News

Hvernig byggjum við fram­tíð mat­væla­iðnaðar á Ís­landi?

Rannsóknir og nýsköpun eru nauðsynlegar til að takast á við breytingar og efla íslenskan matvælaiðnað. Til þess þarf mannauð, samstarf, samnýtingu aðstöðu, tækja og búnaðar og fjármagn. Þetta þarf að spila saman. Þörfin er mikil og samkeppnin er mikil við aðrar greinar atvinnulífs og þjónustu. Samstarf Matís og Háskóla Íslands er gott dæmi um hvernig þetta getur virkað. Þar hefur Matís verið brúin milli háskólamenntunar og atvinnulífs í mjög árangursríku samstarfi. Á síðustu 15 árum hafa um 30 einstaklingar klárað doktorsverkefni og um 150 einstaklingar unnið sín rannsóknaverkefni í mastersnámi í samstarfi við atvinnulífið. Þannig höfum við menntað og þjálfað sérfræðinga og frumkvöðla framtíðarinnar í nýtingu, vinnslu og verðmætasköpun úr lífauðlindum á Íslandi. Þetta er líka ein af forsendunum fyrir góðum árangri Matís í samkeppnissjóðum Evrópusambandsins við að fjármagna samstarfsverkefni til að takast á við áskoranir og tækifæri matvælaframleiðenda á Íslandi.

Samstarf Matís við háskóla felst í sameiginlegu starfsfólki og samnýtingu aðstöðu og búnaðar til að efla fræðilega og verklega menntun háskólanema á þeim fræðasviðum sem það nær til. Rannsóknirnar í þessum verkefnum snúast meðal annars um matvælaframleiðslu, öryggi matvæla, líftækni og orkunýtingu. Þær hjálpa til við að auka samkeppnishæfni Íslands á alþjóðavettvangi og skapa tækifæri til nýsköpunar sem nýtist samfélaginu í heild.

Markmiðið er einnig að vera leiðandi og alþjóðlega samkeppnisfær á sérfræðisviðum sem tengjast rannsóknun og nýsköpun í nýtingu lífrænna auðlinda á sjó og landi. Þannig hafa sameiginleg rannsóknaverkefni eflt bæði framhaldsnám og íslenskt samfélag. Matís er því mikilvæg brú milli vísinda og atvinnulífs með því að tengja verkefni háskólanemenda við þarfir atvinnuvega og samfélags.

Á síðustu árum hafa nemendur við Háskólann á Akureyri, Háskóla Íslands og starfsnemar frá nokkrum háskólum Í Evrópu unnu að sínum verkefnum undir leiðsögn sérfræðinga frá Matís. Öll voru þau unnin í samvinnu við fyrirtæki í iðnaðinum t.d um framtíðarflutningsleið fyrir ferskan lax til Norður-Ameríku; framhaldsvinnslu á laxi og um strandveiðar á Íslandi. Sex meistaranemar í matvælafræði, iðnaðarlíftækni og örverufræði við Háskóla Íslands unnu og luku við sín verkefni á árinu. Þau snerust um allt frá rannsóknum á hitakærum örverum; örveruflóru við verkun á hákarli, örverur á fiskikerjum til samanburðar á fiskveiðum í Noregi og á Íslandi.

Þrettán doktorsnemar við Háskóla Íslands stunduðu sínar rannsóknir í samvinnu við Matís. Tveir nemendur vörðu verkefni sín á síðastliðnu ári, þær Rebecca Sim og Anna Þóra Hrólfsdóttir. Starfsnemar frá erlendum háskólum voru 27. Þetta eru starfsnemar á meistarastigi sem koma sex mánuði í senn og doktorsnemar sem koma aðallega frá Evrópulöndum. Á árinu 2023 voru þeir frá níu löndum, Danmörku, Frakklandi, Grikklandi, Hollandi, Indlandi, Skotlandi, Spáni, Tékklandi og Þýskalandi og frá nítján háskólum.

