Skýrslur

Meðhöndlun hrogna og lirfa með nýrri blöndu bætibaktería / Treatment of halibut (Hippoglossus hippoglossus L.) eggs and larvae using putative probionts isolated from the production system

Útgefið:

01/09/2008

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Heiðdís Smáradóttir, Eyrún Gígja Káradóttir, Eydís Elva Þórarinsdóttir, María Pétursdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannís (2006-2008) / Technology Development Fund of Rannís, the Icelandic Centre for Research (2006-2008)

Meðhöndlun hrogna og lirfa með nýrri blöndu bætibaktería / Treatment of halibut (Hippoglossus hippoglossus L.) eggs and larvae using putative probionts isolated from the production system

Markmið verkefnisins í heild sinni er að bæta lifun og gæði lúðulirfa í startfóðrun og nota til þess umhverfisvænar aðferðir þar sem hrogn og lirfur eru meðhöndluð með nýrri blöndu bætibaktería sem einangraðar hafa verið úr eldisumhverfi lúðulirfa. Mikil afföll verða á fyrstu stigum lúðueldis og því mikilvægt að skapa ákjósanlegt umhverfi á þessum fyrstu og viðkvæmustu stigum eldisins. Notkun bætibaktería er ein leið til þess en bætibakteríur geta með ýmsum hætti haft jákvæð áhrif á hýsil sinn, s.s. komið í veg fyrir að óæskilegar bakteríur nái fófestu í meltingarvegi hans, örvað ónæmissvörun og bætt jafnvægi í meltingarvegi hans. Framkvæmdar voru þrjár aðskildar tilraunir í eldisstöð Fiskeyjar hf. þar sem meðhöndlað var með blöndu bætibaktería á mismunandi stigum eldisins. Áhrif meðhöndlunar voru metin m.t.t. afkomu og gæða hrogna og lirfa en samsetning bakteríuflóru eldisins var einnig skoðuð. Bætibakteríum var bætt út í eldisumhverfi hrogna en lirfur voru meðhöndlaðar í gegnum fóðurdýrin. Helstu niðurstöður benda til þess að meðhöndlun með nýrri blöndu bætibaktería geti haft áhrif á samsetningu bakteríuflóru hrogna, lirfa og fóðurdýra þeirra en að meðhöndla þurfi tíðar en gert var í rannsókninni ef viðhalda á áhrifum til lengri tíma. Endurtekin meðhöndlun á hrognastigi virtist lækka tíðni gallaðra kviðpokalirfa auk þess sem meðhöndlun frá upphafi frumfóðrunar virtist hafa jákvæð áhrif á afkomu lirfa í lok frumfóðrunar.

Poor survival of larvae during the first feeding phases calls for measures to create optimal environmental conditions during the first and most sensitive phases of the larval production. The overall aim of the project was to promote increased survival and quality of halibut larvae, using putative probionts isolated from halibut production units. Probiotic bacteria can affect their host in various ways, e.g. by preventing the attachment of unfavourable bacteria, stimulating the immune system and promoting increased stability in the gastrointestinal tract. In this project three separate experiments were carried out at a commercial halibut farm, Fiskey Ltd. in Iceland. Different treatment schedules were used for treatment of eggs from fertilization and larvae throughout first feeding. A mixture of equal concentration of three selected strains was added to the tank water environment of eggs or through grazing of the live feed. The effects of treatment were evaluated with respect to the overall success of eggs and larvae as well as with respect to chances in the bacterial community structure. The results indicate that treatment may affect the bacterial community of eggs, larvae and live feed but more frequent treatments seem to be needed than examined in the present study. Repeated treatment of eggs resulted in reduced incidence of jaw deformation (gaping) amongst yolk sac larvae and treatment from the onset of exogenous feeding resulted in improved survival of larvae compared to sibling tank units.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2006 og 2007 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2006 and 2007

Útgefið:

01/08/2008

Höfundar:

Sasan Rabieh, Ingibjörg Jónsdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfisráðuneyti & Sjávarútvegsráðuneyti / Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries

Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2006 og 2007 / Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2006 and 2007

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis á vegum Umhverfisráðuneytisins fyrir árin 2006 og 2007. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Artic Monitoring Assessment Program). Gögnin hafa verið send í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnun sér um að afla sýna og Matís hefur umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin eru mæld á Matís og á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði. Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafró í mars 2007 og í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2006. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989.

