Fréttir

Ert þú að búa til skyr?

Matís leitar eftir samstarfi við aðila sem framleiða skyr á hefbundinn hátt.

Skyr er hefðbundin íslensk afurð sem virðist hafa verið gerð á Íslandi frá landnámi, en mjólkurafurð undir þessu sama heiti var þá þekkt á öllum Norðurlöndunum. Skyrgerð virðist þó eingöngu hafa varðveist á Íslandi. Líklega hefur skyrið á landnámsöld verið ólíkt því sem við þekkjum í dag, bæði súrara og þynnra. Mikil breyting hefur orðið á framleiðslu skyrs á síðustu öld með tilkomu verksmiðjuframleiðslu þess. Ýmsar útgáfur eru nú fáanlegar af verksmiðjuframleiddu
skyri, þær eiga það þó allar það sammerkt að vera töluvert frábrugðnar því heimagerða.

Skyr er mikilvægur hluti af menningarar­fi okkar Íslendinga og því er mikilvægt að öðlast meiri þekkingu á þessari afurð. Þrátt fyrir það hafa fáar rannsóknir verið gerðar á hefðbundnu skyri og fjölbreytileika þess. Matís er nú að leita rannsókn á samsetningu og eiginleikum hefðbundins skyrs og leitar því eftir samstar­fi við aðila sem stunda ennþá skyrgerð á hefðbundinn hátt.

Nánari upplýsingar veitir Þóra Valsdóttir hjá Matís, s. 422-5143, thora.valsdottir@matis.is.

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities year 2008

Útgefið:

01/05/2010

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Katrín Hauksdóttir, Natasa Desnica, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities year 2008

Árið 2003 hófst, að frumkvæði sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar. Tilgangurinn með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Gögnunum sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumati og til að byggja upp gagnagrunn um aðskotaefni í íslensku lífríki. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna fram á raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er. Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar árið 2008. Mat á ástandi íslenskra sjávarafurða með tilliti til aðskotaefna er langtímaverkefni og verður einungis framkvæmt með sívirkri vöktun. Á hverju ári er því farið vandlega yfir hvaða gögn vantar og þannig stefnt að því að fylla í eyðurnar. Árið 2008 voru mæld: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, PBDEs, PAH auk tíu mismunandi tegunda varnarefna, í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar. Gert var sérstak átak í mælingum á PBDE og PAH efnum árið 2008 og mældist mjög lítið af þessum efnum í íslenskum sjávarafurðum. Eins og áður mældist almennt lítið magn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi árið 2008. Olía og mjöl gert úr kolmunna á það þó til að vera nálægt eða yfirstíga leyfileg mörk fyrir viss efni.

This project was started in 2003 at the request of the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture. Until then, monitoring of undesirable substances in the edible portion of marine catches had been rather limited in Iceland. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. The information will also be utilized for a risk assessment and gathering of reference data. This report summarizes the results obtained in 2008 for the monitoring of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The monitoring began in 2003 and has now been carried out for five consecutive years. The evaluation of the status of the Icelandic seafood products in terms of undesirable substances is a long term project which can only be reached through continuous monitoring. For this reason, we carefully select which undesirable substances are measured in the various seafood samples each year with the aim to fill in the gaps in the available data over couple of year time. In 2008, data was collected on dioxins, dioxin-like PCBs, marker PCBs, ten different types of pesticides, PBDEs and PAHs in the edible part of fish, fish liver, fish oil and meal for feed. Samples collected in 2008 contained generally low concentrations of undesirable substances. These results are in agreement with our previous results obtained in monitoring programmes 2003-2007. This year (2008) special emphasis was laid on gathering information on PBDE and PAHs and the results reveal that these compounds are in very low amounts in fish and fish products and most PAHs are actually below detection limits. Blue whiting meal and oil can contain undesirable substances in concentration close to or exceeding the maximum level set by the EU.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bætt frjóvgun lúðuhrogna / Improved fertilization of halibut eggs

Útgefið:

01/05/2010

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Heiðdís Smáradóttir, María Pétursdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

