Fréttir

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra veitti í dag viðtöku skýrslu Matís um hámörkun aflaverðmætis smábáta

Verkefnið “Smábátar – Hámörkun aflaverðmætis” er stutt er af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi. Auk skýrslunnar hefur starfshópur verkefnisins gefið út bækling og einblöðunga sem dreift hefur verið til allra smábátasjómanna.

Þá er lagt til að verkefninu verði enn fremur fylgt eftir með námskeiðshaldi.

Afli smábáta hefur burði til að vera besta hráefni sem völ er á, þar sem varla er hægt að hugsa sér ferskari fisk en afla dagróðrabáta sem veiða á línu eða handfæri.  Röng meðhöndlun getur hins vegar haft þau áhrif að ekki er unnt að vinna aflann í verðmætustu afurðirnar.  Oft á tíðum þarf þó tiltölulega litlar breytingar á vinnubrögðum til að tryggja að afli smábáta standi undir merkjum sem fiskur af hámarks gæðum.

Smábátar - Hámörkun aflverðmætis

Í tillögum skýrsluhöfunda er horft til þriggja þátta:
Í fyrsta lagi til aukinnar þekkingar allra aðila í virðiskeðju smábátafisks. Á sl. ári voru veiðar stundaðar á rúmlega eitt þúsund smábátum við Ísland og þarf engan að undra að þekking og vinnubrögð á þeim séu breytileg. Auk þess sem þegar hefur verið gert með fyrrnefndri bæklingaútgáfu, blaðaskrifum og erindum á fundum telja skýrsluhöfundar að námskeiðshald meðal smábátasjómanna og annarra sem að málinu koma skili bestum árangri. Stungið er upp á námskeiðum á völdum stöðum víðsvegar um landið og er æskilegt að auk Matís, komi að því verkefni Landssamband smábátaeigenda, Matvælastofnun, Fiskistofa og Reiknistofa fiskmarkaða.

Í öðru lagi þarf að horfa til tæknilegrar útfærslu um borð í smábátum. Plássleysi um borð getur að nokkru leyti staðið í vegi fyrir bestu mögulegu aflameðferð en úr því er hægt að bæta. Mikilvægt er að um borð sé fullkomin aðstaða til blóðgunar með sírennsli af hreinum sjó. Þá er áhersla lögð á kælingu og að aflinn verði ekki fyrir óþarfa hnjaski, hvort sem er við geymslu eða löndun. 

Í þriðja lagi benda skýrsluhöfundar á mikilvægi þess að sjómenn sem vanda frágang njóti góðra gæða í formi hærra verðs á markaði. Í því sambandi er bent á mikilvægi hitastigsmælinga við löndun, stærðarflokkunar og frágangs. Jafnframt þarf að tryggja sem best rekjanleika og upplýsingagjöf með öllum afla.

Tillögur þessar eru í samræmi við það sem fram kemur í skýrslu starfshóps á vegum Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis um bætta nýtingu bolfisks þar sem fjallað er sérstaklega um nýtingu ísfiskafla. 

Skýrsluna í heild sinni má finna hér.

Bæklingar og einblöðungar í tengslum við verkefnið:

Nánari upplýsingar um samstarfið veita Jónas R. Viðarsson og Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís.

Fréttir

Talsvert magn af veiðanlegum kræklingi er að finna í Hvalfirði

Kræklingarækt hefur verið stunduð á tilraunastigi víðsvegar við landið í nokkurn tíma og hafa frumkvöðlar náð tökum á ræktunaraðferðum sem henta fyrir íslenskar aðstæður og fyrstu fyrirtækin eru að hefja uppbyggingu sem byggir á þeirri þróun.

Í Evrópu og Kanada er kræklingarækt rótgróin matvælagrein og njóta Íslendingar góðs af því að hafa aðgang að tækni sem þegar hefur verið þróuð til ræktunar og vinnslu kræklings. Aðstæður hér við land eru þó ekki alltaf sambærilegar og hefur þróunarvinna á Íslandi m.a. falist í að aðlaga tækni að íslenskum aðstæðum.

