Fréttir

Rannsóknir á hrossakjöti í nútíð og framtíð

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Hrossa- og folaldakjöt er mörgum góðum eiginleikum gætt, en er þó lítt þekkt neysluvara í heiminum.  Næringargildi kjötsins er gott, það er meyrt og á nokkuð lágu verði miðað við annað kjöt. Rannsóknum á hrossa- og folaldakjöti hefur verið ábótavant í gegnum tíðina en Eva Margrét Jónudóttir hefur ásamt fleiri sérfræðingum hjá Matís unnið ötullega að úrbótum þar undandarin ár.

Í sumar lauk síðasta verkefni Evu Margrétar, sérfræðings hjá Matís, á hrossakjöti í bili en hún hefur undanfarin ár stundað fjölbreyttar rannsóknir á því sviði. Í tengslum við B.S. nám hennar í búvísindum í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri kviknaði áhuginn á þessari vinnu og fjallaði lokaverkefni hennar þar um viðhorf og kauphegðun Íslenskra neytenda á hrossakjöti. Í framhaldi af því stundaði hún meistaranám í matvælafræði við Háskóla Íslands samhliða starfi hjá Matís en hennar helstu rannsóknarefni þar voru gæði og eiginleikar hrossakjöts. Við ræddum við Evu Margréti um verkefnin sem hún hefur sinnt á þessu sviði, tilurð þeirra og áframhaldandi störf hennar á sviði matvælarannsókna.

Hver var tilgangurinn með þessum rannsóknum hjá þér upphaflega?

„Ég hafði lengi furðað mig á því að fólk sem ég hitti var fremur áhugalaust gagnvart hrossakjöti en sjálf var ég alin upp við heimaslátrað hrossakjöt og þótti það bragðgott og dásamlegt. Mig langaði að rannsaka hrossakjöt og vekja athygli á því en átti í erfiðleikum með að finna leiðbeinendur fyrir slíkar rannsóknir. Mér var svo bent á þau Guðjón Þorkelsson, sem sótti um og fékk styrk fyrir verkefnunum í Framleiðnisjóð og Kolbrúnu Sveinsdóttur, sérfræðinga hjá Matís og þau voru til í slaginn,“ segir Eva Margét.

Eva Margrét við rannsóknastörf á hrossakjötssýnum

„Í fyrri rannsókninni sem ég gerði var markmiðið að leggja fram tillögur til þess að bæta stöðu hrossakjöts á innanlandsmarkaði. Það var gert með því að greina viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti, ræða við hagsmunaaðila um stöðu hrossakjöts í landinu og skoða hver staða þekkingar væri í raun á þessu sviði á þeim tímapunkti. Tilgangurinn með síðari rannsóknum var að afla og koma á framfæri upplýsingum sem styðja við og greiða leið fyrir markaðsstarf og sölu á hrossakjöti,“ útskýrir Eva Margrét.

Tilgangurinn var jafnframt að sýna fram á að hrossakjöt er af háum gæðum, á fullt erindi á markað sem lúxúsvara og að hægt sé að lengja geymsluþol þess talsvert með styttri vinnsluferlum, betri umbúðum og meiri kælingu. Þetta gekk allt eftir.

Niðurstöður sem gætu komið á óvart

Í upphafi var lagt upp með að fá 400 svör við spurningakönnun sem lögð var fyrir á netinu í fyrri rannsókninni. Alls bárust svo svör frá rúmlega 850 manns og gaf það strax hugmynd um að neytendur hefðu áhuga á efninu.

Helstu niðurstöðurnar voru þær að flestir sem tóku þátt í rannsókninni voru virkilega jákvæðir og fögnuðu umræðunni um hrossakjöt en þó mætti auka þekkingu almennings á gæðum og meðferð þess. Þær sýndu að 96% þeirra sem tóku þátt höfðu smakkað hrossa- og/eða folaldakjöt, en þeir sem ekki höfðu smakkað höfðu ekki áhuga á því, ýmist vegna þess þeir borðuðu ekki kjöt yfir höfuð eða vegna þess að þeim fannst það líkt og að borða hundinn sinn og töldu það rangt af tilfinningalegum ástæðum. Flestir töldu hrossa- og folaldakjötið vera hreina og umhverfisvæna fæðu, lausa við sýklalyf og aðskotaefni. Það skein svo einnig í gegn að fólki hvaðanæva að af landinu þótti hrossa- og folaldakjöt ekki nógu áberandi og sýnilegt í verslunum.

