News

Matís leitar að starfsmanni á sviði efnamælinga

Contact

Natasa Desnica

Research Group Leader

natasa@matis.is

Matís óskar eftir að ráða drífandi  aðila á rannsóknarstofu efnamælinga í tímabundna afleysingu til eins árs. Starfið felst í aðstoð við rannsóknir og almennri vinnu á tilraunastofu Matís í Reykjavík.

Main tasks and responsibilities

  • Móttaka og undirbúningur sýna
  • Efnamælingar og útgáfa niðurstaða
  • Purchasing and communication with suppliers

Qualification requirements

  • B.Sc. gráða í raunvísindum (t.d. efnafræði, lífefnafræði, matvælafræði, líffræði,) og/eða reynsla við rannsóknastörf
  • Independent and disciplined work style
  • Agility in human relations
  • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
  • Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst

Starfshlutfall er 100%. Viðkomandi mun starfa á rannsóknastofu Matís á Vínlandsleið 12, Reykjavík.

Matís is a leader in the field of food research and biotechnology. At Matís, there is a strong group of around 100 employees who are passionate about finding new ways to maximize the use of raw materials, increase sustainability and promote public health. Matís' role is to strengthen the competitiveness of Icelandic products and business life and to ensure food safety, public health and sustainable use of the environment through research, innovation and services.

Applications must be accompanied by a detailed CV and cover letter.

All genders are encouraged to apply.

Umsóknarfrestur er til og með 31 janúar.

Upplýsingar veitir Natasa Desnica, fagstjóri efnamælinga, natasa@matis.is, 4225067.

Reports

EUROPLANET 2024RI

Published:

10/01/2025

Authors:

René Groben & Viggó Marteinsson

Supported by:

EU HORIZON2020 – Grant Agreement ID 871149

Contact

René Groben

Project Manager

rene.groben@matis.is

ESB verkefnið EUROPLANET 2024RI (2020 – 2024) bauð upp á ferðastyrki fyrir vísindamenn til að sinna vettvangsrannsóknum í jaðarumhverfi fyrir stjörnulíffræði og pláneturannsóknir. Matís aðstoðaði vísindamenn við rannsóknir þeirra hér á landi en Ísland hefur upp á að bjóða margs konar umhverfi sem líkjast aðstæðum á öðrum hnöttum, þar á meðal vatni undir jökulís, hraunum á mismunandi aldri, eldfjalla- og hversvæði. Starfsmenn Matís nýttu sérþekkingu sína til að aðstoða vísindamenn við að skipuleggja vettvangsrannsóknir, velja viðeigandi staði og skipuleggja vísindaleiðangra. Auk þess gátu vísindamenn fengið aðgang að rannsóknaraðstöðu í samvinnu við Matís.

Á meðan verkefnið stóð, komu yfir 16 rannsóknarteymi til Íslands með fjölbreytt úrval af vísindalegum spurningum. Þetta leiddi til nýrrar vísindalegrar þekkingar um íslenskt jaðarumhverfi og um hvernig hugsanlegar aðstæður eru á Mars, auk nýrrar samvinnu sem gætu nýst til nýrra umsókna og skrifum á vísindagreinum.
_

The EU project EUROPLANET 2024RI (2020 – 2024) offered travel grants for scientists to conduct field work in extreme environments for astrobiological and planetary research. Matís was responsible in assisting researchers with their work in Iceland, which is an ideal place to study these topics, offering a multitude of different environments, including glacial and sub-glacial environments, lava fields of different ages, volcanic areas, and active hydrothermal systems. Matís staff was using their expertise to assist visitors in planning their field research, choosing appropriate sites, and organizing the logistics to assess them. In addition, visitors had access to equipment, biological laboratories, and other research facilities at Matís.

During the time of the project, 16 research teams with a broad range of scientific questions were visiting Iceland and were hosted by Matís. This led to new scientific knowledge about Icelandic extreme environments and about potential conditions on Mars and other extraterrestrial bodies, as well as to new collaborations, follow-up proposals, and scientific publications.

