Skýrslur

Veiði, vinnsla og útflutningur á lifandi kúfskel / Catching, processing and export of live ocean clam

Útgefið:

01/11/2010

Höfundar:

Siggeir Stefánsson, Jónas R. Viðarsson, Þorgrímur Kjartansson, Guðmundur H. Gunnarsson

Styrkt af:

AVS (verkefni R 061-08)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Sviðsstjóri rannsókna

jonas@matis.is

Veiði, vinnsla og útflutningur á lifandi kúfskel / Catching, processing and export of live ocean clam

Árið 2006 hófu aðstandendur Íslensks kúffisks ehf. á Þórshöfn að kanna möguleikana á að veiða og vinna lifandi kúfskel fyrir Evrópumarkað, en víða í mið og suður Evrópu eru góðir markaðir fyrir lifandi samlokuskeljar. Þar sem um var að ræða algjörlega nýja vöru var ljóst að þetta krefðist þróunar á veiðum, vinnslu, flutningi og markaðssetningu sem væri ólík því sem áður hefur þekkst við nýtingu á kúffiskstofninum hér við land. Þurfti því að fara fram umfangsmikið rannsóknarstarf áður en unnt yrði að markaðssetja fullkláraða vöru. Mikil vinna var lögð í þróun á veiðum, vinnslu, geymslu, flutning og kynningu á skelinni fyrir mögulegum kaupendum. Segja má að afrakstur þessarar vinnu hafi almennt verið mjög góður og er nú svo komið að tekist hefur að finna lausnir á flestum þeim úrlausnarefnum sem lagt var af stað með í upphafi. Lifandi kúfskel er tilbúin sem fullkláruð vara. Hún stenst fyllilega samanburð við aðrar lifandi samlokuskeljar sem seldar eru á mið og suður Evrópumarkaði hvað varðar gæði, heilnæmi og afhendingaröryggi. Hins vegar hefur sala á vörunni látið standa á sér. Þrátt fyrir að á öllum verkefnistímanum hafi fengist mjög jákvæðar viðtökur dreifingaraðila, matreiðslumeistara, veitingahúsaeigenda, smásala og almennra neytenda á mikilvægum markaðssvæðum þá hefur ekki enn tekist að vinna þá markaði sem stefnt var að í upphafi. Aðal ástæðan fyrir sölutregðunni stafar af því hve íhaldssamir neytendur lifandi samlokuskelja eru. Þeir eru einfaldlega ekki tilbúnir til að prufa aðrar skeljar en þær sem þeir þekkja. Verkefnisaðilar mun þó halda áfram að vinna í markaðsmálum varðandi lifandi kúfskel þar sem þeir vita að varan er fyllilega samkeppnishæf við aðrar samlokuskeljar sem seldar eru á Evrópumarkaði.

In 2006 the owners of Íslenskur kúffiskur ehf. in Þórshöfn began to explore the possibilities of catching, processing and exporting live ocean clam from Iceland for the European market, where there is a strong demand for live bivalves. Ocean clam is traditionally not a part of the bivalve species that have been sold alive at these markets in the past, which meant that considerable research and development work had to be done regarding the whole value chain of the clam before it could be ready as a marketable product. The main emphasis of the R&D work was on catching, processing, storage, transportation and marketing. After having worked on solving various challenges in the value chain of the ocean clam for over three years the overall results look promising, as solutions have been developed for most of the tasks that had been defined in the beginning. Live ocean clam is now ready as a final product that is compatible with other bivalves sold in central and south Europe regarding quality, food safety and delivery reliability. The target markets have however not accepted the product with the same enthusiasm as originally hoped for. The target markets seem to be more conservative than expected when it comes to trying out new alternatives. The outcome of the project is that challenges regarding catching, processing, storing and transportation of live ocean clam have been solved. The final product is therefore ready, but unfortunately the market has not accepted it as hoped for. The project participants will though continue to look for promising markets and are convinced that live ocean clam will become a valuable export product for the Icelandic seafood industry sometime in the future.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2009

Útgefið:

01/11/2010

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Undesirable substances in seafood products – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2009