Kræklingarækt hérlendis hefur að mestu leiti byggt á lirfusöfnun, síðar á framleiðsluferlinu hefur skel verið stærðarflokkuð og sett í sokka sem komið er fyrir í áframrækt á línum í sjó. Aðalmarkmið AVS verkefnisins “Stytting ræktunartíma kræklings” var að þróa og meta ræktunaraðferð sem ekki hefur verið prófuð áður hérlendis, svokölluð skiptirækt. Þessi aðferð felur í sér að villtri smákel (<35 mm) er safnað eftir að hún hefur leitað til botns, hún stærðarflokkuð, sokkuð og látin vaxa á hengjum/sokkum uppi í sjó. Deilimarkmið AVS verkefnisins voru að meta stofnstærð og nýliðunargetu á tilraunaveiðisvæðum smáskelja í Hvalfirði og upptöku kadmíums í kræklingi eftir flutning og í áframræktun.

Niðurstöður þessara rannsóknar leiddu í ljós að talsvert magn af veiðanlegum kræklingi er til staðar í Hvalfirði. Ljóst er þó að uppistaða þess stofns eru stórar skeljar sem ekki henta til áframræktunar. Úr því má bæta með því að grisja stofninn þannig að rými skapist fyrir smáskel að setjast.

Minna fannst af skel í Breiðafirði, en hún var þó smærri en skelin í Hvalfirðinum og hentaði því betur til skiptiræktar. Ágætis árangur náðist af því að rækta þessa skel áfram í Eyjafirði og var hægt að uppskera hana þar að rúmu ári liðnu þar sem hún var búin að ná markaðsstærð. Með lirfusöfnun tekur það skelina 2-3 ár að ná markaðsstærð en með því að safna villtri smáskel er hægt að láta hana ná markaðsstærð á einu ári. Mikil verðmætasköpun gæti falist í því að nýta áður ónýttan stofn og stytta ræktunartíma kræklings um a.m.k. eitt ár. Upptaka kadmíums í kræklingi getur þó verið vandamál eftir flutning og í áframræktun og mikilvægt er að fylgjast með styrk kadmíums í kræklingi áður en hann fer á markað.

Skiptirækt getur líka verið gagnleg sem viðbót við hefðbundna ræktun, sérstaklega ef hefðbundin lirfusöfnun hefur farið forgörðum af einhverjum ástæðum. Niðurstöður þessa verkefnis geta því nýst við fleira en styttingu á ræktunartíma og geta gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu kræklingaræktar umhverfis landið.

Nánari upplýsingar veitir Helga Gunnlaugsdóttir.

Fréttir

Matís sendir ekki út jólakort í pósti en styrkir Kraft

Líkt og undanfarin ár þá sendir Matís ekki út hefðbundin jólakort heldur eingöngu kort á rafrænu formi. Þess í stað styrkir Matís Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Er það ósk Matís að styrkurinn komi að góðum notum og styðji enn frekar við það frábæra starf sem nú þegar fer fram hjá Krafti.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Krafts, www.kraftur.org.

Fréttir

Hitastýring í gámaflutningi ferskra fiskafurða

Í sumarverkefninu Hitastýring í gámaflutningi ferskra fiskafurða, sem unnið var í samstarfi Eimskips og Matís, var hitadreifing í kæligámum mæld og verklag við hleðslu kæli- og frystigáma, sem eru notaðir bæði við flutning á ferskum og frystum vörum, var tekið út.

Hitastýringin sem skoðuð var í verkefninu snýr að geymslu og flutningi á ferskum fisk en hann er mun viðkvæmari fyrir hitasveiflum en fryst vara. Því er mikilvægt að umhverfishita afurðanna í gámnum sé vel stýrt gegnum flutningaferlið.  Niðurstöður Evrópuverkefnisins Chill on og AVS verkefnisins Hermun kæliferla sýna að með vel hitastýrðum sjóflutningi má ná fram mun lengra geymsluþoli  sjávarafurða en fæst í síður hitastýrðum flugflutningskeðjum.