AVS

Bætt frjóvgun lúðuhrogna / Improved fertilization of halibut eggs

Helsti flöskuháls í eldi sjávarfiska eru fyrstu þroskastigin og framboð á gæðahrognum, lirfum og seiðum. Hrognagæði fiska eru mjög breytileg og eru helst metin af frjóvgunarhlutfalli og afkomu hrogna og lirfa en stjórnast af ýmsum þáttum. Fyrir stjórnun og afkomu fyrirtækja er mjög mikilvægt að geta lagt mat á hrognagæði sem fyrst. Markmið þessa verkefnis var að skilgreina þætti sem áhrif hafa á frjóvgunarhlutfall lúðuhrogna og sem hugsanlega má stjórna. Jafnframt voru gerðar tilraunir með mismunandi aðferðir við frjóvgun þar sem sjómagni var breytt eða efnum bætt út í umhverfið við frjóvgun. Fiskum í tveimur hrygningarhópum var fylgt eftir og framkvæmdar umfangsmiklar rannsóknir á eiginleikum og bakteríuflóru hrognaskammta. Niðurstöður sýna að ekki er mikill breytileiki í þeim mæliþáttum sem skoðaðir voru og ekki marktæk fylgni við frjóvgunarhlutfall sem bendir til þess ólíklegt sé að þeir hafi afgerandi áhrif á hrognagæði. Þó gefa niðurstöður vísbendingar um að samsetning heildarflóru baktería og samsetning nauðsynlegra fitusýra sé önnur í hrognum með hærra frjóvgunarhlutfall og geti það því haft áhrif á gæði hrogna. Helstu niðurstöður frjóvgunartilrauna gefa vísbendingar um að íblöndun glúkósa í ákveðnum styrk í umhverfi hrogna geti leitt til um 10% aukningar á frjóvgunarhlutfalli hrogna sem gefur möguleika á mikilli tekjuaukningu fyrir fiskeldisfyrirtæki. Umfangsmiklar rannsóknir eru áætlaðar á frekari áhrifum íblöndunar glúkósa á afkomu hrogna svo og afkomu og gæði lirfa.

The main bottle necks in intensive marine aquaculture are the first stages and the supply of high quality eggs, larvae and juveniles. Egg quality is highly variable and has been defined in many ways mainly the fertilization rate and the viability of fertilised eggs and larvae. Multiple factors affect egg quality and an early assessment of egg quality is of great importance for hatchery management. The objective of this work was to define indicators for halibut egg quality that could possibly be regulated. Furthermore, the effects of variable fertilization methods have been tested, that is, variable amounts of seawater and addition of various chemicals during fertilization. Batches of eggs were collected from two spawning groups and extensive examination carried out on their characteristics and bacterial composition. The results show very little variability in the factors examined and no correlation with the fertilization rate that indicates  insignificant importance for egg quality. However, the bacterial composition  and the fatty acid composition was different in the batches of eggs with higher fertilization rate compared to lower indicating its importance for egg quality.   The fertilization experiments indicate that the use of a certain concentration of glucose during fertilization could result in 10% increase in the fertilization rate which could bring about an increased operation success for the aquaculture companies. Comprehensive studies are scheduled to investigate further the effect of additional glucose on egg viability and larval survival as well as quality.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effect of cooling methods at processing and use of gel-packs on storage life of cod (Gadus morhua) loins – Effect of transport via air and sea on temperature control and retail-packaging on cod deterioration

Útgefið:

01/05/2010

Höfundar:

Emilía Martinsdóttir, Hélène L. Lauzon, Björn Margeirsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Lárus Þorvaldsson, Hannes Magnússon, Eyjólfur Reynisson, Arna Vigdís Jónsdóttir, Sigurjón Arason, Maria Eden

Styrkt af:

EU (contract FP6-016333-2) Chill-on, AVS, R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, the Technology Development Fund at the Icelandic Centre for Research

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

The effect of cooling methods at processing and use of gel-packs on storage life of cod (Gadus morhua) loins – Effect of transport via air and sea on temperature control and retail-packaging on cod deterioration

