Fréttir

Langstærstur hluti arsens í fiskimjöli er með öllu hættulaus

Arsen í matvælum og fóðri getur verið hættulegt. Nýleg rannsókn unnin af Matís sýnir að 50-90% af arseni í fiskimjöli er hættulaust. Hjá Matís hefur undanfarið verið unnið að rannsóknarverkefni sem er styrkt  af AVS og miðar að því að þróa efnagreiningaraðferðir sem geta greint á milli eitraðra og hættulausra efnaforma arsens í fiskimjöli. 

Rannsóknin hefur nú staðið yfir í eitt ár og  hefur  ný efnagreiningaraðferð verið þróuð sem mælir magn vatnsleysanlegra og óvatnsleysanlegra arsenefnasambanda. Niðurstöður sýna  að nánast allt arsen í fiskimjöli  sem er á vatnsleysanlegu formi er bundið í arsenóbetaníði, sem er hættulaust. Leiða má því líkur að því að allt að 90% af heildarstyrk arsens sé hættulaust.

Arsen, sem er vel þekkt bæði sem eiturefni og krabbameinsvaldandi efni, finnst frá náttúrunnar hendi í háum styrk í sjávarfangi. Arsen er aftur á móti bundið í mismunandi efnaformum (e. species), þar sem sum efnaformanna eru eitruð og skaðleg heilsu manna á meðan önnur eru hættulaus. Núverandi reglugerðir á hámarksgildi arsens í matvælum og fóðri í Evrópu taka eingöngu tillit til heildarstyrks arsens í fóðri, jafnvel þó allt að 50-90% af arseni í sjávarfangi sé hættulaust.

Í þessu rannsóknarverkefni hefur  heildarstyrkur arsens í mismunandi tegundum af fiskimjöli á mismunandi árstíðum verið mældur. Niðurtöður sýna að heildarstyrkurinn  er breytilegur milli tegunda og einnig hefur komið í ljós viss árstíðamunur í fiskimjöli af sömu tegund t.d. fyrir fiskimjöl sem framleitt er úr kolmunna. Frekari mælingar eru nauðsynlegar til að staðfesta  hvort einnig er munur á milli árstíða á síldar- og loðnumjöli.  Kolmunninn sker sig einnig frá loðnunni og síldinni að því leyti að heildarstyrkur hans reynist oft á mörkum leyfilegra hámarksgilda. Þar myndi endurskoðun reglugerða þar sem tekið væri tillit til styrks eitraðra og hættulausra efnaforma í stað heildarstyrks hafa mikið að segja þar sem stærstur hluti arsens í kolmunna hefur reynst vera á hættulausu efnaformi. Há gildi á heildararseni getur haft þau áhrif að kaupendur á fiskimjöli vilji rifta kaupsamningum eða semja um lækkað verð. Þróun efnagreiningaraðferða til að greina bæði eitruð og hættulaus efnaform arsens í fiskimjöli í stað heildarmagns líkt og gert er í dag er því mikilvægur þáttur í að verja hagsmuni einnar af undirstöðu atvinnugreinum þjóðarinnar og tryggja verðmæti íslensks fiskimjöls.

Rannsóknin er unnin í samstarfi  við Síldarvinnsluna hf. og Vinnslustöðina hf. og hlaut styrk frá AVS árið 2008.

Nánari upplýsingar veitir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, hronn.o.jorundsdottir@matis.is.

Fréttir

Bakteríuland!

Mánudaginn 7. sept. er þátturinn Bakteríuland á dagskrá í sjónvarpinu (RUV). Starfsmaður Matís, Viggó Marteinsson, kemur talsvert við sögu í þættinum.

Franskir þáttagerðamenn gerðu mynd um bakteríur og menn þ.e. áhrif og notagildi örvera á menn. Vinkill þáttagerðamannanna er góða hliðin á örverurum fyrir menn en í > 99.9% tilfella eru þær okkur lífsnauðsynlegar. En við heyrum sjaldnast af þessu heldur fáum við iðurlega umfjöllun um þessi < en 1% þar sem þær geta valdið mannfólkinu skaða.

