Fréttir

Súrþang – gerjað þang til íblöndunar í fiskeldisfóður

Tengiliður

Elísabet Eik Guðmundsdóttir

Verkefnastjóri

elisabet@matis.is

Þang er sjávargróður og er í raun vannýtt auðlind lífmassa sem finnst í miklu magni um allan heim, meðal annars við Íslands strendur. Þang er orðið mun algengara en það var áður í daglegum neysluvörum fólks til dæmis í fæðubótarefnum, snyrtivörum , lyfjum og matvælum. Undanfarin ár hafa allnokkur fjölbreytt verkefni sem snúa að þangi, eiginleikum þess og nýtingu, verið unnin hjá Matís. Meðal þeirra eru verkefnin Súrþang og SeaFeed sem þau Elísabet Eik Guðmundsdóttir og Ólafur H. Friðjónsson hafa stýrt. Við ræddum við Elísabetu Eik um þá möguleika sem felast í rannsóknum af þessu tagi.

Þang inniheldur mikið af lífvirkum efnum og hefur heilsubætandi áhrifum verið lýst fyrir mörg þeirra, þar á meðal bætibakteríuörvandi áhrifum (prebiotic). Rannsóknir á þangi eru í miklum vexti í heiminum enda er það aðgengilegt í miklu magni víðsvegar um heiminn. Víða er hægt að uppskera þang með sjálfbærum hætti og ræktun þess þarfnast hvorki lands né ferskvatns. Hjá Matís hefur áhersla verið lögð á að rannsaka flókin kolvetni og lífvirk efni í þanginu, með það að markmiði að skapa verðmæti í gegnum nýjar afurðir eða aðferðir. Efni í þangi hafa alls kyns lífvirkni, t.d. geta þau verið andoxandi, haft áhrif á bólgusvörun, unnið gegn bakteríusmitum og fleira. Lífvirkni er þegar eitthvað hefur áhrif á lifandi ferla og við erum að reyna að skoða og finna hvaða góðu áhrif þau geta haft.  

Í verkefnunum Súrþang og SeaFeed hefur helst verið unnið að þróun á gerjunaraðferð fyrir þang með það að markmiði að nýta gerjað þang, svokallað súrþang, til íblöndunar í fiskeldisfóður. Þessi rannsóknar- og þróunarverkefni hafa verið unnin í samvinnu við Laxá fiskafóður, Háskólann í Helsinki, Quadram Institute í Bretlandi og Þangverksmiðjuna Thorverk, með styrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís, EIT Food, AVS og Matvælasjóði.

Hver voru helstu markmiðin með rannsóknunum?

Meginmarkmið verkefnanna voru að þróa afurð með jákvæða heilsufarslega eiginleika úr þangi til notkunar í fiskeldisfóðri og koma þannig vannýttum lífmassa inn í fæðukeðjuna. Slíkar rannsóknir sáum við fyrir okkur að myndu nýtast hinum ört vaxandi þangiðnaði vel og stuðla að aukinni verðmætasköpun úr þangi. Fóðurframleiðendur gætu þá einnig þróað nýjar fóðurblöndur og fiskeldisfyrirtæki gætu nýtt fóður úr íslenskum efnivið

Gerjun, góðgerlar og bætt þarmaflóra

Vinnsla súrþangs hefst með þurrkuðu og möluðu þangi sem er forunnið fyrir gerjun með aðferð sem felur í sér að þangið er bleytt upp í vatni og hitað í 70°C. Við það losna kolvetni úr þanginu og út í lausnina og á sama tíma drepst stór hluti af náttúrulegri örveruflóru þangsins.

Eftir forvinnslu þangsins er það gerjað með mjólkursýrugerli af ættkvíslinni Lactobacillus en stofninn sem er notaður getur nýtt sér mannítól, sykrualkóhól sem finnst í þörungum í miklu magni, til vaxtar og efnaskipta.

Gerjunarferlið gerir þangið auðmeltanlegra og fásykrur (oligosaccharides) í því verða aðgengilegri.  Við greiningu á kolvetnainnihaldi súrþangsins eftir gerjun kom í ljós að greinóttar fásykrur eru ennþá til staðar í afurðinni en ekki étnar af gerjunarbakteríunum.

