Matvælaráðuneytið vinnur nú að gerð vegvísis um nýtingu lífrænna efna til áburðargjafar í landbúnaði og landgræðslu. Vegvísirinn tekur mið af loftlagsstefnu stjórnvalda og stefnu um hringrásarhagkerfið og er ætlað að varða veginn að því hvernig settu markmiði um sjálfbæra nýtingu lífrænna efna til áburðar verði náð í skrefum árið 2040 eða fyrr.
Verkefnið felst meðal annars í því að setja fram beinskeytta og trúverðuga áætlun sem inniheldur m.a.: mat á núverandi ástandi, greiningu á tækifærum og forgangsröðun þeirra, sem og framsetningu sviðsmynda. Matvælaráðuneytið ber ábyrgð á gerð vegvísisins, en hefur sér til halds og trausts ráðið Verkfræðistofuna Eflu til að aðstoða við verkið, auk þess sem stofnanir Ráðuneytisins og hagaðilar sitja í stýrinefnd, þ.e. Matís, RML, Landgræðslan og MAST.
Fjórða október sl. var haldinn vinnufundur í verkefninu þar sem 35 hagaðilar úr hinum ýmsu atvinnugreinum fengu tækifæri til að kynna sér gerð vegvísisins og koma með innlegg í vinnuna. Fundurinn var haldinn í húsakynnum Matís og fóru þar fram góðar umræður sem án efa munu koma að gagni við gerð vegvísisins, sem til stendur að verði birtur fyrir lok árs.
Sendinefnd frá Sierra Leóne kom til landsins í lok september í boði utanríkisráðuneytisins til að kynna sér starfsemi helstu stofnanna er tengjast bláa hagkerfinu – Matís, Hafrannsóknastofnun, Fiskistofu og Sjávarútvegsskóla GRÓ.
Fyrir nefndinni var Emma Josephine Kowa, sjávarútvegsráðherra. Heimsókn nefndarinnar var undirbúningur að væntanlegum samstarfsverkefnum Íslands og Sierra Leóne, sem tengjast samkomulagi um tvíhliða samstarf landanna í þróunarmálum. Sierra Leóne er eitt fátækasta ríki veraldar þrátt fyrir aðgengi að töluverðum auðæfum, bæði á landi og sjó. Langvinnt grimmt borgarasrtíð reyndi á þjóðina en núverandi stjórnvöld eru staðráðin í þróa ríkið til betri vegar og horfa þar á betri nýtingu á auðæfum hafsins.
Sendinefndin ásamt fulltrúum utanríkisráðuneytisins kom í heimsókn til Matís 20 september s.l. þar sem starfsemi fyrirtækisins var kynnt og húsakynni skoðuð. Í framhaldi voru umræður um aðkomu Matís að ýmsum verkefnum sem snerta bláa hagkerfið og fellur undir markmið utanríkisráðuneytisins um tvíhliða samstarf. Sjávarútvegsráðherra þakkaði Matís sérstaklega fyrir vel heppnað verkefni er varðaði reykingu fisks sem skilar betri gæðum og bættu heilsufari starfsfólks. En Matís hannaði reykofninn og aðstoðaði við smíði hans.
Matís og Verkmenntaskóli Austurlands stóðu nýverið að Nýsköpunarkeppni grunnskólanna í Fjarðabyggð og er það í annað sinn sem staðið er að slíkri keppni. Nemendur á unglingastigi tóku þátt í Nýsköpunarkeppninni og höfðu þau sex vikur til þess að vinna hugmyndir að mögulegri nýtingu þangs og þara úr nágrenninu.
Í ár fór verðlaunaafhendingin fram á Tæknidegi fjölskyldunnar sem haldinn var í Neskaupstað þann 1. október síðastliðinn. Tilgangur Tæknidagsins er að kynna tækni- og vísindastarf sem unnið er á Austurlandi auk þess að kynna starf Verkmenntaskóla Austurlands og var því vel við hæfi að tilkynna sigurvegara keppninnar á Tæknideginum.
Kennarar í grunnskólum Fjarðabyggðar unnu frábært starf í því að aðstoða nemendur við útfærslu á hugmyndunum og auk þeirra voru tveir „mentorar“ fengnir til liðs við verkefnið til að aðstoða, það voru Dr. Hildur Inga Sveinsdóttir (Matís) og Dr. Guðrún Svana Hilmarsdóttir.