Niðurstöður mælinga sýndu að hitadreifing innan gáma er háð verklagi við hleðslu þar sem loftflæði í gám er misjafnt eftir hleðslumynstri. Hitadreifing í gámum er ekki einsleit og almennt er kaldara við botn og nær kælivél en heitara við loft gáms og næst hurð. Mælingar sýndu einnig að hitastig innan gáms sveiflast með umhverfishita þegar heitt er úti. Taka ber fram að mælingarnar voru gerðar að sumarlagi.

Kæligámar eru hannaðir til að viðhalda lágu loft- og vöruhitastigi innan gámsins en ekki til að kæla niður vörur. Niðurstöður mælinga sýndu fram á mikilvægi forkælingar vöru fyrir hleðslu í gáma en ef henni er hlaðið of heit tekur langan tíma að ná kjörgeymsluhita . Í verkefninu voru skoðaðar mismunandi gámagerðir með það að markmiði að greina hvaða gámagerð henti best til flutninga á ferskum fisk en þar er lágt og stöðugt hitastig mikilvægt. Greina mátti fylgni milli frammistöðu mismunandi gáma og aldurs þeirra.

Hermun kæliferla er einnig styrkt af Tækniþróunarsjóði Rannís (TÞS) og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands.

Nánari upplýsingar veitir Björn Margeirsson.

Fréttir

Forvarnir í þorskeldi – Hélène Liette Lauzon frá Matís ver doktorsritgerð sína

Föstudaginn 17. desember nk. fer fram doktorsvörn við Læknadeild Háskóla Íslands.

Þá ver Hélène L. Lauzon, matvælafræðingur, doktorsritgerð sína „Forvarnir í þorskeldi: Einangrun, notkun og áhrif bætibaktería á fyrstu stigum þorskeldis“ (Preventive Measures in Aquaculture: Isolation, Application and Effects of Probiotics on Atlantic Cod (Gadus morhua L.) Rearing at Early Stages).

Andmælendur eru dr. Einar Ringø, prófessor við Norwegian College of Fishery Science, Faculty of Bioscience, University of Tromsø, og dr. Ágústa Guðmundsdóttir, prófessor við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands.

Leiðbeinandi var dr. Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, sérfræðingur við Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum og aðjúnkt við Læknadeild Háskóla Íslands. Aðrir í doktorsnefnd voru Sigríður Guðmundsdóttir M.Sc., sérfræðingur við Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum, dr. Ragnar Jóhannsson, sérfræðingur hjá Matís ohf, dr. Ólafur S. Andrésson, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og dr. Seppo Salminen, prófessor og forstöðumaður “Functional Foods Forum” við háskólann í Turku í Finnlandi.

Dr. Guðmundur Þorgeirsson, prófessor og forseti Læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í sal 132 í Öskju og hefst klukkan 13:00.

Ágrip úr rannsókn
Léleg afkoma á fyrstu stigum þorskeldis er vandamál og notkun sýklalyfja hefur verið helsta úrræðið. Notkun bætibaktería er talin vera mögulegur valkostur sem fyrirbyggjandi aðferð til að stuðla að stöðugleika í eldisumhverfi og bættri heilsu eldisdýra. Markmið doktorsverkefnisins var að auka lifun og stuðla að þroskun þorsklirfa á fyrstu eldisstigum. Áhersla var lögð á einangrun og greiningu ræktanlegra baktería auk þróunar forvarnaraðferða. Niðurstöður rannsóknanna eru kynntar í 5 vísindagreinum.

Áhrif mismunandi meðhöndlunar á ræktanlega og ríkjandi örveruflóru í þorskeldi voru skoðuð á tveimur klaktímabilum og einnig eiginleikar tengdir sýkingarmætti baktería í eldisumhverfinu. Niðurstöðurnar sýna að bæði fóðrun og mismunandi meðferðir höfðu áhrif á gerð örveruflóru og að samsetning örveruflórunnar tengist velgengni í lirfueldi. Einnig var hannað skimunarferli til að velja bætibakteríur úr eldisumhverfi þorsks. Tvær bætibakteríur, Arthrobacter bergerei og Enterococcus thailandicus, voru einangraðar og eiginleikum þeirra lýst. Rannsóknir á lirfu- og seiðastigi staðfestu getu þessara bætibaktería til að efla forvarnir á fyrstu stigum þorskeldis.

