Skýrslur

The effects of insulated tub depth on the quality of iced Atlantic cod / Áhrif dýptar einangraðra kera á gæði ísaðs þorsks

Útgefið:

01/04/2018

Höfundar:

Rúnar Ingi Tryggvason, Magnea Karlsdóttir, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund (R 17 016-17), Technology Development Fund (164698-1061)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

The effects of insulated tub depth on the quality of iced Atlantic cod / Áhrif dýptar einangraðra kera á gæði ísaðs þorsks

Markmið verkefnisins var að rannsaka gæði þorsks sem hafði verið slægður einum degi eftir veiði, ísaður og pakkað í 12 mismunandi stór ker, 4×250 L, 4×460 L og 4×660 L. Fylgst var með tilraunafiskum efst og neðst í hverju keri. Kerin voru geymd í hitastýrðu umhverfi við 1 °C og gerðar mælingar eftir 6, 10, 13 og 15 daga frá pökkun. Til að meta gæði þorsksins var notast við vatnstap í kerum eftir geymslu, vinnslunýtingu og skynmat. Niðurstöður sýndu að vatnstap var mest í 660 L keri og minnst í 250 L keri. Enginn munur var á vinnslunýtingu. Í öllum tilfellum var minna los í botni kers miðað við toppinn, líklega vegna mismunandi stærðar fiska í toppi og botni. Enginn munur var á niðurstöðum úr mati með gæðastuðulsaðferð (QIM) milli kera en þeir skynmatsskalar sem til eru ná ekki til þeirra eiginleika sem greinilegur munur sást á. Mikill munur sást á fiskum í topplagi og fiskum í botnlagi í öllum tilvikum, en ísför og marin flök voru fyrirferðameiri á botnfiskum. Í framhaldi tilraunarinnar verður í áframhaldandi rannsóknum á gæðum ísaðs og ofurkælds fisks í mismunandi stórum kerum hannaður nýr skynmatsskali sem tekur á þessum þáttum, þ.e. förum eftir ís og marskemmdum í flökum.

The aim of this project was to examine the quality difference of Atlantic cod that had been iced and packed into 12 different sized food containers (tubs), 4×250 L, 4×460 L and 4×660 L. Each tub was split up into two groups, top-and bottom layer. Drip loss, processing yield, and sensory evaluation were used to evaluate the quality of the cod. The results showed that the greatest drip loss was in the 660 L tub, and the least in the 250 L tub. There was no difference in processing yield. Sensory evaluation showed no difference between tubs, except that the fillets from fish in the bottom layer of all containers had less gaping than fillets from the top layer of fish, most likely due to size differences of top-and bottom layer fish. No current sensory evaluation scales account for different amounts of ice marks and crushed fillets that was detected between fish in the top-and bottom layer of the tubs. The results of this project will be used in continuing research of iced and superchilled fish in different sized containers to develop a new sensory scale that will account for these qualities.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Drying and storing of harvested grain – A Review of Methods / Þurrkun og geymsla á korni

Útgefið:

01/04/2018

Höfundar:

Ólafur Reykdal

Styrkt af:

Northern Periphery and Arctic Programme

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Drying and storing of harvested grain – A Review of Methods / Þurrkun og geymsla á korni

Á norðurslóðum er korn að öllu jöfnu skorið það rakt að það skemmist fljótt ef það er ekki þurrkað eða votverkað í fóður. Þurrkun korns er kostnaðarsöm og því þarf að vanda val á tækjabúnaði og orkugjöfum. Mælt er með notkun jarðhita þar sem þess er kostur enda ætti jarðhiti að vera ódýrasti orkugjafinn. Blandaðar lausnir geta reynst vel, t.d. jarðhiti og dísilolía. Landbúnaðurinn þarf að stefna að aukinni sjálfbærni og þá eru jarðhiti og rafmagn góðir kostir. Sumir myglusveppir á akri eða í geymslum geta myndað mýkótoxín (sveppaeiturefni) við rök og hlý skilyrði. Mýkótoxín geta skaðað heilsu fólks og búfjár. Hætta á mýkótoxínmyndum er í lágmarki á köldum norðlægum slóðum. Samt sem áður er nauðsynlegt að fylgjast með gæðum korns í geymslum og vakta mögulega myndun mýkótoxína. Þessi skýrsla gefur yfirlit um þurrkunaraðferðir, orkugjafa og öryggi korns og er grundvöllur ráðgjafar og athuguna á kornþurrkun.

In the Northern Periphery Region, grains are usually harvested at moisture contents too high for safe storage. Therefore the grain should be dried (or wet processed) as soon as possible. The drying process is expensive and the selection of equipment and fuel should be studied carefully. Where available, the use of geothermal water is recommended. In Iceland, geothermal energy has been found to be the cheapest energy source for grain drying. The use of mixed solutions, e.g. geothermal energy and diesel, is possible. Grain producers should aim at increased sustainability. Excellent solutions are geothermal energy and electricity. Mould in the field or in stores can produce mycotoxins under humid conditions and quite high temperature. Mycotoxins can harm the health of humans and animals. The existence of mycotoxins in grain grown under the cool conditions of northern regions is likely to be minimal but the situation should be studied and monitored. This report reviews grain drying methods, possible energy sources, safety aspects and is the basis for guidelines and case studies.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Branding Sea Urchin for the NPA (Northern Periphery and Arctic) Regions

Útgefið:

01/04/2018

Höfundar:

Holly T. Kristinsson, Guðmundur Stefánsson

Styrkt af:

