Skýrslur

Áhrif húðkrems með innihaldsefni úr þangi á húð / The effects of skin cream containing seaweed extract on skin

Útgefið:

28/12/2018

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir & Halla Halldórsdóttir

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Extrakt af bóluþangi (Fucus vesiculosus) hefur verið mikið rannsakað og sýnt hefur verið fram á lífvirka eiginleika extraktsins í in-vitro rannsóknum á húðfrumum manna. Markmið rannsóknarinnar sem lýst er í þessari skýrslu, var að rannsaka áhrif húðkrems sem inniheldur lífvirk efni úr bóluþangi á húð manna in-vivo.

Framkvæmd var tvíblind íhlutunarrannsókn, með tveimur sambærilegum hópum fólks á aldrinum 40 til 60 ára, sem notuðu annað hvort húðkrem sem innihélt lífvirka þangextraktið eða krem ​​sem innihélt öll sömu innihaldsefnin fyrir utan extraktið (viðmið). Áhrif kremanna á húðeiginleika voru mæld þrisvar sinnum á tólf vikna tímabili. Fyrsta mæling var framkvæmd við upphaf (áður en notkun krems hófst), þá eftir sex vikna daglega notkun (morgna og kvölds) kremsins og við lok íhlutunarinnar eftir 12 vikur. Húð þátttakenda var mæld með Dermalab Series Clinique Combo frá Cortex technology, sem safnaði gögnum um m.a. húðteygjanleika, raka og kollagenstyrk.

Teygjanleiki húðar jókst með tímanum hjá báðum hópum. Aukningin var meira áberandi í hópnum sem notaði kremið með extrakti úr bóluþangi. Tvær breytur voru mældar með ultrasonic húðmyndgreiningu: kollagenstyrkur og húðþykkt. Styrkur kollagens jókst ekki í húð þátttakenda meðan á rannsókninni stóð og enginn greinanlegur munur fannst á þykkt húðar þátttakenda með tímanum. Hins vegar var húðin þykkari hjá hópnum sem notaði kremið með extrakti úr bóluþangi en viðmiðunarhópurinn í þriðju mælingu. Raki jókst í húð þátttakenda milli fyrstu og annarar mælingar en minnkaði aftur lítillega frá annarri til þriðju mælingu. Niðurstöðurnar sýndu að notkun kremanna auka raka í húðinni en aðrir þættir hafa líka áhrif, svo sem rakastig í andrúmsloftinu. Raki í húð hópsins sem notaði kremið með extrakti úr bóluþangi  hafði tilhneygingu til að vera meiri samanborið við viðmiðunarhópinn í þriðju mælingu.

Ályktun rannsóknarinnar er sú að húðkremið sem innihélt extrakt úr bóluþangi hafði jákvæð áhrif á húð þátttakenda. Hins vegar voru niðurstöður einnig jákvæðar hjá hópnum sem notaði viðmiðunarkremið og oft var munurinn á hópunum tveimur ekki marktækur. Í þeim tilvikum sem munur á hópunum reyndist marktækur, var það kreminu með bóluþangi í vil.
___

Fucus vesiculosus extract has been extensively studied, and has shown to possess remarkable bioactive properties on human skin cells in-vitro. The aim of this work was to study the effects of skin cream containing the bioactive seaweed Fucus vesiculosus extract on human skin in vivo.

This was done via double blind intervention study, with two comparable groups of people in the age range 40 to 60, who used either a skin cream containing the bioactive seaweed extract, or a cream containing all the same ingredients aside from the extract (control), or a placebo. The effects of the creams on skin parameters were measured three times over a period of twelve weeks. The skin of the participants was measured with a Dermalab Series Clinique Combo from Cortex technology, which gathered data about e.g. skin elasticity, hydration, and collagen intensity, at baseline, after six week and 12 weeks of daily use (mornings and evenings) of the cream.