Matís stendur mjög framalega í rannsóknum, uppgvötunum og þróun nýrra ensíma til nota í rannsókna-, matvæla-, lyfja-og orkuiðnaði. Unnið er að notkun þörunga sem framleiðslukerfa og notkun lífveruverkfræði (metabolic engieering) við hönnun framleiðslulífvera til efnasmíða. Einnig er unnið að einangrun, framleiðslu, umbreytingu og þróun lífvirkra efna og matvæla og eiginleikar þeirra (t.d. blóðþrýstingslækkandi- og andoxandieiginleikar) ákvarðaðir með mismunandi rannsóknaraðferðum. Stærstur hluti þessara rannsókna og verkefna fer fram á sviði Líftækni og lífefna hjá Matís.

Mikið af starfi sviðsins byggir á áralöngum rannsóknum á ensímum sem einangruð hafa verið úr hitakærum örverum og stór þáttur í starfseminni felst í skimun og könnun á nýjum ensímum úr lífverum sem lifa við jaðarskilyrði lífs, háan hita, mikinn kulda lágt sýrustig og svo framvegis til nota í iðnaði.

Á sviðinu er unnið að verkefnum á sviði örverufræði, t.d. umhverfismati og greiningum á tegundasamsetningu í blönduðum sýnum, t.d. úr hverum, sjó, seti og frárennsli. Hér er vistfræðileg nálgun byggð á erfðafæðilegum grunni, þ.e. raðgreiningum á tegundagreinandi geni þar sem ræktun örvera er ekki lengur nauðsynleg.

Matís hefur í töluverðan tíma verið í góðu samstarfi við Bláa Lónið m.a. varðandi rannsóknir á vaxtarskilyrðum þörunga og blágrænna baktería, einangrun þeirra og hreinsun.

Nánari upplýsingar um þáttinn sem verður á dagskrá kl. 20:20, má finna á http://dagskra.ruv.is/nanar/4577/

Frekari upplýsingar veitir Viggó Marteinsson, viggo.marteinsson@matis.is.

Fréttir

Brjósksykrur eru hollari en brjóstsykur

Úr sæbjúgum og brjóskvef hákarla má framleiða brjósksykrur, sem geta haft jákvæð áhrif á ýmsa kvilla sem hrjá mannfólkið. Matís ohf, Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, IceProtein ehf og Reykofninn Grundarfirði ehf vinna nú saman að rannsóknum á chondroitin sulfat brjósksykrum og þróun á framleiðslu þeirra.

Rannsóknir hafa sýnt að chondroitin sulfat fásykrur, sem eru uppistaðan í byggingarefni brjóskvefs, hafa jákvæð áhrif á blóðþrýsting, ónæmiskerfi, meltingu, oxunarferla, bólguferla og gigt. Ennfremur hefur verið sýnt fram á hemjandi virkni brjóskefna á æxlisvöxt. Því má nota chondroitin sulfat brjósksykrur sem lyf, heilsu- eða fæðubótaefni. Sýnt hefur verið fram á mismunandi lífvirkni chondroitin sulfat fásykra eftir gerð þeirra og uppruna. AVS og Tækniþróunarsjóður styðja verkefnið.

Á rannsóknarstofu Matís hefur ýmsum aðferðum verið beitt við einangrun og hreinsun á chondroitin sulfati og tekist hefur að hanna framleiðsluferil á slíkum fjölsykrum úr sæbjúgum og hákarlabrjóski. Framundan er að skala upp ferilinn.

Sérvirkir lífhvatar verða svo notaðir til þess að klippa chondroitin sulfat fjölsykrur niður í verðmætar lífvirkar fásykrur. Einangrun og framleiðsla slíkra lífhvata er einmitt annað markmið verkefnisins.

Nýlega tókst að einangra örverur sem innihalda lífhvata sem brjóta niður chondroitin fjölsykrur í fásykrur. Til þess að einangra og framleiða viðkomandi lífhvata á hagkvæman hátt þarf að finna gen þeirra í erfðamengi örveranna og koma genunum fyrir í framleiðslulífverum. Leitin að genunum fór fram á nýstárlegan hátt.