Til þess að skera úr um sigurvegara keppninnar voru fengnir dómarar úr nærsamfélaginu sem búa yfir mikilli reynslu úr mismunandi áttum. Dómarar þessa árs voru þau Arnfríður Eide Hafþórsdóttir, mannauðs- og öryggisstjóri Loðnuvinnslunnar, Hjördís Helga Seljan Þóroddsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð og Guðmundur Rafnkell Gíslason, framkvæmdastjóri Samvinnufélags útgerðarmanna í Neskaupstað. Verkefni dómarana var ærið enda bárust um 30 lausnir frá grunnskólunum.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson var fenginn til þess að veita verðlaunin og gerði hann það við hátíðlega athöfn á Tæknideginum. Skemmst er frá því að segja að verkefnið Þaraplast sigraði og voru það nemendurnir Júlíus Sigurðarson og Svanur Hafþórsson úr Nesskóla sem stóðu að verkefninu. Um verkefnið hafði dómnefndin þetta að segja: „Mikil nýsköpun er í því verkefni að mati dómnefndar og höfundar hafa flotta framtíðarsýn um hvernig verkefnið geti breytt heiminum.“
Annað sæti hreppti verkefnið Fjörusalt en að því stóðu þau Þór Theódórsson og Stefanía Guðrún Birgisdóttir úr Nesskóla. Dómnefndin hafði eftirfarandi um verkefnið að segja: „hugmyndin er metnaðarfull um nýtingu fjalls og fjöru og spennandi væri að sjá hana koma á markað.“
Þriðja sæti hlaut verkefnið Þaramálning og stóðu að því þær Anna Ragnarsdóttir, Ólafía Danuta Bergsdóttir og Kolka Dögg Ómarsdóttir úr Eskifjarðarskóla og lýsti dómnefndin verkefninu með eftirfarandi hætti: „afar frumlega hugmynd og mikil nýsköpun til staðar.“
Við verkefnastjórn fyrir hönd Matís var Stefán Þór Eysteinsson verkefnastjóri. Matís vill koma sérstökum þökkum á framfæri til Birgis Jónssonar verkefnisstjóra úr Verkmenntaskóla Austurlands, dómnefndar, kennara, skólastjórnenda, „mentora“, forseta Íslands og allra þeirra sem komu að verkefninu.
Matís tekur þátt í nýju verkefni sem styrkt er af Horizon Europe. Verkefnið, sem kallast Giant Leaps hefur það að markmiði að hraða skiptum úr dýrapróteinum yfir í ný fæðuprótein.
Þessi breyting á mataræði er lykillinn að því að umbreyta fæðukerfinu með tilliti til umhverfisáhrifa og bættrar heilsu og vellíðan fólks, dýra og jarðar. Verkefnið mun skila stefnumótandi nýjungum, aðferðafræði og opnum gagnagrunni til þess að hraða slíkum breytingum í samræmi við Farm-to-Fork stefnuna og markmið Græns samnings Evrópu um að ná hlutleysi í loftlagsmálum fyrir árið 2050.
GIANT LEAPS verkefnið mun skoða ný prótein, bera þau saman við hefðbundin dýraprótein og skilgreina framtíðarfæði sem stuðlar að betri umhverfi og heilsu. Þau nýju prótein sem verða rannsökuð eru prótein úr plöntum, örveruprótein, sveppaprótein, prótein úr sjó, prótein úr skordýrum, ræktað kjöt og hefðbundin prótein. Verkefnið mun takast á við þær áskoranir sem felast í því að nota ný prótein í vinnslu á matvælum, s.s. vinnslu hráefna og matvælaframleiðslu; öryggi við hönnun, þ.mt ofnæmis; meltingar og heilsu; sjálfbærni, líffræðilegum fjölbreytileika og loftslags.
Ný tækni og endurbættar aðferðir, ásamt aðgengilegum og yfirgripsmiklum upplýsingum um ný prótein munu gera stjórnmálamönnum kleift að forgangsraða breytingum í matvælakerfinu. Það mun einnig nýtast hagaðilum í virðiskeðju matvæla til að taka stefnumótandi ákvarðanir í rannsóknum, viðskiptum og fjárfestingum. Auk þess fær almenningur sjálfbærari og hollari valkost á mataræði.
