Fréttir

Rannsóknir á næringu móður á meðgöngu á heilsu hennar og barns

Í þættinum Vísindin og við sem sýndur er á Hringbraut er viðtal við Ingibjörgu Gunnarsdóttir prófessor í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Agnesi Þóru Árnadóttir, PhD nema hjá Matís.

Í viðtalinu ræðir Ingibjörg um hvaða áhrif næring á meðgöngu hefur á heilsu bæði móður og barns og rannsóknir sem gerðar hafa verið til að meta almennt næringarástand. Agnes Þóra hefur verið að skoða áhrif næringu móður á meðgöngu á þarmaflóru barnsins. Sýnin eru tekin við 4 mánaða aldur, 6 mánaða aldur, 1 árs og 2 ára. Verið er að fylgjast með því hvernig þarmaflóran þróast hjá þessum börnum og það skoðað út frá því hvað móðirin er að borða á meðgöngunni. Bæði er rannsakað lífsýni og spurningarlisti, sem mæður eru beðnar um að svara.

Við mælum með að horfa á þáttinn í heild sinni á Hringbraut:

https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/visindin-og-vid/seria-2-thattur-6-ingibjorg-gunnarsdottir/

 

Fréttir

Samband fóðurs og árstíðabundinna sveiflna á næringarinnihaldi mjólkur

Webinar um niðurstöður samstarfsverkefnis Matís og Háskólans í Reading sem heitir “Essential minerals in milk: their variation and nutritional implications” verður haldið rafrænt þann 16. desember næstkomandi kl 12:00.  Verkefnið sem fjallað er um heitir NUTRIMILK og er styrkt af EIT food.

Mjólkursýni voru tekin úr búðum í Bretlandi í heilt ár (bæði lífræn mjólk og hefðbundin) og mjólkin rannsökuð m.t.t. steinefna og snefilefna. Markmiðið er að sjá hvort það séu árstíðabundnar breytingar, sem gætu m.a. orsakast af því að samsetning fóðurs er mismunandi eftir árstíðum (t.d. eru kýrnar meira úti á sumrin). Niðurstöðurnar eru skoðaðar með næringarþarfir neytenda í huga, en taka þarf tillit til þess að næringarþarfir mismunandi samfélagshópa geta verið breytilegar.

Fyrirlesturinn fer fram í gegnum Teams frá 12:00 – 13:00. Dr Sokratis Stergiadis dósent í Háskólanum í Reading heldur erindið: Macrominerals and trace elements in cows’ retail milk: seasonal variation and implications for consumer nutrition.

Þátttaka er frí en skráning er nauðsynleg með því að smella á skráningarhnappinn hér að neðan:

This activity has received funding from EIT Food, the innovation community on Food of the European Institute of Innovation and Technology (EIT), a body of the EU, under the Horizon 2020, the EU Framework Programme for Research and Innovation.

Abstract: Milk is an important dietary source of essential macrominerals and trace elements (Ca, I, P, Zn, K, Se, Mg, Na), but there is substantial seasonal variation in their concentrations because of different feeding management between seasons. This large variation may increase the risk of nutrient imbalances throughout the year, particularly in demographics with higher requirements (toddlers, children, pregnant/nursing women). Farm-to-fork interventions can improve consistency in mineral composition but the seasonal and production systems’ variation of the retail milk mineral profile is unknown, thus making it difficult for the food and livestock industry to identify the potential risks to nutrient supply. This project study will investigate the seasonal variation in macromineral and trace element concentrations of milk from conventional and organic dairy systems, and assess the impact on mineral intakes of the different demographics across the year. Results can be used to inform food-chain interventions for optimum milk mineral contents.

Fréttir

Skítamix! Sjálfbær áburðarframleiðsla

Jónas Baldursson verkefnastjóri hjá Matís og Eva Margrét Jónudóttir sérfræðingur hjá Matís ræða hér verkefnið Sjálfbær áburðarframleiðsla, heildstæð nálgun á hringrásarhagkerfið.