Verkefnið var unnið hjá Matís ohf. Samstarfsaðilar voru Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknastofnunar á Stað við Grindavík.

Um doktorsefnið
Hélène L. Lauzon er fædd í Montreal í Kanada árið 1965. Hún lauk stúdentsprófi frá Collège Saint-Maurice árið 1983 og var AFS skiptinemi á Íslandi á árunum 1983-1984. Hún lauk BS prófi í matvælafræði við Macdonald Campus við McGill-háskóla í Kanada árið 1991 og MS prófi í matvælafræði við Háskóla Íslands árið 1997. Hélène hóf störf hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins við örverurannsóknir árið 1992 og varð síðar sérfræðingur hjá Matís ohf. Hún hóf doktorsnám við Læknadeild árið 2005.

Foreldrar Hélène eru Gilles Lauzon, kjötiðnaðarmaður, og Suzanne Éthier, húsfreyja. Hún er gift Þorfinni Sigurgeirssyni, grafískum hönnuði og myndlistarmanni, og saman eiga þau tvö börn, Díu og Dag.

Fréttir

Transfita og transfitusýrur

Transfitusýrur er hugtak sem notað er yfir ákveðna tegund af harðri fitu. Þessi transfita eða transfitusýrur eru þó ólíkar náttúrulegri harðri fitu, s.s. eins og finna má í kókoshnetum, að því leyti að þær myndast þegar mjúkri fitu, svokallaðri ómettaðri fitu, er breytt í matvælaiðnaði (fitan er hert).

Transfitusýrur í matvælaframleiðslu
En ef stór hluti transfitu er í fæðunni okkar vegna matvælaiðnaðarins er þá ekki auðvelt að breyta þessu og minnka neyslu á transfitu? Málið er ekki svo einfalt. Áður en til notkunar á transfitu kom í matvælaiðnaði voru framleiðendur að nota harða fitu við framleiðslu en neysla á harðri fitu hefur neikvæð áhrif á heilsu manna. Í leit sinni að „hollari” kosti fóru framleiðendur að líta til mýkri fitu en að mörgu leyti er hún ekki hentug til matvælaframleiðslu þar sem hún m.a. þránar fyrr en harða fitan og því styttist geymsluþol vöru sem framleidd er með mjúkri fitu. Í viðleitni sinn til að bæta eiginleika mjúku og „hollari” fitunnar fóru framleiðendur að breyta byggingu hennar. Mjúka fitan, oftast jurtafita, er hert að hluta, þ.e.a.s. gerð að harðari fitu og við þessa breytingu öðlast hún ákveðna eiginleika sem m.a. lýsa sér í lengra geymsluþoli. Fjárhagslega var þessi breyting því til batnaðar fyrir fyrirtækin enda er lengra geymsluþol ávísun á að minna er fleygt af mat.

Skaðsemi transfitusýra
Almennar ráðleggingar Lýðheilsustöðvar eru að minnka neyslu á harðri fitu og skiptir þá ekki máli hvort um sé að ræða transfitusýrur eða mettaða fitu. Frekar ætti að velja fitu sem er mjúk, þ.e.a.s. á fljótandi eða mjúku formi við stofuhita. Eftir sem áður hefur neysla á mjúkri fitu sem hefur verið hert að hluta, þ.e. transfitu, aukist mjög á síðustu áratugum. Neysla á matvælum sem innihalda transfitusýrur eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Áhrifa neyslu á transfitusýrum gætir m.a. í því að LDL-kólesteról hækkar (slæma kólesterólið) og HDL-kólesterólið lækkar (góða kólesterólið). Neysla á matvælum sem innihalda transfitusýrur er því óæskileg og í raun því minna sem við neytum af transfitusýrum því betur erum við sett m.t.t. ofangreindra áhættuþátta og sjúkdóma. Framleiðendur matvæla sem og aðrir eru smátt og smátt að gera sér grein fyrir þessari hættu og er bann við notkun olíu sem inniheldur transfitusýrur á veitingastöðum í New York borg sýnilegasta dæmið um breyttan hugsunarhátt þó svo að deila megi um ágæti þessháttar neyslustýringar.

