Skýrslur

Loftþurrkað lambakjöt. Lokaskýrsla / Air dried lamb meat. Final report

Útgefið:

01/05/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður, Fagráð í sauðfjárrækt/stjórn BÍ

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Loftþurrkað lambakjöt. Lokaskýrsla / Air dried lamb meat. Final report

Markmið verkefnisins var að þróa vörur úr loftþurrkuðu lambakjöti í samvinnu við bændur. Verkefnið snérist jafnframt um að auka kunnáttu bænda á vinnslu og verkun lambakjöts í loftþurrkaðar afurðir þ.e. gera þá hæfa til framleiðslu á slíkum vörum. Myndaður var samstarfshópur 5 bænda sem höfðu áhuga og hafa aðstöðu til heimavinnslu slíkra vara. Stefnt var að því að þróa eina vöru með hverjum bónda og á varan að uppfylla allar kröfur um öryggi, gæði, frágang og framsetningu sem skipta máli varðandi vörur á neytendamarkaði. Í megin atriðum gekk það vel. Bændum tókst að tileinkað sér þá framleiðsluhætti sem nauðsynlegir eru við þurrverkun og uppskáru þeir nýja framleiðsluferla og vörur, hver fyrir sig ólík því sem til er á markaði í dag. Niðurstöðurnar styrkja því viðkomandi býli til þróunar á nýjum vörum úr eigin hráefni og þar með starfsgrundvöll þeirra.

The aim of the project was to develop products from air dried lamb in cooperation with farmers. The project centred as well on extending farmers’ knowledge on processing and curing methods for these products. Group of five farmers was selected to participate in the project. All farmers had an interest and facilities for this kind of processing. The products should fulfil all requirements regarding safety, quality and presentation of consumer products. This succeeded in most cases. The farmers adopted practices needed in producing dry aired products, new processing methods and products were developed. The results will thus strengthen each producer in development of new products from their own raw material, thus boosting their own operation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gull í greipar Ægis / Antioxidants from Icelandic marine sources

Útgefið:

01/05/2010

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Patricia Hamaguchi, Guðrún Ólafsdóttir, Tao Wang

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Gull í greipar Ægis / Antioxidants from Icelandic marine sources

Tilgangur þessa verkefnis var að skima fyrir þráahindrandi efnum úr íslensku sjávarfangi eins og þörungum, loðnu og sviljum, til að nota sem aukefni í matvæli, markfæði eða sem fæðubótarefni. Sérstaklega beindist athyglin að mögulegri notkun fjölfenóla úr þörungum sem náttúruleg andoxunarefni til að hindra þránun í fiskafurðum og fiskvöðvapróteinum (ísólöt). Þetta var gert með því að skima fyrir andoxunarvirkni með nokkrum tegundum af andoxunarprófum. Vænlegasta andoxunarefnið var valið til að rannsaka betur andoxunareiginleika þess í fæðulíkönum, þ.e. þvegnu þorskvöðvakerfi, þorskpróteinkerfi og í fiskiborgurum. Niðurstöður sýndu meðal annars að fjölfenól úr bóluþangi (Fucus vesiculosus) hafa mikla andoxandi eiginleika og eru vænleg til notkunar sem fæðubótarefni eða í matvæli til að stuðla að auknum stöðugleika, bragðgæðum og næringargildi.

The aim of this project was to explore the natural antioxidant activity of marine sources like seaweed, capelin and cod milt to use as food additives, functional ingredients or nutritional supplements. The potential application of algal polyphenols as novel natural antioxidants to prevent lipid oxidation of fish muscle and fish protein based products was of special interest. This was done by screening for antioxidant activity using different types of antioxidant assays. The most promising antioxidants were selected and their antioxidant properties studied further in fish model systems and fish patties. The results showed that phlorotannins isolated from bladderwrack (Fucus vesiculosus) had very high antioxidant properties and has a potential as nutritional supplements or food additive to enhance oxidative stability, flavor quality and nutritional value.

