Skýrslur

Ólífræn snefilefni í lífverum við NV-land

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Helga Gunnlaugsdóttir, Guðjón Atli Auðunsson, Guðmundur Víðir Helgason, Rósa Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Sasan Rabieh

Styrkt af:

AVS rannsóknarsjóður í sjávarútvegi, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Matís

Ólífræn snefilefni í lífverum við NV-land

Tilgangur rannsóknarinnar var að leita skýringa á sérstöðu NV-miða, sérstaklega Arnarfjarðar, m.t.t. ólífrænna snefilefna, einkum kadmíns, í lífverum. Í því skyni var mældur styrkur snefilefna í sýnum af kræklingi (Mytilus edulis), hörpudiski (Chlamys islandica) og sjávarseti á nokkrum stöðum við Ísland, en sérstök áhersla lögð á sýnasöfnun á NV-miðum. Helstu niðurstöður verkefnisins eru að styrkur kadmíns í kræklingasýnum frá Arnarfirði er almennt töluvert hærri en í öðrum sýnum sem tekin voru af krælingi á NV-miðum og er þessi munur tölfræðilega marktækur (T-próf, α = 0,05 (5%)). Sömuleiðis er tilhneiging til að styrkur járns, kopars, mangan og sínks sé lægri í kræklingi í Arnarfirði en öðrum fjörðum á NV-miðum, og er þessi munur mest áberandi fyrir járn og sink. Niðurstöðurnar leiða í ljós að styrkur kadmíns í krælingi úr Arnarfirði er yfir hámarksgildum ESB fyrir krækling í 9 sýnum af 10, auk þess eru sýni af kræklingi af ræktunarböndum úr Hestfirði í Ísafjarðardjúpi og Ósafirði (inn af Patreksfirði) yfir mörkum ESB (1,0 mg/kg votvigt fyrir samlokur). Kræklingasýni frá Dýrafirði, Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi og Patreksfirði við Sandodda eru einnig mjög nálægt mörkum ESB. Magn snefilefna í seti á NV-miðum virðist vera mjög svipað og fyrri mælingar á snefilefnum í íslensku sjávarseti á þessum slóðum gefa til kynna. Þetta bendir til þess að skýringa á háum styrk kadmíns í kræklingi úr Arnarfriði sé líklega ekki að leita í hærri styrk kadmíns í seti á þessu svæði. Niðurstöður verkefnisins gefa upplýsingar um sérstöðu íslenskra hafsvæða m.t.t. ólífrænna snefilefna. Slíkar upplýsingar og vísindaleg gögn eru forsenda þess að Íslendingar geti haft áhrif á ákvarðanatöku við setningu hámarksgilda fyrir matvæli t.d. hjá ESB. Niðurstöður úr verkefninu hafa nú þegar verið nýttar til að að hafa áhrif á hækkun á hámarksgildum ESB fyrir kadmín í samlokum og hafa verið send til EFSA vegna gagnasöfnunar um kadmín í matvælum.

The aim of this research was to investigate the unique position of the territorial waters around NW-Iceland, especially Arnarfjörður, with respect to trace elements, particularly cadmium, in biota. In order to achieve this goal, trace elements in blue mussels (Mytilus edulis), scallops (Chlamys islandica) and sediments around Iceland were analyzed, with special emphasis on sampling in the NW-Iceland area. The main results from this research indicate that cadmium levels are statistically higher in blue mussels from Arnarfjörður compared to other areas in NW-Iceland (T-test, α = 0,05 (5%)). In contrast with cadmium, the iron, copper, manganese and zinc concentrations were lower in the blue mussels from Arnarfjörður in comparison with other areas in NW-Iceland. This difference was most obvious with regard to iron and zinc. The cadmium level in blue mussels from Arnarfjörður, Hestfjörður in Ísafjarðardjúp and Ósafjörður exceeds the maximum cadmium level (1,0 mg/kg wet weight) set by the European commission (EC) for Bivalve molluscs. The cadmium level in blue mussels from Dýrafjörður, Seyðisfjörður in Ísafjarðardjúpi and Patreksfjörður are also close to the maximum cadmium level set by EC. The results for trace elements in sediments from Arnarfjörður do not however explain the high levels of cadmium observed in blue mussels from this area.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Improved quality of herring for human consumption

