Skýrslur

Orkunýting við krapakælingu í fiskvinnslum / Energy utilisation when using ice slush in fish processing

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Róbert Hafsteinsson, Kristján Jóakimsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Orkunýting við krapakælingu í fiskvinnslum / Energy utilisation when using ice slush in fish processing

Verkefni þetta er samstarfsverkefni Hraðfrystihússins Gunnvarar (HG) og Matís. Markmið þess er að lágmarka notkun á krapa við vinnslu á fiski og þar með orkunotkunina sem fylgir því að framleiða krapann. Þetta verkefni er 6 mánaða forverkefni sem er styrkt af AVS rannsóknasjóðnum. Afrakstur þessara skýrslu eru niðurstöður tilrauna með krapanotkun í móttöku fiskvinnslunnar HG, framkvæmdar í október og nóvember mánuði 2010. Helstu niðurstöður eru þær að það megi minnka rekstrarkostnað krapavélarinnar um 30 – 35% miðað við núverandi krapaframleiðslu hjá HG.

This project is a collaboration work between Hradfrystihusið Gunnvor (HG) and Matis. The project objective is to minimize the use of ice slush in fish processing and thereby energy usage which follows from producing the ice slush. The duration of this project is six months and is sponsored by the Icelandic AVS research fund. The project payoff are results from experiments with use of ice slush which was executed in HG accommodation in October and November 2010. The main conclusion from the experiments is that the ice slush production can be minimized up to 30 – 35% compared to the present ice slush production in HG.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Aukið verðmæti sjávarafurða með áherslu á nýtingu í mjöl og lýsisvinnslu til vöruþróunar / Increasing value of seafood with an emphasis on products for use in fish meal and fish oil production to product development

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Magnús Valgeir Gíslason, Sigurjón Arason, Sindri Sigurðsson

Styrkt af:

Byggðastofnun, Þróunarsvið, Mótvægisstyrkur Matvælasviðs Vaxtasamnings Austurlands

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Aukið verðmæti sjávarafurða með áherslu á nýtingu í mjöl og lýsisvinnslu til vöruþróunar / Increasing value of seafood with an emphasis on products for use in fish meal and fish oil production to product development

Árið 2008 var gulldepla fyrst veidd í teljanlegu magni, gulldepla er mjög viðkvæm fyrir saltupptöku frá veiðum að vinnslu. Til að lækka saltinnihald í mjöli var soð úr vinnslunni sett í gegnum himnusíunarbúnað sem var settur upp eftir grófskilvindu. Þessi búnaður náði að lækka saltinnihald úr 11% niður í 4,5%. Himnusíunarbúnaður er dýr og mikill viðhaldskostnaður er við keyrslu á honum í ferlinu. Þess vegna var frekar ráðist í að breyta verklagi  við veiðar, geymslu og löndun án þess að breyta framleiðsluferli við mjölvinnslu og þessi aðgerð hefur haft í för með sér að saltmagn í gulldeplumjöli hefur lækkað úr  10 – 12 % sem er of hátt, niður í 5 – 6 %.

Silvery lightfish was first caught 2008 near Iceland. Salt diffusion is a problem in silvery lightfish from catch to processing. To lower the salt content in fishmeal the stickwater was put through a membrane filter after coarse centrifuge, with this method the salt content was lowered from 11% down to 4,5%. The membrane filter system is expensive and maintenance cost is relatively high. These are the main reasons for changing procedure while catching, storing and landing without changing the fishmealprocess. This procedure has made  salt content in silvery lightfish meal dropp from 10 – 12 % witch was to high down to 5 – 6 %.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Smábátar – Hámörkun aflaverðmætis / Small vessels – optimising catch value

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Sveinn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS (verkefni R 011‐09)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Áherslusviðsstjóri