GIANT LEAPS hópurinn samanstendur af 34 samstarfsaðilum víðsvegar að úr Evrópu, allt frá sprotafyrirtækjum til háskóla og rannsóknastofnana. Í byrjun september hélt verkefnastjóri verkefnisins, Dr. Paul Vos frá Wageningen Research, fyrsta fund verkefnisins í Wageningen í Hollandi. Þar gafst samstarfsaðilum tækifæri á að hittast og skipuleggja verkefnið sem er til 4 ára.
Matís mun leiða sér verkþátt um sjálfbærni þar sem skoðuð verða áhrif framleiðslu próteinanna á umhverfi, samfélag og efnahag, ásamt því að kanna möguleg áhrif á vistkerfi og hvort þau geti lagt sitt af mörkum til þess að sporna við loftslagsbreytingum. Matís tekur einnig þátt í viðamiklum rannsóknum um efnainnihald og næringargildi próteinanna og skoðun á því hvaða eiginleika þau hafa fyrir matvælaframleiðslu.
Fylgdu Giant Leap verkefninu á LinkedIn og Twitter, þar er hægt að fylgjast með gang verkefnisins.
Vinnufundur um framhaldsvinnslu á laxi verður haldinn þann 19. október í ráðhúsinu á Ölfusi. Fundurinn er haldinn í samstarfi við Ölfus Cluster í Þorlákshöfn.
Markmið þessarar vinnustofu er að tengja saman og styðja við fjölmarga hagsmunaaðila sem starfa í laxeldisiðnaði á Norðurlöndum, með áherslu á að kanna valkosti og hagkvæmni fyrir framhaldsvinnslu laxaafurða. Í þessum hópi eru laxeldisstöðvar, sölu- og markaðsaðilar, tæknihönnuðir, framleiðendur vinnslutækja, rannsóknarhópar og flutningafyrirtæki.
Markmið verkefnisins er að koma á fót neti sérfræðinga til að greina heildstætt hvort framhaldsvinnsla á laxi sé fýsilegur kostur á Norðurlöndunum. Hópurinn mun síðan meta framleiðsluskala og greina nauðsynlega verkþætti og tillögur til að ná heildarmarkmiðinu.
Upprunaleg hugmynd verkefnisins er að nýta þekkingu frá velgengni þorskvinnslu á Íslandi yfir í norrænan laxaiðnað, til að stuðla að frekari hagnýtingu og skapa störf á Norðurlöndunum. Með því að nota nútímatækni vinnsluverksmiðja og gera neyslueiningar hagkvæmari, má auka virði í norrænum laxaiðnaði. Flakaafurðir og bitar úr laxi munu lækka útflutningskostnað í samanburði við heilan slægðan lax. Einnig mun það auka staðbundna nýtingu og vinnslu á aukaafurðum, svo sem afskurðir, bein og hausar, auk þess sem kolefnisfótsporið minnkar.
Skráning er hafin!
Skráðu þig með því að smella á skráningarhnappinn hér fyrir neðan:
08:30 Opening the workshop: Short introduction to the SWOT analysis, Sæmundur Elíasson 08:45Address, Elliði Vignisson, major of Ölfus municipality 09:00-10:30 Session 1: Competitiveness in secondary processing in the Nordic
Halldor Thorkelson, Marel
Frank Yri, Seaborn/Iceborn
Per Alfred Holte, Maritech
10:30 – 11:00 Coffee
11:00 – 12:30 Session 2: Marketing and environment footprint
Ingólfur Friðriksson, EES affair, Ministry of foreign affairs
Sigurður Pétursson, Nova Food
“Consumer decision making and carbon footprint”
Audun Iversen, Nofima
Jón Hafbo Atlason, Hiddenfjord
12:30 – 13:30 Lunch
13:30 – 14:45 Session 3: Side streams production
Matti Isohätälä, Hätälä
Dennis Lohman, BAADER
14:45 Coffee break
15:15 – 16:00 Discussions and Round up
16:00 Closure
17:00 Refreshments at Lax-inn Mýrargötu 26, 101 Reykjavík
Lykillinn að þróun góðrar vöru í anda sjálfbærni er að nýta mátt skynmatsvísinda til að brúa bilið milli vísinda, iðnaðar og neytenda. Yfirskrift ráðstefnunnar er „From idea to consumption“ og á ráðstefnunni munum við rýna ferlið frá hugmynd á markað, með áherslu á sjálfbærni, þær áskoranir sem slíkt ferli felur oft í sér og það mikilvæga hlutverk sem skynmat gegnir í þróun vandaðra og sjálfbærra matar- og drykkjarvara.
