Fréttir

Nordic Salmon vinnufundur

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Vinnufundur um laxeldi var haldinn 27. október á Ölfus Cluster, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Viðfangsefni vinnufundarins voru:

  • Fóðurgerð framtíðar fyrir laxeldi
  • Viðbrögð framtíðar við lúsavanda við eldi í sjó
  • Ræktun stórseiða í stýrðu umhverfi á landi (RAS)

Erindi fundarins hafa verið hengd við dagskrána hér:

New development in sea- and salmon louse

  1. Lumpfish genetic research: Dr. Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir, Iceland
  2. Fish welfare to prevent sea lice issues: Esbern Patursson, Faroes Islands
  3. Dispersion of sea lice, connection between farms and economic cost: Tróndur Kragesteen, Faroe Islands
  4. Salmon lice biology, Sussie Dalvin, Norway

Feed: New sources and optimal composition for different environments

  1. Special feed production from pelagic production, Sigurjón Arason, Iceland
  2. Salmon Feed: Turid Mørkøre, Norway
  3. Kalle Sinisalo: Research scientist, Finland
  4. Challenges in feed production for salmon in the future, Gunnar Örn Kristjánsson, Iceland

Production of large smolts in hatcheries

  1. Large smolts production: Sigurdur Petursson, Iceland

Um fundinn:

Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á laxeldi og vilja kynna sér það helsta sem er að gerast varðandi viðfangsefni hans. Mikil umræða hefur verið um landeldi, en ræktun á stórseiðum er að hluta til landeldi þar sem vistun í sjókvíum er stytt en lengd í stýrðu eldi á landi. Það er hluti af baráttunni við t.d. laxa/fiskilús.

Boðið verður upp á veitingar á fundinum og gert ráð fyrir greiðslu fyrir þær kr. 3.000. Fundurinn fer fram á ensku.

Dagskrá fundarins er útlistuð hér að neðan.

Allir áhugasamir velkomnir!


The Nordic Salmon Workshop in Thorlakshofn 27th of October at 08:30

A workshop on salmon farming will be held on October 27 at Ölfus Cluster, Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn. The meeting starts at 08:30 and ends at 17:00 the same day.

The workshop subjects:

  1. Salmon feed: new sources and optimal composition for different environments
  2. New development in sea- and salmon louse
  3. Production of large smolts in hatcheries
  1. Salmon feed will be a very dynamic area of research and development in the future. With feed requirements of salmon growing in extreme environmental conditions, such as low temperature, are not fully understood. Furthermore, technical solution to minimize movements of fish in sea cage during the coldest periods in winter could improve conditions of fish during the coldest months
  2. Several options already exist for chemically treating salmon lice in sea cages. However, there are two main problems associated with treating lice in such a way. Firstly, there are negative environmental impacts and secondly, lice can and have developed resistance to many of the available chemicals currently being used
  3. There has been a growing interest in land-based salmon farming under more controlled environment. Large smolt farming is a land-based farming, with longer growing time ashore and shorter in ONP, reducing risk in farming with higher cost. Reducing lead time in sea also enables producers to reduce the spread in biomass throughout the year. This may be one of the most sustainable ways of maximizing utilization of licenses.

The meeting is open for anybody interested in salmon farming. Included are refreshment at the meeting and reception at Lax-inn in Reykjavík after the meeting. The cost is ISK 3.000.

The meeting will be in English.

The board

  • Gunnar Thordarson, Matís, Isafjordur, Iceland
  • Björgolfur Hávardsson, NCE Seafood Innovation Cluster AS Norway
  • Gunnvør á Norði and Jóhanna Lava Kötlum, Fiskaaling, Faroe Islands
  • Kurt Buchmann, Department of Veterinary and Animal Sciences, University of Copenhagen, Frederiksberg, Denmark
  • Niels Henrik Henriksen, The Danish Aquaculture Organisation, Aarhus, Denmark
  • Marko Koivuneva, Finnish Fish Farmers’ Association, Helsinki, Finland.

Instituions participating

  • Matís ohf. – Gunnar Thordarson (Iceland)
  • Björgolfur Hávardsson, NCE Seafood Innovation Cluster AS Norway
  • Fiskaaling – Gunnvør á Norði and Jóhanna Lava Kötlum – (Faroe Islands)
  • University of Copenhagen, Department of Veterinary and Animal Sciences, Frederiksberg – Kurt Buchmann (Denmark)
  • The Danish Aquaculture Organisation, Aarhus – Henrik Henriksen (Denmark)
  • Finnish Fish Farmers’ Association, Helsinki – Marko Koivuneva (Finland
  • Ölfus Cluster – Páll Marvin Jónsson

Fréttir

Gróska og nýsköpun í íslenskri matvælaframleiðslu

Alls hlutu átján ný verkefni frumkvöðla, fyrirtækja, háskóla og stofnana í samstarfi við Matís styrk úr Matvælasjóði. Áherslur verkefnanna eru á aukna verðmætasköpun, sjálfbærni og samkeppnishæfni og taka þau m.a. til framleiðslu kjöts, grænmetis, ávaxta, saltfisks, hrognkelsa, karfa, próteinvinnslu, astaxanthins ríks lýsis, kornmetis, þangs í fóður, hrats úr bjórgerð, hraðvirkra tegundagreininga á karfa, vistferilsgreiningu á íslenskum fiski, merkingar matvæla og umhverfisvænni umbúða um matvæli.

Eitt meginhlutverk Matvælarannsókna Íslands (Matís) er að styðja við nýsköpun í íslenskum matvæla- og líftækniiðnaði og er Matís að vinna að 120 rannsóknar- og þróunarverkefnum í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir víðs vegar um landið þessa stundina. Beinar fjárveitingar stjórnvalda til Matís til að sinna hlutverki sínu, rannsóknum og nýsköpun á sviði matvæla í þágu atvinnulífsins, eru hins vegar þær sömu í krónutölu og þegar Matís var stofnað árið 2007. Það takmarkar vissulega getu og möguleika Matís til að koma á samstarfi við lítil, sem stór innlend fyrirtæki og sprota og móta hagnýt verkefni.

Matís og samstarfsaðilar í 18 verkefnum sem hlutu styrk úr Matvælasjóði í ár.