Erfðamengi tveggja valinna örverustofna voru raðgreind í heilu lagi með nýju raðgreiningartæki í eigu Matís og Háskóla Íslands. Annað erfðamengið samanstóð af 6,7 milljónum basapara, hitt af 4,8 milljónum basapara. Kjarnsýruraðir erfðamengjanna voru svo skimaðar fyrir meintum chondroitin sulfat niðurbrots genum.

Nú er unnið að því að flytja genin yfir í framleiðslulífverur og framleiða genaafurðirnar, lífhvatana, með aðferðum líftækninnar. Lyfjafræðideild Háskóla Íslands mun svo sjá um rannsóknir á lífvirkni efnanna. Erlend lyfjafyrirtæki hafa sýnt verkefninu áhuga og ljóst er að eftirspurn er eftir lífvirkum chondroitin sykrum á markaði. Það er því þrýstingur á þátttakendur verkefnisins að þróa framleiðsluferla og útbúa vöru á markað sem fyrst.

Nánari upplýsingar á heimasíðu AVS, www.avs.is.

Fréttir

TAFT ráðstefna í Kaupmannahöfn

Dagana 15.-18. september n.k. verður haldin í Kaupmannahöfn ráðstefnan TAFT 2009 (Trans Atlantic Fisheries Technology Conference) þar sem margir af fremstu vísindamönnum Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada á sviði rannsókna á sjávarfangi og nýtingu þess munu koma saman og bera saman bækur sínar.

Um er að ræða þriðju sameiginlegu ráðstefnu þessara aðila.

Að ráðstefnunni standa WEFTA (West European Fish Technologists Association), sem eru samtök vísindamanna á sviði fiskiðnaðarrannsókna í V-Evrópu og AFTC (Atlantic Fisheries Technologists Conference), sem eru sambærileg samtök vísindamanna á austurströnd N-Ameríku og Kanada.

Anna Kristín Daníelsdóttiranna.k.danielsdottir@matis.is, sviðstjóri Öryggis og umhverfis hjá Matís situr í vísindanefnd ráðstefnunnar og veitir hún nánari upplýsingar um ráðstefnuna.

Nokkrir starfsmenn frá Matís sækja ráðstefnuna og kynna efni frá fyrirtækinu m.a. á veggspjaldasýningu ráðstefnunnar.

Heimasíða ráðstefnunnar: http://taft2009.org/

Fréttir

Enn ferskari fiskur!

Endurbættar varmaeinangrandi pakkningar fyrir ferskar fiskafurðir. Reynslan hefur kennt útflytjendum ferskra fiskafurða að full ástæða er til að leita allra leiða til að verja vöruna fyrir því hitaálagi, sem hún verður fyrir í flugflutningi á leið til markaðar. 

Rannsóknir hafa sýnt að góð forkæling fyrir pökkun og vel einangraðar pakkningar geta skipt sköpum fyrir hitastýringu og þar með hámörkun afurðagæða. Matís, Háskóli Íslands og Promens Tempra, hafa tekið höndum saman um rannsóknir á þessu sviði innan verkefnanna Chill on og Hermun kæliferla, sem styrkt er af AVS rannsóknasjóði, Tækniþróunarsjóði og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. 

Óumflýjanlegt er að varan verði fyrir einhverju hitaálagi í flugflutningi. Til að meta hækkun vöruhita hefur verið stuðst við tilraunir og tölvuvædd varmaflutningslíkön (CFD líkön).  Mynd 1 sýnir hversu mikillar vöruhitahækkunar er að vænta í stökum 5 kg frauðplastkassa (án ísmottu), sem verður fyrir 5 – 20 °C hitaálagi. Af myndinni má t.d. sjá að standi kassinn í 10 klst. í 15 °C hita hækkar vöruhitinn úr 1 °C í 6.6 °C. Mikilvægi forkælingar fyrir pökkun sést vel á því að hafi þessi sömu 5 kg verið forkæld niður í -1 °C fyrir pökkun í þennan sama frauðplastkassa má áætla að það taki hita flakanna einmitt u.þ.b. 10 klst. að hækka í 0 °C.