Northern Periphery and Arctic Programme

Tengiliður

Guðmundur Stefánsson

Fagsviðsstjóri

gudmundur.stefansson@matis.is

Branding Sea Urchin for the NPA (Northern Periphery and Arctic) Regions

Skýrsla þessi er hluti af URCHIN verkefninu sem var styrkt af NPA sjóðnum. Í skýrslunni er hugmyndafræði vörumerkja (brands) lýst og kynntar hugmyndir til að vera með eitt sameiginlegt vörumerki fyrir ígulker frá NPA (Northern Periphery and Arctic) löndunum. Í skýrslunni eru tekin dæmi af góðri reynslu annarra af notkun vörumerkja á dýrar sjávarafurðir m.a. á ígulkerum. Notkun vörumerkis getur verið góð leið til að markaðsetja ígulker bæði á nærmörkuðum (t.d. innanlands) og á alþjóðlegum mörkuðum. Fyrirtæki sem kemur sér upp vörumerki sem öðlast hylli hjá kaupendum og neytendum getur skapað sér sérstöðu og eftirspurn eftir merktum afurðum. Til að vörumerki nái hylli þarf rannsóknir á væntanlegum viðskiptavinum til að skilja þeirra þarfir og hvers vegna þeir vilja ígulker og hvers þeir vænta af afurðunum og söluaðilanum t.d. hvað varðar þjónustu. Án vörumerkis, er erfitt að aðskilja vöruna og fyrirtækið frá samkeppnisaðilum og þeirra vörum. Í dag hafa kaupendur og dreifendur ígulkera ekki neina leið til að tengja aukin gæði við ígulker frá NPA svæðunum þar sem vörumerki vantar. Framleiðendur innan NPA svæðanna ættu að íhuga vörumerkjastefnu við markaðsetningu ígulkera; merki sem annað hvort væri byggt á ímynd fyrirtækisins eða vörunnar. Til þess að ná árangri í uppbyggingu vörumerkis þarf að huga að neytendarannsóknum, IP leyfum, markaðsmálum og arðsemi fjárfestingarinnar.

To supplement the NPA Report, Markets for Sea Urchins: A Review of Global Supply and Markets, this branding report sets out to explain the concept and elements of branding. Examples of successful branding of sea urchin and other high value seafood products are highlighted. Considerations and steps to building a brand are also discussed and can serve as a basis for brand strategy. Branding can be a way of promoting NPA sea urchin both locally and in international markets. It could be a solution to reducing the generic, anonymous sale and distribution of NPA sea urchins to Europe and other global markets. Establishing and maintaining a brand can create demand and differentiate a company and/ or its products from competitors. Currently, branding of sea urchin is untapped and thus, there is significant branding potential. A brand is the over-all customer experience. It is how consumers feel or perceive your company and what you should offer in terms of services or products. Understanding who the consumers are and who would buy sea urchin and why, will be key in building and launching a sea urchin brand. To establish a brand acknowledged and known by customers, there must be sufficient research and a clear understanding of the target audience. Without a brand, it is difficult to differentiate a product or company from a competitor. Today, distributors, food service companies, restaurants, and other customers do not have a significant way to attach added value to NPA sea urchin. A unified vision and branding platform are needed to add value to the sea urchin. A key starting point for the NPA partners will be to consider a corporate and/ or product branding strategy. Consumer research, a brand strategy, IP investigation, social and media marketing, and assessing return of investment (ROI) are fundamental to building a successful brand. With these building blocks and aspects in mind, the NPA can decide whether branding is a right fit and a sensible approach to creating increased value for the NPA regions, sea urchin fisheries, and small to medium enterprises (SMEs).

Skoða skýrslu

Fréttir

Íslendingar í lykilhlutverki við að þróa byltingarkennda tækni til fiskveiðistjórnunar

Mjög gott viðtal birtist um helgina í Fiskifréttum. Viðtalið er við Önnu Kristínu Daníelsdóttur og Jónas R. Viðarsson hjá Matís um evrópska verkefnið MareFrame sem lauk nú fyrir skömmu. Óhætt er að segja að það sem úr verkefninu hefur komið muni hafa víðtæk áhrif til bættrar fiskveiðistjórnunar um allan heim þar sem tekið er tillit til fleiri þátta en áður hefur verið gert.

Íslendingar hafa gegnt lykilhlutverki við að þróa byltingarkennda tækni til fiskveiðistjórnunar. Fiskstofnar eru þá skoðaðir í samhengi við vistkerfið í heild ásamt bæði efnahagslegum og félagslegum þáttum.

Anna Kristín Daníelsdóttir hjá Matís hefur undanfarin fjögur ár stjórnað evrópska verkefninu MareFrame ásamt Gunnari Stefánssyni hjá Háskóla Íslands. Hafrannsóknastofnun gegndi einnig lykilhlutverki í verkefninu. Lokaskýrsla verkefnisins er komin út og verður kynnt fyrir hagsmunaaðilum innan tíðar.

„Fiskveiðistjórnun víðast hvar í heiminum hefur snúist næri einvörðungu um einstaka stofna,“ segir Jónas Rúnar Viðarsson, sem einnig hefur tekið virkan þátt í verkefninu ásamt fleiri Íslendingum.

Sjá meira í Fiskifréttum


Mynd með frétt: Anna Kristín Daníelsdóttir verkefnastjóri MareFrame skammtar Jónasi R. Viðarssyni, verkefnastjóra FarFish verkefnisins, heilsusamlegan skammt af síldarlýsi frá Margildi ehf. en nýtt er að lýsi sé unnið úr uppsjávartegundum. Anna hefur nú lokið störfum í MareFrame verkefninu en Jónas er nýbyrjaður sem verkefnastjóri FarFish og því gott að yfirfærsla þekkingar eigi sér stað að þessu tilefni 🙂

Fréttir

Alþjóðlega vísindaritið Icelandic Agricultural Sciences er komið út

Tvær fyrstu greinarnar í hefti 31/2018 voru að koma út í alþjóðlega vísindaritinu Icelandic Agricultural Sciences.