Það er mikilvægt vegna þess að sykrurnar gegna bætibakteríuörvandi hlutverki. Með öðrum orðum örva þær vöxt góðgerla í þörmum eldisdýra. Lactobacillus stofninn sjálfur telst til góðgerla og þessi blanda góðgerla og bætibakteríuörvandi fásykra gerir súrþang að afurð með fjölþætta virkni.

Staðan í dag gefur góða von fyrir framtíðina

Afurðir verkefnanna hafa verið prófaðar með fiskeldistilraunum þar sem lax var fóðraður á hefðbundnu fiskimjölsfóðri með gerjuðu þangi af tveimur tegundum og án þangs til samanburðar. Fylgst var með vexti fiskanna og áhrifa fóðurbætisins á þarmaflóru þeirra auk þess sem gerðar voru efnagreiningar og skynmat á laxaafurðinni.

Við skynmat voru sýni af laxi úr öllum fóðurhópum metin í þrísýni af 8 þjálfuðum skynmatsdómurum með tilliti til 17 þátta sem lýsa bragði, lykt, áferð og útliti lax og fannst enginn marktækur munur á bragði, lykt eða áferð milli fóðurhópanna þriggja. Til samræmis við skynmatið fannst enginn marktækur munur á bragði eða áferð á laxi úr mismunandi fóðurhópum í neytendakönnun hjá almenningi.

Mælingar voru einnig gerðar á lit, próteininnihaldi, fitu og vatni í laxinum en enginn marktækur munur reyndist vera á hópunum þegar litið var til þessara þátta. Einnig hafa verið mældir þungmálmar í laxinum en vitað er að þang inniheldur gjarnan mikið af þungmálmum og þá sérstaklega joði. Greinilegt var að hátt joðinnihald ákveðinna þangtegunda berst yfir í laxinn. Hátt joðinnihald getur hér haft jákvæð áhrif þar sem joðskortur er útbreiddur víða um heim og telst til alvarlegra heilsufarsvandamála. Hins vegar er joð sá þáttur sem takmarkar hversu mikið þang má hafa í fóðri svo að það hafi ekki slæm eða óheilsusamleg áhrif, samkvæmt gildandi reglugerðum um hámarks gildi þungmálma í fóðri. Aðrir helstu þungmálmar á borð við arsen, blý, kadmín og kvikasilfur, voru allir langt undir viðmiðunarmörkum í fóðri og var lítill sem enginn munur á þessum efnum í laxi sem fóðraður hafði verið á þangi miðað við lax fóðraðan á hefðbundnu fóðri

Sýnt var fram á að þarmaflóra laxa sem fengu súrþang í fóður innihélt marktækt minna af bakteríum af ættkvíslum sem innihalda þekkta sjúkdómsvalda í fiskum í samanburði við þarmaflóru viðmiðunarhóps sem fóðraður var á hefðbundnu fóðri án súrþangs. Þessar niðurstöður gefa góða von um að íbæting súrþangs í fóður hafi í raun haft jákvæð áhrif á þarmaflóru eldislax.

Eins og staðan er í dag hefur gerjunaraðferðin verið þróuð og afurðin prófuð í fiskeldi. Frekari rannsóknir standa yfir til að svara nokkrum útistandandi spurningum og bæta gæði og öryggi fóðurbætisins frekar. Verið er að vinna að frekari þróun afurðarinnar og áætlað er að endurtaka fiskeldistilraun til staðfestingar á árinu 2022.

Hvað er mest spennandi við rannsóknir á þangi að þínu mati?

Mest spennandi við sviðið í heild er að við erum að taka lífmassa sem við eigum og liggur þarna á lausu sem við erum ekki að nýta og við erum að búa eitthvað til úr honum. Við erum að skapa verðmæti með því að búa til afurð á endanum en við erum líka bara að nýta hann. Eins og staðan er í dag hér á Íslandi erum við alls ekki að ofnýta þangið okkar, við erum að nýta mjög lítinn hluta af því sem við gætum nýtt. Þangið er uppskorið á vistvænan hátt og það vex einungis villt hérlendis þar sem engir innlendir aðilar stunda þangræktun eins og staðan er í dag. Það er heilmikill efniviður þarna sem í liggja allir þessir möguleikar og allar þessar afurðir. Það er það sem er mest spennandi og drífur þetta áfram. Við erum öll að reyna að vinna í átt að grænni framtíð. Og nýta það sem jörðin gefur okkur, ekki ofnýta heldur nýta það vel.

