Fréttir

Matís leitar að verkefnastjóra

Matís (Matvælarannsóknir Íslands) leitar að starfskrafti í verkefnastjórastöðu í Reykjavík. Starfssviðið felur í sér umsjón og rekstur á verkefnastjórnunarkerfi; rekstur, samningar, árangur og starfsmannamál.

Við leitum að einstaklingi sem hefur menntun á sviði raunvísinda (matvælafræði, líffræði eða verkfræði). Framhaldsmenntun eða reynsla í verkefnastjórnun er skilyrði.

Sjá atvinnuauglýsinguna í heild sinni hér.

Fréttir

Hvað er mikil fita í lambavöðva? Upplýsingar um 900 fæðutegundir

Vissir þú að það er aðeins 0,6% fita í ýsu, 6% fita í lambavöðva en 30% fita í spægipylsu. Þá eru rúmlega 400 hitaeiningar (kcal) af kolvetni og alkahóli í hverjum lítra af bjór. Þessar upplýsingar og margar fleiri er hægt að finna í ÍSGEM gagnagrunninum um efnainnihald matvæla. Þar er að finna upplýsingar um 900 fæðutegundir.

Meðal annars er hægt að fá upplýsingar, um prótein, fitu, kolvetni, vatn, orku, vítamín, steinefni og óæskileg efni eins og kvikasilfur, blý, kadmín og arsen sem getur fundist í matvælum. Til dæmis er hægt að leita að hve mikið prótein er í skyri, en það er um 11%. Til samanburðar er 3% prótein í nýmjólk en það er hins vegar um 70% prótein í harðfiski.

Hægt er að skoða ÍSGEM gagnagrunninni hér.

Fréttir

Nýting flaka mismunandi eftir veiðisvæðum

Nýting flaks af þorski sem er veiddur út af Suðausturlandi er betri heldur en af þorski sem er veiddur út af Norðurlandi. Þá er flakanýting betri á tímabilinu júní til ágúst miðað við aðra ársfjórðunga, að því er fram kemur í rannsókn Matís (Matvælarannsóknir Íslands) sem ber heitið Verkunarspá-tengsl hráefnisgæða við vinnslu og verkunarnýtingu þorskafurða.

RF-40848

Í rannsókninni, sem er samstarfsverkefni Matís og Fisk Seafood, er að finna niðurstöður á því hvernig þorskur, sem veiddur var á mismunandi veiðisvæðum og á ólíkum árstíma, nýtist sem hráefni við vinnslu og verkun léttsaltaðra þorskafurða, en sú afurð hefur átt vaxandi vinsældum að fagna á mörkuðum í S-Evrópu á undanförnum árum. Í rannsókninni voru skoðaðir þættir eins og aldur hráefnis frá veiði, los, mar, holdafar og og fleira sem getur tengst árstíðabundnum sveiflum í ástandi hráefnisins og veiðisvæðum ásamt veiðiaðferðum og meðhöndlun afla frá veiði til vinnslu.

“Fram komu vísbendingar um mismunandi eiginleika þorsks á mismunandi veiðisvæðum og árstímum. Helstu niðurstöður voru þær að veiðisvæði út af Suðausturlandi gáfu marktækt betri flakanýtingu í þorski heldur en veiðisvæði út af Norðurlandi, auk þess sem flakanýting var betri á tímabilinu júní-ágúst, miðað við aðra ársfjórðunga,” segir Sigurjón Arason sérfræðingur hjá Matís.

Hann segir að þegar þorskinum hafi verið skipt í þrjá þyngdarflokka, hafi komið í ljós að léttasti flokkurinn (1,4-2,1 kg) var með meiri þyngdaraukningu við verkun léttsaltaðra afurða en þyngri flokkarnir. “Það gefur til kynna að þyngri þorskurinn þurfi lengri tíma í pæklun en léttari þorskurinn. Vatnsheldni var áberandi lægri á veiðisvæðum út af Norðurlandi og Norðausturlandi en á öðrum miðum.”

Verkefnið var styrkt af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi.

Fréttir

Hilton hótelkeðjan velur íslenskan humar

Hilton hótelkeðjan keypti í sumar lifandi humar, sem geymdur hefur verið á humarhóteli á Höfn, sem Matís (Matvælarannsóknir Íslands) á aðild að. Humri frá Hornafirði hefur verið vel tekið á erlendum mörkuðum frá því að tilraunir með útflutning hófust í vor.

