Fréttir

Riðugensgreiningar Matís í Bændablaðinu

Tengiliður

Sæmundur Sveinsson

Fagstjóri

saemundurs@matis.is

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins birtist viðtal við Sæmund Sveinsson, fagstjóra erfðarannsókna hjá Matís og var umfjöllunarefnið rannsóknarverkefni sem hann vinnur nú að um leit að verndandi genabreytileika í sauðfé gegn riðu.

Í frétt Bændablaðsins „Verkefni um leit að verndandi genabreytileika í sauðfé gegn riðu“ var fjallað um verkefni Matís sem styrkt er af Fagráði í sauðfjárrækt og er unnið í samstarfi við Keldur. Verkefnið snýst um að betrumbæta riðugensgreiningar á Íslandi með því að bæta við arfgerðagreiningum á þeim verndandi breytileika sem þekktastur er fyrir að veita mikla vernd gegn riðu í sauðfé. Um er að ræða annað verkefni af tveimur á Íslandi í dag sem ganga út á riðugensgreiningar.

Í viðtalinu fjallar Sæmundur um möguleikana sem felast í þessum betrumbótum en áréttar þó að hér sé ekki um neina skyndilausn að ræða heldur muni verkefnið mögulega skila verkfæri sem geti nýst í baráttunni við riðu til lengri tíma litið.

Fréttina má lesa í heild sinni í síðasta tölublaði Bændablaðsins eða á vefsíðunni bbl.is hér: Verkefni um leit að verndandi genabreytileika í sauðfé gegn riðu

Fréttir

Matís og Hafrannsóknastofnun undirrita samstarfssamning

Þorsteinn Sigurðsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar og Oddur M. Gunnarsson forstjóri Matís skrifuðu undir samstarfssamning 27. október sl. til að styrkja og efla samstarf stofnananna um rannsóknir og samnýtingu innviða.

Lykilstoðir farsæls árangurs í vísindum og nýsköpun er gott aðgengi að rannsóknarinnviðum og skapar aukið samstarf án efa veruleg tækifæri fyrir báða aðila á tímum mikilla áskoranna, t.d í fiskeldi, erfðafræði og vegna umhverfisbreytinga á norðurslóðum.

Gott samstarf stofnananna hefur um langan tíma átt sér stað, allt frá þeim árum sem þær deildu saman húsnæði að Skúlagöu 4 í Reykjavík. Þá hefur einnig mikil og góð samvinna átt sér stað milli Matís og Sjávarútvegsskóla GRÓ sem Hafrannsóknastofnun heftur hýst í fjölda ára. Samningurinn formfestir það góða samstarf auk þess að skapa frekari tækifæri í rannsóknum hafs og vatna.

Fréttir

Koffínneysla framhaldsskólanema – ný skýrsla Áhættumatsnefndar

Tengiliður

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

Verkefnastjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Að beiðni Matvælastofnunar hefur Áhættumatsnefnd á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru rannsakað hvort neysla orkudrykkja sem innihalda koffín hafi neikvæð áhrif á heilsu ungmenna í framhaldsskólum.

Skýrslan sýnir að vægi orkudrykkja í heildarkoffínneyslu íslenskra ungmenna er meira en sést hefur í sambærilegum erlendum rannsóknum. Meira en helmingur framhaldsskólanema neytir orkudrykkja einu sinni í viku eða oftar og 10-20% framhaldsskólanema drekka orkudrykki daglega. Þeir nemendur sem neyta orkudrykkja eru um sex sinnum líklegri til að fara yfir viðmiðunarmörk Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA) um það magn koffíns sem hefur áhrif á svefn og öryggismörk koffíns fyrir hjarta og æðakerfið til samanburðar við þá nemendur sem ekki neyta orkudrykkja.

Niðurstöður nefndarinnar gefa til kynna að tilefni sé til að takmarka aðgengi framhaldsskólanemenda að orkudrykkjum þar sem framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja virðist skila sér í að neysla íslenskra framhaldsskólanema er meiri en æskilegt er.

Áhættumatsnefndin gaf út sambærilega skýrslu fyrir ári síðan sem tekur til neyslu ungmenna í 8.-10. bekk á orkudrykkjum. Niðurstöður sýna að hlutfall nemenda sem neytir orkudrykkja tvisvar sinnum í viku eða oftar eykst með aldri, þar sem um tíundi hver nemandi í áttunda bekk neytti orkudrykkja oftar en tvisvar sinnum í viku en annar hver framhaldsskólanemi á aldrinum 18-20 ára. Athygli vekur að yngri ungmenni eru líklegri til að fá orkudrykki að gjöf í tengslum við íþróttir og hópastarf (40-70%) en eldri ungmenni (10%). Nýlega hafa fjölmiðlar fjallað um skýrslu áhættumatsnefndar frá 2020 annars vegar hér: Algengt að börn fái orkudrykki gefins og hins vegar hér: Innbyrða tólffalt koffínmagn og upplifa vanlíðan.