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Ásbjörn Jónsson, Hannes Hafsteinsson, Irek Klonowski, Valur N. Gunnlaugsson

Styrkt af:

Nordic Innovation Center

Tengiliður

Valur Norðri Gunnlaugsson

Fagstjóri

valur@matis.is

Improved quality of herring for human consumption

Síld er ein af mikilvægustu fisktegundum í Norður Atlandshafi og í Eystrasalti. Þrátt fyrir að stór hluti af aflanum fari til manneldis, þá fara um 85% af síld í vinnslu á lýsi og mjöli. Almennur vilji er fyrir því að auka neyslu síldar til manneldis. Þess var mikilvægt að rannsaka mismunandi þætti sem hafa áhrif á gæði síldar og sérstaklega hvernig þeim er stjórnað af líffræðilegum aðstæðum. Aðlástæðan fyrir gæðavandamálum í síld er hátt innihald efnasambanda sem stuðla að þránun, og hafa áhrif á lit- og áferðarbreytingar, ásamt tapi næringarefna. Betri gæði leiða af sér aukna samkeppni á framleiðslu síldar á Norðurlöndum, ásamt jákvæðu viðhorfi neytenda gagnvart síldarafurðum. Meginmarkmið verkefnisins var að bæta gæði og magn síldar , til neyslu, með því að rannsaka gæði hráefnisins eftir veiðar. Lögð var áhersla á gæði strax eftir veiðar og gæði hráefnisins eftir mislangan tíma í frosti. Þættir eins og veiðistaður og veiðitími höfðu ekki áhrif á gæði síldar. Hins vegar hafði geymsla í frosti við -20°C teljandi áhrif á gæði hráefnisins.

Herring is one of the most important fish species in the North Atlantic and Baltic Sea, with an annual catch exceeding 2 million tonnes. Although a large part of these fish is used for human consumption, as much as 85% of the herring is used for industrial production of fish meal and fish oil. There is a general wish to increase the utilization of herring for human consumption. Thus, it was important to study the various parameters which influence the quality of herring, and in particular how these paramenters are controlled by biological factors. A major reason behind quality problems arising during post-harvest handling of herring is its high content of compounds that efficiently catalyzes the development of rancidity, pigmentation, texture changes and loss of nutritional value. Improved quality will result in increased competitiveness of the Nordic fish processing industry and would improve the attitude among the consumers towards herring products. The general objective of the project was to improve the quality and quantity of herring to be used for food production by investigating how natural variation in raw material characteristics affects post-harvest quality. Attention was given to the quality immediately after landing and the quality after period of frozen storage. The results indicated no clear differences in the quality of herring regarding catching place or season. The frozen storage for a prolonged time had the major influence on the quality of herring fillets.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fróðir fiskneytendur: Hafa neytendur gagn af fræðslu um gæðaeinkenni og meðhöndlun fisks?

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Kolbrún Sveinsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Hannes Magnússon, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Fróðir fiskneytendur: Hafa neytendur gagn af fræðslu um gæðaeinkenni og meðhöndlun fisks?