Skoða skýrslu

Skýrslur

SSS PREDICTION Námskeið / SSS PREDICTION WORKSHOP

Útgefið:

29/04/2010

Höfundar:

Paw Dalgaard, Anna Kristín Daníelsdóttir, Steinar B. Aðalbjörnsson

Tengiliður

Anna Kristín Daníelsdóttir

Aðstoðarforstjóri / Rannsókna- og nýsköpunarstjóri

annak@matis.is

SSS PREDICTION Námskeið / SSS PREDICTION WORKSHOP

Námskeið í notkun á spáforritum í sjávarútvegi: SSS (Seafood Spoilage and Safety) Prediction version 3.1 2009 (http://sssp.dtuaqua.dk/), Combase (www.combase.cc) and Pathogen Modeling forrit (http://pmp.arserrc.gov/PMPOnline.aspx). Kennari er Dr. Paw Dalgaard frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU) og fer kennslan fram á ensku. Forritið nýtist vísindamönnum, yfirvöldum og iðnaði í sjávarútvegi.

Workshop on the practical use of computer software to manage seafood quality and safety. It includes presentations and hands-on computer exercises to demonstrate how available software can be used by industry, authorities and scientists within the seafood sector. Examples with fresh fish, shellfish and ready-to-eat seafood (smoked and marinated products) are included in the workshop. Special attention is given to: (i) the effect of storage temperature and modified atmosphere packing on shelf-life and (ii) management of Listeria monocytogens according to existing EU regulations (EC 2073/2005 and EC 1441/2007) and new guidelines from the Codex Alimentarius Commission. The presentations included in the workshop are given in English by Paw Dalgaard from the Technical University of Denmark. Participants will use their own laptop computers for the PC-exercises included in the workshop. Instruction for download of freeware will be mailed to the participants prior to the start of the workshop.

Skoða skýrslu

Fréttir

Verður ein besta líftæknirannsóknastofa í heimi staðsett á Sauðárkróki?

Nýverið var tekin í notkun sérstök rannsóknastofa til frumurannsókna í Líftæknismiðju Matís í Verinu á Sauðárkróki og mun Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir hjá Matís hafa yfirumsjón með rannsóknastofunni.

Líftæknismiðjunni starfa að staðaldri fjórir sérfræðingar frá Matís, þrír af Lífefna- og Líftæknisviði ásamt einum af Vinnslu- og Virðisaukningarsviði. Í Líftæknismiðjunni eru stundaðar mjög sérhæfðar rannsóknir á lífvirkni lífefna sjávarfangs og er það markmið Matís að gera rannsóknastofuna að einni bestu í heiminum á þessu sviði.

Lífvirkni getur verið t.d. krabbameinshindrandi, blóðþrýstingslækkandi og andoxunarvirkni. Nú þegar er til staðar fullkominn tækjabúnaður til rannsókna á lífvirkni mældri í in vitro aðstæðum (í tilraunaglösum) sem framkvæmdar eru undir stjórn Dr. Patriciu Hamaguchi. Þar sem in vitro rannsóknir hafa lofað góðu er mikill áhugi að skoða lífvirkni nánar í frumumódelum þar sem in vitro mælingar á lífvirkni hafa verið gagnrýndar vegna getu þeirra til að spá fyrir um virkni í líffræðilegum kerfum. Nú þegar er unnið að þróun mæliaðferðar til að meta andoxunarvirkni fiskpeptíða í Hep G2 frumum.

Þetta er mikilvægt skref fram á við í rannsóknum á lífvirkni fisk- og sjávarafurða og er nauðsynlegt fyrir næsta stig þessara rannsókna sem felst í klínískum tilraunum á dýrum og mönnum.

