Skýrslur

Notkun rafmagns við þurrkun fiskmjöls / Electric drying of fish meal

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Magnús Valgeir Gíslason, Gunnar Pálsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi (R10 084‐10)

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Notkun rafmagns við þurrkun fiskmjöls / Electric drying of fish meal

Fiskmjölsiðnaðurinn er mikilvæg atvinnugrein og hefur verið að tæknivæðast mikið á síðustu árum. Það er notuð mikil orka við framleiðslu afurða. Til þess að ná betri tökum á orkunýtingu í ferlinum er sett upp orku‐ og massastreymislíkan fyrir vinnslu á mismunandi hráefni og samtímis fæst betri yfirsýn yfir vinnslurásina. Líkanið stuðlar einnig að því að auðveldara er að hafa áhrif á gæði fiskmjölsafurða, með ferlastýringu. Megin markmið með verkefninu er að stýra orkunotkun í vinnsluferlinum og þá sérstaklega við þurrkun og þróa rafþurrkunar‐ búnað fyrir loftþurrkara. Þurrkunin er síðasta vinnslustigið í rásinni og glatorkan frá þurrkun er síðan notuð framar í rásinni.    Markmið verkefnisins er að nýta rafmagn til að hita loft fyrir þurrkun á fiskmjöli á hagkvæman hátt. Með því móti væri mögulegt að ná því markmiði sjávarútvegsins að nýta eingöngu innlenda orku við framleiðslu fiskmjöls, draga verulega úr innflutningi á olíu til landvinnslu og draga töluvert úr myndun sótspors. Mælingar í framleiðsluferli voru framkvæmdar fyrir fjórar gerðir af hráefnum, til að meta efnisstrauma í gegnum verksmiðjuna. Þrýstifall yfir olíukyndingarbúnað var mælt og er mun meira samanborið við rafhitunarbúnað. Rafhitunarbúnaðurinn hefur reynst vel í fiskmjölsverksmiðju HB Granda Vopnafirði, hvað varðar orkugjafa, orkunýtingu, stýringu og viðhald.

The fish meal industry is an important sector and has applied technology in recent years. Fish meal processing is an energy intensive process. For better control of energy utilization in the process energy‐ and mass flow model was set up for processing different raw material, and simultaneously a better overview for the process. The model is a good tool to have influence on the quality of the fish meal products. The main aim of the project was to control energy usage specially for the drying and to develop electric air heating equipment. The drying is the last step in the process and waste heat is utilized on previous stages in the process. The aim of the project is to utilize electricity to heat air for drying of fish meal in an cost effective way. By contrast it would be possible to reach the goal for the Icelandic marine sector to utilize exclusively domestic renewable energy for fish meal processing, reduce imports of oil for shore processing and reduce carbon footprint. Measurements in the process were carried out for four kinds of raw material, for evaluation of mass flow through the process. Pressure drop over the oil air heating equipment was measured higher than for an electric air heater. It has turned out that the electric air heater has proved its worth in HB Grandi fish meal factory in Vopnafjordur, in terms of energy source, energy utilization, controlling and maintenance.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Offshore Aquaculture: Development, building and testing of a deep water mooring system / Úthafseldi: Þróun, smíði og prófanir á bólfærum fyrir eldi á opnu hafi

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Sophie Jensen, Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

NORA j. Nr. 510‐066

Offshore Aquaculture: Development, building and   testing of a deep water mooring system / Úthafseldi: Þróun, smíði og prófanir á bólfærum fyrir eldi á opnu hafi