Samstarf Matís og háskólanna á Íslandi sýnir hvernig markviss þekkingaruppbygging getur haft jákvæð áhrif á atvinnulíf og efnahag. Með því að bæta við þekkingu, tengjast erlendum stofnunum og styðja við doktorsverkefni hefur þetta samstarf lagt grunn að nýjum lausnum og tækifærum. Til að halda þessum árangri áfram þarf að fjárfesta enn frekar í rannsóknum og nýsköpun. Með skýrri framtíðarsýn og stuðningi við mannauðinn getum við tryggt að Ísland haldi áfram að vera í fararbroddi á sviði nýsköpunar og þekkingarsköpunar, sem mun nýtast komandi kynslóðum vel.

Oddur Már Gunnarsson, forstjóri Matís, og Salvör Jónsdóttir, stjórnarformaður Matís.

News

Rannsóknir á Listeria monocytogenes hjá Matís

Contact

Halla Halldórsdóttir

Quality and Safety Manager and Data Protection Officer

halla.halldorsdottir@matis.is

Örverurannsóknastofur Matís, bæði í Reykjavík og Neskaupstað, hafa frá 2007 rannsakað margskonar sýni gagnvart Listeria bakteríum. Listeria monocytogenes er helsti sjúkdómsvaldur Listeria fjölskyldunnar og veldur sjúkdómi sem kallast„Listeriosis“. Einkennin geta verið misalvarleg, allt frá flensueinkennum til heilahimnubólgu í ungbörnum, blóðeitrun og jafnvel fósturlát hjá þunguðum einstaklingum. Undanfarin ár hafa tvö til fimm tilfelli greinst á Íslandi á ári, en árið 2024 greindust fleiri tilfelli, samtals sjö.

Listeria bakteríur finnast víða í náttúrunni, bæði almennt í umhverfinu (t.d. í jarðvegi og plöntum) og einnig í þörmum manna og dýra. Listeria útbreiðslan er svo mikil að mengun unnra matvæla er nánast óhjákvæmileg. Þess vegna er þunguðum einstaklingum og öðrum einstaklingum í áhættuhópum gjarnan ráðlagt að sneiða framhjá réttum eins og t.d. reyktum og gröfnum laxi, sushi/sashimi sem inniheldur hráan fisk, kæfu, ákveðnum gerðum af ostum – m.a. brie og camembert – og kjötáleggi eins og t.d. skinku þar sem Listeria tegundir hafa ítrekað fundist í gegnum tíðina.

Frá stofnun Matís höfum við rannsakað rúmlega 13.000 sýni fyrir Listeria. Sýnin eru oftast matvæli, en ennig er hægt að rannsaka svokölluð stroksýni til að kanna hvort Listeria sé til staðar á yfirborði eða í matvælaframleiðslubúnaði. Slíkar rannsóknir geta aðstoðað matvælaframleiðendur við að kanna hvort nægilega vel sé staðið að þrifum, en Listeria á það til að leynast í skúmaskotum og getur vaxið við mjög fjölbreyttar aðstæður.

Matís starfar sem tilvísunarrannsóknastofa (National Reference Laboratory) Íslands hvað varðar Listeria monocytogenes. Lögbundið hlutverk og helstu skyldur tilvísunarrannsóknastofa eru margvíslegar, m.a. þátttaka í þróun og sannprófun mæliaðferða, og að veita lögbærum yfirvöldum vísindalega og tæknilega aðstoð.

Nýleg samantekt frá ANSES, European Union Reference Laboratory (EURL) fyrir Listeria monocytogenes sem kallast: „Bibliographical review on Timing for Surface Sampling in Food Processing Environments to Detect Listeria monocytogenes“ undirstrikar að stöðugt þarf að vera á verði gagnvart L. monocytogenes í matvælaframleiðslu, og nauðsynlegt kann að vera að uppfæra leiðbeiningar um hvenær í matvælaframleiðsluferlinu best sé að taka sýni til þess að auka líkur á áreiðanlegum niðurstöðum.

Á vefsíðu Matvælastofnunar er að finna fróðleik um Listeria and almennar ráðleggingar til að minnka líkur á smiti.

Reports

Nýtingarstuðlar bolfisktegunda

Published:

10/12/2009

Authors:

Ásbjörn Jónsson, Jónas R. Viðarsson, Sigurjón Árnason

Supported by:

Unnið fyrir Fiskistofu

Contact

Jónas Rúnar Viðarsson

Director of Business and Development

jonas@matis.is

Þessi skýrsla var unnin fyrir Fiskistofu. Markmiðið var að taka saman upplýsingar varðandi slóghlutfall, vinnslunýtingu og verkunarnýtingu fyrir eftirfarandi bolfisktegundir: þorskur, ýsa, ufsi, steinbítur, keila og langa.