Fréttir

Mengun við strandlengjur – Matís með námskeið á Ísafirði

Hrönn Ólína Jörundsdóttir starfsmaður Matís verður með námskeið við Háskólasetur Vestfjarða 3.-21. maí nk.

Þar mun Hrönn leiða nemendur í allan sannleikan um mengandi efni hafsins í kringum Ísland, strandlengjur annarra landa auk þess sem farið verður í hvaða þættir hafa áhrif á mengun hafssvæða.

Námskeiðið fer fram á ensku og má nálgast frekari upplýsingar hér. Hrönn Ólína veitir auk þess upplýsingar, hronn.o.jorundsdóttir@matis.is.

Fréttir

NOMA útnefnt besta veitingahús í heimi – Framkvæmdastjórinn á leið til landsins

Peter Kreiner frá NOMA veitingahúsinu í Kaupmannahöfn er á leið til landsins til þess að vera viðstaddur og halda erindi á ráðstefnu sem Matís og fleiri standa fyrir 20. og 21. maí nk.

Peter mun tala um hvernig hægt sé að koma norrænum gildum í matargerðarlist á framfæri. Noma hefur það að markmiði að bjóða upp á persónulega nálgun á norrænni sælkera matargerð, þar sem hefðbundnar aðferðir við matreiðslu, norræn hráefni svo og sameiginleg matarhefð og arfleifð okkar er tengd nýrri og frumlegri matargerðarlist.

Frétt um viðurkenningu NOMA má finna hér.

Heimasíða NOMA: www.noma.dk

Fréttir

Matís tekur þátt í norrænni ráðstefna (workshop) um uppsjávarfiska

SINTEF í Noregi í skipuleggur ráðstefnu um uppsjávarfiska 30 ágúst nk í samstarfi við Matís á Íslandi, DTU í Danmörku og Chalmers í Svíþjóð.

Ráðstefnan verður haldin á Best Western Oslo Airport Hotel, Gardermoen í Noregi. Ráðstefnan fjallar um veiðar og vinnslu á uppsjávarfiski, ásamt hagnýtum rannsóknum.

Áhersla verður meðal annars lögð á meðhöndlun afla um borð, vinnslutækni, gæðamál, heilbrigði og nýtingu aukafurða uppsjávarfisks.

Meðal fyrirlesara er Hanne Digre frá SINTEF í Noregi og mun hún fjalla um uppsjávarveiðar ásamt meðhöndlun afla um borð. Ingrid Underland frá Háskólanum Chalmers í Gautaborg mun tala um einangrun próteina úr uppsjávarfiskum og hliðarafurðum, ásamt þránun á fitu uppsjávarfiska.  Henrik H. Nielsen frá DTU Danmörku mun fjalla um í sínu erindi áhrif veiðisvæða og veiðitíma á gæði í ferskri og frystri síld. Sigurjón Arason frá Matís mun fjalla um meðhöndlun og kæliaðferðir varðandi uppsjávarfisk.  Ásbjörn Jónsson  mun fjalla um veiðiaðferðir ásamt gæða- og framleiðslustjórnun á uppsjávarfiski. Fyrirlesarar frá iðnaðinum á Norðurlöndum munu fjalla um tækifæri og framtíð varðandi  veiðar og vinnslu á uppsjávarfiski.

Nánari upplýsingar um dagskrá, skráningu ofl. má finna á heimasíðu SINTEF

Fréttir

Matís á vorráðstefnu FÍF

Líflegar umræður voru á vorráðstefnu Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda sem haldin var 8.-9. apríl síðastliðinn á Grand-hóteli. Matís lét ekki sitt eftir liggja og var með tvo fyrirlestra á sínum snærum þar.

Í fyrirlestri sínum fjallaði Lárus Þorvaldsson um kælingu uppsjávarafla til vinnslu í landi. Þar fór hann yfir þann árangur sem náðst hefur með sívirkum hitastigsmælingum og eftirfylgni um borð í uppsjávarskipum Síldarvinnslunnar en auk þess kynnti hann möguleika tölvuvæddrar varma- og straumfræði til hönnunar, vinnslustýringar og ákvarðanatöku við uppsjávarveiðar.