Rætt er um næringarefni áburðar, frumniðurstöður tilrauna og hvort að verkefnið hefði í raun átt að heita Skítamix.  Farið er yfir sjálfbærni ferla með því að nýta aukaafurði úr ýmsum iðnaði, meðal annars moltu, kjötmjöl, kúamykju, fiskeldiseyru, kjúklingaskít og mannaseyru.

Við fáum að heyra hvað kom á óvart og mikilvægi þess að gera áburðarframleiðslu sjálfbæra.

Ekki láta þennan þátt framhjá þér fara. Hlustaðu í þáttinn í heild sinni hér:

Þáttastjórnandi: Hildur Ýr Þráinsdóttir

Samstarfsaðilar verkefnisins eru: Atmonia, Landbúnaðarháskóli Íslands, Hafrannsóknastofnun, Landgræðslan og Landsvirkjun.

Verkefnið er styrkt af: Markáætlun Rannís

Fréttir

Laurentic Forum ráðstefna

Dagana 29. og 30. nóvember verður haldin hin árlega Laurentic Forum ráðstefna, sem að þessu sinni verður haldin sem netráðstefna.

Laurentic Forum er samstarf fyrirtækja og stofnanna á Íslandi, Nýfundnalandi & Labrador, Írlandi og Noregi þar sem markmiðið er að stuðla að nýsköpun til styrktar brothættum byggðum í Norðri.

Laurentic forum hefur aðallega einbeitt sér að nýsköpun í ferðamannaiðnaði og sjávarútvegi. Því er dagskrá ráðstefnunnar skipt á ráðstefnudagana þ.a. 29. nóvember verður athyglinni beint að ferðamannaiðnaði og 30. nóvember er röðin komin að sjávarútvegi. Matís er hluti af Laurentic Forum netverkinu sem fjallar um sjávarútveg, en auk Matís eru Sjávarklasinn, Byggðastofnun og Þekkingarsetrið í Vestmannaeyjum með í hópnum frá Íslandi.

Hægt er að sjá dagskrá ráðstefnunnar á heimasíðu Laurentic Forum og þar fer einnig skráning fram. Sérstök athygli er vakin að kynningu Alexöndru Leeper hjá Sjávarklasanum sem mun fjalla um fullnýtingu sjávarafurða.

Fréttir

Verðmætasköpun í íslensku fiskeldi

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Hliðarstraumum í fiskeldi er að mestu skipt í tvo flokka, þ.e. K2 sem er sjálfdauður fiskur sem drepst í kvíum, og K3 sem er slóg sem fellur til við slátrun, auk hausa, hryggja og afskurðar sem fellur til við fullvinnslu. Ekki má vinna hráefni frá K2 til manneldis né í fóður fyrir dýr sem ræktuð eru til manneldis, og þess vegna þarf að líta til annarra markaða t.d. gælu- eða loðdýr. K3 getur hins vegar farið til framleiðslu til manneldis eða í fóður dýra sem neytt er af mönnum.

Um verulegt magn er að ræða sem leggst til sem hliðarafurðir við fiskeldi á Íslandi. Gert er ráð fyrir rúmlega fimm þúsund tonnum af K2 og rúmlega tvö þúsund tonnum í K3. Í dag eru þessi hráefni að mestu unnin í meltu, sem flutt er út til Noregs til frekari vinnslu í dýrafóður. Vinnsla á hliðarafurðum frá flakavinnslu hefur verið fryst  og notuð í fóðurgerð fyrir loðdýraeldi.

Sjálfdauður fiskur úr kvíum (K2) er unninn í meltu strax um borð í fóðurprömmum og afhent norskum kaupendum á staðnum um borð í flutningaskip. Vegna takmarkaðrar notkunar á þessu hráefni, eru verðmæti undir kostnaðarverði við framleiðslu á meltu. Meiri möguleikar eru á framleiðslu á á meltu úr K3, sem hægt að nýta til fóðurgerðar fyrir eldisdýr og jafnvel til manneldis sem eykur verðmæti töluvert. Samið hefur verið við kaupendur að taki þeir K2 fái þeir K3 jafnframt, án greiðslu fyrir afurðir beggja flokka.