Slóghlutfall og nýtingarstuðlar fyrir bolfisk eru mjög mismunandi eftir árstímum, stærð fisks, veiðisvæðum, hráefnisgæðum, afurðum o.s.frv.

Að jafnaði er slóghlutfall og nýtingarstuðlar bolfisks í hámarki í aðdraganda og yfir hrygningartímabil.

View report

News

BIO2REG: Lífauðlindir í stað óendurnýjanlegra auðlinda

Contact

Katrín Hulda Gunnarsdóttir

Project Manager

katrinh@matis.is

Matís er einn af níu aðilum sem eru þátttakendur í BIO2REG verkefni Evrópusambandsins. Verkefnið er þriggja ára samhæfingar- og stuðningsverkefni (CSA) styrkt af Horizon Europe áætluninni. BIO2REG mun gera hagaðilum sem glíma við stórt umhverfisspor, kleift að læra af þeim sem lengra eru komnir í kolefnissamdrætti, með því að reiða sig á lífauðlindir í stað óendurnýjanlegra auðlinda.

Dagana 19. og 20 janúar 2025 hittust þátttakendur Evrópuverkefnisins BIO2REG  á ársfundi í Jülich í Þýskalandi til þess að ræða næstu skref verkefnisins. Fundurinn fór fram í húsakynnum Forschungszentrum Jülich, en þeir stýra verkefninu.

Farið var yfir stöðu verkefnisins að fyrsta árinu loknu og unnu þátttakendur saman að því að móta framtíð verkefnisins, en framundan eru m.a. vinnustofur sem verða haldnar víða í Evrópu. Til þess að þær fari fram á sem árangursríkastan hátt og svo hægt sé að safna sem mestum upplýsingum fyrir verkefnið voru ýmis praktísk atriði rædd. Eitt meginmarkmiða verkefnisins er að tengjast hagsmunaaðilum og kanna þeirra þarfir þegar að kemur að umbreytingu svæða yfir í lífhagkerfi.

En svona fundir fara ekki bara fram innandyra og hélt hópurinn í skoðunarferð um nágrennið og heimsóttu m.a. stærstu kolanámu Þýskalands, Hambach námuna, sem er ennþá starfandi þrátt fyrir stefnu yfirvalda um að hætta notkun kola. Náman er með opið yfirborð, en nú er stefnt að því að námuvinnsla hætti innan 10 ára og svæðinu verði breytt í gríðarstórt manngert stöðuvatn.

Fundargestir virða fyrir sér námuna. Mynd: BIO2REG project.

Annar viðkomustaður í skoðunarferðinni var hið svokallaða Startup Village, en það er „Viðskiptagarður“, sem er þyrping húsa sem lítil fyrirtæki geta leigt fyrir sína starfsemi. Litrík húsin eru hugsuð sem stökkpallur fyrir nýsköpunarstarfsemi og auðveldar nálægðin fyrirtækjum að tengjast, starfa saman og sækja innblástur hvert til annars. Húsin eru byggð á sjálfbæran hátt samkvæmt nýjustu tækni sem sparar sem mesta orku bæði til lýsingar og kyndingar.

Startup Village í Jülich. Mynd: Jónas Baldursson.

Við hjá Matís þökkum kærlega fyrir höfðinglegar móttökur og hlökkum til áframhaldandi samstarfs á komandi árum.

r má finna frekari upplýsingar um verkefnið.

News

Eru tækifæri í nýtingu rauðátu og ljósátu á norðurslóðum?

Contact

Stefán Þór Eysteinsson

Research Group Leader

stefan@matis.is

Rauðáta og ljósáta eru undirstaða lífs í höfunum og er lífmassi þeirra einn sá mesti einstakra lífvera á jörðinni. Þannig er talið að lífmassi rauðátu á norsku hafsvæði sé um 33 milljónir tonna og ársframleiðslan um 300 milljónir tonna. Norsk yfirvöld hafa gefið út veiðikvóta upp á rúmlega 250 þúsund tonn á ári og þá hafa Færeyingar fylgt eftir og gefið út kvóta upp á um 125 þúsund tonn. Hafrannsóknastofnun mat nýlega stofnstærði rauðátunnar umhverfis Ísland og telur að lífmassinn sé um 5,9 milljón tonn, í framhaldi af því hefur stofnunin gefið út minnisblað sem leggur til að aflamark í rauðátu upp á 59 þúsund tonn.