Fagfólk og vísindafólk sem vinnur við skynmat, gæðamál og neytendamál á sviði matvæla og annarra neytendavara, fá þarna tækifæri til að hittast og bera saman bækur sínar. Ráðstefnan er einnig kjörin til að efla tengsl og tækifæri á norrænum slóðum. Skynmat, t.d. mat á gæðum og neytendamál, er mikilvægur hlekkur í þeirri vinnu sem fer fram i fyrirtækjum sem framleiða og selja neytendavöru.
Nordic Sensory Workshop er norræn ráðstefna sem hefur verið haldin um það bil annað hvert ár. Að ráðstefnunni standa sérfræðingar á sviði skynmats- og neytendarannsókna á Norðurlöndum og skiptast jafnframt á að halda ráðstefnuna. Í ár er það Danmörk (Teknologisk Institut) sem sér um skipulagningu með aðstoð frá norrænum samstarfsaðilum á Íslandi (Matís), Noregi (NOFIMA), RISE (The Swedish Research Institute) og Finnlandi (VTT-Technical Research Centre of Finland).
Ráðstefnan verður haldin dagana 25-26 apríl 2023, Gregersenvej 1, 2630 Taastrup, Danmörku.
Opnað verður fyrir skráningu í janúar 2023, en hægt er að skrá sig á áminningarlista með tölvupósti á netfangið: lesh@teknologisk.dk
Frekari upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast með því að smella hér eða með því að senda fyrirspurn á Kolbrúnu Sveinsdóttir hjá Matís á netfangið kolbrun@matis.is.
Allt frá stofnun Sjávarklasans 2011 hefur Matís átt í góðu og árangursríku samstarfi við klasann sjálfan og þau fyrirtæki sem í honum eru. Það hefur verið ævintýri líkast að taka þátt í og fylgjast með hvernig klasinn hefur blómstrað og skilað af sér nýjum fyrirtækjum, vörum og verðmætum landi og þjóð til heilla.
Meðal þeirra verkefna sem unnið er að um þessar mundir er ráðgjöf við yfirvöld og fyrirtæki í kringum Vötnin miklu (the Great Lakes) í Kanada hvað varðar fullnýtingu á þeim afla sem þar fæst. Verkefnið er unnið í tengslum við hugmyndafræði 100%fish. Í síðustu viku kom hópur tengdur verkefninu til að taka upp kynningarefni á rannsóknarstofum Matís. Fyrir hópnum fór dr. Alexandra Leeper, rannsóknar & þróunarstjóri Sjávarklasans, sem jafnframt er fyrrverandi starfsmaður Matís. Hér fylgja nokkrar myndir frá heimsókninni. Starfsfólk Matís er sérlega stolt að því að taka þátt í samstarfinu við Sjávarklasann.
Verkefnið Virðiskeðja Grænmetis hófst hjá Matís árið 2021 með styrk frá Matvælasjóði. Verkefnið tók fyrir gæði og geymsluþol íslensks grænmetis, ásamt því að kanna ný tækifæri, til að mynda við nýtingu á hliðarafurðum. Verkefninu er nú lokið og niðurstöður hafa verið gefnar út í fjórum skýrslum. Ólafur Reykdal verkefnastjóri og Eva Margrét Jónudóttir sérfræðingur, segja okkur hér frá verkefninu og þýðingu þess fyrir hagaðila.