Niðurstöður seinni rannsóknanna sýndu svart á hvítu að hrossakjöt er gæðavara sem unnt er að viðhalda í góðu ástandi lengi sé það meðhöndlað á réttan hátt. Gerðar voru efnamælingar sem staðfestu að folaldakjöt er næringarríkt og heildarfjöldi örvera eftir 15 daga geymslu við 2-4°C var undir viðmiðunarmörkum sem staðfesti góða framleiðsluhætti og öryggi til neyslu. Folaldakjötið var meyrt og þráabragð og þráalykt var almennt ekki eða lítið mælanlegt.

Tilraunir með geymsluþol hrossakjöts í smásölupakkningum. Hér má sjá ástand kjötsins eftir mislangan geymlutíma í frauðplastsbakka með plastfilmu yfir.

Niðurstöður tilrauna um geymsluþol fóru fram úr væntingum fyrir heildsölupakkaða hryggvöðva þar sem engar breytingar mældust eftir 28 daga við -1,5°C samanborið við uppgefið 2-3 vikna geymsluþol við 4°C. Þetta var hægt með því að lækka hitastig um 3-4°C, útiloka ljós og takmarka aðgengi að súrefni. Tilraunir með smásölupakkningarnar á borð við frauðplastbakka með plastfilmu yfir eins og algengar eru í kjötborðum komu ekki eins vel út en fjöldi daga í heildsölu hafði þó engin áhrif á geymsluþol smásölu í þessu tilfelli þar sem engin skemmdareinkenni voru til staðar á heildsölugeymslutímabilinu og gæði kjötsins voru afar stöðug.

Niðurstöður rannsóknarinnar í heild sýndu að hrossakjöt ætti að hafa góða möguleika á markaði og vonast er til að þær muni nýtast við gerð leiðbeininga í þessum efnum. Þær gætu leitt af sér bætta verkferla sem auka geymsluþol vara og koma þannig í veg fyrir óþarfa sóun á hrossakjöti.

Eva Margrét vonar að með tímanum fari fólk að líta á hrossakjöt sem takmarkaða auðlind en ekki sem afgang af einhverju öðru.

Hver hafa áhrifin af þessum rannsóknum verið og hverjar eru framtíðarhorfurnar fyrir hrossakjöt á íslenskum markaði?

„Það var rosalega mikill áhugi á þessu umfjöllunarefni fyrst þegar við vorum að byrja á rannsóknunum og við fengum umfjöllun á hinum ýmsu miðlum. Ég fór í fjölbreytt viðtöl og fólk á förnum vegi var endalaust að spyrjast fyrir um þessar rannsóknir, hvað væri að frétta og hvernig gengi. En eftir að við kláruðum verkefnin þá hefur umræðan róast,“ segir Eva Margrét. 

„Það eru engin framhaldsverkefni í kortunum hjá mér ennþá en ég vona samt að í framtíðinni muni ég koma að fleiri hrossakjötsrannsóknum eða einhverskonar vöruþróunarverkefnum í tengslum við hrossakjöt. Það er enn af svo mörgu að taka og mörg vannýtt tækifæri þarna.

Hvað framtíðina varðar þá eigum við enn eina hugmynd að verkefni sem hlaut ekki styrk í síðustu tilraun en það hét „Hrossakjöt – eldun og virðisauki“. Það snerist í stuttu máli að um að koma hrossakjöti á framfæri sem gæða matvöru fyrir veitingahús, mötuneyti og almenna neytendur í samstarfi við hagaðila með opnum hrossakjötsviðburði, tilraunum á hinum ýmsu útfærslum við matreiðslu og gerð kynningarefnis til útgáfu. Hér þyrfti að halda áfram og ekki gefast upp. Það er vöntun á heimasíðu um hrossaafurðir þar sem finna mætti rannsóknir um hrossakjöt, næringargildi, eldunarleiðbeiningar, uppskriftir, kjötskurð, fróðleiksmola eða brot úr sögu hrossakjöts, geymsluleiðbeiningar o.fl. allt á einum stað. Þetta gæti jafnvel verið endurbætt útgáfa af Íslensku kjötbókinni sem er talsvert góður grunnur til að byggja á,“ segir Eva Margrét.

