Fréttir

Ráðstefnan Matur, öryggi og heilsa 16. apríl

Matur, öryggi og heilsa, er yfirskrift sameiginlegrar ráðstefnu á vegum Matís og Matvælastofnunar (MAST), sem fram fer á Hótel Hilton Nordica þann 16. apríl n.k. Á ráðstefnunni, sem mun standa frá 12:30 til 16:30, verður m.a. leitast við að svara spurningum á borð við hvers vegna rekjanleiki matvæla verður sífellt mikilvægari, hvað felst í staðbundinni matvælaframleiðslu, hverjar eru helstu hætturnar tengdar matarsjúkdómum og hvað ný matvælalöggjöf Evrópusambandsins þýðir fyrir Ísland.

DAGSKRÁ:

13:00 Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra setur ráðstefnuna

13:15 Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís. – Ávarp

13:25 Jón Gíslason, forstjóri MAST. – Ávarp

Fyrri hluti:

13:35 Alisdair Wotherspoon, Food Standards Agency (FSA), UK. Food Safety – Global trade and new challanges in Food Safety.

14:05 Franklín Georgsson, Matís. Matarsjúkdómar á Íslandi – þróun á Íslandi, helstu hættur og samanburður við aðrar þjóðir.

14:20 Jón Gíslason, MAST. Innleiðing á heildarlöggjöf EU á sviði matvæla – þýðing fyrir Ísland og matvælaöryggi.

14:35 Hlé – kynning á básum.

Seinni hluti:

15:05 Rúnar Gíslason, Kokkarnir ehf. – Stóreldhús – öryggi við matreiðslu og þjónustu í stórveislum.

15:20 Friðrik Valur Karlsson, Friðrik V. – Uppruni hráefnis á veitingastöðum.

15:35 Guðmundur Heiðar Gunnarsson, Matís. – Staðbundin matvælaframleiðsla – tækifæri og ógnir.

15:50 Reynir Eiríksson, Norðlenska. – Mikilvægi rekjanleika fyrir öryggi matvæla.

16:05 Davíð Gíslason, ofnæmislæknir. – Fæðuofnæmi og fæðuóþol.

16:20 Helga Gunnlaugsdóttir, Matís. – Íslenskt umhverfi og aðskotaefni.

16:35 Samantekt og ráðstefnuslit.

16:45 Móttaka og kynning í básum:

  • Bás 1 Matfugl ehf. Kynning – gæðastýring við kjúklingaframleiðslu sérstaklega er varðar öryggi framleiðslunnar. Kynning á kjúklingaréttum.
  • Bás 2 MS. Kynning – innri eftirlitskerfi í mjólkuriðnaði og öryggi mjólkurvara. Kynning á framleiðsluvörum.
  • Bás 3 Sölufélag garðyrkjumanna. Kynning – gæða- og öryggiskröfur sem gerðar eru til grænmetis.
  • Bás 4 Matís. Hraðvirkar mælingar hjá Matís
  • Bás 5 Matís. Þjónustu- og öryggismælingar Matís
  • Bás 6 Matvælastofnun. Almenn kynning á starfsemi MAST

Fréttir

Matísskýrsla um nýtingu kolmunna í markfæði

1.4.2008

Komin er út skýrsla Matís sem hefur að geyma niðurstöður úr verkefninu Kolmunni sem markfæði sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (nú Matís) vann að í samstarfi við Háskóla Íslands og Flórídaháskóla. Í verkefninu, sem var styrkt af Rannís, var rannsakað hvort vinna megi gæðaprótein úr fiski, sem nýta má á sama hátt í matvælaiðnaði og mjólkur- og sojaprótein.

Mjólkur- og sojaprótein hafa víðtæka notkunarmöguleika í matvælaiðnaði og hafa lengi verið notuð með góðum árangri. Vitað er að í fiski er að finna gæðaprótein og því forvitnilegt að rannsaka hvort fiskprótein búi yfir sambærilegum eiginleikum og áðurnefnd prótein. Í verkefninu var athyglinni beint að vinnslu próteina úr kolmunna, sem hingað til hefur einkum verið bræddur í fiskimjöl. Tilgangurinn er að margfalda verðmæti hinna vannýttu afurða.

