Skýrslur

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum / Fishing, grading, processing and marketing of mackerel catched by pelagic vessels

Útgefið:

01/03/2011

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum / Fishing, grading, processing and marketing of mackerel catched by pelagic vessels

Árið 2005 var fyrst skráður makrílafli í íslenskri lögsögu þó að íslensk skip hafi ekki byrjað að veiða makríl markvisst fyrr en árið 2007, makrílveiðar jukust hratt en árið 2009 voru heimildir til makrílveiða fyrst takmarkaðar. Á þessum árum hefur aflinn farið úr 232 tonnum í 121 þúsund tonn. Fyrst í stað fór aflinn allur í bræðslu en árið 2010 frystu Íslendingar 60% af aflanum til manneldis.   Í þessari skýrslu er fjallað um veiðar og vinnslu á makríl, búnað sem þarf fyrir makrílvinnslu til manneldis, meðhöndlun afla, mælingar á makríl sem veiðist í íslenskri lögsögu og markaði. Í verkefninu var sýnum safnað og þau formmæld, kyngreind og fituinnihald mælt. Á sumrin gengur makríll í íslenska lögsögu og veiðist þá með síld en báðar tegundir eru veiddar í flotvörpu. Þegar makríll er unninn til manneldis er hann hausaður og slægður en til að það sé hægt þarf auk hefðbundinnar vinnslulínu svokallaða sugu sem sýgur slógið innan úr makrílnum. Einnig þarf makríll lengri frystitíma en síld vegna þess hve sívalningslaga hann er. Makríllinn sem gengur inn í íslenska lögsögu er oft 35‐40 cm langur og milli 300 og 600 g þungur. Helstu markaðir fyrir sumarveiddan makríl sem veiddur er hér við land eru í Austur‐ Evrópu en þar er hann áfram unninn í verðmætari afurðir.

In the year 2005 Icelanders first caught mackerel in Icelandic fishing grounds, but it wasn´t until 2007 that Icelandic vessels began to catch mackerel by purpose. The fishing of mackerel increased fast but in 2009 the government put a limit on the catching. In these years the catch has increased from 232 tons to 121.000 tons. At first, a meal was made from all the catch, but in 2010 60% of the catch was frozen for human consumption.   The subject of this report is the fishing and processing of mackerel, mechanism´s that are needed to process the mackerel for human consumption, handling of the catch, measurement of mackerels and markets. For this project samples were collected and geometrician measurements performed by qualified staff. In the summer mackerel can be caught in Icelandic fishing grounds together with herring, it´s caught in pelagic trawl. When mackerel are processed for human consumption it´s headed and gutted, to do that a suck has to be used to suck the guts out. Mackerel also need longer time in the freezing device because of their cylindrical shape. The mackerel caught here are often 35‐40 cm long and 300‐600 g of weight. The main markets for mackerel caught during the summer are in Eastern Europe where it´s processed into more valuable products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Vinnslueiginleikar mismunandi kartöfluafbrigða

Útgefið:

01/02/2011

Höfundar:

Valur Norðri Gunnlaugsson, Jónatan Hermannsson, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Vilberg Tryggvason

Styrkt af:

Aðlögunarsjóður Sambands garðyrkjubænda

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur@matis.is

Vinnslueiginleikar mismunandi kartöfluafbrigða

Ræktuð voru 4 yrki. Útsæði af Belana og Annabelle komu frá framleiðendum erlendis, útsæði af Premier og Gullauga var fengið frá Bergvini á Áshóli. Ræktunin fór fram á Korpu og var fyrst og fremst framleiðsla á hráefni fyrir vinnsluprófanir, en þó voru uppskerumælingar gerðar. Afbrigðin komu mjög mismunandi út úr vinnsluþættinum. Nýju afbrigðin Annabelle og Belana virðast henta nokkuð vel fyrir vinnslu á forsoðnum kartöflum, þó olli„nýrnalaga“ lögun Annabelle nokkrum vonbrigðum, en þessi lögun hefur ekki verið vandamál í fyrri tilraunum með þetta afbrigði. Í neytendakönnuninni greindu þátttakendur mikinn mun á milli kartöfluafbrigða og var smekkur þátttakenda misjafn. Almennt komu Annabelle kartöflurnar best út úr neytendakönnuninni.