Áherslur á heilsusamleg og örugg matvæli hafa ýtt undir neyslu sjávarfangs. Sömuleiðis hafa auknar kröfur varðandi sjálfbæra nýtingu sjávarfangs ýtt undir eldi og ræktun í stað veiða á villtum tegundum. Takmarkað pláss á strandsvæðum hamlar hins vegar aukinni eldisframleiðslu í sjó á heimsvísu. Því er búist við að fiskeldi og ræktun á sjávarfangi muni í auknum mæli færast úr skjóli flóa og fjarða og meira út á opin hafsvæði. Sú breyting mun gera auknar kröfur til búnaðar til úthafseldis þar sem vinna þarf á meira dýpi og takast á við átök sem úthafsalda og hafstraumar valda. Steypuklumpar og dragakkeri eru hefðbundinn búnaður við eldisframleiðslu sjávarfangs en eldisframleiðendur leita nú að öruggari og ódýrari aðferðum til að festa búnað sinn við sjávarbotninn. Steypuklumpar og dragakkeri henta illa sem akkeri þar sem þau eru dýr og þurfa að vera mjög þung til að duga til notkunar á opnu hafi, sömuleiðis þurfa þau mikið pláss þar sem þau þola illa lóðrétt átök frá umhverfi og/eða þjónustubátum. Nota þarf stór skip með öflugan búnað til að að koma þeim fyrir langt frá ströndu og það er mjög kostnaðarsöm aðgerð. Tæknistál ehf. hefur þróað neðansjávarbor sem byggir á nýrri tækni sem festir létt skrúfakkeri við hafsbotninn, allt niður á 70 metra dýpi, án aðstoðar kafara. Verkefnið var unnið í samvinnu við Matís ohf., Siglfirðing ehf., Ocean Rainforest spf., Offshore Shellfish Inc., SINTEF MRB (R&D) og að hluta fjármagnað með styrk frá Tækniþróunarsjóði og NORA. Borinn er léttur, um 900 kg að þyngd, og byggir á þríhindri grind með þremur skrúfborum á hverju horni sem festir hann við sjávarbotninn. Síðan er skrúfakkeri, allt að fjögurra metra langt, borað niður í hafsbotninn með áfastri þjónustulínu. Vegna þess hve borinn er léttur er mögulegt að notast við hefðbundna þjónustubáta við eldi/ræktun, til að koma akkerum fyrir. Í samanburði við hefðbundin akkeri, s.s. steypuklumpa og dragakkeri, þykja slík borakkeri umhverfisvænni, ódýrari og þola miklu betur lóðrétt átak og þurfa því mun minna pláss fyrir eldi/ræktun. Slíkir eiginleikar eru mikilvægir fyrir eldi/ræktun í sjó en ekki síður fyrir aðra notkun eins og fyrir flotbryggjur eða bólfæri. Borakkerið sem þróað var í verkefninu hefur staðist ýmsar átaksprófanir en það var líka prófað í kræklingarækt við raunaðstæður fyrir opnu hafi í 6 mánuði í Eyjafirði. Prófanir stóðu yfir um vetratíma við verstu aðstæður og sýndu að akkerin héldu fullkomlega og stóðust álag mun betur en hefðbundin akkeri (steypuklumpar) gerðu á sama tíma. Markaðssetning á vörum og tæknilausnum sem þróaðar voru í verkefninu er komin vel á veg.

With ever increasing seafood consumption and greater environmental concerns for healthier and safer products, the demands on aquaculture production are rising. Limited space for suitable aquaculture sites along coastal zones is now recognised worldwide as a serious limitation for this important industry. The farming or cultivation of seafood is therefore expected to shift increasingly from sheltered fjords and bays to more exposed offshore culture sites. This expansion offshore, away from the visibility of coastal communities, means installing and anchoring aquaculture infrastructures at greater water depths in rough sea. Thus, in order to eliminate the logistic difficulties imposed by transporting and positioning heavy deadweight concrete anchors or drag‐anchors offshore, aquaculture operators are seeking more cost‐effective and practical mooring solutions like deep water drills using light‐weight anchoring systems. Compared to traditional fish farming in sheltered fjords and bays, offshore aquaculture gear requires a much greater holding power as it is highly exposed to considerable physical forces e.g. by waves and currents. One of the remaining challenges for this offshore expansion is the costly installation of heavy concrete or drag‐anchors to hold the aquaculture infrastructures at considerable water depths. Producers are therefore looking for more cost‐effective and reliable mooring systems that can be rapidly and easily installed, to meet the increased biomass potential. Taeknistal Inc. has developed a new technology to fasten light‐weight helical screw anchors into the seabed, at water depths up to 70 meters below surface, without the assistance of divers. The project was carried out in collaboration with Matis Inc., Siglfirdingur Inc., Ocean Rainforest spf., Offshore Shellfish Inc., SINTEF MRB (R&D) and partly financed by grants received from the Technology Development Fund in Iceland and NORA. An innovative drill machine was specially developed for installing helical screw anchors into the seabed. The submersible structure consists of a triangular drill frame with three small drills, using helical screws that are fixed to each corner of the triangle at the bottom of the drill unit. This drilling machine has the advantage of being light‐weight, approximately 900 kg, and can be managed by an ordinary aquaculture service vessel. Compared to the traditional anchor types, such as concrete blocks or drag‐anchor, the helical screw anchors are more environmentally friendly, less expensive and more resistant to vertical tension. These are all important factors in aquaculture, especially offshore where one can expect high waves and strong currents, in addition to the tension imposed by the larger service vessels when they are attached to the aquaculture lines. Managing the innovative drill machine was tested at open sea and the holding power of the anchors was tested in actual conditions during six winter months, where the screw anchors were drilled into the seabed at an offshore aquaculture site at Eyjafjordur (North Iceland).    The results from this test demonstrated that the screw anchors have a holding capacity superior to that of traditional anchors which minimises the loss of crop, and reduces the environmental impact. Marketing of the products and the technical solutions developed in the project is well under way.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Hráefnismeðhöndlun í rækjuiðnaði / Raw material process in shrimp factories

