Skýrslur

Plöntuhráefni í bleikjufóðri í stað fiskimjöls og lýsis

Útgefið:

01/05/2008

Höfundar:

Jón Árnason, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Bjarni Jónasson, Helgi Thorarensen, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

AVS

Plöntuhráefni í bleikjufóðri í stað fiskimjöls og lýsis

Markmið verkefnisins var að framleiða ódýrt fóður fyrir bleikju svo lækka megi framleiðslukostnað og auka arðsemi í bleikjueldi. Verkefnið gekk út á að prófa mismunandi hráefni (einkum plöntuhráefni) í stað fiskimjöls og lýsis og finna hve mikil hlutdeild þeirra geti verið í fóðrinu. Skilyrði árangurs var að fóðrið væri heilsusamlegt, nýtist fiskinum vel og leiddi til sambærilegs vaxtar og núverandi eldisfóður gefur og að fóðrið hefði ekki neikvæð áhrif á gæði afurðarinnar, m.t.t. efnainnihalds (fitusýrusams., litar) og eðliseiginleika (bragð, litur, þéttleiki holds). Mismunandi fóðurgerðir voru prófaðar sem startfóður fyrir bleikjuseiði, sem er ný nálgun, til þess að fá yfirlit yfir mögulegt magn mismunandi hráefna. Áhugaverðustu fóðurgerðirnar úr þeim tilraunum voru síðan prófaðar í tilraunum á stærri bleikju til þess að staðfesta árangur og til þess að skoða áhrif á gæði afurðanna. Niðurstöður tilraunanna með mismunandi próteinhráefni staðfestu að hágæða fiskimjöl (Superior) er mjög góður próteingjafi í fóður fyrir bleikju. Möguleikar bleikju á að nýta sojamjöl virðast takmarkaðir líkt og hjá laxi, þ.e. ≤ 15% innblöndun í fóðrið. Möguleg notkun maisglútenmjöls virðist vera ≤ 18% í startfóðrun en ekki tókst að prófa það á stærri fiski. Viðbrögð bleikju við repjumjöli sem próteingjafa voru hins vegar jákvæð og í raun betri en búist var við miðað við það að ekki hefur farið gott orð af þessu hráefni í fóðri fyrir aðra laxfiska. Varðandi fitugjafa í bleikjufóður sýna niðurstöður verkefnisins að hægt er að nota mismunandi fitugjafa með ásættanlegum árangri. Smáseiði virðast hins vegar gera nokkru strangari kröfur til fitugjafa en stærri fiskur. Sérstaklega kemur þetta fram í áhrifum á vaxtarhraða. Niðurstöður tilraunanna með fitugjafa sýna einnig að samsetning fitugjafans hefur afgerandi áhrif á fitusamsetningu fisksins svo og ýmsa skynmatsþætti í afurðinni. Meginniðurstaðan er þó að hægt er, innan vissra marka, að nota mismunandi fitugjafa í bleikjufóður. Einkum er áhugavert að hægt virðist vera að nota pálmaolíu í verulegum mæli.

The objective of the project was to produce economical feed for Arctic charr to decrease production cost and increase profitability in Arctic charr farming. The project investigated the possibilities of replacing fishmeal and fish oil with raw materials of plant origin, and to find out the limits for their use as feed ingredients. The criteria was that the feed should ensure maximum health, optimize utilization of feed and growth should be comparable to growth obtained by feed currently used. Neither should the feed have adverse effects on product quality, especially regarding fatty acids composition and physical properties (taste, flesh-colour, texture). Effect of different raw materials was screened in start feeding trails using Arctic charr larvae. The most interesting raw material combinations were thereafter tested in trials with bigger fish in order to confirm the results of the start feeding trials and investigate the effect of the combinations on slaughter quality of the Arctic charr. The results of the trials with different protein raw materials confirmed that high quality fishmeal (Superior) is a very good protein source for Arctic charr. Arctic charr seems to have limited ability to utilize soybean meal and the inclusion should be limited to ≤ 15% in the diet, similar to the limits that are common for Atlantic salmon diets. The limits for use of Corn gluten meal in starter diets seem to be ≤ 18% but this raw material was not tested in bigger fish. The response of Arctic charr to the use of rapeseed meal as protein source was positive and even as high inclusion as 30% in the diet did not have negative effect on growth. The main findings of the project regarding use of lipid sources is that it is possible to use different sources with reasonable effect in feed for Arctic charr. Of particular interest is the effect of palm oil. Arctic charr larvae seem to be more demanding, regarding use of lipid sources, than bigger fish. The results clearly demonstrate the effect of fatty acid (FA) composition of the lipid sources on the FA composition of the fish and it is possible to change the FA profile with different lipid sources. Different lipid sources also have marked effects on different sensory traits in the farmed Arctic charr.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fiskprótein sem fæðubótarefni

