Skýrslur

Bætt nýting grásleppuafurða / Production development of lumpfish

Útgefið:

27/06/2013

Höfundar:

Gunnar Þórðarson (Matís), Skjöldur Pálmason (Fiskvinnslan Oddi), Ólafur Reykdal (Matís)

Styrkt af:

AVS V 11 020‐11

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Bætt nýting grásleppuafurða / Production development of lumpfish

Með reglugerð sjávarútvegs‐  og landbúnaðarráðuneytisins, Nr 1083/2010, var gert skylt að koma með allan grásleppuafla að landi eftir 2011. Það þurfti því að bregðast hratt við og finna markaði fyrir grásleppuna sjálfa, en aðeins hrognin höfðu verið hirt og restinni fleygt í sjóinn. Mikið frumkvöðlaframtak hafði átti sér stað í nokkur ár og er rétt að nefna Landssamband smábátaeigenda og útflutningsfyrirtækið Triton í því samhengi, sem í sameiningu byggðu upp markað fyrir grásleppu á Kínamarkað, með hvelju og öllu saman. Rétt er að taka fram að hrognin eru um 30% af þyngd grásleppu en hveljan með haus og hala um 55% og þar af eru flökin aðeins 14% af heildarþyngd hennar. Til mikils var að vinna og ljóst að mikil verðmæti liggja í þessari vannýttu fisktegund og mikil tækifæri myndu skapast í mörgum sjávarbyggðum við framleiðslu og útflutning á grásleppu. Jafnframt auknum tekjum fyrir sjómenn og útgerð ásamt því að slæging grásleppunnar færðist nú að mestu í land, en það skapaði mikla vinnu hjá aðilum í framleiðslu. Slæging fyrir Kínamarkað er ólík hefðbundinni aðferð og kallar á flóknari handbrögð en það gerir kröfur um betri vinnuaðstæður sem ekki eru fyrir hendi um borð í litlum fiskibátum.   Litlar upplýsingar voru til um efna‐  og næringarinnihald grásleppu en slíkar upplýsingar eru nauðsynlegar við markaðssetningu afurða. Unnin var ítarleg skýrsla um efnið og notast við hráefni víða af landinu. Geymsluþolsrannsóknir voru gerðar á frosinni grásleppu. Haldin var ráðstefna á Patreksfirði þar sem hagsmunaaðilum í veiðum, vinnslu og útflutningi grásleppu var boðið til samræðu um hagsmunamál greinarinnar.

A new regulation from Minister of Fisheries and Agriculture, No. 1083/2010, require returning all lumpfish fished in Iceland, after 2011. A quick action had to be taken to find markets for lumpfish itself, but only the roes which have been processed but the rest of the fish have been discarded into the sea. With entrepreneurial activity for some years now new markets have been developed in China, by the National Association of Small Boat Owners in Iceland in cooperation with the export company Triton. It should be noted that the roes are only about 30% of the total weight of lumpfish, with head and tail about 70% of its total weight.   There was much to be done to save value in the lumpfish business and great opportunities for small communities relying on this business and find a market for the lumpfish product and create extra value for stakeholders. Furthermore, increased income for fishermen and fishing communities by creating valuable work by processing the fish at shore. Gutting and trimming the lumpfish for the China market is different from the traditional approach and calls for more sophisticated self‐ administration, but it requires better working conditions that do not exist on board small fishing boats. Very little information on chemical composition and nutrient value has been available for lumpfish products. In‐depth report on this subject was prepared, using samples from different regions in Iceland.   Self‐life experiments were prepared by this project. A work shop was held in Patreksfjordur in May 2013, with stakeholders from the lumpfish business participating.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Superchilled Round Fish – Final Report / Ofurkældur heill fiskur – Lokaskýrsla

Útgefið:

01/03/2013

Höfundar:

Björn Margeirsson, Valur Oddgeir Bjarnason, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 11 062‐11)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Superchilled Round Fish – Final Report / Ofurkældur heill fiskur – Lokaskýrsla

