Fréttir

Námskeið um meðhöndlun matvæla fyrir starfsfólk mötuneyta og eldhúsa

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Matís býður upp á námskeið, varðandi meðhöndlun á matvælum, hreinlæti, helstu áhættur og matvælaöryggi, sem er sérstaklega miðað að starfsfólki í mötuneytum, eldhúsum og veitingahúsum. Tilgangur námskeiðanna er að tryggja að þekking og skilningur aðila sem meðhöndla matvæli á matvælaöryggi og hreinlæti, sé gott, til að lágmarka áhættu á að skaðlegar sýkingar berist í matvæli og ógni þar með heilbrigði og öryggi neytenda. Námsefnið er viðurkennt af Matvælastofnun. Boðið verður upp á námskeiðið bæði sem staðnámskeið og vefnámskeið.

Matís og sérfræðingar þess eru bakhjarlar þessa verkefnis, en námsefnið er viðurkennt af Matvælastofnun. Fræðsluefnið er unnið úr ýmsum gögnum s.s. þeim lögum og reglugerðum sem fjalla um matvæli, úr fyrri rannsóknum og því náms- og kynningarefni sem útbúið hefur verið hjá Matís og Matvælastofnun.

Áætlað er að tvær til þrjár kennslustundir (3×45 mín) taki nemanda að lesa yfir og tileinka sér það sem borið er fram og að taka próf í lok námskeiðs. Hafi þátttakandi staðist prófið, er gefið út vottorð s.k. matvælaöryggis skírteini. Skírteinið er staðfesting á að þátttakandi hafi aflað sér staðgóðrar þekkingar vegna vinnu við meðhöndlun matvæla samkvæmt kröfum þeirra reglugerða sem mötuneytum og veitingahúsum ber að fara eftir. Krafist er 80% réttrar svörunnar og mögulegt er að endurtaka prófið tvisvar.

Farið er í eftirfarandi þætti:

1 Matvælaöryggi

Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni deyja um 240 þúsund manns ár hvert af völdum matarsýkinga eða matareitranna, og þriðjungur eru börn undir fimm ára aldri. Það má því segja að matvælaöryggi sé dauðans alvara. Í þessum hluta er farið yfir helstu hættur í matvælum og hver er hugsanlegur uppruni þeirra. Sérstök áhersla er lögð á sjúkdómsvaldandi örverur, hverjar eru þær helstu og hvernig komast þær í matvæli. Þá er einnig rætt um hvernig þær ná að fjölga sér og hverjar eru helstu afleiðingar nái þær að sýkja neytendur.

Fjallað er um hvaða hættur tengjast matvælum og farið yfir flokkana (eðlis-, efna- og líffræðilegar hættur, þar sem fjallað er um hvers konar hættur þar er að finna og hvar þær gætu verið). Þá er fjallað um hvernig á að verjast því að hætturnar komið í matvæli og neytendur. Farið er yfir meðhöndlun og geymslu matvæli og einnig fjallað um þrif og umgengni um matvæli. Að lokum er farið yfir nauðsyn skráninga.

2 Meðhöndlun og geymsla matvæla

Í þessum hluta er fjallað um hvernig verja má matvæli frá utanaðkomandi smiti. Þá fariðyfir mikilvægi rétts hitastigs við matreiðslu, framreiðslu, kælingu og geymslu matvæla.

3 Hreinlæti

Farið yfir mikilvægi þrifa og sótthreinsunar á umhverfi og áhöldum sem notuð eru við tilbúning matar og sérstök áhersla lögð á hreinlæti og heilbrigði þeirra sem meðhöndla óvarin matvæli.

4 Hættugreining og mikilvægir stýristaðir (HACCP)

Matvælareglugerðir kveða á um að öll meðhöndlun og vinnsla matvæla skuli byggð á HACCP hugmyndafræðinni. Farið er yfir hvað það þýðir og hvaða kröfur eru gerðar til mismunandi fyrirtækja og stofnana.

5 Ofnæmisvaldar

Ákveðin matvæli og innihaldsefni geta kallað fram sterk ofnæmisviðbrögð hjá vissum einstaklingum. Fjallað er um hvaða matvæli og innihaldsefni það eru og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra sem bjóða fram matvæli sem innihalda slík efni.

Verð á vefnámskeiði eru 22 þúsund krónur. Dagsetningar verða auglýstar síðar.

Frekari upplýsinar veitir Óli Þór Hilmarsson, olithor@matis.is.