Í þessu verkefni „Verðmætasköpun í íslensku fiskeldi“ sem að hluta var fjármagnað af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi/Matvælasjóði er bent á leiðir til að auka verðmætasköpun við meltuvinnslu. Í verkefninu var leitað leiða til að lækka kostnað og auka verðmæti við meltuframleiðslu úr hliðarstraumum fiskeldis, þar sem einkum var horft til þess að lækka flutningskostnað með því að vinna meltuna meira, taka úr henni lýsi og vatn, sem minnkar umfang og vigt við flutning og gefur tækifæri á að vinna hana í dýrari afurðir. Laxeldi á Íslandi í dag er dreift um Austurland og Vestfirði, auk þess sem umfangsmikið landeldi er í undirbúningi á a.m.k. þremur stöðum á Suðurlandi, og því mikilvægt að finna lausnir til að safna saman og flytja hliðarhráefnin frá eldi og slátrun til áframvinnslu, en töluverðan tækjabúnað þarf til þess.

Í verkefninu er velt upp mikilvægum möguleikum í nýtingu á K2 og K3 sem hingað til hefur verið kostnaður fyrir fiskeldið og gæti snúið því yfir í verðmætasköpun. Til að koma þessum hugmyndum lengra er nauðsynlegt fyrir rannsóknarsamfélagið að vinna þétt með fiskeldisfyrirtækjum og yfirvöldum sem skapa regluverkið.

  • Þykkingin er framkvæmd með gufun við undirþrýsting sem á sér stað við 30-50°C og þess vegna varðveitast eiginleikar próteina að mestu. En við þurrkun er hluti af þessum eiginleikum rýrðir vegna hás uppgufunarhita við þurrkun.
  • Í framtíðinni væri hægt að hugsa sér að nýta þykkni beint í fóðurframleiðslu og sleppa þurrkunarþrepinu sem er kostnaðarsamt (stofnkostnaðar er hár og einnig rekstrakostnaður) og ekki umhverfisvænt. Þannig væri hægt  draga úr verulega sótspori við þessa vinnslu og fóðrið yrði umhverfisvænna.

Til komast lengra er mikilvægt að þróa þessar hugmyndir í samtarfi við greinina og rannsóknasamfélagið. Einnig er mikilvægt að stjórnvöld og eftirlitsstofnanir komi að málinu til að tryggja að regluverkið gangi í takt við þarfir og kröfur allra hagaðila.

Fréttir

Fróðleikur um bógkreppu í nýjustu Hrútaskránni 

Bógkreppa er arfgengur erfðagalli í sauðfé á Íslandi. Gallinn er að öllum líkindum víkjandi, sem þýðir að til þess að lömb fæðist með einkenni bógkreppu þurfa þau að fá gallaða genið frá báðum foreldrum.

Þetta hefur í för með sér að erfðagallinn hefur leynst árum saman í íslenska fjárstofninum og skýtur síðan óvænt upp kollinum. Matís er þáttakandi í verkefni um leit af erfðagallanum sem veldur bógkreppu. Rannsóknaverkefnið er styrkt af Fagráði í sauðfjárrækt, leitt af Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og auk Matís kemur RML að verkefninu.

Í Hrútaskránni 2022-2023 er að finna fróðlega grein um erfðagallann. Hrútaskrána má nálgast með því að smella á hnappinn hér fyrir neðan, greinin er á bls 52-53.