Aukin verðmætasköpun í atvinnulífinu
Markmið verkefnisins var að bæta gæði, geymsluþol og minnka sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis í þeim tilgangi að efla grænmetisgeirann á Íslandi með nýrri þekkingu og auka gæði framleiðslunnar. Meginviðfangsefni verkefnisins voru geymsluþolsrannsóknir, athuganir á leiðum til að skapa verðmæti úr hliðarafurðum, og greining á leiðum til að draga úr rýrnun í virðiskeðjunni. Verkefnið gekk vonum framar og nú liggja fyrir nýjar hagnýtar upplýsingar. Áhugavert er að velta upp afhverju ákveðið var í upphafi að ráðast í þetta verkefni?
„Það er í samræmi við hlutverk Matís að auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. Ekki hefur verið unnið mikið fyrir grænmetisgeirann og því var ástæða til að bæta úr því,“ útskýrir Ólafur Reykdal.
Áhugaverðar niðurstöður og víðtæk áhrif
Verkefninu er nú lokið og hafa skýrslur verið gefnar út á vefsíðu Matís. Niðurstöðurnar eru margvíslegar og verkefnið skilar aukinni þekkingu sem mun nýtast hagaðilum áfram.
Niðurstöður úr mælingum á efnainnihaldi kartaflna kunna að koma mörgum á óvart. Í ljós kom að meira var af andoxunarefnum í kartöflunum en við var búist og mismikið var af kolvetnum (9-20%) eftir kartöfluyrkjum. Eftir því sem hlutfall kolvetna verður lægra því færri eru hitaeiningarnar í kartöflunum. Í ljósi andoxunarefnanna má því segja að hollusta kartaflna hafi verið vanmetin. Áhrif þessara niðurstaða létu ekki á sér standa og brugðust kartöflubændur á Þórustöðum við með eftirfarandi hætti:
„Verkefnið leiddi til þess að kartöflubændur á Þórustöðum í Eyjafirði endurskoðuðu merkingar á vörum sínum og í ljós kom sérstök efnasamsetning fyrir ný kartöfluafbrigði sem bændurnir höfðu tekið til ræktunar,“ segir Ólafur Reykdal.
Algengar kryddjurtir voru einnig rannsakaðar. Kryddjurtir eru bráðhollar, enda uppfullar af vítamínum og steinefnum auk þess sem þær eru notaðar til að bragðbæta matinn. „Verkefnið sýndi fram á mikla andoxunarvirkni í kryddjurtum og mikilvægi þess að geyma þær við réttar aðstæður. Útbúinn var einblöðungur sem kominn er í dreifingu,“ útskýrir Ólafur Reykdal. Hægt er að nálgast einblöðunginn hér neðst í fréttinni.
„Borið var saman grænmeti pakkað í plast og ópakkað grænmeti í allt að 12 vikur. Afgerandi munur var á léttingu pakkaðs og ópakkaðs grænmetis, þetta var sérstaklega áberandi fyrir gulrófur. Gæði gulrófna í plastfilmu héldust í að minnsta kosti 12 vikur og þær töpuðu ekki þyngd,“ útskýrir Ólafur. Útbúinn var einblöðungur með niðurstöðum, sem áhugasamir geta nálgast hér neðst í fréttinni.
„Pakkað spergilkál fékk góðar gæðaeinkunnir í sjö vikur en það ópakkaða entist mun skemur. Fyrir fleiri grænmetistegundir er vísað til skýrslna.“
„Ýmsar athuganir voru gerðar á aðfangakeðju grænmetis. Hitastig var mælt með síritum við flutninga á grænmeti um landið. Veikir hlekkir komu í ljós sérstaklega í dreifingastöðvum og verslunum á landsbyggðinni. Viðkomandi aðilar voru látnir vita og hafa þeir vonandi unnið að lagfæringum. Settar voru fram tillögur um það hvernig mætti draga úr rýrnun grænmetis í virðiskeðjunni,“ segir Ólafur Reykdal.
Niðurstöður mælinga á kartöflum komu á óvart
„Á óvart kom að meira mældist af andoxunarefnum í kartöflum en ýmsum litsterkum grænmetistegundum. Það vakti athygli hversu hátt hlutfall af steinefnum mátti finna í hliðarafurðum grænmetis. Sem dæmi þá er hlutfallslega meira af steinefnum í þurrefni að jafnaði úr hliðarafurðum (laufblöðum) en í algengu grænmeti. Þetta bendir til þess að meira af steinefnum sé að finna í hliðarafurðum en í algengu grænmeti og þar með spennandi möguleikar við vinnslu á því hráefni.