Mynd: Shutterstock

Fréttir

E. coli STEC í nauthakki – Uppruni matarborins smits staðfestur með heilraðgreiningu á Matís

Tengiliður

Sæmundur Sveinsson

Fagstjóri

saemundurs@matis.is

Matís getur greint hvort E.coli STEC sé í matvörum

Undanfarnar tvær vikur hafa sérfræðingar Matís unnið hörðum höndum að því að rekja uppruna hópsýkingar af völdum E. coli STEC sem upp kom í leikskóla í Reykjavík um miðjan október. Rannsóknin var unnin í nánu samstarfi við Matvælastofnun, Sóttvarnarlækni, sýkla- og veirufræðideild Landspítala og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

Fjöldi matvæla, sem lágu undir grun, voru skimuð fyrir
E. coli STEC en þessi baktería getur leynst víða. Fljótlega kom í ljós að hakk, sem notað var í matseld á leikskólanum, var langlíklegasti uppruni smitsins. Mikill fjöldi bakteríustofna var ræktaður úr hakkinu og að lokum tókst að einangra þrjá stofna sem innihéldu einkennandi meinvirknigen og voru af sömu sermisgerð og stofn sem einangraður var úr sjúklingi. Erfðamengi þessara fjögurra stofna var að lokum heilraðgreint á Matís. Sú greining leiddi í ljós að stofnar úr hakkinu og sjúklingi voru erfðafræðilega eins. Matís var brautryðjandi í innleiðingu þessarar aðferðafræði hér á landi til að rekja uppruna matarborinna sýkinga.

Matís vill að lokum vekja athygli á að fyrirtækið býður upp á greiningar á E. coli STEC í matvælum. Matís er tilvísunarrannsóknastofa (NRL) í þessum greiningum hér á landi. Það þýðir að Matís uppfærir sífellt aðferðir sínar í samræmi við nýjustu þekkingu og aðferðir í Evrópu. E. coli STEC er baktería sem getur valdið alvarlegum veikindum.

Fréttatilkynning MAST

Fréttir

Nýr gagnagrunnur um örverur í matvælum og framleiðsluumhverfi

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Örverur eru hluti af matnum okkar. Þekking á því hvaða örverur finnast í matvælum og í framleiðsluumhverfi er þó enn takmörkuð. Nýleg rannsókn, sem Matís tók þátt í, hefur veitt nýja innsýn í þetta viðfangsefni. Niðurstöðurnar munu stuðla að betri skilningi á áhrifum örvera á ýmsa þætti matvæla, eins og geymsluþol, öryggi, gæði og bragð.

Rannsóknin var hluti af Evrópuverkefninu MASTER,  sem sameinaði 29 samstarfsaðila frá 14 löndum. Eitt af markmiðum verkefnisins var að skapa gagnagrunn utan um örverur í matvælum  með því að raðgreina erfðaefni úr 2533 sýnum sem tekin voru  úr ýmsum matvælum og framleiðsluumhverfi þeirra. Matís sá um að rannsaka sýni úr íslenskum fiskvinnslum en rannsóknarverkefnið náði til allra helstu fæðuflokka. Þetta er stærsta rannsókn sem hefur verið gerð á örverusamsetningu í matvælum og framleiðsluumhverfi en betri skilningur á þessum örverum gæti stuðlað að bættri heilsu fólks þar sem sumar örverur úr matvælum geta orðið hluti af örveraflóru okkar.

Alls voru 10899 fæðutengdar örverur greindar í þessum sýnum, þar sem helmingur þeirra voru áður óþekktar tegundir. Niðurstöðurnar sýndu að matvælatengdar örverur mynda að meðaltali um 3% af þarmaflóru fullorðinna en um 56% af þarmaflóru ungbarna.

„Þessar niðurstöður benda til þess að sumar örverur í þörmum okkar komi beint úr mat, eða að mannkynið hafi sögulega fengið þær úr  fæðunni, þar sem þær hafa síðar aðlagast og orðið hluti af þarmaflóru mannsins,“ segir Nicola Segata, örverufræðingur við háskólann í Trento og Evrópsku krabbameinsstofnunina í Mílanó.  Þótt 3% kunni að virðast lágt hlutfall, þá geta þessar örverur haft mikil áhrif á virkni þarmaflórunnar. Gagnagrunnurinn er því mikilvægt framlag til vísinda og lýðheilsu, þar sem hann mun nýtast við rannsóknir á áhrifum matvælatengdra örvera á heilsu okkar.