Viltu vita meira? Lestu einnig fyrri frétt um aðkomu Matís að leit erfðaþátta bógkreppu, hér að neðan:

Fréttir

Sjáðu sjónvarpsþáttinn um verkefnið Grænir frumkvöðlar framtíðar

Tengiliður

Justine Vanhalst

Verkefnastjóri

justine@matis.is

Sérstakur sjónvarpsþáttur tileinkaður Matís verkefninu Grænir frumkvöðlar framtíðarinnar var sýndur á sjónvarpsstöðinni N4 á dögunum.

Ein helsta útkoma verkefnisins var kennsluefni um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á hafið, lífríki hafsins, sjávarútveg og samfélög. Kennsluefnið, sem inniheldur m.a. kennsluleiðbeiningar, fróðleik, verkefni, leiki og tilraunir, er miðað að nemendum elstu bekkja grunnskóla og verður prufukeyrt í þremur grunnskólum skólaárið 2021-2022.

Sjáðu þáttinn hér:

Fréttir

Matís auglýsir eftir verkefnastjóra í Vestmannaeyjum

Tengiliður

Tinna Brá Sigurðardóttir

Mannauðsstjóri

tinnabra@matis.is

Þekkingarsetur Vestmannaeyja (ÞSV) og Matís ohf. óska eftir að ráða verkefnastjóra í 100% starf, um 50% starf hjá hvoru fyrirtæki. Starfstöðin er í skapandi umhverfi ÞSV og samstarfsaðila að Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum.

Meginhluti starfsins hjá ÞSV í samstarfi við framkvæmdastjóra þess felst í að sinna svæðisbundnum verkefnum á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) samkvæmt sérstökum samningi þar um. Þar á meðal að veita ráðgjöf á sviði atvinnu og menningar og hafa umsjón með styrkveitingum til áhugaverðara verkefna á sviði byggðaþróunar á Suðurlandi. 

Starfið hjá Matís snýr að öflun, skipulagningu og þátttöku í innlendum og alþjóðlegum rannsóknar og nýsköpunarverkefnum á sviði sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Starfsstöðin í Vestmannaeyjum verður í góðum tengslum við matvælaframleiðendur á öllu Suðurlandi. Viðkomandi mun veita þjónustu m.a. við matvælarannsóknir, ráðgjöf og styrkumsóknir til rannsóknasjóða í samstarfi við aðra sérfræðinga Matís.

Starfssvið

■ Samstarf við fyrirtæki, einstaklinga og sveitarfélög um byggðaþróun og nýsköpun á Suðurlandi  

■ Viðskipta- og rekstraráðgjöf 

■ Verkefnaöflun og aðstoð við fjármögnun verkefna s.s. með gerð styrkumsókna 

■ Verkefnastjórnun 

Hæfniskröfur

■ Menntun sem nýtist í starfi t.d. matvælafræði, sjávarútvegsfræði, verkfræði, viðskiptafræði eða tæknimenntun 

■ Góð færni í mannlegum samskiptum 

■ Góð færni í tjáningu í ræðu og riti 

■ Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður 

Öll kyn eru hvött til að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá auk símanúmers eða tölvupóstfangs hjá meðmælenda.  

Nánari upplýsingar um starfið veita:  

Hörður Baldvinsson, frkvstj. ÞSV hbald@setur.is simi 841 7710 og Jónas R. Viðarsson, sviðsstjóri hjá Matís jonas@matis.is 422 5107. 

Umsóknarfrestur er til 13. nóvember n.k.

Ljósmynd: Shutterstock

Fréttir

Bætiefni matvælaframleiðslunnar
– Ný ásýnd Matís

Upprunalegt útlit og merki Matís var hannað við stofnun fyrirtækisins árið 2007. Merkið hefur þjónað okkur vel í gegnum árin, en nú er komið að því endurnýja merkið og fríska upp á ásýnd fyrirtækisins í takt við nýja tíma og skjámiðla. Á sama tíma viljum við nýta tækifærið og skerpa á skilaboðum okkar og sérstöðu í verðmætasköpun í matvælaframleiðslu, lýðheilsu og matvælaöryggi í landinu.