Útgefið:

01/05/2008

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson, Margrét Geirsdóttir, Ragnar Jóhannsson, Sigurður Hauksson, Sjöfn Sigurgísladóttir, Arnljótur Bjarki Bergsson

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Fiskprótein sem fæðubótarefni

Markaður fyrir fæðubótarefni og heilsuvörur fer vaxandi og slíkar vörur eru nú stærri hluti af næringu fólks en áður. Fæðubótarefni eru matvæli sem eru ætluð sem viðbót við venjulegt fæði. Prótein í fæðubótaefnum og heilsuvörum eru aðallega unnin úr mjólkur- og jurtapróteinum. Næringarsamsetning fiskpróteina er ákjósanleg sem fæðubótarefni en þróun og rannsóknum til að framleiða þau með þeim eiginleikum sem þykja hvað ákjósanlegastir fyrir fæðubótarefni hefur verið ábótavant. Með því að vinna fæðubótarefni úr fiski væri hægt að auka verðmæti hráefnisins. Markmið verkefnisins var að þróa fiskprótein sem nýttust sem fæðubótarefni. Byggt hefur verið upp verkefnanet hjá Matís með áherslu á prótein og próteinafurðir.

The market for nutritional supplements and health beneficial products is increasing as such products play bigger role in people’s nutrition. Nutritional supplements are food products intended as addition to normal diet. Currently proteins in the aforementioned products are mainly processed Soya proteins. Fish proteins contain many promising nutritional qualities, but development and research on producing them with the most favourable attributes have not been completed yet. If it were possible to produce nutritional supplements from fish, the catch value could be increased. The aim of this project was to develop fish proteins that could be used as food supplements. On the base of the project a network of various projects with emphasis on protein and protein products of fish origin has been established at Matís.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Markaðir fyrir fiskprótein. Greining á afurðum á markaði

Útgefið:

01/04/2008

Höfundar:

Guðjón Þorkelsson, Þóra Valsdóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Sigrún Mjöll Halldórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

Markaðir fyrir fiskprótein. Greining á afurðum á markaði

Skýrslan byrjar á almennri lýsingu á próteinum á matvælamarkaði þ.e. mismunandi gerðum próteina og markaðshlutdeild. Þá er gerð grein fyrir helstu vörum með fiskpróteinum þ.e. fiskmjöli, fiskpróteinþykkni, surimi, isolati, fiskmeltu, fisksósu, bragðefnum, gelatíni, fæðubótarefnum og heilsutengdum eiginleikum þeirra. Markfæði með soja-, mjólkur- og fiskpróteinum er lýst. Helsu ályktanir um stöðu fiskpróteina á þessum markaði eru: Notkun próteinisolats í sprautaðar og tromlaðar vörur mun auka efnahagslegt, næringarfræðilegt og umhverfislegt virði með betri nýtingu hráefna í flakavinnslu. Einnig við framleiðslu á tilbúnum sjávarafurðum. Ennþá eru mörg vandamál sem þarf að leysa. Unnt væri að ná töluvert meiri virðisauka ef hægt væri að framleiða isolat af miklum gæðum úr feitum uppsjávarfiskum. Þrátt fyrir vísbendingar um ýmsa ágæta vinnslueiginleika fiskpróteina þá eru aðferðir við einangrun og hreinsun skemmra á veg komnar en fyrir jurta- og mjólkurprótein. Þau geta ekki keppt við þau sem hjálparefni í tilbúin matvæli. Hins vegar eru góðar líkur á að þróa fleiri fæðubótarefni úr vatnsrofnum fiskpróteinum (VFP) t.d. til að draga úr blóðþrýstingi eða til að auka varnir líkamans gegn álagi. Ákveðnar próteinvörur má jafnvel nota til að stýra matarlyst í baráttunni gegn offitu. Auk þessa, þá eru vörur á markaðnum til að lækka blóðsykurstuðull (e. glycemic index). Markaðurinn fyrir slíkar vörur úr fiskpróteinum er ekki stór en mun að öllum líkindum vaxa auk þess sem tækifæri felast í að nota hefðbundnar framleiðsluaðferðir s.s. gerjun til að auka lífvirkni eiginleika VFP og nota þau í vörur sem neytendur þekkja. Miklar líkur eru á að saltlitlar fisksósur og fiskbragðefni með sérhannaða lífvirka eiginleika verði á boðstólnum í framtíðinni. Þetta byggist þó að hluta á því að heilsufullyrðingarnar fáist viðurkenndar. Til þess þarf viðamiklar og kostnaðarsamar rannsóknir sem bæði opinberir aðilar og fyrirtæki munu þurfa að kosta.