Fyrri greinin, Munur á afkomu kvæma afíslensku birki í 14-ára tilraun á Miðnesheiði, greinir frá samanburðartilraun með 25 kvæmum af íslensku birki víðsvegar að af landinu. Miðnesheiðin er vindasamt svæði með saltákomu og jarðvegurinn er rýr og stendur það skógrækt þar fyrir þrifum. Tilgangurinn með rannsókninni var að finna birkikvæmi sem best hentuðu fyrir þetta svæði. Tilraunin hófst 1998 og árið 2003 voru lúpínuplöntur gróðursettar innan um birkið. Árið 2012 fjórtán árum eftir gróðursetningu birkisins var árangurinn metinn.

Sunnlensk birkikvæmi reyndust betur á Miðnesheiði en kvæmi úr öðrum landshlutum. Hæð og lifun kvæmisins Þórsmörk reyndist best. Staðarkvæmi frá Reykjanesi þrifust verr en önnur sunnlensk kvæmi. Þegar rækta á birkiskóg á ófrjósömum jarðvegi á Suðurnesjum er mælt með því að leggja áherslu á þau kvæmi sem sýnt hafa besta frammistöðu í tilrauninni. Einnig er mælt með að bera á plöntur fyrstu árin eftir gróðursetningu og um leið að sá lúpínu.

Seinni greinin, Áhrif hækkaðs jarðvegshita ámyndun koldíoxíðs (CO2), metans (CH4), hláturgass (N2O),nituroxíðs (NO) og nitraðrar sýru (HONO) í skógarjarðvegi á Suðurlandi, fjallar um rannsóknir sem eru hluti af stóru rannsóknaverkefni, ForHot (www.forhot.is), um áhrif aukins hita í jarðvegi í kjölfar Suðurlandsskjálftans árið 2008 á lífríki og vistkerfisferla.

Í þessari rannsókn voru mælingar gerðar á flæði metans (CH4), hláturgass (N2O) og koldíoxíðs  (CO2)  með auknum jarðvegshita í foldu í sitkagreniskógi. Losum sömu lofttegunda voru mældar í jarðvegskjörnum á rannsóknastofu við 20°C hita, auk lofttegundanna nituroxíðs (NO) og  nitraðrar  sýru (HONO).

Niðurstöðurnar sýndu að átta ára jarðvegshlýnun hafði bæði breytt efnasamsetningu og örveruflóru jarðvegsins og  þar með getu til að framleiða áðurnefndar lofttegundir. Hinsvegar breyttist framleiðslugeta CO2, CH4 og N2O á rannsóknastofu við 20 °C ekki reglulega með auknum hita í foldu. Höfundar fjalla um aðlögun örvera að auknum hita, en velta því einnig upp hvort hluti lofttegundanna sem losnar í náttúrunni geti verið úr meiri dýpt, af jarðfræðilegum uppruna, frekar en vegna rotnunar í jarðveginum.

Þetta mun vera fyrsta íslenska rannsóknin sem skoðar losun á nitraðri sýru (HONO) úr jarðvegi. 

Fréttir

Strandbúnaður 2018

Spennandi ráðstefna um málefni þörungaræktar, fiskeldis og skelræktar fer fram dagana 19. og 20. mars undir yfirskriftinni Strandbúnaður 2018.

Miklar áskoranir blasa við Íslend­ing­um eins og öðrum jarðarbúum, matvælaframleiðsla til framtíðar er þar á meðal. Þeim fjölgar sem veita því athygli að innan við 5% af heildarmatvæla- og fóðurframleiðslu heimsins kemur úr höfum og vötnum, þó svo þau þeki um 70% af yfirborði jarðarinnar. Því er vert að horfa til þess að nýta vatn betur til matvælaframleiðslu og þar kemur strandbúnaður sterkur inn, þannig spilast saman sjötta heimsmarkmiðið –  hreint vatn og salernisaðstaða  – og það fjórtánda –  líf í vatni  – við annað heimsmarkmiðið –  ekkert hungur. Atvinnugreinar sem byggjast á hagnýtingu auðlinda á og við strendur landsins geta sannarlega liðkað til við lausn þeirra áskorana sem við okkur blasa. Fæðuöryggi heimsins getur styrkst með hinni svokölluðu bláu byltingu – fæðuframframleiðslunni – í vatni – þ.m.t. við ströndina.

Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að færa hugtakið aquaculture yfir í íslenskan búning. Fiskeldi fjallar fyrst og fremst um ræktun fiska, eldi á skeldýrum eða ræktun og nytjar þörunga falla þar ekki undir. Lagareldi vísar til eldis í vökva, það hugtak hefur ekki leyst landfestar. Strandbúnaður er samheiti yfir atvinnugreinar sem tengjast nýtingu land- og/​eða sjávargæða í og við strandlengju landsins, hvort sem um ræktun eða eldi er að ræða, rétt eins og landbúnaður vísar til þess að yrkja jörðina, rækta dýrategundir og hafa nytjar af því sem dýrin gefa af sér. Merkja mátti á fyrstu ráðstefn­unni, fyrir ári, að nafnið strandbúnaður gæti fest í sessi.

Mikilvægt er að fyrir hendi sé opinn vettvangur fyrir faglega og fræðandi rökræðu um brýnustu og mikilvægustu úrlausnarefnin fyrir atvinnugreinarnar sem hagnýta auðlindir og gæði á, við og fyrir ströndum landsins. Atvinnu­greinarnar sem umræðir eru fiskeldi, þörungaræktun og skelræktun. Hagaðilar hafa tækifæri til að ráða ráðum sínum á ráðstefnunni Strandbúnaður 2018 sem fram fer á Grand Hótel dagana 19. og 20. mars nk. Ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmála mun setja ráðstefnuna. Strandbúnaður 2018 er öllum opinn, þar verður rætt sérstaklega um, á skilgreindum málstofum; siðferði, velferð, möguleika til landeldis á laxi, hvort laxalús sé „upprennandi“ vandamál, örlög íslenskrar skelræktar í ljósi samkeppni við lifandi innflutta skel, nýtingu smáþörunga sem byltingu í framleiðslu lífrænna efna og að eldi sé meira en lax. Á meðal málstofanna er uppskeruhátíð rannsókna og að lokum verður rætt um heilbrigði í strandbúnaði með undirtitlinum verk og vitundarvakning.

Í öllu ræktunarstarfi þar sem maðurinn nýtir land- eða hafsvæði sér til hagsbóta geta vaknað spurningar um hvað sé siðferðislega rétt að ganga langt með tilliti til umhverfis, siðferðis og ekki síst velferðar lífveranna sem aldar eru. Þessar vangaveltur eiga rétt á sér í tengslum við þær atvinnugreinar sem falla undir strandbúnað sem og aðrar greinar þar sem lífverur eru ræktaðar til manneldis. Ráðstefnum Strandbúnaðar er ætlað að vera vettvangur uppbyggilegra umræðna um atvinnugreinarnar og í opnunarmálstofunni gefst tækifæri til að ræða þessi álitamál. Þar verður fjallað um efnistökin út frá sjónarhóli siðfræðinnar, friðunar landsvæða, möguleg víti til varnaðar verða skoðuð og horft til mögulegra fyrirbyggjandi aðgerða.

Í ljósi þess að rannsók­ir leggja af mörkum þekkingu sem styður við atvinnuuppbyggingu er sérstök málstofa helguð afrakstri rannsókna og þróunar sem m.a. hefur verið fjármögnuð af AVS Rannsóknasjóði í sjávarútvegi, Umhverfissjóði sjókvíaeldis, Tækniþróunarsjóði, norrænum sjóðum, evrópskum sjóðum og hagaðilum. Þar verða nokkur dæmi þess hvernig ný þekking hefur verið hagnýtt í þágu íslensks atvinnulífs til verðmætasköpunar í strandbúnaði reifuð og jafnframt gefin dæmi um sóknartækifæri á því sviði. Mikilvægt er að vel takist til við innleiðingu nýrrar þekkingar í rekstri fyrirtækja svo hámarka megi áhrif fjárfestingarinnar sem lögð hefur verið í rannsókna-, nýsköpunar- og þróunarvinnuna.

Í málstofunni um heilbrigði strandbúnaðar verður m.a. fjallað um; hverjar eru stærstu áskoranirnar, hvar og hvað má gera betur og hvaða nýjung­ar má sækja í reynslubanka nágranna okkar til þess að nýta þær aðstæður sem eru taldar hagfelldar til að auka framleiðslu matar frá fiskeldi og öðrum strandtengdum greinum.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. mars 2018

Fréttir

Skýr framtíðarsýn – miklir möguleikar

Sjálfbærnimarkmið Sameinuðu þjóðanna, Heimsmarkmiðin, eru 17 talsins. Hið níunda lýtur að uppbyggingu sterkra innviða, að stuðlað sé að sjálfbærri iðnvæðingu fyrir alla og hlúð að nýsköpun. Stefnt er m.a. að því að endurbæta tæknigetu iðngreina til að ýta undir nýsköpun og fjölgun starfa við rannsóknir og þróun. Í þessu samhengi stefnir Ísland á að auka framlög opinbers- og einkaframtaks til rannsókna og þróunar í 3% af landsframleiðslu.

Ófá tækifæri felast í nýsköpun. Í samræmi við hina stefnumörkuðu ákvörðun, að leggja fremur áherslu á að auka virði sjávarfangs en að auka magn sjávarfangs hafa Íslendingar unnið að nýsköpun við nýtingu auðlinda tengdum vatni, en fjórtánda heimsmarkmiðið snýr að lífi í vatni. Með þróun sem byggir m.a. á innleiðingu rannsóknaniðurstaðna hafa framfarir átt sér stað í íslenskum sjávarútvegi. Umbætur í vinnslu sem miða að aukinni nýtingu hráefna auka framboð á næringarríkum matvælum sem dregur úr freistingum að taka um of úr viðkvæmum stofnum.

Kennsla, fræðsla og vöndun verklags í allri virðiskeðju matvæla styður ábyrga neyslu sem hjálpað getur til við minnkun sóunar í samræmi við tólfta heimsmarkmiðið.

Nýliðun í atvinnugreinum má meta með fleiru en fjölda nýrra fyrirtækja. Taka má með í reikninginn nýja og öfluga, oft á tíðum vel menntaða, starfsmenn. Einnig endurnýjast atvinnugreinar að nokkru leyti þegar hæfileikaríkt fólk leggur stund á að þróa atvinnugreinar með nýjum sprotum. Í stað þess að keppa innbyrðis í hefðbundinni framleiðslu, eru tækifæri fólgin í því að skapa nýja hluti, hleypa nýjum straumum af stað út í samfélagið. Við erum giska góð í því sem við gerum, en við þurfum að gera meira. Við þekkjum veiðar og vinnslu bolfisks, okkar helstu uppsjávarfisktegunda og nokkurra skelfisktegunda. Þó enn sé margt sem við höfum ekki gengið úr skugga um sem snertir hráefnishlið virðiskeðju sjávarfangs, er lengra í land á markaðshlið keðjunnar, ekki síst þegar kemur að óhefðbundnum vörum, s.s. fæðubótarefnum. Greining á hvötum og áætlun um viðbragð við breytingum er varða viðhorf og væntingar neytenda á eftirsóknarverðum mörkuðum mæta oft afgangi þegar áherslan er á framleiðslu fremur en eftirspurn.