Elísabet fór í skemmtilegt viðtal um rannsóknir sínar á þangi í Samfélaginu á Rás 1 fyrr á árinu. Hægt er að hlusta á viðtalið hér: Samfélagið

Fróðleiksmola og lifandi myndefni frá verkefnavinnu og rannsóknum á þangi, þara og þörungum má finna á Instagram síðu Matís hér: Instagram.com/matis.

Verkefni á borð við umrædd þangverkefni eru unnin á ýmsum sviðum hjá Matís en falla undir þjónustuflokkinn Líftækni og lífefni. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér betur rannsóknir og nýsköpun þegar kemur að líftækni og lífefnum má horfa á kynningu á efninu hér: Líftækni og lífefni á Íslandi – framtíðaráherslur og samstarfsmöguleikar

Skýrslur

Ný náttúruleg andoxunarefni úr hafinu / New natural antioxidants from Icelandic marine sources

Útgefið:

15/12/2021

Höfundar:

Hörður G. Kristinsson, Rósa Jónsdóttir, Brynja Einarsdóttir, Ásta María Einarsdóttir, Bergrós Ingadóttir, Sara Marshall, Una Jónsdóttir, Irek Klonowski

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Mikil eftirspurn er eftir öflugum nýjum náttúrulegum efnum til að auka stöðugleika matvæla og er stór markaður fyrir slíkar afurðir. Markmið þessa verkefnis var að þróa og framleiða ný náttúruleg andoxunarefni úr íslensku sjávarfangi sem afurðir til að auka stöðugleika mismunandi sjávarafurða.  Þróaðar voru aðferðir til að framleiða andoxunarafurðir úr íslensku þangi og beinamarningi og umfangsmiklar andoxunarmælingar gerðar á afurðunum líkt og ORAC, DPPH, málmbindigeta og afoxunargeta (e. reducing power). Jafnframt voru gerðar forprófanir með því að bæta andoxunarafurðum í  mismunandi sjávarafurðir eins og laxaflökog  þorskflök. Fylgst með geymsluþoli sjávarafurðanna m.a. með þránunarmælingum og litarmælingum. Framleiðsluferli andoxunarafurða úr þangi var skalað upp og þau prófuð í mismunandi sjávarafurðum í samvinnu við framleiðslufyrirtæki. Þá var markaðsgreining gerð þar sem einblínt var á þörungaextrökt, fiskipeptíð og prótein. Andoxunarafurðirnar sem voru þróaðar höfðu allar mikla og fjölþætta virkni í tilraunaglasi. Virknin reyndist hins vegar mismikil þegar andoxunarafurðirnar voru prófaðar í mismunandi matvælum og heldur lægri en virknin sem mældist í tilraunaglösum. Geymsluþolsprófanir (skynmat  og örverumælingar) voru gerðar á völdum matvælum og sýndu fram á jákvæð áhrif andoxunarefnanna. Sum prófin sem voru gerð lofa góðu en nýting þessara nýju andoxunarafurða á stærri skala er háð mati á  efnahagslegu hagkvæmi.


Currently, there is a great demand for natural antioxidants with high activity to increase product stability, and the market is big for those products. The goal of the project was to develop and produce new natural antioxidants from Icelandic marine based raw materials to be used to increase the storage stability of different food products.

Methods were developed to produce antioxidants from seaweed and seafood by-products. In-vitro activity of the antioxidants was tested (ORAC, DPPH, metal chelation and reducing power activity) as well as their activity in selected food products to narrow down which antioxidant products to take to commercial trials. Furthermore, the food products were analysed for e.g. development of lipid oxidation and changes in colour. Shelf-life studies including sensory evaluation and microbial analysis, were also conducted in select food trials. The production of selected antioxidant products was scaled up to give enough quantity to do commercial trials with selected antioxidants, conducted in collaboration with different food companies. Finally, an analysis of the market, focusing on seaweed extracts and cod/fish peptides/proteins as food ingredients, was done. Both the antioxidants developed from seaweed and fish by-products had very good in-vitro antioxidant activity. However, results from food application trials showed varied results, depending on the antioxidant and food products tested. While some of the trials showed promising results, it remains to be seen if production costs of the new antioxidants can be brought to levels justifying their use in different food products.  

