Fréttir

Vöruþróun og hráefnisnýting – nám fyrir hráefnisframleiðendur

Matís og HR bjóða upp á áhugavert nám fyrir hráefnisframleiðendur. Námið er stutt en hnitmiðað og nýtist bændum, smábátasjómönnum, skotveiðifólki og öðrum hráefnisframleiðendum hjá fyrirtækjum eða með eigin rekstur.

MARKMIÐ:
Markmið námsins er að efla hráefnisframleiðendur í vöruþróun og hráefnisnýtingu. Áhersla verður m.a. á vöruþróun og nýsköpun frá hráefni til neytenda. Meðal annars verður fjallað um hvernig koma má auga á tækifæri, hvernig tækifæri er flutt af hugmyndastiginu á þróunarstigið, stjórnun nýrrar þróunar og loks hvernig nýrri þróun er komið á framfæri í formi nýs vöru‐ eða þjónustuframboðs.

HVERJIR:
Námið er ætlað bændum, smábátasjómönnum, skotveiðifólki og öðrum hráefnisframleiðendum með eigin rekstur.

EFNISTÖK:
1. Markaðskönnun, 29. apríl kl. 13‐17
‐ Valdimar Sigurðsson HR

2. Lagaumhverfi og matvælaöryggi, 6. maí kl. 9‐17
‐ Franklin Georgsson og Margeir Gissurarson Matís

3. Vöruþróun og nýsköpun, 13. og 20. maí kl. 9‐17
– Marína Candi HR, Sjöfn Sigurgísladóttir og Þóra Valsdóttir Matís

4. Framleiðslu‐ og aðfangastjórnun, 27. maí kl. 9‐17
– Hlynur Stefánsson HR og Sveinn Margeirsson Matís

5. Markaðssetning eigin vöru, 3. júní kl. 9‐17
– Valdimar Sigurðsson HR, Gunnþórunn Einarsdóttir og Guðmundur Gunnarsson Matís

DAGSETNING:
Námið hefst 29. apríl og lýkur 3. júní.

VERÐ:
129.000 kr.

UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING:
simi: 599 6200
www.opnihaskolinn.is
stjornmennt@opnihaskolinn.is
www.matis.is/opni-haskolinn

Fréttir

Þekking fyrir þjóðarbúið – glærur frá vorráðstefnu Matís

Vorráðstefna Matís var haldin 16. apríl sl. Margur áhugaverður fyrirlesarinn hélt erindi á ráðstefnunni og eru erindin nú komin á heimasíðu Matís.

Samhliða fyrirlestrum var sýning á afrakstri samstarfs Matís og fjölda fyrirtækja. Má nefna þar nefna Háskólann í Reykjavík, Háskóla Íslands, Godthaab frá Vestmannaeyjum og Norðurskel svo fáein séu nefnd á nafn.

Óhætt er að segja að ráðstefnan hafi tekist vel og þeir sem sóttu hana heim orðið margs vísari.

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímu J. Sigfússon setti ráðstefnuna að viðstöddu fjölmenni.

Fyrirlestrar (pdf):
Þekkingarvísitala – Friðrik Friðriksson, formaður stjórnar Matís
Nýsköpun og afrakstur – Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís
Hundruðaföld virðisaukning; eru möguleikarnir endalausir? – Hörður Kristinsson, Matís, University of Florida
Sjávarútvegur; markaðsmál, ímynd, vöruþróun og vinnsla – Kristján Hjaltason, ráðgjafi
Líftækni framtíðarinnar – Jakob Kristjánsson og Ragnar Jóhannsson, Matís
Tækifæri í  íslenskum landbúnaði – Guðjón Þorkelsson, Matís
Leiðin til lífsgæða – Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði
Hvert á að sigla til að ná í besta aflann? – Steingrímur Gunnarsson, Trackwell
Fjármögnun nýsköpunar og rannsókna í Noregi – Friðrik Sigurðsson, Sintef MRB AS
Nýting í nýju ljósi – Sveinn Margeirsson og Sigurjón Arason, Matís
Íslensk matvæli: upplifun, menning, sérstaða  – Brynhildur Pálsdóttir, Listaháskóli Íslands, Matís
Menntun í matvælum – framtíðin í faginu – Inga Þórsdóttir, Háskóli Íslands

Fréttir

Þekking fyrir þjóðarbúið! Vorráðstefna Matís 2009

Vorráðstefna Matís verður haldin fimmtudaginn 16. apríl nk.