Það er hins vegar ekki sjálfsagt að farið verði að nýta rauðátu og ljósátu, þar sem tegundirnar gegna mikilvægu hlutverki í vistkerfum hafsins og eru til dæmis ein helsta fæða mikilvægra nytjastofna. Dýrasvif gegna einnig lykilhlutverki í líffræðilegri kolefniskeðju úthafanna, þar sem koltvísýringur úr andrúmsloftinu er fangaður og geymdur djúphafinu. Þetta tvöfalda hlutverk við að styðja við líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr loftslagsbreytingum undirstrikar mikilvægi þess að stýra nýtingu dýrasvifa á sjálfbæran hátt. Mögulega er áhættan við að nýta dýrasvið einfaldlega of mikil? Nýting á rauðátu og ljósátu gætu aftur á móti skapað miklar tekjur og atvinnutækifæri, auk þess að stuðla að fæðuöryggi. Möguleikar í kringum nýsköpun á sviðum eins og matvælaframleiðslu, líftækni, lyfjaþróunar, framleiðslu fæðubótaefna, snyrtivara og fóðurgerðar eru umtalsverðir. Árangursrík nýting þeirra gæti aukið fjölbreytni í íslenskum og norrænum hagkerfum og treyst stöðu sjávarbyggða.

Norska fyrirtækið Calanus AS hefur staðið að uppbyggingu rauðátuveiða og vinnslu í Noregi síðustu tvo áratugi. Fyrirtækið hefur verið með 3 stóra frystitogara í veiðunum síðustu ár og  fjárfesti nýlega í vinnsluhúsnæði og búnaði sem unnið getur úr 10 þúsund tonnum af rauðátu á ári. Þá hafa Færeyingar reynt fyrir sér með rauðátuveiðar í atvinnuskyni, með frekar dræmum árangri. Þá má einnig geta þess að fyrirtækið Rauðátan ehf. í Vestmannaeyjum, ásamt Þekkingarsetri Vestmannaeyja, hefur staðið að tilraunaveiðum á rauðátu við Vestmannaeyjar síðastliðin 2 ár. Veiðar á ljósátu eru komnar lengra en rauðátuveiðarnar, en þar hefur Aker BioMarin rutt brautina með yfir áratug af rannsóknum og nýsköpun, auk umfangsmikilla veiða í atvinnuskyni við Suðurskautslandið. Tilraunir með ljósátuveiðar á norðurslóum hafa staðið yfir með misjöfnum árangri.

Ljóst er að það eru gríðarleg tækifæri í nýtingu rauð- og ljósátu, en það er hins  vegar þá þörf á mikilli fjárfestingu í rannsóknum og nýsköpun til að þróa fiskveiðar og afurðir, sem og til að skilja áhrif veiðanna á vistkerfið, þar sem vistkerfisnálgun við stjórnun er mikilvæg. Því ákvað vinnuhópur Norrænu ráðherranefndarinnar um samstarf í sjávarútvegi að fjármagna Norrænt rannsóknaverkefni sem ætlað var að koma á fót netverki hagaðila er tengjast rannsóknum og mögulegri nýtingu á rauðátu og ljósátu á norðurslóðum. Stóð netverkið fyrir ráðstefnu sem fram fór í Kaupmannahöfn síðasta sumar og má sjá framsögur ráðstefnunnar á heimasíðu verkefnisins https://little-giants.net/ auk þess sem hópurinn hefur nú gefið út lokaskýrslu um verkefnið, sem nálgast má here.