Meginmarkmið verkefnisins „Ofurkældur heill fiskur – fyrir dauðastirðnun“, sem hófst í júlí 2011, var að kanna hvort ofurkæling heils fisks um borð í veiðiskipi gæti lengt geymsluþol og aukið gæði afurðanna. Hæfilegra hita‐ og tímastillinga á roð‐ og snertikæli var leitað með fjórum kælitilraunum og bestu stillingarnar notaðar til ofurkælingar heilla fiska í geymsluþolstilraun. Niðurstöður geymsluþolstilraunar benda til þess að ofurkæld vinnsla á heilum þorski geti lengt geymsluþol hans um tvo daga. Samkvæmt skynmati var þó lítinn mun að finna á geymsluþoli mismunandi flakahópa. Geymsluþol var metið 16–18 dagar, sem er nokkuð langur tími fyrir þorskflök. Ferskleikatímabil tilraunahóps með ofurkældum flökum úr ofurkældum heilum fiski virtist þó vera heldur lengra en hinna hópanna. Líkt og fyrir heila þorskinn reyndist lítill munur milli flakahópanna m.t.t. örveruvaxtar, efna‐  og eðliseiginleika. Takmarkaðan mun milli tilraunahópa má mögulega skýra með stöðugum og ofurkældum geymsluaðstæðum. Með hliðsjón af því er ráðlagt að framkvæma aðra sambærilega tilraun þar sem hermt yrði eftir dæmigerðari umhverfishitaferlum í flutningi ferskfiskafurða (0–4 °C) en í þessari tilraun (–1.4 til –1.2 °C). Niðurstöður tölvuvæddrar varma‐  og straumfræði‐líkanagerðar gefa til kynna að þess lags líkön gætu nýst til áframhaldandi hönnunar á roð‐ og snertikæli fyrir heilan fisk.

The main aim of the R&D project „Superchilled round fish – pre‐rigor“, which was initiated in July 2011, was to investigate if superchilled processing of whole fish on‐board fishing ships could increase the product quality and prolong storage life. The appropriate temperature‐  and time‐settings for the superchilling equipment was studied in four cooling trials and the best settings applied when preparing samples for a storage life study. The results from the storage life study indicate that superchilled processing of whole cod can extend storage life by two days. However, differences in sensory scores between the fillet groups were small. Storage life was estimated between 16 and 18 days which is quite long storage life for cod fillets. However, the group with superchilled fillets from superchilled whole fish seemed to retain freshness a little longer than other groups. As in case of the whole cod, the differences in bacterial count, chemical and physical properties between the fillet groups were small. Very similar fish temperatures between both the whole fish and the fillet groups resulting from the superchilled storage conditions applied may be the main reason for the small differences obtained. Thus, another study with more common temperature conditions during transport and storage of fresh fish (chilled but not superchilled) should be performed. The results obtained in this study show that CFD modelling of fluid flow and heat transfer is a realistic and functional tool to simulate superchilling of whole fish in a CBC‐cooler. In future work CFD‐modelling can be used to determine optimal values for parameters such as holding time, chilling temperature and air velocity. 

Skoða skýrslu

Skýrslur

Comparison of transport modes and packaging methods for fresh fish products – storage life study and life cycle assessment

Útgefið:

01/10/2012

Höfundar:

Björn Margeirsson, Birgir Örn Smárason, Gunnar Þórðarson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Óðinn Gestsson, Emilía Martinsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AtVest (Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða)

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Comparison of transport modes and packaging methods for fresh fish products – storage life study and life cycle assessment

Mikill ávinningur er í bættri stjórn á virðiskeðju útflutnings á ferskum fiskhnökkum til dreifingar í verslanakeðjum í Bretlandi. Með bættum aðferðum við pökkun væri hægt að auka geymsluþol vöru, sem er grundvallaratriði í þessum viðskiptum. Með loftæmdum umbúðum væri hægt að flytja vöru í krapakeri með lágu hitastigi (niður í -1 °C) sem bæði myndi lækka flutningskostnað verulega og gæti jafnframt lengt geymsluþol vörunnar. Einnig gefur aðferðin möguleika á pökkun með neytendaupplýsingum sem gerir frekari pökkun erlendis óþarfa. Í flutningi með flugi væri hægt að pakka allri vöru í 12 kg frauðplastkassa í stað 3 kg, eins og algengast er í dag, og spara þannig verulegan flutningskostnað. Notast var við hitamælingar, skynmat, efna- og örverumælingar og lífsferilsgreiningu til að bera saman mismunandi pakkningalausnir fyrir sjó- og fluflutning. Ferskir ýsubitar í lofttæmdum umbúðum í keri með krapaís, sem geymt var við dæmigerðan hita í gámaflutningi, reyndist hafa 3–4 dögum lengra geymsluþol en hinir tilraunahóparnir, væntanlega aðallega vegna betri hitastýringar. Samræmi milli niðurstaðna skynmats og örverumælinga var almennt gott. Lægstu umhverfisáhrif allra hópa voru kerahópsins með sjófluttar, lofttæmdar umbúðir en þá útfærslu mætti enn frekar bæta með tilliti til blöndunar ískrapans og fiskhitastýringar og þar með geymsluþols.