Hermun_kaeliferla-1
Mynd 1.  Meðalhiti 5 kg hvítfiskflaka í 5 kg hefðbundnum frauðplastkassa,
sem látinn er standa stakur í 5 – 20 °C hita.  Upphafsvöruhitinn er 1 °C og
gert er ráð fyrir varmaburðarstuðlinum 5 W/m2/K fyrir utan kassann, þ.e.
að ekki leiki vindur um kassann. 

Þá hafa bæði tilraunir og varmaflutningslíkön staðfest að hitadreifingin í slíkum kössum getur verið mjög misleit eins og sést á mynd 2.  Einsleitari hitadreifing er ákjósanleg því þannig getur kaupandinn verið enn öruggari um jafnari gæði vörunnar. Unnið er að endurbótum á frauðplastkössum Promens Tempra þar sem stuðst er við niðurstöður úr rannsóknarverkefninu.

Hermun_kaeliferla-2
Mynd 2.  Hitadreifing (°C) í lóðréttu langskurðarsniði frauðplastkassa,
sem hefur staðið stakur í 19.4 °C hita í 1 klst. með upphafsvöruhita 1 °C. 

Nánari upplýsingar veitir Björn Margeirsson, bjorn.margeirsson@matis.is.

Skýrslur

Þróun á búnaði og ferli fyrir ensímmeðhöndlun á lifur fyrir niðursuðu / Development of a process for enzyme treatment of liver before canning

Útgefið:

01/09/2009

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Irek Klonowski , Sigurjón Arason, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Þróun á búnaði og ferli fyrir ensímmeðhöndlun á lifur fyrir niðursuðu / Development of a process for enzyme treatment of liver before canning

Markmið verkefnisins var að auka verðmæti og nýtingu lifrar til niðursuðu, með því að þróa leið og vinnsluferil fyrir ensímhreinsun á himnu af lifur til að losa hringorma sem staðsettir eru á yfirborði lifrarinnar. Ennfremur var markmiðið að þróa aðferð og búnað til pækilsöltunar á lifur fyrir niðursuðu. Afrakstur og ávinningur verkefnisins fólst í þróun á tækni með ensímum sem er árangursrík til að losa um himnu og hringorma á yfirborði lifrar fyrir niðursuðu. Aköst vinnslunnar jukust og nýting jókst úr 60% í 80‐85%. Fjárfestingin telst arðbær og arðsemi heildarfjárfestingar (ROTA) skilar sér inn aftur innan fárra ára.

The aim of this project was to increase the profitability in the production of canned liver, by developing a process to remove the ringworms from the membrane at the surface of the liver with enzymes, before canning. Furthermore, to develop a process for brining of liver before canning. The yield and the profit of the project consisted of a development of a technique with enzyme which successfully remove membrane and ringworms from the surface of the liver before canning. The efficiency of the production increased along with the yield from 60% to 80‐85%. The investment is profitable and the return on total asset will be in a few years.

Lokuð skýrsla – Closed report

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fituflegnar ufsaafurðir / Fat‐skinning of pollock

Útgefið:

01/09/2009

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Hörður G. Kristinsson, Jónína Jóhannsdóttir, Arnljótur Bjarki Bergsson

Styrkt af:

AVS

Fituflegnar ufsaafurðir / Fat‐skinning of pollock

Markmiðið með þessu verkefni var að kanna hvort auka mætti verðmæti með fitufláningu ufsaflaka. Með fitufláningu gæti verið hægt að skipta ufsaflaki í hvítt og verðmætt hnakkastykki og aukaafurðir sem eru sporðstykki, roð og brúnn afskurður.

Í verkefninu var:

• Kannaður gæðamunur á venjulegum og fituflegnum ufsaflökum með skynmati.

• Efnagreint brúna lagið sem er við roðið á ufsa en það var fláð af í verkefninu.  

• Kannaðar leiðir til nýtingar á aukaafurðum.

• Könnuð nýting við hefðbundna flökun og fitufláningu.

The objective of this project is to explore if it´s possible to increase the value of pollock when fat‐skinning it. When fat‐skinning pollock it is possible to split a pollock fillet into white fillet and by‐products like tail, skin and brown layer.

In this project was:

• Quality explored for normal pollock fillets and fat‐skinned pollock fillets.

• The brown layer we fat‐skinned from the fillet was analyzed.

• We explored how to yield the byproducts.