Tilgangur tilraunanna var að kanna áhrif mismunandi kælingar við vinnslu og hitasveiflna í flutningi með og án kælimottu á geymsluþol þorskhnakka. Í vinnslu var borið saman að nota enga forkælingu fyrir flökun, vökvakælingu og roðkælingu (CBC) sem alltaf er með vökvakælingu. Áhrif hitasveiflna þar sem líkt var eftir í hitabreytingum í flutningi (RTS) voru borin saman við geymslu við stöðugt hitastig (-1 °C). Einnig voru metin áhrif þess að nota kælimottu í geymslu og flutningi. Sýni voru gæðametin með skynmati, örveru- og efnamælingum. Fylgst var með hitastigi með hitasíritum. Roðkældir þorskhnakkar í frauðplastkössum voru fluttir til Bremerhaven með flugi og skipi þar sem þeim var endurpakkað í loft og loftskiptar pakkningar (MAP) og þær geymdar við 1 °C. Gerðar voru efna- og örverumælingar til að fylgjast með gæðabreytingum. Hitastig roðkældra hnakka var lægra en hinna fyrstu 2 daga tilraunarinnar. Kælimotturnar höfðu ákveðin áhrif til lækkunar hitastigs þegar hitasveiflur voru í ferlinu og lægri hiti hélst gegnum allan geymslutímann. Samt sem áður hafði notkunin ekki áhrif á lengd ferskleikatíma eða geymsluþols samkvæmt skynmati. Örverufjöldi var heldur lægri ef hitasveiflur urðu í ferlinum en lítill munur var við stöðugt hitastig. Geymsla við stöðugt, lágt hitastig (-1 °C) lengdi geymsluþol um ca. 3 daga samkvæmt skynmati og var það í samræmi við örverutalningar og mælingar á TVB-N og TMA. Í tilraunum í Bremerhaven kom fram að örverufjöldi var yfirleitt lægri þegar notaðar voru loftskiptar umbúðir í samanburði við fisk í lofti. Þetta var sérstaklega áberandi í flugfiskinum. Fiskurinn sem fluttur var með skipi geymdist samt jafn lengi og fiskurinn sem fluttur var með flugi. Þetta orsakast af því að flugfiskurinn varð fyrir meiri hitasveiflum í flutningi og yfirborðshiti hans mældist 4 °C við komuna til Bremerhaven. Flutningstími með skipi var miklu lengri (+48 klst) en yfirborðshiti mældist undir 2 °C við móttöku. Notkun kælimotta hafði lítil áhrif á hitastigið í flutningi en samt sem áður var yfirborðshiti aðeins lægri í fiski með kælimottum við komuna til Bremerhaven bæði með flugi og skipi.

The main aim of the experiment was to investigate the effects of different cooling techniques during processing and temperature fluctuations during transport on the storage life of cod loins with and without gel packs. The following cooling techniques were studied: combined blast and contact (CBC) cooling (with liquid cooling prior to the CBC cooling), only liquid cooling and where no special cooling was used prior to deskinning and trimming. The effect of real temperature simulation (RTS) during storage was compared to a steady storage temperature of -1 °C. The samples were analysed with sensory, microbial and chemical methods. The temperature was monitored from packaging using temperature loggers. CBC cooled loins were transported to Bremerhaven via air and ship freight after packaging in EPS boxes. The fish was repacked in air and modified atmosphere and stored at 1 °C. Deteriorative changes were evaluated by microbial and chemical indicators. CBC cooling resulted in a lower temperature profile the first two days of the experiment. The use of gel packs lowered somewhat the temperature increase in the products when RTS was applied and lower temperature was maintained during the entire storage period. According to sensory evaluation, the use of gel packs did not result in prolonged freshness period or shelf life. According to microbial and chemical analysis no marked difference was seen whether gel packs were used or not in groups stored at a steady temperature. However, microbial counts were somewhat lower and slower formation of TVB-N and TMA occurred in RTS groups where gel packs were used compared to no gel packs. Storage at a steady -1 °C resulted in prolonged shelf life of three days according to sensory evaluation. This was confirmed by microbial and chemical analysis as lower microbial counts, TVB-N and TMA values were generally obtained in the steady temperature group than in the group receiving the RTS treatment. The storage studies carried out at Bremerhaven on modified atmosphere vs. air packed loins showed generally lower microbial counts, especially in the air transported fish. Deterioration process of air and sea freight fish was however similar. Re-packaging of sea freight fish at a later stage did not significantly affect its deteriorative process compared to re-packed air freight fish. This might be due to the fact, that the air freight fish was subject to high temperatures during transport and surface temperature reached over 4 °C. The sea freight fish had a much longer transport phase, but arrived with surface temperatures below 2° C. This shows that not only the time of re-packaging but also the temperature profile during transport are important factors influencing the deteriorative process and shelf life. Gel packs did not have significant cooling effect in this experiment. However the surface temperature in boxes with a gel pack was slightly lower than in boxes without a gel pack independently of transport mode used.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Loftþurrkað lambakjöt. Lokaskýrsla / Air dried lamb meat. Final report

Útgefið:

01/05/2010

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Framleiðnisjóður, Fagráð í sauðfjárrækt/stjórn BÍ

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Loftþurrkað lambakjöt. Lokaskýrsla / Air dried lamb meat. Final report