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2006 and 2007. The project, overseen by the Environmental and Food Agency of Iceland, is to fulfil the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements. The data has been submitted to the ICES databank (ices.dk), collection of data began 1989. Matís ohf is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at the Matís and at the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland. Trace metals and organochlorines were analyzed in cod (Gadus morhua) caught in March 2007 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected in August/Sept 2006. Marine monitoring began in Iceland 1989.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Efnasamsetning og eiginleikar ufsa ísólats / Chemical composition and properties of saithe isolate

Útgefið:

01/07/2008

Höfundar:

Sigrún Mjöll Halldórsdóttir, Patricia Y. Hamaguchi, Ragnar Jóhannsson, Sigurður Hauksson, Hörður G. Kristinsson, Guðjón Þorkelsson

Efnasamsetning og eiginleikar ufsa ísólats / Chemical composition and properties of saithe isolate

Iceprotein ehf framleiðir prótein úr hráum fiskefniviði með sýru- og basa meðhöndlun. Úr þessari vinnslu fást tvö lög: efra lagið er próteinísólat og neðra lagið er vökvafasi. Vökvafasinn inniheldur prótein sem hafa ekki verið nýtt hingað til en hafa möguleika sem innihaldsefni í matvæli og sem fæðubótarefni. Ufsaprótein hafa góða möguleika á að vera efniviður í heilsufæði ef þau eru meðhöndluð á réttan hátt. Þannig mætti auka verðmæti ufsa þar sem hann er ódýr og vannýtt fisktegund. Tilgangurinn með þessari tilraun var að kanna möguleika á nýtingu á neðra laginu frá sýru- og basa meðhöndlun úr ufsa. Þá voru borin kennsl á samsetningu og eiginleika þessa efniviðar og ályktað hverjir möguleikar þess eru sem efniviður í heilsufæði. Ufsi var sýru- og basa meðhöndlaður og neðra laginu safnað. Vökvafasi var örsíaður og próteinmassinn var þveginn. Framkvæmd var greining á efnasamsetningu hráefnis, rafdráttur (SDS-PAGE), frostþurrkun, athugun á sambandi leysanleika próteina og sýrustigs og mæling á ACE-hamlandi virkni. Niðurstöður sýna að efniviðurinn var um 95% vatn, 4% prótein, 0,16% fita og 0,5% steinefni. Próteinin voru óleysanleg í vatni, að mestum hluta myósín og aktín og mældust ekki með ACE-hamlandi virkni. Framtíðaráform eru að vatnsrjúfa próteinin með ensímtækni til þess að þau verði leysanleg og lífvirk. Einnig munu verða gerðar tilraunir með íblöndun andoxunarefna í efniviðinn fyrir og eftir ensímmeðhöndlun til að koma í veg fyrir oxun fitu sem annars rýrir bragðgæði.

Iceprotein ehf processes proteins from fish raw material with a pH-shift method. The pH-shift method results in two phases: the upper layer being the protein isolate and the lower layer a liquid phase containing insoluble proteins. These insoluble proteins have not been utilized so far but are potential food ingredients or nutritional supplements. If handled in the right manner, saithe proteins have good potential as ingredients in health foods. This way it would be possible to increase the commercial value of saithe which is an underutilized and inexpensive fish species. The purpose of this investigation was to explore the possibilities of utilizing the lower layer from saithe processed with the pH-shift method. The chemical composition and functional properties of the proteins in the lower layer were analyzed and their potential as health food ingredients explored. Saithe was processed with the pH-shift method and the lower layer was collected. The liquid phase was filtered and the protein mass was washed. The chemical composition was determined, the samples were subjected to electrophoresis (SDS-PAGE), freeze-dried, the relationship between solubility of the protein and pH was investigated, and the ACE-inhibiting function was measured. The results demonstrated that the material was 95% water, 4% protein, 0.16% fat and 0.5% minerals. The proteins were insoluble in water and consisted mostly of myosin and actin and did not show ACE-inhibiting activity. The future plan is to hydrolyse the material using enzyme technology to make them soluble and bioactive. Experiments in which antioxidants are added to the material will also be performed before and after enzyme treatment to prevent lipid oxidation which can have a negative effect on the product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Undesirable substances in seafood products– results from the monitoring activities in 2006