A short overview is given for products and the market for food protein ingredients. The main types of fish protein products are described, that is, fish meal, fish protein concentrate and isolate, surimi, fish silage, fish sauce, fish flavours and gelatine. Food supplements with soy, dairy and fish proteins or peptides and their health-related properties are covered. The main conclusions for the future outlook for fish protein and peptide products are: Applying protein isolates as water binders in injected and tumbled products will result in greater additional economic, nutritional and environmental values by increasing the yield of raw materials in fish filleting operation and by using them in production of ready-to-eat seafood products. There would be an even greater economic advantage if pH-shift methods could be used to produce high-quality isolates from raw material that today is unfit for traditional processing. Fish protein ingredients cannot compete on price, size and quality with plant and dairy proteins on the functional ingredient market. Plant and dairy ingredients will continue to be a part of formulating ready-to-eat convenience fish products. More supplements from FPH can be developed to reduce high blood pressure but they will face heavy competition from other protein sources. The antioxidant properties of FPH can be employed in supplements and food products to enhance the antioxidant defenses of the body against oxidative stress. They can also be used as immunomodulators to enhance non-specific host defense mechanisms. Specific protein products can even be made to control food intake in the fight against obesity. The market for such products made from fish proteins is not big but it will grow and there are also opportunities for adapting traditional food processes like fermentation to enhance the bioactive properties of FPH and to use them in products that consumers already know. Low-salt fish sauce and fish flavours with tailor-made bioactive properties are likely the future. Sufficient scientific evidence must be produced if companies are to produce and sell products with health claims. Private companies, universities and other research organizations can work together on special hydrolysates or peptides but the cost might be too high for small companies, so a global collaboration may be needed in the interests of fisheries, fish processing industries and consumers worldwide.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Oxun í fiskvöðva – Hlutverk fosfólípíða, próteina, andoxunarefna og áhrif suðu á oxun í fiskvöðva

Útgefið:

01/04/2008

Höfundar:

Rósa Jónsdóttir, Margrét Bragadóttir, Guðrún Ólafsdóttir

Styrkt af:

Rannsóknasjóður RANNÍS

Tengiliður

Rósa Jónsdóttir

Fagstjóri

rosa.jonsdottir@matis.is

Oxun í fiskvöðva – Hlutverk fosfólípíða, próteina, andoxunarefna og áhrif suðu á oxun í fiskvöðva

Markmið verkefnisins var að auka skilning á áhrifum oxunar í fiskvöðva sem rýra bragðgæði og næringargildi fisks. Metin voru áhrif viðbættra náttúrulegra þráavarnarefna eða andoxunarefna til að bæta stöðugleika fiskafurða og þannig auka möguleika á notkun fisks í tilbúna rétti. Fosfólípíða líkan úr þorski var notað til að skoða áhrif þráahvata (blóðrauða úr þorski og bleikju) og þráahindra í vökvafasa úr loðnu og úr íslenskum þörungum. Einnig voru skoðuð áhrif suðu og viðbættra þráavarnarefna á bragðeiginleika og myndun svokallaðs upphitunarbragðs í soðnu fiskhakki. Áhrif oxunar á himnubundin fosfólípíð og prótein í fiskvöðvalíkani og í fiskhakki við hitun og geymslu voru mæld með skynmati, litmælingum, hefðbundnum þránunarmælingum (TBA), gasgreinimælingum til að bera kennsl á rokgjörn lyktarefni og hárpípu rafdrætti (capillary electrophoresis, CE) til að greina peptíð og amínósýrur sem áhrif hafa á bragð og lífvirkni. Skoðuð voru tengsl á milli þessara þátta til að skýra og skilja betur oxunarferli í fiskvöðva og þá þætti sem takmarka geymsluþol tilbúinna fiskafurða. Helstu neikvæðu áhrif oxunar á gæði fisks voru myndun lyktarefna, aðallega aldehýða, sem eru niðurbrotsefni fitusýra. Himnubundna fitan í mögrum fiski getur því haft mikil áhrif á bragðgæði tilbúinna matvæla þrátt fyrir að vera í litlu magni. Oxunarhvatar eins og blóð í holdi og suða leiddu til hraðari oxunar, sem sýnir að með réttri blóðgun og mildri hitameðferð mætti takmarka oxun og viðhalda betur bragðgæðum fisks. Auk þess má draga úr oxuninni með notkun á andoxunarefnum. Mælingar á andoxunarvirkni loðnusoðs í fiskvöðvalíkani sýndu að breytilegir ytri þættir eins og árstíðasveiflur og meðhöndlun loðnuhráefnis geta haft áhrif á andoxunarvirkni. Nýnæmi í þessu verkefni eru grunnrannsóknir á áhrifum þráahindra úr loðnu og þörungum ásamt breytingum sem verða á niðurbrotsefnum við suðu sem hafa bein áhrif á bragðgæði vörunnar. Rannsóknum á þessu sviði er haldið áfram í nýjum verkefnum þar sem lögð er áhersla á að skoða betur náttúrleg andoxunarefni úr loðnu og þörungum, sem og heilsubætandi áhrif þeirra.