Fréttir

Vilt þú starfa hjá Matís í Reykjavík?

Matís er metnaðarfullur og lifandi vinnustaður þar sem unnið er að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði og rík áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu. Um þessar mundir eru lausar þrjár stöður hjá fyrirtækinu og við leitum að drífandi einstaklingum til að sinna þeim.

Aðstoð á rannsóknarstofu / Laboratory assistant

Sérfræðingur í matvælaörverufræði / Specialist in food microbiology

Sérfræðingur á rannsóknarstofu / Laboratory Specialist

Með vísan í jafnréttisstefnu Matís eru öll kyn hvött til að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í viðkomandi starf.

Umsóknarfrestur er til og með 27. desember. 2021

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Fréttir

Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Svandís Svavarsdóttir heimsótti Matís

Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsótti Matís í upphafi vikunnar ásamt Iðunni Garðarsdóttur aðstoðarmanni ráðherra, Benedikt Árnasyni ráðuneytisstjóra og fleira starfsfólki ráðuneytisins.

Hópurinn hitti Odd Má Gunnarsson, forstjóra Matís, auk fleira starfsfólks og fékk kynningu á starfseminni. Sérstaklega var rætt um landbúnað, sjávarútveg, menntamál og umhverfismál en ljóst er að ýmis tækifæri eru fyrir hendi í starfi fyrirtækisins sem kallast vel á við nýkynntar áherslur ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fjögur árin. Að lokum gekk hópurinn svo um húsakynni Matís þar sem fagstjórar og starfsfólk faghópa kynnti starfsemina, verkefnin sem unnin eru og aðstöðuna sem er til staðar.    

Heimsóknin var hin ánægjulegasta og hlakkar starfsfólk Matís til áframhaldandi farsæls samstarfs við ráðuneytið með Svandísi Svavarsdóttur í broddi fylkingar.

Fréttir

Verkefninu „Íslenskt bygg til framleiðslu á áfengum drykkjum“ lokið

Niðurstöður verkefnisins Íslenskt bygg til framleiðslu á áfengum drykkjum endurspeglast í MS verkefni sem unnið var af Craig Clapcot, nema í matvælafræði við Háskóla Íslands fyrr á árinu.

Markmið verkefnisins var að bera saman tvær aðferðir til að framleiða gerjanlegan vökva úr íslensku byggi til innlendrar viskíframleiðslu. Fyrri aðferðin byggðist á framleiðslu maltvökva úr íslensku byggi, hin síðari byggðist á því að vinna íslenskt bygg eingöngu með viðbættum ensímum. Innflutt byggmalt var einnig rannsakað til samanburðar. Mælingar voru gerðar á sykurtegundum við upphaf og lok gerjunar ásamt alkóhóli í lok gerjunar. Sýni voru sérstaklega útbúin fyrir skynmat og til að meta möguleika á framleiðslu áfengra drykkja. 

Á Íslandi eru tækifæri til að skilgreina íslenskar aðferðir við framleiðslu áfengra drykkja og þessar aðferðir þurfa ekki endilega að fylgja hefðbundnum aðferðum í Skotlandi og á Írlandi. Innan drykkjarvöruiðnaðarins á Íslandi er hafin skoðun á því hvernig hægt verði að vernda heitið „íslenskt viskí“ bæði á Íslandi og í Evrópu (sjá grein í Bændablaðinu frá nóvember 2020: Eimverk sækir um vernd fyrir „Íslenskt viskí).

Hluti af þessu ferli er að skilgreina hvað íslenskt viskí er og hvernig það er framleitt, alveg eins og Skotar þurftu að gera í byrjun 19. aldar fyrir eigin framleiðslu. Þetta gerðu þeir með því að spyrja spurningarinnar: Hvað er viskí?

Nauðsynlegt er að skilgreina íslenskt viskí svo hægt verði að nota innlent bygg í fleira en fóður og hægt verði að ganga úr skugga um hvort mögulegt verði að auka virði byggsins. Vonast er til þess að þessi vinna auðveldi nýjum aðilum að nýta íslenskt bygg til framleiðslu á viskíi og öðrum áfengum drykkjum.