Frekari upplýsingar um verkefnið og niðurstöður þess veitir verkefnastjóri verkefnisins Stefán Þór Eysteinsson stefan@matis.is

Reports

Little Giants: Utilisation of Calanus and krill / Litlir risar: Nýting rauð- og ljósátu

Published:

31/01/2025

Authors:

Stefán Þór Eysteinsson, Gunnar Þórðarson, Sigurjón Arason & Jónas R. Viðarsson

Supported by:

AG fisk (Nordic council of ministers working group on fisheries cooperation)

Contact

Stefán Þór Eysteinsson

Research Group Leader

stefan@matis.is

This report explores potential utilisation of Calanus finmarchicus and krill in Nordic waters. Both are key zooplankton species that play vital ecological and economic roles in the marine ecosystems. The report therefore highlights their importance in supporting marine food webs, contributing to carbon sequestration, and offering potential applications in food production, pharmaceuticals, and aquaculture.

The report identifies key challenges to sustainable harvesting, including ecological risks, technological constraints, and the need for regulatory oversight. It also highlights opportunities for innovation through technological advancements, market expansion, and regional collaboration among Nordic countries. Recommendations focus on fostering research and development, harmonising regulatory frameworks, and engaging stakeholders to ensure long-term sustainability.

By addressing these aspects, the report aims to support informed decision-making and promote the development of Calanus and krill fisheries as part of a broader strategy for sustainable ocean resource management in the Nordic region. The report is an outcome of an AG fisk supported networking project aiming to facilitate networking and sharing of knowledge among different Nordic stakeholders on utilisation of Calanus and Krill. Much of the information presented in the report originates from a workshop held by the project, in Copenhagen on May 15th 2024. Further information is available on the project’s webpage https://little-giants.net/

View report

News

Matís fékk GMP gæðavottun frá Lyfjastofnun

Contact

Halla Halldórsdóttir

Quality and Safety Manager and Data Protection Officer

halla.halldorsdottir@matis.is

Vottunin staðfestir að örverurannsóknastofa Matís í Reykjavík uppfyllir reglur um góða starfshætti í lyfjagerð. Þessi viðurkenning bætist við aðrar faggildingar rannsóknastofunnar, frá Swedac (Swedish Board for Accreditation and Conformity Assessment) og NYSDOH (New York State Department of Health) og undirstrikar að gæðakerfi rannsóknastofunnar og starfshættir hennar tryggja áreiðanlegar og trúverðugar niðurstöður í  hvívetna. 

GMP vottunin hefur sérstaka þýðingu gagnvart viðskiptavinum Matís í lyfjaiðnaði. GMP stendur fyrir Good Manufacturing Practice (GMP), en öll meðhöndlun og umsýsla lyfja s.s. framleiðsla, innflutningur, dreifing, notkun, verkun og tilraunir með lyf lúta ákveðnum skilgreindum gæðastöðlum sem Lyfjastofnun heldur utan um.

Vonir standa til þess að GMP vottunin greiði fyrir því að fyrirtæki í lyfjaiðnaði og aðrir aðilar sem starfa í GMP umhverfi geti nýtt sér þjónustu örverurannsóknastofu Matís sér til gagns.

Á myndinni er Halla Halldórsdóttir gæða- og öryggisstjóri Matís.

Peer-reviewed articles

Flavobacterium aerium sp. nov., a bacterium isolated from the air of the Icelandic volcanic island Surtsey

Contact

Viggó Marteinsson

Research Group Leader

viggo@matis.is

A novel bacterium, designated 19SA41, was isolated from the air of the Icelandic volcanic island Surtsey. Cells of strain 19SA41 are Gram-stain-negative, strictly aerobic, non-motile rods and form pale yellow-pigmented colonies. The strain grows at 4–30 °C (optimum, 22 °C), at pH 6–10 (optimum, pH 7.5) and with 0–4% NaCl (optimum, 0.5%). Phylogenetic analyses based on 16S rRNA gene sequences showed that 19SA41 belonged to the genus Flavobacterium and is most similar to Flavobacterium xinjiangense DSM 19743T, with a sequence similarity of 96.52%. The new strain contained iso-C15 : 0 (22%) and summed feature 3 (C16∶1ω6c/C16∶1ω7c) (20%) as the predominant fatty acids. The major respiratory quinone was menaquinone-6 (100%). The polar lipid profile consisted of phosphatidylethanolamine and several uncharacterized amino lipids, glycolipids and lipids. The genome of the new strain was 4.01 Mbp, and its G+C content was 33.2 mol%. Based on characterization and comparative results, using a polyphasic taxonomic approach, we propose that the new isolate represents a novel species of the genus Flavobacterium with the name Flavobacterium aerium sp. nov. The type strain is ISCaR-07695T (=DSM 116640T =UBOOC-M-3567T).