Four different strains of potato were tested in processing of precooked potatoes. The strain Annabelle was best liked by consumers, but the kidney like shape did cause problems during processing.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Útgefið:

01/01/2011

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Friðbjörn Möller (nemandi), María Pétursdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins, Rannsóknasjóður Háskólans á Akureyri, Nýsköpunarsjóður Námsmanna

Tilraunaræktun náttúrulegs dýrasvifs og gæði dvalareggja / Experimental production of natural zooplankton and the quality of stored eggs

Dýrasvifssamfélag sjávar er mjög fjölbreytt og tegundaauðugt og í svifinu er að finna hátt hlutfall n‐3 fitusýra svo og prótein, litarefni, vax estera og kítín. Auk þess að vera náttúruleg fæða lirfa sjávarfiska þá innihlalda svifdýr hátt hlutfall fitusýra sem hentugar eru til manneldis. Af þessum sökum er áhugavert að nýta þessa uppsprettu næringarefna með ræktun við stýrðar aðstæður á landi og aðgengi allt árið um kring.   Megin markmið verkefnisins var að þróa aðferðir til að viðhalda ræktum Acartia tonsa sem klakið var úr dvalareggjum og rækta Acartia longiremis úr svifi í sjó úr Eyjafirði svo og að rannsaka klakhlutfall eggja eftir geymslu. A. longiremis er mun viðkvæmari í allri meðhöndlun samanborið við A. tonsa og þarf lægra ræktunarhitastig. Komið hefur verið upp aðstöðu til ræktunar svifdýra og þörunga á rannsóknastofu Matís, HA og Hafró á Akureyri. Aðstæður á rannsóknastofunni reyndust fullnægja þörfum beggja tegunda til vaxtar og viðhalds en niðurstöður benda hins vegar til þess að þróa þurfi betri aðstæður við geymslu eggja A. longiremis til þess að auka klakhlutfall þeirra. Niðurstöður tilrauna þar sem lúðuseiði voru fóðruð með Acartia spp. gefa jafnframt vísbendingar um hraðari vöxt lúðulirfa og þótt vísbendingar væru um að myndbreytingu seinkaði nokkuð, þá virtist sem hún heppnaðist betur.

The community of zooplankton includes many species and contains high proportion of n‐3 fatty acids in addition to proteins, wax esters and chitin. Apart from being the natural food for marine larvae, zooplankton includes large quantities of high quality oil suitable for human consumption. It is therefore of importance to utilize this nutritional source by culturing zooplankton at controlled conditions throughout the year.   The main goal of the project was to develop methods for maintaining cultures of Acartia tonsa that were hatched from dormant eggs, and to maintain cultures of Acartia longiremis collected from the marine environment in Eyjafjördur. The hatching rate of eggs following storage was furthermore investigated. Facilities for culturing of both zooplankton species and algae at controlled conditions have been set up in the laboratory and A. longiremis proved to be more sensitive to handling and require lower culturing temperatures compared with A. tonsa. Culturing conditions proved to fulfil the needs of the Acartia species for normal development and egg production. The results, however, indicate that conditions during egg storage need to be developed further for improved hatching rate of A. longiremis eggs. Offering Acartia spp. to halibut larvae may have resulted in improved growth and metamorphosis of larvae, however with delayed metamorphosis.  

