Fréttir

Vilt þú starfa hjá Matís í Reykjavík?

Matís er metnaðarfullur og lifandi vinnustaður þar sem unnið er að fjölbreyttum verkefnum í matvælaiðnaði og rík áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu. Um þessar mundir eru lausar þrjár stöður hjá fyrirtækinu og við leitum að drífandi einstaklingum til að sinna þeim.

Aðstoð á rannsóknarstofu / Laboratory assistant

Sérfræðingur í matvælaörverufræði / Specialist in food microbiology

Sérfræðingur á rannsóknarstofu / Laboratory Specialist

Með vísan í jafnréttisstefnu Matís eru öll kyn hvött til að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir hæfni umsækjanda í viðkomandi starf.

Umsóknarfrestur er til og með 27. desember. 2021

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Fréttir

Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Svandís Svavarsdóttir heimsótti Matís

Svandís Svavarsdóttir, nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra heimsótti Matís í upphafi vikunnar ásamt Iðunni Garðarsdóttur aðstoðarmanni ráðherra, Benedikt Árnasyni ráðuneytisstjóra og fleira starfsfólki ráðuneytisins.

Hópurinn hitti Odd Má Gunnarsson, forstjóra Matís, auk fleira starfsfólks og fékk kynningu á starfseminni. Sérstaklega var rætt um landbúnað, sjávarútveg, menntamál og umhverfismál en ljóst er að ýmis tækifæri eru fyrir hendi í starfi fyrirtækisins sem kallast vel á við nýkynntar áherslur ríkisstjórnarinnar fyrir næstu fjögur árin. Að lokum gekk hópurinn svo um húsakynni Matís þar sem fagstjórar og starfsfólk faghópa kynnti starfsemina, verkefnin sem unnin eru og aðstöðuna sem er til staðar.    

Heimsóknin var hin ánægjulegasta og hlakkar starfsfólk Matís til áframhaldandi farsæls samstarfs við ráðuneytið með Svandísi Svavarsdóttur í broddi fylkingar.

Fréttir

Verkefninu „Íslenskt bygg til framleiðslu á áfengum drykkjum“ lokið

Niðurstöður verkefnisins Íslenskt bygg til framleiðslu á áfengum drykkjum endurspeglast í MS verkefni sem unnið var af Craig Clapcot, nema í matvælafræði við Háskóla Íslands fyrr á árinu.

Markmið verkefnisins var að bera saman tvær aðferðir til að framleiða gerjanlegan vökva úr íslensku byggi til innlendrar viskíframleiðslu. Fyrri aðferðin byggðist á framleiðslu maltvökva úr íslensku byggi, hin síðari byggðist á því að vinna íslenskt bygg eingöngu með viðbættum ensímum. Innflutt byggmalt var einnig rannsakað til samanburðar. Mælingar voru gerðar á sykurtegundum við upphaf og lok gerjunar ásamt alkóhóli í lok gerjunar. Sýni voru sérstaklega útbúin fyrir skynmat og til að meta möguleika á framleiðslu áfengra drykkja. 

Á Íslandi eru tækifæri til að skilgreina íslenskar aðferðir við framleiðslu áfengra drykkja og þessar aðferðir þurfa ekki endilega að fylgja hefðbundnum aðferðum í Skotlandi og á Írlandi. Innan drykkjarvöruiðnaðarins á Íslandi er hafin skoðun á því hvernig hægt verði að vernda heitið „íslenskt viskí“ bæði á Íslandi og í Evrópu (sjá grein í Bændablaðinu frá nóvember 2020: Eimverk sækir um vernd fyrir „Íslenskt viskí).

Hluti af þessu ferli er að skilgreina hvað íslenskt viskí er og hvernig það er framleitt, alveg eins og Skotar þurftu að gera í byrjun 19. aldar fyrir eigin framleiðslu. Þetta gerðu þeir með því að spyrja spurningarinnar: Hvað er viskí?

Nauðsynlegt er að skilgreina íslenskt viskí svo hægt verði að nota innlent bygg í fleira en fóður og hægt verði að ganga úr skugga um hvort mögulegt verði að auka virði byggsins. Vonast er til þess að þessi vinna auðveldi nýjum aðilum að nýta íslenskt bygg til framleiðslu á viskíi og öðrum áfengum drykkjum.