Markmið AVS Fróðir fiskneytendur er að útbúa leiðbeiningar fyrir neytendur með almennum upplýsingum um gæðaeinkenni og meðhöndlun fisks. Tilgangurinn er að bæta þekkingu almennings á fiski, sem vonandi mun stuðla að aukinni neyslu og auknu verðmæti sjávarfangs. Skýrsla þessi greinir frá gerð leiðbeininganna og niðurstöðum námskeiðs sem haldið var fyrir neytendur um hvernig meta megi ferskleika fisks og kynningu á efni leiðbeininganna. Námskeiðið var tvískipt. Í fyrri hlutanum fengu átta neytendur stuttan fyrirlestur um gæðaeinkenni þorsks og hvernig þau breytast við geymslu. Þeir fengu þjálfun í að meta ferskleika hrárra og soðinna þorskflaka af mismunandi ferskleika samkvæmt einkunnaskölum. Í seinni hluta námskeiðsins voru (sömu) neytendurnir beðnir um að gefa hráum og soðnum flökum einkunn samkvæmt eigin smekk og einnig meta ferskleika. Ennfremur voru þeir beðnir um ábendingar varðandi leiðbeiningarnar, einkunnaskalana og hvort efni námskeiðsins væri gagnlegt. Niðurstöður námskeiðsins bentu til þess að leiðbeiningar af þessu tagi eigi fyllilega erindi við neytendur. Mat þátttakenda námskeiðsins á hráum og soðnum fiskflökum samkvæmt einkunnaskölum sýndi að þeir voru fljótir að tileinka sér aðferðirnar og þær lýsingar sem gefnar voru á misfersku hráefni. Að námskeiði loknu voru viðkomandi þátttakendur öruggari í gæðamati á fiski, töldu að þeir myndu njóta fiskmáltíða betur en áður og komi til með að kaupa fisk oftar en áður. Skynsamlegt væri að fylgja verkefninu eftir með stærri hópi neytenda, bæði til að fá áreiðanlegra mat á gagnsemi slíkra leiðbeininga, sem og að fylgjast með áhrifum upplýsinga af þessum toga til lengri tíma. Í viðaukum skýrslunnar má sjá leiðbeingarnar og stytta einkunnaskala sem ætlaðir eru neytendum til að meta ferskleika fisks.

The aim of the project Fróðir fiskneytendur (English: Informed fish consumers) is to write guidelines about seafood with general information for consumers about quality attributes and fish handling. The purpose is to increase knowledge about fish in general, which will hopefully result in increased fish consumption and increased value of seafood. This report describes the conception and writing of the guidelines and the results from a workshop about evaluation of fish freshness and fish handling, held for consumers. Eight consumers received a lecture about fish handling and sensory quality of cod. They were trained to evaluate the freshness of raw- and cooked cod fillets of different storage time, using short sensory grading schemes. The consumers were also asked to grade the fillets according to their liking. In addition, the participants were asked for comments on the guidelines and the grading schemes and to evaluate if the topic in the workshop was useful. The results indicated that the guidelines and sensory grading schemes for freshness evaluation were useful for consumers. After the workshop, the consumers felt more confident about evaluating fish, thought they would enjoy fish meals more than before and would buy fish more often.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstingslækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson, Lárus Freyr Þórhallsson, Rósa Jónsdóttir, Patricia Hamaguchi

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Einangrun, hreinsun og rannsóknir á blóðþrýstingslækkandi peptíðum úr fiskpróteinum

Í rannsóknum á peptíðum unnum úr ýmsum matvælapróteinum hafa fundist peptíð með blóðþrýstingslækkandi eiginleika. Íslensk fiskprótein gætu hugsanlega orðið mikilvæg uppspretta slíkra peptíða sem nýta mætti til þróunar verðmætra fiskafurða og heilsufæðis. Markmið verkefnisins er að rannsaka þessa virkni í fiskpeptíðum og einangra, hreinsa og skilgreina peptíð með blóðþrýstingslækkandi áhrif. Í skýrslunni er greint frá fyrstu niðurstöðum á einangrun fiskpróteinpeptíða og mælinga á blóðþrýstingslækkandi áhrifum þeirra.

Various processed food proteins have been reported to include peptides with possible antihypertensive effect. Fish proteins are a potential source for such blood pressure-lowering peptides that might be used to develop valuable fish products and nutraceuticals. The aim of this project is to study the activity of fish proteins and isolate, clarify and define peptides with antihypertensive properties. The report presents the first results regarding the isolation of fish protein peptides and their bioactive properties as ACE inhibitors.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Geymsluþolstilraunir á þorskbitum: Áhrif ofurkælingar á salt- og próteinsprautaðan þorskvöðva

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

María Guðjónsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Hannes Magnússon, Sigurjón Arason

Styrkt af:

Rannsóknasjóður Rannís

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Geymsluþolstilraunir á þorskbitum: Áhrif ofurkælingar á salt- og próteinsprautaðan þorskvöðva