Neysla transfitusýra á Ísland
Íslendingar neyta almennt séð of mikillar fitu og er hörð fita of stór hluti af heildarfituneyslu landans. Því kemur það ekki á óvart að neysla á transfitusýrum sé óhóflega mikil á meðal íslenskra neytenda. Samkvæmt niðurstöðum könnunar frá árinu 2002 á mataræði landsmanna var neysla á transfitusýrum um 3,5 g á dag að meðaltali en þó voru einhverjir hópar, t.d. karlmenn á aldrinum 20-39 ára, sem neyttu mun meira en 3,5 g á dag. Neyslan hafði þá minnkað um nánast þriðjung frá árinu 1990 aðallega vegna minnkandi smjörlíkisneyslu og einnig vegna þess að samsetning smjörlíkis hafði verið breytt á þessum tíma. Þrátt fyrir að neysla Íslendinga á transfitusýrum sé á réttri leið er enn langt í land að við náum undir efri mörk sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur sett á sem mörk fyrir transfitusýruneyslu einstaklinga (2 g á dag). Lýðheilsustöð vinnur nú að nýrri neyslurannsókn sem mun varpa ljósi á stöðuna hjá Íslendingum eins og hún er í dag.Þess má geta að Danir voru fyrstir til að setja reglur varðandi hámark transfitusýra í tilteknum matvælum. Í Danmörku mega matarolíur, viðbit og smjörlíki ekki innihalda meira en 2 g af transfitusýrum í hverjum 100 g af fitu í vörunni. Ákveðið hefur verið að setja svipaðar reglur hér á landi.

Hvernig getum við komist hjá því að velja matvæli sem innihalda transfitusýrur?

Transfitusýrur má finna í allmörgum tegundum matvæla. Líklegt er að transfitusýrur finnist í smjörlíki, steikingarfeiti, örbylgjupoppi, kartöfluflögum og öðru snakki, sælgæti, kexi, kökum, vínarbrauðum, frönskum kartöflum og öðrum djúpsteiktum skyndibitamat sem og í öðrum matvælum sem hafa verið elduð upp úr olíu sem hefur verið hituð óæskilega mikið.

Merkingum á magni transfitusýra á pakkningum matvæla er verulega ábótavant. Þetta á sérstakleg við um matvæli önnur en þau sem koma frá Bandaríkjunum en þar hafa verið settar nokkuð strangar reglur um merkingu transfitusýra. Neytendur geta þó fylgst með því hvort transfitusýrur séu til staðar í matvælum með því að skoða innihaldslýsingu á umbúðum. Ef á umbúðum stendur „hert fita/jurtafita”, „að hluta til hert jurtaolía”, „partially hydrogenated (vegetable) oil” eða „delvist hærdet fedt/olie” er mjög líklegt að þar megi finna eitthvað af transfitu. Nú er þó hægt að kaupa hráefni sem innihalda fullherta fitu með miklu af mettuðum fitusýrum en engum transfitusýrum.

Nánari upplýsingar veita Ólafur Reykdal, olafur.reykdal@matis.is, og Steinar B. Aðalbjörnsson, steinar.b.adalbjornsson@matis.is.

Skýrslur

Orkunýting við krapakælingu í fiskvinnslum / Energy utilisation when using ice slush in fish processing

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Róbert Hafsteinsson, Kristján Jóakimsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Orkunýting við krapakælingu í fiskvinnslum / Energy utilisation when using ice slush in fish processing

Verkefni þetta er samstarfsverkefni Hraðfrystihússins Gunnvarar (HG) og Matís. Markmið þess er að lágmarka notkun á krapa við vinnslu á fiski og þar með orkunotkunina sem fylgir því að framleiða krapann. Þetta verkefni er 6 mánaða forverkefni sem er styrkt af AVS rannsóknasjóðnum. Afrakstur þessara skýrslu eru niðurstöður tilrauna með krapanotkun í móttöku fiskvinnslunnar HG, framkvæmdar í október og nóvember mánuði 2010. Helstu niðurstöður eru þær að það megi minnka rekstrarkostnað krapavélarinnar um 30 – 35% miðað við núverandi krapaframleiðslu hjá HG.