Elasticity increased over time for both groups. The increase was more noticeable in the group using the cream with the Fucus vesiculosus extract. Two parameters were measured using ultrasonic skin imaging: collagen intensity and skin thickness. The collagen intensity did not increase in the skin of the participants during the study and no differences in thickness of the skin of the participants were seen over time. However, the skin was thicker for the group using the cream with the Fucus vesiculosus extract than the placebo group in the third measurement. The hydration increased in the skin of the participants from the first to the second measurement but decreased again slightly from the second to third measurement. It can be concluded that using the creams increases hydration in the skin but other factors have an impact too, such as the hydration level in the atmosphere. A trend was seen for more hydration in the group using the cream with the Fucus vesiculosus extract compared to the placebo group in the third measurement.

In conclusion, the skin cream containing the bioactive seaweed extract had a positive impact on the skin of the participants. However, the group using the placebo cream also experienced positive results, and often the differences between the two groups were not significant. When significant differences were observed, they favoured the bioactive cream.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Dreifing arsentegunda eftir þanghlutum, sér í lagi arsenlípíða

Útgefið:

02/04/2024

Höfundar:

Rebecca Sim, Ásta H. Pétursdóttir, Natasa Desnica, Jörg Feldmann, Guðmundur Haraldsson, Karl Gunnarsson, Liberty O’Brien, Marta Weyer og Hildur I. Sveinsdóttir.

Styrkt af:

Rannsoknasjóður/Icelandic Research Fund

Tengiliður

Rebecca Sim

Sérfræðingur

rebecca@matis.is

Distribution of arsenic species within the macroalgae 
– an emphasis on arsenolipids

Þörungar eru ríkir af steinefnum og eftirsóknarverðum lífvirkum efnum, en þeir geta einnig tekið upp mikið magn snefilefna, s.s. eitraðra þungmálma og þar á meðal frumefnið arsen. Arsen finnst sem ólífrænt arsen í sjónum og er tekið upp á því efnaformi af þörungunum. Í þörungunum greinist hins vegar arsen ekki einungis sem ólífrænt arsen heldur sem fjölbreytt úrval arsen-sambanda, svokölluð lífræn efnasambönd arsens t.d. arsenósykrur og arsenólípíð. Enn leikur ýmislegt á huldu um uppruna þessara efnasambanda. Almennt hafa lífrænar arsentegundir verið taldar nokkuð hættulausar ólíkt ólífrænu arseni sem er þekktur krabbameinsvaldur. Hins vegar hafa nýlegar rannsóknir á arsenólípíðum sýnt að þau geta verið jafn frumudrepandi og ólífræna arsenið. Einnig er talið að arsenósykur geti mögulega haft langvarandi neikvæð áhrif við reglubundna neyslu. Magn arsenólípíða er að jafnaði ekki hátt í þörungum, en talið er að upphafspunktur framleiðslu þeirra eigi sér stað í þörungum. Þörungar eru hluti reglulegrar neyslu matvæla í austurhluta heimsins og nýtur stöðugt meiri vinsælda á Vesturlöndum, því er brýn þörf á frekari upplýsingum um þessi efnasambönd til að meta til hlítar áhættuna sem fylgir neyslu þeirra sem og að tryggja að settar séu viðeigandi reglur um hámarksmagn þeirra í matvælum. Til að skilja eiturefnafræðileg áhrif neyslu þörunga er afar mikilvægt að fleiri gögnum sé safnað um öll mismunandi efnaform arsens, sér í lagi um arsenólípíð en takmarkað af upplýsingum er til staðar í dag um þau. Sýnum af rauð-, græn- og brúnþörungum var safnað nálægt Grindavík og Kjalarnesi, á tveimur mismunandi tímapunktum. Sýnin voru ítarlega rannsökuð m.t.t. þungmálma og framkvæmd var tegundagreining arsens til að skilja betur á hvaða efnaformi arsenið var til staðar á. Valin sýni brún-, rauð- og grænþörunga voru mæld m.t.t. tegundargreiningar arsenólípíða með því að nota massagreinana HPLC-ICP-M/ESI-MS/MS og HPLC-qToF-MS. Aukinheldur var brúnum stórþörungum skipt í líffræðilega hluta til að ákvarða hvort dreifing arsentegunda sé jöfn um þangið. Takmarkaðar upplýsingar eru til á heimsvísu um arsenólípíð í þangi, svo þessi umfangsmikla prófílgreining þeirra í mismunandi tegundum þörunga mun styðja við að skýra hvernig þessi dularfullu lífrænu efnasambönd myndast og hvar þau eru geymd. Gögnin geta einnig nýst við áhættumat á arsentegundum í þangi til manneldis og geta því haft áhrif á framtíðarlöggjöf um matvælaöryggi.
_____
In recent years seaweed has gained popularity as a health food due to its high content of minerals and vitamins. However, seaweeds may also accumulate high levels of potentially toxic elements – in particular arsenic, which may become incorporated into larger biological molecules such as sugars and lipids. It is unclear how these organic arsenic compounds are formed/stored and if they may serve a biological purpose (i.e., detoxification or energy storage). However, toxicological studies into arsenic-containing lipids have demonstrated cytotoxicity comparable to that of arsenite, a known carcinogen, and arsenic-containing sugars are suspected to display toxicity with chronic exposure. This project aims to investigate variations in the distribution of arsenic compounds throughout several classes and species of seaweed. Samples of brown, red and green macroalgae were collected from two locations in Iceland across two different months and analysed for several potentially toxic elements as well as hydrophilic arsenic speciation using HPLC-ICP-MS. Brown macroalgae were additionally sectioned into anatomical parts to determine if the distribution of arsenic species differs throughout the thallus. Select samples were chosen for state-of-the-art lipophilic arsenic speciation using HPLC-ICP-MS/ESI-MS/MS and HPLC-qToF-MS. Limited information is available on arsenic speciation in seaweed thus it is hoped that this extensive profiling of several different species will help elucidate how these unusual compounds are formed and stored. The data from this project will also contribute to the necessary information needed for the risk assessment of arsenic species in seaweed for human consumption and may have an impact on future food safety legislations.