Tjarnarsalur, Ráðhús Reykjavíkur
Þema vorráðstefnunnar er “Þekking fyrir þjóðarbúið“.
Fimmtudagur 16. apríl – 12:45-17:00

13:00-13:10 Opnun – Steingrímur J. Sigfússon, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra
13:10-13:20 Þekkingarvísitala  – Friðrik Friðriksson, formaður stjórnar Matís
13:20-13:35 Nýsköpun og afrakstur – Sjöfn Sigurgísladóttir, Matís
13:35-13:50 Hundruðaföld virðisaukning; eru möguleikarnir endalausir? – Hörður Kristinsson, Matís, University of Florida
13:50-14:10 Sjávarútvegur; markaðsmál, ímynd, vöruþróun og vinnsla – Kristján Hjaltason
14:10-14:20 Líftækni framtíðarinnar – Jakob Kristjánsson og Ragnar Jóhannsson, Matís
14:20-14:30 Tækifæri í  íslenskum landbúnaði – Guðjón Þorkelsson, Matís
14:30-15:00 Kaffi og sýning
15:00-15:10 Leiðin til lífsgæða – Hjalti Þór Vignisson, bæjarstjóri á Höfn í Hornafirði
15:10-15:20 Hvert á að sigla til að ná í besta aflann? – Steingrímur Gunnarsson, Trackwell
15:20-15:40 Fjármögnun nýsköpunar og rannsókna í Noregi – Friðrik Sigurðsson, Sintef MRB AS
15:40-15:50 Nýting í nýju ljósi – Sveinn Margeirsson og Sigurjón Arason, Matís
15:50-16:00 Íslensk matvæli: upplifun, menning, sérstaða  – Brynhildur Pálsdóttir, Listaháskóli Íslands, Matís
16:00-16:05 Menntun í matvælum – framtíðin í faginu – Inga Þórsdóttir, Háskóli Íslands
16:05-17:00 Léttar veitingar og sýning

Ráðstefnustjóri: Þorsteinn Ingi Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Sýning stendur yfir samhliða fyrirlestrum, frá kl. 12:45-17:00.

Aðgangur er ókeypis og er ráðstefnan öllum opin.

Vinsamlegast tilkynnið þátttku á vorradstefna2009@matis.is.

Skýrslur

CFD Modelling and Quality Forecasting for Cooling and Storage of Pelagic Species

Útgefið:

01/04/2009

Höfundar:

Lárus Þorvaldsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Byggðastofnun

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

CFD Modelling and Quality Forecasting for Cooling and Storage of Pelagic Species

Í verkefninu er tölvuvætt varma‐  og straumfræðilíkan af geymslutönkum uppsjávarafla smíðað. Inntak líkansins er tímaháður umhverfishiti sem aftur skilar hitastigsdreifingu þeirrar blöndu uppsjávarafla og sjós sem geymd er í tönkunum. Það líkan er svo samtvinnað gæðaspálíkani sem segir til um þróun skemmdareinkennandi efna svo sem TMA og NH3 út frá þeirri hitastigssögu sem fæst úr varmafræðilíkaninu. Meginafrakstur verkefnisins er þróun og beiting tækni sem gerir það mögulegt að spá fyrir um skemmdaferla uppsjávarafla við gefna umhverfishitasögu. Sú tækni gæti reynst gríðarlega notadrjúg í meðhöndlun og vinnslu uppsjávarafla.   Samstarfsfyrirtæki í verkefninu eru Síldarvinnslan, Skinney‐ Þinganes og HB Grandi.