Því ber að fagna árangri Matís og samstarfsaðila okkar í nýlegri úthlutun Matvælasjóðs á þróunar- og nýsköpunarstyrkjum við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr íslenskum landbúnaðar- og sjávarafurðum. Þakka má þennan glæsta árangur þrotlausri vinnu og miklum metnaði starfsmanna Matís í að styðja við nýsköpun í íslenskri matvælaframleiðslu. Þeir starfsmenn Matís sem koma að þessum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum eru stoltir að fá tækifæri til að vinna með framsýnum fyrirtækjum, stofnunum og frumkvöðlum í að móta framtíðina, tryggja matvælaöryggi og stuðla að aukinni verðmætasköpun og bættri lýðheilsu. Hér á eftir fylgir stutt yfirlit og upplýsingar um þau 18 verkefni sem Matís tengist og fengu brautargengi í Matvælasjóði í þessum mánuði sem og samstarfsaðila okkar í verkefnunum. 

  1. Hringrásarhagkerfi kjötframleiðslu (Kelda). Samstarf Norðlenska á Akureyri og Matís. Meginmarkmið verkefnisins er að bæta framleiðslu og meðhöndlun hráefnis fyrir íslenskan kjötiðnað. Verkefnið snýst um að rannsaka möguleika á aukinni nýtingu og verðmætasköpun á hliðarafurðum úr sláturhúsum og kjötvinnslu sem í dag eru vannýtt á Íslandi. Hliðarafurðir sláturhúsa og kjötvinnslna eru fjölmargar, t.d. ýmiss innmatur, blóð, afskurður og bein og eru framúrskarandi uppspretta næringarefna svo eitthvað sé nefnt.
  2. Trefjaríkt og hollt hýði? Varnarefni, þungmálmar og næringarefni í ytra og innra byrði íslensks og innflutts grænmetis og ávaxta. (Kelda).Samstarf Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands og Matís. Sölufélag garðyrkjubænda í Reykjavík telur verkefnið muni nýtast vel garðyrkjubændum á Íslandi og jafnframt mun Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins í Reykjavík koma að verkefninu. Markmið verkefnisins er tvíþætt: a) Að sýna fram á sérstöðu íslensks grænmetis með tilliti til varnarefnaleifa samanborið við innflutt grænmeti. b) Að auka neyslu á vannýttum hliðarafurðum – hýði og berki. Ytra byrði grænmætis og ávaxta er gjarnan trefjaríkt og hollt og því getur aukin neysla ekki eingöngu haft jákvæð umhverfisáhrif með nýtingu vannýttra hliðarafurða heldur einnig haft jákvæð áhrif á lýðheilsu Íslendinga.
  3. Súrþang og góðgerlar í fiskeldi (Kelda). Samstarf Fóðurverksmiðjunnar Laxá á Akureyri, Þörungaverksmiðjunnar Thorverks, Þörungaklausturs í Reykhólasveit og Matís. Markmið verkefnisins er að þróa fóðurbæti með lífvirka eiginleika úr mjólkursýrugerjuðu þangi fyrir fiskeldi.
  4. Saltfiskur til framtíðar (Kelda). Samstarf Þorbjörns og Vísis í Grindavík, Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands og Matís. Markmið verkefnisins er að þróa og besta framleiðsluferli við útvötnun á saltfiski með það fyrir augum að flytja út tilbúna neysluvöru og ná þannig fram auknum virðisauka.
  5. Áskoranir við pökkun grænmetis (Kelda).  Samstarfsaðilar eru Samband garðyrkjubænda, Sölufélag garðyrkjubænda í Reykjavík og Matís. Jafnframt munu Samtök sunnlenskra sveitarfélaga koma að verkefninu.   Markmið verkefnisins eru að: a) Gefa yfirlit um valkosti við pökkun grænmetis. b) Rannsaka geymsluþol og gæði grænmetis fyrir mismunandi pökkun við íslenskar aðstæður. c) Gefa yfirlit um áhrif umbúða á umhverfi og heilsu fólks. d) Framkvæma útreikninga hjá garðyrkjubændum á kolefnisspori grænmetis með tilliti til pökkunar.
  6. Næringarefni úr hrakstraumum bjórgerðar (Kelda). Samstarf Ölgerðarinnar í Reykjavík og Matís. Markmið verkefnisins er að nýta hliðarafurðir sem falla til við bjórgerð og skapa úr þeim verðmæti. Hratið sem fellur til eftir möltun (hitun til að losna við gerjanlegar sykrur úr korninu) er ríkt af próteinum og hemisellulósa.  Í verkefninu verða lífvirkar fásykrur unnar úr hratinu með hjálp ensíma. Jafnframt verður prótein unnið úr hráefninu og prófað í fiskafóður.
  7. CRISP-FISH: Hraðvirk tegundagreining á karfa (Kelda). Samstarf Útgerðarfélags Reykvíkinga, Brims í Reykjavík og Matís. Þrjár tegundir karfa eru mikilvægar í útflutningi okkar á erlenda markaði, gullkarfi, djúpkarfi og litli karfi. Af þessum tegundum er gullkarfi verðmætastur og má segja að við höfum markaðsráðandi stöðu því 85% af heimsaflanum kemur frá Íslandi. Ódýrar karfaafurðir frá Asíu ógna okkar mörkuðum, og þótt erfðafræðilegar aðferðir séu til staðar og nauðsynlegar til að greina á milli tegunda þá eru þær tímafrekar og einungis framkvæmdar á rannsóknastofum í sérhæfðum búnaði og af þjálfuðu fólki. Markmið verkefnisins er að þróa hraðvirkar erfðafræðilegar aðferðir til tegundagreininga á mismunandi karfategundum.
  8. Bættir vinnsluferlar við sjófrystingu karfa (Kelda). Samstarf Útgerðarfélag Reykvíkinga, Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands og Matís. Markmið verkefnisins er að leita leiða til þess að nýta lóðrétta plötufrysta til frystingar á karfa við sjóvinnslu. Möguleiki á nýtingu þess búnaðar myndi leiða til aukinna afkasta við vinnsluna og sveigjanleika en frysting er oft flöskuháls við sjóvinnslu karfa þar sem ekki er hægt að fullnýta frystigetu skipa.