The aim of the project was to study the effect of heating on oxidation of phospholipids, and the role of antioxidants in fish muscle to influence sensory quality and nutritional value. A phospholipid model from cod was used to study the effect of pro-oxidants (hemoglobin from cod and trout) and antioxidants in aqueous fraction of capelin and in seaweed extracts. The effect of heating and the addition of antioxidants on the sensory quality and the development of warmed-over-flavour (WOF) in fish mince were also studied. The development of degradation compounds in washed cod model system during storage and heating was studied by sensory analysis, colour measurements, traditional lipid oxidation analysis (TBA) and gas chromatography analysis to identify volatile compounds. Capillary electrophoresis (CE) was applied for the analysis of peptides and amino acids that influence the sensory quality and bioactivity. The correlation between these analyses was studied to better understand the oxidation processes in fish muscle and to explain factors reducing the shelf life of ready-to-eat fish products. Quality defects related to oxidation of polyunsaturated fatty acids and formation of volatile compounds like aldehydes contributing to rancidity and colour changes were enhanced by pro-oxidative effects of blood and cooking. Membrane bound phospholipids are therefore of concern as precursors for off flavour and quality defects in lean fish despite of low fat content. Capelin broth appeared to have antioxidant effects in fish model system whereas press juice from whole capelin exhibited pro-oxidant effects. The outcome of this project is increased knowledge on oxidation in fish muscle to underpin the development of healthy and tasteful fish products of high sensory quality and nutritional values fulfilling the needs of consumers. Continued studies have been established in new projects to further characterize the antioxidant properties and possible health effects of capelin and seaweed extracts.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Samanburður á einangrun kera með tilraunum og varmaflutningslíkönum

Útgefið:

01/04/2008

Höfundar:

Björn Margeirsson

Styrkt af:

Promens Dalvík ehf, Matís ohf

Samanburður á einangrun kera með tilraunum og varmaflutningslíkönum

Markmið verkefnisins var að rannsaka einangrunargildi þriggja gerða fiskikera. Kerin voru ýmist einangruð með polyethylene eða polyurethane frauði og af tveimur stærðum, 400 og 460 L. Í tveimur tilraunum var fylgst með hitastigshækkun vatns í kerunum með tíma með upphafshita vatnsins u.þ.b. 4 °C og umhverfishitastig u.þ.b. 18 – 20 °C. Hitastigshækkunin var einnig metin með tölvuvæddum varmaflutningslíkönum (CFD líkönum). Áhrif þvingaðs loftstreymis kringum kerin (þvingaður varmaburður) voru metin með samanburði við varmaástand í frjálsum varmaburði (í logni). Rannsóknin sýndi að töluverður munur er á einangrun mismunandi kera og komu kerin misvel út eftir því hvort um frjálsan eða þvingaðan varmaburð var að ræða. Niðurstöðum mælinga og varmaflutningslíkana fyrir ker í logni bar vel saman en endurbæta þarf líkanið fyrir ker í vindi. Í frekari rannsóknum á einangrunargildi keranna ætti að nota ísaðan fisk í stað vatns til að líkja enn frekar eftir raunverulegum aðstæðum.