Eva Margrét Jónudóttir

„Það er svo líka fjarlægur draumur minn að taka, einn daginn, saman í bók eða vefrit allt milli himins og jarðar sem snýr að hrossakjötsneyslu og nýtingu íslenska hestsins. Þá bæði á fræðilegum grunni frá sjónarhorni matvælafræðings en einnig sögulegum eða með meira skapandi hætti.“

Fróðleiksmola og lifandi myndefni frá verkefnavinnu og rannsóknum Evu Margrétar á hrossakjöti má finna á Instagram síðu Matís hér: Instagram.com/matis.

Verkefni á borð við umrædd hrossakjötsverkefni eru unnin á ýmsum sviðum hjá Matís en falla undir þjónustuflokkinn kjöt. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér betur rannsóknir og nýsköpun þegar kemur að kjötvinnslu og -framleiðslu má horfa á kynningu á efninu hér: Áherslufundur: Kjötframleiðsla og kjötvinnsla – rannsóknir og nýsköpun.

Á næstu dögum mun einnig koma út nýr þáttur af Matvælinu, hlaðvarpi Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu. Þar mun Eva Margrét ræða um hrossakjötsrannsóknir sínar auk fleiri verkefna sem hún hefur unnið að og setja þessi mál í samhengi með skemmtilegum reynslusögum og fróðleiksmolum.

Fréttir

Staða norrænnar matargerðar og framtíðar í sjálfbærri matarferðaþjónustu

Þann 30. september heldur Nordic Food in Tourism norræna ráðstefnu í Hótel Valaskjálf og kynnir afrakstur þriggja ára vinnu við kortlagningu stöðu norrænnar matargerðar og framtíðar í sjálfbærri matarferðaþjónustu. Ráðstefnan fer fram á ensku og verður einnig aðgengileg með rafrænum hætti á Zoom. Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna.

Dagskrá – Fyrirlestrar í stafrófsröð:

Afton Halloran, PhD Independent Consultant in Sustainable Food Systems Transitions

Communicating the impacts of climate change in Nordic Food Systems

__

Bård Jervan, Senior partner and founder of MIMIR AS and co-founder of BeSmart Nordics AS

The new National Tourism Strategy for Norway, and how food experiences is part of it

__

Birna G. Ásbjörnsdóttir, M.Sc. in Nutritional Medicine

Food and nutrition as medicine – changes ahead

__

Brynja Laxdal M.Sc. Nordic food in Tourism

Nordic food in Tourism, project, and results 2019-2021

__

Daniel Byström, Industrial Designer and Founder of the Swedish design agency, Design Nation

Visitor´s Journey and design thinking

__

Erik Wolf, founder of the food travel trade industry, and Founder and Executive Director of the World Food Travel Association

The future of Food Tourism

__

Jonatan Leer, PhD, Head of food and Tourism Research University College Absalon, Roskilde Denmark

Sustainable Food Tourism in the Nordic Region: examples, definitions and challenges

__

Sara Roversi, Founder of Future Food Network and Director at Future Food Institute

How will food tech shape the future of food?

__

Þórhallur Ingi Halldórsson, Professor, Faculty of Food Science and Nutrition, University of Iceland

Towards sustainable diets: Facts, obstacles, and future perspectives

Um Nordic Food in Tourism

Nordic Food in Tourism er eitt af þremur formennskuverkefnum norrænu ráðherranefndarinnar undir hatti sjálfbærrar ferðamennsku í norðri. Atvinnuvegaráðuneytið leiðir verkefnið í samstarfi við Íslenska ferðaklasann og Matís. Norrænir samstarfsaðilar koma frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Grænlandi, Færeyjum, Álandseyjum og Finnlandi auk þess sem sérfræði hópur frá háskóla og atvinnulífi kemur að verkefninu.

