Skýrslur

Veiðar, vinnsla og markaðssetning á hafkóngi / Catching, processing and marketing of Neptune whelk

Útgefið:

01/10/2018

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Lúðvík Börkur Jónsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður (smáverkefni S 12 002-12)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Veiðar, vinnsla og markaðssetning á hafkóngi / Catching, processing and marketing of Neptune whelk

Hafkóngur (Neptunea despecta) er kuðungur sem líkist beitukóng, en er þó nokkuð stærri og heldur sig yfirleitt á meira dýpi. Talið er að hafkóngur sé í veiðanlegu magni víða hér við land og að stofninn þoli töluverða veiði. Hafrannsóknarstofnun hefur skráð upplýsingar um hafkóng úr humarleiðöngrum til fjölda ára sem benda til talsverðs þéttleika víða í kringum landið. Árið 2012 fékk Sægarpur ehf. á Grundarfirði styrk frá AVS rannsóknarsjóð í Sjávarútvegi til að kanna möguleika á veiðum, vinnslu og útflutningi á hafkóngi. Um var að ræða svokallað smáverkefni eða forverkefni. Verkefninu var skipt upp í verkþætti er sneru að kortlagningu útbreiðslu og tilraunaveiðum, vinnslutilraunum, efnamælingum og markaðsrannsókn. Svo fór hins vegar að Sægarpur ehf. varð gjaldþrota á verkefnistímanum og segja má að verkefnið hafi að nokkur leyti dagað uppi í framhaldi af því. En þar sem stórum hluta verkefnisins var lokið þegar Sægarpur fór í þrot þykir höfundum nú rétt og skylt að greina opinberlega frá framgangi og helstu niðurstöðum verkefnisins. Þar að auki er hér greint frá þeim tilraunum sem fyrirtækið Royal Iceland hf. hefur staðið að í tengslum við veiðar og vinnslu á hafkóngi, en Royal Iceland keypti eignir þrotabús Sægarps árið 2014 og hefur frá þeim tíma meðal annars stundað veiðar og vinnslu á beitukóngi. Helstu niðurstöður kortlagningar útbreiðslu og tilraunaveiða voru heldur takmarkaðar, þar sem upplýsingar um hafkóng sem meðafla við aðrar veiðar eru af skornum skammti og tegundinni hefur verið gefinn lítill gaumur við rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar. Tilraunaleiðangur sem verkefnið stóð fyrir skilaði einnig mjög litlum niðurstöðum. Niðurstöður vinnslutilrauna sýndu að unnt er að fjarlægja eiturkirtla hafkóngsins og að mögulegt er að mæla hvort tetramine (eitrið) finnist í afurðum, en það útheimtir hins vegar ærinn tilkostnað. Niðurstöður grunn-markaðskönnunar benda til að hægt sé að selja hafkóngsafurðir, þá sér í lagi á vel borgandi mörkuðum í Asíu. En þar sem hafkóngurinn er ekki þekktur á mörkuðum í Asíu og það er alltaf til staðar hætta á tetramine eitrunum, þá er markaðssetning á afurðunum miklum vandkvæðum bundin. Ljóst er að þörf er á umtalsvert meiri rannsóknum í allri virðiskeðjunni áður en unnt er að fullyrða nokkuð um hvort og hve mikil tækifæri liggja í veiðum og vinnslu hafkóngs hér á landi.

Neptune whelk (Neptunea despecta) is a gastropod that looks a lot like the common whelk, but is though considerably larger and is usually found in deeper water. Neptune whelk is believed to be in significant volume in Icelandic waters, but concreate knowledge on stock size and distribution is however lacking. In 2012 the company Sægarpur ltd., which was during that time catching, processing and exporting common whelk, received funding from AVS research fund to do some initial investigation on the applicability of catching, processing and marketing Neptune whelk. Sægarpur did however run into bankruptcy before the project ended. The project has therefore been somewhat dormant since 2013. The company Royal Iceland ltd. did though buy the bankrupt estate of Sægarpur and has to a point continued with exploring opportunities in catching and processing Neptune whelk. The authors of this report do now want to make public the progress and main results of the project, even though the project owner (Sægarpur) is no longer in operation. The project was broken into three parts i.e. mapping of distribution, processing experiments and initial market research. The main results of the mapping exercise showed that very little knowledge is available on distribution of Neptune whelk in Icelandic waters and data on Neptune whelk by-catches is almost noneexistent. The Marine Research Institute has as well awarded very little attention to the species in its research. The project organised a research cruse, where a fishing vessel operating a sea cucumber dredge tried fishing for Neptune whelk in 29 different locations; but with very little success. The results of the processing experiments showed that it is possible to remove the poison glands from the Neptune whelk, bot mechanically and manually. It also showed that the products can be measured for the presence of tetramine (poison). Both the processing and the measurements do however require significant efforts and cost. The initial marketing research indicated that there are likely markets for Neptune whelk products. These markets are primarily in Asia and some of them are high-paying markets. The efforts of Royal Iceland in marketing the Neptune whelk have though shown that this is a difficult product to market, especially because the Neptune whelk is unknown on the Asian markets and there is always a possibility of a tetramine poisoning. It is clear that much more research is necessary throughout the entire value chain before it is possible to say with level of certainty if and how much opportunities are in catching and processing of Neptune whelk in Iceland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum / Health bars with fish proteins – development and marketing