Samþáttuð kælirannsókn fór fram um áhrif söltunar, próteinsprautunar og undirkælingar á gæði, efna- og eðliseiginleika salt- og próteinsprautaðs þorskvöðva. Rannsóknin sýnir að með sprautun salts og próteina í vöðva má bæta nýtingu, minnka drip og auka suðunýtingu vöðvans. Á móti kemur að sprautun salts og próteina í vöðva eykur örveruvöxt og myndun reikulla basa og styttir þannig geymsluþol afurðarinnar. Með því að lækka geymsluhitastig mátti þó hamla vöxt örvera og myndun reikulla basa. Oflækkun geymsluhitastigs leiddi hins vegar til frumuskemmda vegna ísmyndunar á yfirborði óháð saltstyrk í vöðvanum. Því þykir ekki æskilegt að geyma ferskan eða léttsaltaðan þorskvöðva við hitastig lægri en -2°C. Einnig voru áhrif þess að skola sýnin í pækilbaði eftir sprautun könnuð. Slík skolun hafði ekki marktæk áhrif á vatnsog saltinnihald eða nýtni sýnanna, en sýndi hins vegar minnkun á myndun reikulla basa. Því þykir æskilegt að flök séu skoluð í pækli að lokinni sprautun til að hamla skemmdarferla að fremsta megni. Skynmatsniðurstöður sýndu að eiginleikar vöðvans breyttust marktækt við sprautun salts og próteina í vöðvann, en sprautaðir hóparnir misstu ferskleikaeinkenni sín fyrr en ferski ómeðhöndlaði viðmiðunarhópurinn.

A combined cooling experiment was performed on the effect of salting, protein injection and superchilling on the quality and physicochemical properties of brine and protein injected cod muscle. The study showed that brine and protein injections lead to increased processing and cooking yield, as well as decreased drip. Injection of salt and proteins increase on the other hand microbiological growth and the formation of volatile nitrogen bases, which in turn leads to shorter shelf life. By lowering the storage temperature this growth of microorganisms and volatile nitrogen bases could be decreased. If the storage temperature is kept too low this on the other hand led to cell damages due to ice crystallization on the muscle surface, independent on the salt content of the muscle. It is therefore not recommended to store fresh and light salted cod at temperatures below -2°C. The study also viewed the effect of brining the muscle after brine and protein injection. This brining had no significant effect on the salt or water content of the muscle but decreased the amount of volatile bases. It is therefore recommended that cod muscle is always washed in brine after injection to keep damaging processes at a minimum. Sensory analysis showed a significant difference between the characteristics of brine and protein injected samples to unprocessed cod muscle. The injected groups also lost their freshness characteristics earlier than the unprocessed control group.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Geymsluþolstilraunir á þorskbitum: Áhrif ofurkælingar, pæklunar og gaspökkunar á eðlis- og efnaeiginleika þorskvöðva

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

María Guðjónsdóttir, Hannes Magnússon, Sigurjón Arason, Guðrún Ólafsdóttir, Sigurður Bogason

Styrkt af:

AVS, Tækniþróunarsjóður Rannís, Rannsóknasjóður Rannís

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Geymsluþolstilraunir á þorskbitum: Áhrif ofurkælingar, pæklunar og gaspökkunar á eðlis- og efnaeiginleika þorskvöðva

Samþáttuð kælirannsókn fór fram um áhrif söltunar, mismunandi pökkunaraðferða og söltunaraðferða ásamt áhrifum undirkælingar á gæði og geymsluþol þorskvöðva. Niðurstöður sýna að lagering er æskilegri söltunaraðferð en sprautusöltun út frá örverufræðilegu sjónarmiði og með tilliti til drips og suðunýtingar. Hins vegar ef saltstyrkurinn við lageringu verður of hár geljast vöðvinn. Í tilrauninni þótti ekki bæta gæði fisksins að sprauta próteinum í vöðvann til viðbótar við saltið. Örveruvöxtur og magn reikulla basa minnkar með lækkuðu hitastigi og því er æskilegt að halda hitastiginu sem lægstu, án þess þó að fiskurinn frjósi. Við -4°C var yfirborð fisksins í öllum hópum, óháð saltinnihaldi, frosið og jókst ískristallamyndunin með geymslutíma. Þessi ískristallamyndun fór mun hægar fram við -2°C og því þykir það æskilegt geymsluhitastig fyrir léttsaltaðan þorskvöðva. Loftskiptar umbúðir (MAP) reyndust þá einnig æskilegri geymsluaðferð en frauðplastumbúðir, þar sem örveruvöxtur og aukning reikulla basa var hægari í MAP-umbúðunum, sem leiddi til lengra geymsluþols.

