Skýrslur

Comparison of transport modes and packaging methods for fresh fish products – storage life study and life cycle assessment

Útgefið:

01/10/2012

Höfundar:

Björn Margeirsson, Birgir Örn Smárason, Gunnar Þórðarson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Eyjólfur Reynisson, Óðinn Gestsson, Emilía Martinsdóttir, Sigurjón Arason

Styrkt af:

AtVest (Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða)

Tengiliður

Birgir Örn Smárason

Fagstjóri

birgir@matis.is

Comparison of transport modes and packaging methods for fresh fish products – storage life study and life cycle assessment

Mikill ávinningur er í bættri stjórn á virðiskeðju útflutnings á ferskum fiskhnökkum til dreifingar í verslanakeðjum í Bretlandi. Með bættum aðferðum við pökkun væri hægt að auka geymsluþol vöru, sem er grundvallaratriði í þessum viðskiptum. Með loftæmdum umbúðum væri hægt að flytja vöru í krapakeri með lágu hitastigi (niður í -1 °C) sem bæði myndi lækka flutningskostnað verulega og gæti jafnframt lengt geymsluþol vörunnar. Einnig gefur aðferðin möguleika á pökkun með neytendaupplýsingum sem gerir frekari pökkun erlendis óþarfa. Í flutningi með flugi væri hægt að pakka allri vöru í 12 kg frauðplastkassa í stað 3 kg, eins og algengast er í dag, og spara þannig verulegan flutningskostnað. Notast var við hitamælingar, skynmat, efna- og örverumælingar og lífsferilsgreiningu til að bera saman mismunandi pakkningalausnir fyrir sjó- og fluflutning. Ferskir ýsubitar í lofttæmdum umbúðum í keri með krapaís, sem geymt var við dæmigerðan hita í gámaflutningi, reyndist hafa 3–4 dögum lengra geymsluþol en hinir tilraunahóparnir, væntanlega aðallega vegna betri hitastýringar. Samræmi milli niðurstaðna skynmats og örverumælinga var almennt gott. Lægstu umhverfisáhrif allra hópa voru kerahópsins með sjófluttar, lofttæmdar umbúðir en þá útfærslu mætti enn frekar bæta með tilliti til blöndunar ískrapans og fiskhitastýringar og þar með geymsluþols.

The aim of the project was to compare alternative packaging methods of fresh fish loins to the traditional packaging. Comparison was made between packages in terms of temperature control and product storage life by simulating air and sea transport from Iceland to UK in air climate chambers. The evaluation was made by the sensory panel and microbialand chemical analysis by the Matís laboratory in Reykjavík. Furthermore, the environmental impact of the aforementioned transport modes and packaging methods was assessed by means of LCA (Life Cycle Assessment). About 70–75% of Iceland’s exports of fresh fillets and loins are transported by air and the rest by container ships. Increased knowledge on the advantages and disadvantages of the packages used for this fresh fish export will facilitate the selection of packages and improve the quality and storage life of the products. By using vacuum-packaging it is possible to use 12 kg packages in air freight instead of the traditional 3– 5 kg packages; but the market is increasingly demanding smaller individual packages. Sea transported larger packages use less space in shipping, lowering freight cost and environmental impact. Vacuum packed haddock loins immersed in slurry ice in a fish tub stored at sea transport temperature conditions proved to have a 3–4 day longer storage life than all the other experimental groups, probably mainly because of better temperature control. Good agreement was obtained between the sensory- and microbial evaluation. Finally, the sea transport-tub-group was found to be the most environmental friendly and could be improved with regard to product temperature control and thereby storage life.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Short Training Course on Quality Assurance and Processing in the Artisanal Pelagic Fisheries Sector Tanzania June 18th to 29th 2012 / Hagnýtt námskeið í gæðatryggingu og vinnslu fyrir uppsjávarfisks strandveiðisvæða í Tansaníu 18. til 29. júní 2012

Útgefið:

01/09/2012

Höfundar:

Margeir Gissurarson

Styrkt af:

UNU-FTP

Tengiliður

Margeir Gissurarson

Stefnumótandi sérfræðingur

margeir.gissurarson@matis.is

Short Training Course on Quality Assurance and Processing in the Artisanal Pelagic Fisheries Sector Tanzania June 18th to 29th 2012 / Hagnýtt námskeið í gæðatryggingu og vinnslu fyrir uppsjávarfisks strandveiðisvæða í Tansaníu 18. til 29. júní 2012

Matís hélt tvö hagnýt námskeið í Tansaníu fyrir Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU-FTP), í samvinnu við Búfénaðar- og fiskveiðiþróunarráðuneyti Tansaníu. Gæðatap við fiskveiðar og vinnslu í Tansaníu er áætlað í kringum 60% af lönduðum afla. Aðal orsök tapsins er ófullnægjandi meðhöndlun og frumstæðar framleiðsluaðferðir á uppsjávarfiski (Dagaa). Efni námskeiðanna sem haldin voru í Mwanza og Kigoma fjallaði um bætt öryggi og vinnslu sjávarafurða með áherslu á uppsjávarfiskveiðar. Á hvoru námskeiði var fjöldi þáttakenda í kringum 30.

Two short training courses were conducted in Tanzania by Matis for the United Nations University – Fisheries Training Programme (UNU-FTP) in co-operation with the Ministry of Livestock and Fisheries Development in Tanzania. Post-harvest losses in fisheries in Tanzania are estimated to be around 60% of the total catch. These losses are mainly due to improper handling and poor processing techniques of the pelagic species (Dagaa). The courses held in Mwanza and Kigoma, covered the topics of fish safety and processing with emphasis on pelagic fisheries. About 30 persons participated in the course at each location.