Árið 2003 hófst, að frumkvæði Sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar. Tilgangurinn með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Sömuleiðis er markmiði að safna óháðum vísindagögnum um óæskileg efni í sjávarafurðum fyrir stjórnvöld, fiskiðnaðinn sem og kaupendur og neytendur íslensks sjávarfangs. Gögnunum sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumat og til að byggja upp gagnagrunn um aðskotaefni í íslensku lífríki. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna fram á raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er. Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar fyrir árið 2009. Mat á ástandi íslenskra sjávarafurða með tilliti til aðskotaefna er langtímaverkefni og verður einungis framkvæmt með sívirkri vöktun. Á hverju ári er því farið vandlega yfir hvaða gögn vantar og þannig stefnt að því að fylla inní eyðurnar. Árið 2009 voru eftirfarandi efni mæld í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum til lýsis- og mjöliðnaðar: dioxin, dioxinlík PCB og bendi PCB efni, PBDEs, málmar, auk þess 12 mismunandi tegundir varnarefna. Gert var sérstak átak í mælingum á PBDE og málmum árið 2009 og mældist mjög lítið af þessum efnum í íslenskum sjávarafurðum. Eins og áður mældist almennt lítið magn óæskilegra efna í íslensku sjávarfangi árið 2009. Olía og mjöl gert úr kolmunna á það þó til að vera nálægt eða yfir leyfilegum mörkum fyrir viss efni.

This monitoring of undesirable substances in seafood products was initiated by the Icelandic Ministry of Fisheries and Agriculture in the year 2003. Until then, this type of monitoring had been limited in Iceland. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. Further, the aim of the project is to provide independent scientific data on undesirable substances in Icelandic seafood for food authorities, fisheries authorities, industry, markets and consumers. The information will also be utilized for a risk assessment and gathering of reference data. This report summarizes the results obtained in the year 2009 for the monitoring of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. The monitoring began in 2003 and has now been carried out for six consecutive years. The evaluation of the status of the Icelandic seafood products in terms of undesirable substances is a long term project which can only be reached through continuous monitoring. For this reason, we carefully select which undesirable substances are measured in the various seafood samples each year with the aim to fill in the gaps in the available data. Thus the project fills in gaps of knowledge regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export. In the year 2009, data was collected on dioxins, dioxin-like PCBs, marker PCBs, 12 different types of pesticides, PBDEs and metals in the edible part of fish, fish oil and meal for feed. Samples collected in 2009 contained generally low concentrations of undesirable substances. These results are in agreement with our previous results obtained in the monitoring programmes in the years 2003 to 2008. This year (2009) special emphasis was laid on gathering information on PBDE and metals. The results reveal that these compounds are in very low amounts in fish and fish products and most PAHs are below detection limits. Blue whiting meal and oil can contain undesirable substances in concentration close to or exceeding the maximum level set by the EU.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Overview on fish quality research – Impact of fish handling, processing, storage and logistics on fish quality deterioration

Útgefið:

01/11/2010

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Björn Margeirsson, Kolbrún Sveinsdóttir, María Guðjónsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, Technology Development Fund and EU IP Chill-on (contract FP6-016333-2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Overview on fish quality research – Impact of fish handling, processing, storage and logistics on fish quality deterioration

Stutt geymsluþol fisks er takmarkandi þáttur í útflutningi ferskra fiskafurða frá Íslandi. Fjallað er um upphafsgæði hráefnis, aðferðir við kælingu, vinnslu, pökkun og aðstæður við geymslu og flutning ásamt áhrifum allra þessara þátta á ferskleika og geymsluþol fiskafurða. Hitastigsstýring er mjög mikilvæg til að viðhalda gæðum fisks. Forkæling flaka í vinnslu hefur verið notuð til að lækka hitastig fyrir pökkun. Samt sem áður verður að gæta þess að tæknin við forkælingu stofni ekki örveruástandi vörunnar í hættu og verði þar með til að hún skemmist fyrr eftir pökkun. Samverkandi áhrif sem verða af ofurkælingu og loftskiptri pökkun (MAP) geta lengt ferskleikatímabil og geymsluþol fiskafurða verulega. Ennfremur eru pökkunaraðferðir skoðaðar þar á meðal nýjar umhverfisvænni pakkningar. Að lokum er rætt um áhrif flutningaleiða ferskra fiskafurða á lokagæði þeirra til neytenda á markaði. Skýrsla þessi veitir yfirsýn yfir rannsóknir Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Matís ohf síðastliðna þrjá áratugi á viðfangsefninu. Ennfremur er rætt um hvernig þessar niðurstöður geti nýst fiskiðnaðinum.