Útgefið:

01/01/2013

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Haraldsson, Albert Högnason, Ásbjörn Jónsson, Minh Van Nguyen, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Hráefnismeðhöndlun í rækjuiðnaði / Raw material   process in shrimp factories

Rækjuvinnslur hafa náð miklum árangri í að bæta nýtingu á hráefni og hefur nýtingin farið úr um 20% í rúmlega 40% á rúmum tuttugu árum. Notkun á fjölfosfötum (e. „poly‐phosphate“ (PP)) hafa verið mikilvæg í þessu ferli, en þessi efni hafa verið notuð ásamt salti og sítrónusýru sem hjálparefni í ílagnarvökva við forvinnslu á rækjunni. Árangur við nýtingu hefur verið bestur við vinnslu á uppþíddu hráefni en nýting hefur verið umtalsvert lakari í ferskri rækju. Í rækjuvinnslu Kampa er fersk rækja flokkuð í tvo megin flokka; úthafsrækju og djúprækju sem veidd er í Ísafjarðardjúpi eða Arnarfirði. Úthafsrækja hefur gefið betri nýtingu en djúprækjan, sem er í flestum tilfellum smærri. Megintilgangur þessa verkefnis var að bera saman virkni þessara efna á uppþídda og ferska rækju til að bæta nýtingu fyrir seinni flokkinn. Sett var upp rannsókn til að mæla þyngdaraukningu með misjafnlega sterkum blöndum og mismunandi tíma á ferskri rækju. Þrjár tilraunir voru gerðar, sú fyrsta með bæði úthafsrækju og djúprækju, en tvær seinni með úthafsrækju eingöngu. Rannsóknir voru gerðar frá október 2011 til júní 2012. Niðurstöður þessara rannsókna bentu eindregið til þess að stytta þyrfti ílagnartíma ferskrar rækju miðað við uppþídda, en hefðbundin blanda gaf bestu raun. Í þessu verkefni stóð til að prófa snigilbúnað frá 3X Technology, Rotex, og bera saman niðurstöðu við hefðbundna aðferð Kampa, með 660 l. kerum. Ný og ódýrari aðferð kom til áður en þessi hluti rannsóknar var framkvæmdur og því ákveðið að hætta við þann hluta verkefnisins. Ákveðið var í staðinn að leggja áherslu á efnafræðilegar rannsóknir á upptöku PP efna og hvaða áhrif það hefði á nýtingu í rækjuvinnslu. Viðamiklar rannsóknir voru hafnar en umfang þeirra er meira en rúmast í litlu verkefni eins og þessu. Gera þarf því framhaldsrannsóknir til að ljúka þessu verki en þær niðurstöður sem fengust úr þessu verkefni eru góður grunnur fyrir áframhaldandi rannsóknir. Niðurstaða verkefnisins er bætt nýting við pillun á djúprækju og úthafsrækju, sem skilar u.þ.b. einu prósentustigi við vinnslu.