  9. Nýjar lausnir við merkingar matvæla (Kelda). Samstarf Samtaka smáframleiðenda matvæla, Hugsjár í Reykjavík og Matís. Markmið verkefnisins er að móta nýjar lausnir við merkingar matvæla í samræmi við reglugerðarákvæði, og stuðla þannig að því þær verði eins réttar og öruggar og mögulegt er. Afurðir verkefnisins verða nýjar lausnir fyrir matvælaframleiðendur; ítarlegar leiðbeiningar (vefbók) um merkingar matvæla (næringargildi, innihaldslýsingar, aukefni og geymsluþol) ásamt hugbúnaðarlausn sem vinnur með ÍSGEM gagnagrunninum við útreikning næringargildis út frá uppskrift. Lausnirnar eru vinnusparandi fyrir matvælaframleiðendur, sérstaklega smáframleiðendur.
  10. Nýting hrognkelsa (Kelda). Samstarf Arctic fish á Ísafirði, Marine Collagen í Grindavík Hafrannsóknastofnunar, Háskóla Íslands og Matís. Aðalmarkmið verkefnisins er að kanna nýtingamöguleika á hrognkelsum til gelatín og kollagen framleiðslu. Hrogn grásleppu eru í dag nýtt til kavíarframleiðslu og grásleppan eftir hrognatöku gjarna fryst til manneldis. Manneldismarkaðir fyrir frysta grásleppu hafa verið mjög sveiflukenndir og því felst mikið virði í því að finna fleiri nýtingarmöguleika á bæði grásleppu og rauðmaga. 
  11. Mannakorn – Betra bygg með bættum aðferðum (Kelda). Samstarf Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Matís. Auk þess er samstarf við byggbændur víða um land við leit að bestu yrkjum byggs. Markmið verkefnisins eru að finna þau afbrigði af yrkjum sem henta við íslenskar aðstæður sem ná fullnægandi þroska og gæðum svo unnt verði að rækta þau á hagkvæman máta.
  12. Mannakorn – Hafrar og hámörkun gæða (Kelda). Samstarf Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins, Líflands í Reykjavík, Sandhólsbænda í Skaftárhreppi og Matís. Meginmarkmið verkefnisins er að leggja grunn að nýjum geira í kornrækt á Íslandi, hafrarækt. Hafrar eru nýjung í íslenskri kornrækt, búgrein sem er að slíta barnsskónum á Íslandi. Hafrar hafa lítið verið rannsakaðir hér á landi og kynbætur fyrir íslenskar aðstæður ekki verið stundaðar. Hafrar eru þó ræktaðir hérlendis en verulega má bæta í þá ræktun að umfangi og gæðum.
  13. Umhverfisvænni matvælaumbúðir (Kelda). Samstarf Tempru í Hafnarfirði, Sæplasts og ITUB Iceland á Dalvík, Samherja á Akureyri, Arnarlax á Bíldudal, Háskóla Íslands og Matís. Markmið verkefnisins er að þróa léttari og umhverfisvænni umbúðir við útflutning ferskra fiskafurða.
  14. Verðmæti í vinnsluvatni bolfiskvinnslu (Kelda). Samstarf Brims í Reykjavík, Vísis og Þorbjörns í Grindavík, Samherja á Akureyri og Matís. Markmið verkefnisins er að þróa verðmætar afurðir úr próteini í vinnsluvatni frá bolfiskvinnslu. Magn og eiginleikar próteina í vatni frá mismunandi vinnslutækjum verða kortlagðir að teknu tilliti til hráefnis, stillinga búnaðar o.s.frv. Lagt verður mat á hvort unnt sé að minnka próteintap og aðferðir þróaðar til að safna og vinna úr þessu hliðarhráefni vörur til manneldis.
  15. Áhrif endurnýjunar íslenska fiskiskipaflotans á kolefnisspor afurða (Kelda). Samstarf Vinnslustöðvarinnar og Leo Seafood í Vestmannaeyjum, Skinneyar Þinganes á Höfn í Hornafirði, Síldarvinnslunar í Neskaupstað, Fisk Seafood og Versins Vísindagarða á Sauðarkróki, Hraðfrystihússins Gunnvarar í Hnífsdal, Brims, SFS, og ISI í Reykjavík, ICECO Foods í Hafnarfirði, Salties í Kanada og Matís. Markmið verkefnisins er að gera vistferilgreiningu á íslenskum fiskafurðum sem unnin eru úr afla nokkurra togara sem hafa komið til landsins á undanförnum árum, til að meta áhrif endurnýjunar flotans á kolefnisspor afurðanna.
  16. Gæðabreytingar próteina við vinnslu þorsk- og karfaafurða (Kelda).  Samstarf Vísis í Grindavík, Brims í Reykjavík, Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands og Matís. Markmið verkefnisins er að rannsaka áhrif léttsöltunar og saltfisksvinnslu á gæði próteina í þorskafurðum sem og áhrifum frystingar og frystigeymslu á gæði próteina í karfaafurðum. Takmarkið er að öðlast betri skilning á áhrifum þessara vinnsluferla á prótein í sjávarafurðum og hvernig megi viðhalda stöðugum gæðum próteinanna m.t.t. eiginleika og lífvirkni í gegnum alla virðiskeðjuna, frá veiðum til neytenda.
  17. Rauða gullið (Afurð). Samstarf Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, Matvæla- og næringarfræðideildar Háskóla Íslands og Matís. Meginmarkmið verkefnisins er að fullvinna astaxanthínríkt lýsi úr rauðátu sem berst til lands sem aukahráefni eða meðafli frá uppsjávarfisksveiðum. Rauðáturíkum hliðarstraumum verður safnað við fullvinnslu makríls í fiskiðjuveri SVN með nýjum söfnunarbúnaði. Að söfnun lokinni verða þrjár mismunandi vinnsluaðferðir notaðar við framleiðslu á astaxanthínríku lýsi. Rauðáta inniheldur mikið magn af fjölómettuðum fitusýrum sem og af andoxunarefninu astaxanthín, sem gerir hana eftirsótta í áframhaldandi vinnslu.  
  18. Sjávargull (Afurð). Samstarf Slippsins og Samherja á Akureyri og Matís. Markmið verkefnisins er að þróa lausnir til að fá fram stöðug og rétt gæði á bolfiskafurðum við vélræna blæðingu og þvott um borð í vinnsluskipum. 

