Skýrslur

Steinbítur. Afli, markaðir, nýting og efnainnihald / Atlantic wolffish. Icelandic catch volumes, markets, yield and chemical content

Útgefið:

01/01/2010

Höfundar:

Kristín Anna Þórarinsdóttir

Steinbítur. Afli, markaðir, nýting og efnainnihald / Atlantic wolffish. Icelandic catch volumes, markets, yield and chemical content

Skýrslan er stutt yfirlit á stöðu þeirrar þekkingar sem fyrir liggur í dag á aflamagni, lífsmynstri, nýtingu og efnainnihaldi steinbíts sem veiðist við Ísland.  Hafrannsóknastofnun hefur unnið að rannsóknum á dreifingu og lífsmynstri steinbíts í hafinu umhverfis Ísland.    Hagtölur Hagstofunnar sýna þróun í m.a. veiðum og ráðstöfun á steinbítsafla.    Þekking á breytileika í vinnslueiginleikum og efnainnihaldi fisksins er takmörkuð og ekkert fannst um stöðugleika steinbítsafurða við geymslu.    Þær rannsóknir sem byggt er á m.t.t. nýtingar og efnainnihalds byggja á eldri gögnum Rf (nú Matís ohf) frá því um 1980.    Þær sýna að líkt og hjá öðrum tegundum er ástands fisksins mjög háð tímasetningu hrygningar og árstíma.  Það sem gerir steinbít frábrugðinn algengari tegundum eins og þorski er að hann missir tennur við hrygningu og gætir eggja sinni sem hamlar fæðuöflun.

This report is a broad literature review about catch volumes, reproduction, yield and chemical content of Atlantic wolffish caught in   Icelandic waters.    The Icelandic Marine Institute has investigated the distribution, growth, maturity and fecundity of the fish and the Icelandic Statistics collects and produces statistics on fish catch, manufactured products and exports.    Information about the variability in yield and chemical content of wolffish are limited and knowledge about the stability and degradation process of wolffish products is limited.

Skoða skýrslu

Fréttir

Skiptiborð Matís um jólahátíðina

Skiptiborð Matís verður lokað frá 24. desember til 4. janúar.

Beinn sími á örverudeild er 422-5116 eða 858-5116.

Upplýsingar um önnur símanúmer starfsmanna er að finna á heimasíðu okkar, http://www.matis.is/um-matis-ohf/starfsfolk/

Starfsfólk Matís óskar viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Fréttir

Matís sendir ekki út jólakort í pósti en styrkir Kraft

Líkt og undanfarin ár þá sendir Matís ekki út hefðbundin jólakort heldur eingöngu kort á rafrænu formi. Þess í stað styrkir Matís Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra.

Er það ósk Matís að styrkurinn komi að góðum notum og styðji enn frekar við það frábæra starf sem nú þegar fer fram hjá Krafti.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Krafts, www.kraftur.org.

Fréttir

Matís flytur í nýtt húsnæði að Vínlandsleið 12 (Grafarholt)

Starfsemi Matís á höfuðborgarsvæðinu mun nú sameinast undir einu þaki að Vínlandsleið 12, 113 Reykjavík (Grafarholt).

Því mun öll starfsemi fyrirtækisins, þ.m.t. sím- og tölvukerfi, liggja niðri frá kl. 17:00 fimmtudaginn 17. desember til kl. 08:00 mánudaginn 21. desember.

Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að hafa í för með sér.

Vegna neyðartilfella má hringja í Odd Má Gunnarsson, sviðsstjóra viðskiptaþróunarsviðs í síma 858-5096.

Með bestu kveðju,
starfsfólk Matís.

Fréttir

Stór dagur hjá Matís – Nýja húsið verður bylting fyrir starfsemina

Nú í morgun fékk Matís ohf. afhent nýtt húsnæði að Vínlandsleið 12. Mótás hf. byggði húsið og innréttaði að þörfum Matís.

Starfsemi Matís í Reykjavík hefur verið á 3 stöðum en verður nú sameinuð undir einu þaki og verður það mikil hagræðing fyrir starfsemina.

„Þessi breyting mun verða bylting fyrir Matís og starfsemi fyrirtækisins. Við sameinum starfsemi sem nú er á þremur stöðum í Reykjavík undir eitt þak. Um leið verður  það mikil breyting og styrkur fyrir starfstöðvar okkar út um landið að geta nú átt sitt bakland undir sama þaki í Reykjavík,“ segir Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís.

Með sameiningu á einn stað er lagður grunnur að enn öflugra starfi rannsóknarfyrirtækisins Matís og það segir forstjórinn að geti skipt máli fyrir nýsköpunarverkefni á sviði matvælaiðnaðar.

„Ég er ekki í vafa um að við sjáum afrakstur nú þegar af þeirri áherslu okkar að auka samvinnu Matís við háskólastofnanir og atvinnulífið. Þetta styður við nýsköpun í sjávarútvegi og landbúnaði en ekki síður við nýjungar á borð við matartengda ferðaþjónustu, svo dæmi sé tekið. Atvinnulífið er stöðugt að skynja betur sóknarfærin í rannsóknum og einmitt þess vegna fagna ég því að okkur sé gert kleift að eflast með nýjum höfuðstöðvum þegar miklu skiptir fyrir þjóðarbúið að efla nýsköpunina,“ segir Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri Matís.