A combined cooling experiment was performed upon the effect of salting, different packaging and salting methods as well as the effect of superchilling on the quality and shelf life of cod muscle. The results show that brining is a better salting method that brine injection in terms of bacterial growth as well as increased yield. On the other hand, if the salt concentration becomes too high, gelation of the muscle proteins begins. The study also showed that injection of proteins along with salt injection did not improve the quality of the muscle. Microflora and the formation of volatile nitrogen bases decreased with lowering temperatures. It is therefore preferred to store fish at as low temperatures as possible, without letting the muscle water freeze. At -4°C the water at the muscle surface was frozen in all groups, independent of salt content, and the ice crystallization increased with storage time. This crystallization was much slower at -2°C and therefore this temperature is recommended for storage of light salted cod muscle. Modified Atmosphere Packaging (MAP) turned out to be a better packaging method than Styrofoam packaging, since the increase of bacterial growth and volatile nitrogen bases was slower in the MAP. This also lead to increased shelf life.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Notkun lífvirkra efna í lúðueldi

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Heiðdís Smáradóttir, Jennifer Coe, Rut Hermannsdóttir (MS nemi), María Pétursdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Líftækninet HA (2005-2007), Háskólasjóður KEA (2006)

Notkun lífvirkra efna í lúðueldi

Megin markmið verkefnisins var að stuðla að aukinni afkomu lúðulirfa í eldi og nota til þess umhverfisvænar aðferðir. Notuð voru lífvirk efni sem auðvelt var að nálgast, stuðluðu að auknu verðmæti sjávarfangs og hefðu jafnframt einhverja þá virkni sem óskað var eftir þ.e. bakteríudrepandi/-hamlandi, prebiotik eða ónæmisörvandi virkni. Gerðar voru tilraunir með ýmis efni í verkefninu þ.e. kítósan afleiður auk peptíða sem unnin voru úr kolmunna, þorski og ufsa. Áhrif meðhöndlunar með efnunum voru metin m.t.t. vaxtar og afkomu lirfa og fóðurdýra svo og m.t.t. samsetningar bakteríuflóru og örvunar ósérhæfðrar ónæmissvörunar í lirfum. Helstu niðurstöður benda til að hentugasta aðferðin til að koma efnum í lirfur er að nota fóðurdýr (Artemia) og var í verkefninu þróuð aðferð til að meðhöndla þau. Lífvirku efnin virtust ekki hafa bakteríuhamlandi áhrif í eldisumhverfi fóðurdýranna en stuðla að breyttri samsetningu bakteríuflórunnar. Lífvirk efni virtust fyrst og fremst nýtast sem bætiefni þar sem fóðurdýr voru bústin og spræk. Afkoma og gæði lirfa í eldiseiningum Fiskey hf. er mjög mismunandi og eru engin augljós tengsl á milli afkomu á kviðpokastigi og afkomu og gæða lirfa í lok startfóðrunar. Samsetning bakteríuflóru reyndist einnig mjög mismunandi í kviðpokalirfum og lirfum í startfóðrun. Framkvæmdar voru þrjár aðskildar tilraunir í seiðaeldisstöð Fiskeyjar þar sem lirfur í startfóðrun voru meðhöndlaðar með lífvirkum efnum. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að mikilvægt er að meðhöndla með réttum styrk efna og í hæfilega langan tíma þar sem of mikill styrkur getur haft neikvæð áhrif á vöxt og myndbreytingu lirfa. Meðhöndlun með kolmunnapeptíðum þótti gefa lofandi niðurstöður og hafa góð áhrif á myndbreytingu lirfa. Lífvirk efni virtust ekki hafa afgerandi áhrif á fjölda ræktanlegra baktería í meltingarvegi lirfa en meðhöndlun með kolmunna- og þorskpeptíðum gæti hugsanlega breytt samsetningu flórunnar. Rannsóknir á ósérhæfðri ónæmissvörun lúðulirfa leiddu í ljós tilvist C3 og Lysozyme frá lokum kviðpokastigs en framleiðsla á IgM hefst ekki fyrr en um 28 dögum eftir að startfóðrun hefst. Meira magn IgM mældist á fyrstu vikunum í lirfum sem meðhöndlaðar voru með ufsapeptíðum og gæti það bent til ónæmisörvandi áhrifa. Niðustöður verkefnisins í heild sinni benda til þess að þau lífvirku efni sem rannsökuð voru hafi ekki afgerandi áhrif á bakteríuflóru eldisins en meðhöndlun lirfa í startfóðrun með réttum styrk lífvirkra efna gæti haft góð áhrif á afkomu og vöxt lirfa og örvað ósérhæfða ónæmissvörun lirfa á þessu viðkvæma stigi eldisins þegar þær hafa enn ekki þróað sérhæft ónæmissvar.