View report

Reports

Niðurstöður sívirkrar vöktunar á óæskilegum efnum í sjávarfangi úr auðlindinni 2024 / Undesirable substances in seafood – results from the Icelandic marine monitoring activities in the year 2024

Published:

09/01/2025

Authors:

Rebecca Sim, Julija Igorsdóttir, Maja Radujko, Natasa Desnica

Supported by:

Ministry of Food, Agriculture and Fisheries

Contact

Rebecca Sim

Specialist

rebecca@matis.is

Í þessari skýrslu eru teknar saman niðurstöður vöktunar á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs 2024. Vöktunin hófst árið 2003 fyrir tilstuðlan þáverandi Sjávarútvegsráðuneytis, núverandi Matvælaráðuneytið, og sá Matís ohf. um að safna gögnum og útgáfu á skýrslum vegna þessarar kerfisbundnu vöktunar á tímabilinu 2003-2012. Vegna skorts á fjármagni í þetta vöktunarverkefni var gert hlé á þessari mikilvægu gagnasöfnun sem og útgáfu niðurstaðna á tímabilinu 2013-2016. Verkefnið hófst aftur í mars 2017 en vegna fjárskorts nær það nú eingöngu yfir vöktun á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs úr auðlindinni sem ætlað er til manneldis, en ekki fiskimjöl og lýsi fyrir fóður. Af sömu ástæðu eru ekki lengur gerðar efnagreiningar á PAH og PBDE efnum.

Markmiðið með verkefninu er að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggi og heilnæmis og hægt að nýta gögnin við gerð áhættumats á matvælum til að tryggja hagsmuni neytenda og lýðheilsu. Verkefnið byggir upp þekkingargrunn um magn óæskilegra efna í efnahagslega mikilvægum tegundum og sjávarafurðum, það er skilgreint sem langtímaverkefni þar sem útvíkkun og endurskoðun er stöðugt nauðsynleg.

Almennt voru niðurstöðurnar sem fengust 2024 í samræmi við fyrri niðurstöður frá árunum 2003 til 2012 sem og 2017 til 2023. Niðurstöðurnar sýndu að íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn þrávirkra lífrænna efna s.s. díoxín, PCB og varnarefni. í þessari skýrslu voru hámarksgildi Evrópusambandsins (ESB) fyrir díoxín, díoxínlík PCB (DL-PCB) og ekki díoxínlík PCB (NDL-PCB) í matvælum samkvæmt reglugerð nr. 2023/915 notuð til að meta hvernig íslenskar sjávarafurðir standast kröfur ESB. Niðurstöður ársins 2024 sýna að öll sýni af sjávarafurðum til manneldis voru undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma. Þá reyndist styrkur svokallaðra ICES6-PCB efna vera lágur í ætum hluta sjávarfangs, miðað við hámarksgildi ESB samkvæmt reglugerð nr. 2023/915. Sömuleiðis sýndu niðurstöðurnar að styrkur þungmálma, t.d. kadmíum (Cd), blý (Pb) og kvikasilfur (Hg) í íslenskum sjávarafurðum var alltaf undir hámarksgildum ESB.
_____

This report summarises the results obtained in 2024 for the screening of various undesirable substances in the edible part of Icelandic marine catches.

The main aim of this project is to gather data and evaluate the status of Icelandic seafood products in terms of undesirable substances and the data can be utilised to estimate the exposure of consumers to these substances from Icelandic seafood and risks related to public health. The surveillance programme began in 2003 and was carried out for ten consecutive years before it was interrupted in 2013. The project was revived in March 2017 to fill in knowledge gaps regarding the level of undesirable substances in economically important marine catches for Icelandic export. Due to financial limitations the monitoring now only covers screening for undesirable substances in the edible portion of marine catches for human consumption and not feed or feed components. The limited financial resources also required the analysis of PAHs and PBDEs to be excluded from the monitoring, providing somewhat more limited information than before. However, it is considered a long-term project where extension and revision are constantly necessary.

In general, the results obtained in 2024 were in agreement with previous results on undesirable substances in the edible part of marine catches obtained in the monitoring years 2003 to 2012 and 2017 to 2023.

In this report from the monitoring programme, the maximum levels for dioxins, dioxin-like PCBs and non-dioxin-like PCBs in foodstuffs (Commission Regulation 2023/915) were used to evaluate how Icelandic seafood products measure up to limits currently in effect.

The results show that in regard to the maximum levels set in the regulation, the edible parts of Icelandic seafood products contain negligible amounts of dioxins, dioxin like and non-dioxin-like PCBs. In fact, all samples of seafood analysed in 2024 were below EC maximum levels.

Furthermore, the concentration of ICES-6-PCBs was found to be low in the edible part of the marine catches, compared to the maximum limits set by the EU (Commission Regulation 2023/915). The results also revealed that the concentration of toxic trace elements, i.e., cadmium (Cd), lead (Pb) and mercury (Hg) in the edible part of marine catches were below the relevant maximum limits set by the EU in all samples.