The aim of the project was to investigate the insulation capability of three types of fishing tubs. The tubs were either insulated with polyethylene or polyurethane foam and of two sizes; 400 and 460 L. In two experiments water temperature inside the tubs was monitored with initial water temperature ca. 4 °C and ambient temperature ca. 18 – 20 °C. The water temperature was also simulated in computational fluid dynamics models (CFD models). Influence of forcing air flow around the tubs (forced convection) was evaluated by comparison to free convection. Considerable difference was found between insulation capabilities of the different fishing tubs. Forced convection had different effects on different tub types. A good congruity was between experimental and CFD results for tubs in no wind, but some improvements should be done for the CFD model for tubs in wind (forced convection). In further research on insulation capability of the tubs iced fish should be used instead of water in order to resemble practical situations.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Kolmunni sem markfæði

Útgefið:

01/03/2008

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Ragnar Jóhannsson

Styrkt af:

Rannís

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Kolmunni sem markfæði

Markmið verkefnisins var að svara rannsóknaspurningunni: Hvaða lífvirkni er hægt að fá fram hjá peptíðum unnum úr kolmunna með ensímum? Lífvirkni er forsenda þess að unnt sé að nota kolmunna sem markfæði. Sem hráefni voru notuð einangruð kolmunnaprótein. Rannsóknin sýndi að niðurbrotin kolmunnaprótein hafa lífvirkni. Hins vegar reyndust skynmatseiginleikar afurða ekki nægjanlega góðir og heimtur lágar. Var það sérstaklega sökum þess hversu erfiðlega gekk að afla fersks kolmunna sem hráefnis. Í seinni skrefum verkefnisins var því ákveðið að nota þorsk. Markmiðið var að kanna sérstaklega hvort einangruð þorskprótein höfðu aðra eiginleika en hakk m.t.t. skynmats og blóðþrýstingslækkandi eiginleika afurða. Niðurstaðan var að ekki fannst munur á þessum eiginleikum í rannsókninni. Í verkefninu var kannað samspil vatnsrofs með ensímum og vinnslueiginleikar og lífvirkni. Samspil vatnsrofs kolmunnapróteina einangruð með nýrri aðferð og lífvirkni þeirra hefur ekki verið framkvæmd áður og var þar um alþjóðlegt nýnæmi að ræða. Í verkefninu var aflað mikillar þekkingar á sviði ensímniðurbrots og lífvirknieiginleika próteinafurða.

The aim of the project was to answer the question: What kind of bioactive properties do peptides produced by enzyme hydrolysis of blue whiting have? Some sort of bioactivity is needed if they are to be used in functional food. The substrate for the hydrolysis was isolated blue whiting proteins. Well-known, commercially available enzymes were used to hydrolyse the proteins to different degrees of hydrolysis (%DH). The blue whiting hydrolysates showed bioactive properties, but their sensory characteristics were not good. Furthermore, the yield of the process was low. The reason for this was a shortage of fresh raw material. Thus, in the next steps cod was therefore used. The main aim was to study whether different sensory and bioactive characters were achieved when isolated proteins were used compared to mince. The results of the project indicate that there is no difference. In the project the connection between enzyme hydrolysis and functional and bioactive properties was examined. Main emphasis was on the effect of using isolated proteins as raw material for enzyme hydrolysis. In the project important knowledge in the field of enzyme hydrolysis and bioactivity was gained that will facilitate future research.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lífríki í hverum við Kröflu og Námafjall

Útgefið:

01/02/2008

Höfundar:

Sólveig K. Pétursdóttir, Snædís Björnsdóttir, Sólveig Ólafsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson

Styrkt af:

Orkustofnun vegna Rammaáætlunar / National Energy Authority

Tengiliður

Guðmundur Óli Hreggviðsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudmundo@matis.is