jonas@matis.is

Smábátar – Hámörkun aflaverðmætis / Small vessels – optimising catch value

Afli smábáta hefur burði til að vera besta hráefni sem völ er á, þar sem varla er hægt að hugsa sér ferskari fisk en afla dagróðrabáta sem veiða á línu eða handfæri.  Röng meðhöndlun getur hins vegar haft þau áhrif að smábátafiskur standist ekki þær væntingar sem til hans eru gerðar og verður þ.a.l. þess valdandi að ekki er unnt að vinna aflann í verðmætustu afurðirnar.  Oft á tíðum þarf þó tiltölulega litlar breytingar á vinnubrögðum til að tryggja að aflinn standi undir merkjum sem fiskur af hámarks gæðum. Í skýrslu þessari er fjallað um þau atriði sem helst hafa áhrif á gæði og geymsluþol smábátafisks, gerðar eru mælingar og samanburður á mismunandi áhrifaþáttum, greint er frá gerð leiðbeininga‐ og hvatningaefnis sem gefið var út í tengslum við verkefnið og loks eru settar fram tillögur að úrbótum á virðiskeðju smábátafisks. Megin áhersla í verkefninu var lögð í gerð og dreifingu á kennslu‐  og leiðbeiningaefni fyrir sjómenn.   Gefinn var út bæklingur og einblöðungar sem dreift var til allra smábátasjómanna á landinu og er þess vænst að afraksturinn skili sér í aukinni þekkingu á mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski.  Áhugasamir geta haft samband við Matís og fengið bæklinginn sendan í pósti, en hann er einnig aðgengilegur á heimasíðu fyrirtækisins þ.e. www.matis.is/media/matis/utgafa/Mikilvaegi‐godrar‐medhondlunar‐a‐fiski.pdf

The catch of small day‐boats using handline or longline has the potentials of being the best available raw material for the production of high value seafood.   Improper handling has however often resulted in poor quality of this catch, which makes the products unsuitable for high‐end markets.  Generally speaking there is however only need for relatively small adjustments in handling procedures in order to allow fish from small day‐boats to live up to its potentials as top quality seafood. In this report are discussed various quality issues related to small day‐boats. Measurements and comparisons are made between quality factors. Work related to writing, publishing and distribution of an educational brochure and other quality inducing material is accounted for. And finally there are brought forth suggestions on how to improve the value chain of catch from small day‐ boats. The main focus of this project was awarded to publishing practical and easy to understand educational material for fishermen.    A brochure and a one‐pager were published and distributed to every small vessel in the Icelandic fleet.   Hopefully, this educational material will be widely used amongst fishermen and contribute to improved knowledge on the importance of proper handling of seafood.  The brochure is available at Matís and online at www.matis.is/media/matis/utgafa/Mikilvaegi‐godrar‐medhondlunar‐a‐fiski.pdf

Skoða skýrslu

Skýrslur

QALIBRA-Heilsuvogin. Fourth Annual Report

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdottir, Nynke de Jong, Matthew Atkinson, Heleen van Dijk, Meike Wentholt, Lynn Frewer, Bjorn Thorgilsson, Heida Palmadottir, Andy Hart

Styrkt af:

ESB, Matís

QALIBRA-Heilsuvogin. Fourth Annual Report

Þessi skýrsla er fjórða og síðasta ársskýrsla í Evrópuverkefninu QALIBRA og nær yfir tímabilið 1.04. 2009 til 31.12. 2010. QALIBRA, eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits,” skammstafað QALIBRA (Heilsuvogin á íslensku), er heiti Evrópuverkefnis, sem heyrir undir Priority 5, Food Quality & Safety í 6. Rannsóknaráætlun ESB. Um að ræða þriggja ára og 9 mán verkefni sem Matís ohf stýrir. Verkefnistjóri fyrir verkefnið í heild er Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Matís. Markmið QALIBRA‐  verkefnsins er að þróa magnbundar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvæum á heilsu manna. Þessar aðferðir hafa verið settar fram í tölvuforriti sem er opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaaðilum á heimasíðuverkefnisins http://www.qalibra.eu. Aðferðirnar sem þróaðar voru prófar á tvenns konar matvælum þ.e.a.s. fisk og markfæði. Þátttakendur í verkefninu eru frá Íslandi, Bretlandi, Hollandi, Grikklandi; Portúgal og Ungverjalandi.

This is the fourth and last annual report from the “QALIBRA  ‐ Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits” project funded by the EC’s Sixth Framework Programme, Priority 5, Food Quality & Safety. It began in April 2006 and ended December 2009. To assess the balance between the risks and benefits associated with a particular food, they must be converted into a common measure of net health impact. Uncertainties affecting the risks and benefits cause uncertainty about the magnitude and even the direction of the net health impact. QALIBRA has developed methods that can take account of multiple risks, benefits and uncertainties and implemented them in a web‐based software for assessing and communicating net health impacts. The methods and software developed by QALIBRA were used to carry out detailed case studies on the benefits and risks of oily fish and functional foods. The software developed in the project to assess and integrate beneficial and adverse effects of foods is available at the website of the project http://www.qalibra.eu.    Participants in the project: Matís, Iceland, coordinator, The Food and Environment Research Agency United Kingdom, National Institute of Public Health and The Environment, The Netherlands, Wageningen University, The Netherlands, University of Patras, Greece, Altagra Business Service.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Review of evidence for the beneficial effect of fish consumption / Yfirlitsgrein um jákvæð áhrif fiskneyslu

