Fréttir

Ný nálgun að stjórnun fiskveiða þróuð í Evrópu

Niðurstöður evrópsks rannsóknarverkefnis, EcoFishMan, voru kynntar á alþjóðlegu málþingi sem haldið var í National Research Council í Róm þann 28. febrúar 2014. Verkefnið var einnig kynnt 5. mars á alþjóðlegu ráðstefnunni Fisheries Dependent Information sem haldin var í aðalstöðvum FAO í Róm.

Í verkefninu hefur verið þróað nýtt gagnvirkt fiskveiðistjórnunarkerfi (e. Responsive Fisheries Management System (RFMS)) í samvinnu við helstu hagsmunaaðila í evrópskum fiskveiðum. Markmið EcoFishMan verkefnisins hefur verið að stuðla að algjörlega nýrri nálgun að stjórnun fiskveiða í Evrópu sem sé ásættanlegt jafnt fyrir hagsmunaaðila, stjórnvöld og fiskiðnaðinn og að hafa þannig umtalsverð áhrif á fiskveiðistefnu í framtíðinni.

RFMS lýsir því hvernig færa má ábyrgð á fiskveiðistjórnun til fiskimannanna, það er notenda auðlegðarinnar, að því tilskildu, að þeir setji sér og nái skilgreindum stjórnunarmarkmiðum. Tekið er tillit til umhverfis-, viðskiptalegra og félagslegra þátta og einnig leiða til að bæta samstarf og gagnkvæman skilning milli stefnumótunar- og hagsmunaaðila til að auðvelda innleiðingu kerfisins. Þátttaka hagsmunaaðila er styrkt með því að taka tillit til þekkingar þeirra og þarfa.

RFMS er innleitt í áföngum og sniðið að hverri tegund fiskveiða fyrir sig. Fyrsta skref í EcoFishMan verkefninu í þá átt að leggja til mismunandi kosti fyrir hverja tegund fiskveiða var að leggja mat á ólíkar leiðir í fiskveiðistjórnun. Samstarfið við hagsmunaaðila leiddi í ljós að þeir telja RFMS koma til greina sem stuðningstæki við fiskveiðistjórnun í heppilegum evrópskum tilraunaverkefnum. Það má einnig nota sem “forrit” til að semja drög að aðgerðum til að draga úr brottkasti, sem hluta af yfirstandandi endurbótum á fiskveiðistefnu Evrópusambandins (e. European Common Fisheries Policy (CFP)).

Mike Parrk hjá Samtökum skoskra bolfiskframleiðenda sagði: „Ég held að með þessari nýju nálgun að fiskveiðum, getum við tekið á núverandi göllum CFP, en þeir eru: óskýr markmið og skammsýnt og oft viðbrigðið ferli ákvarðanatöku, sem torveldar atvinnugreininni og hagsumaaðilum að innleiða breytingar”.

Nýja kerfið leggur fiskimönum auknar skyldur á herðar við að stjórna og greina frá starsemi sinni. Ábyrgðin á að úthluta einstökum kvótum og að fylgjast með að farið sé að settum reglum er flutt frá stjórnvöldum til fiskimannanna. Þetta mun auka staðbundið eignarhald á fiski og gögnum, og gegnsæi, bæði um ákvarðanir og brot á reglum, mun aukast.

Verkefnið var styrkt af sjöundu rannsóknaáætlun Evrópusambandsins, EU FP7. Styrkurinn var alls 3,8 miljón evrur og var til þriggja ára frá 1. mars 2011. Að EcoFishMan verkefninu koma alls 14 stofnanir, fyrirtæki og háskólar í átta Evrópulöndum, Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, er verkefnisstjóri og dr. Sveinn Margeirsson, forstjóri Matís, er í vísindanefnd verkefnisins. Þáttakendur eru Matis (IS), Eurofish (DK), CETMAR (ES), Syntesa (FO), Háskóli Íslands (IS), National Research Council/Institute of Marine Sciences (IT), Nofima Marin (NO), University of Tromsø (NO), Centro de Ciências do Mar (PT), IPMA (PT), MAPIX technologies Ltd (UK), Marine Scotland Science (UK), University of Aberdeen (UK) og Seafish (UK).

Nánari upplýsingar

Anna Kristín Daníelsdóttir, anna.k.danielsdottir@matis.is og Sveinn Margeirsson, sveinn.margeirsson@matis.is.