Útgefið:

01/09/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Sóley Ósk Einarsdóttir

Styrkt af:

AVS (V 13 012‐13)

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum / Health bars with fish proteins – development and marketing

Markmið verkefnisins var að þróa og markaðssetja orkustangir sem innihalda fiskprótein. Á þann hátt myndast breiðari grundvöllur fyrir próteinafurðir MPF Ísland í Grindavík úr aukahráefni fisks. Framkvæmd verkefnisins gekk ágætlega fyrir sig og voru mismunandi tegundir orkustanga prófaðar, bakaðar og frystar og með mismunandi innihaldsefnum. Ágætis afurðir fengust en engin þótti nægjanlega góð til markaðssetningar en frekari tilraunir eru áætlaðar á grundvelli þeirrar reynslu sem var aflað í þessu verkefni.  

The aim of the project was to develop and market health bars with fish proteins and thereby strengthen the seafood industry in Grindavík the hometown of MPF Iceland and thereby in Iceland.   Different health bars were tried out and developed. Both frozen and baked types were processed but none was evaluated ready for marketing at this stage and further trials are therefore planned based on the presented findings.

Skýrsla lokuð til 01.09.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sjálfbærni í staðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Málþing á Smyrlabjörgum 26.‐27. október 2011. Greinagerð / A seminar on local food production, tourism and sustainability

Útgefið:

01/04/2014

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Fanney Björg Sveinsdóttir, Þorvarður Árnason

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Sjálfbærni í staðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Málþing á Smyrlabjörgum 26.‐27. október 2011. Greinagerð / A seminar on local food production, tourism and sustainability

Málþingið Sjálfbærni ístaðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu var haldið á Smyrlabjörgum í október 2011. Markmið málþingsins var að kynna niðurstöður mælinga á sjálfbærni í Hornafirði sumarið 2011, kynna tengd verkefni og fá fram umræður um það hvernig staðbundin matvælaframleiðsla geti stuðlað að sjálfbærni í ferðaþjónustu, hvernig standa skuli að markaðssetningu staðbundinna matvæla og fá fram hugmyndir að aðgerðum og verkefnum sem stuðla að aukinni sjálfbærni í smáframleiðslu og ferðaþjónustu á Íslandi. Á málþinginu voru 11 framsöguerindi. Hér verður í stuttu máli gerð grein fyrir þeim. Í viðauka er greinagerð sem unnin var í kjölfar málþingsins varðandi upprunamerkingar og markaðssetningu svæðisbundna matvæla.

In October 2011 a seminar on local food production, tourism and sustainability. The aim of the seminar was to report results on sustainability analysis within the Hornafjordur region, introduce related projects and encourage discussions on how local food can support sustainability in tourism, how to market local food and bring forward ideas on actions and projectsthatsupport increased sustainability in small scale production and tourism in Iceland.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Forkönnun á vinnslu og markaðssetningu á íslenskum krabbategundum / Crab; fishing, processing and marketing. Preliminary study

Útgefið:

01/03/2011

Höfundar:

Óli Þór Hilmarsson, Guðjón Þorkelsson, Davíð Freyr Jónsson, Gunnþórunn Einarsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Forkönnun á vinnslu og markaðssetningu á íslenskum krabbategundum / Crab; fishing, processing and marketing. Preliminary study

Verkefnið er forverkefni um tilraunaveiðar og vinnslu á krabba við Suðvesturland. Tilraunaveiðar skiluðu aukinni þekkingu/reynslu á veiðum á kröbbum við strendur Íslands. Þeir krabbar sem veiddust voru grjótkrabbi, bogkrabbi og trjónukrabbi. Unnið var að tillögum að verklags‐ og gæðareglum/leiðbeiningum fyrir krabbaveiðar á Íslandi.   Þróaðir voru verkunarferlar varðandi aflífun á kröbbum. Einnig voru vörur úr öðrum vinnsluferlum kynntar eins og t.d. heilfrystur, soðinn og frystur í heilu einnig hlutaður (cluster) og frystur eða hlutaður, soðinn og frystur. Tilraunamarkaðssetning á krabba á Íslandi tókst vel og betur en gert var ráð fyrir í upphafi verkefnisins.

This was a preliminary study on catching and processing of crab in Southwest Iceland. Knowledge and experience on how, where and when to catch crab was gained. The crabs that were caught were Atlantic rock crab, common shore crab and common spider crab. The first recommendations on procedures and quality guidelines for catching crab were issued.   Processes for killing crab were adapted from other countries and the products were developed e.g. frozen whole crab, boiled and frozen whole crab, portioned (cluster) and frozen or    portioned, boiled and frozen. The preliminary marketing of the crabs in Iceland was more successful than expected.

Skoða skýrslu
IS