• Difference of normal filleting and fat‐skinning explored.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products. Results from the monitoring activities in 2007

Útgefið:

01/09/2009

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Sasan Rabieh, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of fisheries and agriculture

Undesirable substances in seafood products. Results from the monitoring activities in 2007

Árið 2003 hófst, að frumkvæði sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar. Tilgangurinn með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Gögnin sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumati og til að byggja upp gagnagrunn um aðskotaefni í íslensku lífríki. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna fram á raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er. Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar árið 2007. Mat á ástandi íslenskra sjávarafurða með tilliti til aðskotaefna er langtímaverkefni og verður einungis framkvæmt með sívirkri vöktun. Á hverju ári er því farið vandlega yfir hvaða gögn vantar og þannig stefnt að því að fylla inn í eyðurnar. Árið 2007 voru mæld: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, PBDEs, PAH, auk þess tíu mismunandi tegundir varnarefna, auk þungmálma og annarra snefilefna, í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar.

This project was started in 2003 at the request of the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture. Until then, monitoring of undesirable substances in the edible portion of marine catches had been rather limited in Iceland. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. The information will also be utilized in a risk assessment and gathering reference data. This report summarizes the results obtained in 2007 for the monitoring of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The monitoring began in 2003 and has now been carried out for five consecutive years. The evaluation of the status of the Icelandic seafood products in terms of undesirable substances is a long-term project which can only be reached through continuous monitoring. For this reason, we carefully select which undesirable substances are measured in the various seafood samples each year with the aim to fill in the gaps in the available data over couple of years. In 2007 data was collected on dioxins, dioxin-like PCBs, marker PCBs, ten different types of pesticides, PBDE, PAH, as well as trace elements and heavy metals in the edible part of fish, fish liver, fish oil and fish meal for feed.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun á bökunarvörum úr íslensku korni / Development of bakery products made out of Icelandic corn

Útgefið:

01/09/2009

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Þóra Valsdóttir, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Suðurlands og Vestmannaeyja

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Þróun á bökunarvörum úr íslensku korni / Development of bakery products made out of Icelandic corn

Markmið verkefnisins var að þróa brauðmeti, kex og aðrar vörur eingöngu úr íslensku hráefni. Farið var í það að þróa hafrakex úr byggi. Reynt var að hafa eins hátt hlutfall af íslensku hráefni í uppskriftunum og mögulegt væri. Framleiddar voru átta tegundir af kexkökum. Þrjár þeirra voru valdar út og settar í neytendakönnun þar sem 120 manns tóku þátt. Marktækur munur fannst á tveimur þeirra bæði hvað varðaði heildareinkunn og það hvort að neytendur gátu hugsað sér að kaupa vöruna. Neytendunum var skipt upp í tvo hópa eftir neyslu þeirra á hafrakexi. Þeir sem borðuðu hafrakex tvisvar sinnum í mánuði eða oftar greindu mun á vörunum þremur og gáfu þeim hærri heildareinkunn heldur en þeir sem borðuð hafrakex sjaldnar en tvisvar sinnum í mánuði. Varan sem neytendum líkaði best við var með 67,2 % af íslensku hráefni, þar af 6,2% byggmjöl. Hins vegar var það sýni sem neytendum líkaði verst með 67,4% af íslensku hráefni, þar af 9,1% byggmjöl. Svo virðist sem eitthvert hámark sé á því hversu mikið byggmjöl má nota í kexkökurnar. Markhópurinn fyrir hafrakex með byggi eru þeir neytendur sem borða hafrakex reglulega þar sem niðurstöður sýndu að þeim líkaði í heildina betur við allar kextegundirnar.