The aim of this project was to promote increased survival of halibut larvae during first feeding by using bioactive products. The bioactive products were selected by the criterion that they were easily accessible and induced any of the desired effects i.e. inhibiting bacterial growth, prebiotic effects or immunostimulants. The products studied are chitosan and peptide hydrolysates from blue whiting, cod and saithe. The effects of treatment were evaluated with respect to growth and survival of larvae and the live feed (Artemia) as well as effects on bacterial numbers or the community structure of the intestinal microbiota of larvae and stimulation of the innate immune system of the larvae. The results indicate that treating live feed (Artemia) is a suitable method to carry the bioactive products to the larval intestines during first feeding and a new technique has been standardized for treatment of the live feed with the products. The bioactive products did not affect the total bacterial count in the Artemia but the composition of the bacterial community may be changed as a result of the treatment. The Artemia seems to use the bioactive products as a food supplement and was well suited to be used as live feed. A significant variation in overall success of larvae was observed without any obvious correlation between survival of larvae at the end of the yolk sac stage and at the end of first feeding. A different bacterial pattern was observed in the intestine at the yolk sac stage compared to first feeding larvae. Three separate experiments were carried out in the halibut production units at Fiskey Ltd. where larvae were treated with various bioactive products. The results emphasize the importance of treating larvae with the appropriate concentrations of the products, as elevated concentrations can negatively affect growth and metamorphosis of the larvae. Treatment with peptides from blue whiting resulted in relatively good survival of larvae with similar success of metamorphosis compared to control units. The bioactive products did not affect bacterial growth but there were indications that peptides from blue whiting and cod may affect the composition of the intestinal community of bacteria in the larvae. Results from studies of the immunological parameters indicate the presence of C3 and Lysozyme already from the end of the yolk sac stage and the initialization of IgM production after approximately 28 days in feeding. Production of IgM was stimulated in larvae treated with peptides from saithe, indicating immunostimulating effects of this product. The overall results indicate that the bioactive products studied did not affect the bacterial flora during the first production stages of halibut larvae. However, if used in the appropriate quantities and at the right time, the products may promote survival and growth and stimulate the innate immunity of larvae.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Forvarnir í fiskeldi. A-hluti – Forvarnir í þorskeldi

Útgefið:

01/12/2007

Höfundar:

Hélène L. Lauzon, Sigríður Guðmundsdóttir, Agnar Steinarsson, Matthías Oddgeirsson, Bergljót Magnadóttir, Ívar Örn Ásgeirsson, Berglind Gísladóttir, Eyjólfur Reynisson, Sólveig K. Pétursdóttir, Þuríður Ragnarsdóttir, Maja Herold Pedersen, Birgitte B. Budde, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir

Styrkt af:

AVS sjóður (R 41-04)