Lífríki í hverum við Kröflu og Námafjall

Þessi rannsókn á lífríki í hverum á hverasvæðunum við Kröflu og Námafjall er fjórði áfangi verkefnisins um lífríki á hverasvæðum á Íslandi sem er hluti af Rammaáætlun um nýtingu á vatnsafli og jarðvarma á háhitasvæðum. Þegar hefur verið skilað niðurstöðum úr sambærilegum rannsóknum á Hengilssvæði (2005), Torfajökulssvæði (2006) og Krísuvík (2007). Alls voru tekin um 20 sýni af vökva, jarðvegi eða lífmassa og tókst að greina tegundasamsetningu í 13 þeirra með hlutaraðgreiningu á 16S rRNA. Ríkjandi tegundir í Kröflusýnum voru frumbjarga og efnatillífandi af fylkingum Aquificae og β-Proteobaktería. Sýni úr Jarðbaðshólum voru fjölbreyttari og greindust til fylkinga Actinobacteria, Acidobacteria, Firmicutes, ljóstillífandi Cyanobacteria og Deinococcus-Thermus. Í ljósi þess hve gerð sýna og sýnatökustaðir voru fjölbreyttir kom ekki á óvart að tegundasamsetning væri mismunandi. Flestar tegundir sem fundust er einnig að finna á öðrum hverasvæðum í heiminum. Nýjar bakteríutegundir fundust í nokkrum sýnum, m.a. frumbjarga Hydrogenobacter tegund í sýni úr afrennsli frá skiljustöð við Kröflu. Ennfremur fundust tvær nýjar tegundir β-Proteobaktería. Þrjár nýjar tegundir γProteobaktería fundust, ein í Grjótagjá, önnur í jarðvegssýni við gufuauga í Jarðbaðshólum og sú þriðja í afrennslislæk í Kröflu. Ný tegund af Meiothermus ættkvísl fannst í Jarðbaðshólum og að lokum ein fjarskyld (92%) Thermus tegund. Einn stofn náskyldur (≥98%) tegundinni Thermus aquaticus fannst í sýni af Kröflusvæðinu, en þessi tegund hefur verið talin einlend í Bandaríkjunum. Líffræðilegur fjölbreytileiki í sýnunum var áætlaður á bilinu 1,0 – 5,8 á skalanum 1-10, en algengt er að gildið sé á bilinu 1-2 í sýnum úr jaðarvistkerfum þar sem umhverfisálag er mikið. Gildið var afar lágt í nokkrum sýnum í rannsókninni, eða 1,04 í jarðvegssýni úr Suðurhlíðum Kröflu, 1,2 í vökvasýni úr afrennslislæk í Kröflu, 1,0 í leirhver við Víti og 1,1 í vökvasýni úr Bláa lóninu í Bjarnarflagi. Líffræðilegur fjölbreytileiki var talsvert hærri í sýnum úr Grjótagjá (3,4) og Jarðbaðshólum (4,8-5,2) sem kemur ekki á óvart þar sem umhverfisaðstæður voru hagstæðari fleiri tegundum. Vatnssýni úr hverum voru skönnuð fyrir 72 frumefnum (ICP_MS). Vonir eru bundnar við að í framtíðinni verði hægt að tengja saman frumefnamælingar við niðurstöður úr tegundasamsetningu í sýnum.

This project on microbial diversity in hot springs in the Krafla and Namafjall geothermal areas is within the Framework of Utilization of Geothermal power of high temperature geothermal areas in Iceland. Other areas studied so far are the Hengill area (2005), Torfajökull area (2006) and Krísuvik area (2007). Twenty samples were taken from liquid, soil or biomass. Partial sequencing of 16S rRNA genes from the samples was used to estimate species composition in the samples. Species composition was estimated in 13 samples. Dominating species within the Krafla samples were chemolithoautotrophic species of Aquificae and β-Proteobacteria phyla. In Jarðbaðshólar samples, the species were more diverse and belonged to the Actinobacteria, Acidobacteria, Firmicutes, Cyanobacteria and Deinococcus-Thermus phyla. This was not surprising as sample types and sample sites were diverse in character. Most species found in this study were known from other geothermal areas in the world. Novel species were found in several samples: A chemolithoautotrophic Hydrogenobacter species was found in an effluent from the powerplant in Krafla. Two new species of β-Proteobacteria were also found in the samples. Three novel species of γ-Proteobacteria were found, one in Grjótagjá, one in Jarðbaðshólar and one in the Krafla effluent. A novel species of the genus of Meiothermus was found in Jarðbaðshólar. Finally one species, a distant (92%) relative of Thermus spp. A close (≥ 98%) relative of Thermus aquaticus was found in one sample from the Krafla area, but this species has hitherto been confined to the USA. A biodiversity index of the samples was calculated between 1,0-5,8, but a value of 1-2 is common in samples from extreme ecosystems were environmental pressure is high. This value was quite low in several samples i.e. 1,04 in a soil sample from the southern hills of Krafla, 1,2 in a liquid sample from the Krafla effluent, 1,0 in a geothermal mudsample from Víti and 1,1 from a liquid sample from the Blue Lagoon in Bjarnarflag. Calculated biodiversity index in samples from Grjótagja and Jarðbaðshólar was considerably higher which is not surprising as environmental conditions were favourable to a higher number of species. Water samples from hot springs were scanned semi quantitatively for 72 elements and analyzed with ICP-MS. In the future we hope to be able to connect data from element analysis to results of species composition.