Þó að fáar sjúkdómsvaldandi örverur hafi verið greindar í matvælasýnunum, voru nokkrar tegundir sem geta verið óæskilegar vegna áhrifa þeirra á bragð eða geymsluþol matvæla. Þekking á því hvaða örverur tilheyra ákveðnum matvælum getur því verið gagnlegt  fyrir framleiðendur, bæði  stóra og smáa, til að bæta vörugæði. Einnig geta þessar upplýsingar aðstoðað við matvælaeftirlit við að skilgreina hvaða örverur ættu og ættu ekki að vera til staðar í tilteknum matvælum ásamt því að rekja og votta uppruna þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar 29. ágúst síðastliðinn í tímaritinu Cell Press og gagnagrunnurinn er nú aðgengilegur. Niðurstöður sem sérstaklega varða sjávarafurðir hafa einnig verið birtar í tímaritinu Heliyon sem er gefið út af Cell Press.  Rannsóknin er sem fyrr segir hluti af evrópska rannsóknaverkefninu MASTER og var styrkt af Horizon 2020, Horizon Europe, Utanríkisráðuneyti Ítalíu, Evrópska rannsóknarráðinu, Spænska vísinda- og nýsköpunarráðuneytinu, Vísindastofnuninni á Írlandi og Írska landbúnaðar-, matvæla- og sjávarútvegsráðuneytinu.

Skýrslur

Dreifing arsentegunda eftir þanghlutum, sér í lagi arsenlípíða

Útgefið:

02/04/2024

Höfundar:

Rebecca Sim, Ásta H. Pétursdóttir, Natasa Desnica, Jörg Feldmann, Guðmundur Haraldsson, Karl Gunnarsson, Liberty O’Brien, Marta Weyer og Hildur I. Sveinsdóttir.

Styrkt af:

Rannsoknasjóður/Icelandic Research Fund

Tengiliður

Rebecca Sim

Sérfræðingur

rebecca@matis.is

Distribution of arsenic species within the macroalgae 
– an emphasis on arsenolipids

Þörungar eru ríkir af steinefnum og eftirsóknarverðum lífvirkum efnum, en þeir geta einnig tekið upp mikið magn snefilefna, s.s. eitraðra þungmálma og þar á meðal frumefnið arsen. Arsen finnst sem ólífrænt arsen í sjónum og er tekið upp á því efnaformi af þörungunum. Í þörungunum greinist hins vegar arsen ekki einungis sem ólífrænt arsen heldur sem fjölbreytt úrval arsen-sambanda, svokölluð lífræn efnasambönd arsens t.d. arsenósykrur og arsenólípíð. Enn leikur ýmislegt á huldu um uppruna þessara efnasambanda. Almennt hafa lífrænar arsentegundir verið taldar nokkuð hættulausar ólíkt ólífrænu arseni sem er þekktur krabbameinsvaldur. Hins vegar hafa nýlegar rannsóknir á arsenólípíðum sýnt að þau geta verið jafn frumudrepandi og ólífræna arsenið. Einnig er talið að arsenósykur geti mögulega haft langvarandi neikvæð áhrif við reglubundna neyslu. Magn arsenólípíða er að jafnaði ekki hátt í þörungum, en talið er að upphafspunktur framleiðslu þeirra eigi sér stað í þörungum. Þörungar eru hluti reglulegrar neyslu matvæla í austurhluta heimsins og nýtur stöðugt meiri vinsælda á Vesturlöndum, því er brýn þörf á frekari upplýsingum um þessi efnasambönd til að meta til hlítar áhættuna sem fylgir neyslu þeirra sem og að tryggja að settar séu viðeigandi reglur um hámarksmagn þeirra í matvælum. Til að skilja eiturefnafræðileg áhrif neyslu þörunga er afar mikilvægt að fleiri gögnum sé safnað um öll mismunandi efnaform arsens, sér í lagi um arsenólípíð en takmarkað af upplýsingum er til staðar í dag um þau. Sýnum af rauð-, græn- og brúnþörungum var safnað nálægt Grindavík og Kjalarnesi, á tveimur mismunandi tímapunktum. Sýnin voru ítarlega rannsökuð m.t.t. þungmálma og framkvæmd var tegundagreining arsens til að skilja betur á hvaða efnaformi arsenið var til staðar á. Valin sýni brún-, rauð- og grænþörunga voru mæld m.t.t. tegundargreiningar arsenólípíða með því að nota massagreinana HPLC-ICP-M/ESI-MS/MS og HPLC-qToF-MS. Aukinheldur var brúnum stórþörungum skipt í líffræðilega hluta til að ákvarða hvort dreifing arsentegunda sé jöfn um þangið. Takmarkaðar upplýsingar eru til á heimsvísu um arsenólípíð í þangi, svo þessi umfangsmikla prófílgreining þeirra í mismunandi tegundum þörunga mun styðja við að skýra hvernig þessi dularfullu lífrænu efnasambönd myndast og hvar þau eru geymd. Gögnin geta einnig nýst við áhættumat á arsentegundum í þangi til manneldis og geta því haft áhrif á framtíðarlöggjöf um matvælaöryggi.
_____
In recent years seaweed has gained popularity as a health food due to its high content of minerals and vitamins. However, seaweeds may also accumulate high levels of potentially toxic elements – in particular arsenic, which may become incorporated into larger biological molecules such as sugars and lipids. It is unclear how these organic arsenic compounds are formed/stored and if they may serve a biological purpose (i.e., detoxification or energy storage). However, toxicological studies into arsenic-containing lipids have demonstrated cytotoxicity comparable to that of arsenite, a known carcinogen, and arsenic-containing sugars are suspected to display toxicity with chronic exposure. This project aims to investigate variations in the distribution of arsenic compounds throughout several classes and species of seaweed. Samples of brown, red and green macroalgae were collected from two locations in Iceland across two different months and analysed for several potentially toxic elements as well as hydrophilic arsenic speciation using HPLC-ICP-MS. Brown macroalgae were additionally sectioned into anatomical parts to determine if the distribution of arsenic species differs throughout the thallus. Select samples were chosen for state-of-the-art lipophilic arsenic speciation using HPLC-ICP-MS/ESI-MS/MS and HPLC-qToF-MS. Limited information is available on arsenic speciation in seaweed thus it is hoped that this extensive profiling of several different species will help elucidate how these unusual compounds are formed and stored. The data from this project will also contribute to the necessary information needed for the risk assessment of arsenic species in seaweed for human consumption and may have an impact on future food safety legislations.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Drying and storing of harvested grain – A Review of Methods / Þurrkun og geymsla á korni