Markmið verkefnisins var að svara rannsóknaspurningunni: Hvaða lífvirkni er hægt að fá fram hjá peptíðum unnum úr kolmunna með ensímum? Lífvirkni er forsenda þess að unnt sé að nota kolmunna sem markfæði. Sem hráefni voru notuð einangruð kolmunnaprótein. Rannsóknin sýndi að niðurbrotin kolmunnaprótein hafa lífvirkni. Hins vegar reyndust skynmatseiginleikar afurða ekki nægjanlega góðir og heimtur lágar. Var það sérstaklega sökum þess hversu erfiðlega gekk að afla fersks kolmunna sem hráefnis.

Margrétar Geirsdóttir, sérfræðingur á Líftæknisviði Matís, og annar höfundur skýrslunnar segir að í verkefninu hafi verið aflað mikillar þekkingar á sviði ensímniðurbrots og lífvirknieiginleika próteinafurða og að sú þekking muni nýtast íslenskum iðnaði og vísindamönnum við framtíðarrannsóknir á sviði próteina, ensíma og lífvirkni og þar með auka verðmæti íslenskra afurða. Hún bendir m.a. á að um alþjóðlegt nýnæmi sé að ræða þ.e. að í verkefninu hafi samspil vatnsrofs með ensímum og vinnslueiginleikar og lífvirkni verið kannað og samspil vatnsrofs fiskpróteina einangruð með nýrri aðferð og lífvirkni þeirra könnuð. Þetta, hafi ekki verið gert áður, og því sé hér um nýmæli að ræða, að sögn Margrétar.

Skýrsla Matís Kolmunni sem markfæði

Skýrslur

Markaðir fyrir fiskprótein. Greining á afurðum á markaði

Útgefið:

01/04/2008

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson, Þóra Valsdóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Sigrún Mjöll Halldórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Markaðir fyrir fiskprótein. Greining á afurðum á markaði

Skýrslan byrjar á almennri lýsingu á próteinum á matvælamarkaði þ.e. mismunandi gerðum próteina og markaðshlutdeild. Þá er gerð grein fyrir helstu vörum með fiskpróteinum þ.e. fiskmjöli, fiskpróteinþykkni, surimi, isolati, fiskmeltu, fisksósu, bragðefnum, gelatíni, fæðubótarefnum og heilsutengdum eiginleikum þeirra. Markfæði með soja-, mjólkur- og fiskpróteinum er lýst. Helsu ályktanir um stöðu fiskpróteina á þessum markaði eru: Notkun próteinisolats í sprautaðar og tromlaðar vörur mun auka efnahagslegt, næringarfræðilegt og umhverfislegt virði með betri nýtingu hráefna í flakavinnslu. Einnig við framleiðslu á tilbúnum sjávarafurðum. Ennþá eru mörg vandamál sem þarf að leysa. Unnt væri að ná töluvert meiri virðisauka ef hægt væri að framleiða isolat af miklum gæðum úr feitum uppsjávarfiskum. Þrátt fyrir vísbendingar um ýmsa ágæta vinnslueiginleika fiskpróteina þá eru aðferðir við einangrun og hreinsun skemmra á veg komnar en fyrir jurta- og mjólkurprótein. Þau geta ekki keppt við þau sem hjálparefni í tilbúin matvæli. Hins vegar eru góðar líkur á að þróa fleiri fæðubótarefni úr vatnsrofnum fiskpróteinum (VFP) t.d. til að draga úr blóðþrýstingi eða til að auka varnir líkamans gegn álagi. Ákveðnar próteinvörur má jafnvel nota til að stýra matarlyst í baráttunni gegn offitu. Auk þessa, þá eru vörur á markaðnum til að lækka blóðsykurstuðull (e. glycemic index). Markaðurinn fyrir slíkar vörur úr fiskpróteinum er ekki stór en mun að öllum líkindum vaxa auk þess sem tækifæri felast í að nota hefðbundnar framleiðsluaðferðir s.s. gerjun til að auka lífvirkni eiginleika VFP og nota þau í vörur sem neytendur þekkja. Miklar líkur eru á að saltlitlar fisksósur og fiskbragðefni með sérhannaða lífvirka eiginleika verði á boðstólnum í framtíðinni. Þetta byggist þó að hluta á því að heilsufullyrðingarnar fáist viðurkenndar. Til þess þarf viðamiklar og kostnaðarsamar rannsóknir sem bæði opinberir aðilar og fyrirtæki munu þurfa að kosta.