Skoða skýrslu

Skýrslur

QALIBRA – Cluster Meeting Report and Minutes from the 2nd Cluster meeting of the QALIBRA and BENERIS projects

Útgefið:

01/02/2008

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Björn Þorgilsson

Styrkt af:

European Commission, Matís, CSL, RIVM, WU, Upatras, Altagra, Ipimar

QALIBRA – Cluster Meeting Report and Minutes from the 2nd Cluster meeting of the QALIBRA and BENERIS projects

Þessi verkefnaskýrsla greinir frá sameiginlegum fundi í tveimur evrópskum verkefnum sem nefnast QALIBRA og BENERIS. Fundurinn var haldinn í Helsinki í Finnlandi 6. til 9. nóvember 2007. Bæði verkefnin heyra undir Priority 5, Food Quality & Safety í 6. Rannsóknaráætlun ESB og deila sumum verkþáttum. Tilgangur fundarins var:

1) Úttekt tveggja eftirlitsaðila frá ESB á vinnu verkefnanna fyrstu 18 mánuðina

2) Tryggja upplýsingaflæði milli verkefna og ræða áframhaldandi samstarf

3) Umsögn og tillögur vísingaráðgjafanefndar verkefnanna um vinnuna og framhaldið

QALIBRA, eða “Quality of Life – Integarted Benefit and Risk Analysis. Webbased tool for assessing food safety and health benefits,” skammstafað QALIBRA (Heilsuvogin á íslensku), er þriggja og hálfs árs verkefni sem Matís stýrir. Verkefnistjóri er Helga Gunnlaugsdóttir, deildarstjóri á Matís. Makmið QALIBRA – verkefnsins er að þróa magnbundar aðferðir til að meta bæði jákvæð og neikvæð áhrif innihaldsefna í matvælum á heilsu manna. Markmiðið er að setja þessar aðferðir fram í tölvuforriti sem verður opið og aðgengilegt öllum hagsmunaaðilum á vefnum. Markmið BENERIS verkefnisins er að skapa aðferðafræði til að meðhöndla flóknar ávinnings-áhættu aðstæður, og nota þær síðan til að meta ávinning/áhættu sem ákveðnar tegundir matvæla geta haft í för með sér. Fyrsta tegund matvæla sem unnið verður með við þróun þessarar aðferðafræði er sjávarfang. Þessi skýrsla greinir frá umræðum og helstu niðurstöðum fundarins.

This report is a summary of the 2nd Cluster meeting of the QALIBRA and the BENERIS projects in Helsinki, Finland, November 6-9th, 2007. Both projects are funded by the EC´s 6th framework programme, and have the same contract starting dates and a common workpackage (WP6) for cluster activities. Both projects began on April 1st 2006 and will run until October 2009, or for 42 months. This report contains results of the discussions that took place and the actions defined, while the overheads presented during the meeting are compiled in an Annex to the report. The overall objective of QALIBRA is to develop a suite of quantitative methods for assessing and integrating beneficial and adverse effects of foods and make them available to all stakeholders as web-based software for assessing and communicating net health impacts. The overall objective of BENERIS is to create a framework for handling complicated benefit-risk situations and apply it for analysis of the benefits and risks of certain foods. The first food commodity to be used in the development of the methodology is seafood.

The objective of the Cluster meeting was:

1) Evaluation (by two independent experts appointed by the EC) of activities from the beginning of the projects until the meeting

2) Sharing of information on scientific progress and plans between Qalibra and Beneris, as well as planning of further cluster activities

3) Obtain feedback and advice from the Qalibra/Beneris Scientific Advisory Panel (SAP)

This report contains results of the discussions that took place and the actions defined.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Erfðamarkasett fyrir bleikju

Útgefið:

01/02/2008

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Alexandra M. Klonowski, Sigurbjörg Hauksdóttir, Kristinn Ólafsson, Helgi Thorarensen, Einar Svavarsson, Sigríður Hjörleifsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannsóknamiðstöðvar Íslands

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Erfðamarkasett fyrir bleikju