Útgefið:

01/04/2018

Höfundar:

Ólafur Reykdal

Styrkt af:

Northern Periphery and Arctic Programme

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Drying and storing of harvested grain – A Review of Methods / Þurrkun og geymsla á korni

Á norðurslóðum er korn að öllu jöfnu skorið það rakt að það skemmist fljótt ef það er ekki þurrkað eða votverkað í fóður. Þurrkun korns er kostnaðarsöm og því þarf að vanda val á tækjabúnaði og orkugjöfum. Mælt er með notkun jarðhita þar sem þess er kostur enda ætti jarðhiti að vera ódýrasti orkugjafinn. Blandaðar lausnir geta reynst vel, t.d. jarðhiti og dísilolía. Landbúnaðurinn þarf að stefna að aukinni sjálfbærni og þá eru jarðhiti og rafmagn góðir kostir. Sumir myglusveppir á akri eða í geymslum geta myndað mýkótoxín (sveppaeiturefni) við rök og hlý skilyrði. Mýkótoxín geta skaðað heilsu fólks og búfjár. Hætta á mýkótoxínmyndum er í lágmarki á köldum norðlægum slóðum. Samt sem áður er nauðsynlegt að fylgjast með gæðum korns í geymslum og vakta mögulega myndun mýkótoxína. Þessi skýrsla gefur yfirlit um þurrkunaraðferðir, orkugjafa og öryggi korns og er grundvöllur ráðgjafar og athuguna á kornþurrkun.

In the Northern Periphery Region, grains are usually harvested at moisture contents too high for safe storage. Therefore the grain should be dried (or wet processed) as soon as possible. The drying process is expensive and the selection of equipment and fuel should be studied carefully. Where available, the use of geothermal water is recommended. In Iceland, geothermal energy has been found to be the cheapest energy source for grain drying. The use of mixed solutions, e.g. geothermal energy and diesel, is possible. Grain producers should aim at increased sustainability. Excellent solutions are geothermal energy and electricity. Mould in the field or in stores can produce mycotoxins under humid conditions and quite high temperature. Mycotoxins can harm the health of humans and animals. The existence of mycotoxins in grain grown under the cool conditions of northern regions is likely to be minimal but the situation should be studied and monitored. This report reviews grain drying methods, possible energy sources, safety aspects and is the basis for guidelines and case studies.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Chitosan treatments for the fishery industry – Enhancing quality and safety of fishery products