Fjallað hefur verið um skýrsluna í fréttum undanfarið en umfjöllun Rúv má finna hér: Íslensk ungmenni þamba orkudrykki sem aldrei fyrr og umfjöllun Vísis hér: Börn þurft að leita á bráða­mót­töku eftir neyslu orku­drykkja

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir, sviðstjóri hjá Matís, er formaður áhættumatsnefndar.

Frekari upplýsingar og helstu niðurstöður má finna í frétt Matvælastofnunar hér: Mikil neysla framhaldsskólanema á orkudrykkjum gefur tilefni til að takmarka aðgengi.

Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér: Skýrsla um heilsufarslega áhættu vegna neyslu íslenskra ungmenna í framhaldsskólum á koffíni í drykkjarvörum.

Fréttir

Viggó Þór Marteinsson sæmdur orðu frá franska sendiráðinu

Vísindamaðurinn Viggó Þór Marteinsson hlaut orðuna Or­dre nati­onal du mé­rite.

Viggó lærði líffræði við Háskóla Íslands og lauk þar BS-prófi. Hann fór til Frakklands í framhaldsnám og varði doktorsritgerð við Université de Bretagne Occidentale í ársbyrjun 1997. Viggó er sérfræðingur í örverufræði og prófessor við Matvæla- og næringardeild Háskóla Íslands ásamt því að vera faglegur leiðtogi á sviði rannsókna og nýsköpunar hjá Matís ohf.

Eftir að hafa lokið doktorsprófi frá Université de Bretagne Occidentale hefur verið í góðu samstarfi við franskt vísindasamfélag. Þessi tengsl hafa leitt til þess að fjölmargir franskir stúdentar hafa komið til Íslands og unnið í lengri og skemmri tíma að verkefnum sem hafa verið hluti af þeirra verkefnum til meistara- eða doktorsgráðu.

„Þó nokkrir hafa lokið eða eru að ljúka doktorsnámi undir minni handleiðslu við HÍ og hafa unnið rannsóknarverkefni sín hjá rannsóknarstofnunum eins og Matís,“ segir Viggó. „Sumir af þessum nemum hafa ílengst hér eftir nám og eru með rannsóknarstöður hjá Matís. Þetta gæfuríka samstarf þjóðanna á sviði raunvísinda heldur áfram og ég geri fastlega ráð fyrir að það muni eflast um ókomna framtíð.“

Orðan var gefin út 20. nóv 2020 en vegna Covid-19 þá var orðuveitinginn þann 9. Júní 2021.

Matís óskar Viggó innilega til hamingju með orðuna.

Fréttir

Matís á Arctic Circle

Ráðstefnan Arctic Circ­le, Þing Hring­borðs Norður­slóða var haldin í Hörpu um síðustu helgi. Ráðstefnan var fyrsti alþjóðlegi viðburðurinn sem haldinn var í Evrópu frá upp­hafi Co­vid-19 far­aldursins.

Matís tók þátt í ráðstefnunni og fólst þátttakan meðal annars í panelumræðum um hið bláa hagkerfi og þá aðallega í umræðum um þau tækifæri sem felast í bláa lífhagkerfinu á norðurslóðum. Panellinn var skipulagður af Arctic Economic Council. Hann snerist um samtal um það hvernig atvinnulífið hefur komið að því að finna lausnir á ýmsum samfélagslegum áskorunum gegnum nýsköpun og verðmætasköpun.

Þátttakendur í panelnum voru:

  • Bryndís Björnsdóttir frá Matís
  • Leslie Canavera frá PolArctic
  • Patrick Arnold frá New England Ocean Cluster
  • Mads Qvist Frederiksen frá Economic Council

Umræðurnar sem fram fóru voru teknar saman í teiknaðri mynd sem sjá má hér:

Fréttir

Heiðursmálþing fyrir Sigurjón Arason

Á fimmtudaginn, þann 21. október næstkomandi, fer fram heiðursmálþing fyrir Sigurjón Arason í Veröld, húsi Vigdísar

Sigurjón Arason hefur starfað hjá Matís frá stofnun og sinnir hann nú starfi yfirverkfræðings hjá fyrirtækinu. Á heiðursmálþinginu verður meaðl annars farið yfir þau mörgu og fjölbreyttu verkefni sem hann hefur sinnt í gegnum tíðina í þágu þróunar matvæla.