Markmið verkefnisins var að búa til öflug erfðagreiningasett fyrir bleikju með 15-20 erfðamörkum. Mörg erfðamörk hafa verið birt fyrir bleikju og aðra laxfiska en gallinn er sá að ekkert hentugt fjölmögnunar erfðamarkasett er þekkt en það er forsenda þess að notkun tækninnar sé hagkvæm. Mikilvægt er að erfðamörkin sýni breytileika innan stofnsins, séu af ákveðinni stærð en þó misstór, virki vel í fjölmögnunarahvarflausn og séu vel læsileg eftir að búið er að keyra sýnið á raðgreiningarvél. Áhættan í verkefninu fólst í því hvort hægt væri að finna hentug erfðamörk sem mætti setja saman í 2-3 hvarfblöndur. Prófuð voru 70 vísapör fyrir 56 birt erfðamörk. Niðurstaða verkefnisins var sú að hægt var að koma saman 17 erfðamörkum í 3 hvarfblöndur. Alls voru greindir 140 fiskar úr eldisstofni Hóla með þessum 17 erfðamörkum en auk þess voru 12 villtir fiskar greindir með þeim. Niðurstöður sýndu að erfðamörkin nýttust til að aðgreina mismunandi hópa bleikju. Úrvinnsla á erfðagreiningum staðfesti greinilega að Hólableikjan er aðallega byggð upp af tveimur stofnum. Nokkur sýni af villtri bleikju sem voru erfðagreind gáfu nýjar samsætur sem ekki sjást í eldisfiskinum. Nú eru því til erfðamarkasett sem geta nýst í kynbótastarfi, í stofnrannsóknum á villtri bleikju og í rekjanleikarannsóknum. Þetta verður til að efla kynbótastarf og er öflugt verkfæri við rannsóknir á bleikju í framtíðinni.

The goal of the project was to develop genotyping protocols for Arctic charr containing multiplexes of 15-20 microsatellite markers. Many microsatellite markers have been published for salmonoid fishes, but no multiplexes are known which are of practical use when analyzing many samples at a time and therefore, to make the research profitable. The microsatellite markers must show variability among the fishes, they must be of certain sizes and of variable sizes, they must be amplifiable in multiplex PCR reactions and they must be easily readable from the machine. The risk of the project was to find published microsatellite markers which would fulfill these criteria and fit into 2-3 multiplex PCR reactions. Seventy primer pairs were tested for 56 published microsatellite markers. The results of the project were that 17 microsatellite markers which fit into 3 multiplex PCR reactions. A total of 140 fish from the brood stock of Arctic charr from the University at Holar was analyzed in the study as well as 12 samples from wild fish of different lakes and rivers. The results indicate that these markers can be used to analyze different stocks of Arctic charr. Furthermore, analyzes of the brood stock confirms that it mainly consists of two different stocks. New alleles were observed in the wild fish compared to the brood stock fish. A genotyping protocol to analyze Arctic charr for use in breeding industry, in wild fish research and in tractability analyzes, is now available. This will help in building up breeding programs and will be a helpful tool of the genetic research of Arctic charr.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Myndun akrýlamíðs í matvælum

Útgefið:

01/01/2008

Höfundar:

Ólafur Reykdal, Irek Klonowski

Styrkt af:

Norræna nýsköpunarmiðstöðin (NICe)

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Myndun akrýlamíðs í matvælum

Á árunum 2004-2007 tóku Íslendingar þátt í norrænu verkefni um myndun akrýlamíðs (Akrylamide – Precursors: Limiting substrates and in vivo effects. Myndun akrýlamíðs var könnuð í afurðum úr korni og kartöflum og gagna var aflað um forvera akrýlamíðs, sykrur og amínósýrur. Íslenskt bygg var prófað í bökunarvörur og hafði það ekki áhrif á myndun akrýlamíðs. Í þjóðlegu íslensku bökunarvörunum flatkökum og laufabrauði myndaðist lítið akrýlamíð og er líklegasta skýringin stuttur hitunar-tími. Akrýlamíð var ekki mælanlegt í hveitibrauðum, byggbrauðum og maltbrauðum en í ljós kom að við bakstur á seyddum brauðum í langan tíma gat myndast talsvert akrýlamíð. Akrýlamíð í frönskum kartöflum var breytilegt en í lok verkefnisins var það lágt eftir for-steikingu í verksmiðju. Akrýlamíð ræðst þá mikið af seinni steikingu í heimahúsi.

Icelandic food scientists and –companies participated in a Nordic project on acrylamide (Akrylamide – Precursors: Limiting substrates and in vivo effects) in 2004 – 2007. The formation of acrylamide was investigated in cereal- and potato products and data on the precursors of acrylamide, sugars and amino acids, were collected. Icelandic barley flour was used in bakery products and did not influence the formation of acrylamide. Insubstantial acrylamide formed in the traditional Icelandic bakery products flat bread and thin unleavened wheat bread. Acrylamide was not detected in several types of bread, but quite high levels of acrylamide were found in sweetened rye bread which is baked for a long time. Acrylamide in french fries proved variable but moderate levels were found in 2006 after first frying in factory. The levels of acrylamide depend very much on the second frying at home.

Skoða skýrslu
IS