Niðurstöður MS verkefnisins eru þær að báðar framleiðsluaðferðirnar eru vænlegar til framleiðslu á áfengum drykkjum á Íslandi. Þó fékkst ekki eins mikill sykur úr möltuðu íslensku byggi og innfluttu malti eða íslensku byggi sem hafði verið meðhöndlað með viðbættum ensímum við háan hita. Það kann að vera að gerð eimingartækjanna hafi meiri áhrif á bragð viskísins en það hvort byggið hafi verið maltað eða unnið með ensímum. Hugsanlegt er að ekki verði hægt að malta íslenskt bygg á hverju ári þar sem þroski byggsins er háður veðurfari. Iðnaðurinn þarf því að hafa önnur ráð en möltun í slíkum árum til að tryggja framleiðslu á áfengum drykkjum. Verkefnið mun vonandi leggja til þekkingu og hugmundir fyrir drykkjarvöruiðnað í örri þróun á Íslandi.

Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á verkefnasíðu þess hér: Íslenskt bygg til framleiðslu á áfengum drykkjum

An original research article on Basalt-Hosted Microbial Communities in the Subsurface of the Young Volcanic Island of Surtsey, Iceland

Tengiliður

Pauline Bergsten

Ph.D. nemi

paulineb@matis.is

A team of Matís scientists, in partnership with the University of Iceland and the University of Utah, has recently published a new original research article called „Basalt-Hosted Microbial Communities in the Subsurface of the Young Volcanic Island of Surtsey, Iceland“. The article appeared in Frontiers in Microbiology.

The team consisted of five scientists from Matís’ Microbiology research group; Pauline Bergsten, Pauline Vannier, Alexandra María Klonowski, Stephen Knobloch and Viggó Marteinsson and they wrote the article along with Magnús Tumi Gudmundsson from the university of Iceland and Marie Dolores Jackson from the University of Utah.

The abstract of the article is here below and you can read the full text here:

Basalt-Hosted Microbial Communities in the Subsurface of the Young Volcanic Island of Surtsey, Iceland

The island of Surtsey was formed in 1963–1967 on the offshore Icelandic volcanic rift zone. It offers a unique opportunity to study the subsurface biosphere in newly formed oceanic crust and an associated hydrothermal-seawater system, whose maximum temperature is currently above 120°C at about 100 m below surface. Here, we present new insights into the diversity, distribution, and abundance of microorganisms in the subsurface of the island, 50 years after its creation. Samples, including basaltic tuff drill cores and associated fluids acquired at successive depths as well as surface fumes from fumaroles, were collected during expedition 5059 of the International Continental Scientific Drilling Program specifically designed to collect microbiological samples. Results of this microbial survey are investigated with 16S rRNA gene amplicon sequencing and scanning electron microscopy. To distinguish endemic microbial taxa of subsurface rocks from potential contaminants present in the drilling fluid, we use both methodological and computational strategies. Our 16S rRNA gene analysis results expose diverse and distinct microbial communities in the drill cores and the borehole fluid samples, which harbor thermophiles in high abundance. Whereas some taxonomic lineages detected across these habitats remain uncharacterized (e.g., Acetothermiia, Ammonifexales), our results highlight potential residents of the subsurface that could be identified at lower taxonomic rank such as Thermaerobacter, BRH-c8a (Desulfallas-Sporotomaculum), Thioalkalimicrobium, and Sulfurospirillum. Microscopy images reveal possible biotic structures attached to the basaltic substrate. Finally, microbial colonization of the newly formed basaltic crust and the metabolic potential are discussed on the basis of the data.

Fréttir

Íslenskt grænmeti gegni mikilvægu hlutverki fyrir ímynd landsins og sjálfbærni

Á dögunum birtist grein í Bændablaðinu þar sem einu af grænmetisverkefnum Matís; Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis, voru gerð skil auk þess sem rætt var við verkefnastjórann Ólaf Reykdal.  

Verkefnið um virðiskeðju íslensks grænmetis hlaut styrk úr Matvælasjóði og hófst á þessu ári en lýkur á því næsta.  Meginviðfangsefnin eru geymsluþolsrannsóknir, rannsóknir á leiðum til að gera verðmæti úr vannýttum hliðarafurðum garðyrkju og greiningar sem miða að því að draga úr sóun í allri viðriskeðju grænmetis. Unnið hefur verið að hinum ýmsu hlutum verkefnisins á síðustu misserum og starfsfólk Matís vonast til að geta skilað áhugaverðum niðurstöðum til grænmetisgeirans á næstu mánuðum, sagði Ólafur við blaðamann.