Niðurstöður MS verkefnisins eru þær að báðar framleiðsluaðferðirnar eru vænlegar til framleiðslu á áfengum drykkjum á Íslandi. Þó fékkst ekki eins mikill sykur úr möltuðu íslensku byggi og innfluttu malti eða íslensku byggi sem hafði verið meðhöndlað með viðbættum ensímum við háan hita. Það kann að vera að gerð eimingartækjanna hafi meiri áhrif á bragð viskísins en það hvort byggið hafi verið maltað eða unnið með ensímum. Hugsanlegt er að ekki verði hægt að malta íslenskt bygg á hverju ári þar sem þroski byggsins er háður veðurfari. Iðnaðurinn þarf því að hafa önnur ráð en möltun í slíkum árum til að tryggja framleiðslu á áfengum drykkjum. Verkefnið mun vonandi leggja til þekkingu og hugmundir fyrir drykkjarvöruiðnað í örri þróun á Íslandi.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á verkefnasíðu þess hér: Íslenskt bygg til framleiðslu á áfengum drykkjum

An original research article on Basalt-Hosted Microbial Communities in the Subsurface of the Young Volcanic Island of Surtsey, Iceland

Tengiliður

Pauline Bergsten

Ph.D. nemi

paulineb@matis.is

A team of Matís scientists, in partnership with the University of Iceland and the University of Utah, has recently published a new original research article called „Basalt-Hosted Microbial Communities in the Subsurface of the Young Volcanic Island of Surtsey, Iceland“. The article appeared in Frontiers in Microbiology.

The team consisted of five scientists from Matís’ Microbiology research group; Pauline Bergsten, Pauline Vannier, Alexandra María Klonowski, Stephen Knobloch and Viggó Marteinsson and they wrote the article along with Magnús Tumi Gudmundsson from the university of Iceland and Marie Dolores Jackson from the University of Utah.

The abstract of the article is here below and you can read the full text here:

Basalt-Hosted Microbial Communities in the Subsurface of the Young Volcanic Island of Surtsey, Iceland

The island of Surtsey was formed in 1963–1967 on the offshore Icelandic volcanic rift zone. It offers a unique opportunity to study the subsurface biosphere in newly formed oceanic crust and an associated hydrothermal-seawater system, whose maximum temperature is currently above 120°C at about 100 m below surface. Here, we present new insights into the diversity, distribution, and abundance of microorganisms in the subsurface of the island, 50 years after its creation. Samples, including basaltic tuff drill cores and associated fluids acquired at successive depths as well as surface fumes from fumaroles, were collected during expedition 5059 of the International Continental Scientific Drilling Program specifically designed to collect microbiological samples. Results of this microbial survey are investigated with 16S rRNA gene amplicon sequencing and scanning electron microscopy. To distinguish endemic microbial taxa of subsurface rocks from potential contaminants present in the drilling fluid, we use both methodological and computational strategies. Our 16S rRNA gene analysis results expose diverse and distinct microbial communities in the drill cores and the borehole fluid samples, which harbor thermophiles in high abundance. Whereas some taxonomic lineages detected across these habitats remain uncharacterized (e.g., Acetothermiia, Ammonifexales), our results highlight potential residents of the subsurface that could be identified at lower taxonomic rank such as Thermaerobacter, BRH-c8a (Desulfallas-Sporotomaculum), Thioalkalimicrobium, and Sulfurospirillum. Microscopy images reveal possible biotic structures attached to the basaltic substrate. Finally, microbial colonization of the newly formed basaltic crust and the metabolic potential are discussed on the basis of the data.

Fréttir

Íslenskt grænmeti gegni mikilvægu hlutverki fyrir ímynd landsins og sjálfbærni

Á dögunum birtist grein í Bændablaðinu þar sem einu af grænmetisverkefnum Matís; Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis, voru gerð skil auk þess sem rætt var við verkefnastjórann Ólaf Reykdal.  