A short overview is given for products and the market for food protein ingredients. The main types of fish protein products are described, that is, fish meal, fish protein concentrate and isolate, surimi, fish silage, fish sauce, fish flavours and gelatine. Food supplements with soy, dairy and fish proteins or peptides and their health-related properties are covered. The main conclusions for the future outlook for fish protein and peptide products are: Applying protein isolates as water binders in injected and tumbled products will result in greater additional economic, nutritional and environmental values by increasing the yield of raw materials in fish filleting operation and by using them in production of ready-to-eat seafood products. There would be an even greater economic advantage if pH-shift methods could be used to produce high-quality isolates from raw material that today is unfit for traditional processing. Fish protein ingredients cannot compete on price, size and quality with plant and dairy proteins on the functional ingredient market. Plant and dairy ingredients will continue to be a part of formulating ready-to-eat convenience fish products. More supplements from FPH can be developed to reduce high blood pressure but they will face heavy competition from other protein sources. The antioxidant properties of FPH can be employed in supplements and food products to enhance the antioxidant defenses of the body against oxidative stress. They can also be used as immunomodulators to enhance non-specific host defense mechanisms. Specific protein products can even be made to control food intake in the fight against obesity. The market for such products made from fish proteins is not big but it will grow and there are also opportunities for adapting traditional food processes like fermentation to enhance the bioactive properties of FPH and to use them in products that consumers already know. Low-salt fish sauce and fish flavours with tailor-made bioactive properties are likely the future. Sufficient scientific evidence must be produced if companies are to produce and sell products with health claims. Private companies, universities and other research organizations can work together on special hydrolysates or peptides but the cost might be too high for small companies, so a global collaboration may be needed in the interests of fisheries, fish processing industries and consumers worldwide.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Oxun í fiskvöðva – Hlutverk fosfólípíða, próteina, andoxunarefna og áhrif suðu á oxun í fiskvöðva

Útgefið:

01/04/2008

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Margrét Bragadóttir, Guðrún Ólafsdóttir

Styrkt af:

Rannsóknasjóður RANNÍS

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Oxun í fiskvöðva – Hlutverk fosfólípíða, próteina, andoxunarefna og áhrif suðu á oxun í fiskvöðva

Markmið verkefnisins var að auka skilning á áhrifum oxunar í fiskvöðva sem rýra bragðgæði og næringargildi fisks. Metin voru áhrif viðbættra náttúrulegra þráavarnarefna eða andoxunarefna til að bæta stöðugleika fiskafurða og þannig auka möguleika á notkun fisks í tilbúna rétti. Fosfólípíða líkan úr þorski var notað til að skoða áhrif þráahvata (blóðrauða úr þorski og bleikju) og þráahindra í vökvafasa úr loðnu og úr íslenskum þörungum. Einnig voru skoðuð áhrif suðu og viðbættra þráavarnarefna á bragðeiginleika og myndun svokallaðs upphitunarbragðs í soðnu fiskhakki. Áhrif oxunar á himnubundin fosfólípíð og prótein í fiskvöðvalíkani og í fiskhakki við hitun og geymslu voru mæld með skynmati, litmælingum, hefðbundnum þránunarmælingum (TBA), gasgreinimælingum til að bera kennsl á rokgjörn lyktarefni og hárpípu rafdrætti (capillary electrophoresis, CE) til að greina peptíð og amínósýrur sem áhrif hafa á bragð og lífvirkni. Skoðuð voru tengsl á milli þessara þátta til að skýra og skilja betur oxunarferli í fiskvöðva og þá þætti sem takmarka geymsluþol tilbúinna fiskafurða. Helstu neikvæðu áhrif oxunar á gæði fisks voru myndun lyktarefna, aðallega aldehýða, sem eru niðurbrotsefni fitusýra. Himnubundna fitan í mögrum fiski getur því haft mikil áhrif á bragðgæði tilbúinna matvæla þrátt fyrir að vera í litlu magni. Oxunarhvatar eins og blóð í holdi og suða leiddu til hraðari oxunar, sem sýnir að með réttri blóðgun og mildri hitameðferð mætti takmarka oxun og viðhalda betur bragðgæðum fisks. Auk þess má draga úr oxuninni með notkun á andoxunarefnum. Mælingar á andoxunarvirkni loðnusoðs í fiskvöðvalíkani sýndu að breytilegir ytri þættir eins og árstíðasveiflur og meðhöndlun loðnuhráefnis geta haft áhrif á andoxunarvirkni. Nýnæmi í þessu verkefni eru grunnrannsóknir á áhrifum þráahindra úr loðnu og þörungum ásamt breytingum sem verða á niðurbrotsefnum við suðu sem hafa bein áhrif á bragðgæði vörunnar. Rannsóknum á þessu sviði er haldið áfram í nýjum verkefnum þar sem lögð er áhersla á að skoða betur náttúrleg andoxunarefni úr loðnu og þörungum, sem og heilsubætandi áhrif þeirra.