The limited shelf life of fresh fish products is a large hurdle for the export of fresh products from Iceland. The influence of raw material quality, cooling methods, processing, packaging and storage conditions on freshness and shelf life extension is discussed. Temperature control is important to maintain fish quality. Pre-cooling of fillets in process has been used to lower the temperature prior to packaging. However, the cooling technique applied should not compromise the microbiological quality of the product and render it vulnerable to faster spoilage postpackaging. Synergism of combined superchilling and modified atmosphere packaging (MAP) can lead to a considerable extension of the freshness period and shelf life of fish products. Further, alternative and environmentally-friendly packaging methods are considered. Finally, the impact of transportation mode of fresh fish products on their resulting quality is examined. This report provides an overview of the findings on fish research carried out at Matís (Icelandic Fisheries Laboratories) over the last three decades and further discusses their practicality for the fish processing industry.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnsluferill línuveiðiskipa / Processing in line boats

Útgefið:

01/10/2010

Höfundar:

Róbert Hafsteinsson, Albert Högnason, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Vinnsluferill línuveiðiskipa / Processing in line boats

Verkefni þetta er samstarfsverkefni eftirtalinna fyrirtækja; Matís ohf, Brim hf, Samherji hf, Vísir hf, Hraðfrystihúsið Gunnvör hf og 3X Technology. Markmið verkefnisins er að bæta vinnsluferla línuveiðiskipa með það fyrir augum að lækka kostnað við vinnsluna, auka vinnuhagræði og gæði afurða. Afrakstur þessarar skýrslu er: Hönnun vinnsluferils um borð í línuskipum, afrakstursskýrsla. Tilraunaskýrsla um uppþíðingu á beitu, saury, smokk og síld. Og frumdrög að hönnun sjálfvirks lestarkerfis um borð í línuskipi. Helstu niðurstöður verkefnisins eru eftirfarandi: Mikil hagræðing felur í sér að þíða beituna upp í svokölluðum snigiltönkum, þíðingartíminn mun minnka úr 17 tímum niður í ca 2 – 3 tíma. Í stað þess að taka beituna út 17 tímum fyrr þá er matað beint í uppþíðingarkarið úr beitufrystinum. Mikill tímasparnaður næst fram með þessari aðferð. Tilraunir sýna fram á að fiskur sem fær að blæða út í ca 10‐15min við mikil vatnsskipti, er svo slægður og síðan kældur niður í núll gráður á ca 20‐25 min í krapakari (snigilkari) nær bestum gæðum m.t.t litar og los flaksins. Hannað var sérstakt vinnsluferli um borð í línuskipum sem tekur á þessum gæðastimplum. Einnig voru hönnuð frumdrög að sjálfvirku lestarkerfi um borð í framtíðar línuskipi. Tilgangur slíks kerfis er sá að hafa engan lestarmann niðri í lest heldur er raðað og flokkað uppi á vinnsludekkinu í körin. Síðan fer karið í þar til gerða karalyftu, sem var einnig hönnuð í þessu verkefni, niður í lest og á sérstök lestarbönd sem færa karastæðuna á viðkomandi stað í lestinni.

This project is a collaboration work between; Matis ohf, Brim hf, Samherji hf, Vísir hf, Hradfrystihusið Gunnvör hf and 3X Technology. The object of this project is to improve the process in line boats by reducing production costs, improve work conditions and product quality. The projects payoff is; Design of processing line onboard line boats, payoff report. Experiment report about thawing of bait, Saury, Cuttle and Herring. Also preliminary design of automatic system for loading boxes from holds in line boats. The primary results from this report are following: A great increase in efficiency is by thawing the bait in so called screw tanks, the thawing time reduced from 17 hours (current thawing method) down to appr. 2 – 3 hours. Instead of taking the bait out of the freezer 17 hours before use, the screw tank is feed from the freezer simultaneously. Previous experiments show that when the fish is bleeded for appr. 10‐15 minutes, and then gutted and afterwards cooled down to zero degree on Celsius for approx. 20‐25 minutes in a special screw tank filled with slush gives increased fish quality. A special processing trail was designed for lineboats which takes into account this quality.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Comparison of cooling techniques – Their efficiency during cooling their effect on microbial and chemical spoilage indicators

Útgefið:

01/10/2010

Höfundar:

Lárus Þorvaldsson, Hélène L. Lauzon, Björn Margeirsson, Emilía Martinsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

EU (contract FP6‐016333‐2) Chill‐on

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Comparison of cooling techniques – Their efficiency during cooling their effect on microbial and chemical spoilage indicators