Fréttir

Nýsköpun og framtíðarsýn í sveitum

Búdrýgindi boða til málþings um nýsköpun og framtíðarsýn í sveitum.

Dagskrá á vegum Búdrýginda í Ársal Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, laugardaginn 8. mars 2014, klukkan 13 – 16.

Framsögumenn:

  • Vilhjálmur Egilsson rektor á Bifröst | Ávinningur af nýjum námskeiðum í matvælarekstrarfræði á Bifröst.
  • Dominique Pledel Jónsson, Slow Food Reykjavík | Slow food – íslenskar sveitir og samfélag.
  • Brynhildur Pálsdóttir hönnuður, Fundur bænda og hönnuða og Vík-Prjónsdóttir | Gildi hönnunar við vöruþróun og markaðssetningu
  • Gunnþórunn Einarsdóttir, Matís | Nýsköpun í matvælaframleiðslu – Nú er tækifæri til að koma hugmyndum í verk!
  • Arnheiður Hjörleifsdóttir, Bjarteyjarsandi | Sjálfbær fortíð og fókus til framtíðar
  • Davíð Freyr Jónsson, Arctic Seafood | Arctic Seafood og eldhússmiðja í Borgarbyggð
  • Guðrún Bjarnadóttir, meistaranemi við LBHÍ eigandi Hespu | Hespuhúsið – grasnytjar, ullarhandverk og fræðsla

Dagskrárstjóri er Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari Menntaskólans í Borgarnesi.

Málþingið er opið öllum og vonast er til þess að sem flestir bændur sjái sér fært að mæta  og allir áhugamenn um afurðaframleiðslu í sveitum.  Einnig þeir sem hafa áhuga á byggðamálum almennt.
Fyrirlestrarnir verða nokkuð stuttir og skorinortir, en fyrirlesararnir segja frá möguleikunum sem þeim sýnist framtíðin bera í skauti og standa vonir til að frjóar umræður skapist í kjölfar erindanna.

ALLIR VELKOMNIR !

Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu viðburðarins.

Fréttir

Matarsmiðja – hvað er það?

Matarsmiðja er það kallað þegar útbúin hefur verið aðstaða til fjölbreyttrar matvælavinnslu, sem hefur fengið leyfi þar tilbærra yfirvalda til rekstursins.

Aðstaðan getur verið mismunandi frá einni smiðju til annarrar, en sammerkt með þeim öllum er að til staðar er fjölbreytt úrval matvinnslutækja og áhalda og önnur aðstaða sem vinnslan krefst. Notendur fá kennslu á tækin og frjálsan aðgang til framleiðslu á þeim vörum sem gerlegt er m.t.t. aðstöðu og tækjabúnaðar og útgefnu leyfi  heilbrigðisyfirvalda.

Í matarsmiðjunum eru reglulega haldin námskeið um framleiðslu og verkun ýmissa framleiðsluvara auk námskeiða um innra eftirlit. Matarsmiðjur Matís eru á Flúðum, á Höfn í Hornafirði og í Reykjavík.

Fréttir

Endurbættur kæligámur fyrir ferskfisk

Meginmarkmið verkefnisins Endurbættur kæligámur fyrir ferskfisk, sem styrkt var af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi R093-11, var að endurbæta kæligáma og verklag við flutninga á ferskum sjávarafurðum með endurhönnun og prófunum. Samstarfsaðilar í verkefninu voru Matís, Háskóli Íslands, Eimskip Ísland og Samherji.

Markmiðið er að hönnunarúrbætur skili kæligámum sem ná jafnara hitastigi gegnum flutningaferlið. Leitast var við að ná viðunandi endurbótum á hefðbundnum kæligámum með einföldum og kostnaðarlitlum aðgerðum. Ávinningur bættrar hitastýringar í vinnslu‐ og flutningaferlum eru aukin gæði, stöðugleiki og öryggi, sem auka um leið verðmæti vörunnar. Þá hafa úrbætur á kælingu og aukið geymsluþol leitt til þess að framleiðendur hafa í auknum mæli nýtt sjóflutninga við flutning á ferskum fiski.