Matís óskar öllum þeim sem koma að ofangreindum nýsköpunarverkefnum til hamingju með styrkina og að samstarfið skili þeim niðurstöðum, afurðum og þekkingu sem þarf til að efla enn frekar íslenska matvælaframleiðslu um allt land. Matís kom að öðrum umsóknum til Matvælasjóðs í ár sem ekki fengu brautargengi í þetta sinn en verða vonandi, eftir endurbætur, síðar að verkefnum. Það er hins vegar ljóst að það er mikið af góðum hugmyndum og mikil gróska og nýsköpunarkraftur hjá sprotum, litlum og stórum fyrirtækjum víðs vegar um landið sem leita eftir þekkingu frá Matís við þróun og nýsköpun matvæla og hliðarafurða. Matís mun halda áfram að vinna sitt mikilvæga starf í að styðja við nýsköpun innan íslenska matvælageirans með sérfræðiþekkingu, tækjabúnaði og aðstöðu.

Fréttir

Kartöflurnar komu á óvart

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Hjá Matís eru í gangi margvíslegar rannsóknir á grænmeti fyrir styrk frá Matvælasjóði. Rannsóknirnar miða að því að auka gæði og geymsluþol grænmetis en einnig að draga úr sóun í virðiskeðjunni frá uppskeru til neytenda og finna nýjar leiðir til að auka verðmæti hliðarafurða grænmetisgeirans.

Nýverið lauk verkefni sem hófst 2020 og fjallaði um andoxunarvirkni og gæði grænmetis. Með andoxunarvirkni er átt við virkni andoxunarefna sem eru meðal mikilvægra efna í grænmeti.  Andoxunarefni eru efni sem veita líkamanum vörn gegn skaðlegum áhrifum efna sem stuðla að oxun. Heilsufarslegur ávinningur hefur verið rakinn til neyslu grænmetis með andoxunarvirkni.

Andoxunarvirkni fannst í öllum sýnum af grænmeti en var mismikil eftir tegundum. Umtalsverð andoxunarvirkni í kartöflum kom á óvart þar sem andoxunarefni eru oft tengd litsterku grænmeti.

Blómkál og spergilkál ásamt kartöflum voru meðal þess grænmetis sem skoraði hæst fyrir andoxunarvirkni.

Vera má að hollusta kartaflna sé vanmetin en þær eru oft ekki taldar með hollasta grænmetinu. Kartöflur innihalda mikilvæg næringarefni eins og vítamín og talsvert af sterkju sem gerir kartöflur orkuríkari en flest annað grænmeti. Niðurstöður verkefnisins hafa verið gefnar út og má nálgast þær hér:  https://matis.is/skyrsla/gaedi-og-andoxunarvirkni-graenmetis-a-markadi-2020-21/ . Vænta má nýrra niðurstaðan um grænmeti á næstu mánuðum, þar á meðal um kartöflur.

Hefur þú áhuga á rannsóknum og nýsköpun í grænmetisgeiranum? Horfðu á áherslufund Matís um virðiskeðju grænmetis hér: Virðiskeðja grænmetis.

Fréttir

Rannsóknir á hrossakjöti í nútíð og framtíð

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Hrossa- og folaldakjöt er mörgum góðum eiginleikum gætt, en er þó lítt þekkt neysluvara í heiminum.  Næringargildi kjötsins er gott, það er meyrt og á nokkuð lágu verði miðað við annað kjöt. Rannsóknum á hrossa- og folaldakjöti hefur verið ábótavant í gegnum tíðina en Eva Margrét Jónudóttir hefur ásamt fleiri sérfræðingum hjá Matís unnið ötullega að úrbótum þar undandarin ár.

Í sumar lauk síðasta verkefni Evu Margrétar, sérfræðings hjá Matís, á hrossakjöti í bili en hún hefur undanfarin ár stundað fjölbreyttar rannsóknir á því sviði. Í tengslum við B.S. nám hennar í búvísindum í Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri kviknaði áhuginn á þessari vinnu og fjallaði lokaverkefni hennar þar um viðhorf og kauphegðun Íslenskra neytenda á hrossakjöti. Í framhaldi af því stundaði hún meistaranám í matvælafræði við Háskóla Íslands samhliða starfi hjá Matís en hennar helstu rannsóknarefni þar voru gæði og eiginleikar hrossakjöts. Við ræddum við Evu Margréti um verkefnin sem hún hefur sinnt á þessu sviði, tilurð þeirra og áframhaldandi störf hennar á sviði matvælarannsókna.

Hver var tilgangurinn með þessum rannsóknum hjá þér upphaflega?

„Ég hafði lengi furðað mig á því að fólk sem ég hitti var fremur áhugalaust gagnvart hrossakjöti en sjálf var ég alin upp við heimaslátrað hrossakjöt og þótti það bragðgott og dásamlegt. Mig langaði að rannsaka hrossakjöt og vekja athygli á því en átti í erfiðleikum með að finna leiðbeinendur fyrir slíkar rannsóknir. Mér var svo bent á þau Guðjón Þorkelsson, sem sótti um og fékk styrk fyrir verkefnunum í Framleiðnisjóð og Kolbrúnu Sveinsdóttur, sérfræðinga hjá Matís og þau voru til í slaginn,“ segir Eva Margét.

Eva Margrét við rannsóknastörf á hrossakjötssýnum

„Í fyrri rannsókninni sem ég gerði var markmiðið að leggja fram tillögur til þess að bæta stöðu hrossakjöts á innanlandsmarkaði. Það var gert með því að greina viðhorf og kauphegðun íslenskra neytenda á hrossakjöti, ræða við hagsmunaaðila um stöðu hrossakjöts í landinu og skoða hver staða þekkingar væri í raun á þessu sviði á þeim tímapunkti. Tilgangurinn með síðari rannsóknum var að afla og koma á framfæri upplýsingum sem styðja við og greiða leið fyrir markaðsstarf og sölu á hrossakjöti,“ útskýrir Eva Margrét.