The shrimp industry has achieved great success in improving the utilization of raw materials with the yield going from about 20% to over 40% in just over twenty years. Use of polyphosphates (a „poly‐phosphate“ (PP)) has been important in this process, but these materials have been used along with salt and citric acid as an excipient in the preliminary raw material method for shrimp. Best result has been in processing defrosted (frozen raw material) material with lesser yield using fresh material (unfrozen raw material). Kampi shrimp factory are mainly using two types of fresh raw material, in‐fjord shrimp from Arnarfjordur and Isafjardardjup, and deep water shrimp from fresh‐fish trawler fishing north of Iceland. The in‐fjord shrimp is in general smaller than the deep‐ water shrimp. The main purpose of this project was to find a way to gain yield in processing the fresh material, and to transfer success in processing the defrosted shrimp to the fresh material. To do so a different strength of ingredients in pre‐maturing fluid in raw material method was used along with different time of maturing. The effect of this experience was recorded.   Three experiments were conducted, the first with both in‐fjord shrimp and deep water shrimp, but the latter two with deep water shrimp only. Studies were conducted from October 2011 to June 2012. Results of these studies indicated strongly that a shorter time should be used for fresh material to gain better yield, but traditional combination of ingredients for maturing blend gave the best result. The second objective of this project was to test Rodex equipment from 3X Technology for raw material processing and compare the results with the traditional method Kampi uses, with 660 l. tubs. Before the test was conducted a new and cheaper method was introduced to this market, making the Rotex equipment unrivaled in this business. The project management team then decided to cancel this part of the project and to focus instead on chemical absorption studies for PP materials and the impact it would have on the utilization of the shrimp. Extensive studies were begun, but their scope is more than can be accomplished in a small project like this one. An advanced project will be needed to complete this study but the attainment of this study is an important input for further research in this area. The yield in fresh shrimp processed in Kampi have improved for about two percentage point as a result of this project, by using different maturing method for the raw material.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Bætt vatnsnotkun í fiskvinnslu / Improved water usage in fish processing

Útgefið:

01/12/2012

Höfundar:

Stefán Freyr Björnsson

Styrkt af:

AVS (S 12 004-12)

Bætt vatnsnotkun í fiskvinnslu / Improved water usage in fish processing

Markmið þessa forverkefnis var að afla grunnupplýsinga um vatnsnotkun í fiskvinnslu ásamt lífrænum efnum sem tapast í frárennslinu. Með bættri vatnsnotkun er hægt að ná fram hagræðingu í rekstri og auka virði framleiðslunnar með nýtingu aukaafurða úr frárennsli vinnsluvatns. Vatnsnotkun á íslandi er mun meiri en í nágrannalöndum. Einnig eru reglugerðir að herðast með auknum skorðum á losun á úrgangi og sóun á vatni. Staða þekkingar var könnuð m.t.t fyrrgreindra atriða til að greina ávinning af hreinni framleiðslutækni í fiskvinnslu.

The project objective was to summarize state of the art knowledge concerning water usage and utilization of by-products from effluents in fish processing. Operation can be improved with better use of resources entailing increased value for raw material processed. Water usage in fish processing in Iceland is more than in neighbor countries, while environmental regulations are becoming stricter. Methods for cleaner fish processing was researched in terms of recommending improvements for fish processing factories.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fiskveiðistjórnun til framtíðar / Fisheries management for the future

Útgefið:

01/11/2012

Höfundar:

Sigríður Sigurðardóttir, Sveinn Margeirsson, Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

AVS, MariFish, FP7

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Sviðsstjóri rannsókna

jonas@matis.is

Fiskveiðistjórnun til framtíðar / Fisheries management for the future

Skýrsla þessi er lokaskýrsla til AVS í verkefninu Fiskveiðistjórnun til framtíðar sem var að hluta styrkt af AVS rannsóknarsjóði. Um er að ræða doktorsverkefni Sigríðar Sigurðardóttur í iðnaðarverkfræði þar sem meginviðfangsefnið er líkangerð í fiskveiðistjórnun. Verkefnið sjálft sem er um það bil hálfnað er hluti af tveimur stærri Evrópuverkefnum, EcoFishMan og Badminton. Ekki er um hefðbundna lokaskýrslu að ræða þar sem verkefninu er ekki lokið, en niðurstöður verkþátta og nákvæma aðferðafræði verður hægt að kynna sér í áfanga- eða lokaskýrslum verkefnanna beggja þegar þær koma út. Að sama skapi er fyrirhugað að birta niðurstöður í ritrýndum greinum. Í þessari skýrslu er Evrópuverkefnunum lýst í heild, því næst er þeim verkþáttum sem styrkveiting AVS nær til lýst. Greint er frá aðferðafræði og framkvæmd. Badminton verkefnið fjallar um rannsóknir á brottkasti og ástæðum þess. Sá verkþáttur sem Fiskveiðistjórnun til framtíðar nær til fól í sér kerfisbundna greiningu á aðferðum til þess að draga úr brottkasti þar sem útkoman er nokkurs konar tól sem stjórnendur veiða geta nýtt sér við ákvarðanatöku. EcoFishMan verkefninu er ætlað að vera innlegg í endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfi fyrir Evrópusambandið og er áhersla lögð á samstjórn. Sú vinna sem lýst er hér snýst um líkangerð á grásleppuveiðum á Íslandi.