Meðal helstu markmiða verkefnisins er að átta sig á breyttri neysluhegðun ferðalanga og hvernig þeir kjósa að nálgast mat og afurðir á sínum ferðalögum. Loftlagsmál og breytt umhverfisvitund gesta sem sækja norðurlöndin heim hefur mikið að segja með breytta hegðun og verður leitast við að finna hvaða þættir munu helst breytast eða verða fyrir áhrifum. Meðal afurða verkefnisins eru svör við hvaða matvæli, framleiðsluaðferðir og eða breytt samsetning afurða munu framtíðar gestir okkar sækjast eftir og hvernig þurfum við að þróa og bæta aðferðir til að mæta því. Mikil áhersla er lögð á að einblína á mat í ferðaþjónustu en ekki matarferðaþjónustu eingöngu. Samstarfsaðilar að verkefninu munu að auki nýta þann þekkingarbrunn og niðurstöður sem koma fram til að miðla áfram og verða leiðandi í sjálfbærni og þróun þegar kemur að mat í ferðaþjónustu.

Hér finnur þú nánari upplýsingar um Nordic food in tourism https://nordicfoodintourism.is/

The Nordic Salmon Workshop

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

A workshop on salmon farming will be held on October 27 at Ölvus Cluster, Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn.

The meeting starts at 08:30 and ends at 17:00 the same day.

The workshop subjects:

  1. Salmon feed: new sources and optimal composition for different environments
  2. New development in sea- and salmon louse
  3. Production of large smolts in hatcheries
  1. Salmon feed will be a very dynamic area of research and development in the future. With feed requirements of salmon growing in extreme environmental conditions, such as low temperature, are not fully understood. Furthermore, technical solution to minimize movements of fish in sea cage during the coldest periods in winter could improve conditions of fish during the coldest months
  2. Several options already exist for chemically treating salmon lice in sea cages. However, there are two main problems associated with treating lice in such a way. Firstly, there are negative environmental impacts and secondly, lice can and have developed resistance to many of the available chemicals currently being used
  3. There has been a growing interest in land-based salmon farming under more controlled environment. Large smolt farming is a land-based farming, with longer growing time ashore and shorter in ONP, reducing risk in farming with higher cost. Reducing lead time in sea also enables producers to reduce the spread in biomass throughout the year. This may be one of the most sustainable ways of maximizing utilization of licenses.

The meeting is open for anybody interested in salmon farming. Included are refreshment at the meeting and reception at Lax-inn in Reykjavík after the meeting. The cost is ISL 3.000.

The meeting will be in English, and registrations will be open on the home page soon.

The board

  • Gunnar Thordarson, Matís, Isafjordur, Iceland
  • Björgolfur Hávardsson, NCE Seafood Innovation Cluster AS Norway
  • Gunnvør á Norði and Jóhanna Lava Kötlum, Fiskaaling, Faroe Islands
  • Kurt Buchmann, Department of Veterinary and Animal Sciences, University of Copenhagen, Frederiksberg, Denmark
  • Niels Henrik Henriksen, The Danish Aquaculture Organisation, Aarhus, Denmark
  • Mari Virtanen, Finnish Fish Farmers’ Association, Helsinki, Finland.

Instituions participating

  • Matís ohf. – Gunnar Thordarson (Iceland)
  • Björgolfur Hávardsson, NCE Seafood Innovation Cluster AS Norway
  • Fiskaaling – Gunnvør á Norði and Jóhanna Lava Kötlum – (Faroe Islands)
  • University of Copenhagen, Department of Veterinary and Animal Sciences, Frederiksberg – Kurt Buchmann (Denmark)
  • The Danish Aquaculture Organisation, Aarhus – Henrik Henriksen (Denmark)
  • Finnish Fish Farmers’ Association, Helsinki – Mari Virtanen (Finland
  • Ölfus Cluster – Páll Marvin Jónsson

Ritgerðir

Gæði og eiginleikar hrossakjöts / Quality and characteristics of Icelandic horsemeat