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Björn Þorgilsson, Maria Leonor Nunes, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

ESB, Matís

Review of evidence for the beneficial effect of fish consumption / Yfirlitsgrein um jákvæð áhrif fiskneyslu

Þessi skýrsla inniheldur yfirlit yfir helstu innihaldsefni í fiski sem talin eru hafa jákvæð áhrif á heilsu manna. Fjöldi heilsuþátta sem tengdir hafa verið við jákvæð áhrif fiskneyslu voru skoðaðir og metnir. Mesta áherslan var lögð á að skoða og meta innihaldsefni í fiski sem eru til staðar í hlutfallslega háum styrk og því líkleg til að hafa áhrif á heilsu s.s. langar fjölómettaðar omega‐3 fitusýrur, selen og D vítamín. Lögð var áhersla á að fara yfir og meta upplýsingar um jákvæð áhrif innihaldsefna í fiski á heilsu manna í nýlegum samantektarrannsóknum (en. meta‐analysis), yfirlitsgreinum og álitsgreinum sérfræðinga. Skýrslan var liður í Evrópuverkefninu QALIBRA eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits” eða QALIBRA ‐Heilsuvogin á íslensku.

The aim of this review is to facilitate policy makers, nutritionists and other interested parties of Western societies in judging claims regarding the health benefits of fish consumption.   This review focuses on the main constituents in fish that have been associated with health benefits of fish consumption. A variety of human health endpoints that may be positively influenced by fish constituents are considered and evaluated. Most attention is given to the constituents in fish that are present at relatively high levels in fish and thus are likely to influence human health. These include omega‐3 fatty acids (omega‐3 FAs), selenium, and vitamin D. The scope of this review is broad rather than detailed concentrating on collation and evaluation of existing information about human benefits of fish consumption from meta‐analysis studies, reviews and expert opinions. This report was part of the work performed in the EU 6th Framework project “QALIBRA  ‐  Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits”.

Skoða skýrslu

Skýrslur

QALIBRA Final activity report / Lokaskýrsla QALIBRA

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Andy Hart, Anna Kristín Daníelsdottir

Styrkt af:

ESB, Matís

QALIBRA Final activity report / Lokaskýrsla QALIBRA

Þessi skýrsla er lokaskýrsla úr Evrópuverkefninu QALIBRA eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits”eða QALIBRA  ‐  Heilsuvogin á íslensku. Matís ohf stýrði verkefninu sem styrkt var að hluta af Evrópusambandinu en alls voru þáttakendur sjö frá sex löndum. Verkefnið hófst 1. apríl 2006 og lauk formlega 31. desember 2009 en lokafrágángur stóð fram til ársins 2010. Í þessari skýrslu er greint frá helstu niðurtöðum, ávinningi og afrakstri verkefnisins. Markmið QALIBRA verkefnsins var að þróa magnbundnar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvæum á heilsu manna. Þegar við borðum mat fáum við bæði neikvæða og jákvæða þætti í líkamann og hingað til hefur áhættumat matvæla verið takmarkað við að skoða áhrif einstakra efna á lifandi verur (t.d. tilraunadýr). Í QALIBRA verkefninu voru þróaðar aðferðir sem taka bæði tillit til neikvæðru og jákvæðu hliðanna á   neyslu matvæla og meta saman heildaráhrifin af áhættu og ávinningi á heilsu manna auk óvissu við matið. Þessar aðferðir hafa verið settar fram í tölvuforriti sem er opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum þeim að kostnaðarlausu á heimasíðu verkefnisins http://www.qalibra.eu. Aðferðirnar voru prófar á tvenns konar matvælum þ.e.a.s. fiski og markfæði.

This is the final report to the commission from the “QALIBRA ‐ Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits” project. QALIBRA was an EU 6th Framework project with seven partners, conducted between 1st April 2006 and 31st December 2009, although the finalisation of project was accomplished in year 2010. In this report the objectives, main work performed and achievements of the project to the state‐of‐the‐art are summarised. To assess the balance between the risks and benefits associated with a particular food, they must be converted into a common measure of net health impact. Uncertainties affecting the risks and benefits cause uncertainty about the magnitude and even the direction of the net health impact. QALIBRA has developed methods that can take account of multiple risks, benefits and uncertainties and implemented them in a web‐based software for assessing and communicating net health impacts. The methods and software developed by QALIBRA were used to carry out detailed case studies on the benefits and risks of oily fish and functional foods. The software developed (QALIBRA tool) in the project to assess and integrate beneficial and adverse effects of foods is freely available at the website of the project http://www.qalibra.eu.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Skyldleiki botndýrasamfélaga í Ísafjarðardjúpi