Markmið tilraunanna var að rannsaka áhrif mismunandi ístegunda við niðurkælingu og geymslu á heilum, slægðum fiski á hita‐  og skemmdarferla. Þrjár ístegundir voru notaðar: hefðbundinn mulinn plötuís („flöguís“) (nefndur PI hér) auk tveggja gerða ískrapa (vökvaíss) framleiddum í þar til gerðum ískrapavélum (nefndar LIA og LIB hér) með mismunandi salt‐ og íshlutfall ískrapa. Niðurstöður hitamælinga sýndu fram á mun hraðari niðurkælingu með ískrapa en hefðbundnum flöguís. Þá reyndist niðurkæling nokkru hraðari með annarri tegund ískrapa (LIB) en hinnar (LIA) því hiti ýsu kæld í LIB fór úr 7.5 °C niður fyrir 0 °C á 20 – 30 mín miðað við um 55 – 60 mín í LIA. Samsvarandi tími fyrir hefðbundinn flöguís var um 260 mín. Munurinn á kælitíma í LIA og LIB má að hluta til skýra með 10% þyngri fiskum í LIA hópnum.   Niðurkæling heillar ýsu úr 10 °C og 20 °C gaf sambærilegar niðurstöður og niðurkæling úr 7.5 °C. Kælitími úr 10 °C niður í 4 °C var 24 mín fyrir LIB hópinn og 36 mín fyrir LIA hópinn. Sambærilegur kælitími úr 20 °C í 4 °C var 46 mín fyrir LIB samanborið við 55 mín fyrir LIA. Niðurstöður örverumælinga með ræktanlegum aðferðum sýndu að lítill vöxtur sérhæfðra skemmdarörvera (SSÖ) á ýsuroði átti sér stað snemma á geymslutímanum, óháð kælingaraðferð. Með frekari geymslu var örveruvöxtur svipaður milli kælihópanna með ísyfirlag efst í kerinu. Sambærilega örveruvaxtarþróun var að sjá í holdi þar til á 8. degi mældist marktækur hærri fjöldi Photobacterium phosphoreum og H2S‐ myndandi baktería í LIB‐kældum fiski. Það er athyglisvert að nefna að þau mismunandi hitastigsprófíl sem mældust meðal kælihópanna endurspegluðu ekki örveruvaxtarþróun sem átti sér stað. Raunar virtist skemmdargeta SSÖ ekki vera minni við köldustu aðstæðum þegar geymslutíminn leið, því marktækt hærra magn TVB‐N og TMA mældist í fiskum sem fengu ískrapa meðferð samanborið við hefðbundna ísgeymslu. Hugsanlegt er að þau skilyrði sem skapast við þessar vatnsmeiri og saltaðar aðstæður við notkun ískrapa eru óæskileg og leiða til hraðara skemmdarferlis en gerist við ísaðar aðstæður.

The aim of study was to investigate the effects of different ice media during cooling and storage of whole, gutted whitefish on temperature control and spoilage indicators. The thermodynamic, microbial and chemical properties of whole, gutted haddock were examined with respect to the cooling medium in which it was stored. Three basic types of cooling medium were used: traditional crushed plate ice (PI+PI) and two types of commercially available liquid (slurry) ice, here denoted as LIA and LIB. The ice types were furthermore divided into five groups with different salinity and ice concentration.   Microbiological analysis by cultivation methods revealed that growth of some specific spoilage organisms (SSO) on fish skin was delayed at early storage, independently of the cooling methods. With further storage, little or no difference in counts was seen among traditionally iced fish and those cooled in liquid ice for 2 h before draining and top layer icing. Even less difference was observed in the flesh microbiota developing until significant growth increase in Photobacterium phosphoreum and H2S‐producing bacteria was seen on day 8 in LIB cooled fish. Interestingly the differences obtained in the temperature profiles of fish cooled differently were not supported by different bacterial growth behaviour. In fact, SSO spoilage potential was not reduced in the coolest treatments as time progressed, as demonstrated on day 8 by the significantly higher TVB‐N and TMA content of fish cooled in liquid ice compared to traditional icing. Conditions created by liquid ice environment (salt uptake of flesh) may have been unfavourable, causing an even faster fish deterioration process with increasing storage time compared to traditional ice storage. Evaluation of the thermodynamic properties showed that LIB gave slightly faster cooling than LIA. For haddock stored in LIB the flesh reached 0 °C in 20‐30 min, but it took 57 min in LIA and around 260 min in crushed plate ice (PI). The difference in the cooling rate of LIA and LIB might, apart from the physical properties of the ice, partially be explained by the fish weight, being on average 10% more in the LIA group.   The additional cooling rate experiments where whole, gutted haddock was cooled down from 20 °C and 10 °C gave similar results. When cooled down from 20 °C the haddock reached 4 °C in 46 min when chilled in LIB while the same process in LIA required 55 min. Similar difference was seen when the material was cooled down from 10 °C, where fish chilled in LIB reached 4 °C in 24 min and fish chilled in LIA reached 4 °C in 36 min.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2008 og 2009 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2008 and 2009