Útgefið:

01/07/2008

Höfundar:

Ásta Margrét Ásmundsdóttir, Vordís Baldursdóttir, Sasan Rabieh, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry of fisheries

Undesirable substances in seafood products– results from the monitoring activities in 2006

Árið 2003 hófst, að frumkvæði Sjávarútvegsráðuneytisins, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarafurðum, bæði afurðum sem ætlaðar eru til manneldis sem og afurðum lýsis- og mjöliðnaðar. Tilgangurinn með vöktuninni er að meta ástand íslenskra sjávarafurða með tilliti til magns aðskotaefna. Gögnin sem safnað er í vöktunarverkefninu verða einnig notuð í áhættumati og til að hafa áhrif á setningu hámarksgilda óæskilegra efna t.d í Evrópu. Umfjöllun um aðskotaefni í sjávarafurðum, bæði í almennum fjölmiðlum og í vísindaritum, hefur margoft krafist viðbragða íslenskra stjórnvalda. Nauðsynlegt er að hafa til taks vísindaniðurstöður sem sýna fram á raunverulegt ástand íslenskra sjávarafurða til þess að koma í veg fyrir tjón sem af slíkri umfjöllun getur hlotist. Ennfremur eru mörk aðskotaefna í sífelldri endurskoðun og er mikilvægt fyrir Íslendinga að taka þátt í slíkri endurskoðun og styðja mál sitt með vísindagögnum. Þetta sýnir mikilvægi þess að regluleg vöktun fari fram og að á Íslandi séu stundaðar sjálfstæðar rannsóknir á eins mikilvægum málaflokki og mengun sjávarafurða er. Þessi skýrsla er samantekt niðurstaðna vöktunarinnar árið 2006. Það er langtímamarkmið að meta ástand íslenskra sjávarafurða m.t.t. magns óæskilegra efna. Þessu markmiði verður einungis náð með sívirkri vöktun í langan tíma. Á hverju ári miðast vöktunin við að bæta við þeim gögnum sem helst vantar og gera gagnagrunnin þannig nákvæmari og ýtarlegri með ári hverju.. Árið 2006 voru mælddioxin, dioxinlík PCB, bendi PCB,, auk þess tíu mismunandi tegundir varnarefna, þungmálmar og önnur snefilefni, í sjávarafurðum sem ætlaðar eru til manneldis og í afurðum lýsis- og mjöliðnaðar.

This project was started in 2003 at the request of the Icelandic Ministry of Fisheries. Until then, monitoring of undesirable substances in the edible portion of marine catches had been rather limited in Iceland. The purpose of the project is to gather information and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances. The information will also be utilized for a risk assessment and the setting of maximum values that are now under consideration within EU. This report summarizes the results obtained in 2006 for the monitoring of various undesirable substances in the edible part of marine catches, fish meal and fish oil for feed. This project began in 2003 and has now been carried out for four consecutive years. One of the goals of this annual monitoring program of various undesirable substances in seafood is to gather information on the status Icelandic seafood products in terms of undesirable substances, this is a long-term goal which can be reached through continuous monitoring by filling in the gaps of data available over many years. For this reason, we carefully select which undesirable substances are measured in the various seafood samples each year with the aim to eventually fill in the gaps in the available data over couple of year time. The results obtained in 2003, 2004 and 2005 have already been published and are accessible at the Matis website (IFL Report 06-04, IFL Report 33-05 and IFL Report 22-06, respectively). In 2006, data was collected on, polychlorinated dibenzodioxins and dibenzofurans (17 substances), dioxin-like PCBs (12 substances), marker PCBs (7 substances), 10 different types of pesticides, polybrominated flame retardants PBDE as well as trace elements and heavy metals.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fituþol þorsks

Útgefið:

01/07/2008

Höfundar:

Jón Árnason, Rannveig Björnsdóttir, Helgi Thorarensen, Ingólfur Arnarson

Fituþol þorsks

Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif fituinnihalds í fóðri á vöxt og þrif í þorski af mismunandi stærð. Þekking á næringarþörfum fiska er nauðsynleg forsenda fyrir gerð fóðurs fyrir þá. Þorskar af tveimur stærðum (120 g og 600 g) voru fóðraðir (í þrítekningu) í 12 vikur á fóðri sem innihélt 10.0%, 13.5%, 21.2%, 24.5% og 27.7% fitu í þurrefni. Mismunandi fituinnihald hafði ekki áhrif á vöxt (SGR), holdstuðul (CF), flakanýtingu, fituinnihald í lifur eða fituinnihald í flökum. Í smærri fiskinum lækkaði fóðurstuðull (FCR) með aukinni fitu í fóðri. Fóðurfitan hafði ekki áhrif á fituinnihald innyfla án lifrar í smærri fiskinum(120g) en í 600 g fiski jókst fita í innyflum með auknu fituinnihaldi fóðurs. Fituinnihald hafði ekki áhrif á hlutfall slægðs þunga af heildarþunga í 600 g fiskinum en í smærri fiskinum lækkaði hlutfallið með aukinni fitu í fóðri. Lifrarhlutfall (HSI) í 600g fiski var ekki háð fituinnihaldi í fóðri, en hins vegar var jákvætt samhengi milli fóðurfitu og HSI í 120 g fiskinum. Þetta þýðir að fituþol þorsks með tilliti til lifrarhlutfalls er háð stærð fisksins.

Detailed knowledge of the nutritional requirements of fish is essential for feed formulation. The aim of this research was to investigate the effects of different lipid content in diets for Atlantic cod of different size. Cod of two size groups (initial weight 120 grams and 600 grams) were fed, in triplicate, for 12 weeks diets containing 10.0%, 13.5%, 21.2%, 24.5% and 27.7% lipid in dry matter. Different lipid content in the diet did not affect growth (SGR), condition factor (CF), fillet yield, lipid content in liver or lipid content in fillet. In the smaller fish, FCR was reduced with increased diet lipid. The lipid content in the diet did not affect the lipid content of intestines in the 120 grams fish but in the 600 grams fish there was a positive correlation between lipid content in diet and intestines. Dietary lipid did not affect gutted weight (calculated as the percentage of round weight) in the 600 grams fish but in the 120 grams fish, the percent gutted weight decreased with lipid content of the diet. The Heposomatic index (HSI) in the 600 grams fish was not affected by the lipid content of the diet but dietary lipid content significantly affected the HSI in the smaller fish. This indicates that the lipid tolerance of Atlantic cod, with respect to the effect on HSI, is size dependent.

Skoða skýrslu

Skýrslur

HEILSUFÆÐI: Samantekt á helstu flokkum heilsufæðis og vísindalegra sannana á virkni þeirra

Útgefið:

01/07/2008

Höfundar:

Sigrún Mjöll Halldórsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Þóra Valsdóttir

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

HEILSUFÆÐI: Samantekt á helstu flokkum heilsufæðis og vísindalegra sannana á virkni þeirra

Matvæli sem eru talin geta bætt heilsu manna má flokka sem heilsufæði t.d. óbreytt lífrænt ræktuð matvæli, fæðubótarefni og markfæði. Í fyrri hluta þessarar ritgerðar er farið yfir skilgreiningar og reglugerðir, efnivið og virkni vinsælla heilsuvara og leyfðar heilsufullyrðingar ræddar. Samkvæmt reglugerð eru fæðubótarefni matvæli sem eru ætluð sem viðbót við venjulegt fæði en markfæði er hinsvegar oft skilgreint sem matvæli sem hefur verið breytt í þeim tilgangi að heilsusamleg áhrif þeirra aukist. Í seinni hluta ritgerðarinnar eru sérstaklega tekin fyrir prótein í heilsuvörum með áherslu á lífvirkni peptíða. Lífvirk peptíð hafa jákvæð áhrif á heilsu umfram hefðbundið næringargildi. Þau geta haft lífeðlisfræðileg áhrif á virkni í meltingarvegi, hjarta- og æðakerfi, ónæmiskerfi og taugakerfi. Farið er yfir áhrif peptíða í þessum kerfum. Möguleikar fiskvöðvapróteina á heilsuvörumarkaði eru hugleiddir. Nú á dögum er mjög mikið magn af vannýttum aukahráefnum úr sjávarfangi og hafa rannsóknir því beinst mikið að því að finna leiðir til að nýta og auka verðmæti þeirra. Markfæðismarkaður er blómlegur um þessar mundir og því spáð að hann fari stækkandi. Sjávarafurðir hafa jákvæða heilsuímynd meðal neytenda og því gætu heilsuvörur sem innihalda fiskvöðvaprótein slegið í gegn. Það krefst þó þess að rétt bragð, áferð og lífvirkni skili sér til neytendans, auk þess sem kynna þyrfti neytendum vörurnar á markvissan og öflugan hátt.