Dagskrá viðburðarins er útlistuð hér að neðan.

Fréttir

Hackathon um nýtingu hliðarafurða matvæla á Matís næsta laugardag 16. október frá kl. 10-18

Tengiliður

Guðjón Þorkelsson

Stefnumótandi sérfræðingur

gudjon.thorkelsson@matis.is

14 nemendur frá Póllandi og Íslandi eru um þessar mundir að ljúka námskeiði um nýtingu hliðarafurða matvæla.

Námskeiðinu lýkur með hackaþoni á laugardaginn þar sem þátttakendum er skipt í lið til að finna lausnir á vandamálum þriggja matvælafyrirtækja á nýtingu tiltekinna matvæla.

Dagskrá hackaþonsins:

10.00                     Welcome. Allocating teams to problem

10:30                     Ideation and selecting idea

12:00                     Lunch and inspirational talk

13:00                     Team working on ideas. Prototyping

14:00                     Other kind of activity

14:15                     How to pitch

14:45                     Team working on pitches

16:30                     Pitching in front of jury

17:30                     Prices. Certificates. Thank you and farewell. 

Allt áhugasamt fólk er hvatt til þess að taka þátt. Ef þið viljið skrá ykkur eða fá frekari upplýsingar má hafa samband við Guðjón Þorkelsson í gegnum tölvupóstfangið gudjont@matis.is 

Veitt eru verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar.

Fréttir

Sýnaöflun í fjöruferð

Verkefnin sem starfsnemar og sérfræðingar hjá Matís taka sér fyrir hendur eru margvísleg. Í síðustu viku brá Þóra Valsdóttir, verkefnastjóri, sér í fjöruferð ásamt starfsnemunum Romain Canuel og Sabrina Rechtsteiner.

Ástæða þess að farið var í fjöruferð var sú að í verkefninu MINERVA var komið að sýnaöflun. Markmið MINERVA verkefnisins er að gera vannýttum lífauðlindum, í þessu tilfelli lífmassa úr þörungum sem vaxa um alla Evrópu, hærra undir höfði. Það verður gert með því að bæta vinnsluaðferðir og stuðla þannig að minni sóun og þróa nýjar, verðmætar hágæða vörur úr hráefninu.

Sýnaöflunin gekk vel enda um auðugan garð að gresja eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á verkefnasíðu þess hér: MINERVA

Fréttir

Þróun á sameindaerfðafræðilegri aðferð til foreldragreininga í íslensku sauðfé

Tengiliður

Sæmundur Sveinsson

Fagstjóri

saemundurs@matis.is

Bændablaðið birti í síðustu útgáfu sinni frétt um nýútgefna skýrslu Sæmundar Sveinssonar, fagstjóra erfðarannsókna hjá Matís sem fjallaði um foreldragreiningar í íslensku sauðfé.

Skýrslan sem bar yfirskriftina „Þróun á sameindaerfðafræðilegri aðferð til foreldragreininga í íslensku sauðfé“ kom út sem lokaafurð samnefnds verkefnis sem unnið var í samstarfi við Eyþór Einarsson sauðfjárræktarráðunaut hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og styrkt af Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. Markmið verkefnisins var að prófa alþjóðlega viðurkennd erfðamörk í þeim tilgangi að þróa tól til foreldragreininga í íslensku sauðfé. Það er mikilvægt fyrir ræktunarstarf í sauðfjárrækt að eiga kost á því að geta staðfest ætterni gripa, bæði m.t.t. þess að treysta ætternisgögn vegna kynbótastarfsins en ekki síður vegna rannsókna á erfðagöllum.

Í viðtalinu við Bændablaðið segir Sæmundur að bundnar séu vonir við að með þessu greiningartóli verði markvisst hægt að fækka alvarlegum erfðagöllum í sauðfé, eins til dæmis þeim sem veldur bógkreppu – sem er sjúkdómur sem veldur vansköpun í þroskun útlima á lömbum.

Umfjöllun Bændablaðsins um verkefnið má lesa í heild sinni hér: Foreldragreiningar í sauðfé gagnast helst í baráttunni gegn arfgengum sauðfjársjúkdómum.

Skýrslan sem vísað er í er aðgengileg á vef Matís hér: Þróun á sameindaerfðafræðilegri aðferð til foreldragreininga í íslensku sauðfé.

Fréttir

Nordic Salmon vinnufundur

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Vinnufundur um laxeldi var haldinn 27. október á Ölfus Cluster, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn.