Verkefninu er ætlað að efla grænmetisgeirann á Íslandi með nýrri þekkingu sem styður við uppbyggingu geirans og er þá átt við aukna framleiðslu, fleiri atvinnutækifæri og aukið framboð næringarríkra afurða. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskóla Íslands og verslunarkeðjuna Samkaup en Samband garðyrkjubænda, Sölufélag garðyrkjumanna og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins hafa einnig verið höfð með í ráðum.

Frétt Bændablaðsins má lesa í heild sinni hér: Aukið verðmæti íslenskrar grænmetisframleiðslu

Fylgjast má með framgangi verkefnisins á verkefnasíðu þess hér: Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis.

Matís hefur í gegnum tíðina stundað ýmsar rannsóknir á grænmeti og áhugaverðar umræður fóru fram um tengd málefni á áherslufundi sem haldinn var í vor um virðiskeðju grænmetis. Upptöku af fundinum má nálgast hér: Virðiskeðja grænmetis

Fréttir

Grænir Frumkvöðlar Framtíðar komnir í gírinn víða um land

Undanfarnar vikur hefur starfsfólk Matís verið í óða önn að koma fræðsluverkefninu Grænir Frumkvöðlar Framtíðar af stað í þeim þremur grunnskólum sem taka þátt í verkefninu í vetur. Farið var í heimsóknir í Árskóla á Sauðárkróki, Nesskóla í Neskaupsstað og Grunnskóla Bolungarvíkur, þar sem starfmenn Matís spjölluðu við nemendur 8.-10. bekkjar og kennara þeirra um loftslagsbreytingar, umhverfismál og verkefnið sjálft.

Fræðsluverkefnið Grænir Frumkvöðlar, sem styrkt er af Loftslagssjóði, hefur það að meginmarkmiði að fræða íslenska grunnskólanemendur um loftslags- og umhverfismál, áhrif loftslagbreytinga á hafið og lífríki þess og ekki síst, möguleg áhrif á sjávarútveg og samfélagið. Verkefnið mun einnig miða að því að valdefla grunnskólanemendur með því að fræða þá um mikilvægi nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi, ekki aðeins sem tól í baráttunni gegn loftslagsvandanum, heldur einnig fyrir þau sjálf og þeirra nærsamfélag. Ein helsta afurð verkefnisins verður kennsluefni fyrir íslenska kennara og nemendur þeirra, sem inniheldur m.a. um 40 mismunandi verkefni, leiki og tilraunir, svo eitthvað sé nefnt. Stútfullur pakki af fróðleik og ekki síst, skemmtun.

Undanfarnar vikur hafa starfsmenn Matís, þær Ragnhildur Friðriksdóttir og Katrín Hulda Gunnarsdóttir, heimsótt grunnskólana þrjá sem taka þátt í verkefninu í vetur. Kennsluefnið verður prufukeyrt í þessum þremur skólum og verður sú reynsla nýtt til að þróa og endurbæta efnið og aðferðirnar. Í þessum heimsóknum var mikið spjallað við krakkana um loftslagsbreytingar, farið yfir hvað loftslagsbreytingar raunverulega eru og hvað þær þýða fyrir okkur, samfélagið okkar, jörðina og lífríkið.

Oft sköpuðust líflegar umræður og flott stemning, enda krakkarnir áhugasamir og fullir af eldmóði varðandi framtíð þeirra og náttúrunnar. Brugðið var á leik með loftslagstengdu ívafi í öllum skólunum þremur og á myndinni til hægri má sjá þegar nemendur prófuðu Lundaleikinn, sem er einn af 40 leikjum og verkefnum Grænna Frumkvöðla Framtíðar. Loks var verkefnið kynnt fyrir nemendum, þar sem farið var yfir hlutverk þeirra og bekkjarins.

Næstu vikur mun kennsla á vinnustofum fara fram í skólunum þremur og hvetjum við alla sem hafa áhuga að fylgjast með á heimasíðu verkefnisins, www.graenirfrumkvödlar.com og instagramsíðunni gff_matis. Þar verða settar inn myndir, myndbönd og annað sem tengist verkefninu. Að verkefninu loknu, eða um mitt næsta ár, verður kennsluefnið loks gert aðgengilegt til niðurhals á heimasíðu verkefnisins.

Teymið á bakvið Græna Frumkvöðla Framtíðar

PoC: Food Imaginarium – promoting healthy eating habits

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Food Imaginarium is Proof of concept (PoC) under the EIT Food Public engagement functional area, theme; Childhood obesity. Matís is leading the project.