This project is a collaboration work between Hradfrystihusið Gunnvor (HG) and Matis. The project objective is to minimize the use of ice slush in fish processing and thereby energy usage which follows from producing the ice slush. The duration of this project is six months and is sponsored by the Icelandic AVS research fund. The project payoff are results from experiments with use of ice slush which was executed in HG accommodation in October and November 2010. The main conclusion from the experiments is that the ice slush production can be minimized up to 30 – 35% compared to the present ice slush production in HG.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Aukið verðmæti sjávarafurða með áherslu á nýtingu í mjöl og lýsisvinnslu til vöruþróunar / Increasing value of seafood with an emphasis on products for use in fish meal and fish oil production to product development

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Magnús Valgeir Gíslason, Sigurjón Arason, Sindri Sigurðsson

Styrkt af:

Byggðastofnun, Þróunarsvið, Mótvægisstyrkur Matvælasviðs Vaxtasamnings Austurlands

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Aukið verðmæti sjávarafurða með áherslu á nýtingu í mjöl og lýsisvinnslu til vöruþróunar / Increasing value of seafood with an emphasis on products for use in fish meal and fish oil production to product development

Árið 2008 var gulldepla fyrst veidd í teljanlegu magni, gulldepla er mjög viðkvæm fyrir saltupptöku frá veiðum að vinnslu. Til að lækka saltinnihald í mjöli var soð úr vinnslunni sett í gegnum himnusíunarbúnað sem var settur upp eftir grófskilvindu. Þessi búnaður náði að lækka saltinnihald úr 11% niður í 4,5%. Himnusíunarbúnaður er dýr og mikill viðhaldskostnaður er við keyrslu á honum í ferlinu. Þess vegna var frekar ráðist í að breyta verklagi  við veiðar, geymslu og löndun án þess að breyta framleiðsluferli við mjölvinnslu og þessi aðgerð hefur haft í för með sér að saltmagn í gulldeplumjöli hefur lækkað úr  10 – 12 % sem er of hátt, niður í 5 – 6 %.

Silvery lightfish was first caught 2008 near Iceland. Salt diffusion is a problem in silvery lightfish from catch to processing. To lower the salt content in fishmeal the stickwater was put through a membrane filter after coarse centrifuge, with this method the salt content was lowered from 11% down to 4,5%. The membrane filter system is expensive and maintenance cost is relatively high. These are the main reasons for changing procedure while catching, storing and landing without changing the fishmealprocess. This procedure has made  salt content in silvery lightfish meal dropp from 10 – 12 % witch was to high down to 5 – 6 %.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Smábátar – Hámörkun aflaverðmætis / Small vessels – optimising catch value

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Sveinn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS (verkefni R 011‐09)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Smábátar – Hámörkun aflaverðmætis / Small vessels – optimising catch value

Afli smábáta hefur burði til að vera besta hráefni sem völ er á, þar sem varla er hægt að hugsa sér ferskari fisk en afla dagróðrabáta sem veiða á línu eða handfæri.  Röng meðhöndlun getur hins vegar haft þau áhrif að smábátafiskur standist ekki þær væntingar sem til hans eru gerðar og verður þ.a.l. þess valdandi að ekki er unnt að vinna aflann í verðmætustu afurðirnar.  Oft á tíðum þarf þó tiltölulega litlar breytingar á vinnubrögðum til að tryggja að aflinn standi undir merkjum sem fiskur af hámarks gæðum. Í skýrslu þessari er fjallað um þau atriði sem helst hafa áhrif á gæði og geymsluþol smábátafisks, gerðar eru mælingar og samanburður á mismunandi áhrifaþáttum, greint er frá gerð leiðbeininga‐ og hvatningaefnis sem gefið var út í tengslum við verkefnið og loks eru settar fram tillögur að úrbótum á virðiskeðju smábátafisks. Megin áhersla í verkefninu var lögð í gerð og dreifingu á kennslu‐  og leiðbeiningaefni fyrir sjómenn.   Gefinn var út bæklingur og einblöðungar sem dreift var til allra smábátasjómanna á landinu og er þess vænst að afraksturinn skili sér í aukinni þekkingu á mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski.  Áhugasamir geta haft samband við Matís og fengið bæklinginn sendan í pósti, en hann er einnig aðgengilegur á heimasíðu fyrirtækisins þ.e. www.matis.is/media/matis/utgafa/Mikilvaegi‐godrar‐medhondlunar‐a‐fiski.pdf