Útgefið:

01/04/2015

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Eyjólfur Reynisson, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS (contract R 13 099-13)

Tengiliður

Aðalheiður Ólafsdóttir

Skynmatsstjóri

adalheiduro@matis.is

Chitosan treatments for the fishery industry – Enhancing quality and safety of fishery products

Þessi skýrsla er samantekt þriggja geymsluþolstilrauna þar sem sjávarfang var meðhöndlað með mismunandi kítósan-lausnum, annars vegar um borð veiðiskips (með rækju og þorski) eða eftir slátrun og forvinnslu eldislaxs. Þetta er framhald af skýrslu Matís 41-12 þar sem kítósan-lausnir voru þróaðar og prófaðar á mismunandi fiskafurðum á tilraunastigi hjá Matís. Tilgangur þessa verkefnis var að staðfesta notkunarmögugleika kítósan-meðhöndlunar á sjávarfangi í fiskiðnaðinum. Niðurstöður sýna að styrkleikur kítósan-lausna og geymsluhitastig sjávarfangs hafa áhrif á örverudrepandi virkni og gæðarýrnun fiskafurðanna. Lausnir A og B höfðu takmarkaða virkni í heilum rækjum (0-1°C), en hægari litabreytingar áttu sér stað þar sem skelin tók upp svartan lit. Meðhöndlun laxa (1.4°C) og þorska (-0.2°C) með lausnum C og D hægði verulega á vexti roðbaktería fyrstu 6 dagana sem leiddi til lengingar á fersleikafasanum. Geymsluhitastig þorskfiska hafði áhrif á virkni lausnanna. Þegar þorskur (2-3°C) var geymdur við verri aðstæður og flakaður 6 dögum eftir meðhöndlun, reyndist vera aðeins minna örveruálag á flökunum í upphafi geymslutímans sem skilaði sig lítillega í gæðum afurðanna. Betri geymsluskilyrði eru nauðsynleg til að kámarka virkni kítósan-meðferðar.

This report evaluates the efficiency of different chitosan treatments (A, B, C, D) when used by fishery companies, aiming to reduce seafood surface contamination and promote enhanced quality of fishery products: whole cod, shrimp and farmed salmon. The alkaline conditions establishing in chilled raw shrimp during storage (0-1°C) is the probable cause for no benefits of chitosan treatments A and B used shortly after catch, except for the slower blackening of head and shell observed compared to the control group. On the other hand, salmon treatments C and D were most effective in significantly reducing skin bacterial load up to 6 days post-treatment (1.4°C) which inevitably contributed to the extended freshness period (by 4 days) and shelf life observed. Similarly, freshness extension and delayed bacterial growth on skin was evidenced after 6 days of storage in whole cod (-0.2°C) treated with solution D. For cod stored at higher temperature (2-3°C) and processed into loins on days 3 and 6 posttreatment, a slower microbial deterioration was observed only during early storage of loins. The contribution of chitosan treatments to sensory quality enhancement was not clearly demonstrated in these products. Based on the findings, better chilling conditions should contribute to an enhanced effect of chitosan skin treatment towards quality maintenance.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Safe Food: Increased food safety in Iceland / Örugg Matvæli: Aukið matvælaöryggi á Íslandi

Útgefið:

22/12/2014

Höfundar:

Roland Körber, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Margrét Björk Sigurðardóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, Þýska ríkið / Icelandic ministry of industries and innovations, The German state

Safe Food: Increased food safety in Iceland / Örugg Matvæli: Aukið matvælaöryggi á Íslandi