Útgefið:

01/09/2010

Höfundar:

Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Sonja Huld Guðjónsdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfisráðuneyti og Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneyti / Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2008 og 2009 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2008 and 2009

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis sem styrkt er af Umhverfisráðuneytinu og Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Artic Monitoring Assessment Program). Gögnin hafa verið send í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnun sér um að afla sýna og Matís hefur umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin eru mæld á Matís og á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði. Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafró í mars 2009 og í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2008. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989 og er gögnum safnað saman í gagnagrunn. Í skýrslunni eru birtar yfirlitsmyndir fyrir sum efnanna sem fylgst er með. Kadmín er svæðisbundið hærra í íslenskum kræklingi samanborið við krækling frá öðrum löndum. Litlar breytingar eru á milli ára í styrk ólífrænna og lífrænna efna en þörf er á ítarlegri tölfræðigreiningu á gögnunum til að hægt sé að meta með vísindalegum aðferðum aukningu eða minnkun mengandi efna í lífríki sjávar hér við land.

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2008 and 2009. The project, overseen by the Environmental and Food Agency of Iceland, is to fulfill the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements. The project was funded by Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture. The data has been submitted to the ICES databank (ices.dk), collection of data began in 1989. Matís ohf is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at Matís and at the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland. Trace metals and organochlorines were analyzed in cod (Gadus morhua) caught in March 2009 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected in August/Sept 2008. Marine monitoring began in Iceland 1989. Cadmium is higher in some locations in Iceland compared to other countries. No significant changes were observed in the concentration of organic or inorganic pollutants investigated. However, a thorough statistical evaluation has to be carried out on the available data to analyze spatial and temporal trends of pollutants in the Icelandic marine biosphere.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Grandskoðum þann gula frá miðum í maga ‐ rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á verðmæti þorskafla / Factors influencing the quality and value of the Icelandic cod; a value chain perspective

Útgefið:

01/09/2010

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Jónas R. Viðarsson, Ásta M. Ásmundsdóttir, Cecilia Garate, Hrönn Jörundsdóttir, Ingibjörg G. Jónsdóttir, Sigurjón Arason, Vordís Baldursdóttir, Þorsteinn Sigurðsson, Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

Aukið verðmæti sjávarfangs (AVS), HB‐Grandi, Guðmundur Runólfsson hf, Fiskistofa, Hafrannsóknastofnunin, Matís

Grandskoðum þann gula frá miðum í maga ‐ rannsókn á þáttum sem hafa áhrif á verðmæti þorskafla / Factors influencing the quality and value of the Icelandic cod;  a value chain perspective

Markmið þessa verkefnis voru að safna ítarlegri upplýsingum en áður hefur verið gert um efnasamsetningu, vinnslueiginleika og verðmæti þorsks í virðiskeðjunni. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru:

• Ekki reyndist mikill munur í holdafari þorsks eftir árstíma, en holdastuðullinn var þó aðeins hærri í desember heldur en í kringum hrygningartímann (febrúar‐maí) þegar hann var lægstur. Ekkert samband fannst milli holdafars fisks og fituinnihalds lifrar.

• Jákvætt samband var milli lifrarstuðuls og fituinnihalds lifrar (R2 = 0,55). Sambandið var þó ekki línulegt heldur hækkaði fituinnihaldið hratt við lágan lifrarstuðul en minna eftir því sem lifrarstuðullinn hækkaði. Sömuleiðis hækkaði fituinnihald lifrar með lengd og aldri bæði hjá hængum og hrygnum.

• Fituinnihald lifrar, þyngd fisksins eða holdastuðullinn gefa ekki neinar afgerandi vísbendingar um flakanýtingu. Sömuleiðis hafði vatnsinnihald og vatnsheldni flaka lítil sem engin áhrif á vinnslunýtingu eða los.