The aim of the project was to compare alternative packaging methods of fresh fish loins to the traditional packaging. Comparison was made between packages in terms of temperature control and product storage life by simulating air and sea transport from Iceland to UK in air climate chambers. The evaluation was made by the sensory panel and microbialand chemical analysis by the Matís laboratory in Reykjavík. Furthermore, the environmental impact of the aforementioned transport modes and packaging methods was assessed by means of LCA (Life Cycle Assessment). About 70–75% of Iceland’s exports of fresh fillets and loins are transported by air and the rest by container ships. Increased knowledge on the advantages and disadvantages of the packages used for this fresh fish export will facilitate the selection of packages and improve the quality and storage life of the products. By using vacuum-packaging it is possible to use 12 kg packages in air freight instead of the traditional 3– 5 kg packages; but the market is increasingly demanding smaller individual packages. Sea transported larger packages use less space in shipping, lowering freight cost and environmental impact. Vacuum packed haddock loins immersed in slurry ice in a fish tub stored at sea transport temperature conditions proved to have a 3–4 day longer storage life than all the other experimental groups, probably mainly because of better temperature control. Good agreement was obtained between the sensory- and microbial evaluation. Finally, the sea transport-tub-group was found to be the most environmental friendly and could be improved with regard to product temperature control and thereby storage life.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of superchilled processing of whole whitefish – pre‐rigor / Áhrif ofurkælingar á skemmdarferla og geymsluþol heils fisks og flaka

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Aðalheiður Ólafsdóttir, Björn Margeirsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Sigurjón Arason, Eyjólfur Reynisson, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS Fund of Ministry of Fisheries in Iceland (R 062‐11)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Effect of superchilled processing of whole whitefish – pre‐rigor / Áhrif ofurkælingar á skemmdarferla og geymsluþol heils fisks og flaka

Markmið tilraunarinnar var að rannsaka áhrif ofurkælingar á skemmdarferla og geymsluþol heils fisks og flaka. Rannsókn var gerð á heilum þorski ofurkældum fljótlega eftir veiði og einnig á áhrifum ofurkælingar á flök unnum úr ofurkældum þorski og þorski kældum í ís á hefðbundinn hátt. Notaðar voru hitamælingar, skynmat, efna‐  og örverumælingar til að bera eftirfarandi tilraunahópa saman, en þeir voru geymdir við –1.4 til –1.2 °C meðalhita:

1) NC: heill þorskur kældur í ís

2) SC: ofurkældur heill þorskur

3) NC‐NC: hefðbundin flakavinnsla úr heilum þorski kældum í ís

4) NC‐SC: ofurkæld flök unnin úr heilum þorski kældum í ís

5) SC‐NC: hefðbundin flakavinnsla úr ofurkældum heilum þorski

6) SC‐SC: ofurkæld flök unnin úr ofurkældum heilum þorski

Niðurstöður skynmats benda til þess að ofurkæld vinnsla á heilum þorski geti lengt geymsluþol hans um tvo daga. Ofurkæling á heilum þorski hafði ekki áhrif á sýrustig, vatnsinnihald, vatnsheldni og örveruvöxt í heilum fisk samanborið við fisk sem ekki var ofurkældur í vinnslu. Samkvæmt skynmati var lítinn mun að finna á geymsluþoli mismunandi flakahópa. Geymsluþol var metið 16–18 dagar, sem er nokkuð langur tími fyrir þorskflök. Ferskleikatímabil tilraunahópsins SC‐ SC virtist þó vera heldur lengra en hinna hópanna. Líkt og fyrir heila þorskinn reyndist lítill munur milli flakahópanna m.t.t. örveruvaxtar, efna‐ og eðliseiginleika. Takmarkaðan mun milli tilraunahópa má mögulega skýra með stöðugum og ofurkældum geymsluaðstæðum. Með hliðsjón af því er ráðgert að framkvæma aðra sambærilega tilraun þar sem hermt verður eftir dæmigerðari umhverfishitaferlum í flutningi ferskfiskafurða (0–4 °C) en í þessari tilraun (–1.4 til –1.2 °C).