In this project a thermodynamic model of storage tanks used for cooling and storage of pelagic species is constructed. The input for the model is transient ambient temperature, which gives the temperature and velocity distribution in the mixture of pelagic species and seawater. This model is then coupled with a quality forecast model, which predicts the development of spoilage indicators such as TMA and NH3 from the temperature time series which are retrieved from the thermodynamic model. The main result of the project was the development and application of a technique which makes it possible to predict the spoilage of pelagic species given only ambient temperature history. This could prove immensely useful in the management and processing of pelagic species. The following companies take part in this project: Síldarvinnslan, Skinney‐Þinganes and HB Grandi.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsla og gæðastýring á eldisþorski / Processing and quality control of farmed cod

Útgefið:

01/04/2009

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir, Valur Norðri Gunnlaugsson, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Kristján Jóakimsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS R26-06 / AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Vinnsla og gæðastýring á eldisþorski / Processing and quality control of farmed cod

Skýrslan er samantekt á niðurstöðum í verkefninu „”Vinnsla og gæðastýring á eldisþorski” sem unnið var í samstarfi HG og Matís. Leitað var leiða til að þróa hefðbundnar aðferðir við framleiðslu ferskra, frystra og léttsaltaðra afurða til að þær nýttust fyrir eldisfisk. Markmiðið með verkefninu var að afurðir úr eldisþorski gæfu verðmætar og fjölbreyttar afurðir sem uppfylltu gæðakröfur markaðarins. Vinnsla á eldisþorski verður að fara fram fyrir dauðastirðnun. Að öðrum kosti er hætta á því að losmyndun verði það mikil að afurðir verði í versta falli ósöluhæfar. Kældar og lausfrystar afurðir eru að sambærilegum gæðum og afurðir unnar úr villtum þorski. Eiginleikar eru þó ekki þeir sömu og kemur það meðal annars fram í bragði og áferðaeiginleikum. Villtur þorskur er meyrari og gjarnan safaríkari en eldisþorskur hefur kjötkenndari og stamari áferð og er sætari á bragðið. Vinnsla fyrir dauðastirðnun gerir það að verkum að ekki er hægt að nota hefðbundna söltunarferla fyrir eldisfisk. Við léttsöltun er hægt að beita aðferðum eins og sprautun og lengja pæklunartíma til að draga úr neikvæðum áhrifum dauðastirðnunar á upptöku við hefðbundna verkunarferla. Aðstæðum við söltun og hitastigi þarf að stýra mjög vel til að lágmarka hættu á örveruvexti þar sem unnið er við mjög lágan saltstyrk við framleiðslu léttsaltaðra (2% salt) afurða.

This report summarizes the results from the project „Processing and quality control of farmed cod“ where processing and salting methods for farmed cod were developed in co-operation of HG (HradfrystihusidGunnvor Ltd) and Matís ohf. The main difference in processing of farmed and wild cod is that farmed cod has to be processed before rigor mortis. Otherwise there is a high risk of gaping and quality defects in products that are not accepted by markets. Chilled and IQF products processed from pre-rigor farmed cod were of similar quality as products from wild cod. However, farmed cod products have different properties, they have a sweeter taste and more „meaty“ and firmer texture than products from wild cod which are softer and juicier. Processing of farmed cod before rigor retards weight increase and salt uptake during light salting. The effects of rigor can be reduced be using brine injection and increasing brining time from traditional processed for farmed cod. Salting conditions and temperature must be carefully controlled during the process to avoid microbial growth at the low salt levels used in production of light salted (2% NaCl) products.

Skoða skýrslu

Fréttir

Úr vörn í sókn – Matís í Stykkishólmi

Matís verður með kynningu á starfsemi sinni í Ráðhúsinu í Stykkishólmi í kvöld kl. 20.

Atvinnumálanefnd Stykkishólmsbæjar boðar til fundar 1. apríl. Fundurinn er hluti af fundarherferð atvinnumálanefndarinnar og mun Matís kynna starfsemi sína, tækifæri í matvælavinnslu, líftækni og matarferðamennsku til eflingar atvinnulífs á svæðinu.

Fundurinn hefst kl. 20 og er hann öllum opinn.