Skoða skýrslu

Ritrýndar greinar

New wave of flavours–On new ways of developing and processing seaweed flavours

Seaweeds have a naturally salty taste owing to their high content of minerals like potassium, besides sodium, which can be utilised as a healthy sodium replacer in food. In addition, some seaweeds contain a range of potential flavour components which can be released by mild processing and used to naturally enhance the flavour of food. In the present study, flavour ingredients from brown seaweed to use as a food component were developed. The work included enzymatic processing, by subsequently applying an alginase (Alg3) and Umamizyme to freeze dried and milled Ascophyllum nodosum and Saccharina latissima seaweed biomass. The chemical composition was determined by means of monosaccharide, polyphenol, and sodium content. Flavour profiles of the produced flavour extracts were evaluated by e-tongue and a cell assay, as well as by sensory panellists. The seaweed extracts were incorporated into food models and their sodium replacing and flavour enhancing properties were objectively evaluated by trained sensory panellists. The aim was to offer innovative processing solutions and new healthy flavour ingredients to meet salt reduction targets and flavour enhancing properties using seaweed. The results obtained flavour ingredients that are richer in umami and salty taste with the potential to replace sodium and create flavour enhancing ingredients for certain food products.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

Ageing gracefully? Semi-dry storage as a maturation process to develop the sensory characteristics of the edible red seaweed dulse (Palmaria palmata).