The aim of the project was to study the effect of heating on oxidation of phospholipids, and the role of antioxidants in fish muscle to influence sensory quality and nutritional value. A phospholipid model from cod was used to study the effect of pro-oxidants (hemoglobin from cod and trout) and antioxidants in aqueous fraction of capelin and in seaweed extracts. The effect of heating and the addition of antioxidants on the sensory quality and the development of warmed-over-flavour (WOF) in fish mince were also studied. The development of degradation compounds in washed cod model system during storage and heating was studied by sensory analysis, colour measurements, traditional lipid oxidation analysis (TBA) and gas chromatography analysis to identify volatile compounds. Capillary electrophoresis (CE) was applied for the analysis of peptides and amino acids that influence the sensory quality and bioactivity. The correlation between these analyses was studied to better understand the oxidation processes in fish muscle and to explain factors reducing the shelf life of ready-to-eat fish products. Quality defects related to oxidation of polyunsaturated fatty acids and formation of volatile compounds like aldehydes contributing to rancidity and colour changes were enhanced by pro-oxidative effects of blood and cooking. Membrane bound phospholipids are therefore of concern as precursors for off flavour and quality defects in lean fish despite of low fat content. Capelin broth appeared to have antioxidant effects in fish model system whereas press juice from whole capelin exhibited pro-oxidant effects. The outcome of this project is increased knowledge on oxidation in fish muscle to underpin the development of healthy and tasteful fish products of high sensory quality and nutritional values fulfilling the needs of consumers. Continued studies have been established in new projects to further characterize the antioxidant properties and possible health effects of capelin and seaweed extracts.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Samanburður á einangrun kera með tilraunum og varmaflutningslíkönum

Útgefið:

01/04/2008

Höfundar:

Björn Margeirsson

Styrkt af:

Promens Dalvík ehf, Matís ohf

Samanburður á einangrun kera með tilraunum og varmaflutningslíkönum

Markmið verkefnisins var að rannsaka einangrunargildi þriggja gerða fiskikera. Kerin voru ýmist einangruð með polyethylene eða polyurethane frauði og af tveimur stærðum, 400 og 460 L. Í tveimur tilraunum var fylgst með hitastigshækkun vatns í kerunum með tíma með upphafshita vatnsins u.þ.b. 4 °C og umhverfishitastig u.þ.b. 18 – 20 °C. Hitastigshækkunin var einnig metin með tölvuvæddum varmaflutningslíkönum (CFD líkönum). Áhrif þvingaðs loftstreymis kringum kerin (þvingaður varmaburður) voru metin með samanburði við varmaástand í frjálsum varmaburði (í logni). Rannsóknin sýndi að töluverður munur er á einangrun mismunandi kera og komu kerin misvel út eftir því hvort um frjálsan eða þvingaðan varmaburð var að ræða. Niðurstöðum mælinga og varmaflutningslíkana fyrir ker í logni bar vel saman en endurbæta þarf líkanið fyrir ker í vindi. Í frekari rannsóknum á einangrunargildi keranna ætti að nota ísaðan fisk í stað vatns til að líkja enn frekar eftir raunverulegum aðstæðum.