This is a final report to the AVS fund in the project Fisheries management for the future, which was partly funded by the AVS research fund. The project is a part of Sigriður Sigurðardottir’s PhD in industrial engineering, where the main topic is to develop simulation modes on fisheries management. Sigriður’s PhD, which is half-way done, is a part of two larger European projects, EcoFishMan and Badminton. This report therefore only report’s on intermediate results in the larger contents. Further information will be available in reports and publications connected with EcoFishMan and Badminton. This report contains brief descriptions of the European projects and more detailed coverage of the progress, methodology and results in the work funded by AVS. Badminton is a project that focuses on the discarding problem in European waters. Fiskveiðistjórnun til framtíðar contributed to the project by analysing mitigating measures and developed a kind of a decision support tool for resource managers to assist with decision making. EcoFishMan is a project that is to contribute to the reform of the Common fisheries Policy of the EU, by implementing co-management and results-based management into European fisheries management. The part of EcoFishMan covered in this report describes simulation modelling for the Icelandic lumpfish fishery, which is a case study in EcoFishMan.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Frá köfun í maga / Gourmet Diving

Útgefið:

01/11/2012

Höfundar:

Ólafur Ögmundarson (Matís), Bjarki Sigurjónsson (Matís), Þorleifur Eiríksson (NAVE), Kristjana Einarsdóttir (NAVE), Sveinbjörn Hjálmarsson, Alan Deverell, Guðmundur Helgi Helgason (Hótel Núpur), Tobias Klose (Dive.is)

Styrkt af:

AVS V 006-11 – Átak til atvinnusköpunar

Frá köfun í maga / Gourmet Diving

Markmið verkefnisins var að undirbúa stofnun fyrirtækis með því að meta framboð og dreifingu sjávarfangs sem týnt yrði og veitt á sjávarbotni á mismunandi köfunarstöðum á Vestfjörðum. Þess konar nýting yki nýtingu og verðmæti sjávarfangs sem aflað er á strandsvæðum. Viðbótarniðurstöður af verkefninu eru auk þess vitneskja um vistfræði sjávarbotnsins sem hefur ekki verið könnuð með þessum hætti áður.

To research and evaluate the supply and distribution of edible marine organisms at various potential scuba diving sites in the Westfjords with the aim to establishing service with diving and snorkeling tours that involve collecting seafood, which can be consumed on the surface as part of a gourmet food experience.

Skoða skýrslu

Skýrslur

BADMINTON (Bycatch And Discards: Management Indicators, Trends and locatiON)

Útgefið:

01/11/2012

Höfundar:

Sveinn Margeirsson, Sigríður Sigurðardóttir, Elísabet Kemp Stefánsdóttir, Jónas R. Viðarsson

Styrkt af:

MariFish, Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Sviðsstjóri rannsókna

jonas@matis.is

BADMINTON (Bycatch And Discards: Management Indicators, Trends and locatiON)