The potential of seaweeds as food is gaining increasing interest among Western consumers. This trend is supported by the nutritional benefits of several species such as Palmaria palmata. Product flavor is a major factor governing consumer acceptance. Developing more attractive flavors in edible seaweeds is a key to sustain the current health food movement based on this resource in Europe. Semi-dry (SD) storage of P. palmata was investigated as a mean to increase its sensory quality. SD-samples containing 20% moisture and dried (D) samples (6% moisture) stored up to 126 days were studied. SD-samples stored for a long period (61 and 126 days) developed a distinct sweet, rich, complex flavor and odor as well as a softer texture compared to SD-samples stored for a shorter period (12 days) and D-samples stored for 126 days. Variations in nutritional compounds and physico-chemical properties among samples along with increasing levels and diversity of volatile compounds in SD-samples during storage compared to D-126 suggest that a variety of flavor compounds arise from biochemical reactions involving lipids, proteins and carbohydrates. These reactions are either endogenous or the result of the activity of microorganisms naturally present in the seaweed. They are promoted by a higher moisture content than in dried material (20% vs 6%) and long storage times. These results provide a basis which can be applied to control the storage conditions of seaweeds to produce flavor-rich ingredients attractive to Western consumers.

Hlekkur að grein

Ritrýndar greinar

Data on the sensory characteristics and chemical composition of the edible red seaweed dulse (Palmaria palmata) after dry and semi-dry storage.

The data article refers to the paper “Semi-dry storage as a maturation process for improving the sensory characteristics of the edible red seaweed dulse (Palmaria palmata)”. The data refers to the analysis of samples of the edible seaweed species Palmaria palmata during storage in a dry (D, containing ca. 6 % moisture) and semi-dry state (SD, containing ca. 20 % moisture). The article includes data from the analysis of samples taken at 0, 12, 61 and 126 days of storage to evaluate the effect of moisture content and storage time on the sensory characteristics of the product. The variations in flavor, odor and texture between samples were measured by sensory evaluation. Data from the analysis of flavor-active compounds (free amino acids and volatile compounds), macronutrient content (soluble proteins and carbohydrates, lipid and mineral fractions), physico-chemical properties (water activity, water and oil-binding capacities, swelling capacity), color and microbial load are also reported. The information provided in this article can be used by industrial stakeholders (seaweed producers, food industry) to optimize processing and storage conditions of edible seaweeds and by scientists to build upon further knowledge to improve the quality of seaweeds in food applications.

Hlekkur að grein

Skýrslur

Áhrif vistfræði þangs og þara á lífvirk efni þeirra og nýtingu / Ecological impact on bioactive chemicals in brown seaweeds and their utilization

Útgefið:

01/09/2015

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Ásta Heiðrún Pétursdóttir, Halldór Benediktsson, Hilma B. Eiðsdóttir, Karl Gunnarsson, Jóna Freysdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Áhrif vistfræði þangs og þara á lífvirk efni þeirra og nýtingu / Ecological impact on bioactive chemicals in brown seaweeds and their utilization

Markmið verkefnisins var að rannsaka áhrif umhverfisþátta á magn og lífvirkni fjölfenóla og fjölsykra í þangi og þara. Á þann hátt var stefnt að því til að auka þekkingu á vist- og efnafræði þessara tegunda fyrir hagkvæmari einangrun lífefna, nánari greiningu þeirra og nýtingu til lífvirknimælinga. Sýni af beltisþara, marinkjarna, bóluþangi og klóþangi voru tekin á þremur stöðum á landinu; á norðanverðu Reykjanesi, í Breiðafirði og Eskifirði, alls sex sinnum yfir árið, frá mars til júní, í ágúst og október. Þróuð var aðferð til að einangra fucoidan og laminaran fjölsykrur úr bóluþangi og klóþangi. Heildarmagn fjölfenóla var mælt í öllum sýnum en lífvirkni í völdum sýnum. Auk þess voru þungmálmar og joð mælt í völdum sýnum. Magn fjölfenóla mældist hátt í bóluþangi og klóþangi en lítið í marinkjarna og beltisþara. Andoxunarvirkni, mæld sem ORAC og í frumukerfi, var mikil í þeim sýnum sem innihéldu mikið magn fjölfenóla. Bóluþang og marinkjarni sýndu bólguhemjandi virkni. Niðurstöður verkefnisins auka verulega við þekkingu á sviði nýtingar þangs og þara. Nýtast þær vel við þróun á vinnslu þangs til manneldis sem nú stendur yfir.