Á næstu dögum verður flutt í nýja húsnæðið og verður starfsemin þar komin í fullan gang í janúarbyrjun 2010.

Matís þakkar Mótási hf. fyrir afar farsælt samstarf á þessum tíma.

Sjofn_Beggi_V12
Á myndinni má sjá þegar Sjöfn Sigurgísladóttir tekur við lyklum að Vínlandsleið 12 úr
höndum Bergþórs Jónssonar, forstjóra Mótás.

Fréttir

Þjónustumælingar

Dagana 14. – 23. desember 2009 mun starfsemi Matís í Reykjavík flytja í nýtt sameiginlegt húsnæði að Vínlandsleið 12 í Grafarholti. Vegna flutninganna verður ekki hægt að taka á móti sýnum í örveru- og þjónustumælingar í Reykjavík á þessu tímabili

Viðskiptaaðilar vinsamlegast beðnir um að skipuleggja sýnatökuverkefni þannig að þau falli ekki inn á tilgreinda flutningsdaga. Ef brýn nauðsyn liggur við getum við á flutningstímabilinu útvegað viðskiptaaðilum okkar ákveðnar örveru- og efnamælingar á rannsóknastofu okkar í Neskaupstað eða hjá öðrum faggiltum rannsóknastofum sem við notum sem undirverktaka.

Gert er ráð fyrir að starfsemi þjónustumælinganna verði komin í eðlilegt horf strax í byrjun janúar á næsta ári.  Um leið og við afsökum einhver óþægindi sem viðskiptaaðilar okkar kunna að hafa af þessari tímabundnu röskun á starfsemi þjónustumælinga Matís viljum við bjóða ykkur hjartanlega velkomin til áframhaldandi viðskipta og samstarfs í nýjum og glæsilegum höfuðstöðvum Matís.

Fyrir hönd starfsmanna þjónustumælinga Matís,

Franklín Georgsson,
Sviðsstjóri Mælingar & Miðlun.

Fréttir

Makrílvinnsla í íslenskum fiskiskipum

Fiskveiðiárið 2004/2005 var fyrst skráður makrílafli í íslenskri lögsögu, síðan þá hefur aflinn aukist frá ári til árs en fiskveiðiárið 2008/2009 var sett þak á veiðarnar, þá mátti veiða 100 þúsund tonn af makríl með norsk-íslensku síldinni í íslenskri lögsögu.

Makríllinn hefur aðallega veiðst í júlí og ágúst við strendur Íslands en sumarið 2009 fóru íslensku skipin að fá makríl með síldinni í júní og veiddu makríl fram í september. Fyrir næsta veiðiár hefur verið úthlutað 130 þúsund tonnum af makríl. 

Til að hægt sé að vinna makríl um borð í íslenskum fiskiskipum þurfa þau að hafa ákveðinn búnaði, fyrst þarf að vera til staðar flokkari sem flokkar makrílinn frá síldinni. Style flokkarar hafa reynst vel í þeim efnum en einnig er unnt að stærðarflokka makrílinn í þeim búnaði. Breyta þarf hefðbundinni vinnslulínu sem notuð er fyrir vinnslu og frystingu á síld þannig að hægt verði að hausa og slógdraga makrílinn áður en hann er frystur. Markaður er aðallega fyrir hausaðan og slógdreginn makríl, enda er geymsluþol hans mest þannig.

Mikilvægt er að geta flokkað makrílinn frá norsk-íslensku síldinni þegar viðkomandi tegundir veiðast saman til að skapa sem mest verðmæti úr aflanum í stað þess að senda stóran hluta af makrílblönduðum síldaraflanum í bræðslu. Fjölmargar tilraunir hafa verið gerðar með flokkun tegundanna og hafa þær gengið vel, hvort sem um er að ræða vinnslu á eingöngu annarri tegundinni eða báðum í einu.

Fréttir

Fjölmenni á fundi Matís, AVS og SF um tækifæri í íslenskum sjávarútvegi

Nú fyrir stundu lauk áhugaverðum fundi um tækifæri í íslenskum sjávarútvegi, fundi sem Matís, AVS sjóðurinn og Samtök fiskvinnslustöðva stóðu að.

Fundurinn var vel sóttur og voru um 160 manns sem mættu til að hlusta á erindi Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Sveins Margeirssonar, sviðsstjóra hjá Matís.

Markmið fundarins var að varpa ljósi á tækifæri og möguleika á betri nýtingu og auknum verðmætum. Íslendingar standa framarlega í nýtingu sjávarauðlinda og hafa sterk og öflug sjávarútvegsfyrirtæki með áralanga reynslu í að mæta þörfum markaðarins. En hráefnið okkar er takmörkuð auðlind og því nauðsynlegt að nýta það sem best og skapa úr því mikil verðmæti.

