverfisstofnun er umsýsluaðili verkefnisins.

Ýmis mengandi efni í hafinu geta borist í sjávarlífverur eða lífverur sem nærast á sjávarfangi. Í mörgum tilfellum stafar þessi mengun af mannavöldum og eru vaxandi áhyggjur af þeirri þróun. Mengandi efni berast með loft- og sjávarstraumum frá meginlandi Evrópu og Ameríku auk mengunar frá Íslandi. Það er því mikilvægt að fylgjast með magni mengandi efna hér við land, bæði í umhverfi og lífverum sem lifa við landið. Þá er ennfremur mikilvægt að geta borið saman stöðu lífríkis hafsins í kringum Ísland við ástandið í öðrum löndum, ekki síst vegna mikilvægis sjávarafurða fyrir þjóðina.

Í skýrslu Matís (skýrsla 24-11 á vef Matís) eru birtar niðurstöður vöktunarverkefnisins fyrir árin 2009 og 2010. Í rannsókninni eru mæld snefilefnin blý, kadmín, kvikasilfur, kopar og sink, arsen og selen, þrávirku lífrænu efnin HCH, HCB, PCB, klórdan, trans-nonachlor, toxaphen, DDT og PBDE. Markmiðið með vöktunarverkefninu er að bera kennsl á breytingar sem kunna að verða á styrk snefilefna í lífríki sjávar umhverfis landið á ákveðnu tímabili og á milli ólíkra haf- og strandsvæða. Rannsóknin skiptir meðal annars miklu máli fyrir sölu á íslensku sjávarfangi bæði á innlendum og erlendum mörkuðum þar sem hægt er að sýna fram á með vísindalegum gögnum að íslenskur fiskur sé veiddur í ómenguðu umhverfi.

Fram kemur í skýrslunni að styrkur þungmálma eins og kvikasilfurs er afar lágur. Hins vegar hefur styrkur kadmín stundum mælst hærri í lífríki sjávar hér við landi en á suðlægari slóðum. Magn kadmíns er þó lágt í þeim lífverum sem rannsökuð eru t.d. á bilinu 0,1-1 mg/kg í kræklingi. Hár styrkur kadmíns hér við land er svæðisbundinn og talinn eiga sér náttúrulegar orsakir þar sem ekkert hefur komið fram sem bendir til kadmínmengunar af manna völdum. Niðurstöður sýna breytingar í mynstri styrks klórlífrænna efna í  kræklingi sem safnað var nálægt Hvalstöðinni í Hvalfirði í september 2009, ekki voru sýnilegar breytingar í styrk þessara efna á söfnunarstað kræklings við Hvammsvík í Hvalfirði né á neinum öðrum söfnunarstað í kringum landið sem rannsakaður var 2009. Mikilvægt er að fylgjast með þessum breytingum í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi í vöktunarverkefninu  á næstu árum til að sjá hvort þær eru enn til staðar. Ítarleg tölfræðigreiningu á gögnunum er í gangi þ.a. hægt sé að meta með vísindalegum aðferðum aukningu eða minnkun mengandi efna í lífríki sjávar hér við land.

Nánari upplýsingar veitir Helga Gunnlaugsdóttir hjá Matís.

Fréttir

Fullt hús matar á Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi?

Matís tekur þátt í Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi 22.-24. sept. nk. Á bás Matís, nr. C50, verður margt um að vera og má þar nefna kynningu á skyri með lífvirkum þara sem einu innihaldsefna og þar með öllum þeim andoxunareiginleikum sem þari hefur að geyma, bragðmikinn heitreyktan makríl og ljúffenga humarsúpu.

Dagskrá kynninga hjá Matís er eftirfarandi:

  • Fimmtudagur 22. sept. kl. 16:30-17:30: Heitreyktur makríll
  • Föstudagur 23. sept. kl. 16:00-17:30: Humarsúpa frá Höfn
  • Laugardagur 24. sept. kl. 13:00-15:00: Þaraskyr úr lífrænni mjólk og þara úr Breiðafirði

Ekki missa af þessu!

Þess má geta að þaraskyrið er á leiðinni í úrslitakeppni  Ecotrophelia Europe, sem vænlegasta og vistvænasta nýsköpunarhugmyndin á matvælasviði árið 2011?

Nánari upplýsingar veitir markaðsstjóri Matís, Steinar B. Aðalbjörnsson, 858-5111.

Fréttir

Sjávarskyr? Íslendingar fá fyrstir að bragða!

Vinnur ný alíslensk skyrafurð til verðlauna á Ecotrophelia Europe, sem vænlegasta og vistvænasta nýsköpunarhugmyndin á matvælasviði árið 2011?

Í samstarfi við Matís, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og fleiri aðila hafa Jón Trausti Kárason, Kjartan Trauner, Jökull Vilhjálmsson og Andri Freyr Þórðarson þróað vöru sem sigraði í íslensku Ecotrophelia keppninni og eru þeir félagar því á leið í stóru keppnina sem fram fer í Köln 9. og 10. október nk.

Varan sem um ræðir er skyr sem inniheldur þara af tegundinni Marínkjarni úr Breiðafirði, en við hugmyndavinnu vöruþróunarinnar var þari útgangspunkturinn.

Auk Marínkjarnans inniheldur varan lífræna mjólk frá BioBú, íslensk aðalbláber, lífrænt blómahunang og ennfremur inniheldur hún engan viðbættan sykur né aukefni!

Öll vitum við um kosti skyrneyslu. Með þeim hráefnum sem nú eru sett í skyrið fær varan á sig alveg nýja hollustumynd. Andoxunareiginleikar bláberja eru þekktir og eins inniheldur þari fullt af vítamínum og steinefnum auk fjöldann allan af andoxunarefnum. Lífræna blómahunangið gefur vörunni svo mátulega sætan keim.

Skyrið verður kynnt og fólk getur smakkað á Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi laugardaginn 24. september, kl. 13-15.

Ekki missa af þessu tækifæri!

Nánari upplýsingar veitir Jón Trausti Kárason í síma 663-7904 eða jon.trausti@matis.isGuðjón Þorkelsson eða Steinar B. Aðalbjörnsson.

IS