The aim of the project was to investigate the insulation capability of three types of fishing tubs. The tubs were either insulated with polyethylene or polyurethane foam and of two sizes; 400 and 460 L. In two experiments water temperature inside the tubs was monitored with initial water temperature ca. 4 °C and ambient temperature ca. 18 – 20 °C. The water temperature was also simulated in computational fluid dynamics models (CFD models). Influence of forcing air flow around the tubs (forced convection) was evaluated by comparison to free convection. Considerable difference was found between insulation capabilities of the different fishing tubs. Forced convection had different effects on different tub types. A good congruity was between experimental and CFD results for tubs in no wind, but some improvements should be done for the CFD model for tubs in wind (forced convection). In further research on insulation capability of the tubs iced fish should be used instead of water in order to resemble practical situations.

Skoða skýrslu

Fréttir

Samstarfssamningur milli Matís og Matvælastofnunar undirritaður

Þann 27.mars sl. var undirritaður samstarfssamningur um framkvæmd prófana og öryggisþjónustu af hálfu Matís fyrir Matvælastofnun.

Megintilgangur samningsins er annars vegar að tryggja aðgang Matvælastofnunar að öryggisþjónustu rannsóknastofu sem mun njóta forgangs ef upp koma matarsjúkdómar. Hins vegar á samningurinn að tryggja eftir föngum að Matvælastofnun geti rækt það lögmælta hlutverk sitt að fara með matvælaeftirlit eða yfirumsjón með eftirliti annarra aðila, til að tryggja öryggi og gæði matvæla.

Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís, og Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, undirrituðu samninginn.

Fréttir

Ensímmeðhöndlun á lifur fyrir niðursuðu lofar góðu

Á Matís er nú í gangi forverkefni um ensímmeðhöndlun á lifur fyrir niðursuðu í samstarfi við niðursuðuverksmiðjuna Ice-W ehf í Grindavík. Markmið verkefnisins er að auka arðsemi við niðursuðu á lifur með því að lækka framleiðslukostnað og auka gæði afurða.

Því verður náð með því að þróa og prófa tækni sem fjarlægir himnu og hringorma á yfirborði lifrar með ensímum. Fyrstu niðurstöður lofa góðu.

Flestir sem starfað hafa við fiskvinnslu kannast við að fiskar bera sníkla og þeirra þekktastir eru hringormar, en það er safnheiti yfir þráðorma (Nematoda) í fiski. Þeir eru í fiski á Íslandsmiðum og eru til vandræða fyrir fiskvinnsluna, því það þarf að hreinsa þá úr flökum. Slíkur fiskur fellur í verði vegna galla, sem hljótast af hreinsun og flakanýting lækkar. Hringormar valda einnig tjóni á mörkuðum, sem eru misviðkvæmir fyrir hringormum. Fyrir nokkrum árum var áætlað að kostnaður við ormahreinsun á 200.000 tonnum af þorski væri 650 milljónir ísl. kr.

hringormar í þorsklifur

Sem fyrr segir lofa fyrstu niðurstöður verkefnisins, sem styrkt er af Tækniþróunarsjóði Rannís, góðu þar sem tekist hefur að fækka hringormum í lifur um 80%, og mýkja himnuna verulega. Tilgangurinn með því að fjarlægja eða mýkja himnuna sem umlykur lifrina er sá að með því fæst betri og jafnari skömmtun í dósir og nýtingin eykst, auk þeirrar hagræðingar í vinnsluferlinu sem af því hlýst.

Vonir standa til að þessi aðferð verði til þess að auka afköstin verulega í þessari vinnslu. Sótt hefur verið um áframhaldandi styrk til að vinna frekar að þessu máli.

Fréttir

Nýr vefur helgaður neytendum opnaður

Á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í morgun, 14. mars, opnaði Björgvin Sigurðsson, viðskiptaráðherra vefgáttina Leiðakerfi neytenda, en það er sameiginleg vefgátt fyrir allar tegundir neytendamála, óháð því hvaða aðili fer með málin. Vefgáttin var opnuð í tilefni af því að laugardagurinn 15. mars er alþjóðlegur dagur neytenda.

Á nýja vefnum (www.neytandi.is) geta neytendur nálgast upplýsingar og kannað rétt sinn, fengið aðstoð við að bera fram kvartanir og að skjóta málum, þegar við á, til úrlausnar hjá kvörtunarnefndum eða öðrum úrlausnaraðilum – óháð tíma sólarhrings! Þess má geta að á vefgáttinni er sérstakur flokkur helgaður matvælum og þar kemur Matís þó nokkuð við sögu.