Markmið verkefnisins var að þróa vörur úr loftþurrkuðu lambakjöti í samvinnu við bændur. Verkefnið snérist jafnframt um að auka kunnáttu bænda á vinnslu og verkun lambakjöts í loftþurrkaðar afurðir þ.e. gera þá hæfa til framleiðslu á slíkum vörum. Myndaður var samstarfshópur 5 bænda sem höfðu áhuga og hafa aðstöðu til heimavinnslu slíkra vara. Stefnt var að því að þróa eina vöru með hverjum bónda og á varan að uppfylla allar kröfur um öryggi, gæði, frágang og framsetningu sem skipta máli varðandi vörur á neytendamarkaði. Í megin atriðum gekk það vel. Bændum tókst að tileinkað sér þá framleiðsluhætti sem nauðsynlegir eru við þurrverkun og uppskáru þeir nýja framleiðsluferla og vörur, hver fyrir sig ólík því sem til er á markaði í dag. Niðurstöðurnar styrkja því viðkomandi býli til þróunar á nýjum vörum úr eigin hráefni og þar með starfsgrundvöll þeirra.

The aim of the project was to develop products from air dried lamb in cooperation with farmers. The project centred as well on extending farmers’ knowledge on processing and curing methods for these products. Group of five farmers was selected to participate in the project. All farmers had an interest and facilities for this kind of processing. The products should fulfil all requirements regarding safety, quality and presentation of consumer products. This succeeded in most cases. The farmers adopted practices needed in producing dry aired products, new processing methods and products were developed. The results will thus strengthen each producer in development of new products from their own raw material, thus boosting their own operation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gull í greipar Ægis / Antioxidants from Icelandic marine sources

Útgefið:

01/05/2010

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Patricia Hamaguchi, Guðrún Ólafsdóttir, Tao Wang

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Gull í greipar Ægis / Antioxidants from Icelandic marine sources

Tilgangur þessa verkefnis var að skima fyrir þráahindrandi efnum úr íslensku sjávarfangi eins og þörungum, loðnu og sviljum, til að nota sem aukefni í matvæli, markfæði eða sem fæðubótarefni. Sérstaklega beindist athyglin að mögulegri notkun fjölfenóla úr þörungum sem náttúruleg andoxunarefni til að hindra þránun í fiskafurðum og fiskvöðvapróteinum (ísólöt). Þetta var gert með því að skima fyrir andoxunarvirkni með nokkrum tegundum af andoxunarprófum. Vænlegasta andoxunarefnið var valið til að rannsaka betur andoxunareiginleika þess í fæðulíkönum, þ.e. þvegnu þorskvöðvakerfi, þorskpróteinkerfi og í fiskiborgurum. Niðurstöður sýndu meðal annars að fjölfenól úr bóluþangi (Fucus vesiculosus) hafa mikla andoxandi eiginleika og eru vænleg til notkunar sem fæðubótarefni eða í matvæli til að stuðla að auknum stöðugleika, bragðgæðum og næringargildi.

The aim of this project was to explore the natural antioxidant activity of marine sources like seaweed, capelin and cod milt to use as food additives, functional ingredients or nutritional supplements. The potential application of algal polyphenols as novel natural antioxidants to prevent lipid oxidation of fish muscle and fish protein based products was of special interest. This was done by screening for antioxidant activity using different types of antioxidant assays. The most promising antioxidants were selected and their antioxidant properties studied further in fish model systems and fish patties. The results showed that phlorotannins isolated from bladderwrack (Fucus vesiculosus) had very high antioxidant properties and has a potential as nutritional supplements or food additive to enhance oxidative stability, flavor quality and nutritional value.

Skoða skýrslu

Skýrslur

SSS PREDICTION Námskeið / SSS PREDICTION WORKSHOP

Útgefið:

29/04/2010

Höfundar:

Paw Dalgaard, Anna Kristín Daníelsdóttir, Steinar B. Aðalbjörnsson

Tengiliður

Anna Kristín Daníelsdóttir

Aðstoðarforstjóri / Rannsókna- og nýsköpunarstjóri

annak@matis.is

SSS PREDICTION Námskeið / SSS PREDICTION WORKSHOP

Námskeið í notkun á spáforritum í sjávarútvegi: SSS (Seafood Spoilage and Safety) Prediction version 3.1 2009 (http://sssp.dtuaqua.dk/), Combase (www.combase.cc) and Pathogen Modeling forrit (http://pmp.arserrc.gov/PMPOnline.aspx). Kennari er Dr. Paw Dalgaard frá Tækniháskólanum í Danmörku (DTU) og fer kennslan fram á ensku. Forritið nýtist vísindamönnum, yfirvöldum og iðnaði í sjávarútvegi.