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Markmið þessa verkefnis var að afla og koma á framfæri upplýsingum sem styðja við og greiða leið fyrir markaðsstarf og sölu á hrossakjöti. Þetta var gert annars vegar með því að safna upplýsingum um nýtingu, næringargildi, lit og áhrif geymslu í kæli á bragðgæði, skurðkraft og suðurýrnun folaldakjöts og hins vegar með rannsókn á geymsluþoli fersks hrossakjöts til að kanna hvort hægt væri að lengja það með bættum vinnsluferlum.
Folaldakjöt var geymt í loftdregnum umbúðum við 2-4°C í 14 daga þar sem mæld voru megin næringarefni, steinefni, vítamín, fall sýru og hitastigs eftir slátrun, litur, skurðkraftur, örverur, suðurýrnun og nýting við úrbeiningu. Þar að auki var meyrni, þrálykt- og bragð metið með skynmati á skala.

Skýrslur

Gæði og andoxunarvirkni grænmetis á markaði 2020-21

Útgefið:

31/08/2021

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Brynja Einarsdóttir

Styrkt af:

Þróunarsjóður garðyrkju

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Markmiðið með verkefninu var að gera úttekt á gæðum íslensks og innflutts grænmetis á neytendavörumarkaði frá hausti og vetri. Jafnframt var haldið áfram mælingum á andoxunarefnum og andoxunarvirkni frá fyrra verkefni sem var styrkt af Þróunarsjóði garðyrkju. Í ljós komu frábær gæði íslensks grænmetis að hausti en þegar leið á veturinn komu í ljós ágallar fyrir sumar grænmetistegundir sem ástæða er til að vinna með og stuðla að auknum gæðum til þess að styrkja stöðu innlendu fram-leiðslunnar. Sérstaklega má benda á gulrófur og gulrætur en bæta mætti gæði þeirra að vetri. Andoxunarefni mældust í öllum tegundum grænmetis. Veruleg andoxunarvirkni kartaflna kom á óvart og má vera að hollusta þeirra sé vanmetin. 

Skoða skýrslu

An International Conference on The External Dimension of the Common Fisheries Policy

A conference focusing on the external dimension of the common fisheries policy was held within the framework of the FarFish project in beginning of June 2021. The aim of the conference was to review the implementation of the External Dimension of the CFP and to provide recommendations ahead of the next revision of the CFP.

The conference was attended by high-level experts and key stakeholders from the fishing industry and NGO sectors, together with relevant policy makers, scientists and academics, which contributed to discussions on the importance, advantages and challenges of the EU role in international fisheries management and ocean governance.

The conference spanned over two days, with the first day consisting of presentations and panel discussions from high-level experts; and the second day was more in the form of a workshop where different experts and stakeholders “dug deep” into how to improve management under fisheries agreements.

Recordings from the conference are now available on the FarFish website, along with a summary leaflet and main conclusions from day 1 and day 2.

A BlueBio and ERA-NETs SUSFOOD2 Networking Event

Are you interested in the  future of Algae?

Save the date for a joint BlueBio and ERA-NETs SUSFOOD2 event:

Market pathways for sustainable algae

The event will take place online on the 23rd of September 10 AM to 1 PM CEST. 

More information on the agenda and registration will be published closer to the date.

Skýrslur

Proceedings from a conference on Remote Electronic Monitoring in fisheries, held in Reykjavík 7 Nov. 2019

Útgefið:

30/08/2021

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Clara Ulrich, Helen Holah, Kristian Schreiber Plet-Hansen, Leifur Magnússon, Leifur, Luis Alberto Cocas González, Thord Monsen, Wes Erikson,

Styrkt af:

Nordic Council of Ministers – Working Group for Fisheries (AG-fisk) project 186-2019

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Monitoring, control and surveillance (MCS) are challenging in wild capture fisheries and insufficient MCS has resulted in unsustainable fishing practices, data limitations in stock assessment and management, lack of transparency and unfair competitive advantage for those not following the rules. Major expenses and efforts are awarded to MCS, but effectiveness and coverage is generally very limited. There are however a number of emerging and already available technological solutions that can be applied to significantly improve MCS and reduce costs at the same time. These solutions are generally referred to as Electronic Monitoring (EM) or Remote Electronic Monitoring (REM) solutions.