Nauðsynlegt að Ísland hafi fullnægjandi getu og innviði þannig að stjórnvöld og opinberir eftirlitsaðilar hafi getu til að fylgjast með því að matvælaöryggis sé gætt í samræmi við alþjóðlega staðla og reglugerðir. Verkefnið „Örugg Matvæli“ var tvíhliða verkefni milli Íslands og Þýskalands og megintilgangur þess var að auka matvælaöryggi á Íslandi og vernda neytendur með tilliti til öryggis og heilnæmis matvæla á íslenskum markaði. Verkefnið var unnin í samvinnu Matís, Matvælastofnunar (MAST) og Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytisins á Íslandi og þýska Matvæla og landbúnaðar-ráðuneytisins auk lykilstofnana á sviði matvælaöryggis í Þýskalandi þ.e.a.s. Federal Institute for Risk Assessment (BfR) og Lower Saxony State Office for Consumer Protection and Food Safety (LAVES). Til að bæta innviði á Íslandi voru sérhæfð greiningartæki til rannsókna á matvælaöryggi keypt í gegnum opið útboð og sett upp í aðstöðu Matís í Reykjavík. Þýskur ráðgjafi var staðsettur á Íslandi í 6 mánuði til að veita faglega þekkingu á sviði matvælaöryggis sem nauðsynleg var fyrir framgang verkefnisins ásamt því að samhæfa vinnu í verkefninu. Þýskir sérfræðingar frá BfR og LAVES komu til Matís og Matvælastofnunar til að þjálfa sérfræðinga þessara stofnana í verkferlum sem skilgreindir voru sem forgangsatriði á sviði efnagreininga og opinbers eftirlits á sviði matvælaöryggis. Einnig voru haldnir kynningarfundir til að upplýsa helstu hagsmunaaðila á Íslandi um framgang verkefnisins og til að auka vitund þeirra um mikilvægi matvælaöryggis í allri framleiðslu- og fæðukeðjunni. Við lok verkefnisins höfðu íslenskir sérfæðingar verið þjálfaðir í verkferlum á afmörkuðum forgangsviðum við eftirlit og efnagreiningar á sviði matvælaöryggis. Verkefnið hefur því bæði stuðlað að bættri rannsóknaraðstöðu og getu beggja íslensku stofnananna hvað varðar sýnatöku og efnagreiningar á mikilvægum matvælaöryggisþáttum svo sem eftirliti með leifum plöntuvarnarefna og óæskileg efnum í matvælum og fóðri.

To ensure a high level of protection for human health and consumers’ interest in relation to food safety, it is essential that Iceland has the appropriate infrastructures to carry out inspections and official controls of food products in line with the requirements of the European food legislation. A bilateral project between Iceland and Germany was established and carried out 2014 to assist Iceland to achieve this goal. The objective of the project was to strengthen Iceland´s ability to ensure food safety and protect consumer interests in relation to food safety. The bilateral project was carried out in collaboration between Matís, Icelandic Food and Veterinary Authority (MAST) and the Ministry of Industries and Innovations in Iceland from the Icelandic side and the German Federal Ministry of Food and Agriculture, Federal Institute for Risk Assessment (BfR) and Lower Saxony State Office for Consumer Protection and Food Safety (LAVES) from the German side. The laboratory infrastructure for food safety analysis in Iceland wasimproved by procuring new laboratory equipment through an open tender process and install them at Matísfacilities in Reykjavík. A German Resident Advisor resided in Iceland for 6 months to provide the necessary professional experience in areas of food safety covered by the project and coordinate the project activities. German experts from BfR and LAVES came to Matís and MAST to train experts of these institutes in procedures identified as priority analytical and official control proceduresto ensure food safety in Iceland. A number of stakeholder events were also carried out to inform key stakeholders of project activities and increase their awareness of importance of food safety in the entire food chain. At the end of the project the majority of the priority procedures were implemented at the Icelandic institutes and the Icelandic experts that participated in the project were well informed and trained. The project has therefore contributed significantly to the improvement of both institutional and laboratory capacity in Iceland concerning sampling and analysis in important areas such as monitoring for residues of plant protection products, contaminants in food and feed as well as genetically modified food and feed.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Evaluation of antibacterial and antioxidative properties of different chitosan products

Útgefið:

01/12/2011

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Patricia Yuca Hamaguchi, Einar Matthíasson

Styrkt af:

AVS (contract R 11 074‐11)

Evaluation of antibacterial and antioxidative properties of different chitosan products

Í þessari rannsókn voru kannaðir bakteríudrepandi og andoxunar‐  eiginleikar tólf mismunandi kítósanefna frá Primex ehf. Áhrif seigju/mólþunga (150‐360 KDa) og “deacetylation” stigs (A=77‐78%; B=83‐88%; C=96‐100%) á virkni efnanna voru metin. Áhrif sýrustigs (6 og 6.5) og hitastigs (7 og 17°C) á bakteríudrepandi virkni voru einnig skoðuð. Andoxunarvirkni var metin með fjórum aðferðum: oxygen radical absorbance capacity (ORAC), ferrous ion chelating ability, reducing power and DPPH radical scavenging ability. Breytileg andoxunarvirkni fannst hjá mismunandi kítósanefnum. A1 hafði mesta en í raun lítilsháttar afoxandi og bindandi eiginleika, á meðan B3 og B4 voru með hæstu ORAC gildin. Kítósanefni með 96‐100% “deacetylation” voru með mesta in vitro andoxunarvirkni, óháð þeirra mólþunga. Að sama skapi var bakteríudrepandi virkni kítósanefnanna breytileg meðal bakteríutegunda sem voru kannaðar, auk þess sem sýrustigs‐  og hitastigsáhrifin voru mismunandi. Samt sem áður fundust nokkur kítósanefni sem virkuðu vel á allar bakteríutegundir, t.d. A3‐B2‐B3‐C1.