Meginmarkmið verkefnisins var að afla þekkingar um brottkast mynstur í Evrópu og meta skilvirkni aðgerða gegn brottkasti, þar með talið skilvirkni veiðarfæra. Annað markmið var að bæta aðferðir til að meta og stjórna meðafla og brottkasti. Tvær meginaðferðir voru notaðar í verkefninu. Í fyrsta lagi var notast við gögn sem var safnað undir the European Union Data Collection Regulation (2002) síðar the Data Collection Framework (2008). Þar er um að ræða gögn safnað á landsvísu þar sem eftirlitsmenn fylgjast með veiðarferð og skrá afla og brottkast. Gögn af þessu tagi hafa nokkra vel þekkta galla, það er dýrt að safna þeim og þau hafa óhjákvæmilega bjaga, en eru engu að síður mikilvæg upplýsingaveita. Í þessu verkefni voru þessi gögn sameinuð fyrir nokkur lönd innan Evrópusambandsins. Það var flókið ferli þar sem aðferðir við söfnun gagnanna var mismunandi milli landa. Sú undirbúningsvinna mun koma sér vel fyrir framtíðarverkefni, þar sem ætlunin er að nýta gögn fyrir fleiri en eitt land. Ekki er hægt að skilja hegðun manna til fullnustu með athugunum á tölulegum gögnum. Að skilja brottkast er engin undantekning þar á. Því voru einnig tekin viðtöl við hagsmunaaðila og sérfræðinga um sjónarmið þeirra á brottkast vandanum. Vonast var til að viðtölin myndu bæta við þá þekkingu sem fékkst með greiningu fyrirgreindra gagna. Þessar tvær leiðir sem verkefnið notaðist við leiddi til sömu tveggja meginniðurstaðna. Í fyrsta lagi að mikill munur er á brottkastmynstrum eftir veiðisvæðum, löndum, veiðarfærum, stærð skipa og tegundum. Það virðist sem munurinn sé mestur milli veiðisvæða og þar með að best sé að reglugerðir um brottkast séu aðlagaðar hverju svæði fyrir sig. Í öðru lagi virðist brottkast, magn, mynstur og samsetning þess, ráðast af mörgum þáttum. Sérstaklega virðast núgildandi reglugerðir (EU Common Fisheries Policy) og samspil mismunandi þátta hennar hafa mikil áhrif. Þar af leiðandi verður gagnsemi mismunandi aðferða til að minnka brottkast erfitt að meta. Miklu skiptir hvaða aðferðir eru notaðar í sameiningu.

Discarding keeps being an important issue in world fisheries; it is a way for fishers to adjust their landings to the legal and market constraints, but is largely considered as a waste of rare natural resources and as contributing to the depletion of stocks bearing a high fishing pressure. Many jurisdictions, including the European Commission, are preparing regulations to reduce or ban discards. To design effective regulations, an understanding of the extent and processes of the issue is required. The MariFish BADMINTON project aimed to build up the knowledge of discarding patterns and factors in European fisheries, evaluate the efficacy of selective devices and other discard management measures that have been implemented in the past, and improve methods to analyse, monitor, and manage bycatch and discarding. Specific objectives included the provision of discard estimates for selected European fisheries, and of appropriate indicators; the determination of the most important factors affecting discard amounts and composition; and the elaboration of integrated management approaches to the discard issue. BADMINTON relied on two types of approaches to fulfill these aims and objectives. First was the analysis of onboard observer data, since intensive collection of catch and discard data onboard commercial vessels has been undertaken in European countries under the European Union Data Collection Regulation (2002) followed and intensified by the Data Collection Framework (2008). Thus, one significant contribution of the project was to collate onboard observer data from several European Union member states, given the many differences between national onboard observer programmes sampling schemes, protocols, details of data recorded, and data storage formats. This first step paves the way towards a future better integration of national onboard observer programmes. The second approach was to conduct stakeholder interviews and expert consultation, which was meant to complement the data analyses with fisher’s perspectives on the discard issue, and to provide an integrated approach toward management. Both approaches lead to the following two broad conclusions: · Discard patterns exhibited high diversity across regions, countries, gear types, vessel sizes, and species, with variability being more pronounced among regions. Thus, discard management approaches might be devised at a regional level – consistent with the proposed regionalization of the currently discussed reform of the European Union Common Fisheries Policy. · Discards amounts, patterns, and composition, are determined by a multitude of interacting natural and human (economic and social) factors in a given place and time, and usually no simple explanations can suffice. The project has developed a number of tools, distinguished in three categories ie. · selectivity related tools · tools to appraise and understand the discarding issue · tools that can be used to assist in devising management strategies A discard management strategy should not include only a combination of discard mitigation measures; if discards are to be reduced, appropriate and consistent incentives need to be mended together.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tilbúnir réttir úr saltfiski

Útgefið:

31/10/2012

Höfundar:

Gunnþórunn Einarsdóttir, Jón Trausti Kárason

Styrkt af:

AVS-sjóðurinn

Tilbúnir réttir úr saltfiski

Markmið verkefnisins var að þróa tilbúna saltfiskrétti og saltfiskbollur. Með því að nýta meðal annars ónýtt hráefni s.s. afskurð má skapa aukin verðmæti úr sjávarfangi. Stefnt var að sölu þessara afurða á Norðurlöndunum, Spánarmarkaði og á Íslandi. Ektafiskur er með hefðbundna framleiðslu á saltfiski og eru engin aukefni notuð við framleiðsluna. Saltfiskur er þekkt afurð á Spáni og á Norðurlöndunum og hafa núverandi vörur Ektafisks fengið góðar viðtökur bæði á Spáni og á Íslandi. Til að viðhalda og/eða auka markaðshlutdeild sína er nauðsynlegt fyrir fyrirtækið að þróa vörulínu sína áfram m.t.t. krafna neytenda í dag. Þróun á saltfiskafurðum hefur verið í átt til meiri þæginda fyrir neytendur samfara breytingum á lífsmynstri á undanförnum áratugum.