Á fundinum ræddi Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einnig um norrænt hollustumerki fyrir matvæli og talsmaður neytenda, Gísli Tryggvason, kynnti möguleikann á og kostina við að nýta lagaheimild til þess að sýslumenn leiti sátta í ágreiningsmálum neytenda við seljendur vöru og þjónustu.

Eitt af megináherslusviðum Matís er að sinna málum sem snúa að lýðheilsu og matvælaöryggi. Eitt af fjórum sviðum Matís er helgað matvælaöryggi. Sviðinu er skipt upp í þrjár deildir:
Efnarannsóknir, örverurannsóknir og loks ráðgjöf og gagnagrunna.

Matís býður upp á fjölbreyttar örveru- og efnamælingar fyrir viðskiptavini og eigin rannsóknaverkefni.

Matís veitir upplýsingar um öryggi matvæla á vefsíðu sinni. Niðurstöður rannsóknaverkefna um öryggi matvæla eru kynntar í skýrslum og greinum á vefsíðunni. Nýlegar skýrslur sem fjalla um öryggi sjávarafurða (númer 08-07, 44-07, 52-07), áhættumat (17-7) og akrýlamíð (01-08).

Einnig er hægt er að leita að upplýsingum um næringarefni og þungmálma í ÍSGEM gagnagrunninum á vefsíðu Matís. Við áhættumat er nauðsynlegt að hafa upplýsingar um bæði næringarefni og aðskotaefni eins og þungmálma og vega saman áhrif þessara efna.

Matís rekur vefinn Seafoodnet á ensku um öryggi sjávarafurða. Á vefnum eru upplýsingar um aðskotaefni í sjávarafurðum, skýrslur, kynningarefni og tenglar á upplýsingar í öðrum löndum, einkum Norðurlöndum.

Fréttir

Grein um FISHNOSE-verkefnið í Food Chemistry

Nýlega birtist grein í tímaritinu Food Chemistry um niðurstöður úr ESB-verkefninu “Fishnose”. Höfundar greinarinnar eru Rósa Jónsdóttir, starfsmaður Matís, Guðrún Ólafsdóttir, Erik Chanie og John-Erik Haugen.

Fishnose verkefnið fjallaði um notkun rafnefs til að meta gæði á reyktum laxi og fólst í því að þróa/aðlaga rafnef frá fyrirtækinu AlphaMOS í Frakklandi til að meta reyktan lax, þ.e. hvort hann væri farinn að skemmast. Skynjarar í rafnefinu greina efni í lofti, sem myndast í fiski við geymslu og valda skemmdarlykt. Þátttaka Matís (áður Rf) í verkefninu fólst m.a. í því að skilgreina gæði vörunnar m.t.t. efnainnihalds og stöðugleika, þar sem mældar voru örverur og efnaniðurbrot. Skynmatsrannsóknir fóru fram samhliða.


Nauðsynlegt er að þekkja vel samsetningu á rokgjörnum efnum við geymslu á laxi, en Matís (áður Rf) hefur einmitt sérhæft sig í gasgreinimælingum á rokgjörnum lyktarefnum. Rokgjörn efni myndast m.a. við niðurbrot og skemmd í matvælum. Þau valda einkennandi ferskleikalykt (ilm) á meðan hráefnið er nýtt, en seinna skemmdar- eða ýldulykt er líða tekur á geymslutímann. Rafnefið getur greint þessi efni á fljótvirkan hátt og metið þannig gæði vörunnar.


Niðurstöður verkefnisins leiddu í ljós að mest einkennandi lykt af reyktum laxi eru af völdum efnisins guaiacol úr reyknum auk rokgjarnra efna sem myndast við niðurbrot á fitu. Einnig voru einkennandi efnin 3-methyl-butanal og 3-hydroxybutanone en þau valda sætri lykt og myndast vegna örveruniðurbrots við geymslu. Önnur einkennandi efni eins og furan efni úr reyk, skemmdarefni (t.d. etanól, 3- methyl-1-butanól, 2-butanone og ediksýra) og niðurbrotsefni fitu ( t.d. 1-penten-3-ól, hexanal, nonanal and decanal) voru í þó nokkru magni en höfðu ekki eins mikil áhrif á lyktina. Þessi helstu lyktarefni reyndust betri til að útskýra gæðaeiginleika reykts lax en hefðbundnar efnamælingar og örverumælingar og fjallar greinin í Food Chemistry um það.