Erindi Þorsteins Más má finna hér og erindi Sveins má finna hér.

Nánari upplýsingar veita Sveinn Margeirsson, sveinn.margeirsson@matis.is, og Steinar B. Aðalbjörnsson, steinar.b.adalbjornsson@matis.is.

Skýrslur

Ichthyophonus hoferi sýking í síld og fleiri fiskum / Ichthyophonus hoferi in infected herring and other fishes

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Sigurbjörg Hauksdóttir, Eyjólfur Reynisson, Sigurður Helgason, Guðmundur Óskarsson, Sigríður Hjörleifsdóttir

Styrkt af:

AVS-smáverkefni

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Ichthyophonus hoferi sýking í síld og fleiri fiskum / Ichthyophonus hoferi in infected herring and other fishes

Markmið verkefnisins var að setja upp einfalda DNA greiningaraðferð til að greina sníkilinn Ichthyophonus hoferi í sýktum fiski og athuga hvort að munur væri á sníklinum sem finnst í síld og skarkola við Ísland. Einnig var ætlunin að rannsaka hvort að I. hoferi fyndist í þorski sem étið hefur sýkta síld, bæði ferskum og saltfiski. Markmiðum verkefnisins var náð en aðferðaþróun varð umfangsmeiri en gert var ráð fyrir í umsókninni. Í þessu verkefni var þróuð tækni til erfðagreiningar á I. hoferi sýkingu í síld og skarkola við Ísland. Prófaðar og þróaðar voru aðferðir sem byggja á hefðbundnu PCR og raðgreiningum, raun tíma PCR en einnig erfðagreiningu með stærðargreiningu 18S merkigens en að okkar bestu vitund hafa síðast nefndu tvær aðferðirnar ekki verið notaðar áður til að greina I. hoferi. Aðferðina má bæði nota til að greina sýkingu í blóðríkum líffærum eins og hjarta og nýrum en einnig í sýktu holdi. Ekki tókst að greina sýkilinn í þorski. Í framtíðinni má nota aðferðina til frekari rannsókna á sýkingunni til að reyna að varpa ljósi á hversu umfangsmikil og hve útbeidd sýkingin er og að reyna að greina uppruna sýkingarinnar með því að beita aðferðinni á mismunandi fæðugerðir síldarinnar.

The goal of the project was to develop a genetic analysis method to diagnose if the parasite Ichthyophonus hoferi was found in herring and other fish species. Furthermore, to determine if the same parasite species was infecting herring and infecting European plaice (Pleuronectes platessa) in Icelandic waters. Another goal was to analyze if I. hoferi could be found in cod (Gadus morhua) either salted or fresh which had been caught from infected herring areas during 2009. The goal of the project was reached and four different genetic methods were tested and all were successful. Conventional PCR technique as well as sequencing was used in the project. Real-time PCR and genotyping on ABI3730 sequencing machine were also developed successfully. The most sensitive technique is the last one (genotyping on ABI3730). The last two methods have not been published to our knowledge in this purpose. We detected I. hoferi parasite both in hearts, kidneys and fresh fillets of the fish. The parasite could not be detected in cod. In future studies, these techniques may be used for research of the origin of the parasite in the herring feed and to determine the distribution of the parasite.

Skýrsla lokuð til 01-01-2012

Skoða skýrslu

Skýrslur

Isolation, purification and investigation of peptides from fish proteins with blood pressure decreasing properties / Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstings-lækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Útgefið:

01/12/2009

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Isolation, purification and investigation of peptides from fish proteins with blood pressure decreasing properties / Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstings-lækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Markmið verkefnisins var að rannsaka virkni í fiskpeptíðum og einangra, hreinsa og skilgreina peptíð sem hafa blóðþrýstingslækkandi áhrif. Í verkefninu var sett upp aðstaða og þekkingar aflað til þessa hjá Matis. Þar með er talin aðferð til að mæla ACE hindravirkni ásamt búnaði til einangrunar og hreinsunar á peptíðum. Í samstarfi við Háskóla Ísland var HPLC og Maldi-Tof búnaður nýttur til að greina hvaða peptíð voru í hinum virku þáttum. Niðurstöður verkefnisins sýna að íslensk fiskprótein gætu verið mikilvæg uppspretta peptíða með blóðþrýstingslækkandi eiginleika. Með þeirri þekkingu og aðstöðu sem hefur verið aflað í verkefninu er hægt að þróa verðmætar fiskafurðir og heilsufæði.

The aim of this project was to study the activity of fish proteins and isolate, clarify and define peptides with antihypertensive properties. During the project time methods and equipment to be able to do this were set up at Matis facilities. This includes method to measure ACE inhibition activity as well as filtration and fractionation units to isolate different fractions of peptides. Furthermore, peptides have been identified in the most active fraction by using HPLC and Maldi-ToF equipment in collaboration with the University of Iceland. With this extensive tool box of knowhow, equipment and facilities, development of valuable fish products and nutraceuticals from blood pressure-lowering peptides is possible. Thereby the value of the Icelandic natural resources in the sea can be increased.

Skoða skýrslu
IS