Tilgangurinn var jafnframt að sýna fram á að hrossakjöt er af háum gæðum, á fullt erindi á markað sem lúxúsvara og að hægt sé að lengja geymsluþol þess talsvert með styttri vinnsluferlum, betri umbúðum og meiri kælingu. Þetta gekk allt eftir.

Niðurstöður sem gætu komið á óvart

Í upphafi var lagt upp með að fá 400 svör við spurningakönnun sem lögð var fyrir á netinu í fyrri rannsókninni. Alls bárust svo svör frá rúmlega 850 manns og gaf það strax hugmynd um að neytendur hefðu áhuga á efninu.

Helstu niðurstöðurnar voru þær að flestir sem tóku þátt í rannsókninni voru virkilega jákvæðir og fögnuðu umræðunni um hrossakjöt en þó mætti auka þekkingu almennings á gæðum og meðferð þess. Þær sýndu að 96% þeirra sem tóku þátt höfðu smakkað hrossa- og/eða folaldakjöt, en þeir sem ekki höfðu smakkað höfðu ekki áhuga á því, ýmist vegna þess þeir borðuðu ekki kjöt yfir höfuð eða vegna þess að þeim fannst það líkt og að borða hundinn sinn og töldu það rangt af tilfinningalegum ástæðum. Flestir töldu hrossa- og folaldakjötið vera hreina og umhverfisvæna fæðu, lausa við sýklalyf og aðskotaefni. Það skein svo einnig í gegn að fólki hvaðanæva að af landinu þótti hrossa- og folaldakjöt ekki nógu áberandi og sýnilegt í verslunum.

Niðurstöður seinni rannsóknanna sýndu svart á hvítu að hrossakjöt er gæðavara sem unnt er að viðhalda í góðu ástandi lengi sé það meðhöndlað á réttan hátt. Gerðar voru efnamælingar sem staðfestu að folaldakjöt er næringarríkt og heildarfjöldi örvera eftir 15 daga geymslu við 2-4°C var undir viðmiðunarmörkum sem staðfesti góða framleiðsluhætti og öryggi til neyslu. Folaldakjötið var meyrt og þráabragð og þráalykt var almennt ekki eða lítið mælanlegt.

Tilraunir með geymsluþol hrossakjöts í smásölupakkningum. Hér má sjá ástand kjötsins eftir mislangan geymlutíma í frauðplastsbakka með plastfilmu yfir.

Niðurstöður tilrauna um geymsluþol fóru fram úr væntingum fyrir heildsölupakkaða hryggvöðva þar sem engar breytingar mældust eftir 28 daga við -1,5°C samanborið við uppgefið 2-3 vikna geymsluþol við 4°C. Þetta var hægt með því að lækka hitastig um 3-4°C, útiloka ljós og takmarka aðgengi að súrefni. Tilraunir með smásölupakkningarnar á borð við frauðplastbakka með plastfilmu yfir eins og algengar eru í kjötborðum komu ekki eins vel út en fjöldi daga í heildsölu hafði þó engin áhrif á geymsluþol smásölu í þessu tilfelli þar sem engin skemmdareinkenni voru til staðar á heildsölugeymslutímabilinu og gæði kjötsins voru afar stöðug.

Niðurstöður rannsóknarinnar í heild sýndu að hrossakjöt ætti að hafa góða möguleika á markaði og vonast er til að þær muni nýtast við gerð leiðbeininga í þessum efnum. Þær gætu leitt af sér bætta verkferla sem auka geymsluþol vara og koma þannig í veg fyrir óþarfa sóun á hrossakjöti.

Eva Margrét vonar að með tímanum fari fólk að líta á hrossakjöt sem takmarkaða auðlind en ekki sem afgang af einhverju öðru.

Hver hafa áhrifin af þessum rannsóknum verið og hverjar eru framtíðarhorfurnar fyrir hrossakjöt á íslenskum markaði?

„Það var rosalega mikill áhugi á þessu umfjöllunarefni fyrst þegar við vorum að byrja á rannsóknunum og við fengum umfjöllun á hinum ýmsu miðlum. Ég fór í fjölbreytt viðtöl og fólk á förnum vegi var endalaust að spyrjast fyrir um þessar rannsóknir, hvað væri að frétta og hvernig gengi. En eftir að við kláruðum verkefnin þá hefur umræðan róast,“ segir Eva Margrét. 

„Það eru engin framhaldsverkefni í kortunum hjá mér ennþá en ég vona samt að í framtíðinni muni ég koma að fleiri hrossakjötsrannsóknum eða einhverskonar vöruþróunarverkefnum í tengslum við hrossakjöt. Það er enn af svo mörgu að taka og mörg vannýtt tækifæri þarna.

Hvað framtíðina varðar þá eigum við enn eina hugmynd að verkefni sem hlaut ekki styrk í síðustu tilraun en það hét „Hrossakjöt – eldun og virðisauki“. Það snerist í stuttu máli að um að koma hrossakjöti á framfæri sem gæða matvöru fyrir veitingahús, mötuneyti og almenna neytendur í samstarfi við hagaðila með opnum hrossakjötsviðburði, tilraunum á hinum ýmsu útfærslum við matreiðslu og gerð kynningarefnis til útgáfu. Hér þyrfti að halda áfram og ekki gefast upp. Það er vöntun á heimasíðu um hrossaafurðir þar sem finna mætti rannsóknir um hrossakjöt, næringargildi, eldunarleiðbeiningar, uppskriftir, kjötskurð, fróðleiksmola eða brot úr sögu hrossakjöts, geymsluleiðbeiningar o.fl. allt á einum stað. Þetta gæti jafnvel verið endurbætt útgáfa af Íslensku kjötbókinni sem er talsvert góður grunnur til að byggja á,“ segir Eva Margrét.

Eva Margrét Jónudóttir

„Það er svo líka fjarlægur draumur minn að taka, einn daginn, saman í bók eða vefrit allt milli himins og jarðar sem snýr að hrossakjötsneyslu og nýtingu íslenska hestsins. Þá bæði á fræðilegum grunni frá sjónarhorni matvælafræðings en einnig sögulegum eða með meira skapandi hætti.“

Fróðleiksmola og lifandi myndefni frá verkefnavinnu og rannsóknum Evu Margrétar á hrossakjöti má finna á Instagram síðu Matís hér: Instagram.com/matis.