Með nýjustu tækni og vísindum getum við nú gert okkur mat úr því sem áður var óhugsandi. Við veitum fyrirtækjum og stofnunum í matvælaframleiðslu stuðning með þekkingu, rannsóknum og hugviti. Markmið okkar er að framleiðsla neysluvara verði sjálfbærari, hagkvæmari og heilnæmari, auk þess að þróa leiðir til að efla fæðuöryggi í heiminum.

Bætiefni matvælaframleiðslunnar

Nýtt tákn Matís er dropi, bætiefni. Við gerum gott betra, lengjum líftíma matvæla og erum bætiefni matvælaframleiðslu. Samskipti við hagaðila eru okkur hjartansmál og getur dropinn einnig táknað talbólu til marks um það.

ENNEMM auglýsingastofa sá um hönnun á nýju útliti Matís.

Fréttir

Af hverju saltfiskur?

Vinnustofan „Af hverju saltfiskur?“ var haldin þann 28. september 2022. Markmið vinnustofunnar var að miðla þekkingu úr hinum ýmsu áttum, og leita leiða til að styrkja stöðu saltfisksins á innanlandsmarkaði. Vinnustofuna sóttu um 40 manns, matreiðslunemendur, matreiðslumeistarar, framleiðendur, markaðsfólk, og síðast en ekki síst Matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir.

Haldnar voru stuttar kynningar af sérfræðingum Matís um sögu, menningu, verkun og útvötnun saltfisks. Jafnframt um þekkingu og viðhorf neytenda til saltfisks og neyslu hans á Íslandi. Skynrænir eiginleikar saltfisks voru kynntir og fundargestir fengu tækifæri til að smakka og bera saman tvær gerðir saltfisks og tvær gerðir af söltuðum fiski. Þá kynntu matreiðslunemar MK hugmyndir sínar á bakvið saltfiskrétti, sem voru reiddir á borð. Að því loknu var unnið í þremur hópum, sem hver um sig tók efirfarandi umræðuefni:  “Hvað er saltfiskur- má kalla saltaðan fisk saltfisk?”, “Hvernig náum við til unga fólksins?” og “Hvernig er hægt að auka vöruframboðið?”

Niðurstöður vinnustofunnar sýndu að mikilvægt er að greina á milli þess sem sannarlega telst saltfiskur annars vegar og saltaðs fisks hins vegar. Saltaður fiskur, yfirleitt léttsaltaður eða nætursaltaður, hefur ekki sömu einkenni og saltfiskur, sem er fullverkaður með salti og saltpækli og þá þurrsaltaður jafnvel vikum saman, sem gefur þessari vöru einstaka eiginleika á borð við einkennandi verkunnarbragð og stinna áferð, eftir útvötnun.

Svo virðist sem það séu til staðar endalaus tækifæri og sóknarfæri fyrir saltfiskinn. Við þurfum hins vegar að greiða betur leið saltfisksins á íslenskan markað. Saltfiskur ætti í raun að vera okkur íslendingum, á pari við það sem parma skinka er Ítölum, hið minnsta.

Vinnustofan var haldin í húsakynnum Menntaskólans í Kópavogi, í samstarfi Matís, Gríms Kokks, Klúbbs Matreiðslumeistara, Menntaskólans í Kópavogi og Íslenskra saltfiskframleiðenda. Vinnustofan er hluti af verkefninu Saltfiskkræsingar (e. Trendy Cod) sem Matís hefur umsjón með, en NORA og AG-Fisk (Arbejdsgruppen for Fiskerisamarbejdet) á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar hefur veitt styrk til.

Vinnslustöðin hf og KG Fiskverkun gáfu saltfisk til vinnustofunnar.

Kynntu þér verkefnið Saltfiskkræsingar nánar, með því að smella hnappinn hér að neðan:

Forsíðumynd af saltfisk: Lárus Karl Ingvarsson

IS