Frétt frá www.stykkisholmur.is

Fréttir

Miklir möguleikar eru á þróun afurða úr íslensku korni

Miklar framfarir hafa orðið í kynbótum og ræktun byggs hér á landi. Byggið hefur fyrst og fremst verið nýtt sem skepnufóður en áhugi á nýtingu þess til manneldis hefur farið vaxandi.

Það er ekki síst vegna hollustu byggsins en mikilvæg efni eins og trefjaefni eru í meiri mæli í byggi en hveiti. Einnig skiptir máli að bygg er mjög fjölhæf korntegund til matvælavinnslu.

Einn helsti veikleiki íslenskrar byggræktar er að kornið þornar ekki nægjanlega á akri og því verður að þurrka það áður en hægt er að nýta það til matvælaframleiðslu. Einnig er ræktunaröryggi minna hér á landi en víða annars staðar. Greina þarf kostnað og tekjur í byggræktinni og líta einnig á hlið matvælaiðnaðarins.

Mögulegt er að nota bygg í bökunarvörur, morgunkorn, grauta, samsetta rétti og meðlæti í stað hrísgrjóna. Úr byggi er unnið maltbygg sem notað er við framleiðslu áfengra drykkja. Einnig má hugsa sér að bygg verði notað í markfæði (e. functional foods) sem eflir heilsu. Bygg gefur matvælum hollustuímynd vegna trefjaefna og annarra hollefna sem í því eru.

Í verkefninu„ Aukin verðmæti úr íslensku byggi” var sýnt fram á að hægt er að nýta bygg með margvíslegum hætti í matvælaiðnaði. Efnainnihald byggsins var líkt því sem gerist erlendis og öryggið (e. food safety) með tilliti til örvera og aðskotaefna var fullnægjandi. Í verkefninu kom ekkert í ljós sem mælir gegn nýtingu íslensks byggs til manneldis. Niðurstöður verkefnisins nýtast við kynningu á vörum úr byggi og mat á hollustugildi þeirra. Helstu niðurstöður og ályktanir eru teknar saman hér að neðan.

Bökunariðnaður
Sýnt var fram á að notkun byggs í bökunarvörur gengur vel og hægt er að mæla með því að bökunariðnaðurinn noti bygg í framleiðslu sína. Bökunariðnaðurinn getur framleitt fjölbreytt úrval vara úr byggi. Ekki ætti að einblína á brauðin heldur framleiða einnig bökunarvörur sem geta verið að stórum hluta eða eingöngu úr byggi (flatkökur, kökur o.fl.).

Frá manneldissjónarmiði er mikilvægt að auka magn trefjaefna í fæði Íslendinga. Það er sérstaklega áhugavert að í bygginu eru vatnsleysanleg trefjaefni sem kallast beta-glúkanar. Þessi trefjaefni geta lækkað kólesteról í blóði og haft dempandi áhrif á blóðsykur. Það er því hægt að auka hollustu brauðvara með því að nota bygg í vörurnar.

Til þess að hægt verði að fullnægja mögulegum þörfum bökunariðnaðarins þarf að vera hægt að afhýða og fínmala íslenskt bygg í talsverðum mæli. Nauðsynlegt er að viðskipti með bygg fyrir bökunariðnað byggi á skilgreindum gæðakröfum. Íslenskt bygg gæti ef til vill fullnægt 10-20% af innanlandsþörfinni fyrir korn til framleiðslu á bökunarvörum.

Maltframleiðsla
Í verkefninu tókst að framleiða íslenskt byggmalt með fullnægjandi eiginleika. Koma þarf maltframleiðslu yfir á framleiðslustig. Framleiðslan þarf að hafa stöðug gæði en íslenskt bygg getur verið talsvert mismunandi eftir árum og framleiðendum. Hráefni til maltgerðar verður að vera það íslenska bygg sem er af mestum gæðum. Þróunarvinna er nauðsynleg til að koma saman nothæfum verkferlum og ná út skemmdu korni.

Áfengir drykkir
Framleiddur var bjór úr íslensku byggmalti og voru þá aðeins humlarnir innfluttir. Strangt tekið þurfa íslenskar plöntur að koma í stað humlanna ef bjór á að vera alíslenskur. Bygg og vatn eru þó mikilvægustu hráefnin til bjórgerðar. Viskíframleiðsla úr íslensku byggi er hugsanleg en hefur ekki verið könnuð. Viskíframleiðsla gerir ekki eins miklar kröfur til gæða byggsins eins og bjórgerð.