Food that has the potential of improving health can be categorized as health food e.g. organic food, dietary supplements and functional food. Definitions, regulations, composition and functionality of popular health food and permitted health statements, are discussed. According to regulation dietary supplements are food that are intended as an addition to a normal diet, however functional food is commonly referred to as food that has been fortified to enhance its positive effects on health. The latter part of this paper discusses proteins in health foods with emphasis on bioactive peptides. Bioactive peptides have a positive effect beyond their regular nutrition value. They have been shown to have a biological effect in the alimentary canal, the heart and the vascular system, the immune system and the nervous system. The mechanisms involved are reviewed. The potential of fish protein in the functional food market will also be addressed. Today, great quantity of marine by-products are underutilized. Therefore, emphasis has been within the research community on finding methods to utilize and enhance their value. Currently the functional food market is blooming and is expected to grow in the following years. Marine products have a positive health image among consumers, thus health products containing fish proteins could be a great success. To be realized, this requires that the right taste, texture and bioactivity is delivered to the consumer accompanied by a good advertisement campaign.

Skoða skýrslu

Skýrslur

QALIBRA-Heilsuvogin. Second Annual Report

Útgefið:

01/06/2008

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdottir, Nynke de Jong, Matthew Atkinson, Heleen van Dijk, Meike Wentholt, Lynn Frewer, Bjorn Thorgilsson, Heida Palmadottir, Andy Hart

Styrkt af:

ESB

QALIBRA-Heilsuvogin. Second Annual Report

Þessi skýrsla er önnur ársskýrsla í Evrópuverkefninu QALIBRA og nær yfir tímabilið 1.04. 2007 til 31.03. 2008. QALIBRA, eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits,” skammstafað QALIBRA (Heilsuvogin á íslensku), er heiti Evrópuverkefnis, sem heyrir undir Priority 5, Food Quality & Safety í 6. Rannsóknaráætlun ESB. Um að ræða þriggja og hálfs árs verkefni sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (nú Matís ohf) stýrir. Verkefnistjóri er Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Matís. Markmið QALIBRA- verkefnsins er að þróa magnbundar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvæum á heilsu manna. Þessar aðferðir munu verða settar fram í tölvuforriti sem verður opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum á veraldarvefnum.

Þátttakendur í verkefninu eru frá Íslandi, Bretlandi, Hollandi, Grikklandi, Portúgal og Ungverjalandi.

“QALIBRA – Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits” is a project funded by the EC’s Sixth Framework Programme, Priority 5, Food Quality & Safety. It began in April 2006 and will end in 2009. To assess the balance between the risks and benefits associated with a particular food, they must be converted into a common measure of net health impact. Uncertainties affecting the risks and benefits cause uncertainty about the magnitude and even the direction of the net health impact. QALIBRA will develop methods that can take account of multiple risks, benefits and uncertainties and implement them in web-based software for assessing and communicating net health impacts. The objectives of QALIBRA are to develop a suite of quantitative methods for assessing and integrating beneficial and adverse effects of foods and make them available to all stakeholders as web-based software for assessing and communicating net health impacts.