• Samantekin niðurstaða af mati á áhrifum kyns, kynþroska og aldurs á flakanýtingu er sú að það er munur á flakanýtingu milli einstakra veiðiferða, sá munur virðist að einhverju leiti háður kynþroska fisksins og er samkvæmt fyrirliggjandi gögnum lægst á kynþroskastigi 4 (þ.e.a.s fiskur í hrygningu eða hrygndur). Rétt er þó að benda á að talsvert ójafnvægi er í gagnasafninu varðandi dreifingu kynþroska í einstakra veiðiferðum og tiltölulega fá sýni eru af fiski af kynþroskastigum 3 og 4 samanborið við kynþroskastig 1 og 2.

•Gerður var samanburður á styrk PCB7 í þorski beint úr hafi annars vegar og eftir vinnsluna, þ.e.a.s. í frosnum flökum, hins vegar. Ekki reyndist marktækur munur á styrk PCB7 í heilum fiski og frosnum þorskflökum, fiskvinnslan virðist því ekki hafa áhrif á styrk þessara efna í flökunum.

• Ekkert tölfræðilega marktækt samband var milli styrks járns (Fe), selens (Se), blýs (Pb) eða PCB7 og kyns, aldurs eða kynþroska. Tölfræðilega marktækt samband er milli styrks kvikasilfurs í holdi þorsks (þ.e.a.s í flökum) og aldurs, lengdar og kynþroska. Þekkt er að kvikasilfur safnast fyrir í holdi fiska með aldri og niðurstöður þessarar rannsóknar eru í samræmi við og byggja undir þessar niðurstöður.

The aim of this project is to collect more detailed data about the factors influencing the quality and value of the Icelandic cod during processing, were the end product is frozen fillet. Data were collected from 2007 to 2008 on fillet yield, water content, water capacity, gaping, parasites as well as the chemical composition (nutrients & undesirable substances). These variables are important for the quality and profitability of the cod industry. Emphasis has been laid on connecting these variables to data about fishing ground, season of fishing, sex, sexual maturity in order to increase our understanding on how it is possible to maximize the value of the catch. In addition, the liver from each individual cod was collected and the fat and water content analysed. The results from this study show that there is a nonlinear relationship (R2 = 0,55) between the liver condition index and the fat content of the liver.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Muscle spoilage in Nephrops

Útgefið:

01/09/2010

Höfundar:

Guðmundur H. Gunnarsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður og NORA

Muscle spoilage in Nephrops

Í verkefninu var unnið með humariðnaðinum á Íslandi við að greina orsakir og skilgreina lausnir til að draga úr vöðvadrepi í leturhumri. Slíkt vöðvadrep hafði aukist mjög á síðustu árum án skýrrar ástæðu. Í upphafi var gert ráð fyrir að líkleg ástæða vöðvadrepsins væri Hematodinium sýking í stofninum en slík sýking hefur valdið töluverðum áföllum í skoska leturhumarstofninum. Staðfest var að ekki voru tengsl milli Hematodinium sýkingar og vöðvadreps. Í framhaldinu varð því að breyta áherslum verkefnisins. Með ítarlegum formfræðirannsóknum á leturhumri tókst að tengja vöðvadrepið við ensímvirkni í hepatopancrea leturhumars. Byggt á þeim niðurstöðum var unnin skilgreining lausna til að draga úr tíðni vöðvadrepsins. Með bættri kælingu og meðhöndlun með ensímhindra hefur tekist að draga verulega úr vöðvadrepi í leturhumri.

This project was carried out in close association with the Icelandic Nephrops fishing and processing industry. The aim was to define reasons and propose solutions to reduce the muscle spoilage in Nephrops. Such muscle spoilage had increased significantly during the last few years without any know reason. The original hypothesis of the project was that there might be a correlation between infection of the parasite Hematodininum and muscle spoilage. Such parasitic infection has resulted in lower quality products in the Scottish Nephrops industry for the last decade. In the project it was confirmed that such infection is not the underlying factor for the muscle spoilage. This resulted in change of direction in the project. Based on morphological analysis of Nephrops it was observed that the muscle spoilage was correlated with enzyme activity in the hepatopancrea. Based on this observation it was possible to propose a code of practice to reduce the onset of the muscle spoilage. The code of practice is based on improved chilling and use of enzyme inhibitor during the storage of the Nephrops from catch to frozen product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effect of different cooling techniques on the quality changes and shelf life of whole cod (Gadus morhua)

Útgefið:

01/08/2010

Höfundar:

Hannes Magnússon, Kolbrún Sveinsdóttir, Lárus Þorvaldsson, María Guðjónsdóttir, Hélène L. Lauzon, Eyjólfur Reynisson, Árni R. Rúnarsson, Sveinn H. Magnússon, Jónas R. Viðarsson, Sigurjón Arason, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, the Technology Development Fund at the Icelandic Centre for Research and EU (contract FP6-016333-2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