The main aim of the study was to study the effects of superchilled processing on storage life of both whole fish and fillets. The following experimental groups were evaluated by means of temperature monitoring, chemical‐ and microbial measurements and sensory evaluation, which were stored at mean temperatures of –1.4 to –1.2 °C:

1) NC: non‐superchilled whole cod

2) SC: superchilled whole cod

3) NC‐NC: non‐superchilled fillets from non‐superchilled whole cod

4) NC‐SC: superchilled fillets from non‐superchilled whole cod

5) SC‐NC: non‐superchilled fillets from superchilled whole cod

6) SC‐SC: superchilled fillets from superchilled whole cod

The results from the sensory evaluation indicate that superchilled processing of whole cod can extend shelf life by two days. Differences in values of pH, water content, water holding capacity and bacterial growth between the superchilled and non‐superchilled whole fish groups were minor. Differences in sensory scores between the fillet groups were small. Shelf life was estimated between 16 and 18 days which is quite long shelf life for cod fillets. However, the group SC‐SC seemed to retain freshness a little longer than other groups. As in case of the whole cod, the differences in bacterial count, chemical and physical properties between the fillet groups were small. Very similar fish temperatures between both the whole fish and the fillets groups resulting from the superchilled storage conditions applied may be the main reason for the small differences obtained. Thus, another study with more common temperature conditions during transport and storage of fresh fish (chilled but not superchilled) will be performed.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þróun gæðastuðulsaðferðar og geymsluþols á ferskum makríl (Scomber scombrus) / Development of QIM and shelf life of fresh mackerel (Scomber scombrus)

Útgefið:

01/03/2012

Höfundar:

Aðalheiður Ólafsdóttir, Elvar Steinn Traustason, Ásbjörn Jónsson, Kolbrún Sveinsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R 11 037‐010)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Þróun gæðastuðulsaðferðar og geymsluþols á ferskum makríl (Scomber scombrus) / Development of QIM and shelf life of fresh mackerel (Scomber scombrus)

Markmið verkefnisins var að skoða breytingar sem verða í makríl við geymslu á ís. Þróa QIM skala fyrir ferskan makríl og bera hann saman við niðurstöður úr mati á soðnum fiski og QDA (quantitative descriptive analysis) til að ákvarða lok geymsluþols.   Út frá QDA niðurstöðum má álykta að makríll geymdur í 9 daga á ís sé kominn að mörkum geymsluþols. Ferskleikaeinkenni í bragði og lykt (fersk olía) eru þá farin að minnka og skemmdareinkenni (þrái og beiskja) að taka yfir.

The aim of the project was to look at the changes in mackerel at storage on ice. Develop a QIM spectrum for fresh mackerel and compare with cooked fish, QDA (quantitative descriptive analysis) to decide maximum shelf life.   From the QDA results, one can conclude that maximum shelf life for fresh mackerel is 9 days on ice. At that time freshness in taste and odour are decreasing and characteristic of spoilage (rancidity and bitter) dominates.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Germicidal effects of UV light on processing line surfaces and pork shelf life / Áhrif UV ljóss á örverumengun vinnsluyfirborða og geymsluþol svínakjötsafurða

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Sveinn Magnússon, Eyjólfur Reynisson, Viggó Marteinsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Viggó Marteinsson

Fagstjóri

viggo@matis.is

Germicidal effects of UV light on processing line surfaces and pork shelf life / Áhrif UV ljóss á örverumengun vinnsluyfirborða og geymsluþol svínakjötsafurða

Örverudrepandi áhrif UV‐geislunar hafa verið þekkt um langt skeið en UV geislun við 254nm (UV‐C) veldur skemmdum á erfðaefni frumna og kemur í veg fyrir örveruvöxt. Notkun  UV lýsingar til sótthreinsunar hefur færst í vöxt, m.a. í matvælaiðnaði  ‐  þar sem nýta má UV geislun til sótthreinsunar vinnsluyfirborða og matvæla – og þar með auka öryggi og lengja geymsluþol matvæla. Þessi skýrsla lýsir prófun á áhrifum UV lýsingar á vinnsluyfirborð á geymsluþol kjötafurða. Áhrif UV lýsingar á yfirborð kjötvinnslu  ‐  frátökufæriband og skurðarbretti  ‐  á geymsluþol svínakjötsafurða var skoðuð. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að UV lýsing hefur áhrif til lækkunar á örverumagni vinnsluyfirborða. Niðurstöður varðandi áhrif á geymsluþol voru ekki afgerandi en benda til þess að með hreinni vinnslulínu og UV‐lýsingu á vinnsluyfirborð megi auka geymsluþol svínakjötsafurða af vinnslulínunni.