Annað sem vakti athygli var hversu algengt það er að hross séu að hluta til fóðruð á hliðarafurðum garðyrkju án þess að hafa hlotið nokkurn sýnilegan skaða af. Einhver gæti haldið því fram að með því að nota ýmsar hliðarafurðir í fóður þá gætu komið fram eitrunaráhrif en svo virðist ekki vera samkvæmt okkar heimildum miðað við það magn hliðarafurða sem er notað í fóður hér á landi.
Einnig kom verulega á óvart hversu mikið af fullkomlega góðu grænmeti er sóað vegna þess að markaðurinn getur ekki tekið við því öllu þegar það er sem ferskast. Þó við viljum alltaf reyna að minnka plastnotkun eins mikið og hægt er þá viljum við á sama tíma minnka sóun á mat með því að auka geymsluþol. Eins og niðurstöður þessa verkefnis gefa til kynna þá má auka geymsluþol grænmetis verulega með pökkun og því má segja að pökkun í þessu tilfelli kom sannarlega í veg fyrir sóun. Væntanlega verður hægt að draga úr plastnotkun með nýjum pökkunarefnum,” segir Eva Margrét.
Ný tækifæri í kjölfar vel heppnaðs verkefnis
Verkefnið hefur alið af sér tvö spennandi verkefni. Annarsvegar verkefni um áskoranir við pökkun grænmetis og hinsvegar verkefni sem fjallar um verðmæti úr hliðarafurðum garðyrkju. Verkefnin hafa bæði hlotið styrk frá Matvælasjóði.
Verkefnið um áskoranir við pökkun grænmetis hófst nú á árinu 2022. „Vonast er til að niðurstöður þessa verkefnis hjálpi til við val á pökkunarefnum og aðferðum við pökkun,“ útskýrir Ólafur
Lagður hefur verið grunnur að nýjum rannsóknum á hliðarafurðum garðyrkju sem miða að framleiðslu verðmætra afurða, styrkur hefur fengist frá Matvælasjóði og er áætlað að verkefnið fari í gang á árinu 2022. “Verkefnið gengur út á að safna mismunandi hliðarafurðum frá garðyrkju t.d. því sem fellur til við afblöðun tómat- og gúrkuplantna, blöðum af útiræktuðu grænmeti eins og blómkáli, spergilkáli, gulrófum, gulrótum, blöðum og stilkum úr blómarækt. Auk þess verður skoðaður grundvöllur fyrir bættri nýtingu á annars flokks vörum og umfram magni af gulrófum. Lífefni og lífvirk efni verða einangruð úr hverjum lífmassa og magn, lífvirknieiginleikar og vinnslueiginleikar rannsakaðir með það að markmiði að nýta sem innihaldsefni í nýjar afurðir,” útskýrir Eva Margrét.
Sérstakar þakkir til samstarfsaðila í verkefninu: Sölufélag garðyrkjumanna, deild garðyrkjubænda í Bændasamtökunum, Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, verslanakeðjan Samkaup og fjölmargir garðyrkjubændur.
Hér fyrir neðan má finna skýrslurnar fjórar:
Skýrsla 1: Bætt gæði, geymsluþol og minni sóun í virðiskeðju íslensks grænmetis, smelltu hér
Skýrsla 2: Hliðarafurðir grænmetisframleiðslu, smelltu hér
Skýrsla 3: Greining á rýrnun í virðiskeðju grænmetis, smelltu hér
Skýrsla 4: Geymsluþol og rýrnun í virðiskeðju grænmetis, smelltu hér
Einblöðunginn Kryddjurtir- Hollar en viðkvæmar, má finna hér
Einblöðunginn Pökkun á gulrófum varðveitir gæði og hindrar vatnstap, má finna hér
Verkefni um grænmeti eru unnin á ýmsum sviðum hjá Matís en falla undir þjónustuflokkinn Grænmeti og korn.Ef þú hefur áhuga á að kynna þér betur rannsóknir og nýsköpun í þeim þjónustuflokki má nálgast upplýsingar með því að smella hér:https://matis.is/thjonustuflokkar/graenmeti-og-korn/
Þekkingarsetur Vestmannaeyja (ÞSV) og Matís ohf. óska eftir að ráða verkefnastjóra í 100% starf, um 50% starf hjá hvoru fyrirtæki. Starfsstöðin er í skapandi umhverfi ÞSV og samstarfsaðila að Ægisgötu 2 í Vestmannaeyjum.
