Fréttir

Viðburðir

EIT Food Inspire – sumarskólar í nýsköpun 2021

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tilgangur Inspire sumarskólanna á vegum EIT Food er að þjálfa nemendur og ungt fólk á vinnumarkaði í nýsköpun og að verða frumkvöðlar. Nemendur verða þjálfaðir í vöruþróun og gerð viðskiptaáætlana um nýja hugmyndir og ný tækifæri sem tengjast atriðum sem eru efst á baugi í tengslum við matvæli í heiminum í dag. Þannig eru þeir undirbúnir til að takast á við þær áskoranir og breytingar sem fram undan eru í matvælaframleiðslu á næstu áratugum. Árið 2021 er boðið upp á 6 sumarskóla en hver þeirra tekur um 3 vikur. Matís mun taka þátt í sumarskólum um fiskeldi og nýja próteingjafa í matvælum sem fara fram síðla sumars. 

Nú þegar hefur verið opnað fyrir umsóknir í sumarskóla um nýja próteingjafa framtíðarinnar!

Hvetjum meistara- og doktorsnema til að kynna sér sumarskóla eit og vekjum athygli á því að flestir háskólar meta þessi námskeið inn sem 4 ECTS einingar. 

Frekari upplýsingar: https://www.eitfood.eu/projects/inspire

// English version //

Protein for Future – summer school 2021.

Do you want to develop new ideas on the future proteins in our diet to counteract some of the causes of climate change through entrepreneurial capacity training in a 3 week summer school starting August 16th and ending September 3rd? 

You will be taught how new and alternative proteins, like plant, cell and insect based proteins, can be integrated in our food systems. You will work and be coached in teams. You will end up in new business ideas that will be pitched in front of professional jury. Critical questions on how to develop a sustainable future food system will be addressed. How can new and alternative food proteins be integrated in our food systems? What are the technological obstacles, and what are the regulatory and consumer/market related  barriers?  How do we design and develop alternative proteins and how can we develop and formulate alternative protein based food products.

More information: https://www.eitfood.eu/projects/inspire