UV radiation at 254nm (UV‐C) causes damage to the genetic material of cells and prevents microbial growth. The use of UV light for disinfection is increasing e.g. in the food production industry – where UV radiation can be used for disinfection of food production surfaces and foods – and thereby increase food safety and extend product shelf life. This report describes the testing of the effects of UV lighting on surfaces in food processing facility on product shelf life. Effects of UV lighting on process line surfaces – conveyor belt and cutting boards – on the shelf life of pork was examined. The results of the study show that UV reduces the bacterial load on process line surfaces. Regarding the effects on pork shelf life the results were not significant but suggest that cleaner process lines and UV lighting on process line surfaces can increase the shelf life of pork products.

Report closed until 01.01.2014 / Skýrsla lokuð til 01.01.2014

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of cooling and packaging methods on the quality deterioration of redfish fillets

Útgefið:

01/09/2011

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Aðalheiður Ólafsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

EU IP Chill‐on (contract FP6‐016333‐2)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Effect of cooling and packaging methods on the quality deterioration of redfish fillets

Markmið tilraunarinnar var að meta áhrif krapaískælingar eftir flökun og/eða pökkun í lofttæmdar umbúðir á gæðarýrnun ferskra karfaflaka. Flökin voru geymd við ‐1 °C í 6 daga til að herma eftir vel útfærðum sjóflutningi í frauðplastkössum og svo við 2 °C líkt og gerist eftir afhendingu erlendis og geymslu í smásölu. Fylgst var með vöru‐  og umhverfishitastigi frá pökkun og framkvæmt skynmat, örveru‐ og efnamælingar. Fiskurinn var veiddur að vorlagi og unninn 6 dögum eftir veiði. Niðurstöður sýna að gæði hráefnisins voru ekki sem best við pökkun þar sem þránunarferli (PV og TBARS) var komið vel af stað. Þetta skýrir væntanlega hvers vegna engin af þessum kæliaðferðum leiddi til geymsluþolsaukningar. Einnig kom í ljós að enginn ávinningur fékkst við að kæla flökin óvarin í krapaís þar sem örveruvöxtur og myndun TVB‐N og TMA í flökunum gerðist hraðar við frekari geymslu. Hins vegar virðist vera ákjósanlegra að kæla lofttæmd pökkuð flök í krapaís því þessi aðferð leiddi til hægari vaxtar skemmdarörvera, lægra magns TMA og hægara þránunarferlis. Photobacterium phosphoreum er mikilvæg í skemmdarferli ferskra karfaflaka, óháð pökkunaraðferð.

The aim of this study was to evaluate the effect of slurry ice cooling in process (post‐filleting) and packaging method (+/‐ oxygen) on the quality deterioration of skinned redfish fillets during storage in expanded polystyrene boxes simulating well‐performed sea freight transportation (6 days at ‐1 °C) followed by storage at the retailer (2 °C). Also, to assess the use of vacuum‐packaging to protect the fillets from direct contact with the cooling medium (slurry ice) and to achieve superchilling following extended treatment. Temperature monitoring as well as sensory, chemical and microbial analyses were performed. The fish was caught in the spring and processed 6 days post catch. The results show that quality of the fillets was not optimal at packaging, due to the detection of primary and secondary oxidation products. This may have been the reason why shelf life extension was not achieved by any of the methods evaluated. Further, there was no advantage of cooling the fillets unpacked since this method stimulated microbial growth and formation of basic amines. On the other hand, slurry ice cooling of vacuum‐packaged fillets led to a slower microbial development, the lowest TMA level and delayed autoxidation. Finally, the importance of Photobacterium phosphoreum in the spoilage process of redfish fillets, independently of the packaging method, was demonstrated.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of temperature control on the efficiency of modified atmosphere packaging of cod loins in bulk

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Kolbrún Sveinsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Björn Margeirsson, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

EU IP Chill‐on (contract FP6‐016333‐2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Effect of temperature control on the efficiency of modified atmosphere packaging of cod loins in bulk