Workshop on the practical use of computer software to manage seafood quality and safety. It includes presentations and hands-on computer exercises to demonstrate how available software can be used by industry, authorities and scientists within the seafood sector. Examples with fresh fish, shellfish and ready-to-eat seafood (smoked and marinated products) are included in the workshop. Special attention is given to: (i) the effect of storage temperature and modified atmosphere packing on shelf-life and (ii) management of Listeria monocytogens according to existing EU regulations (EC 2073/2005 and EC 1441/2007) and new guidelines from the Codex Alimentarius Commission. The presentations included in the workshop are given in English by Paw Dalgaard from the Technical University of Denmark. Participants will use their own laptop computers for the PC-exercises included in the workshop. Instruction for download of freeware will be mailed to the participants prior to the start of the workshop.

Skoða skýrslu

Fréttir

Verður ein besta líftæknirannsóknastofa í heimi staðsett á Sauðárkróki?

Nýverið var tekin í notkun sérstök rannsóknastofa til frumurannsókna í Líftæknismiðju Matís í Verinu á Sauðárkróki og mun Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir hjá Matís hafa yfirumsjón með rannsóknastofunni.

Líftæknismiðjunni starfa að staðaldri fjórir sérfræðingar frá Matís, þrír af Lífefna- og Líftæknisviði ásamt einum af Vinnslu- og Virðisaukningarsviði. Í Líftæknismiðjunni eru stundaðar mjög sérhæfðar rannsóknir á lífvirkni lífefna sjávarfangs og er það markmið Matís að gera rannsóknastofuna að einni bestu í heiminum á þessu sviði.

Lífvirkni getur verið t.d. krabbameinshindrandi, blóðþrýstingslækkandi og andoxunarvirkni. Nú þegar er til staðar fullkominn tækjabúnaður til rannsókna á lífvirkni mældri í in vitro aðstæðum (í tilraunaglösum) sem framkvæmdar eru undir stjórn Dr. Patriciu Hamaguchi. Þar sem in vitro rannsóknir hafa lofað góðu er mikill áhugi að skoða lífvirkni nánar í frumumódelum þar sem in vitro mælingar á lífvirkni hafa verið gagnrýndar vegna getu þeirra til að spá fyrir um virkni í líffræðilegum kerfum. Nú þegar er unnið að þróun mæliaðferðar til að meta andoxunarvirkni fiskpeptíða í Hep G2 frumum.

Þetta er mikilvægt skref fram á við í rannsóknum á lífvirkni fisk- og sjávarafurða og er nauðsynlegt fyrir næsta stig þessara rannsókna sem felst í klínískum tilraunum á dýrum og mönnum.

Fréttir

Mengun við strandlengjur – Matís með námskeið á Ísafirði

Hrönn Ólína Jörundsdóttir starfsmaður Matís verður með námskeið við Háskólasetur Vestfjarða 3.-21. maí nk.

Þar mun Hrönn leiða nemendur í allan sannleikan um mengandi efni hafsins í kringum Ísland, strandlengjur annarra landa auk þess sem farið verður í hvaða þættir hafa áhrif á mengun hafssvæða.

Námskeiðið fer fram á ensku og má nálgast frekari upplýsingar hér. Hrönn Ólína veitir auk þess upplýsingar, hronn.o.jorundsdóttir@matis.is.

Fréttir

NOMA útnefnt besta veitingahús í heimi – Framkvæmdastjórinn á leið til landsins

Peter Kreiner frá NOMA veitingahúsinu í Kaupmannahöfn er á leið til landsins til þess að vera viðstaddur og halda erindi á ráðstefnu sem Matís og fleiri standa fyrir 20. og 21. maí nk.

Peter mun tala um hvernig hægt sé að koma norrænum gildum í matargerðarlist á framfæri. Noma hefur það að markmiði að bjóða upp á persónulega nálgun á norrænni sælkera matargerð, þar sem hefðbundnar aðferðir við matreiðslu, norræn hráefni svo og sameiginleg matarhefð og arfleifð okkar er tengd nýrri og frumlegri matargerðarlist.

Frétt um viðurkenningu NOMA má finna hér.

Heimasíða NOMA: www.noma.dk

IS