Fréttir

North Atlantic Seafood Forum ráðstefnan afstaðin

Þjónustuflokkur:

Aðrir þjónustuflokkar

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

North Atlantic Seafood Forum (NASF) ráðstefnan fór fram dagana 8.-10. júní sl. en á ráðstefnunni voru fluttir 160 fyrirlestrar í 18 málstofum um hin ýmsu málefni er snúa að sjávarútvegi og fiskeldi.

Umræðuefni á ráðstefnunni voru fjölbreytt en sem dæmi um efnistök voru haldnar málstofur um:

  • Áhrif laxalúsar á fiskeldi
  • Fiskeldisfóður og þróun þess
  • Framboð og eftirspurn í fiskeldi
  • Nýjar framleiðsluaðferðir í fiskeldi
  • Framboð og markaðir fyrir hvítfisk
  • Konur í sjávarútvegi
  • Framboð og eftirspurn í rækju
  • Fjárfestingar í sjávarútvegi
  • Framboð og markaðir uppsjávartegunda
  • Umfjöllun um lykilmarkaði fyrir sjávarafurðir
  • Sjálfbærni og sjávarafurðir

Íslensk fyrirtæki og fyrirlesarar voru nokkuð áberandi á ráðstefnunni. Þar má meðal annars nefna ræðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um sjálfbærni og sjávarútveg, fyrirlestur Jóns Birgis Gunnarssonar frá Völku um flökun fyrir dauðastirðnun, fyrirlestur Guðbjargar Heiðu Guðmundsdóttur frá Marel um stafræna byltingu í virðiskeðju fiskeldis og fyrirlestur Þórs Sigfússonar frá Sjávarklasanum um nýtingu aukahráefna.

Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast hér.

Ráðstefnan fór fram á netinu og er nú möguleiki fyrir þá sem misstu af ráðstefnunni að kaupa aðgang að fyrirlestrunum. Gjaldið fyrir þann aðgang er 100 EUR.

Þau sem hafa áhuga á að kaupa slíkan aðgang geta haft samband við Jónas R. Viðarsson í gegnum netfangið jonas@matis.is