Skoða skýrslu

Skýrslur

Orkunýting við krapakælingu í fiskvinnslum / Energy utilisation when using ice slush in fish processing

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Róbert Hafsteinsson, Kristján Jóakimsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Orkunýting við krapakælingu í fiskvinnslum / Energy utilisation when using ice slush in fish processing

Verkefni þetta er samstarfsverkefni Hraðfrystihússins Gunnvarar (HG) og Matís. Markmið þess er að lágmarka notkun á krapa við vinnslu á fiski og þar með orkunotkunina sem fylgir því að framleiða krapann. Þetta verkefni er 6 mánaða forverkefni sem er styrkt af AVS rannsóknasjóðnum. Afrakstur þessara skýrslu eru niðurstöður tilrauna með krapanotkun í móttöku fiskvinnslunnar HG, framkvæmdar í október og nóvember mánuði 2010. Helstu niðurstöður eru þær að það megi minnka rekstrarkostnað krapavélarinnar um 30 – 35% miðað við núverandi krapaframleiðslu hjá HG.

This project is a collaboration work between Hradfrystihusið Gunnvor (HG) and Matis. The project objective is to minimize the use of ice slush in fish processing and thereby energy usage which follows from producing the ice slush. The duration of this project is six months and is sponsored by the Icelandic AVS research fund. The project payoff are results from experiments with use of ice slush which was executed in HG accommodation in October and November 2010. The main conclusion from the experiments is that the ice slush production can be minimized up to 30 – 35% compared to the present ice slush production in HG.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Aukið verðmæti sjávarafurða með áherslu á nýtingu í mjöl og lýsisvinnslu til vöruþróunar / Increasing value of seafood with an emphasis on products for use in fish meal and fish oil production to product development

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Magnús Valgeir Gíslason, Sigurjón Arason, Sindri Sigurðsson

Styrkt af:

Byggðastofnun, Þróunarsvið, Mótvægisstyrkur Matvælasviðs Vaxtasamnings Austurlands

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Aukið verðmæti sjávarafurða með áherslu á nýtingu í mjöl og lýsisvinnslu til vöruþróunar / Increasing value of seafood with an emphasis on products for use in fish meal and fish oil production to product development

Árið 2008 var gulldepla fyrst veidd í teljanlegu magni, gulldepla er mjög viðkvæm fyrir saltupptöku frá veiðum að vinnslu. Til að lækka saltinnihald í mjöli var soð úr vinnslunni sett í gegnum himnusíunarbúnað sem var settur upp eftir grófskilvindu. Þessi búnaður náði að lækka saltinnihald úr 11% niður í 4,5%. Himnusíunarbúnaður er dýr og mikill viðhaldskostnaður er við keyrslu á honum í ferlinu. Þess vegna var frekar ráðist í að breyta verklagi  við veiðar, geymslu og löndun án þess að breyta framleiðsluferli við mjölvinnslu og þessi aðgerð hefur haft í för með sér að saltmagn í gulldeplumjöli hefur lækkað úr  10 – 12 % sem er of hátt, niður í 5 – 6 %.

Silvery lightfish was first caught 2008 near Iceland. Salt diffusion is a problem in silvery lightfish from catch to processing. To lower the salt content in fishmeal the stickwater was put through a membrane filter after coarse centrifuge, with this method the salt content was lowered from 11% down to 4,5%. The membrane filter system is expensive and maintenance cost is relatively high. These are the main reasons for changing procedure while catching, storing and landing without changing the fishmealprocess. This procedure has made  salt content in silvery lightfish meal dropp from 10 – 12 % witch was to high down to 5 – 6 %.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Smábátar – Hámörkun aflaverðmætis / Small vessels – optimising catch value