This report evaluates twelve different types of chitosan products manufactured by Primex ehf and tested for their antibacterial and antioxidative properties in a suitable carrier solution. This study examined the effect of viscosity/molecular weight (150‐360 KDa) and degree of deacetylation (A=77‐78%; B=83‐88%; C=96‐100%) on the properties evaluated, as well as the influence of pH (6 and 6.5) and temperature (7 and 17°C) on the antibacterial activity of the chitosan products. The antioxidant activity was evaluated using four assays: oxygen radical absorbance capacity (ORAC), ferrous ion chelating ability, reducing power and DPPH radical scavenging ability. The different chitosan products had different antioxidative properties. A1 had both some reducing and chelating ability, while B3 and B4 had some oxygen radical absorbance capacity. The radical scavenging ability of high DDA (96‐100%) chitosan products was emphasized. Similarly, the antibacterial activity of the different chitosan solutions differed among the bacterial species evaluated as well as pH and temperature conditions. Nevertheless, some products demonstrated antibacterial activity towards all strains tested: mainly A3‐B2‐B3‐C1.

Skýrsla lokuð til 01.01.2014

Skoða skýrslu

Skýrslur

Kvikasilfur og önnur óæskileg snefilefni í urriða úr Þingvallavatni / Mercury and other undesirable trace elements in brown trout (Salmo trutta trutta L.) from Lake Thingvallavatn

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Jóhannes Sturlaugsson, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Franklín Georgsson, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfis‐ og orkusjóður Orkuveitu Reykjavíkur (UOOR), Matís ohf, Laxfiskar ehf

Kvikasilfur og önnur óæskileg snefilefni í urriða úr Þingvallavatni / Mercury and other undesirable trace elements in brown trout (Salmo trutta trutta L.) from Lake Thingvallavatn

Markmið verkefnisins var að afla upplýsinga um magn kvikasilfurs og annarra óæskilegra snefilefna í Þingvallaurriðum með hliðsjón af stærð þeirra og forsögu með manneldissjónarmið að leiðarljósi. Í því markmiði fólst ennfremur að þeim niðurstöðum skyldi komið á framfæri við almenning sem og hagsmunaaðila á Þingvallasvæðinu. Rannsóknin var unnin í samvinnu Matís og Laxfiska. Samtals voru rannsakaðir 43 urriðar á stærðarbilinu 23‐98 cm og 0,13‐14 kg. Urriðarnir sem rannsóknin tók til voru veiddir á árunum 2002‐2008. Fyrir nokkurn hluta þeirra lágu fyrir upplýsingar frá hefðbundnum merkingum. Auk þess voru tekin sýni af nokkrum fiskum sem höfðu forsögu sem var ítarlega skráð með mælitækjum m.t.t. atferlis þeirra og umhverfis. Niðurstöður þeirra athugana á atferlisvistfræði fiskanna sýndu að hluti þeirra sótti í að dvelja við heitar lindir sem renna í Þingvallavatn undan Nesjahrauninu. Líffræðilegir þættir fiskanna s.s. stærð, aldur, kyn, kynþroski   o.fl. voru skráðir fyrir hvern einstakling og sýni tekin af holdinu og snefilefni greind. Niðurstöður snefilefnagreininga á holdi fiskanna sýna að töluverðar líkur eru á að fiskar sem eru lengri en 60 cm, innihaldi kvikasilfur í meira magni en leyfilegt er samkvæmt íslenskum og evrópskum reglugerðum (0,5 mg/kg kvikasilfur). Samkvæmt tilmælum Matvælastofnunar (MAST), sem er opinber eftirlitsaðili með matvælum á Íslandi, er ekki leyfilegt að selja fisk sem inniheldur meira magn kvikasilfurs en 0,5 mg/kg.  Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að sterk fylgni var milli lengdar urriðans og magns kvikasilfurs í honum. Lífmögnun er líklegasta ástæðan fyrir háum styrk kvikasilfurs í urriðum úr Þingvallavatni sem verða venju fremur stórir og gamlir, þar sem styrkur kvikasilfurs eykst eftir því sem ofar dregur í fæðukeðjunni. Þingvallaurriðinn er efst í fæðukeðjunni þar sem hann étur mestan sinn aldur aðallega bleikju, fyrst og fremst   murtu afbrigðið. Æskilegt er að frekari rannsóknir fari fram á þessu sviði til að fá mynd af uppruna kvikasilfurs í Þingvallaurriðanum og feril uppsöfnunar þess.  

The aim of the project was to study the occurrence and quantity of mercury as well as other undesirable trace elements in brown trout from Lake Thingvallavatn in relation to the fish size and their life history. Public health was the main issue of this study. The aim was also to disseminate the results to the public and all stakeholders. The study was carried out in co‐operation of Matis and Salmon and Trout Research (Laxfiskar). In total, 3 brown trout individuals, 23‐98 cm long and weighing 0,13‐14 kg, were    examined. The trout were caught during the years 2002 to 2008. Information from conventional tagging studies were available for some of the individuals. For six fish additional detailed results from studies on their behavior and corresponding environment was available, due to use of electronic tags (data storage tags and ultrasonic tags). These studies on the behavioral ecology of the trout showed that some of the individuals preferred areas where hot spring water runs into Lake Thingvallavatn at the Nesjahraun area. Individual were measured and examined in order to get information on their size, condition and life history. Flesh samples were taken from the fish for trace element analyses. The results of the study show that there is a positive linear relationship between the mercury concentration and the fish length. These analytical results showed that there is significant probability that fish that is 60 cm in length or larger, can contain mercury in quantity that exceeds the maximum allowed limit according to Icelandic and European regulations (0,5 mg/kg mercury). According to the Icelandic Food and Veterinary Authority (MAST), food products containing mercury in higher concentration than 0,5 mg/kg should not be sold or distributed. Biomagnification is presumed to be  the cause for high concentration of mercury in the bigger and older brown trout from Lake Thingvallavatn as the results show that brown trout is a top predator in Lake Thingvallavatn and feeds mainly on charr (Salvelinus alpinus L.), especially the pelagic morph    murta. Further research is needed on the origin of mercury in brown trout in Lake Thingvallavatn and on the route of the corresponding biomagnifications in the food chain of the lake.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið / Mycotoxins and the MYCONET-project

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Ólafur Reykdal

Styrkt af:

SafeFoodEra

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið / Mycotoxins and the MYCONET-project

Sveppaeitur (mýkótoxín) eru fjölmörg efni sem geta myndast í sumum tegundum myglusveppa. Sveppaeitur geta haft margvísleg skaðleg áhrif á menn og dýr. Teknar voru saman allar fáanlegar upplýsingar um sveppaeitur í matvælum á íslenskum markaði. Rannsóknir skortir á myndun sveppaeiturs í íslensku umhverfi en líklegt er að sum efnin myndist ekki á akri hér á landi vegna lágs umhverfishita. MYCONET verkefnið var evrópskt netverkefni um sveppaeitur í hveiti til matvæla- og fóðurframleiðslu. Unnið var að þróun kerfis til að leggja mat á nýframkomna hættu af völdum sveppaeiturs, einkum þeirra efna sem myndast í Fusarium sveppum. Sérstök könnun var gerð á þörfum eftirlitsaðila, fyrirtækja og bænda fyrir upplýsingar um sveppaeitur. Vísbendingar um áhættu af völdum sveppaeiturs voru kannaðar og þeim raðað eftir mikilvægi. Við þetta var beitt svokallaðri Delphi-aðferð. Ítarlegra upplýsinga var síðan aflað um mikilvægustu vísbendingarnar. Smíðað var módel til að spá fyrir um tilvist sveppaeiturs út frá vísbendingum um nýframkomna áhættu.

Mycotoxins are a varied group of contaminants that can be formed in molds. They can be harmful for humans and animals. Information about mycotoxins in foods on the Icelandic market was collected. Research on mycotoxins in Iceland have been limited but it is likely that some of the mycotoxins do not form in open fields because of low temperature. The MYCONET-project was an European network of information sources for identification of emerging mycotoxins in wheat-based supply chains. Main emphasis was on mycotoxins produced by Fusarium spp. The needs of stakeholders and other end users (risk managers) were investigated. The most important indicators for emerging mycotoxins were identified together with evaluation of their relative importance by the Delphi method. Information sources on these key-indicators were evaluated. Finally, an information model was developed to predict emerging mycotoxin risk from indicators and information sources.

Skoða skýrslu
IS