Í lokaskýrslu verkefnisins, Improved reefer container for fresh fish (Skýrsla Matís 01-13) er helstu niðurstöðum og afurðum verkefnisins lýst. Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að þörf er á endurbótum í sjóflutningskeðjum og sýnt var fram á að hægt er að ná fram úrbótum með einföldum og kostnaðarlitlum aðgerðum. Hitastýringu við sjóflutninga má bæta með því að velja rétt markhitastig og kæligáma sem hæfa best til flutninga ferskra fiskafurða. Kortlagning á hitadreifingu kæligáma sýndi fram á breytileika bæði í flutningsferlinu og með tilliti til staðsetningar innan gámsins en hönnunarúrbætur sem miðuðu að því að þvinga loftflæði innan gámsins skiluðu jafnari hitadreifingu. Einnig var sýnt fram á mikilvægi verklags við hleðslu kæligáma og meðhöndlun þeirra frá framleiðanda til kaupanda.

Mælingar á kæligámum sýndu að munur á markhitastigi kæligáma getur verið upp á 1 til 1,5°C frá raunhitastigi og einnig getur verið 1-2°C hitastigsmunur eftir staðsetningu innan gámanna. Prófanir með mismunandi hleðsluform og klæðningar á botni gámanna, með plötum eða dúk, til að þvinga kaldasta loftið lengra aftur  skiluðu jafnari kælidreifingunu í gámunum. Vinna við verkefnið stóð yfir í hálft annað ár og skilaði þeirri megin niðurstöðu að hægt er að bæta kælinguna án þess að breyta grunnhönnun gámanna.

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri Auðlinda og afurða.

Fréttir

Próteinin eftir líkamsræktina úr þorski, fiskinum sem við þekkjum svo vel?

Codland í Grindavík er tilnefnt til Menntaverðlauna atvinnulífsins 2014, sem Menntasproti ársins. Þess má geta að Codland á í farsælu samstarfi við fyrirtæki á borð við Þorbjörn og Vísir í Grindavík, Ísfiskur í Kópavogi, Matís og öðrum framsæknum fyrirtækjum, Grindavíkurbæ og nemendum.

Hörður G. Kristinsson sviðsstjóri hjá Matís og rannsóknastjóri fyrirtækisins er til að mynda einn þeirra sem lagt hafa til samstarfs með Þorbirni og Ísfiski í því að nota afskurð frá þorski til að búa til fæðubótarefni sem hægt væri að nota til framleiðslu á hágæða próteinum sem svo vinsælt er að nota í fæðubótarefni.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá viðtal við Erlu Pétursdóttur, framkvæmdastjóra Codland, en hennar sýn er skýr hvað sjávarútveginn varðar og tækifærin til enn frekari vinnslu á þeim gula, eins og þorskurinn er stundum kallaður. Erla tekur fram að nýsköpun í sjávarútvegi skapi ný og spennandi störf á landsbyggðinni, atvinnulífið verður fjölbreyttara og atvinnutækifærum ungs fólks fjölgi.  Myndbandið er af vef Samtaka atvinnulífsins, www.sa.is.

Matís óskar Erlu og samstarfsfólki hennar hjá Codland innilega til hamingju með tilnefninguna til Menntaverðlauna atvinnulífsins.

Codland í Grindavík er tilnefnt til Menntaverðlauna atvinnulífsins 2014

Skýrslur

Vinnsla verðmætra afurða úr slógi / Production of valuable products from viscera

Útgefið:

01/03/2014

Höfundar:

Sigrún Mjöll Halldórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Vinnsla verðmætra afurða úr slógi / Production of valuable products from viscera

Fiskislóg er ríkt af mörgum mismunandi efnum s.s. próteini, lýsi og steinefnum,sem að geta verið góð í alls kyns verðmætar afurðir. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka möguleikann á því að nýta efni úr slógi í gæludýrafóður og/eða áburð fyrir plöntur. Slóg úr þorskvinnslu með og án lifur var unnið með ensímum: annars vegar Alkalasa og hins vegar blöndu af Alkalasa og þorskensímum. Tilraunir voru gerðar með að safna fitufasa úr slóginu. Fitufasinn var fitusýrugreindur og mælt var peroxíðgildi til að meta stig þránunar. Þá var próteinhlutinn úðaþurrkaður og eftirfarandi mælingar framkvæmdar: próteininnihald, amínósýrugreining, snefilefnamæling, andoxunarvirkni (málmklóbindihæfni, DPPH, ORAC, afoxunarhæfni og andoxunarvirkni í frumukerfi) og blóðþrýstinglækkandi virkni. Helstu niðurstöður eru þær að ensímunnið slóg hefur framúrskarandi hæfni til málmklóbindingar og getur þannig viðhaldið málmum (steinefnum) í því formi sem að bæði plöntur og dýr geta nýtt sér. Einnig var amínósýrusamsetningin afar heppileg sem næring fyrir hunda og ketti.