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Sveinn Margeirsson, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AVS (verkefni R 011‐09)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Sviðsstjóri rannsókna

jonas@matis.is

Smábátar – Hámörkun aflaverðmætis / Small vessels – optimising catch value

Afli smábáta hefur burði til að vera besta hráefni sem völ er á, þar sem varla er hægt að hugsa sér ferskari fisk en afla dagróðrabáta sem veiða á línu eða handfæri.  Röng meðhöndlun getur hins vegar haft þau áhrif að smábátafiskur standist ekki þær væntingar sem til hans eru gerðar og verður þ.a.l. þess valdandi að ekki er unnt að vinna aflann í verðmætustu afurðirnar.  Oft á tíðum þarf þó tiltölulega litlar breytingar á vinnubrögðum til að tryggja að aflinn standi undir merkjum sem fiskur af hámarks gæðum. Í skýrslu þessari er fjallað um þau atriði sem helst hafa áhrif á gæði og geymsluþol smábátafisks, gerðar eru mælingar og samanburður á mismunandi áhrifaþáttum, greint er frá gerð leiðbeininga‐ og hvatningaefnis sem gefið var út í tengslum við verkefnið og loks eru settar fram tillögur að úrbótum á virðiskeðju smábátafisks. Megin áhersla í verkefninu var lögð í gerð og dreifingu á kennslu‐  og leiðbeiningaefni fyrir sjómenn.   Gefinn var út bæklingur og einblöðungar sem dreift var til allra smábátasjómanna á landinu og er þess vænst að afraksturinn skili sér í aukinni þekkingu á mikilvægi góðrar meðhöndlunar á fiski.  Áhugasamir geta haft samband við Matís og fengið bæklinginn sendan í pósti, en hann er einnig aðgengilegur á heimasíðu fyrirtækisins þ.e. www.matis.is/media/matis/utgafa/Mikilvaegi‐godrar‐medhondlunar‐a‐fiski.pdf

The catch of small day‐boats using handline or longline has the potentials of being the best available raw material for the production of high value seafood.   Improper handling has however often resulted in poor quality of this catch, which makes the products unsuitable for high‐end markets.  Generally speaking there is however only need for relatively small adjustments in handling procedures in order to allow fish from small day‐boats to live up to its potentials as top quality seafood. In this report are discussed various quality issues related to small day‐boats. Measurements and comparisons are made between quality factors. Work related to writing, publishing and distribution of an educational brochure and other quality inducing material is accounted for. And finally there are brought forth suggestions on how to improve the value chain of catch from small day‐ boats. The main focus of this project was awarded to publishing practical and easy to understand educational material for fishermen.    A brochure and a one‐pager were published and distributed to every small vessel in the Icelandic fleet.   Hopefully, this educational material will be widely used amongst fishermen and contribute to improved knowledge on the importance of proper handling of seafood.  The brochure is available at Matís and online at www.matis.is/media/matis/utgafa/Mikilvaegi‐godrar‐medhondlunar‐a‐fiski.pdf

Skoða skýrslu

Skýrslur

QALIBRA-Heilsuvogin. Fourth Annual Report

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdottir, Nynke de Jong, Matthew Atkinson, Heleen van Dijk, Meike Wentholt, Lynn Frewer, Bjorn Thorgilsson, Heida Palmadottir, Andy Hart

Styrkt af:

ESB, Matís

QALIBRA-Heilsuvogin. Fourth Annual Report

Þessi skýrsla er fjórða og síðasta ársskýrsla í Evrópuverkefninu QALIBRA og nær yfir tímabilið 1.04. 2009 til 31.12. 2010. QALIBRA, eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits,” skammstafað QALIBRA (Heilsuvogin á íslensku), er heiti Evrópuverkefnis, sem heyrir undir Priority 5, Food Quality & Safety í 6. Rannsóknaráætlun ESB. Um að ræða þriggja ára og 9 mán verkefni sem Matís ohf stýrir. Verkefnistjóri fyrir verkefnið í heild er Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Matís. Markmið QALIBRA‐  verkefnsins er að þróa magnbundar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvæum á heilsu manna. Þessar aðferðir hafa verið settar fram í tölvuforriti sem er opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaaðilum á heimasíðuverkefnisins http://www.qalibra.eu. Aðferðirnar sem þróaðar voru prófar á tvenns konar matvælum þ.e.a.s. fisk og markfæði. Þátttakendur í verkefninu eru frá Íslandi, Bretlandi, Hollandi, Grikklandi; Portúgal og Ungverjalandi.