Markmið tilraunarinnar var að bera saman ferskleika, gæði og geymsluþol undirkældra (CBC) þorskhnakka við geymslu í lofti og í loftskiptum pakkningum (MAP) við stýrt hitastig til að líkja eftir hitasveiflum við flutninga og dreifingu á Evrópumarkaði. Fylgst var með breytingum á samsetningu gassins í pakkningunum og gert skynmat og örveru‐  og efnamælingar. Fiskurinn var veiddur í botnvörpu að vorlagi og unninn þremur dögum frá veiði. Tveggja daga lenging varð á ferskleikatímabili og eins dags á geymsluþoli fisks í loftskiptum pakkningum (2,7 kg í bakka) miðað við loft (3,1 kg) í frauðplasti þrátt fyrir að 0.5 °C munur hafi verið á meðalhitastigi hópanna og var lofthópurinn geymdur við lægra hitastig  (‐0.3 ± 0.9 °C). Mestu hitasveiflurnar leiddu til mestrar styttingar á ferskleika‐ tíma í loftskiptum pakkningum. Þorskhnakkar sem geymdir voru undirkældir við ‐1.1 ± 0.1 °C höfðu 13 daga geymsluþol. Niðurstöður örverutalninga og efnamælinga sýndu hversu mikilvæg Photobacterium phosphoreum er við TMA‐myndun í skemmdarferli þorskhnakka við geymslu bæði í lofti og loftskiptum pakkningum. MAP og undirkæling hægðu á og breyttu skemmdarferlinu. MAP jók drip um 2% á seinni stigum geymslunnar.

The aim of this study was to compare freshness, quality deterioration and shelf life of CBC (combined blast and contact)‐treated cod loins packaged in bulk under different atmospheres (air or modified atmosphere, MA) and stored under different temperature profiles to mimic temperature changes during transport and distribution to European markets. Sensory, chemical, microbial and headspace gas composition analyses were performed regularly. The fish was caught by trawler in the spring and processed 3 days post catch. Following simulation of current sea freight conditions and distribution to European markets, a 2‐day and 1‐day increase in freshness period and shelf life of MA‐packaged fish (2.7 kg in trays), respectively, was observed compared to air‐stored loins (3.1 kg in EPS boxes). This is despite a mean product temperature difference of 0.5 °C between the products, being lower (‐0.3 ± 0.9 °C) for air‐stored fish. Abusive conditions had the greatest impact on the reduction of the freshness period for MAP fish. Superchilled storage of MAP loins (‐1.1 ± 0.1 °C) resulted in a 13‐day shelf life. Evaluation of microbial and chemical indicators emphasised the importance of Photobacterium phosphoreum and TMA formation in the deterioration of cod loins stored in air or MA, while superchilled MAP storage delayed as well as modified the spoilage pattern. MAP increased drip loss by about 2% at late storage.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Overview on fish quality research – Impact of fish handling, processing, storage and logistics on fish quality deterioration

Útgefið:

01/11/2010

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Björn Margeirsson, Kolbrún Sveinsdóttir, María Guðjónsdóttir, Magnea G. Karlsdóttir, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, Technology Development Fund and EU IP Chill-on (contract FP6-016333-2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Overview on fish quality research – Impact of fish handling, processing, storage and logistics on fish quality deterioration

Stutt geymsluþol fisks er takmarkandi þáttur í útflutningi ferskra fiskafurða frá Íslandi. Fjallað er um upphafsgæði hráefnis, aðferðir við kælingu, vinnslu, pökkun og aðstæður við geymslu og flutning ásamt áhrifum allra þessara þátta á ferskleika og geymsluþol fiskafurða. Hitastigsstýring er mjög mikilvæg til að viðhalda gæðum fisks. Forkæling flaka í vinnslu hefur verið notuð til að lækka hitastig fyrir pökkun. Samt sem áður verður að gæta þess að tæknin við forkælingu stofni ekki örveruástandi vörunnar í hættu og verði þar með til að hún skemmist fyrr eftir pökkun. Samverkandi áhrif sem verða af ofurkælingu og loftskiptri pökkun (MAP) geta lengt ferskleikatímabil og geymsluþol fiskafurða verulega. Ennfremur eru pökkunaraðferðir skoðaðar þar á meðal nýjar umhverfisvænni pakkningar. Að lokum er rætt um áhrif flutningaleiða ferskra fiskafurða á lokagæði þeirra til neytenda á markaði. Skýrsla þessi veitir yfirsýn yfir rannsóknir Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Matís ohf síðastliðna þrjá áratugi á viðfangsefninu. Ennfremur er rætt um hvernig þessar niðurstöður geti nýst fiskiðnaðinum.