Verkefni á borð við umrædd hrossakjötsverkefni eru unnin á ýmsum sviðum hjá Matís en falla undir þjónustuflokkinn kjöt. Ef þú hefur áhuga á að kynna þér betur rannsóknir og nýsköpun þegar kemur að kjötvinnslu og -framleiðslu má horfa á kynningu á efninu hér: Áherslufundur: Kjötframleiðsla og kjötvinnsla – rannsóknir og nýsköpun.

Á næstu dögum mun einnig koma út nýr þáttur af Matvælinu, hlaðvarpi Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu. Þar mun Eva Margrét ræða um hrossakjötsrannsóknir sínar auk fleiri verkefna sem hún hefur unnið að og setja þessi mál í samhengi með skemmtilegum reynslusögum og fróðleiksmolum.

Fréttir

Staða norrænnar matargerðar og framtíðar í sjálfbærri matarferðaþjónustu

Þann 30. september heldur Nordic Food in Tourism norræna ráðstefnu í Hótel Valaskjálf og kynnir afrakstur þriggja ára vinnu við kortlagningu stöðu norrænnar matargerðar og framtíðar í sjálfbærri matarferðaþjónustu. Ráðstefnan fer fram á ensku og verður einnig aðgengileg með rafrænum hætti á Zoom. Hér er hægt að skrá sig á ráðstefnuna.

Dagskrá – Fyrirlestrar í stafrófsröð:

Afton Halloran, PhD Independent Consultant in Sustainable Food Systems Transitions

Communicating the impacts of climate change in Nordic Food Systems

__

Bård Jervan, Senior partner and founder of MIMIR AS and co-founder of BeSmart Nordics AS

The new National Tourism Strategy for Norway, and how food experiences is part of it

__

Birna G. Ásbjörnsdóttir, M.Sc. in Nutritional Medicine

Food and nutrition as medicine – changes ahead

__

Brynja Laxdal M.Sc. Nordic food in Tourism

Nordic food in Tourism, project, and results 2019-2021

__

Daniel Byström, Industrial Designer and Founder of the Swedish design agency, Design Nation

Visitor´s Journey and design thinking

__

Erik Wolf, founder of the food travel trade industry, and Founder and Executive Director of the World Food Travel Association

The future of Food Tourism

__

Jonatan Leer, PhD, Head of food and Tourism Research University College Absalon, Roskilde Denmark

Sustainable Food Tourism in the Nordic Region: examples, definitions and challenges

__

Sara Roversi, Founder of Future Food Network and Director at Future Food Institute

How will food tech shape the future of food?

__

Þórhallur Ingi Halldórsson, Professor, Faculty of Food Science and Nutrition, University of Iceland

Towards sustainable diets: Facts, obstacles, and future perspectives

Um Nordic Food in Tourism

Nordic Food in Tourism er eitt af þremur formennskuverkefnum norrænu ráðherranefndarinnar undir hatti sjálfbærrar ferðamennsku í norðri. Atvinnuvegaráðuneytið leiðir verkefnið í samstarfi við Íslenska ferðaklasann og Matís. Norrænir samstarfsaðilar koma frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Grænlandi, Færeyjum, Álandseyjum og Finnlandi auk þess sem sérfræði hópur frá háskóla og atvinnulífi kemur að verkefninu.

Meðal helstu markmiða verkefnisins er að átta sig á breyttri neysluhegðun ferðalanga og hvernig þeir kjósa að nálgast mat og afurðir á sínum ferðalögum. Loftlagsmál og breytt umhverfisvitund gesta sem sækja norðurlöndin heim hefur mikið að segja með breytta hegðun og verður leitast við að finna hvaða þættir munu helst breytast eða verða fyrir áhrifum. Meðal afurða verkefnisins eru svör við hvaða matvæli, framleiðsluaðferðir og eða breytt samsetning afurða munu framtíðar gestir okkar sækjast eftir og hvernig þurfum við að þróa og bæta aðferðir til að mæta því. Mikil áhersla er lögð á að einblína á mat í ferðaþjónustu en ekki matarferðaþjónustu eingöngu. Samstarfsaðilar að verkefninu munu að auki nýta þann þekkingarbrunn og niðurstöður sem koma fram til að miðla áfram og verða leiðandi í sjálfbærni og þróun þegar kemur að mat í ferðaþjónustu.

Hér finnur þú nánari upplýsingar um Nordic food in tourism https://nordicfoodintourism.is/

Fréttir

Verið velkomin á rafrænu ráðstefnuna The Nordic Kitchen Manifesto

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Rafræna ráðstefnan The Nordic Kitchen Manifesto: hvati að samræðum um sjálfbæra og heilbrigða matarmenningu til framtíðar fer fram þann 27. september næstkomandi.

Ráðstefnunni er ætlað að ýta af stað samræðum um norræna matarmenningu og mismunandi drifkrafta hennar til að stuðla að sjálfbærum lífsstíl. Það er kominn tími til að kanna hvernig Nordic Kitchen Manifesto getur verið vettvangur fyrir uppbyggilegar samræður milli mismunandi sjálfbærnissjónarmiða um réttlát matarkerfi á Norðurlöndunum.

Ráðstefnan fer fram á ensku og sænsku í gegnum Zoom 27. september 2021 frá kl. 9:00-12:00 að íslenskum tíma.