Forvarnir í fiskeldi. A-hluti – Forvarnir í þorskeldi

Markmið A-hlutans var að auka hagkvæmni við stríðeldi þorsks með því að auka lifun hrogna/lirfa og stuðla að auknum vexti lirfa í startfóðrun. Niðurstöður sýna að samsetning örveruflórunnar skýrði betur afföll en heildarörveru- eða Vibrio talningar. Víðtæk greining á örveruflóru eldiskerfa og afkomutölur á lirfustigi leiddu til ákvörðunar á æskilegum og óæskilegum bakteríum. Efnamælingar við þorskeldi á hrogna- og lirfustigi sýndu að lítil uppsöfnun efna átti sér stað í eldisvökvanum, nema við upphaf þurrfóðrunar. Val bætibaktería var ákveðið út frá ákveðnu skimunarferli og væntanlegri notkun við þorskeldi. Notkun bætibaktería við böðun hrogna og/eða lirfa var skoðuð en samfelld böðun frá hrognastigi áfram yfir í lirfustigið leiddi yfirleitt til betri afkomu, meiri vaxtar og lífsþróttar. Einnig hafði notkun bætibaktería áhrif á örveruflóruna og þroskun lirfa stuttu eftir klak, sem var m.a. staðfest með mælingum á próteinum úr ónæmiskerfinu. Notkun bætibaktería í seiðaeldi var könnuð og benti hún til aukins vaxtarhraða. Ekki tókst að sanna að aukið sjúkdómsþol næðist með notkun bætibaktería við seiðaeldi, en jákvæðar vísbendingar fengust þar um. Helstu flöskuhálsar við þróun forvarnaraðferða voru lifandi fæðudýrin, sem höfðu í för með sér mikið örveruálag. Þróun probíotískra hjóldýra með öðrum bætiörverum gaf ekki góða raun. Athuganir á sýkingarmætti bætibakteríanna í þorskseiðum sýndu að þær ollu hvorki sjúkdómseinkennum né orsökuðu dauða.

The aim was to increase the competitiveness and success of cod aquaculture by increasing survival and development from hatching through the larval stage. This was achieved by developing preventive methods to control important chemical and biological parameters. The results revealed that differences in microbiota composition between different larval treatments explained the success or lack thereof, better observed than total microbial or Vibrio counts of rearing water or larvae. Microbiota analysis and survival rates have hence led to the definition of desirable and undesirable bacteria, the latter being especially Vibrio sp. Assessment of selected chemical parameters was performed at pre- and posthatching periods, indicating NH3 build-up in the rearing water upon dry feeding. The selection of probiotic bacteria was based on a specific screening and their anticipated use in cod farming. Application of selected bacteria was tested for surface treatment of eggs and/or larval bathing, and the continuous use before and after hatching usually led to increased survival, growth and tolerance as well as influencing larval microbiota and immunological development. Application of selected probiotic bacteria was also tested with cod juveniles with increased growth rate. Disease resistance of probiotic-fed juveniles to fish pathogens was not confirmed. Development of probiotic rotifers proved difficult due to their high microbial load. Probiotic strains applied i.p. to cod juveniles were not found to be virulent

Skoða skýrslu

Skýrslur

Notkun RFID merkja í fiskvinnslu, ferlastýring og rekjanleiki

Útgefið:

01/11/2007

Höfundar:

Sveinn Margeirsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Notkun RFID merkja í fiskvinnslu, ferlastýring og rekjanleiki

Verkefni þetta hafði að markmiði að þróa og innleiða RFID merkingar í fiskvinnslu. Verkefnið var styrkt af AVS-sjóðnum. RFID merki eru auðkennimerki sem senda frá sér útvarpsbylgjur. Verkefnið fól m.a. í sér þróun aðferðafræði til að viðhalda lotum frá móttöku fiskikera og í gegnum vinnslu, án þess þó að hægja á vinnslunni, þróun á skrúfanlegum plasttappa með RFID merki til að auðvelda útskiptingu þeirra í fiskikerum og aðlögun RFID lestrar á lyftara. Verkefnið var stutt af niðurstöðum tveggja annarra verkefna, “Vinnsluspá” og “Verkunarspá” og naut jafnframt góðs af vinnu við verkefnið “Framlegðarhámörkun”. Þessi verkefni hafa sýnt fram á tengsl uppruna aflans við vinnslueiginleika og hafa að markmiði að nýta upplýsingar sem skráðar eru í fiskvinnslu til að straumlínulaga og bæta stjórnun virðiskeðju sjávarafurða, frá veiðum og á markað. Forsenda fyrir því að hægt sé að nota mælingarniðurstöður við spálíkanagerð er að tengsl séu þekkt milli mælinga sem framkvæmdar eru á mismunandi stigum framleiðslunnar. Forsendan er með öðrum orðum rekjanleiki sem er tryggður með RFID. Notkun RFID merkja í fiskvinnslu styður þannig þá vinnu og þróun sem átt sér hefur stað í þessum verkefnum, þar sem öryggi og nákvæmni þeirra líkana sem þar eru notuð byggja að stórum hluta á stöðlun í meðferð upplýsinga. Slík stöðlun fæst einmitt með því að innleiða sjálfvirkni í skráningu efnisstrauma í vinnslunni. Notkun RFID merkja er orðin nokkuð útbreidd í smásölu og hefur verslunarkeðjan Wal-Mart m.a. nýtt sér tæknina, sem hefur verið í örri þróun á síðustu árum. Hún er talin gefa mikla möguleika til aukins hagnaðar fyrirtækja í framleiðslu og smásölu, m.a. með minni sóun, bættum möguleikum til framleiðslu-og lagerstýringar og möguleikum á upplýsingagjöf til viðskiptavina. Samstarfsaðilar í verkefninu voru FISK Seafood, Matís, Maritech og Sæplast.