The limited shelf life of fresh fish products is a large hurdle for the export of fresh products from Iceland. The influence of raw material quality, cooling methods, processing, packaging and storage conditions on freshness and shelf life extension is discussed. Temperature control is important to maintain fish quality. Pre-cooling of fillets in process has been used to lower the temperature prior to packaging. However, the cooling technique applied should not compromise the microbiological quality of the product and render it vulnerable to faster spoilage postpackaging. Synergism of combined superchilling and modified atmosphere packaging (MAP) can lead to a considerable extension of the freshness period and shelf life of fish products. Further, alternative and environmentally-friendly packaging methods are considered. Finally, the impact of transportation mode of fresh fish products on their resulting quality is examined. This report provides an overview of the findings on fish research carried out at Matís (Icelandic Fisheries Laboratories) over the last three decades and further discusses their practicality for the fish processing industry.

Skoða skýrslu

Skýrslur

The effect of different cooling techniques on the quality changes and shelf life of whole cod (Gadus morhua)

Útgefið:

01/08/2010

Höfundar:

Hannes Magnússon, Kolbrún Sveinsdóttir, Lárus Þorvaldsson, María Guðjónsdóttir, Hélène L. Lauzon, Eyjólfur Reynisson, Árni R. Rúnarsson, Sveinn H. Magnússon, Jónas R. Viðarsson, Sigurjón Arason, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland, the Technology Development Fund at the Icelandic Centre for Research and EU (contract FP6-016333-2)

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

The effect of different cooling techniques on the quality changes and shelf life of whole cod (Gadus morhua)

Tilgangur tilraunarinnar var að kanna áhrif þriggja mismunandi kæliaðferða á geymsluþol heils, slægðs þorsks: (i) Kæling með muldum plötuís, (ii) kæling með vökvaís, (iii) forkæling með vökvaís og síðan kæling með muldum plötuís. Fylgst var með hitastigsferlum með hitanemum í öllum hópum yfir geymslutímann. Sýni voru metin með skynmats-, örveru- og efnamælingum þá 10 daga sem fiskurinn var í geymslu. Niðurstöður örveru- og efnamælinga voru yfirleitt í góðu samræmi við niðurstöður skynmats. Samanburður á tilraunahópum leiddi í ljós að þorskur kældur með vökvaís hafði um tveggja til þriggja daga skemmra geymsluþol en hinir tveir hóparnir. Geymsluþol þorsksins var töluvert styttra en ýmsar fyrri rannsóknir hafa sýnt og þá sérstaklega í hópnum sem var kældur með vökvaís (aðeins 9-10 dagar). Nú liggur fyrir að þorskurinn sem var kældur með vökvaís var vanísaður um borð í veiðiskipinu miðað við hina tvo hópana. Auk þess var kæling við geymslu eftir löndun ekki eins góð og æskileg gæti talist en hitastigið sveiflaðist á milli 2-5 °C. Þetta gæti mögulega skýrt skemmra geymsluþol allra hópa miðað við fyrri rannsóknir.

The aim of this experiment was to investigate the effect of three different cooling methods on the storage quality of whole, bled gutted cod: (i) Cooled with crushed plate ice, (ii) cooled with liquid ice, (iii) pre-cooled in liquid ice and then cooled with crushed plate ice. The temperature history of each group was studied using temperature loggers. The samples were analysed with sensory, microbiological and chemical methods for up to 10 days from catch. The results from microbial and chemical measurements were generally in good agreement with the results from sensory evaluation. Comparison of the groups showed that the use of liquid ice instead of plate ice resulted in two to three day shorter shelf life than in the other two groups. The shelf life in this study was considerably shorter compared to previous studies with whole cod, especially in the experimental group where liquid ice was used for cooling (only 9-10 days). It is now known that the liquid iced group in this experiment was insufficiently iced on board the fishing vessel compared to the other two groups. Additionally, the ambient temperature in the cold room of the fish plant was relatively high and fluctuated between 2 – 5 °C during the storage period. This could possibly explain the shorter shelf life of all groups compared to some earlier studies.

Skoða skýrslu
IS