The effect of different cooling techniques on the quality changes and shelf life of whole cod (Gadus morhua)

Tilgangur tilraunarinnar var að kanna áhrif þriggja mismunandi kæliaðferða á geymsluþol heils, slægðs þorsks: (i) Kæling með muldum plötuís, (ii) kæling með vökvaís, (iii) forkæling með vökvaís og síðan kæling með muldum plötuís. Fylgst var með hitastigsferlum með hitanemum í öllum hópum yfir geymslutímann. Sýni voru metin með skynmats-, örveru- og efnamælingum þá 10 daga sem fiskurinn var í geymslu. Niðurstöður örveru- og efnamælinga voru yfirleitt í góðu samræmi við niðurstöður skynmats. Samanburður á tilraunahópum leiddi í ljós að þorskur kældur með vökvaís hafði um tveggja til þriggja daga skemmra geymsluþol en hinir tveir hóparnir. Geymsluþol þorsksins var töluvert styttra en ýmsar fyrri rannsóknir hafa sýnt og þá sérstaklega í hópnum sem var kældur með vökvaís (aðeins 9-10 dagar). Nú liggur fyrir að þorskurinn sem var kældur með vökvaís var vanísaður um borð í veiðiskipinu miðað við hina tvo hópana. Auk þess var kæling við geymslu eftir löndun ekki eins góð og æskileg gæti talist en hitastigið sveiflaðist á milli 2-5 °C. Þetta gæti mögulega skýrt skemmra geymsluþol allra hópa miðað við fyrri rannsóknir.

The aim of this experiment was to investigate the effect of three different cooling methods on the storage quality of whole, bled gutted cod: (i) Cooled with crushed plate ice, (ii) cooled with liquid ice, (iii) pre-cooled in liquid ice and then cooled with crushed plate ice. The temperature history of each group was studied using temperature loggers. The samples were analysed with sensory, microbiological and chemical methods for up to 10 days from catch. The results from microbial and chemical measurements were generally in good agreement with the results from sensory evaluation. Comparison of the groups showed that the use of liquid ice instead of plate ice resulted in two to three day shorter shelf life than in the other two groups. The shelf life in this study was considerably shorter compared to previous studies with whole cod, especially in the experimental group where liquid ice was used for cooling (only 9-10 days). It is now known that the liquid iced group in this experiment was insufficiently iced on board the fishing vessel compared to the other two groups. Additionally, the ambient temperature in the cold room of the fish plant was relatively high and fluctuated between 2 – 5 °C during the storage period. This could possibly explain the shorter shelf life of all groups compared to some earlier studies.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of improved design of wholesale EPS fish boxes on thermal insulation and storage life of cod loins – simulation of air and sea transport

Útgefið:

01/08/2010

Höfundar:

Björn Margeirsson, Hélène L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Hannes Magnússon, Sigurjón Arason, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

EU (contract FP6-016333-2) Chill-on, AVS Fund of Ministry of Fisheries in Iceland (project no. R037-08), Technology Development Fund of the Icelandic Centre for Research (project. no. 081304508), University of Iceland Research Fund

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Effect of improved design of wholesale EPS fish boxes on thermal insulation and storage life of cod loins – simulation of air and sea transport