View report

News

Matís og samstarfsaðilar tryggja sér 2,5 milljarða króna í styrki frá rammaáætlun Evrópu um rannsóknir og nýsköpun

Contact

Jónas Rúnar Viðarsson

Director of Business and Development

jonas@matis.is

Nú í aðdraganda jóla bárust þær ánægjulegu fréttir frá Brussel að þrjú alþjóðleg rannsókna- og nýsköpunarverkefni sem Matís kemur að hafi verið valin til fjármögnunar af Horizon Europe rammaáætluninni.  Mikil samkeppni er um að fá slík verkefni fjármögnuð og ljóst að aðeins allra bestu verkefnin ná því að vera útvalin til fjármögnunar.  Matís fær um 310 milljónir króna úthlutaðar og innlendir samstarfsaðilar um 270 milljónir króna. Öll snúa þessi verkefni að því að auka sjálfbærni í fiskveiðum og fiskeldi, draga úr umhverfisáhrifum, og gera greinarnar betur reiðubúnar til að mæta áhrifum loftslagsbreytinga, sem og aukinna krafna um að fyrirtæki sýni fram á að sjálfbærnimarkmið séu höfð að leiðarljósi í rekstri. Frekari upplýsingar um verkefnin má sjá hér að neðan.

MarineGuardian verkefnið hefur það að markmiði að efla sjálfbærar fiskveiðar og stuðla að verndun sjávarvistkerfa í Atlantshafi og Norðuríshafi, með aukinni þekkingu og þróun lausna sem draga úr meðafla, brottkasti, olíunotkun, neikvæðum áhrifum á botnvistkerfi, auka afla á sóknareiningu, og tryggja bætta gagnaöflun og úrvinnslu til ákvarðanatöku og framsetningu sjálfbærniskýrslna. Matís leiðir verkefnið sem hlotið hefur styrk upp á 1.2 milljarða króna (8 millj. EUR), en þátttakendur í verkefninu eru alls 21, en þar eru í lykilhlutverkum íslensku fyrirtækin og stofnanirnar Trackwell, Brim, Hampiðjan og Hafrannsóknastofnun, auk þess sem verkefnið mun kaupa þjónustu frá Stiku umhverfislaustnum. Verkefnisstjóri er Jónas R. Viðarsson jonas@matis.is.

MeCCAM verkefnið hefur það að markmiði að þróa mótvægis og aðlögunaraðgerðir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki og aðra hagaðila í Evrópu. Verkefnið hlýtur um 650 milljónir króna (4.5 millj. EUR) styrk og er stýrt af SJÓKOVANUM í Færeyjum, en Matís stýrir verkþætti og tilvikarannsóknarsvæði (case study) í verkefninu. Að verkefninu koma 16 samstarfsaðilar vítt og breitt frá Evrópu, en þátttakendur frá Íslandi auk Matís eru Trackwell, Brim og Stika umhverfislaustnir. Tengiliður Matís í verkefninu er Katrín Hulda Gunnarsdóttir katrinh@matis.is.

OCCAM er systurverkefni MeCCAM þar sem því er ætlað styðja fiskeldisiðnaðinn við mótvægisaðgerðir og aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga. Verkefnið er styrkt um 650 milljónir króna (4.5 millj. EUR) og er því stýrt af NOFIMA í  Noregi, en Matís stýrir verkþætti og tilvikarannsóknarsvæði (case study) í verkefninu. Að verkefninu koma 22 samstarfsaðilar vítt og breitt um Evrópu, en þátttakendur frá Íslandi auk Matís eru Samherji fiskeldi. Tengiliður Matís í verkefninu er Valur N. Gunnlaugsson valur@matis.is.

Þátttaka innlendra aðila í alþjóðlegum rannsókna- og nýsköpunarverkefnum skiptir miklu fyrir íslenskt samfélag, enda fá þar fyrirtæki og stofnanir tækifæri til að vinna á jafningjagrundvelli með þeim aðilum sem fremstir standa í sínum greinum. Jafnframt skapar slíkt samstarf tækifæri til að miðla þekkingu, tileinka sér nýjar aðferðir og stuðla að þróun sem leiðir til nýsköpunar, aukinnar sjálfbærni, arðsemi, fæðuöryggis og  framþróunar í íslensku atvinnulífi.

News

Matís leitar að fagstjóra örverumælinga

Matís leitar að fagstjóra örverumælinga. Starfið felur í sér samskipti við viðskiptavini, stjórnun og stefnumótun. Fagstjóri heyrir undir sviðsstjóra þjónustu.

Main tasks and responsibilities

  • Stjórnun og ábyrgð á rekstri og starfsmannahaldi faghópsins (8 manna teymi).
  • Samskipti við fyrirtæki og hagaðila.
  • Stefnumótun, skipulagning, forgangsröðun og samhæfing mælinga og verkefna.