The participants in the project are:

Matís, Iceland, coordinator, Central Science Laboratory, United Kingdom, National Institute of Public Health and The Environment, The Netherlands, Wageningen University, The Netherlands, University of Patras, Greece, Altagra Business Service, Hungary, National Institute for Agriculture and Fisheries Research, Portugal.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Combined Blast and Contact cooling — Effects on physiochemical characteristics of fresh haddock (Melanogrammus aeglefinus) fillets

Útgefið:

01/06/2008

Höfundar:

Magnea Guðrún Arnþórsdóttir, Sigurjón Arason, Björn Margeirsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, AVS

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Combined Blast and Contact cooling — Effects on physiochemical characteristics of fresh haddock (Melanogrammus aeglefinus) fillets

Skaginn hf. hefur einkaleyfi á nýrri vinnslutækni við vinnslu ferskra og frystra flaka sem byggist á svonefndri roðkælingu fyrir roðflettingu. Tilgangur þessa rannsóknarverkefnis var að bera saman flakavinnslu með roðkælingu og hefðbundna flakavinnslu. Í verkefninu eru borin saman annars vegar fersk flök og roðkæld flök með tillit til nýtingar, gæða og geymsluþols. Tvær tilraunir voru framkvæmdar, annars vegar tilraun I þar sem vatnsheldni, gæði, suðunýting og útlit voru skoðuð, og hins vegar tilraun II þar sem þessir sömu þættir voru skoðaðir auk þess sem skoðuð var áhrif roðkælingar á aukið geymsluþol ferskrar og frosinnar ýsu. Tilraunirnar voru framkvæmdar hjá Festi ehf. í Hafnarfirði. Meginniðurstöður þessara rannsókna sýndu að flakavinnsla með roðkælingu hefur fleiri kosti en hin hefðbundna flakavinnsla. Roðkælingin gefur hærri nýtingu og verðmætari afurðir með lengra geymsluþol. Aukið geymsluþol fersks fisks gefur aukinn möguleika á útflutningi sem er mjög mikilvægt fyrir fiskiðnaðinn.

The aim of the project was to compare a new processing technique, CBC, with traditional processing of haddock fillets. In the latter the fillets go through the process without additional refrigeration. In the new processing technique, CBC, the fillets, after filleting and pre-trimming, go through pre-cooler/fluid-ice followed by CBC super-chilling. Two trials were performed, a preliminary experiment (I) and a main experiment (II). In the preliminary experiment (I), water holding capacity, quality and cooking yield were examined. In the main experiment (II) these same factors were examined, in addition to the superchilling effect on extended shelf-life of fresh and frozen haddock fillets. After the pre-cooler step, the fillets gained weight with yields of 101.6% to 102.7%. After the CBC super-chilling the fillets had final yields of 100.3% to 101.2%. After skinning, the fillets without refrigeration (traditional processing) lost most weight. The highest value of cooking yield was obtained in CBC super-chilled fillets with skin. Skinless traditional and CBC super-chilled fillets showed similar cooking yield (P>0.05). CBC super-chilling increased the total yield of the fillets. The difference between the traditional fillets and the super-chilled fillets was significant. The appearance of the CBC super-chilled fillets was much better and with less gaping than the traditional fillets. The traditional fillets had more ragged outlines, and the ratio of cut-offs after fine-trimming was therefore higher for the traditional fillets than the CBC super-chilled fillets. Appearance of the traditional fillets showed a little yellow tinge which increased during the storage time. The CBC super-chilled fillets had a whiter and more “fresh” appearance and were therefore more attractive. Examination of total bacterial count, and amount of TMA and TVN showed that the CBC super-chilling process can extend the shelf life of fresh haddock fillets.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Áhrif undirkælingar á saltupptöku við pæklun þorskhnakkastykkja (Gadus morhua)

Útgefið:

01/06/2008

Höfundar:

Ragnhildur Einarsdóttir, María Guðjónsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Rannsóknasjóður Rannís

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Áhrif undirkælingar á saltupptöku við pæklun þorskhnakkastykkja (Gadus morhua)

Saltupptaka og geymsluþol roð- og beinlausra flakabita þorsks (Gadus morhua) var rannsakað við mismunandi hitastig. Saltupptaka var skoðuð við 0,5°C, -2°C og 5°C. Niðurstöður benda til þess að fiskvöðvi taki upp salt hraðar við -2°C en 5°C og saltupptaka gerist hraðast fyrstu 5 mínúturnar. Þegar leitað er eftir því að lokastyrkur salts sé 0,6% þá er 4% saltpækill æskilegastur. Við geymsluþolstilraun var hitastigið 0°C annars vegar og – 2°C hins vegar. Geymsluþol flakabita sem geymdir voru við -2°C reyndust hafa 3-4 daga lengri geymsluþol en þeir sem geymdir voru við 0°C. Ensímvirkni, nánar tiltekið trypsínlík próteasavirkni var skoðuð í ofurkældum fiskvöðva. Fiskvöðvi með 0,5% saltinnihald geymdur við -2°C reyndist hafa hærri virkni en aðrir hópar. Rannsóknin bendir til að áhugavert væri að skoða samspil meðhöndlunar, hitastigs og ensíma nánar.