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Þorleifur Eiríksson, Ólafur Ögmundarson, Guðmundur V. Helgason, Böðvar Þórisson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Skyldleiki botndýrasamfélaga í Ísafjarðardjúpi

Þekking á botndýralífi á grunnslóð við Ísland er lítil, bæði hvað varðar við náttúrulegar aðstæður og við álag frá t.d. fiskeldi. Þekking er einnig ábótavant hvernig botndýrasamfélagsgerðir svara álagi frá fiskeldi en ein rannsókn hefur reynt að svara því varðandi lítið álag. Til að átta sig á hvaða botndýrasamfélagsgerðir eru við náttúrulegar aðstæður og hverjar eru þegar um álag frá mengun er að ræða, þá þarf að skoða skyldleika botndýralífs innan og utan svæðis. Með því móti er hægt að átta sig á hvaða dýrahópar eru ríkjandi við svipaðar aðstæður.   Í þessari rannsókn eru notuð gögn um botndýralíf í Ísafjarðardjúpi sem er að mestu tilkomin vegna fiskeldis í fjörðunum. Einnig er gerð botndýrathugun í fjörðum sem gætu verið hentugir fyrir fiskeldi, en eru enn sem komið eru einungis undir álagi frá náttúrulegum aðstæðum.   Verkefnið er hluti af stærra verkefni „Íslenskir firðir: Náttúrulegt lífríki Ísfjarðardjúps og þolmörk mengunar“ og er það styrkt af Verkefnasjóði Sjávarútvegsins.

Knowledge about the benthic live in shallow waters around Iceland is poor, both regarding natural circumstances and when there is pressure from aquaculture. Knowledge is also poor about how benthic communities respond to pollution from aquaculture. This study shows the relations between research stations with regards to kinship between found indicative species.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Optimised Chilling Protocols for Fresh Fish

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Björn Margeirsson, Hélène L. Lauzon, Lárus Þorvaldsson, Sveinn Víkingur Árnason, Sigurjón Arason, Kristín Líf Valtýsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, the Technology Development Fund at the Icelandic Centre for Research, University of Iceland Research Fund and EU (contract FP6-016333-2)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Optimised Chilling Protocols for Fresh Fish

Leiðbeiningar um kælingu á ferskum fiski  lýsa áhrifamestu kæliaðferðum á öllum stigum kælikeðjunnar með  áherslu á hvítan fisk. Lýst er hvernig eigi að besta kælingu og viðhalda hitastigi til þess að hámarka gæði og öryggi afurða og minnka kostnað og orkunotkun. Í skýrslunni eru bakgrunnsupplýsingar fyrir leiðbeiningar i upplýsingaveituna Kæligátt á heimasíðu Matís sem settar eru fram á notendavænan hátt   á íslensku www.kaeligatt.is og ensku www.chillfish.net. Leiðbeiningarnar eru ætlaðar fyrir sjómenn, framleiðendur, flutningsaðila og aðra aðila virðiskeðjunnar. Leiðbeiningarnar byggja á rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið innan rannsóknaverkefna eins og Chill‐on, Hermun kæliferla og Kælibótar.  Helstu kaflar fjalla um kælingu um borð, í vinnslu, við pökkun, flutning og geymslu á fiski.

The overall aim of the optimised chilling protocols is to describe the most effective chilling methods for any stage in the food supply chain with emphasis on whitefish. This comprises optimisation of the whole chain for lowering and maintaining low temperature with the aim of maximising quality and safety of the products and minimising costs and energy use. This report is the background for the protocols and guidelines published with open access at Matís website in Icelandic and English in a user‐friendly way: www.chillfish.net. These are protocols to follow aimed for the use of fishermen, manufacturers, transporters and other stakeholders in the fisheries chain. The information is divided into subchapters of different links in the chain. How to chill fish on‐board, during processing, packaging, transport and    storage are the main chapters.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Guidelines for precooling of fresh fish during processing and choice of packaging with respect to temperature control in cold chains

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Kristín Líf Valtýsdóttir, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Hélène L. Lauzon, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS Fund of Ministry of Fisheries in Iceland (R-037 08), Technology Development Fund at the Icelandic Centre for Research (081304508), University of Iceland Research Fund and EU (contract FP6-016333-2)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Guidelines for precooling of fresh fish during processing and choice of packaging with respect to temperature control in cold chains