The origin of food is unclear to many children – they are used to the idea that food comes in packaging from the supermarket. Yet, knowledge about food is crucial to develop healthy eating habits! The PoC Food Imaginarium project will offer teachers and children (age 10-12 years old) fun and entertaining tools to talk about food – using all their senses, imagination, and creativity. The Food Imaginarium will cover different foods – starting with tomatoes as an example. A 360° video takes the children to a sustainable tomato farm – in a very snowy country! With virtual games and quizzes, they can dive deeper into the world of tomatoes’ nutrients and experience how tomatoes grow, smell & taste.

The Food Imaginarium’s aim is to reach children at the age when they are prone to start developing obesity by approaching them via interactive and engaging activities to spark interest and increase knowledge for making healthy food choices. In the PoC, the potential impact on children’s knowledge and implicit behavior will be measured. Feedback from teachers and experimenters on the Food Imaginarium activities will also be collected with the purpose of giving direction for further development and improvement of the Food Imaginarium.

Skýrslur

SustainCycle – Vertical farming of abalone / SustainCycle – Lóðrétt Stórskalaeldi á Sæeyrum

Útgefið:

08/11/2021

Höfundar:

Jensen, Sophie

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Sophie Jensen

Verkefnastjóri

sophie.jensen@matis.is

The aim of the project was to build a foundation to expand abalone production in Iceland. The international market has grown incredibly during the last 10-15 years and will continue to grow. Currently, Sæbýli has built an aquafarm in Eyrarbakki and Þorlákshöfn and grow small scale abalone animals to market size. At the beginning of the project the farm had a capacity to produce 70 tonnes/year into a global market of 150 000 tons in total. The long-term plan of Sæbýli is to build a sustainable aquaculture industry in Iceland by building standardised production units in other parts of Iceland. In order for this to happen, certain technical barriers to upscaling had to be resolved and a “state-of-the-art” standard production facility had to be designed.   
Furthermore, the aim was to examine the wholesomeness of the product as well as to assess the environmental impact of the production. Finally, it was intended to establish communication with Icelandic consumers, restaurants and stakeholders, as well as marketing measures abroad.

The project was carried out by Sæbýli, Matís, the University of Iceland and Centra.
_____

Markmið verkefnisins var að byggja grunn til að skala upp sæeyrnaeldi á Íslandi. Heimsmarkaðurinn hefur vaxið með undraverðum hætti undanfarin 10-15 ár og allt bendir til að vöxtur verði áfram. Sæbýli hefur nú byggt upp aðstöðu í Eyrabakka fyrir áframeldi og Þorlákshöfn fyrir undaneldi og frjóvganir. Við upphaf verkefnisins var framleiðsla inn á markað á fyrstu stigum en eldisstöðin hefur framleiðslugetu upp á 70 tonn/ári inn á heimsmarkað sem telur amk 150 þúsund tonn. Langtímamarkmið Sæbýlis er að byggja upp sjálfbæran eldisiðnað á Íslandi með því að byggja upp staðlaðar framleiðslu eininingar víðar á Íslandi. Til þess að svo verði þurfti að leysa ákveðnar tæknilegar hindrandir fyrir uppskölun og út frá því hanna „state-of-the-art“ staðlað framleiðsluhús. Ennfremur var markmiðið að kanna hollustu og heilnæmi afurðanna ásamt því að meta umhverfisáhrif framleiðslunar. Að lokum var áætlað koma á samskiptum við íslenska neytendur, veitingastaði og hagsmunaaðila ásamt markaðsaðgerðum erlendis.

Að verkefninu stóðu Sæbýli, Matís, Háskóli Íslands og Centra.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Future Fish: New and innovative ready to use seafood products by the use of 3D printing

Útgefið:

26/10/2021

Höfundar:

Valsdóttir, Þóra; Kristinsson, Holly T.; Napitupulu, Romauli Juliana; Ólafsdóttir, Aðalheiður; Jónudóttir, Eva Margrét; Kristinsson, Hörður; Halldórsdóttir, Rakel; Jónsdóttir, Rósa

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður & AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

In this report the results of work on development of new and innovative ready to use seafood products using a revolutionary technology, 3D food printing, are described. The aim of the work was to develop quality, safe and stable ready-to-use seafood products for 3D food printers and additional applications from low value byproducts. Key results included: (a) development of 3D printed seafood formulations, including parameters to make quality product (b) ready to use base formulations for 3D food print cartridge applications (c) showcase recipes and designs for introductions of 3D food printing and seafood to future end users (d) course/ educational material to educate people in the use of 3D printing of underutilized seafood sources. 