Matargerð og héraðskrásir
Bygg hentar vel í ýmsa matargerð og upplagt er að nota það í héraðskrásir þar sem byggið er ræktað. Ferðaþjónustan getur notið góðs af þessu.

Lífefnavinnsla
Bygg getur orðið hráefni í lífefnavinnslu. Hægt er að vinna beta-glúkana og aðrar fjölsykrur úr byggi. Nota mætti ensím til að kljúfa fjölsykrurnar í fásykrur sem gætu haft líffræðilega virkni. Hægt er að nota fásykrur í fleiri matvæli en beta-glúkana þar sem beta-glúkanarnir auka seigju vissra matvæla of mikið. Markfæði sem eflir heilsu gæti byggst á á beta-glúkönum úr byggi. Það gæti opnað nýja möguleika á hagnýtingu byggs til manneldis. Fleiri efnisþættir í byggi gætu haft þýðingu fyrir markfæði og má til dæmis nefna tókóferól og fjölsykrur. Beta-glúkönum er nú þegar bætt í ýmis matvæli erlendis og telja má víst að sú þróun haldi áfram.

Gæðakröfur
Mikilvægt er að fundinn verði farvegur til að þróa þær gæðakröfur sem hafa verið settar fram. Þurrkun byggsins er eitt mikilvægasta atriðið. Huga þarf að þessum þætti hjá framleiðendum. Þurrkunarstöðvar fyrir ákveðið svæði gætu verið góður kostur. Bökunariðnaðurinn gerir ákveðnar kröfur til byggmjöls en fyrir maltgerðina þarf að uppfylla aðrar kröfur.

Mikilvægt er að bygg mygli ekki, hvorki á akri né í geymslu. Sumir myglusveppir geta myndað sveppaeitur sem eru skaðleg fyrir fólk og búfé. Ekkert hefur komið fram sem bendir til sveppaeiturs í íslensku byggi. Leggja ber áherslu á að fylgjast með því hvort mygla kemur upp í korni eða mjöli og koma þá í veg fyrir notkun á afurðinni hvort sem hún er nýtt sem skepnufóður eða til manneldis.

Sérstaða
Hugsanlegt er að ýmsar tegundir sveppaeiturs myndist ekki hérlendis á akri vegna lágs umhverfishita og gæti það verið viss sérstaða fyrir íslenskan landbúnað. Rannsóknir vantar á myndun sveppaeiturs við íslenskar aðstæður.

Nægjanlegt fæðuframboð á Íslandi
Bygg og kartöflur eru einu kolvetnagjafarnir sem framleiddir eru í landinu í umtalsverðum mæli. Það getur því skipt máli að bygg sé framleitt í landinu bæði til fóðurs og matvælaframleiðslu. Ræktun byggs á Íslandi er liður í að tryggja nægilegt fæðuframboð (e. food security) fyrir Íslendinga. Áhugi á nýtingu innlendra hráefna til matvælaframleiðslu hefur einnig aukist.

Málþing í Danmörku um Norrænt korn
Ólafur Reykdal hjá Matís og Ólafur Eggertsson og Guðný Valberg á Þorvaldseyri sóttu  málþing á vegum verkefnisins Norrænt korn í norrænni matargerð (Forum for Nordic Domesticated Cereals for the New Nordic Kitchen) í Danmörku 10. og 11. mars 2009.  Verkefnið var undir áætluninni Ný norræn matargerð. Á málþinginu komu saman vísindamenn, bakarar og framleiðendur og miðluðu af reynslu sinni.

Upplýsingar frá málþinginu má finna hér.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Reykdal, olafur.reykdal@matis.is.