The Nordic countries are generally considered to have well-regulated fisheries and relatively good MCS. The authorities in these countries do however also understand that they need to keep up with new technology and use them when applicable to improve their fisheries. Denmark, Norway and Iceland have for example been awarding increasing attention to REM in recent years. As part of that work, the Nordic Council’s Working Group for Fisheries (AG-Fisk) funded a networking project in 2019 that was to facilitate a conference on REM, where experts in the field would present information on current state and emerging solutions for Fully Documented Fisheries (FDF). The conference was held in November 2019 in Reykjavík and the proceedings along with short summary are presented in this report. The report also contains concluding remarks in the end where the most important issues are summarised, and comments made on developments that have taken place from the time of the conference until the publication of this report.

It is evident that EM will not solve all problems when it comes to MCS of fisheries, but such solutions can be important tools to facilitate more efficient MCS and even reduce cost and/or increase coverage. The Nordic countries have not been in the forefront of implementing REM technologies (possibly with the exception of Denmark) where countries such as Canada, US, New Zealand, Australia and Chile have paved the way. The Nordic countries are therefore in the position to learn from those that have gone before them, use what has proven to be successful and avoid making the mistakes they did.

Several relevant pilot trials and research projects are currently ongoing in the Nordic countries and on European level. There are also ongoing similar initiatives elsewhere in the world and full implementation of some elements of REM are also taking place. It is important for the Nordic regions to follow and take part in these initiatives, as the authors of this report believe that REM solutions can be extremely effective tools for MCS in the future.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun á sameindaerfðafræðilegri aðferð til foreldragreininga í íslensku sauðfé

Útgefið:

17/08/2021

Höfundar:

Sæmundur Sveinsson, Matís ohf., Eyþór Einarsson, Davíð Gíslason

Styrkt af:

Fagráð í sauðfjárrækt / Framleiðnisjóði landbúnaðarins

Tengiliður

Sæmundur Sveinsson

Fagstjóri

saemundurs@matis.is

Óstaðfest faðerni lamba háir ýmsum framförum í sauðfjárrækt hér á landi. Helst má nefna rannsóknir tengdum arfgengum sjúkdómum, þar sem staðfest fað- og móðerni einstaklinga er forsenda fyrir því að hægt sé að rekja ætterni sjúkdómsins. Nútíma foreldragreiningar í búfé byggja á greiningu breytilegra erfðamarka og tölfræðilegum samanburði foreldra og afkvæma. Markmið þessa verkefnis var að þróa tól til foreldragreininga í íslensku sauðfé með sameindaerfðafræðilegum aðferðum. Það er mikilvægt fyrir ræktunarstarf í sauðfé að eiga kost á því að geta staðfest ætterni gripa. Þetta getur verið mjög nytsamlegt, sérstaklega þegar koma fram erfðagallar í afkvæmum sæðingastöðvahrúta. Þá er grundvallaratriði að gripurinn sé rétt ættfærður. Í þessari rannsókn voru 17 alþjóðlega viðurkennd (ISAG) erfðamörk prófuð til að foreldragreina í íslenska sauðfjárstofninum. Gagnasafnið byggir á sýnum úr 514 kind. Niðurstöður verkefnisins sýna að ISAG erfðamörkin virka vel innan íslenska fjárstofnsins og undirstofna hans. Þetta verkefni hefur því bætt nýju tóli í verkfærakistu sauðfjárræktenda og ráðanauta. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun á nýju bleikjufóðri // Novel enhancement of soy meal for Arctic charr diets

Útgefið:

01/08/2020

Höfundar:

Alexandra Leeper, Clara Sauphar, Margareth Øverland, Wolfgang Koppe, Jón Árnason, Gunnar Örn Kristjánsson, Stephen Knobloch, Sigurlaug Skírnisdottir, David Benhaïm

Styrkt af:

AVS funding

Fiskeldi er í hröðum vexti um allan heim og gegnir sífellt mikilvægara hlutverki í að tryggja fæðuöryggi. Ísland er stærsti framleiðandi á bleikju í heiminum, en bleikja hefur mikla próteinþörf sem hefur að mestu verið mætt með fóðri sem er ríkt af fiskimjöli. Fiskimjöl er hins vegar dýr próteingjafi og því er fóðurkostnaður í bleikjueldi um 50% af framleiðslukostaði, auk þess sem fiskimjöl er takmörkuð auðlind. Það er því mikilvægt að leita nýrra próteingjafa fyrir bleikju-framleiðiendur. Einn slíkur kostur er að nota soyamjöl, sem hefur verið notað með góðum árangri í laxeldi. Það er hins vegar rannsóknir sem benda til að soyamjöl geti haft neikvæð áhrif á vöxt, þarmaflóru og almenna velferð laxfiska.