The aim of the project was to study the effect of environmental factors on polyphenols and polysaccharides in seaweed. Thereby be able to better recognize the ecology and chemistry of these species for more efficient isolation of the biochemical, their further analysis and utilization in bioactive measurements. Samples of Saccharina latissima, Alaria esculenta, Ascophyllum nodosum and Fucus vesiculosus were collected at three different locations, Reykjanes, Breiðafjörður and Eskifjörður, from March till October, in total six times. Method to isolate fucoidan and laminaran polysaccharides was developed. Total polyphenol content (TPC) was measured in all samples and bioactivity in selected samples. In addition, contaminants and iodine were analysed in selected samples. The TPC was high in F. vesiculosus and A. nodosum but rather low in A. esculenta and S. latissima. The antioxidant acitivty, measured as ORAC value and in cells, was high in samples containing high amount of TPC. F. vesiculosus and A. esculenta had anti-inflammatory properties. The results of the project have increased the knowledge about the utilization of seaweed in Iceland substantially.

Skýrsla lokuð til 31.12.2017

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ný lífvirk húðvara

Útgefið:

01/10/2014

Höfundar:

Hörður G. Kristinsson, Rósa Jónsdóttir

Styrkt af:

AVS (V 012‐12)

Ný lífvirk húðvara

Undanfarin ár hafa verið þróaðar aðferðir til að einangra lífvirk efni úr þangi og þau þróuð yfir í hefðbundin andlitskrem með góðum árangri. Markmið þessa verkefnisins var að búa til nýja húðvöru sem inniheldur þessi nýju öflugu lífvirku efni með markvissa virkni gegn öldrun húðarinnar.   Í verkefninu var lokið við þróun á nýrri vöru, öflugu augnkrem sem er sérhannað til að vinna á húðinni í kringum augun og inniheldur m.a. lífvirk efni sem unnin eru úr íslenskum sjávarþörungum (Fucus vesiculosus) ásamt öðrum mjög öflugum og virkum sérvöldum innihaldsefnum, augnkremi sem hefur verið nokkuð vel tekið og þykir hafa góða virkni.  

In the past years, new methodsto isolate bioactive ingredientsfrom seaweed have been developed and used for cosmetic day cream with good results. In this project a new cosmetic product was developed.   This product is a bioactive ultra rich eye cream that is designed and developed to aid in the maintenance of the skin around the eyes. Among its carefully selected and effective constituents are bioactive ingredients, which are extracted from Fucus vesiculosus harvested on the clean shores of Iceland. The product has received good remarks and got positive remarks.

Skýrsla lokuð til 01.11.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Málþing um matþörunga 26. febrúar 2011. Greinargerð / Symposium on seaweed for food February 26th 2011. Summary

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson, Róbert A. Stefánsson, Rósa Jónsdóttir

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Málþing um matþörunga 26. febrúar 2011. Greinargerð / Symposium on seaweed for food February 26th 2011. Summary

Opið málþing, Forðabúr fjörunnar, var haldið í Stykkishólmi í febrúar 2011 í því markmiði að hvetja til aukinnar nýtingar þörunga hér við land, tengja saman þá aðila sem hafa verið að vinna á þessu sviði og fá fram hugmyndir að aðgerðum og verkefnum sem stuðla að framþróun í þörungavinnslu. Á málþinginu voru m.a. kynntar niðurstöður nýlegra rannsókna á sviði matþörunga, fyrirtæki kynntu sig og hvatt var til umræðna um tækifæri og stefnumörkun í tengslum við nýtingu á matþörungum við Íslandsstrendur. Tæplega 50 þátttakendur voru á málþinginu og sköpuðust fjölbreyttar umræður. Á málþinginu kom m.a. fram tillaga að stofnun hagsmunasamtaka aðila sem starfa í þörungaiðnaði sem hefði m.a. það hlutverk að stuðla að öflun og miðlun þekkingar og reynslu til og milli félagsmanna.