Opið er fyrir skráningar til 24.september. Smelltu hér til að skrá þig

Dagskrá The Nordic Kitchen Manifesto 27. september 2021:

12:00Opening of webinar – setting the Nordic table Bettina C. Lindfors, Moderator, Project Manager, New Nordic Food
12:05Why does sustainable food policy in a Nordic context matter? Jari Leppä, Minister of Agriculture and Forestry of Finland
12:15Sustainability at the core of Nordic cooperation – how to engage in change?          Thomas Blomqvist, Minister for Nordic cooperation and equality
12:25New Nordic Kitchen manifesto strengthens the Nordic as a sustainable gastronomic region – voices from the initiators of the manifesto with Chef Leif Sörensen, Faroe Islands & representatives of the younger generations of chefs and other key actors in the food systems about drivers for the future
Meeting the challenges and possibilities for Nordic collaboration within sustainability perspectives of food systems – inspirational talks:
12:45Sustainability perspective from Greenland by Anne Nivíka Grødem, Deputy Manager, Sermersooq Business and Cluster Manager & NERISA – an Arctic Food Cluster
12:55Sustainability perspective from Iceland by Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, Manager, Icelandic Tourism Cluster
13:10Sustainability perspective from Denmark by Magnus Nilsson, Director, MAD Academy
13:25Sustainability perspective from Sweden by Elin Aronsson-Beis, Sustainability Consultant in food business, FoodLoopz & Paul Svensson, Chef, Developer of restaurant business
13:35Sustainability perspective from Finland Climate Food Programme, Hanna Mattila, Ministerial Adviser, Ministry of Agriculture and Forestry & Robert Jordas, vertical gardener, Lilla Robbes Trädgård
13:50Sustainability perspective from Norway (tbc)
14:05Sustainability perspective from Faroe Islands by Elisabeth Skarðhamar Olsen, Lecturer, University of Faroe Islands
14:20Sustainability perspective from Åland Islands by Gustav Eriksson, Chef, Silverskär and Johanna Dahlgren, food & beverage entrepreneur, Pub Stallhagen, Chair of Artisan food entrepreneurs in Åland Islands
14:35Wrap up of inspirational talks in discussion with representatives of the younger generation of chefs and other key actors in food systems supported with a policy comment by Senior Adviser Katja Svensson, Nordic Council of Ministers
14:45Process of creating a constructive dialogue tool – common steps forward
15:00End of webinar

Verkefnastjóri viðburðarins, Bettina C. Lindfors veitir frekari upplýsingar um rafrænu ráðstefnuna og býður alla hjartanlega velkomna.

Bettina C. Lindfors
Project Manager, New Nordic Food 
Nordic Council of Ministers c/o Ministry of Agriculture and Forestry of Finland
+358 40 920 9810
bettina.c.lindfors@gmail.com
Twitter: @BettinaLindfors

Fréttir

Námskeið um aukið virði hliðarafurða matvælaframleiðslu

Tengiliður

Eva Margrét Jónudóttir

Verkefnastjóri

evamargret@matis.is

Matís, Háskóli Íslands og Institute of animal reproduction and food research Polish academy of sciences in Olsztyn eru nú í óðaönn að skipuleggja námskeiðið School on adding value to food side streams 2021 sem mun fara fram á Íslandi 7.-17. október næstkomandi.

Leit er hafin að hæfileikaríkum nemendum og ungu vísindafólki sem vill auka þekkingu sína á nýsköpun og efla færni í stjórnun með því að leysa ýmis verkefni.

Markmið námskeiðsins eru meðal annars:

  • Að auka meðvitund um samfélagslega og umhverfislega ábyrgð matvælaframleiðenda og um þau tækifæri sem eru til staðar til að bæta nýtingu hliðarafurða í matvælaframleiðslu.
  • Að byggja upp vettvang þar sem nemendur og ungt fagfólk með fjölbreyttan bakgrunn getur skipst á hugmyndum og tekist á við þau tækifæri og áskoranir sem eru fyrir hendi þegar kemur að virðisaukningu hliðarafurða í matvælaframleiðslu.
  • Að stuðla að heildarhugmyndavinnu (e. concept work) og vöruþróun.
  • Að efla tengslanet ungra frumkvöðla, stækka það og styrkja.

Námskeiðið verður kennt á ensku og er nemendum að kostnaðarlausu.

Hér má sjá dagskrá námskeiðsins

Kynningarmyndband um námskeiðið er í spilaranum hér:

Nánari upplýsingar um þetta frábæra tækifæri má finna hér:

Skráning fer fram hér:

Umsóknarfrestur rennur út 30 september

Fréttir

Vefnámskeið Matís öllum aðgengileg

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Matís heldur úti sérstökum námskeiðsvef þar sem margvíslegt fræðsluefni er aðgengilegt. Um er að ræða vefsvæði sem hýsir 7 námskeið en hvert og eitt tekur á ákveðnum þáttum sem mikilvægt er fyrir smáframleiðendur matvæla að kynna sér. Efni námskeiðanna er sett fram á lifandi og hagnýtan hátt og getur þar af leiðandi einnig gagnast áhugafólki um matvælaframleiðslu eða forvitnum frumkvöðlum.

Smáframleiðsla matvæla hér á landi er þó nokkur og mun líklega fara vaxandi á næstu árum. Leyfisveitendur og eftirlitsaðilar krefjast þess í mun ríkari mæli að framleiðendur hafi faglega þekkingu og reynslu til að geta framleitt öruggar og góðar vörur. Með námsefni og leiðbeiningum námskeiðanna er þeim sem ætla að hefja smáframleiðslu matvæla, gert kleift að sækja sér þekkingu sem nýtist til dæmis við alls kyns hráefnismeðhöndlun, geymslu og merkingar matvæla, umsókn um starfsleyfi, innra eftirlit og gerð gæðahandbókar.

Umfjöllunarefni námskeiðanna eru eftirfarandi:

  • Leyfismál, gæðahandbók, innra eftirlit og stofnun fyrirtækja – Leiðbeiningar til að hefja smáframleiðslu matvæla, dreifingu og sölu.
  • Örverur á kjöti – Námsefni og leiðbeiningar sem miða að því skýra mikilvægi réttrar vinnslu og meðhöndlunar matvæla svo þau valdi engum skaða.
  • Slátrun og kjötmat – Kjötmatið, þ.e. flokkun skrokka eftir kyni, aldri, holdfyllingu og fitu, gegnir veigamiklu hlutverki sem undirstaða verðlagningar og viðskipta með kjöt og til upplýsingar fyrir búfjárræktina.
  • Söltun og reyking – Bragðeiginleikar og tæknilegur tilgangur söltunar og reykingar matvæla.
  • Umbúðamerkingar matvæla og pökkun – Öllum matvælum, sem ætluð eru fyrir lokaneytendur eða stóreldhús, skulu fylgja matvælaupplýsingar í samræmi reglugerð. Einnig getur verið gott að pakka vörum í umbúðir og þá er mikilvægt að kunna til verka.
  • Hráverkun og pylsugerð – Námsefni um unnar kjötvörur, s.s. mat sem hefur verið breytt úr sínu náttúrulega ástandi á einhvern hátt, aðallega af öryggisástæðum, til að bæta bragðgæði eða auka þægindi við neyslu.
  • Sögun, úrbeining og marinering – Efni um mismunandi skiptingar á heilum skrokk í einstaka parta auk marineringar og vísindanna á bakvið hana.