News

Matís leitar að starfsmanni á sviði efnamælinga

Contact

Natasa Desnica

Research Group Leader

natasa@matis.is

Matís óskar eftir að ráða drífandi  aðila á rannsóknarstofu efnamælinga í tímabundna afleysingu til eins árs. Starfið felst í aðstoð við rannsóknir og almennri vinnu á tilraunastofu Matís í Reykjavík.

Main tasks and responsibilities

  • Móttaka og undirbúningur sýna
  • Efnamælingar og útgáfa niðurstaða
  • Purchasing and communication with suppliers

Qualification requirements

  • B.Sc. gráða í raunvísindum (t.d. efnafræði, lífefnafræði, matvælafræði, líffræði,) og/eða reynsla við rannsóknastörf
  • Independent and disciplined work style
  • Agility in human relations
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst

Starfshlutfall er 100%. Viðkomandi mun starfa á rannsóknastofu Matís á Vínlandsleið 12, Reykjavík.

Matís is a leader in the field of food research and biotechnology. At Matís, there is a strong group of around 100 employees who are passionate about finding new ways to maximize the use of raw materials, increase sustainability and promote public health. Matís' role is to strengthen the competitiveness of Icelandic products and business life and to ensure food safety, public health and sustainable use of the environment through research, innovation and services.

Applications must be accompanied by a detailed CV and cover letter.

All genders are encouraged to apply.

Umsóknarfrestur er til og með 31 janúar.

Upplýsingar veitir Natasa Desnica, fagstjóri efnamælinga, natasa@matis.is, 4225067.

Reports

EUROPLANET 2024RI

Published:

10/01/2025

Authors:

René Groben & Viggó Marteinsson

Supported by:

EU HORIZON2020 – Grant Agreement ID 871149

Contact

René Groben

Project Manager

rene.groben@matis.is

ESB verkefnið EUROPLANET 2024RI (2020 – 2024) bauð upp á ferðastyrki fyrir vísindamenn til að sinna vettvangsrannsóknum í jaðarumhverfi fyrir stjörnulíffræði og pláneturannsóknir. Matís aðstoðaði vísindamenn við rannsóknir þeirra hér á landi en Ísland hefur upp á að bjóða margs konar umhverfi sem líkjast aðstæðum á öðrum hnöttum, þar á meðal vatni undir jökulís, hraunum á mismunandi aldri, eldfjalla- og hversvæði. Starfsmenn Matís nýttu sérþekkingu sína til að aðstoða vísindamenn við að skipuleggja vettvangsrannsóknir, velja viðeigandi staði og skipuleggja vísindaleiðangra. Auk þess gátu vísindamenn fengið aðgang að rannsóknaraðstöðu í samvinnu við Matís.

Á meðan verkefnið stóð, komu yfir 16 rannsóknarteymi til Íslands með fjölbreytt úrval af vísindalegum spurningum. Þetta leiddi til nýrrar vísindalegrar þekkingar um íslenskt jaðarumhverfi og um hvernig hugsanlegar aðstæður eru á Mars, auk nýrrar samvinnu sem gætu nýst til nýrra umsókna og skrifum á vísindagreinum.
_

The EU project EUROPLANET 2024RI (2020 – 2024) offered travel grants for scientists to conduct field work in extreme environments for astrobiological and planetary research. Matís was responsible in assisting researchers with their work in Iceland, which is an ideal place to study these topics, offering a multitude of different environments, including glacial and sub-glacial environments, lava fields of different ages, volcanic areas, and active hydrothermal systems. Matís staff was using their expertise to assist visitors in planning their field research, choosing appropriate sites, and organizing the logistics to assess them. In addition, visitors had access to equipment, biological laboratories, and other research facilities at Matís.

During the time of the project, 16 research teams with a broad range of scientific questions were visiting Iceland and were hosted by Matís. This led to new scientific knowledge about Icelandic extreme environments and about potential conditions on Mars and other extraterrestrial bodies, as well as to new collaborations, follow-up proposals, and scientific publications.

View report
EN