Atvinnulífið í landinu hefur hag af því að til staðar séu innviðir og þekking sem nýtist við þróun þess og til að takast á við og leysa úr áskorunum sem upp kunna að koma. Í viðleitni til að vera fært um að mæta þörfum atvinnulífsins hefur Matís vaxið ár frá ári, fremur en að takmarka umfang starfseminnar við fjárhæð þjónustusamnings félagsins við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR). 

Rík áhersla hefur verið lögð á innlent og alþjóðlegt samstarf og sókn í rannsóknafjárfestingu sem nýst hefur í þróunarvinnu og hefur skilað m.a. nýjum tækjabúnaði, vörum og/eða stuðlað að aukinni hagkvæmni og hagræðingu í vinnslu sjávarfangs. 

Fjárhæðir eða hlutfall landsframleiðslu sem varið er til nýsköpunar eru ekki einu mælikvarðarnir sem hægt er að leggja á nýsköpun og þróun. Mikilvægt er að fyrir liggi að hverju sé stefnt og hvernig meta eigi það sem gert er. Sumir styðjast við mælikvarða sem tengjast þekktum viðfangsefnum vísindastarfs, s.s. fjölda birtra greina eða tilvitnana í þær greinar sem birst hafa á vegum viðkomandi án þess að slíkt tryggi hagnýtingu þekkingarinnar. Fjöldi verkefna sem unnið er að getur reynst mótdrægur mælikvarði hvar of mikil orka kann að fara í utan utanumhald fremur en vísindastarf.

Starfsmenn Matís  hafa tengt aukið útflutningsverðmæti, XDR fyrir hvert aflað kg úr sjó, við stofnun og starfsemi AVS Rannsóknasjóðs í sjávarútvegi og Tækniþróunarsjóðs, eins og sjá má hér að ofan. Stuðningur þessara lykilsjóða við nýsköpunarverkefni hefur stuðlað að þróun virðiskeðju íslensks sjávarfangs. Markaðsaðstæður og aflasamsetning hafa jafnframt mikil áhrif á verðmætamyndun við veiðar og vinnslu sjávarfangs. Borið saman við fiskverðsvísitölu Matvæla og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (e. FAO Fish Price Index) sem er birt reglulega í Food Outlook, má sjá vísbendingar um mun á þróun verðmætasköpunar í íslenskum sjávarútvegi og þróunar fiskverðs skv. FAO og til frekari glöggvunar er hér að ofan jafnframt dregin upp lína sem sýnir þróun útflutningsverðmæta færeysks sjávarútvegs. 
En er ástæða til að spyrja hvort við séum of værukær eða hvort við höfum dreift athyglinni of víða? Litið til hagtalna má sjá að verðmætaaukningin stígur ekki jafn hratt frá 2011 og á fyrstu árum í starfsemi áðurnefndra sjóða. Frekar má segja að flökt sé á útflutningsverðmæti íslensks afla á síðustu árum en vöxtur. Árið 2011 var hæstri fjárheimild veitt af fjárlögum í AVS. Á fjárlögum yfirstandandi árs er fjárheimild AVS innan við 44% af því sem mest var. Það er ekki tryggt að við getum búist við viðlíka fjölda af nýjungum í tengslum við íslenskan sjávarútveg á næstunni.

Ætla má að nú sé mögulegt að bæta um betur og auka verðmætasköpunina enn frekar, nýta það sem komið er sem vogarafl fyrir þróun til framtíðar. Rétt eins og við rifum íslenskan sjávarútveg upp frá því sem var árinu 2003, hvar segja má að stöðugleiki hafi einkennt útflutningsverðmæti aflaðra fiska, fram að því þegar verðmætaaukningar varð vart, er tækifæri til að gera enn betur en við höfum gert á nýliðnum árum. Því þó AVS hafi rýrnað hafa framlög til Tækniþróunarsjóðs og nýsköpunar í formi skattafrádráttar aukist. Það er undir hagaðilum í sjávarútvegi komið að nýta þau tækifæri.

Rétt eins og vogaraflið gerir kleift að hreyfa við hlutum umfram það sem hver og einn ræður óstuddur við má með samstarfi ná fram árangri í verðmætasköpun sem stuðlar að velmegun og velferð. Matís hefur nýtt fjármuni úr þjónustusamningi við ANR til að sækja fé til stórra verkefna í þágu þróunar íslensks atvinnulífs og samfélags. Undanfarin ár hefur Matís aflað 2,7 króna tekna úr samkeppnissjóðum og í beinni sölu á þjónustu á móti hverri krónu frá ANR. Vonandi er áður nefnt flökt útflutningsverðmæta ekki bein afleiðing kröfunnar um ábyrgan rekstur Matís og aukinnar umsýslu verkefna í kjölfar þeirrar áherslu að starfsmenn fjármagni fyrirtækið með mótun verkefna sem nýtast atvinnulífinu.

Innviðir atvinnulífsins geta hvatað þróun, séu þeir góðir en hamlað henni ef svo er ekki. Rekstur Matís hefur vakið athygli. Nú kanna færeysk stjórnvöld möguleika þess að koma á fót starfsemi þar í landi í líkingu við Matís. Séu menn sáttir við reynsluna af rekstri Matís væri ákjósanlegt að nýta drifkraftinn sem einkennt hefur starfsemina og endurspeglar tvö af gildum félagsins, sköpunarkraft og frumkvæði, í áframhaldandi samstarfi til að auka verðmætasköpun enn frekar. Þannig má stuðla að sjálfbærum vexti samfélaganna í landsbyggðunum hringinn í kringum landið í anda ellefta heimsmarkmiðsins.