Markmið tilraunanna var að rannsaka hve vel tvær tegundir frauðkassa verja þorskhnakkastykki fyrir dæmigerðu hitaálagi í flugflutningskeðju frá framleiðanda á norðanverðu Íslandi til kaupanda í Evrópu. Notast var við hitamælingar, skynmat, efna- og örverumælingar til að bera frauðkassana saman og kanna mikilvægi staðsetningar flakabita innan kassa (horn og miðja). Að lokum var geymsluþol hnakkastykkja, sem urðu fyrir dæmigerðu flugflutningshitaálagi, borið saman við geymsluþol hnakkastykkja við stöðuga -1 °C geymslu sem er raunhæfur möguleiki við gámaflutninga með skipum. Nýi frauðkassinn, sem hannaður var með FLUENT varmaflutningslíkani, reyndist betri en eldri kassinn með tilliti til varmaeinangrunar. Hitaálagið á fyrsta degi tilraunarinnar olli því að hæsti vöruhiti í hornum hækkaði í 5.4 °C í eldri gerðinni en einungis í 4.5 °C í þeirri nýju. Munur milli hæsta vöruhita í miðjum og hornum kassa var um 2 til 3 °C. Með skynmati var sýnt fram á að geymsla í nýja frauðkassanum leiddi til tveggja til þriggja daga lengra ferskleikatímabils og eins til tveggja daga lengra geymsluþols m.v. geymslu í eldri frauðkassanum. Munurinn milli kassanna var þó ekki staðfestur með efna- og örverumælingum. Staðsetning innan kassa (horn og miðja) hafði ekki marktæk áhrif á niðurstöður skynmats og var einungis um lítinn mun að ræða milli staðsetninga í mælingum á TVB-N og TMA. Hermun flug- og sjóflutnings (hitasveiflur og stöðugur hiti) leiddi í ljós að fyrir vel forkælda þorskhnakka má vænta eins til fimm daga lengra ferskleikatímabils og um þriggja til fimm daga lengra geymsluþols í vel hitastýrðum sjóflutningi miðað við dæmigerðan flugflutningsferil frá Norðurlandi. Þar sem sjóflutningur frá Íslandi tekur oft um fjórum til fimm dögum lengri tíma en flugflutningur (háð m.a. vikudegi og staðsetningu vinnslunnar) sýnir þetta að sjóflutningur er raunhæfur möguleiki fyrir íslenska ferskfiskframleiðendur. Með notkun á nýju frauðkössunum í flugflutningi á fiskurinn þó eftir lengra ferskleikatímabil þegar hann kemst í hendur kaupenda erlendis en í skipaflutningi.

2. útgáfa, mars 2011

Í fyrri útgáfu skýrslunnar þótti ekki nógu skýrt koma fram að sá umhverfishitaferill, sem líkja átti eftir sjóflutningi, miðaðist í raun við nokkurn veginn bestu mögulegu aðstæður í sjóflutningskeðjum ferskra fiskafurða frá Íslandi. Hitamælingar í kæliverkefnunum Hermun kæliferla og Chill-on hafa sýnt fram á að forflutningi innanlands fylgir oft óæskilegt hitaálag í nokkrar klst. hvort sem um er að ræða flug- eða sjóflutningskeðjur. Til þessa hitaálags var tekið tillit í tilfelli flugkeðjunnar en ekki sjóflutningskeðjunnar í fyrstu útgáfu skýrslunnar. Mest áhersla var á lengd geymsluþols í fyrri útgáfu skýrslunnar en bætt er við umfjöllun um ferskleikatímabil í nýrri útgáfu hennar.

The aim of the study was to investigate the performance of two different types of EPS boxes in protecting pre-chilled, fresh fish products subjected to temperature conditions, which are likely to occur during air- and land based, multimodal transport from a processor in North-Iceland to a wholesaler in Europe. The performance of the EPS boxes was evaluated by means of temperature monitoring, chemical- and microbial measurements and finally sensory evaluation. Furthermore, effect of fillet positions inside the wholesale fish packages (corner vs. middle) were investigated by means of the aforementioned methods. Finally, the shelf life of the air-transported simulation fish loins was compared to the shelf life of fish loins stored at around -1 °C, which can be achieved during non-interrupted and well temperature-controlled, containerised sea transport. The new box, designed with a numerical FLUENT heat transfer model, proved to be better with regard to thermal insulation than the old box. The thermal load during the first day of the experiment caused the maximum product temperatures in the bottom corners of the top and second top to rise to 5.4 °C and 4.5 °C for the original and new boxes, respectively. The maximum temperature in the middle of the boxes was around 2 to 3 °C lower than the maximum temperature in the bottom corners. According to sensory evaluation, storage in the new boxes resulted in approximately two to three days longer freshness period and one to two days longer shelf life than storage in the old boxes. The difference between the two box types is not as clear with regard to chemical and microbial measurements.

The sampling location (corner versus middle), did not significantly affect the sensory quality and only minor differences were noticed in TVB-N and TMA between sampling locations in the new box. Comparing the steady and dynamic storage in the old boxes it can be concluded that the increased freshness period (around 1-5 days) and shelf life (around 3-5 days) at steady temperature could compensate for the longer transport time by sea instead of air freight. This makes containerised sea transport a worthy choice for Icelandic fresh fish manufacturers depending on the week day and location of processing. However, for maximum remaining freshness period at the time of delivery to the buyer in Europe the results showed that air transport with the new boxes is the more advantageous transport mode relying on shorter transport time and improved thermal protection of the new boxes.

Skoða skýrslu
IS