Fish viscera is rich in many different materials, such as protein, oil and minerals that can be good in all kinds of valuable products. The purpose of this project was to investigate the possibility of utilizing materials of viscera in pet food and/or fertilizer for plants. Viscera from cod processing with and without liver was processed with the following enzymes: Alcalase and a mixture of Alcalase and cod enzymes. Attempts were made to collect the lipid phase of the viscera. Fatty acids were analyzed in the lipid phase and measured peroxide values to assess the degree of rancidity. The remaining protein solution was spray dried and the following measurements performed: protein content, amino acid analysis, measurement of trace elements, antioxidant (metal chelating, DPPH, ORAC, reducing ability and antioxidant activity in cell systems) and blood pressure lowering activity. The main conclusion is that hydrolysed viscera protein has excellent ability to metal chelation and can thereby maintain metals (minerals) in the form that both plants and animals can utilize. Amino acid composition was also very suitable as nutrition for dogs and cats.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Production of bioactive peptides from fish proteins and their in vivo effect / Framleiðsla á lífvirkum peptíðum úr fiskpróteinum og eiginleikar þeirra í dýrum

Útgefið:

01/03/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Björn Viðar Aðalbjörnsson

Styrkt af:

AVS (R 10083‐10)

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Production of bioactive peptides from fish proteins and their in vivo effect / Framleiðsla á lífvirkum peptíðum úr fiskpróteinum og eiginleikar þeirra í dýrum

Markmið verkefnisins var að framleiða fiskpeptíð á tilraunaverksmiðjuskala og rannsaka lífvirkni þeirra í tilraunarottum. Staðfesting á virkni in vivo er nauðsynleg fyrir árangursríka markaðssetningu afurðanna. Í verkefninu var þróuð framleiðsluaðferð sem gaf peptíð með mun meiri lífvirkni en við höfum áðurséð in vitro. Ekki gekk vel að mæla blóðþrýstingslækkandi eiginleika in vivo og niðurstöður voru ekki afgerandi varðandi virkni. Mikilvæg skref voru tekin í verkefninu til að hefja framleiðslu og markaðssetningu á lífvirkum afurðum úr aukahráefni fiskvinnslu.

The aim of the project was to produce fish peptides in a pilot plant and measure their bioactivity in vivo. Peptides with good bioactivity in vitro were processes but difficulties were observed when measuring their activity in vivo. Important steps were taken in the project towards production and marketing of bioactive peptides from fish cut offs.

Skýrsla lokuð til 05.03.2016

Skoða skýrslu

Fréttir

Má bjóða þér aðstoð við vöruþróun?

Auglýst eftir hugmyndum að nýsköpun í matvælaframleiðslu. Ísland fer með formennsku í norræna ráðherraráðinu á þessu ári og leggur áherslu á nýsköpun í hinu norrænna lífhagkerfi til þess að styrkja svæðisbundinn hagvöxt.

Matís mun leiða nýsköpunar- og vöruþróunarverkefni sem unnin verða á þessu sviði næstu þrjú árin. Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun í matvælaframleiðslu, aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu og aukinni framleiðslu lífmassa.

Fyrsti hluti vöruþróunarverkefnanna er nú að fara í gang og auglýsir Matís því eftir hugmyndum frá áhugasömum aðilum um vöruþróunarverkefni hér heima og í nágrannalöndunum.  Markmiðið í þessum fyrsta hluta er að þróa matvörur eða matvælatengdar vörur, með það að markmiði að frumgerðir þeirra liggi fyrir í júní 2014.

Hægt er að sækja um þátttöku í verkefninu á Google Docs til 13. mars 2014.