Greinin birtist fyrst í Sóknarfæri – Frumkvæði og fagmennska í íslenskum sjávarútvegi  – 16. febrúar

Fréttir

Dr. Shima Barakat, byggingaverkfræðingurinn sem vann að byggingu lestarkerfisins í Cairo, er á leið til landsins

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Hver stórviðburðurinn á fætur öðrum hjá Matís | Í síðustu viku var yfirmaður hjá einum frægasta viskíframleiðanda í heimi hér á landi vegna ráðstefnu sem haldin var í höfuðstöðvum Matís í Reykjavík. Í þessari viku er EiT Food nýsköpunarvika og í tengslum við hana mæta til landsins um 20 erlendir nemendur ásamt prófessorum sem tengjast nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í Evrópu og víðar. Auk þess eru um 10 íslenskir nemendur sem taka munu þátt.

Einn þessara prófessora er Dr. Shima Barakat en hún er meðal annars þekkt fyrir að hafa tekið þátt í byggingu lestarkerfisins í Cairo en undanfarin ár hefur hún starfað við nýsköpun við Cambridge háskólann í Bretlandi. Mikill fengur er að fá Dr. Barakat til landsins.

EiT Food nýsköpunarvikan (e. EiT Venture Week), fer fram hér á landi í næstu viku, 12.-17. mars í tengslum við Hönnunarmars.  Vikan gengur út á að nemendur, með stuðningi frá kennurum við Háskóla Íslands, Listaháskóla Íslands, Cambridge háskóla og VTT í Finnlandi, nýti þekkingu sína og reynslu til þess að skapa nýja hugsun, koma með nýjar hugmyndir og hugtök sem leiða af sér nýjar lausnir þegar kemur að því að nýta auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti. Efnistökin eru engin tilviljun enda er horft til Íslendinga þegar kemur að sjálfbærri stjórnun auðlinda hafsins.

Nánari upplýsingar veita Guðjón Þorkelsson, 858-5044, og Björn Viðar Aðalbjörnsson, 696-2911, en einnig má finna upplýsingar á heimasíðu nýsköpunarvikunnar.

Fréttir

Nýtum tækifæri framtíðar með nýsköpun

„Forsenda þess að landbúnaður geti nýtt tækifæri framtíðarinnar er jafnvægi í framleiðslu, skilvirkt eftirlit og nýsköpun“ / Þessi fyrirsögn er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og eru orð að sönnu. En hvað þýðir hún? Hvert er samhengi tækifæra framtíðar, jafnvægis í framleiðslu, skilvirks eftirlits og nýsköpunar? Þessu þarf að svara og það verður einvörðungu gert með því að móta skýra stefnu um matvælaframleiðslu á Íslandi að sögn Hrannar Ólínu Jörundsdóttur, Guðjóns Þorkelssonar og Sveins Margeirssonar.

Það þarf að svara spurningunni: „Hvað viljum við í raun að íslenskur landbúnaður geri?“ Í þessu samhengi viljum við benda á vinnu sem unnin var vegna atvinnustefnu á árunum 2012–2013 og vegna lífhagkerfisstefnu á árunum 2015–2016, sem fjöldi bænda kom að. 

Hvernig geta margar þúfur velt þungu hlassi? 

Íslenskur landbúnaður er lítil atvinnugrein. Í dag eru framleidd um 4.000.000.000 tonna af matvælum á heimsvísu. Íslenskur landbúnaður er af stærðargráðunni 200.000 tonn (um 0,005% af heimsframleiðslu). Flestir íslenskir bændur myndu teljast smábændur í alþjóðlegum samanburði og rannsókna-og nýsköpunarumhverfið er dvergvaxið og í raun tiltölulega illa samhæft, þó margt standi til bóta í þeim efnum að okkar mati. Samhengi rannsókna og virðiskeðju landbúnaðarafurða er auk þess ekki skýrt og allt of algengt að bolmagn rannsókna sé ekki nægilegt til að hafa raunveruleg áhrif á hag bænda og annarra frumkvöðla í virðiskeðjunni. Þessu þarf að breyta, með aðferðum gírunar (e. leverage). Dæmi um gírun eru einstaklingar sem nota lántökur sem vogarafl (e. lever) til þess að ná meiru fram en þeim einum væri mögulegt. Aðföng frá einstaklingum og sambýlisfólki eru lögð við aðföng frá fjármálastofnun og niðurstaðan er að fjölskylda getur komið þaki yfir höfuðið og þar með velt þungu hlassi. Fyrir bændur og landbúnað gilda sömu lögmál. Ráðuneyti og ríkisaðilar þurfa að leggja saman krafta sína og vinna þvert á sílóskipulag. Einkaaðilar og fjárfestar þurfa að fjárfesta með langtímahagsmuni að leiðarljósi í stað þess að einblína á næsta þriggja mánaða uppgjör. 

Sjálfbær matvælaframleiðsla er hlassið sem þarf að velta 

Sjálfbærni snýst um að framtíðarhagsmunir séu tryggðir en velferð nútímafólks á sama tíma í hávegum höfð. Til þess þarf að skilja og vinna að traustu samhengi efnahags, umhverfis og samfélags. Í þeim efnum er Ísland ekki eyland, enda höfum við áhrif á aðra og aðrir áhrif á okkur. Súrnun sjávar vegna mengunar og dómar EFTA dómstólsins eru tvö dæmi. Þriðja dæmið er árangur Íslendinga í nýsköpun í sjávarútvegi, sem er öðrum þjóðum innblástur til góðra verka. Sá árangur ætti að vera íslenskum landbúnaði innblástur, en stofnun AVS sjóðsins árið 2003 og Tækniþróunarsjóðs árið 2004 voru lykilvörður á þeirri vegferð að ríflega tvöfalda verðmæti á hvert kg afla. Aðrar þúfur sem velt hafa því hlassi eru t.d. heildarsýn á markaðsdrifna virðiskeðju, fjárfestingar í rannsóknum og búnaði og þor til að fara út fyrir rammann og starfa saman þvert á ólík fyrirtæki og stofnanir, með það meginmarkmið að auka verðmæti íslensks sjávarfangs. 