The outcome of this work can be applied to further research areas such as how new innovative processing and preparation appliances can be adapted to complex raw materials like byproducts from seafoods. The findings can as well be applied in HORECA environments where appealing and nutritious custom-made 3D printed portions and dishes can be created from low value byproduct seafood raw materials. The methods and procedures developed and the learning from the work can be applied to other complex raw materials and new innovative emerging food raw materials (e.g. algae, single cell protein, insects etc) to make consumer friendly products in a format that is appealing to consumers.
_____

Í þessari skýrslu er lýst niðurstöðum vinnu við þróun nýrra sjávarafurða með byltingarkenndri tækni, þrívíddar matvælaprentun. Markmiðið var að þróa nýjar og frumlegar sjávarafurðir úr verðlitlu aukahráefni til notkunar í 3D matvælaprenturum. Helstu niðurstöður voru: (a) þróun á uppskriftum og ferlum til að þrívíddarprenta mismunandi sjávarfang (b) tilbúnar grunnformúlur fyrir 3D prenthylki (c) sýningaruppskriftir og hönnun til að kynna þrívíddarprentun og sjávarfang fyrir framtíðarnotendum (d) námsefni / fræðsluefni til að fræða fólk um notkun þrívíddarprentunar á vannýttum sjávarafurðum.

Niðurstöður þessarar vinnu er hægt að nýta í frekari rannsóknir svo sem hvernig hægt er að aðlaga nýja tækni að flóknum hráefnum eins og aukaafurðum úr sjávarfangi. Niðurstöðurnar geta einnig verið notaðar í veitingarekstri þar sem hægt er að búa til aðlaðandi og næringargóða sérsmíðaða 3D prentaða skammta og rétti úr verðlitlum sjávarafurðum. Þá er hægt að yfirfæra aðferðirnar sem voru þróaðar í verkefninu á önnur flókin og/eða nýstárleg hráefni (t.d. þörunga, einfrumuprótein, skordýr osfrv.) til að útbúa  neytendavænar vörur á formi sem höfðar til neytenda.

Skoða skýrslu

Fréttir

Sjálfbær fóðurhráefni fyrir evrópskt fiskeldi

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

SUSTAINFEED er verkefni til tveggja ára og að því standa fimm samtarfsaðilar, þar af tveir frá Íslandi. Verkefnið hlaut styrk European Institute of Innovation and Technology (EIT Food) fyrr á þessu ári og hófst formlega í síðustu viku með fundi samstarfsaðila á Matís í Reykjavík.

Í verkefninu á að þróa innihaldsefni í fóður fyrir fisk með sjálfbærum og umhverfisvænum hætti. Lækkun hlutfalls fiskimjöls og olíu í fiskafóðri hefur verið markmið í Evrópu í yfir 20 ár. Þessu hlutfalli er skipt út með hráefnum úr plönturíkinu eins og soja, hveiti og maís. Aukin eftirspurn eftir þessum hráefnum í fóður og matvæli þýðir að þróun á umhverfisvænum og sjálfbærum innihaldsefnum halda áfram. Hluta lausnarinnar er hægt að finna í hliðarafurðum korn- og grænmetisframleiðslu sem og nýjum hráefnum sem framleidd eru í skilvirkum framleiðslukerfum sem eru óháð árstíðarsveiflum og skila jöfnum gæðum.

SUSTAINFEED mun einblína á þróun örþörunga úr hátækni framleiðslukerfi VAXA sem nýtir koltvíoxið útblástur frá Hellisheiðarvirkjun fyrir vöxt, sem og endurnýjanlega orku og heitt og kalt vatn sem rennur til og frá virkjuninni, sem og þróun aukaafurða frá korn- og grænmetisfarmleiðslu. Hráefnin munu vera blönduð í hágæða fóður fyrir fiskeldi og skipta út hráefnum sem gætu annars verið nýtt í matvæli.

Markmiðið er að hið nýja fóður verði eins umhverfisvænt og kostur er, með mun minni kolefnisspor en þekkist, en jafnframt innihalda öll helstu næringarefni fyrir vöxt fiska.

Á næstu tveimur árum munu því fjöldi tilrauna fara fram með þróun innihaldsefnanna, blöndun þeirra í fóður og mati á vexti og velferð fiska.

Vefsíða verkefnisins er enn í vinnslu en á næstu mánuðum verður hægt að fylgjast með framgangi verkefnisins hér: SUSTAINFEED vefsíða.

Samstarfsaðilar SUSTAINFEED á upphafsfundi á Vínlandsleið.
IS