Um er að ræða sérfræðiaðstoð við vöruþróun á matvöru, aðstoð við nauðsynlegar mælingar og/eða uppsetningu gæðakerfis við framleiðslu. Mögulegt er að nýta framleiðsluaðstöðu í matarsmiðjum Matís sem staðsettar eru í Reykjavík, Höfn og á Flúðum. Ekki verður greitt fyrir eigin vinnu umsækjanda, hráefni eða tækjakaup. Gert er ráð fyrir að vöruþróun hefjist í mars og verði lokið um mánaðarmót maí/júní 2014.

Nánari upplýsingar veita Gunnþórunn Einarsdóttir og Ingunn Jónsdóttir hjá Matís.

Skýrslur

Slegist um slógið ‐ Nýting á slógi frá fiskvinnslum / Utilization of offal from the fish industry

Útgefið:

25/02/2014

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Bjarni H. Ásbjörnsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS‐rannsóknasjóður í sjávarútvegi – R 201‐10

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Slegist um slógið ‐ Nýting á slógi frá fiskvinnslum / Utilization of offal from the fish industry

Meginmarkmið verkefnisins var að nýta á arðbæran hátt það slóg sem berst að landi í Þorlákshöfn með afla sem ekki er slægður úti á sjó. Stefnt var að stofnun sprotafyrirtækis, sem leggur áherslu á nýtingu slógsins til áburðarframleiðslu, samfara atvinnusköpun og sparnaði á gjaldeyri.   Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að hægt er að nýta skyrmysu til sýringar á slóginu að hluta til ásamt maurasýru. Prófanir á notkun fiskislógs sem áburði á gróðursnauðu landi og ræktuðu túni sýndu að vöxtur grass og gróðurþekja jókst töluvert.

The aim of this project was to utilize fish viscera from Þorlákshöfn in a profitable way. The aim was the establishment of entrepreneurs, which emphasizes the use of fish viscera to produce fertilizer, along with job creation and saving of foreign exchange.   The results included the use of whey along with formic acid for acidification of the viscera. The results of using fish viscera on barren land and agricultural headlands showed that the growth of grass and vegetation cover increased considerably.

Skoða skýrslu

Fréttir

Hagræðing í rekstri með bættri vatnsnotkun

Rekstrarfélagið Eskja hafði forgöngu um verkefni sem snéri að því að kanna hvort hægt væri að bæta vatnsnotkun í fiskvinnslum. Í forverkefninu var grunnupplýsinga um vatnsnotkun í fiskvinnslu auk lífrænna efna sem tapast í frárennslinu.

Með bættri vatnsnotkun er hægt að ná fram hagræðingu í rekstri og auka virði framleiðslunnar með nýtingu aukaafurða úr frárennsli vinnsluvatns. Vatnsnotkun á Íslandi er mun meiri en í nágrannalöndum. Reglugerðir setja strangari skilyrði með auknum skorðum á losun á úrgangi og sóun á vatni. Kröfur og reglugerðir koma til með að herðast þegar kemur að vatnsnotkun og losun frárennslis eftir að framkvæmdatímabil vatnatilskipunarinnar tekur gildi 2016. Með innleiðingu á bættu verklagi og uppsetningu á búnaði má minnka vatnsnotkun töluvert og auka nýtingu hráefna sem tekin eru til fiskvinnslu.

Staða þekkingar var könnuð m.t.t fyrrgreindra atriða til að greina ávinning af hreinni framleiðslutækni í fiskvinnslu. Með hreinni framleiðslutækni að leiðarljósi voru tilgreindar aðferðir og tillögur að endurbótum á vinnsluferlum með áherslu á bolfiskvinnslu – sem aðgengilegar eru í Matís skýrslu 39-12. Afrakstur þessa verkefnis gefur til kynna að hægt er að gera betur til að minnka sóun á vatni og nýta lífræn efni sem tapast í frárennslinu.

Aukinn sparnaður eða aukin arðsemi í rekstri getur falist í bættri vatnsnotkun sem afrakstur af fjárfestingu á nýjum búnaði og bættum verkferlum. Reikna má með að tækjaframleiðendur geti unnið að því að þróa hagkvæma lausnir fyrir fiskvinnslur. Leiða má að því líkum að til mikils sé að vinna við að einangra þær aukaafurðir sem tapast með staðbundnu vinnsluvatni.

Nánari upplýsingar veitir Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri Auðlinda og afurða.

IS