The salt uptake during brining and shelf life of skinless and boneless cod loins (Gadus morhua) was investigated at different temperatures. The salt uptake was studied at 0.5°C, -2°C and 5°C. The results show that the salt uptake of the cod muscle is faster at -2°C than at 5°C and that the salt uptake is fastest during the first 5 minutes. When aiming for a salt concentration of 0.6% in the muscle during brining it is optimal to use a 4% salt brine. In the shelf life study, samples were stored at 0°C and -2°C. The cod loins stored at -2°C showed 3-4 days longer shelf life than samples stored at 0°C. Enzymatic activity, or trypsine like protease activity to be more precise was studied in the superchilled muscle. Cod muscle with 0.5% salt and stored at -2°C showed higher activity than other groups. The study shows that there is a need for further studies on the combined effects of processing and storage temperatures on enzymatic activity.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sjálfvirkni í saltfiskvinnslu

Útgefið:

01/06/2008

Höfundar:

Róbert Hafsteinsson, Albert Högnasson, Sigurjón Arasson

Styrkt af:

Rannís Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Sjálfvirkni í saltfiskvinnslu

Verkefni þetta er þróunarverkefni milli Matís ohf, Vísis hf og 3X Technology þar sem meginmarkmiðið var að þróa búnað og vinnslukerfi til að einfalda utanumhald og stýringu verkunarferlis saltaðs fisks, og tryggja þar með betri og stöðugri gæði. Í verkefninu var m.a rannsakað, hvernig búnaðurinn hefur áhrif á gæði afurða, los ofl. Vinnuhagræðing og afköst ásamt mannasparnaði var sérstaklega skoðað með því að bera saman eldri aðstöðu Vísis hf við þá núverandi. 3X Technology sá um hönnun og þróun búnaðarins, Vísir hf lagði fram vinnslu og þekkingu ásamt því að taka í notkun megnið af búnaðinum. Matís sá um framkvæmd tilrauna ásamt úttektum á gæðaþáttum verkefnisins. Verkefninu var ætlað að taka á helstu þáttum saltfiskvinnslunnar:

• Sjálfvirk röðun flaka sem koma úr sprautuvél og í kör.

• Niðursöltun á flökum og flöttum fiski þ.e. úr pækli í þurrsöltun.

• Afsöltun fyrir pökkun og gæðamat

• Forgreining við gæðamat, flokkun og pökkun (aðkoma róbóta).

Helstu niðurstöður verkefnisins eru þau að afköst Vísis hf í Grindavík og Djúpavogi hafa aukist töluvert við innleiðingu búnaðarins frá 3X Technology, eða allt að 20%.

This project is a developmental project between Matís ohf, Vísir hf and 3X Technology where the main objective is to develop an equipment and process plant to simplify the controlling process of salted fish and thereby ensuring continuous and better product quality. In this project, following things where mainly investigated: The influence from the equipment on the product quality. Working economy along with labor saving was specially investigated by comparing the “old” working arrangement with the new one. The company 3X Technology was responsible for the design and the development of the equipment. The salt fish company Vísir hf introduces the new equipment to their process plant along with providing knowledge about the product characteristic. The company Matís ohf took care of all the quality control along with performing all the experiment of this project.

This project is intended to take care of the following main parts in the salt fish processing plant:

• Automatic arranging of fish fillet coming from the injection machine and into the tub box.

• Dry salting fish fillet, i.e from the brine storage into dry salt.

• De salting before weighing and wrapping the fish fillet along with quality control.

• Analyse an approach of robots for packing and grading the product.

The main conclusion for this project is that Vísir hf in Grindavík and Djúpavogur has increased their throughput for at approximately 20% by introduce their new equipment from 3X Technology.

Skoða skýrslu
IS