Mun íslenskur landbúnaður bjarga heiminum? 

Íslenskur landbúnaður mun ekki bjarga heiminum frá hungri, en á mikil tækifæri á sérvörumarkaði, þar sem eftirspurn vex hraðar en á öðrum matvörumörkuðum. Lífræn ræktun, uppruni, óspillt land, hrein orka og staðbundin matvælaframleiðsla eru lykilorð. Lykilspurning út frá fæðuöryggi Íslendinga er: Hvað viljum við að íslenskur landbúnaður geti framleitt mikið af matvælum án þess að komi til innflutningur aðfanga? Við erum lítið betur sett, út frá sjónarmiðum fæðuöryggis, ef flytja þarf inn verulegt magn aðfanga til matvælaframleiðslu, en með því að flytja inn sjálf matvælin. Við þurfum að setja okkur markmið um íslenskan landbúnað og móta stefnu til að ná þeim markmiðum. Er Ísland land hráefnisframleiðslu (e. commodities) eða byggjum við ímynd okkar á gögnum um heilnæmi og náttúruvernd og samþættum hagsmunum ferðaþjónustu við hagsmuni landbúnaðar og sjávarútvegs? Ætlumst við til þess að veitingastaðir hafi íslensk matvæli og íslenska tungu í fyrirrúmi? Við þurfum að ákveða hver skal stefnt. Innan ramma stefnumörkunar þarf að gefa frumkvöðlum frjálsræði til að láta reyna á nýjar lausnir, til að takast á við breytta tíma og breytta hugsun. Reynsla og innviðir sem byggðir hafa verið upp þurfa að nýtast til framtíðar. Við þurfum að skilja hverjir eru lykilsamstarfs og hagaðilar í nútíð og framtíð og miðla með skýrum hætti þeim aðgerðum sem ráðast þarf í. Þær aðgerðir þurfa að taka mið af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun (e. Sustainable Development Goals) og Parísarsáttmálanum.

Áhættumat er grundvöllur skynsamlegrar matvælastefnu 

Aukin eftirspurn eftir matvælum á heimsvísu mun líklega ýta matvælaverði upp á við. Landverð fer hækkandi víðast hvar, ræktarland minnkar vegna gróðurhúsaáhrifa og öfgafull veður valda uppskerubresti. Allt eru þetta áhættuþættir þegar kemur að fæðuöryggi og sveiflum á matvælaverði. Sýklalyfjaþol baktería er raunveruleg áhætta og án þess að falla í gryfju einangrunarhyggju, eigum við að ræða opinskátt kosti þess að ýta undir fjölbreytta matvælaframleiðslu með fæðuöryggi, byggðaþróun og lýðheilsu að markmiði. Felast tækifæri í að auka frjálsræði í slátrun og heimavinnslu lambakjöts og markaðssetningu afurðanna til ferðamanna og annarra í nærumhverfinu? Felst raunverulega í slíku fyrirkomulagi óásættanleg áhætta þegar vísindalegum aðferðum áhættumats er beitt?

Áhættumat er grundvöllur skilvirks eftirlits 

Traust er grundvöllur viðskipta og viðhorfs neytenda. Það tekur langan tíma að byggja upp en skamman tíma að brjóta niður. Skilvirkt eftirlit er ein forsenda þess að byggja upp traust og sýna fram á gæði íslenskrar matvælaframleiðslu og heilindi innan virðiskeðjunnar. Til að eftirlit geti verið skilvirkt þarf að framkvæma vísindalegt, óháð áhættumat. Slíkt áhættumat gerir greinarmun á stórum framleiðslueiningum og minni einingum og á eðli dreifingar matvæla. Það gerir í raun eftirlit sanngjarnara, ef svo má að orði komast, þar sem tekið er tillit til mismunandi aðstæðna, án þess að öryggi fólks sé stofnað í hættu.

Áhættumat er grundvöllur nýsköpunar

Nýsköpun er drifkraftur sjálfbærs efnahagslegs vaxtar. Með vísindalegu áhættumati er lagður grunnur að fjölbreytni og sveigjanleika í regluverki, sem er forsenda þess að nýsköpun dafni. Með nýrri hugsun og innleiðingu tæknilausna getum við minnkað umhverfisáhrif af framleiðslu íslenskra landbúnaðarvara, dregið úr innflutningi aðfanga, aukið verðmæti og fjölbreytileika afurða og bætt arðsemi. Víða um sveitir landsins er frábært rekstrarfólk, frumkvöðlar og hugsjónafólk. Þessu fólki þarf að gefa rými til athafna og gæta þess að innviðir og stuðningskerfi nýsköpunar sé samhæft raunverulegum aðstæðum. Til að nýsköpun nái flugi þarf íslenskur landbúnaður svo að vera spekisegull á fjölbreyttari þekkingu, s.s. skapandi greinar, matvælafræði, líftækni, upplýsingatækni og verkfræði og taka mið af tækifærum og ógnunum. Skynsamleg landnýting, innleiðing tækninýjunga, uppbygging ímyndar á grundvelli alúðar fyrir umhverfinu og framleiðsla afurða sem byggja á aðgangi að hreinu vatni er drifkraftur til vaxtar og þróunar íslensks atvinnulífs og samfélags. 