The catch of small day‐boats using handline or longline has the potentials of being the best available raw material for the production of high value seafood.   Improper handling has however often resulted in poor quality of this catch, which makes the products unsuitable for high‐end markets.  Generally speaking there is however only need for relatively small adjustments in handling procedures in order to allow fish from small day‐boats to live up to its potentials as top quality seafood. In this report are discussed various quality issues related to small day‐boats. Measurements and comparisons are made between quality factors. Work related to writing, publishing and distribution of an educational brochure and other quality inducing material is accounted for. And finally there are brought forth suggestions on how to improve the value chain of catch from small day‐ boats. The main focus of this project was awarded to publishing practical and easy to understand educational material for fishermen.    A brochure and a one‐pager were published and distributed to every small vessel in the Icelandic fleet.   Hopefully, this educational material will be widely used amongst fishermen and contribute to improved knowledge on the importance of proper handling of seafood.  The brochure is available at Matís and online at www.matis.is/media/matis/utgafa/Mikilvaegi‐godrar‐medhondlunar‐a‐fiski.pdf

Skoða skýrslu

Skýrslur

QALIBRA-Heilsuvogin. Fourth Annual Report

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdottir, Nynke de Jong, Matthew Atkinson, Heleen van Dijk, Meike Wentholt, Lynn Frewer, Bjorn Thorgilsson, Heida Palmadottir, Andy Hart

Styrkt af:

ESB, Matís

QALIBRA-Heilsuvogin. Fourth Annual Report

Þessi skýrsla er fjórða og síðasta ársskýrsla í Evrópuverkefninu QALIBRA og nær yfir tímabilið 1.04. 2009 til 31.12. 2010. QALIBRA, eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits,” skammstafað QALIBRA (Heilsuvogin á íslensku), er heiti Evrópuverkefnis, sem heyrir undir Priority 5, Food Quality & Safety í 6. Rannsóknaráætlun ESB. Um að ræða þriggja ára og 9 mán verkefni sem Matís ohf stýrir. Verkefnistjóri fyrir verkefnið í heild er Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Matís. Markmið QALIBRA‐  verkefnsins er að þróa magnbundar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvæum á heilsu manna. Þessar aðferðir hafa verið settar fram í tölvuforriti sem er opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaaðilum á heimasíðuverkefnisins http://www.qalibra.eu. Aðferðirnar sem þróaðar voru prófar á tvenns konar matvælum þ.e.a.s. fisk og markfæði. Þátttakendur í verkefninu eru frá Íslandi, Bretlandi, Hollandi, Grikklandi; Portúgal og Ungverjalandi.

This is the fourth and last annual report from the “QALIBRA  ‐ Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits” project funded by the EC’s Sixth Framework Programme, Priority 5, Food Quality & Safety. It began in April 2006 and ended December 2009. To assess the balance between the risks and benefits associated with a particular food, they must be converted into a common measure of net health impact. Uncertainties affecting the risks and benefits cause uncertainty about the magnitude and even the direction of the net health impact. QALIBRA has developed methods that can take account of multiple risks, benefits and uncertainties and implemented them in a web‐based software for assessing and communicating net health impacts. The methods and software developed by QALIBRA were used to carry out detailed case studies on the benefits and risks of oily fish and functional foods. The software developed in the project to assess and integrate beneficial and adverse effects of foods is available at the website of the project http://www.qalibra.eu.    Participants in the project: Matís, Iceland, coordinator, The Food and Environment Research Agency United Kingdom, National Institute of Public Health and The Environment, The Netherlands, Wageningen University, The Netherlands, University of Patras, Greece, Altagra Business Service.

Skoða skýrslu
IS