Viðfangsefni vinnufundarins voru:

  • Fóðurgerð framtíðar fyrir laxeldi
  • Viðbrögð framtíðar við lúsavanda við eldi í sjó
  • Ræktun stórseiða í stýrðu umhverfi á landi (RAS)

Erindi fundarins hafa verið hengd við dagskrána hér:

New development in sea- and salmon louse

  1. Lumpfish genetic research: Dr. Ólöf Dóra Bartels Jónsdóttir, Iceland
  2. Fish welfare to prevent sea lice issues: Esbern Patursson, Faroes Islands
  3. Dispersion of sea lice, connection between farms and economic cost: Tróndur Kragesteen, Faroe Islands
  4. Salmon lice biology, Sussie Dalvin, Norway

Feed: New sources and optimal composition for different environments

  1. Special feed production from pelagic production, Sigurjón Arason, Iceland
  2. Salmon Feed: Turid Mørkøre, Norway
  3. Kalle Sinisalo: Research scientist, Finland
  4. Challenges in feed production for salmon in the future, Gunnar Örn Kristjánsson, Iceland

Production of large smolts in hatcheries

  1. Large smolts production: Sigurdur Petursson, Iceland

Um fundinn:

Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á laxeldi og vilja kynna sér það helsta sem er að gerast varðandi viðfangsefni hans. Mikil umræða hefur verið um landeldi, en ræktun á stórseiðum er að hluta til landeldi þar sem vistun í sjókvíum er stytt en lengd í stýrðu eldi á landi. Það er hluti af baráttunni við t.d. laxa/fiskilús.

Boðið verður upp á veitingar á fundinum og gert ráð fyrir greiðslu fyrir þær kr. 3.000. Fundurinn fer fram á ensku.

Dagskrá fundarins er útlistuð hér að neðan.

Allir áhugasamir velkomnir!


The Nordic Salmon Workshop in Thorlakshofn 27th of October at 08:30

A workshop on salmon farming will be held on October 27 at Ölfus Cluster, Hafnarberg 1, 815 Þorlákshöfn. The meeting starts at 08:30 and ends at 17:00 the same day.

The workshop subjects:

  1. Salmon feed: new sources and optimal composition for different environments
  2. New development in sea- and salmon louse
  3. Production of large smolts in hatcheries
  1. Salmon feed will be a very dynamic area of research and development in the future. With feed requirements of salmon growing in extreme environmental conditions, such as low temperature, are not fully understood. Furthermore, technical solution to minimize movements of fish in sea cage during the coldest periods in winter could improve conditions of fish during the coldest months
  2. Several options already exist for chemically treating salmon lice in sea cages. However, there are two main problems associated with treating lice in such a way. Firstly, there are negative environmental impacts and secondly, lice can and have developed resistance to many of the available chemicals currently being used
  3. There has been a growing interest in land-based salmon farming under more controlled environment. Large smolt farming is a land-based farming, with longer growing time ashore and shorter in ONP, reducing risk in farming with higher cost. Reducing lead time in sea also enables producers to reduce the spread in biomass throughout the year. This may be one of the most sustainable ways of maximizing utilization of licenses.

The meeting is open for anybody interested in salmon farming. Included are refreshment at the meeting and reception at Lax-inn in Reykjavík after the meeting. The cost is ISK 3.000.

The meeting will be in English.

The board

  • Gunnar Thordarson, Matís, Isafjordur, Iceland
  • Björgolfur Hávardsson, NCE Seafood Innovation Cluster AS Norway
  • Gunnvør á Norði and Jóhanna Lava Kötlum, Fiskaaling, Faroe Islands
  • Kurt Buchmann, Department of Veterinary and Animal Sciences, University of Copenhagen, Frederiksberg, Denmark
  • Niels Henrik Henriksen, The Danish Aquaculture Organisation, Aarhus, Denmark
  • Marko Koivuneva, Finnish Fish Farmers’ Association, Helsinki, Finland.

Instituions participating

  • Matís ohf. – Gunnar Thordarson (Iceland)
  • Björgolfur Hávardsson, NCE Seafood Innovation Cluster AS Norway
  • Fiskaaling – Gunnvør á Norði and Jóhanna Lava Kötlum – (Faroe Islands)
  • University of Copenhagen, Department of Veterinary and Animal Sciences, Frederiksberg – Kurt Buchmann (Denmark)
  • The Danish Aquaculture Organisation, Aarhus – Henrik Henriksen (Denmark)
  • Finnish Fish Farmers’ Association, Helsinki – Marko Koivuneva (Finland
  • Ölfus Cluster – Páll Marvin Jónsson
IS