Educational and qualification requirements

  • Háskólamenntun á sviði örverufræði, matvælafræði, líffræði, lífefnafræði eða sambærileg menntun. Framhaldsmenntun er kostur.
  • Rík samskipta- og skipulagshæfni.
  • Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður.
  • Leiðtogahæfileikar.
  • Reynsla af örverumælingum er æskileg.
  • Reynsla af rekstri, stjórnun og markaðsmálum er kostur.
  • Góð hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku.

Starfshlutfall er 100%. Viðkomandi mun starfa hjá Matís í Reykjavík.

Matís er leiðandi á sviði matvælarannsókna og líftækni. Hjá okkur starfar kraftmikill hópur sem brennur fyrir því að finna nýjar leiðir til að hámarka nýtingu hráefnis, auka sjálfbærni og efla lýðheilsu. Hlutverk Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs og tryggja matvælaöryggi, lýðheilsu og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu. Matís leggur áherslu á hagnýtar rannsóknir sem auka verðmæti íslenskrar matvælaframleiðslu, stuðla að öryggi og heilnæmi afurða og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf. Öll kyn eru hvött til að sækja um.

Information provided by Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is

Apply for a job

Peer-reviewed articles

Fish Traceability and Authenticity

This book offers a state-of-the-art analysis on the main challenges facing the aquatic products processing industry. The topics explored are particularly relevant to the issues faced by European consumers and processors, but the information provided within this book can be widely extrapolated.

This book should be helpful for processors, fish traders, consumers, scientists and students. The first chapter is dedicated to the sociological definition of “fish” and consumers’ perceptions. The following chapters deal with the notions of quality sensu lato, biological risks and their control, as well as the risks linked to the pollution of oceans and ecosystems by microplastics. Two types of processes and processed products – smoked fish and surimi products – which are of great economic importance to the European market, are also presented. The process of adding value to co-products, including the “blue biorefinery” and the innovative pH-shift technology are also covered in this book.

Edited by Véronique Verrez-Bagnis
ISBN : 9781789451498
January 2024

Peer-reviewed articles

Unexplored microbial diversity from 2,500 food metagenomes and links with the human microbiome

Complex microbiomes are part of the food we eat and influence our own microbiome, but their diversity remains largely unexplored. Here, we generated the open access curatedFoodMetagenomicData (cFMD) resource by integrating 1,950 newly sequenced and 583 public food metagenomes. We produced 10,899 metagenome-assembled genomes spanning 1,036 prokaryotic and 108 eukaryotic species-level genome bins (SGBs), including 320 previously undescribed taxa. Food SGBs displayed significant microbial diversity within and between food categories. Extension to >20,000 human metagenomes revealed that food SGBs accounted on average for 3% of the adult gut microbiome. Strain-level analysis highlighted potential instances of food-to-gut transmission and intestinal colonization (e.g., Lacticaseibacillus paracasei) as well as SGBs with divergent genomic structures in food and humans (e.g., Streptococcus gallolyticus and Limosilactobabillus mucosae). The cFMD expands our knowledge on food microbiomes, their role in shaping the human microbiome, and supports future uses of metagenomics for food quality, safety, and authentication.

Peer-reviewed articles

Cloning and Characterization of a Novel N-Acetyl-D-galactosamine-4-O-sulfate Sulfatase, SulA1, from a Marine Arthrobacter Strain

Sulfation is gaining increased interest due to the role of sulfate in the bioactivity of many polysaccharides of marine origin. Hence, sulfatases, enzymes that control the degree of sulfation, are being more extensively researched. In this work, a novel sulfatase (SulA1) encoded by the gene sulA1 was characterized. The sulA1-gene is located upstream of a chondroitin lyase encoding gene in the genome of the marine Arthrobacter strain (MAT3885). The sulfatase was produced in Escherichia coli. Based on the primary sequence, the enzyme is classified under sulfatase family 1 and the two catalytic residues typical of the sulfatase 1 family—Cys57 (post-translationally modified to formyl glycine for function) and His190—were conserved. The enzyme showed increased activity, but not improved stability, in the presence of Ca2+, and conserved residues for Ca2+ binding were identified (Asp17, Asp18, Asp277, and Asn278) in a structural model of the enzyme. The temperature and pH activity profiles (screened using p-nitrocatechol sulfate) were narrow, with an activity optimum at 40–50 °C and a pH optimum at pH 5.5. The Tm was significantly higher (67 °C) than the activity optimum. Desulfation activity was not detected on polymeric substrates, but was found on GalNAc4S, which is a sulfated monomer in the repeated disaccharide unit (GlcA–GalNAc4S) of, e.g., chondroitin sulfate A. The position of the sulA1 gene upstream of a chondroitin lyase gene and combined with the activity on GalNAc4S suggests that there is an involvement of the enzyme in the chondroitin-degrading cascade reaction, which specifically removes sulfate from monomeric GalNAc4S from chondroitin sulfate degradation products.