Verkefnið var CRAFT-verkefni á vegum Evrópusambandsins, en það eru verkefni sem miða að því að hvetja lítil fyrirtæki til þátttöku í rannsóknar- og þróunarstarfi. Íslenska fyrirtækið Reykofninn tók þátt í Fishnose-verkefninu og sá um að útvega hráefni í rannsóknir og aðstoða við að skilgreina gæði vörunnar. Guðrún Ólafsdóttir, fyrrum starfsmaður Rf, var verkefnisstjóri í verkefninu, en auk hennar vann Rósa Jónsdóttir í verkefninu.

Þess má geta að kynning á niðurstöðum verkefnisins fékk Göpel verðlaunin á  alþjóðlegri ráðstefnu ISOEN2005 í Barcelona.


Eftirfarandi greinar hafa verið birtar úr verkefninu:

Rósa Jónsdóttir, Guðrún Ólafsdóttir, Erik Chanie, John-Erik Haugen. Volatile Compounds Suitable for Rapid Detection as Quality Indicators of Cold Smoked Salmon (Salmo salar). Food Chemistry 109 (2008) 184–195. Lesa grein


Haugen J., Chanie E, Westad F, Jonsdottir R, Bazzo S, Labreche S, Marcq P, Lundby F., Olafsdottir G. 2006. Rapid control of smoked Atlantic salmon quality by electronic nose: correlation with classical evaluation methods. Sensors and Actuators B, 116, 72–77.

Guðrún Ólafsdóttir, Eric Chanie, Frank Westad, Rósa Jónsdóttir, Claudia R. Thalmann, Sandrine Bazzo, Saïd Labreche, Pauline Marcq, Frank Lundby, John-Erik Haugen, 2005. Prediction of Microbial and Sensory Quality of Cold Smoked Atlantic Salmon (Salmo salar) by Electronic Nose. J Food Sci 70(9):S563-574.

Olafsdottir G, Chanie E, Westad F, Jonsdottir R, Bazzo S, Labreche S, Marcq P, Lundby F, Haugen JE. 2005. Rapid Control of Smoked Atlantic Salmon Quality by Electronic Nose: Correlation with Classical Evaluation Methods. In: Marco S, Montoliu I, editors. Proceedings of the 11th International Symposium on Olfaction and Electronic Nose, ISOEN2005, Electronic Department, Physics Faculty, Barcelona University, Barcelona, Spain. p 110-114.

Þá hefur verkefnið einnig verið kynnt á veggspjaldi á ráðstefnum.

Fréttir

Matís og H.Í. auglýsa námskeið fyrir doktorsnemendur í ágúst

Dagana 17. til 24. ágúst 2008 verður haldið námskeið sem nefnist Samspil skynmats, neytenda- og markaðsþátta í vöruþróun (Integrating sensory, consumer and marketing factors in product design). Námskeiðið verður haldið í Reykjavík.

Markmiðið er að nýta upplýsingar um skynmat, neytendur og markaðsþætti í vöruþróun.

Að sögn Emilíu Martinsdóttur, deildarstjóra á Vinnslusviði Matís, og eins af skipuleggjendum námskeiðsins, er tilgangur þess að þjálfa doktorsnema í að nota skynmatsaðferðir og neytendakannanir í vöruþróun, nýsköpun og markaðssetningu. Verkefni námskeiðsins mun felast í að framleiða heilsusamlegri útgáfu af vöru sem þegar er á markaði. Heilsusamlegri vara getur t.d. verið vara með minna innihald af mettaðri fitu eða salti.


Fyrrlesarar verða alþjóðlegir sérfræðingar og á hverjum degi verða fyrirlestrar með verklegum æfingum til að varpa ljósi á efnið. Emilía segir að námskeiðið sé
kjörið tækifæri fyrir norræna doktorsnema og aðra nemendur á þessu sviði.

Sjá auglýsingu um námskeiðið á íslensku

Course description in English

Einnig má finna upplýsingar á vef NordForsk

IS