Tilgangur leiðbeininganna er að aðstoða við val á milli mismunandi aðferða við forkælingu ferskra fiskafurða ásamt því að aðstoða við val á pakkningum með tilliti til hitaálags sem varan verður fyrir á leið sinni frá framleiðanda til kaupanda. Fjallað er um eftirfarandi forkælingaraðferðir: vökvakælingu, krapaískælingu og roðkælingu (CBC, snerti- og blásturskælingu). Einnig er fjallað um meðferð afurða á meðan vinnslu stendur og áhrif mismunandi kælimiðla á hitastýringu, gæði og geymsluþol flaka áður en vörunni er pakkað. Leiðbeiningarnar taka mið af vinnslu á mögrum hvítfiski, s.s. þorski og ýsu. Niðurstöður rannsókna sýna að vel útfærð forkæling fyrir pökkun getur skilað 3 – 5 dögum lengra geymsluþoli m.v. enga forkælingu fyrir pökkun. Ófullnægjandi vökvaskipti við vökvakælingu með tilheyrandi krossmengun geta þó gert jákvæð áhrif forkælingarinnar að engu. Íslenskir ferskfiskframleiðendur notast einkum við frauðplastkassa (EPS, expanded polystyrene) og bylgjuplastkassa (CP, corrugated plastic) til útflutnings á ferskum flökum og flakabitum. Hér er því eingöngu fjallað um fyrrgreindar pakkningagerðir. Niðurstaðan er sú að ef hitastýring er ófullnægjandi og hitasveiflur miklar er æskilegt að nota frauðplastkassa sem veita betri varmaeinangrun en bylgjuplastkassar.

The aim of the guidelines is to provide and assist with choice of different precooling techniques for fresh fish fillets as well as assist with choice of packaging with respect to thermal abuse, which the product experiences during transport and storage from processor to customer. The following precooling techniques are discussed; liquid cooling (LC), slurry ice cooling (SIC) and combined blast and contact cooling (CBCC). In addition, the following is discussed; handling during processing and the effect of applying different cooling media before packaging on temperature control, quality and shelf life of fresh fillets. The guidelines are designed with lean white fish muscle in mind, such as cod and haddock. The results reveal that efficient precooling before packaging can prolong shelf life up to 3 to 5 days compared to no precooling before packaging. If the liquid exchange in the liquid cooler’s circulation system is insufficient, cross-contamination can diminish the positive effects of precooling. Icelandic fresh fish processors mainly use expanded polystyrene (EPS) and corrugated plastic (CP) boxes for export of fresh fish fillets. The guidelines are therefore only focused on the above-mentioned packaging types. The conclusion is that if temperature control is unsatisfactory and temperature fluctuations are great, then expanded polystyrene boxes are the preferred alternative because they provide better insulation.

Skoða skýrslu

Skýrslur

North Cage 2

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Ólafur Ögmundarson, Róbert Hafsteinsson, Þorleifur Eiríksson, Böðvar Þórisson, Kristján G. Jóakimsson, Egil Lien, Jón Árnason

Styrkt af:

AVS og Tækniþróunarsjóður

North Cage 2

Verkefnið Norðurkví var sett á laggirnar til að:

  • Hanna tæknilausn fyrir eldiskví til að gera eldismönnum kleift að sökkva henni og lyfta við íslenskar aðstæður.
  • Hámarka notagildi sökkvanlegra kvía með tilliti til vinnuaðstæðna.
  • Að viðbættu finna nýja lausn á meðhöndlun á netapokum í fiskeldi til að hrinda frá ásætum.

Áhersla þessa hluta verkefnisins, nefnt Norðurkví 2, er að hanna tæknilausn fyrir eldiskví sem hægt er að sökkva og lyfta aftur til að koma í veg fyrir skemmdir vegna rekíss. Að auki voru nokkrar nýjar tegundir meðhöndlana á netapokum prófaðar til að sjá hver af prófuðum meðhöndlunum hrinti best frá sér ásætum.

North Cage was established to:

  • Develop sea cage technique to sink cages fit for Icelandic conditions.
  • Optimise functionality of sinkable sea cages considering working conditions.
  • In addition different types of netting and impregnation were tested in order to minimize the necessity of frequent change of nets in the cages.

This part, North Cage 2 of the North cage project is concentrated on the development of a cage that can be temporarily submerged and re‐lifted to the surface to avoid the damage on the installation during the occurrence of drifting ice. In addition different types of netting and impregnation were tested in order to minimize the necessity of frequent change of nets in the cages.

Skoða skýrslu
IS