Nýsköpun er forsenda jafnvægis í framleiðslu

Jafnvægi í framleiðslu þýðir ekki að framleiðsla sé ávallt eins. Þvert á móti. Jafnvægi eftirspurnar og framleiðslu næst einungis fram með vöruþróun sem tekur mið af væntingum og þörfum neytenda. Vöruþróun hefur líka áhrif á umhverfisálag framleiðslu, sem í grundvallaratriðum er margfeldi mannfjölda, neyslu á mann og umhverfisáhrifa á framleidda einingu. Okkur fjölgar og neysla á mann eykst í heiminum (þar eru Íslendingar framarlega í flokki). Á móti þessu þarf að vinna með nýsköpun og bættri nýtingu auðlinda, til að valda minni umhverfisáhrifum á framleidda einingu og draga úr sóun. Frábær dæmi um slíka nýsköpun eru að nýting á þorski sé nærri 80% í dag og að íslensk fiskveiðiskip noti um 40% minni olíu í dag en 1990. Þetta er hægt! Með vísindalegu áhættumati er hægt að stýra eftirliti í átt að mikilvægum eftirlitsstöðum og miðla með skýrum hætti til samfélagsins hver áhætta af neyslu og framleiðslu matvæla er. Út frá áhættumati er mögulegt að taka ákvarðanir um hvað skuli leyfa og hvað skuli banna eða takmarka (t.d. innflutning á hráu/fersku kjöti). Í sumum tilvikum getur takmörkuð áhætta verið ásættanleg, ef t.d. markmiðum um aukna sjálfbærni matvælaframleiðslu er náð. Án áhættumats er slík áhættustjórnun hinsvegar illframkvæmanleg og þar með dregið úr möguleikum til nýsköpunar og aukinnar sjálfbærni. Dæmi um slíkt er að nýting hráefna sem skilgreind hafa verið sem úrgangur (e. waste) er með öllu óheimil til matvælaframleiðslu. Tilraunir íslenskra frumkvöðla og Matís með notkun skordýra til fóðurframleiðslu hafa steytt á skeri m.a. vegna slíkra reglna. Í þessum efnum þurfum við að hugsa út fyrir kassann og horfa til þess hvernig við sameiginlega stefnum að fullnýtingu hráefna með verðmætasköpun um allt land að markmiði, án þess þó að stefna heilsu fólks í óásættanlega hættu. 

Þekking er forsenda nýsköpunar

Til að landbúnaður á Íslandi geti þróast og raunverulega lagt sitt lóð á vogarskálar í átt að aukinni sjálfbærni þarf hann að vera spekisegull. Skapa þarf aðstæður sem kalla öflugt fólk til bústarfa, uppskeru og vinnslu, vöruþróunar, markaðssetningar og nýsköpunar almennt. Í þessu samhengi spila reynsla bænda og menntakerfið, sem í dag er alþjóðlegt, lykilhlutverk. Framleiðsluhugsun 20. aldar er á undanhaldi vegna lýðfræðilegra breytinga og umbyltinga í tækni. Hlutverk framtíðarbóndans verður ekki síst að tileinka sér og beita nýrri þekkingu og tækni, til að bæta aðstæður sínar, meðhöndlun hráefna, meðferð lands og koma til móts við þarfir neytenda. Það er engin ástæða til íhaldssemi í þeim efnum, nærtækara er að rækta samband framtíðarbóndans og annarra samfélagsþegna með aukinni áherslu á uppruna hráefna, handverk og samspil ímyndar matvælalandsins Íslands og ferðamannalandsins Íslands. Samhengi verður að vera í ræktun lýðs og lands. Slæm meðferð á landi og mengun eru ógnun við framleiðslu heilnæmra matvæla, næringaröryggi og orðspor Íslands. Slíkt stuðlar að verri lýðheilsu og þar af leiðandi auknum kostnaði við heilbrigðiskerfið og mun til framtíðar sliga skattborgarana. Þess vegna má ekki spara eyrinn en kasta krónunni þegar kemur að ákvörðunum um nauðsynlega fjárfestingu í nýsköpun matvælaframleiðslu, bændum og Íslendingum öllum til heilla

Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu þann 8. mars 2018

Fréttir

Áhugaverð frétt um vín úr mjólk

Laugardalskvöldið 3. mars var skemmtileg umfjöllun í fréttum Stöðvar 2 um hvernig MS er að breyta mysu í vín en MS er í samstarfi við nokkra aðila um þetta áhugaverða verkefni, þar á meðal Matís og Auðhumlu, sem styrkir verkefnið í gegnum Mjólk í mörgum myndum

Um verkefnið

Markmið verkefnisins er að vinna verðmæti úr mysuvökva sem er fargað í dag. Við vinnslu ostamysu falla árlega til um 50 milljón lítrar af mysuvökva sem inniheldur 5-6% mjólkursykur. Þessa afurð má nýta til að framleiða tvær milljónir lítra af etanóli. Framleiðsluleiðir á etanóli úr mysu eru þekktar en lykilskref í hámarks afköstum eru ekki tiltæk. Tilgangur verkefnisins „Mysa í vín“ er að þróa hagkvæmasta framleiðsluferilinn við að umbreyta mysu í etanól fyrir íslenskar aðstæður. Verðmæti afurðanna getur verið um 150 milljónir ef þær eru seldar sem iðnaðar-etanól. Mun hærra verð fæst ef etanólið er selt til neyslu. Fyrirtæki sem framleiða áfenga drykki úr íslenskri náttúru og innfluttu etanóli, hafa mikla þörf fyrir íslenskt etanól til markaðssetningar. Verðmætið etanólsins gæti verið allt að þrír milljarður sem vínandi t.d. „Kusu-Vodki“ sem ætlunin er að þróa, eða sem líkjörar. Umhverfislegur ávinningur af verkefninu er verulegur þar sem förgun mysuvökva eykur lífrænt álag á umhverfið.

Frétt Stöðvar 2 um verkefnið.

IS