This project was aimed at developing and implementing RFID labels in fish processing. RFIDs are labels that transmit radio signals. The project included sustaining sequences from landing of fish tubs, through stockroom and processing, without slowing down the processing (sustaining sequences from catch to landing had been solved earlier). It also included the development of a plug, containing the RFID label, for easier exchange of labels and adjustments of RFID reading on a fork lift. The project took aim in, and collaborated with, other projects, such as “Processing forecast of cod” and “Contribution margin maximisation” (both funded by the AVS fund and Rannís), which have shown that the origin of catch and season of catch influences the processing properties of the catch. FISK Seafood, Matís, Maritech and Sæplast (Promens-Dalvík) collaborated on the project and it was funded by the AVS-fund, under the ministry of fisheries.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Kyngreining fiska

Útgefið:

01/11/2007

Höfundar:

Dr. Sigurlaug Skírnisdóttir, Msc. Eiríkur Briem, Msc. Hlynur Sigurgíslason, Dr. Guðmundur Ó. Hreggviðsson, Dr. Sigríður Valgeirsdóttir, Dr. Jónas Jónasson, Dr. Sigríður Hjörleifsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður (Rannsóknamiðstöðvar Íslands)

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Kyngreining fiska

Markmið verkefnisins var að finna kynbundinn mun á milli erfðaefnis hængs og hrygnu í laxi, lúðu og þorski. Þessar upplýsingar átti síðan að nota til að þróa kyngreiningarpróf fyrir þessar fisktegundir. Útbúin voru genasöfn fyrir hæng og hrygnu fyrir tegundirnar þrjár með frádráttarpörun. Raðirnar sem fengust í genasafninu voru raðgreindar, þreifarar útbúnir eftir þeim og þær síðan settar á örflögur. Síðan voru flögurnar þáttaparaðar við erfðaefni við hænga og hrygnur og bindingin metin fyrir kynin. Í verkefninu fólst mikið tæknilegt og markaðslegt nýnæmi þar sem raðað var saman hátækniaðferðum úr sameindaerfðafræði og upplýsingatækni til að leysa fyrirliggjandi markaðslegt vandamál í kyngreiningu í fiskeldi. Áhættan í verkefninu fólst í því hvort nægilegur kynjamunur sé í erfðamengi þessara fiska til að greina hann með flögugreiningum. Þetta verkefni var mikil áskorun og þótt lokamarkmiðið hafi ekki náðs þá gekk það upp hvað varðar aðferðafræðina og mikilla niðurstaðna var aflað. Verkefnið var því mikilvægt fyrir þroska og aðferðaþróun innan fyrirtækjanna Stofnfisks, Matís-Prokaria og Nimblegen Systems á Íslandi.

The goal of the project was to develop a sex determination method for the three fish species, cod, salmon and halibut. Gene libraries for female and male fishes were produced for the three fish species by using the subtraction hybridization method from whole genomic DNA. Probes were designed for all the sequences obtained and the probes were put on microarrays. The microarrays were hybridized with DNA from both male and female fishes and the difference scored. The risk of the project was to determine if there is enough gene difference between the sexes of these three fish species to be analyzed by using microarrays. The project did not reveal sex determination genes, but this assignment was a big challenge for the three companies Stofnfiskur, Matís-Prokaria and Nimblegen Systems. Many new methods and technical solutions were solved during the project and a large set of results were built up. The project was an important part of the fast growing and development of the companies.

Skoða skýrslu
IS