Í þessari skýrslu er fjallað um helstu niðurstöður AVS verkefnisins „þróun á nýju bleikjufóðri“, en markmið verkefnisins var að lækka fóðurkostnað og auka sjálfbærni í bleikjueldi með því að skipta fiskimjöli út fyrir soyamjöl í fóðri. Í verkefninu var einnig leitast við að öðlast skilning á áhrifum mismunandi „meðhöndlunar“ soyamjöli á vöxt, þarmaflóru og velferð bleikju.

Fjórar mismunandi tegundir fóðurs voru rannsakaðar þ.e. hefðbundið fóður með fiskimjöli (FM), með ómeðhöndluðu soyamjöli (US), með Ensím-meðhöndluðu soyamjöli (ES), og með ómeðhöndluðu soyamjöli með viðbættu góðgerlum (USP). Lifun, vöxtur, atferli og þarmaflóra bleikju sem fóðruð var í 10 vikur á áðurnefndum fjórum fóðurtegundum var síðan borin saman. Bleikjan sem gerð var tilraun á var smáfiskur á því stigi þar sem vöxtur er mikill og þarmaflóran er í mótun; og því eru áhrif fóðursins sérlega mikilvæg.

Helstu niðurstöður verkefnisins voru að fóður sem innihélt Hypro soyamjöl með viðbættum FOS góðgerlum dró verulega úr vexti, í samanburði við hinar fóðurtegundirnar. Ensím-meðhöndlaða soyamjölið, sem innihélt niðurbrotið NSPs sem virka sem góðgerlar, sem og ómeðhöndlaða soyamjölið með viðbættum góðgerlum stuðlaði að fjölbreyttari þarmaflóru og jók magn mjólkursýru baktería (LABs) sem tengt hefur verið við ónæmi gagnvart sjúkdómum og sýkingum, sem og bættri upptöku og vexti. Niðurstöður sýndu einnig að atferli fiskanna gagnvart ómeðhöndlaða soyamjölinu var umtalsvert öðruvísi en gagnvart hinum fóðurtegundunum, á þann hátt að þeir sýndu því fóðri minni áhuga.

Niðurstöðurnar benda til að viðætur á góðgerlum á þessu vaxtarstigi stuðli að jákvæðum breytingum á þarmaflóru, og geti því leitt til aukins þols við stressi og sjúkdómum síðar meir á lífsferlinum. En Þetta virðist hins vegar koma niður á vexti fiskanna. Þörf er því á frekari rannsóknum til að skera úr um hvort vöxturinn muni skila sér á seinni vaxtarstigum bleikjunnar og þá hvort lifun og aðrir jákvæðir eiginleikar aukist. Vera má að FOS góðgerlar séu ekki hentugir fyrir fiska svo snemma í þroskastigi, en svo virðist sem FOS hafi áhrif á efnaskipti og örfi þarma og ónæmiskerfið. En frekari rannsókna er þörf til að draga frekari ályktanir þar um. Ensím-meðhöndlaða soyamjölið hafði ekki sömu neikvæðu áhrif á vöxt, en breytileiki var meiri var hins vegar meiri. LABs í þarmaflóru bendir til þess að meðhöndlunin stuðli að hættri heilsu og þoli gagnvart sýkingum, án þess að það komi niður á vexti. Niðurstöðurnar benda því til þess að ensím-meðhöndlun á soyamjöli í fóður stuðli að bættri heilsu og lifun bleikju. Mikilvægt er að framtíðar rannsóknir skoði niðurstöður þessa verkefnis og beri saman við ástand þarmavefja. Einnig er mikilvægt að rannsaka frekar hvernig efnaskipti, atferli og þarmaflóra verka saman við mismunandi fóðrun á fyrri lífskeiðum, sem og hver áhrifin eru á langtíma vöxt og velferð.