Shrimps_at_market_in_Valencia

Í raun er um að ræða sérstakt rannsóknar- og markaðsverkefni á Höfn þar sem reyndar eru veiðiaðferðir, vinnsla og flutningur á lifandi humri til útlanda. Auk Matís eiga Frumkvöðlasetur Austurlands, Skinney Þinganes, Hafrannsóknastofnun og Promens á Dalvík aðild að verkefninu; vinna meðal annars saman að því að reka humarhótelið á Hornafirði. Á humarhótelinu er hægt að geyma allt að því eitt tonn af lifandi humri.

Skýrslur

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif hráefnisbreyta á nýtingu og gæði saltfisks

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Lárus Þorvaldsson, Þóra Valsdóttir, Sigurjón Arason, Kristín Anna Þórarinsdóttir

Styrkt af:

AVS, Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Þóra Valsdóttir

Verkefnastjóri

thora.valsdottir@matis.is

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif hráefnisbreyta á nýtingu og gæði saltfisks

Unnið var úr gögnum sem safnað hefur verið hjá Vísi hf. og Þorbirni hf og tengsl nýtingar og gæða við veiðisvæði, veiðitíma, veiðiskip, kælingu um borð og breytingu á verkunarferli metin. Í ljós kom að veiðisvæði hafði marktæk áhrif á vinnslunýtingu en munur á verkunarnýtingu og gæði eftir veiðisvæðum var minni. Sveiflur í verkunarnýtingu og gæðum reyndust árstíðabundnar og einnig var munur á milli ára. Breytingar á kælingu um borð, þ.e. notkun vökvaís í stað flöguís um borð reyndist ekki hafa marktæk áhrif á fyrrnefnda hætti. Aftur á móti bættu breytingar á verkunaraðferð, þ.e. sprautun, bæði nýtingu og gæði. Efni skýrslunnar var hluti af verkefninu “Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks”.

Analysis of data collected by the fisheries companies Vísir and Thorfish revealed the effects of fishing grounds, season, fishing vessels, chilling methods on board and salting procedure on yield and quality of salted products. Effects of fishing grounds on processing yield were significant but curing yield and quality were less influenced. Variation in curing yield and quality were seasonal and differences between years were observed. Changes in chilling methods on-board, i.e. use of liquid ice instead of flake ice did not affect yield and quality of salted products. On the other hand, changes in the salting procedure did, when injection was added as the initial step in the process.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Monitoring of the marine biosphere around Iceland in 2005 – 2006

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Sasan Rabieh, Ernst Schmeisser, Eva Yngvadóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Ministry for the Environment (Umhverfisráðuneytið)

Monitoring of the marine biosphere around Iceland in 2005 – 2006

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis á vegum Umhverfisráðuneytisins fyrir árin 2005 og 2006. Markmiðið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar- og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Artic Monitoring Assessment Program). Gögnin hafa verið send í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknarráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnun sér um að afla sýna og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins hafði umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin voru mæld á Rf og á Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði. Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafrannsónastofnunarinnar í mars 2006 og í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2005. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989.

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2005 and 2006. The project, overseen by the Environmental and Food Agency of Iceland, is to fulfil the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements. The data has been submitted to the ICES databank (ices.dk), collection of data began 1989. The Icelandic Fisheries Laboratories (IFL) (now Matís) is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at IFL/Matís and at the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland. Trace metals and organochlorines were analyzed in cod (Gadus morhua) caught in March 2006 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected in August/Sept 2005. Marine monitoring began in Iceland 1989.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif kælingar eftir veiði á vöðvabyggingu þorsks

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Valur N. Gunnlaugsson, Jónína Ragnarsdóttir, Þóra Valsdóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir

Styrkt af:

AVS, Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Ferlastýring við veiði, vinnslu og verkun saltfisks. Áhrif kælingar eftir veiði á vöðvabyggingu þorsks

Þessi skýrsla lýsir niðurstöðum myndgreiningar á þorski. Metin voru áhrif kæliaðferða eftir veiði á vöðvabygginu þorsks. Ekki var hægt að greina mun á flökum eftir því hvort fiskurinn hafði verið geymdur í vökvaís eða flöguís í lest eða verið kældur sérstaklega á dekki. Fylgst var með breytingum á vöðvanum við saltfiskverkun og áhrif af sprautun metin. Við söltun drógust frumur saman og millifrumubil jókst. Greinilegur munur var á flökum eftir því hvort þau voru sprautuð eða ekki. Við útvötnun dró aftur úr mun vegna sprautunar.