Þá fjallaði Sigurjón Arason um rannsóknir Matís á árstíðarbundnum sveiflum í fitu- og þurrefnisinnihaldi uppsjávarfisks, ásamt því sem hann kom inn á markaðsaðstæður og möguleika til nýtingar ýmissa uppsjávartegunda.  Sigurjón fjallaði einnig um starf Matís við smíði gæðavísis uppsjávarfisks,  en Matís hefur á síðustu misserum þróað skynmatsaðferðir til að leggja mat á ferskleika uppsjávartegunda.

Báðir fyrirlestrarnir vöktu mikinn áhuga meðal ráðstefnugesta og ljóst að grannt er fylgst með rannsóknum Matís til hagsbóta fyrir íslenskan sjávarútveg.

Fréttir

Áhætta og ávinningur við neyslu matvæla og miðlun upplýsinga til neytenda

Dagana 14.-15. apríl verður haldinn alþjóðlegur vinnufundur (Workshop) um „Aðferðir  til að greina áhættu og ávinning vegna neyslu matvæla og miðlun upplýsinga til neytenda„ í nýju höfuðstöðvum Matís.

Þessi vinnufundur er liður í SAFEFOODERA EraNet verkefni um áhættu- og ávinningsmat.  Samtals er gert ráð fyrir að 23 sérfræðingar frá 8 löndum taki þátt í fundinum.

Markmið verkefnisins er  að þróa aðferðir  til að greina áhættu og ávinning vegna neyslu matvæla og miðlun upplýsinga til neytenda. Til þess að ná þessu markmiði er ætlunin að nýta þekkingu og reynslu á áhættu-og ávinningsgreiningu sem byggð hefur verið upp á öðrum fræðasviðum s.s. læknis- og lyfjafræði, örverufræði, umhverfisfræðum, félags- og hagfræði og  yfirfæra sem og aðlaga þær aðferðir að matvæla- og næringarfræði. Ætlunin er að safna gögnum og nýta sér reynslu sem byggð hefur verið upp á þeim fræðasviðum sem nota áhættu-og ávinningsgreiningu í dag og yfirfæra þessa þekkingu og þróa aðferðir sem henta á sviði matvæla. 

Hlutverk Matís er að safna gögnum og nýta sér þá reynslu sem byggð hefur verið upp á sviði örverufræði um áhættumat og yfirfæra þessa þekkingu til að þróa aðferðir fyrir áhættu-og ávinningsgreiningu í matvælum. Vinnan í verkefninu byggist á öllum þáttum áhættu- og ávinningsgreiningar þ.e.a.s. áhættu- og ávinningsmati ,áhættu- og ávinningsstjórnun, áhættu- og ávinningskynningu.

Á ráðstefnunni taka meðal annars til máls Hans Verhagen sem er mikils metinn fagmaður á sviði áhættu- og ávinningsgreiningu matvæla (risk-benefit analysis) í matvælum. Hans stýrir  45-50 manna deild sem vinnur á þessu sviði hjá RIVM National Institute for Public Health and the Environment í Hollandi. Auk þess gegnir hann prófessorstöðu við Maastricht University í Hollandi. Fundurinn á þessa daga er því gott tækifæri til að fræðast um þessi mál frá þeim sem er meðal þeirra fremstu á sínu sviði.  

Dagskrá fundarins má sjá hér.

Fréttir

Áhugaverð ráðstefna í húsakynnum Matís

Miðvikudaginn 21. apríl nk. verður haldin daglöng ráðstefna í húsakynnum Matís að Vínlandsleið um framþróun í greiningum á matvælum og umhverfi.

Nánari upplýsingar, s.s. um skráningu á ráðstefnuna, má finna hér

IS