The aim of the project was to develop bread, biscuit and other products exclusively made from Icelandic raw material. Digestive biscuits made from barley were developed. The ratio of the Icelandic raw material in the recipes was kept as high as possible. Eight types of biscuits were produced. A consumer study with 120 participants was carried out and three biscuits were chosen out of the eight in the beginning. Significant differences were found between two products regarding the overall liking of the products and if the consumer could envision that he was going to buy the product. The consumers were divided in to two groups regarding their own consumption of digestive biscuits. Those who consumed digestive biscuits two times or more per month could distinguish a difference between the three products and gave them higher scores on the overall liking then the consumer who consumed digestive biscuits rarer than two times per month. The product that the consumers liked the most had 67.2 % Icelandic raw material, thereof 6.2% barley. However, the product that the consumers liked the least had 67.4% Icelandic raw material, thereof 9.1% barley. It seems that there is some limit to how much barley can be used in the recipes for the biscuits. The target consumer group for digestive biscuits with barley are the consumers that eat digestive biscuits regularly as the finding of this study showed that they overall liked all the biscuits more.

Skoða skýrslu

Fréttir

Íslandsmið: lítið menguð auðlind!

Mengun þungmálma og annarra eiturefna í hafinu umhverfis landið er almennt vel undir alþjóðlegum viðmiðunarmörkum, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Matís um breytingar á lífríki sjávar við landið (AMSUM 2008).

Styrkur kadmíns í íslenskum kræklingi er hærri en í kræklingi frá hafsvæðum Evrópu og Ameríku.

Frá árinu 1989 hefur verið í gangi árlegt vöktunarverkefni á mengunarefnum í lífríki hafsins við Ísland. Verkefnið er fjármagnað af umhverfisráðuneytinu og að hluta til af Matís. Umhverfisstofnun er umsýsluaðili verkefnisins.

Ýmis mengandi efni í hafinu geta borist í sjávarlífverur eða lífverur sem nærast á sjávarfangi. Í mörgum tilfellum stafar þessi mengun af mannavöldum og eru vaxandi áhyggjur af þeirri þróun. Mengandi efni berast með loft- og sjávarstraumum frá meginlandi Evrópu og Ameríku auk mengunar frá Íslandi. Það er því mikilvægt að fylgjast með magni mengandi efna hér við land, bæði í umhverfi og lífverum sem lifa við landið. Þá er ennfremur mikilvægt að geta borið saman stöðu lífríki hafsins í kringum Ísland við ástand í öðrum löndum, ekki síst vegna mikilvægis sjávarafurða fyrir þjóðina.

Í skýrslu Matís (Monitoring of the marine biosphere around Iceland in 2007 – 2008) eru birtar niðurstöður vöktunarverkefnisins fyrir árin 2007 og 2008. Í rannsókninni eru mældir þungmálmarnir blý, kadmín, kvikasilfur, kopar og sink, arsen og selen, þrávirku lífrænu efnin HCH, HCB, PCB, klórdan, trans-nonachlor, toxaphen, DDT og PBDE. Markmiðið með vöktunarverkefninu er að bera kennsl á breytingar sem kunna að verða á styrk snefilefna í lífríki sjávar umhverfis landið á ákveðnu tímabili og á milli ólíkra haf- og strandsvæða. Rannsóknin skiptir meðal annars miklu máli fyrir sölu á íslensku sjávarfangi á erlendum mörkuðum þar sem hægt er að sýna fram á með vísindalegum gögnum að íslenskur fiskur sé veiddur í ómenguðu umhverfi.

Fram kemur í skýrslunni að styrkur þungmálma eins og kvikasilfurs er afar lágur. Hins vegar hefur styrkur kadmín stundum mælst hærri í lífríki sjávar hér við landi en á suðlægari slóðum. Magn kadmíns er þó lágt í þeim lífverum sem rannsökuð eru t.d. á bilinu 0,1-1 mg/kg í kræklingi. Hár styrkur kadmíns hér við land er talinn eiga sér náttúrulegar orsakir þar sem ekkert hefur komið fram sem bendir til kadmínmengunar af manna völdum. Þannig hefur t.d. kadmínstyrkur í kræklingi á undanförnum árum mælst hærri á ýmsum stöðum sem eru fjarri íbúðarbyggð og atvinnustarfsemi, eins og t.d. í Mjóafirði, heldur en í Hvalfirði og Straumsvík. Þrávirk lífræn efni eru lág í kræklingi og þorski við Íslandi. CB-153 eru það efni sem eru í hæstum styrk í kræklingi meðan DDE er í hæstum styrk í þorski.

Nánari upplýsingar veitir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, hronn.o.jorundsdottir@matis.is.

IS