Meginhluti starfsins hjá ÞSV í samstarfi við framkvæmdastjóra þess felst í að sinna svæðisbundnum verkefnum á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) samkvæmt sérstökum samningi þar um. Þar á meðal að veita ráðgjöf á sviði atvinnu og menningar og hafa umsjón með styrkveitingum til áhugaverðara verkefna á sviði byggðaþróunar á Suðurlandi.
Starfið hjá Matís snýr að öflun, skipulagningu og þátttöku í innlendum og alþjóðlegum rannsóknar og nýsköpunarverkefnum á sviði sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Einnig er ætlast til að starfsstöðin í Vestmannaeyjum sé í góðum tengslum við matvælaframleiðendur á Suðurlandi og þjónusti fyrirtækin m.a. við styrkumsóknir og í tengslum við aðra sérfræðinga Matís.
Starfssvið:
Samstarf við fyrirtæki, einstaklinga og sveitarfélög um byggðaþróun og nýsköpun á Suðurlandi
Viðskipta- og rekstraráðgjöf
Verkefnaöflun og aðstoð við fjármögnun verkefna s.s. með gerð styrkumsókna
Verkefnastjórnun
Hæfniskröfur:
Menntun sem nýtist í starfi
Góð færni í mannlegum samskiptum
Góð færni í tjáningu í ræðu og riti
Frumkvæði, sjálfstæði og metnaður
Öll kyn eru hvött til að sækja um. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá auk símanúmers eða tölvupóstfangs hjá meðmælenda.
Nánari upplýsingar um starfið veita: Hörður Baldvinsson, frkvstj. ÞSV hbald@setur.is simi 841 7710 og Jónas R. Viðarsson, sviðsstjóri hjá Matís jonas@matis.is 422 5107.
Umsóknarfrestur er til 20. september n.k. vinsamlega sendið umsókn á hbald@setur.is
Taktu þátt í viðburði EIT Food North-West sem haldinn verður þann 3.-5. október næstkomandi. Áherslan er á þekkingarmiðlun og öflun tengslanets. Viðburðurinn er fyrir matvælaiðnaðinn, tækniaðila og vöruframleiðendur.
Afhverju að mæta?
Til að afla þér þekkingar á breskum matvælaiðnaði.
Til að tengjast sérfræðingum í iðnaðinum sem hafa mikilvæg sambönd við tæknisetur og markaðinn.
Til að heyra frá aðilum í Bretlandi og á Íslandi sem starfa í matvælaiðnaði og hafa hafa vaxið á árangursríkan hátt.
Viðburðurinn fer fram 3.-5. október:
Mánudaginn 3. október
Hvað vilja kaupendur og smásalar? Smásölumarkaðurinn í Bretlandi. Matís, Reykjavík
Þriðjudaginn 4. október
Bláa hagkerfi Íslands og 100% fiskur Iceland Ocean Cluster, Reykjavík
Miðvikudaginn 5. október
Kynning á stýrðu umhverfi í landbúnaðarframleiðslu Orkídea, Selfossi
Komdu og vertu með!Dagskrá Matís og EIT Food, mánudaginn 3. október finnur þú hér:
09:00
Opnun, Oddur M. Gunnarsson Forstjóri Matís
Neytandinn, eftirspurn og markaðurinn í Bretlandi
Tengslamyndun og miðlun – speed networking – session I
Erindi Mackies, alþjóðlegi smáframleiðandinn – ís beint frá býli
12:15
Hádegishlé – tengslamyndun og miðlun
13:15
Ör erindi; Food Innovation Wales, Schottish Rural Agricultural College, National Manufacturing Institute and Strathclyde
Tækifærin; erindi EIT Food/EEN
Tengslamyndun og miðlun – speed networking – Session II
16:30
Samantekt og dagskrárlok
Þáttaka er frí en skráning er nauðsynleg með því að smella á skráningarhnappinn hér að neðan: