Þriðjudaginn 6. júní fór fram vel heppnað málþing Matís um framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi í Norðurljósasal Hörpu. Upptaka af málþinginu er nú aðgengileg hér fyrir neðan.
Ljósmyndir: Anton Brink
Ljósmyndir: Anton Brink
Þar verður áherslan á seyru frá fiskeldi og rannsóknir í því samhengi. Vinnustofan er á vegum verkefnisins Örverur til auðgunar fiskeldisseyru sem leitt er af Matís og unnið í samstarfi við Sjávarklasan og Samherja fiskeldi.
Dagskrá:
Ávarp
Erindi
Fundarstjórn:
Bergur Ebbi Benediktsson
6. júní, 2023 – frá 9:00 – 12:30
Norðurljósasalur Hörpu
Það er ljóst að framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi felur í sér stórar áskoranir en jafnframt stórkostleg tækifæri. Við þurfum að tryggja að hér sé nægur öruggur og heilnæmur matur fyrir alla. Við þurfum að draga úr neikvæðum um hverfisáhrifum matvælaframleiðslu og stuðla að sjálfbærri nýtingu lands og sjávar til að auðlindirnar geti áfram þjónað komandi kynslóðum.
Vefforritið var unnið í verkefninu Nýjar lausnir fyrir vinnu við merkingar matvæla en það var styrkt af Matvælasjóði. Verkefnið var unnið í samstarfi við Samtök smáframleiðenda matvæla / Beint frá býli. Matís hefur unnið með samtökunum mörg undanfarin ár og því var ljóst að þörf var á því að auðvelda vinnuna við merkingar matvæla. Vefforritið á að flýta fyrir og einfalda vinnuna við merkingar matvælanna þar sem bæði er hægt að vinna með ÍSGEM gögn og eigin gögn. Mjög mikilvægt er fyrir smáframleiðendur að halda vel utan um upplýsingar um öll hráefni. Vefforritinu fylgir ítarleg handbók um notkun forritsins og aðrar upplýsingar sem þarf á að halda við merkingar matvæla. Forritunarvinna var unnin af fyrirtækinu Hugsjá ehf.
Vefforritið má nálgast hér.
Leiðbeiningar um notkun vefforritsins má finna hér:
Páll Gunnar hefur í gegnum tíðina sett saman fjölda handbóka um matvælavinnslu ýmiss konar og er hafsjór af fróðleik um þessi efni. Vefsíðan er aðgengileg á fiskurogkaffi.is.
Ascophyllum nodosum contains many valuable compounds, including polyphenols, peptides, and carotenoids that have been shown to exhibit biological activities. These compounds are not a priority ingredient in seaweed meal products for the current users. Hence, the aim of the study was to investigate the chemical and bioactive characteristics of A. nodosum as affected by seasonal variation and evaluate the potential benefits of alternative processing and the utilization of side streams for product development. The analysis of raw materials, press liquid, and press cake from alternative processing and the commercial seaweed meal at different harvesting periods indicated that the chemical composition is linked to the reproductive state of the algae. Phenolic content and ORAC activity increased following the seaweed’s fertile period, making alternative processing more promising in July and October compared to June. Several valuable ingredients were obtained in the press liquid, including polyphenols, which can be used in the development of new high-value bioactive products. The suggested alternative processing does not have a negative effect on the composition and quality of the current seaweed meal products. Hence, the extraction of valuable ingredients from the fresh biomass during the processing of seaweed meal could be a feasible option to increase the value and sustainability of seaweed processing.
Nýverið var faggilding rannsóknarstofunnar útvíkkuð til að innlima MALDI-TOF tæknina við þessar tegundagreiningar á Listeria monocytogenes. Tæknin gerir rannsóknarstofunni kleift að hraða mjög mikið tegundagreiningu á Listeria monocytogenes og er því hér um umtalsvert framfaraskref í hraða við tegundagreiningar á lifandi bakteríum að ræða. Stefnt er á að útvíkka faggildingu rannsóknarstofunnar til að nýta þessa hraðvirku tækni við tegundagreiningu á fleiri sjúkdómsvaldandi bakteríum og er það ferli langt komið.
Frekari upplýsingar:
Basic Principles of Matrix-assisted laser desorption-ionization time-of-flight mass spectrometry
Framlag verkefnisins verður að gera nýjustu þekkingu á pökkun grænmetis aðgengilega fyrir hagsmunaaðila á Íslandi. Með verkefninu hefur byggst upp þekking sem verður miðlað til grænmetisgeirans. Mögulegt verður að taka ákvarðanir um bestu lausnir út frá gæðum afurða og umhverfisvernd. Verkefnið var unnið í samstarfi við Deild garðyrkjubænda hjá Bændasamtökum Íslands og Sölufélag garðyrkjumanna. Hluti af verkefninu var vinna við mat á kolefnisspori nokkurra garðyrkjubýla en gerð er grein fyrir þeim niðurstöðum á öðrum vettvangi. Þótt fjallað sé sérstaklega um grænmeti í þessari skýrslu, hafa viðfangsefnin almenna skírskotun og þeir sem ætla að pakka öðrum tegundum matvæla ættu að hafa gagn af skýrslunni. Vonast er til þess að verkefnið leiði til framfara við pökkun matvæla og greiði leið fyrir nýjar tegundir pökkunarefna.
Í janúar síðastliðinn fórum við í úttekt á jafnlaunakerfi Matís, en Matís hlaut fyrst vottun í janúar 2020 og höfum við því unnið samkvæmt jafnlaunakerfi í þrjú ár. Þetta er í fyrsta sinn sem endurvottunarúttekt er gerð á jafnlaunakerfi Matís og það gleður okkur að tilkynna að nú er jafnlaunakerfi Matís komið með nýja vottun á að það uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012, í samræmi við 7. gr. reglugerðar nr. 1030/2017, um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85, sbr. ákvæði laga nr. 150/2020, um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.