Fréttir

Samanburður á hagkvæmni mismunandi flutningaferla

Útflutningsleiðir ferskra fiskafurða hafa að miklu leyti ráðist af geymsluþoli þeirra.  Stór hluti afurðanna hefur verið fluttur út með flugi til að lágmarka flutningstíma frá framleiðenda til neytanda en vegna efnahags- og umhverfissjónarmiða hafa framleiðendur í auknum mæli beint sjónum sínum að skipaflutningi á síðastliðnum árum. 

Það er því mikilvægt að leita leiða til að lengja geymsluþol ferskra afurða, m.a. með því að endurbæta umbúðir og bæta hitastýringu í öllu ferlinu frá veiðum til neytenda.   En það er fleira en beinn flutningskostnaður og vaxandi umhverfisvitund í heiminum, sem spilar inn í samkeppni skipa- og flugflutninga.  Niðurstöður AVS verkefnanna Hermunar kæliferla og Samþættingar kælirannsókna hafa nefnilega bent til greinilegs munar á stöðugleika hitastýringar í skipa- og flugflutninga, fyrrnefnda flutningsmátanum í vil. Rannsóknin er einnig hluti af EU-verkefninu Chill-on (FP6- 016333-2).

Hitasíritar utan á frauðplastkassa til hitakortlagningar kælikeðja. 

Í yfirstandandi tilraun er nákvæmur samanburður gerður á þeim hitasveiflum, sem afurðir verða fyrir við flutning  frá Dalvík til Bremerhaven, með flugi annars vegar og skipi hins vegar.  Hita- og rakastig gegnum flutningakeðjuna er kortlagt með 24 – 29 síritum utan og innan í kössum hverrar sendingar og fæst þannig heildstæð mynd af því hitaálagi, sem umbúðir verða að vera færar um að verja þessa dýrmætu vöru fyrir.  Samfara þessu eru breytingar á gæðum metnar.  Lagt verður mat á flutningskostnað og geymsluþol afurða og þær niðurstöður notaðar til að fá vísbendingar um kosti og galla hvors flutningsmáta.

Fréttir

Matarsmiðjan á Höfn skiptir verulegu máli

Áhugaverðan pistil má nú finna á vefsvæði Ríki Vatnajökuls, www.rikivatnajokuls.is. Greinin fjallar m.a. um hvernig hægt er að auka tekjur með því að tengja ferðaþjónustu enn frekar við grunnatvinnugreinar.

Fréttir

Kæling fyrir pökkun ferskra flaka

Hjá Matís er unnið að athugunum á áhrifum þess að forkæla afurðir fyrir pökkun með tilliti til geymsluþols afurða. Eftir því sem afurðir eru nær ákjósanlegu hitastigi við pökkun, því minni er kæliþörfin í sjálfu flutningaferlinu.

Afar mikilvægt að lækka hitastig vörunnar í litlum einingum áður en henni er pakkað því annars er hætt við hægri og ójafnri kælingu, sem reyndin er í tilfelli stórra pakkaðra vörueininga. Forkælingaraðferðirnar, sem eru notaðar í tilraununum, eru vökvakæling og roðkæling og er afurðum pakkað í frauðplastkassa að lokinni snyrtingu og skurði í hnakkastykki. Kassarnir eru geymdir við hitastýrðar aðstæður þar sem líkt er eftir raunverulegum flutningaferlum. Fylgst er með breytingum á gæðum og skemmdarferlum með reglulegu millibili. Niðurstöður verða síðan notaðar til að meta geymsluþol afurða sem pakkað hefur verið eftir eða án forkælingar.

Þessar forkælingartilraunir nýtast tveimur AVS verkefnum, þ.e. Samþættingu kælirannsókna (R 061-06) og Hermun kæliferla (R 037-08) og eru einnig hluti af EU-verkefninu Chill-on (FP6- 016333-2). Í fyrra verkefninu nýtast þær til markvissari ferlastýringar og útgáfu leiðbeininga fyrir iðnaðinn.  Í Hermun kæliferla er meiri áhersla lögð á flutningaferlana og tengsl forkælingar við hönnun og notkun umbúða í flutningaferlum.  Niðurstöður forkælingartilraunanna koma að gagni við þróun varmaflutningslíkana fyrir ferskan fisk í flutningi, sem nýtast til endurbóta á flutningaferlum. 

IS