Results from image analyses on cod are discussed in this report. The effects of chilling methods after catch on microstructure of cod fillets were also evaluated. No significant effects were observed, neither when extra chilling was added on deck nor with regard to different ice types (liquid ice/flake) used for storage of the fish. Changes in the fish muscle during heavy salting were examined and the effects of injection as the initial step in the process studied. During salting muscle cells shrank and the ratio of extracellular fluid increased. Significant effects of injection were observed after salting but during rehydration the difference decreased again.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of high pressure processing in reducing Listeria spp. and on the textural and microstructural properties of cold smoked salmon (CSS)

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Hannes Hafsteinsson, Ásbjörn Jónsson, Valur Norðri Gunnlaugsson, Birna Guðbjörnsdóttir, Magnús Guðmundsson

Styrkt af:

Rannsóknarsjóður Rannsóknarmiðstöðvar Íslands

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur.n.gunnlaugsson@matis.is

Effect of high pressure processing in reducing Listeria spp. and on the textural and microstructural properties of cold smoked salmon (CSS)

Meginmarkmið verkefnisins var að rannsaka áhrif háþrýstings (400-900 MPa) á dauða bakteríunnar Listeria monocytogenes og gæðaþætti (myndbyggingu, áferð og lit) í kaldreyktum laxi eftir meðhöndlun í 10, 20, 30 og 60 sekúndur. Áhrif á heildarfjölda loftháðra baktería, mjólkursýrugerla og Bacillus gróa voru einnig rannsökuð. Tvær tilraunir voru framkvæmdar, önnur í Júlí 2005 og hin í Nóvember 2006. Rannsóknin sýndi að meðhöndlun með háþrýsting í stuttan tíma væri árangursrík til að bæta gæði og öryggi kaldreyktra afurða. Vegna breytinga í útliti og áferð afurðanna er þörf á frekari rannsóknum. Þessi nýja aðferð lofar góðu til að mæta kröfum um lengra geymsluþol á reyktum laxi. Rannsóknin hefur mikið gildi fyrir iðnaðinn, vegna þeirrar nýjungar að nota háþrýsting í stuttan tíma (sekúndur) til að eyða bakteríunni Listeríu í reyktum laxi og auka þannig geymsluþol þessarar verðmætu afurðar.

The main object of this research was to study the effects of high pressure processing (400-900 MPa) on the survival of Listeria monocytogenes and the characteristics (microstructure, texture and colour) of cold smoked salmon when it was processed for 10, 20, 30 and 60 seconds. The changes in counts of total aerobic bacteria, lactic acid bacteria and Bacillus spores were also studied. Two experiments were carried out, one in July 2005 and the second in November 2006. It is concluded here that the combination of high pressure and short time treatment is very effective to improve the quality and safety of cold smoked products. However, because of the changes in the visual appearance and texture, further studies are necessary. This new development is promising to meet requirements for prolonged shelf life of ready-to-eat cold smoked salmon with high microbiological quality and safety. This study is of high industrial relevance because it combines the innovative approach of using high pressure processing for short time (seconds) to reduce the number of Listeria in cold smoked salmon and thereby extend the shelf life of this valuable product.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lífríki í hverum í Krísuvík og Gunnuhver á Reykjanesi: Rannsókn unnin vegna Rammaáætlunar um nýtingu á jarðvarma á háhitasvæðum

Útgefið:

01/08/2007

Höfundar:

Sólveig K. Pétursdóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Steinunn Magnúsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson

Tengiliður

Steinunn Ásbjörg Magnúsdóttir

Verkefnastjóri

steinunn.magnusdottir@matis.is

Lífríki í hverum í Krísuvík og Gunnuhver á Reykjanesi: Rannsókn unnin vegna Rammaáætlunar um nýtingu á jarðvarma á háhitasvæðum

Þessi rannsókn á lífríki í hverum á Krísuvíkursvæðinu er þriðja lífríkisúttektin sem framkvæmd er innan Rammaáætlunar, en þær tvær fyrri fjölluðu um lífríki í hverum á Hengilssvæðinu og á Torfajökulssvæðinu.

Áhersla var einkum lögð á hverasvæðið í Seltúni þar sem sýnataka var sameiginleg með jarðefnafræðingum Jarðvísindastofnunar sem var fyrsta skref í þverfaglegri nálgun á viðfangsefninu sem vonir eru bundnar við, en er þó enn á frumstigi. Önnur svæði sem reynt var að kanna voru hverir við Austurengjahver og svæðið við Gunnuhver á Reykjanesi. Hitastig í hverunum í Seltúni var á bilinu 53-93°C og ennfremur er greint frá einu jarðvegssýni sem tekið var við lægra hitastig eða 34°C. Sýrustig í hverunum í Seltúni var á bilinu pH 2,5-6. Hitastig í hverunum við Austurengjahver var á bilinu 50-75°C og sýrustig pH 2,4 – 4,3. Hitastig í hverunum við Gunnuhver mældust á bilinu 70-90°C og sýrustig pH 3,8 – 4,2. Alls voru tekin þrettán sýni á ofangreindum svæðum og tókst að einangra DNA úr sjö þeirra. Ekki tókst að ná DNA úr sýnunum við Austurengjahver. Kjarnsýrumögnun á 16S rRNA sem er tegundagreinandi gen dreifkjörnunga tókst á sex sýnum. Mögnun fékkst úr öllum þessum sýnum með sérvirkum raunbakteríuvísum, en þremur með fornbakteríuvísum.