Verkefnið um virðiskeðju íslensks grænmetis hlaut styrk úr Matvælasjóði og hófst á þessu ári en lýkur á því næsta.  Meginviðfangsefnin eru geymsluþolsrannsóknir, rannsóknir á leiðum til að gera verðmæti úr vannýttum hliðarafurðum garðyrkju og greiningar sem miða að því að draga úr sóun í allri viðriskeðju grænmetis. Unnið hefur verið að hinum ýmsu hlutum verkefnisins á síðustu misserum og starfsfólk Matís vonast til að geta skilað áhugaverðum niðurstöðum til grænmetisgeirans á næstu mánuðum, sagði Ólafur við blaðamann.

Verkefninu er ætlað að efla grænmetisgeirann á Íslandi með nýrri þekkingu sem styður við uppbyggingu geirans og er þá átt við aukna framleiðslu, fleiri atvinnutækifæri og aukið framboð næringarríkra afurða. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskóla Íslands og verslunarkeðjuna Samkaup en Samband garðyrkjubænda, Sölufélag garðyrkjumanna og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins hafa einnig verið höfð með í ráðum.

Frétt Bændablaðsins má lesa í heild sinni hér: Aukið verðmæti íslenskrar grænmetisframleiðslu

Fylgjast má með framgangi verkefnisins á verkefnasíðu þess hér: Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis.

Matís hefur í gegnum tíðina stundað ýmsar rannsóknir á grænmeti og áhugaverðar umræður fóru fram um tengd málefni á áherslufundi sem haldinn var í vor um virðiskeðju grænmetis. Upptöku af fundinum má nálgast hér: Virðiskeðja grænmetis

Fréttir

Grænir Frumkvöðlar Framtíðar komnir í gírinn víða um land

Undanfarnar vikur hefur starfsfólk Matís verið í óða önn að koma fræðsluverkefninu Grænir Frumkvöðlar Framtíðar af stað í þeim þremur grunnskólum sem taka þátt í verkefninu í vetur. Farið var í heimsóknir í Árskóla á Sauðárkróki, Nesskóla í Neskaupsstað og Grunnskóla Bolungarvíkur, þar sem starfmenn Matís spjölluðu við nemendur 8.-10. bekkjar og kennara þeirra um loftslagsbreytingar, umhverfismál og verkefnið sjálft.

Fræðsluverkefnið Grænir Frumkvöðlar, sem styrkt er af Loftslagssjóði, hefur það að meginmarkmiði að fræða íslenska grunnskólanemendur um loftslags- og umhverfismál, áhrif loftslagbreytinga á hafið og lífríki þess og ekki síst, möguleg áhrif á sjávarútveg og samfélagið. Verkefnið mun einnig miða að því að valdefla grunnskólanemendur með því að fræða þá um mikilvægi nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi, ekki aðeins sem tól í baráttunni gegn loftslagsvandanum, heldur einnig fyrir þau sjálf og þeirra nærsamfélag. Ein helsta afurð verkefnisins verður kennsluefni fyrir íslenska kennara og nemendur þeirra, sem inniheldur m.a. um 40 mismunandi verkefni, leiki og tilraunir, svo eitthvað sé nefnt. Stútfullur pakki af fróðleik og ekki síst, skemmtun.

Undanfarnar vikur hafa starfsmenn Matís, þær Ragnhildur Friðriksdóttir og Katrín Hulda Gunnarsdóttir, heimsótt grunnskólana þrjá sem taka þátt í verkefninu í vetur. Kennsluefnið verður prufukeyrt í þessum þremur skólum og verður sú reynsla nýtt til að þróa og endurbæta efnið og aðferðirnar. Í þessum heimsóknum var mikið spjallað við krakkana um loftslagsbreytingar, farið yfir hvað loftslagsbreytingar raunverulega eru og hvað þær þýða fyrir okkur, samfélagið okkar, jörðina og lífríkið.

Oft sköpuðust líflegar umræður og flott stemning, enda krakkarnir áhugasamir og fullir af eldmóði varðandi framtíð þeirra og náttúrunnar. Brugðið var á leik með loftslagstengdu ívafi í öllum skólunum þremur og á myndinni til hægri má sjá þegar nemendur prófuðu Lundaleikinn, sem er einn af 40 leikjum og verkefnum Grænna Frumkvöðla Framtíðar. Loks var verkefnið kynnt fyrir nemendum, þar sem farið var yfir hlutverk þeirra og bekkjarins.