Skýrslan er lokuð / This report is closed


Aquaculture is globally growing in importance as part of the solution for future food security. In Iceland one of the most important farmed species is the salmonid, Arctic Charr, and Iceland is the world´s leading producers of this cold-water, carnivorous species. Arctic Charr has a high dietary protein requirement which is traditionally provided by diets high in fish meal protein. This drives feed costs that are 50% of the total production costs and puts pressure on wild capture fisheries from which fish meal species are sourced. To facilitate the further expansion of Arctic charr aquaculture it is necessary to find less expensive and more environmentally sustainable feed ingredients. One potential alternative that is widely used in Atlantic Salmon aquaculture is soybean meal, however increasing evidence suggests that for some salmonids, untreated soybean meal can have negative consequences for the growth, gut health and welfare.

The overall aim of this study was to decrease Arctic Charr feed costs and improve the long-term sustainability of salmonid aquaculture in Iceland by replacing fish meal with untreated and treated soybean meal. This study also aimed to understand the wider consequences of untreated and treated soybean meal on the growth, gut health and welfare of Arctic Charr.

Four different diets were assessed, a fish meal control (FM), an untreated soybean meal (US), an enzyme pre-treated soybean meal (ES) and an untreated soybean meal with an added prebiotic (USP). The survival, growth performance, gut microbiome assemblage, and behaviour were of juvenile Arctic Charr fed each of these diets during a 10-week feeding trial were compared. The juvenile life stage was selected since it is a period of crucial developmental, when growth rates a very rapid, and the gut microbiome is colonising, so impact of differing diets can be obtained quickly.

The key findings of this report were that the addition of FOS prebiotic to untreated Hypro soybean meal feed treatment significantly reduced growth compared to the fish meal control when all other feed treatments including the enzyme treated soybean meal performed significantly the same as the fish meal control. The enzyme treatment of soybean meal which aimed to have a secondary benefit of the broken down NSPs acting as prebiotics, as well as the untreated soybean meal with prebiotic had higher gut microbiome diversity as well as a greater presence of Lactic Acid Bacteria (LABs) which are both associated with positive benefits such as more immune robustness and resilience to disease and infection as well as benefits for nutritional uptake and growth. There was also a notable different in behaviour where the fish fed the untreated soybean meal with added prebiotic were both shyer and less active than the fish fed any other feed treatment, indicating that they were more reactive individuals.

When the results of these different tests are viewed together this suggests that the addition of pure prebiotics at such an early developmental stage does promote beneficial changes to the gut microbiome which suggest that the fish will be more resilient to stress and disease later in life and may receive other benefits of prebiotic addition too, however at this early stage the combination with low growth performance suggests that the immune system and gut development may be stimulated but at the cost of energy being drawn away from growth. Salmonids given FOS should be followed from early development through to harvest to see if growth can be compensated and if survival or performance is in fact improved. Otherwise these results may indicate that FOS may not be suitable to apply to diets during such early stages of development, when growth curves are steep naturally. The observation that these fish were also had more reactive coping strategies suggests that the prebiotic application may also effect metabolic rate which could be linked to the stimulation of the gut and immune system, but further experimentation will be need to elucidate this and also to investigate the consequence of this altered behaviour, which could potential reduce the welfare of a intensively farmed fish. On the other hand, the enzymatic treatment of soybean meal did not show the same negative impact to early growth performance but did influence a higher diversity and LABs presence in the gut microbiome suggesting this method of threating soybean meal may bring benefits to health and resilience without as much trade-off. These enzyme-soy treated fish groups were also slightly more reactive than the control treatments, but the impact was not as pre-announced as for the prebiotic added treatment. Overall the results suggest that the best potential benefit to long term health and survival of charr when soybean meal is pre-treated with enzymes when used in the diet.

It will be extremely important in the future to combine these results with gut histology data to clarify the impact of differing treatments to internal gut morphology and health. It will also be important to further study how metabolism, behaviour and the gut microbiome interact with dietary treatments at this early development stage and what the long-term consequences for production and welfare will be.

IS