Alls fengust 304 raðgreiningar á raunbakteríutegundum á svæðinu sem kennt er við Seltún. Þessar tegundir dreifast á 26 tegundir sem dreifast aftur á 10 fylkingar. Frumbjarga tegundir Aquificeae fylkingarinnar hýsa rúmlega 80% raðgreininganna og teljast því ríkjandi í þessum sýnum og eru frumframleiðendur í vistkerfi hveranna. Fimm tegundir innan þessarar fylkingar fundust í sýnunum úr Seltúni. Aðrar tegundi greinast aðallega til mismunandi hópa Proteobaktería (13%) en þær eru afar sundurleitur hópur. Aðrar tegundir sem fundust eru fámennar og skipta hér minna máli. Alls fékkst 81 raðgreining fornabakteríutegunda af Seltúnssvæðinu. Flestar þeirra eða rúm 90% flokkast til Thermoplasmatales innan fylkingar Euryarchaeota, en þetta er hita- og sýrukær tegund. Aðrar fornbakteríur í sýnunum í Seltúni flokkast til Chrenarchaeota fylkingarinnar flestar til ættar Desulfurococcales.

Alls fengust 56 raunbakteríuraðgreiningar úr hverunum við Gunnuhver. Langflestar þeirra (um 70%) flokkast til frumbjarga fylkingar Aquificeae, en um 30% til mismunandi hópa Proteobaktería. Fornbakteríur í Gunnuhver eru einsleitar þar sem þær eru allar af ætt Sulfolobales sem er afar hitaog sýrukær hópur. 1 Í heild má segja að svæðið við Seltún sýni dæmigert mynstur jaðarvistkerfis þar sem ein tegund er ríkjandi og aðrar tegundir dreifist á ýmsar fylkingar. Útreiknaður líffræðilegur fjölbreytileiki í sýnunum var tiltölulega lágur eða á bilinu 1,0-2,0. Til samanburðar má geta þess að sami stuðull útreiknaður fyrir sýni af Torfajökulssvæðinu og á Ölkelduhálsi var á bilinu 1,1-4,7. Umhverfisaðstæður hita- og sýrustigs í Seltúni og í Gunnuhver eru ekki á jaðrinum, heldur er líklegt að efni og efnasambönd í hverunum og leirinn geti haft áhrif á fjölbreytileika lífríkisins, þ.e. hvaða tegundir fá þrifist og hverjar ekki.

Sjaldgæfar tegundir sem áttu einungis fjarskylda ættingja í Genbank fundust m.a. í Seltúnssýnunum. Þarna er þó í flestum tilvikum aðeins um 1-2 fulltrúa viðkomandi tegundar að ræða. Þessar fjarskyldu tegundi flokkuðust allflestar undir fylkingar Proteobaktería og Acidobaktería.

Matís – Prokaria mun að öllum líkindum halda áfram að vinna að sýnatöku og tegundagreiningum á Krísuvíkursvæðinu. Ætlunin er að taka þær niðurstöður með í lokasamantekt yfir lífríki í hverum á Íslandi á síðasta ári Rammaáætlunar.

Skoða skýrslu

Fréttir

Örbylgjuofn með stýribúnaði og kristalsnemum

Matís notar ýmiskonar búnað og tæki til þess að vinna að rannsókna- og þróunarverkefnum, svo sem örbylgjuofn einn sem fyrirtækið hefur látið breyta allverulega fyrir vöruþróun. Búnaðurinn er notaður til þess að skoða hitun eða suðu á matvælum.

Um er að ræða afar verðmætan búnað því miklar breytingar hafi verið gerðar á örbylgjuofninum. Rannsóknafólk Matís notar hitanema, svokallaða kristalsnema sem eru tengdir við matvælin og eru inni í ofninum.

Örbylgjuofn

Þannig er hægt að mæla ástand matvæla. Þá hefur verið bætt við stýribúnaði til þess að örbylgjuofninn komi að sem bestum notum við rannsóknir.

IS