Næstu vikur mun kennsla á vinnustofum fara fram í skólunum þremur og hvetjum við alla sem hafa áhuga að fylgjast með á heimasíðu verkefnisins, www.graenirfrumkvödlar.com og instagramsíðunni gff_matis. Þar verða settar inn myndir, myndbönd og annað sem tengist verkefninu. Að verkefninu loknu, eða um mitt næsta ár, verður kennsluefnið loks gert aðgengilegt til niðurhals á heimasíðu verkefnisins.

Teymið á bakvið Græna Frumkvöðla Framtíðar

PoC: Food Imaginarium – promoting healthy eating habits

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Food Imaginarium is Proof of concept (PoC) under the EIT Food Public engagement functional area, theme; Childhood obesity. Matís is leading the project.

The origin of food is unclear to many children – they are used to the idea that food comes in packaging from the supermarket. Yet, knowledge about food is crucial to develop healthy eating habits! The PoC Food Imaginarium project will offer teachers and children (age 10-12 years old) fun and entertaining tools to talk about food – using all their senses, imagination, and creativity. The Food Imaginarium will cover different foods – starting with tomatoes as an example. A 360° video takes the children to a sustainable tomato farm – in a very snowy country! With virtual games and quizzes, they can dive deeper into the world of tomatoes’ nutrients and experience how tomatoes grow, smell & taste.

The Food Imaginarium’s aim is to reach children at the age when they are prone to start developing obesity by approaching them via interactive and engaging activities to spark interest and increase knowledge for making healthy food choices. In the PoC, the potential impact on children’s knowledge and implicit behavior will be measured. Feedback from teachers and experimenters on the Food Imaginarium activities will also be collected with the purpose of giving direction for further development and improvement of the Food Imaginarium.

Skýrslur

SustainCycle – Vertical farming of abalone / SustainCycle – Lóðrétt Stórskalaeldi á Sæeyrum

Útgefið:

08/11/2021

Höfundar:

Jensen, Sophie

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

The aim of the project was to build a foundation to expand abalone production in Iceland. The international market has grown incredibly during the last 10-15 years and will continue to grow. Currently, Sæbýli has built an aquafarm in Eyrarbakki and Þorlákshöfn and grow small scale abalone animals to market size. At the beginning of the project the farm had a capacity to produce 70 tonnes/year into a global market of 150 000 tons in total. The long-term plan of Sæbýli is to build a sustainable aquaculture industry in Iceland by building standardised production units in other parts of Iceland. In order for this to happen, certain technical barriers to upscaling had to be resolved and a „state-of-the-art“ standard production facility had to be designed.   
Furthermore, the aim was to examine the wholesomeness of the product as well as to assess the environmental impact of the production. Finally, it was intended to establish communication with Icelandic consumers, restaurants and stakeholders, as well as marketing measures abroad.

The project was carried out by Sæbýli, Matís, the University of Iceland and Centra.
_____

Markmið verkefnisins var að byggja grunn til að skala upp sæeyrnaeldi á Íslandi. Heimsmarkaðurinn hefur vaxið með undraverðum hætti undanfarin 10-15 ár og allt bendir til að vöxtur verði áfram. Sæbýli hefur nú byggt upp aðstöðu í Eyrabakka fyrir áframeldi og Þorlákshöfn fyrir undaneldi og frjóvganir. Við upphaf verkefnisins var framleiðsla inn á markað á fyrstu stigum en eldisstöðin hefur framleiðslugetu upp á 70 tonn/ári inn á heimsmarkað sem telur amk 150 þúsund tonn. Langtímamarkmið Sæbýlis er að byggja upp sjálfbæran eldisiðnað á Íslandi með því að byggja upp staðlaðar framleiðslu eininingar víðar á Íslandi. Til þess að svo verði þurfti að leysa ákveðnar tæknilegar hindrandir fyrir uppskölun og út frá því hanna „state-of-the-art“ staðlað framleiðsluhús. Ennfremur var markmiðið að kanna hollustu og heilnæmi afurðanna ásamt því að meta umhverfisáhrif framleiðslunar. Að lokum var áætlað koma á samskiptum við íslenska neytendur, veitingastaði og hagsmunaaðila ásamt markaðsaðgerðum erlendis.

Að verkefninu stóðu Sæbýli, Matís, Háskóli Íslands og Centra.

Skoða skýrslu
IS