The aim of the project was to develop pre-made salt-cod dishes and fishcakes. By using using un-utilized raw materials like cut-offs added value can be created. The goal was to market the products developed in this project in the Nordic countries, Spain and in Iceland. Ektafiskur produces traditional salted cod and do not use any additives. Salted cod is a known product in Spain as well as in the Nordic countries. The products from Ektafiskur have been well received both in Spain and Iceland. To maintain and/or increase its market size it is essential that Ektafiskur continue to develop new products with consumer demand in mind. The development of salted cod products has been increasingly towards consumer comfort and changes in life patterns in the last decades.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu / Exploratory fisheries and exploitation of Mueller‘s pearlsides

Útgefið:

01/10/2012

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Margrét Geirsdóttir, Hólmfríður Hartmannsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu / Exploratory fisheries and exploitation of Mueller‘s pearlsides

Gulldepla hefur sést í litlum mæli við Ísland undanfarin ár, en óvenju mikið hefur sést af henni við suðurströnd Íslands veturna 2008/2009 og 2009/2010. Nokkur skip byrjuðu með tilraunir til að veiða hana í desember 2008 og janúar 2009 með þokkalegum árangri og fór aflinn í bræðslu. Í verkefninu var ýmsum möguleikum velt upp hvað varðar nýtingu á gulldeplunni og væri áhugavert að skoða sumar þeirra betur með tilliti til verðmætaaukningar sem þær gætu leitt af sér. Farið var yfir möguleikann á að nýta gulldeplu í surimi, niðursuðu, fóður í fiskeldi, beitu, gæludýranammi eða framleiðslu lífvirkra efna. Sérstaklega var áhugavert að sjá hversu ljósar afurðir úr gulldeplu reyndust verða þegar lífvirk efni voru unnin úr henni, miðað við upphafshráefnið og einnig hvað bragð og lykt reyndist vera ásættanlegt.

Mueller‘s pearlside has not historically occurred on Icelandic fishing grounds, but from 2008 pelagic fishers found an increase on the south coast of the country. Exploratory fishing trips were undertaken by a few ships in December 2008 and January 2009. The catch rate was acceptable and the catch was processed into fishmeal. In the project, multiple potential uses for pearlside were investigated and some produced results that indicated it would be worth to research further due to the increased value they may lead to. For example, applications included surimi, canning, aquaculture feed, bait, pet treats or products with bioactivity. The most interesting result was how light the fish protein extracts were compared to the raw mince material when the bioactivity was explored, and also that the taste and smell were very acceptable.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Þurrverkað hrefnukjöt-hrefnunasl / Dry curing of whale meat

Útgefið:

01/10/2012

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Þurrverkað hrefnukjöt-hrefnunasl / Dry curing of whale meat

Markmið verkefnisins var að auka atvinnuþróun og nýsköpun í heimabyggð, innan Akraneskaupstaðar, með því að aðstoða við þróun vöru úr þurrverkuðu hrefnukjöti, með vel skilgreinda eðlisog bragðeiginleika. Þróaðar voru tvær frumgerðir af vöru; Frumgerð 1 byggir á þurrverkuðum strimlum úr hrefnuvöðva og Frumgerð 2 byggir á hökkuðu hrefnukjöti sem er mótað í bita eða lengjur og þurrverkað. Í þessari skýrslu er farið yfir vöruþróunarferilinn á þessum frumgerðum.

The aim of this project was to increase employment development and innovation in Akranes, by developing a prototype of dry cured whale meat, with defined physical properties and flavour. Two prototypes were developed, prototype 1 based on dry cured muscle slips from whale meat, and prototype 2 based on formed minced dry cured whale muscle. In this report an overview of the product development is described.

Skoða skýrslu
IS