Fræðsluefnið á námskeiðunum er unnið úr ýmsum gögnum s.s. þeim lögum og reglugerðum sem fjalla um matvæli, úr fyrri rannsóknum og því náms- og kynningarefni sem útbúið hefur verið hjá Matís og Matvælastofnun.

Við kaup á námskeiði opnast námsefnið og kaupandi hefur aðgang að því í 30 daga.

Matís er stærsta rannsóknafyrirtæki landsins á sviði matvælarannsókna og starfsfólk Matís hefur áralanga reynslu af rannsóknum á matvælum. Rík áhersla er lögð á að miðla þekkingunni til matvælaiðnaðar á Íslandi og vefnámskeið eru ein leið til þess.

Fréttir

Íslenskir hafrar nær alveg lausir við eiturefni

Nær ekkert mældist af mýkótoxínum (sveppaeiturefnum) í íslenskum höfrum þegar mælingar voru gerðar fyrr á árinu. Þessar niðurstöður eru afar mikilvægar fyrir matvælaöryggi.

Í Bændablaðinu frá 26. ágúst síðastliðnum er fjallað um niðurstöður úr verkefninu Mannakorn – Hafrar sem styrkt er af Matvælasjóði. Verkefnið fjallar um tilraunir með mismunandi yrki af höfrum í þeim tilgangi að finna þau yrki sem best henta við íslenskar aðstæður. Verkefninu er stýrt af starfsfólki Landbúnaðarháskólans en starfsfólk Matís sér um einn verkþáttinn sem fjallar um gæðamat og gæðamælingar á hafrasýnum.

Mýkótoxín (sveppaeiturefni) voru meðal þess sem tekið var til skoðunar. Á Matís voru sýni undirbúin og send til Þýskalands í mælingar á 11 mýkótoxínum. Mýkótoxín eru aðskotaefni sem sumir myglusveppir geta myndað við ákveðnar umhverfisaðstæður, einkum þegar er rakt og hlýtt. Mýkótoxín geta skaðað heilsu fólks og búfjár en sum þessara efna eru meðal öflugustu eiturefna sem til eru. Niðurstöður mælinganna sýndu að 10 þessara efna voru ekki mælanleg en eitt efnið mældist en í afar litlu magni sem var langt undir hámarksgildi í reglugerð.

Þessar niðurstöður skipta miklu máli fyrir matvælaöryggi korns sem framleitt er á Íslandi og vekja vonir um að hægt verði að framleiða íslenskt korn sem verði því sem næst laust við mýkótoxín. Engu að síður er mjög mikilvægt að gera mælingar á mýkótoxínum í íslensku korni reglulega, ekki síst vegna hlýnandi veðurfars.

Fréttir

Þang og þari – bragðarefir framtíðarinnar?

Verkefninu Nýbylgju Bragð sem unnið var af vísindafólki hjá Matís lauk á dögunum en helsta markmið verkefnisins var að þróa verðmæt heilsusamleg bragðefni úr stórþörungum. Bragðefnin eru framleidd með nýstárlegum líftæknilegum aðferðum, til að draga úr saltnotkun í matvælavinnslu auk þess sem þau eru ýmsum öðrum kostum gædd.

Of hár blóðþrýstingur er algengasta heilbrigðisvandamálið tengt mikill saltneyslu og er helsti áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma.  Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) ráðleggur að víða um heim verði verulega úr daglegri saltneyslu. Þetta á einnig við um Íslendinga sem neyta enn of mikils salts.

Þar sem salt hefur mikil áhrif á bragð er hætta á að minni saltnotkun dragi úr bragði auk þess sem vinnslueiginleikar geta breyst. Stórþörungar eru ríkir af málmun líkt og natríum, kalíum og magnesíum sem gefa saltbragð. Auk þess innihalda þeir mikið af bragðaukandi efnum sem geta breytt bragðeiginleikum matvæla og t.d. gefið þeim meiri bragðfyllingu. Til að losa þessi bragðaukandi efni eins og prótein, amínósýrur og afoxandi sykrur úr þanginu þarf stundum að beita mismunandi vinnsluaðferðum.  

Í þessu verkefni voru líftæknilegar aðferðir notaðar til að vinna bragðefni, meðal annars með notkun ensíms sem þróað var hjá Matís. Áhersla var lögð á að vinna bragðefni úr klóþangi (Ascophyllum nodosum) og beltisþara (Saccharina latissima), en þessar tegundir vaxa í miklu magni við Ísland. Bragðefnin voru prófuð m.a. með raftungu (e‑ tongue), rafnefi (e‑nose) og bragðfrumum úr tungu, auk skynmats og efnamælinga. Valin bragðefni voru notuð til að prófa í saltminni og bragðmeiri matvæli.

Á meðfylgjandi mynd má sjá tilraunaskammta þar sem bragðefnið var notað í karteflumús.

Niðurstöður verkefnisins sýndu að mögulegt er að vinna bragðefni úr þangi með bragðaukandi áhrif en þörf er á frekari prófunum og aðlögun vinnsluferlis, m.a. uppskölun á framleiðslu ensímsins. 

Nánari upplýsingar um verkefnið veitir Rósa Jónsdóttir hjá Matís en áhugasömum er einnig bent á að fylgjast með á verkefnasíðu verkefnisins hér: Nýbylgju Bragð

Verkefnið fékk að auki umfjöllun í Bændablaðinu sem kom út á dögunum og þá umfjöllun má finna hér: Heilsusamleg bragðefni unnin úr íslensku þangi.

IS