This is the fourth and last annual report from the “QALIBRA  ‐ Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits” project funded by the EC’s Sixth Framework Programme, Priority 5, Food Quality & Safety. It began in April 2006 and ended December 2009. To assess the balance between the risks and benefits associated with a particular food, they must be converted into a common measure of net health impact. Uncertainties affecting the risks and benefits cause uncertainty about the magnitude and even the direction of the net health impact. QALIBRA has developed methods that can take account of multiple risks, benefits and uncertainties and implemented them in a web‐based software for assessing and communicating net health impacts. The methods and software developed by QALIBRA were used to carry out detailed case studies on the benefits and risks of oily fish and functional foods. The software developed in the project to assess and integrate beneficial and adverse effects of foods is available at the website of the project http://www.qalibra.eu.    Participants in the project: Matís, Iceland, coordinator, The Food and Environment Research Agency United Kingdom, National Institute of Public Health and The Environment, The Netherlands, Wageningen University, The Netherlands, University of Patras, Greece, Altagra Business Service.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Review of evidence for the beneficial effect of fish consumption / Yfirlitsgrein um jákvæð áhrif fiskneyslu

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Björn Þorgilsson, Maria Leonor Nunes, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

ESB, Matís

Review of evidence for the beneficial effect of fish consumption / Yfirlitsgrein um jákvæð áhrif fiskneyslu

Þessi skýrsla inniheldur yfirlit yfir helstu innihaldsefni í fiski sem talin eru hafa jákvæð áhrif á heilsu manna. Fjöldi heilsuþátta sem tengdir hafa verið við jákvæð áhrif fiskneyslu voru skoðaðir og metnir. Mesta áherslan var lögð á að skoða og meta innihaldsefni í fiski sem eru til staðar í hlutfallslega háum styrk og því líkleg til að hafa áhrif á heilsu s.s. langar fjölómettaðar omega‐3 fitusýrur, selen og D vítamín. Lögð var áhersla á að fara yfir og meta upplýsingar um jákvæð áhrif innihaldsefna í fiski á heilsu manna í nýlegum samantektarrannsóknum (en. meta‐analysis), yfirlitsgreinum og álitsgreinum sérfræðinga. Skýrslan var liður í Evrópuverkefninu QALIBRA eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits” eða QALIBRA ‐Heilsuvogin á íslensku.

The aim of this review is to facilitate policy makers, nutritionists and other interested parties of Western societies in judging claims regarding the health benefits of fish consumption.   This review focuses on the main constituents in fish that have been associated with health benefits of fish consumption. A variety of human health endpoints that may be positively influenced by fish constituents are considered and evaluated. Most attention is given to the constituents in fish that are present at relatively high levels in fish and thus are likely to influence human health. These include omega‐3 fatty acids (omega‐3 FAs), selenium, and vitamin D. The scope of this review is broad rather than detailed concentrating on collation and evaluation of existing information about human benefits of fish consumption from meta‐analysis studies, reviews and expert opinions. This report was part of the work performed in the EU 6th Framework project “QALIBRA  ‐  Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits”.

Skoða skýrslu

Skýrslur

QALIBRA Final activity report / Lokaskýrsla QALIBRA

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Andy Hart, Anna Kristín Daníelsdottir

Styrkt af:

ESB, Matís

QALIBRA Final activity report / Lokaskýrsla QALIBRA

Þessi skýrsla er lokaskýrsla úr Evrópuverkefninu QALIBRA eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits”eða QALIBRA  ‐  Heilsuvogin á íslensku. Matís ohf stýrði verkefninu sem styrkt var að hluta af Evrópusambandinu en alls voru þáttakendur sjö frá sex löndum. Verkefnið hófst 1. apríl 2006 og lauk formlega 31. desember 2009 en lokafrágángur stóð fram til ársins 2010. Í þessari skýrslu er greint frá helstu niðurtöðum, ávinningi og afrakstri verkefnisins. Markmið QALIBRA verkefnsins var að þróa magnbundnar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvæum á heilsu manna. Þegar við borðum mat fáum við bæði neikvæða og jákvæða þætti í líkamann og hingað til hefur áhættumat matvæla verið takmarkað við að skoða áhrif einstakra efna á lifandi verur (t.d. tilraunadýr). Í QALIBRA verkefninu voru þróaðar aðferðir sem taka bæði tillit til neikvæðru og jákvæðu hliðanna á   neyslu matvæla og meta saman heildaráhrifin af áhættu og ávinningi á heilsu manna auk óvissu við matið. Þessar aðferðir hafa verið settar fram í tölvuforriti sem er opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum þeim að kostnaðarlausu á heimasíðu verkefnisins http://www.qalibra.eu. Aðferðirnar voru prófar á tvenns konar matvælum þ.e.a.s. fiski og markfæði.

This is the final report to the commission from the “QALIBRA ‐ Quality of life – integrated benefit and risk analysis. Web – based tool for assessing food safety and health benefits” project. QALIBRA was an EU 6th Framework project with seven partners, conducted between 1st April 2006 and 31st December 2009, although the finalisation of project was accomplished in year 2010. In this report the objectives, main work performed and achievements of the project to the state‐of‐the‐art are summarised. To assess the balance between the risks and benefits associated with a particular food, they must be converted into a common measure of net health impact. Uncertainties affecting the risks and benefits cause uncertainty about the magnitude and even the direction of the net health impact. QALIBRA has developed methods that can take account of multiple risks, benefits and uncertainties and implemented them in a web‐based software for assessing and communicating net health impacts. The methods and software developed by QALIBRA were used to carry out detailed case studies on the benefits and risks of oily fish and functional foods. The software developed (QALIBRA tool) in the project to assess and integrate beneficial and adverse effects of foods is freely available at the website of the project http://www.qalibra.eu.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Skyldleiki botndýrasamfélaga í Ísafjarðardjúpi

Útgefið:

01/12/2010

Höfundar:

Þorleifur Eiríksson, Ólafur Ögmundarson, Guðmundur V. Helgason, Böðvar Þórisson

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Skyldleiki botndýrasamfélaga í Ísafjarðardjúpi

Þekking á botndýralífi á grunnslóð við Ísland er lítil, bæði hvað varðar við náttúrulegar aðstæður og við álag frá t.d. fiskeldi. Þekking er einnig ábótavant hvernig botndýrasamfélagsgerðir svara álagi frá fiskeldi en ein rannsókn hefur reynt að svara því varðandi lítið álag. Til að átta sig á hvaða botndýrasamfélagsgerðir eru við náttúrulegar aðstæður og hverjar eru þegar um álag frá mengun er að ræða, þá þarf að skoða skyldleika botndýralífs innan og utan svæðis. Með því móti er hægt að átta sig á hvaða dýrahópar eru ríkjandi við svipaðar aðstæður.   Í þessari rannsókn eru notuð gögn um botndýralíf í Ísafjarðardjúpi sem er að mestu tilkomin vegna fiskeldis í fjörðunum. Einnig er gerð botndýrathugun í fjörðum sem gætu verið hentugir fyrir fiskeldi, en eru enn sem komið eru einungis undir álagi frá náttúrulegum aðstæðum.   Verkefnið er hluti af stærra verkefni „Íslenskir firðir: Náttúrulegt lífríki Ísfjarðardjúps og þolmörk mengunar“ og er það styrkt af Verkefnasjóði Sjávarútvegsins.

Knowledge about the benthic live in shallow waters around Iceland is poor, both regarding natural circumstances and when there is pressure from aquaculture. Knowledge is also poor about how benthic communities respond to pollution from aquaculture. This study shows the relations between research stations with regards to kinship between found indicative species.

Skoða skýrslu
IS