Symposium on utilisation of seaweed for food was held in Stykkishólmur February 26th 2011. The aim of the symposium was to encourage utilisation of seaweed in Iceland, give stakeholders opportunity to meet and elicit ideas for actions and projects which can contribute to further development of the seaweed industry in Iceland. At the symposium results from recent research on seaweed and seaweed companies were presented. Opportunities and strategy for improved utilisation and value of seaweed were discussed. The first step in establishing Icelandic seaweed consortium was taken.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Afurðir úr matþörungum. Hugmyndir að vörum / Food products from seaweed

Útgefið:

01/06/2011

Höfundar:

Þóra Valsdóttir, Karl Gunnarsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Afurðir úr matþörungum. Hugmyndir að vörum / Food products from seaweed

Í dag eru þeir stórþörungar sem nýttir eru til matar hér við land einkum seldir þurrkaðir og verkaðir. Lítil þróun hefur verið í vinnslu og verkun þeirra til dagsins í dag. Í því markmiði að hvetja til aukinnar nýtingar og nýsköpunar á þessu sviði var upplýsingum safnað um afurðir úr stórþörungum á markaði í öðrum löndum. Það sem einkum hamlar vexti markaðar með matþörunga hér á Íslandi og í nágrannalöndunum er hvað hefðin fyrir notkun þeirra hefur verið takmörkuð við litla og afmarkaða þjóðfélagshópa. Það eru því fjölmargir neytendur sem þekkja lítið til notkunar matþörunga og hafa oftar en ekki neikvætt viðhorf til þeirra. Yfirfærsla fleiri hefðbundinna vinnsluaðferða á grænmeti yfir á þörunga og blöndun í þekktar, almennar, vörur s.s. pasta og hrísgrjón eða í tilbúna rétti getur verið leið til þess að kynna matþörunga fyrir stærri hópi neytenda.

Today seaweed exploited for food production in Iceland is mainly sold dried and/or cured according to tradition. With the aim to stimulate utilisation and innovation in the sector, information was collected on seaweed products in several countries.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Gull í greipar Ægis / Antioxidants from Icelandic marine sources

Útgefið:

01/05/2010

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Patricia Hamaguchi, Guðrún Ólafsdóttir, Tao Wang

Styrkt af:

AVS R&D Fund of Ministry of Fisheries in Iceland

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Gull í greipar Ægis / Antioxidants from Icelandic marine sources

Tilgangur þessa verkefnis var að skima fyrir þráahindrandi efnum úr íslensku sjávarfangi eins og þörungum, loðnu og sviljum, til að nota sem aukefni í matvæli, markfæði eða sem fæðubótarefni. Sérstaklega beindist athyglin að mögulegri notkun fjölfenóla úr þörungum sem náttúruleg andoxunarefni til að hindra þránun í fiskafurðum og fiskvöðvapróteinum (ísólöt). Þetta var gert með því að skima fyrir andoxunarvirkni með nokkrum tegundum af andoxunarprófum. Vænlegasta andoxunarefnið var valið til að rannsaka betur andoxunareiginleika þess í fæðulíkönum, þ.e. þvegnu þorskvöðvakerfi, þorskpróteinkerfi og í fiskiborgurum. Niðurstöður sýndu meðal annars að fjölfenól úr bóluþangi (Fucus vesiculosus) hafa mikla andoxandi eiginleika og eru vænleg til notkunar sem fæðubótarefni eða í matvæli til að stuðla að auknum stöðugleika, bragðgæðum og næringargildi.

The aim of this project was to explore the natural antioxidant activity of marine sources like seaweed, capelin and cod milt to use as food additives, functional ingredients or nutritional supplements. The potential application of algal polyphenols as novel natural antioxidants to prevent lipid oxidation of fish muscle and fish protein based products was of special interest. This was done by screening for antioxidant activity using different types of antioxidant assays. The most promising antioxidants were selected and their antioxidant properties studied further in fish model systems and fish patties. The results showed that phlorotannins isolated from bladderwrack (Fucus vesiculosus) had very high antioxidant properties and has a potential as nutritional supplements or food additive to enhance oxidative stability, flavor quality and nutritional value.

Skoða skýrslu
IS