Peer-reviewed articles

Sindraskel (Ensis terranovensis) – nýr landnemi í sjó við Ísland

Á GAMLÁRSDAG 2020 fundust óvænt nokkrar tómar hnífskeljar (fylking lindýra, Mollusca, flokkur samloka, Bivalvia) í fjöru innst í Hvalfirði. Skeljarnar draga nafn af útlitinu og eru langar, allt að 24 cm, mjóar, þunnar og beittar, og líkjast helst gamaldags rakhnífum. Fyrir fundinn var ekki vitað til þess að áður hefðu fundist hnífskeljar við Ísland, ef frá er talinn fundur tveggja dauðra fáfnisskelja (Ensis magnus) árið 1957 í fjöru í Lónsvík skammt frá bænum Hvalnesi. Eftir fundinn 2020 fannst í febrúar 2021 lifandi samloka í fjörunni við ósa Hafnarár í mynni Borgarfjarðar. Í kjölfar vettvangsferða höfunda og kynningu fyrstu rannsóknarniðurstaðna á Líffræðiráðstefnu haustið 2021, sem leiddu til umfjöllunar í fjölmiðlum um fundina, bárust fleiri tilkynningar um fundi bæði lifandi og dauðra hnífskelja. Þar á meðal í Kollafirði í maí 2019 og Leiruvogi í febrúar 2020. Fundust skeljar allt að 20 cm langar. Þegar þetta er ritað hefur skelin aðeins fundist við suðaustanverðan Faxaflóa. Í norðanverðu Atlantshafi eru þekktar átta tegundir hnífskelja. Þær eru líkar í útliti og getur verið erfitt að greina þær að. Niðurstöður erfðagreiningar lifandi eintaka í rannsókninni sem hér um getur staðfesta að um er að ræða tegundina Ensis terranovensis, sem við nefnum „sindraskel“. Tegundin hefur til þessa einungis fundist við Nýfundnaland á austurströnd Norður-Ameríku, og var þar fyrst greind árið 2012. Ísland er því fyrsta landið þar sem sindraskel finnst utan náttúrulegra heimkynna. Hún hefur sennilega borist hingað sem lirfa í kjölvatni flutningaskipa, jafnvel fyrir rúmum tíu árum ef mið er tekið af stærstu eintökunum sem hér hafa fundist og áætluðum vexti skeljanna. Flutningur sjávarlífvera af mannavöldum út fyrir náttúruleg heimkynni fer vaxandi. Þar sem framandi tegundir ná fótfestu geta þær breytt og/eða valdið skaða á lífríkinu sem fyrir er. Þess vegna er m.a. mikilvægt að fylgjast með útbreiðslu og lifnaðarháttum sindraskeljarinnar hér við land.

Peer-reviewed articles

Targeted metagenomics – Enrichment for enzymes active on sulfated polysaccharides from seaweeds

Seaweeds (macroalgae) are an attractive resource for diverse microbial- and enzymatic production processes. They are abundant, underutilized, cheap, and rich in carbohydrates, and therefore have the potential to be used as a source of mono- or oligosaccharides, and as substrates for industrial fermentation processes. Many seaweed polysaccharides, including the sulfated polysaccharides ulvan and fucoidan, are however complex and heterogenous in structure, and there are currently few enzymes available to modify them, and understanding of their enzymatic depolymerization remains limited. The present study aimed to identify and characterize robust fucoidanases and ulvan lyases. Metagenomes were obtained from microbial enrichments from an intertidal hot-spring, genes identified that expressed putative fucoidanases and ulvan lyases, and following gene cloning and expression, the respective enzymes were screened for enzymatic activity. Consistent with their origin, the identified protein sequences were considerably divergent from previously characterized enzymes, with a 44 % average maximal sequence identity. In total, the study resulted in the characterization of 10 new fucoidanases (GH107 and GH168 families) and 8 new ulvan lyases (PL24, PL25 and PL40 families). Notably, the new fucoidanases appeared to have functional specificity towards fucoidan containing α-1,3 linked L-fucosyl and several functioned at high temperature. The study contributes a metagenomics-based approach to identify new seaweed polysaccharide degrading enzymes and an increased understanding of the diversity of such enzymes, which may have implications for the realization of biotechnology based valorization of seaweed biomass.

EN