Skoða skýrslu

Skýrslur

SafeSalt: Quality control of bacalao salt / SafeSalt: Gæðaeftirlit með saltfisk salti

Útgefið:

01/09/2012

Höfundar:

Minh Van Nguyen, Sigurjón Arason, Hrönn Ólína Jörundsdóttir

Styrkt af:

AVS

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

SafeSalt: Quality control of bacalao salt / SafeSalt: Gæðaeftirlit með saltfisk salti

Markmið verkefnisins var að þróa hraðvirka greiningaraðferð til að meta gæði salts sem notað er til saltfiskframleiðslu. Takmark verkefnisins var að lágmarka gulumyndun í saltfiski. Tilraunir með að nota þorskalýsi sem staðgönguefni til að meta þránun fitu af völdum málma sýndu lofandi niðurstöður og nauðsynlegt er að yfirfæra niðurstöður fyrir þorskalýsi yfir á þorskflök. Niðurstöður benda til þess að járn hafi meiri áhrif á þránun fitu en við kopar. Þránun mældist í fitu við allt að 5 ppm járnstyrk í salti. Nauðsynlegt er að skoða áhrif kopars og járns á oxun próteins í fiski.

The objective of the project was to develope rapid test method to evaluate the quality of salt used in the production of heavily salted cod. This is done in order to reduce the risk of yellow discoloration in salted cod. Experiments where cod liver oil was used as surrogate material showed promising results and the next step is to extrapolate these results to cod filets. The results indicate that iron has stronger oxidazing effects on lipids compared to copper. Oxidation of lipids was detected at 5 ppm iron concentration in salt. Future research should aim at investigating the effects of copper and iron on protein oxidation in fish.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Optimization of Icelandic turbot culture / Arðsemisaukning í íslensku sandhverfueldi

Útgefið:

01/07/2012

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Kristinn Ólafsson, Eirik Leknes, Jón Árnason, Snorri Gunnarsson, Benedikt Kristjánsson, Sigurbjörg Hauksdóttir, Steinunn Magnúsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, María Pétursdóttir, Helgi Thorarensen, Soizic Le Deuff, Arnþór Gústavsson, Gunnar Örn Kristjánsson, Trond Bjørndal, Sigríður Hjörleifsdóttir, Albert Imsland

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Optimization of Icelandic turbot culture / Arðsemisaukning í íslensku sandhverfueldi

Meginmarkmið verkefnisins „Arðsemisaukning í íslensku sandhverfueldi (MAXIMUS)“ var að þróa aðferðir til að lækka framleiðslukostnað í sandhverfueldi á Íslandi. Sandhverfa er að langmestu leyti alin í kerum á landi og hentar því mjög vel til eldis á Íslandi auk þess sem markaðsverð er hátt (um 1500 kr/kg) og stöðugt. Landeldi er hins vegar kostnaðarsamt og því verður sífellt að leita nýrra og betri tæknilegra lausna til að auka hagkvæmni eldisins.   Í MAXIMUS verkefninu var unnið að þróun nýrrar ljóslotustýringar sem gerir mögulegt að auka vöxt um allt að 20%. Unnið var að þróun nýrra fóðurgerða þar sem leitast var við að minnka vægi sjávarpróteins og tókst að lækka fóðurkostnað um allt að 10% samanborið við hefðbundið fóður. Með þessu verður mögulegt að auka hagkvæmni eldis á sandhverfu á seinni stigum eldisferilsins. Í verkefninu var jafnframt þróað multiplex erfðamarkasett fyrir sandhverfu sem hefur gert kleift að arfgerðagreina mikið magn seiða á fljótlegan og öruggan hátt. Þetta erfðamarkasett mun nýtast til að flýta fyrir erfðaframförum í sandhverfueldi í framtíðinni.   Unnið var að markaðsrannsóknum og reynt að rýna í framtíðarhorfur eldisins. Framleiðsla á sandhverfu mun að öllum líkindum aukast töluvert á komandi árum en þrátt fyrir aukningu á undanförnum árum hefur verð haldist stöðugt. Niðurstöður verkefnisins benda eindregið til að eldi á sandhverfu sé hagkvæmt hérlendis og þær aðferðir sem þróaðar hafa verið í verkefninu munu auka líkur á uppbyggingu og fjárfestingu í sandhverfueldi á Íslandi.

The overall aim of this project, MAXIMUS, was to develop methods to significantly reduce production costs in farming of turbot (Scophthalmus maximus). Production of turbot in Iceland has been growing and therefore it is important to develop technology to lower the production costs.   Turbot is an ideal species for farming in land‐based stations in Iceland, having many good characteristics as an aquaculture species and high (1500 kr/kg) and stable market value. Rearing fish in land‐based farms comes however with a cost and it is important to constantly strive to develop new technology to reduce cost of production. Firstly, methods to use photoperiod control to increase growth rate up to 20% compared to traditional methods were developed. Secondly, it was found that crude protein in turbot feed can be reduced by approximately 10% compared to current level in commercial feed without negative effects on growth. This will make production of a more cost efficient and less expensive feed for large turbot possible. Thirdly, multiplex genotyping systems were developed, making it possible to determine the pedigree of the parent fish during breeding to ensure genetic diversity leading to high growth rate.   Finally, the current and future developments in turbot production and markets were analyzed. Production of this species is likely to increase considerably in coming years. In addition, there are important developments in technology that may impact on future supply and cost of production. An estimation of the economic implications of optimized turbot farming system in Iceland, profitability and revenue, was also investigated. Overall the results from this project will make turbot production in Iceland more feasible, and profitable, in the future.

Skýrsla lokuð til 01.12.2013

Skoða skýrslu

Skýrslur

Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2010 and 2011 / Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2010 og 2011

Útgefið:

01/07/2012

Höfundar:

Hrönn Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir

Styrkt af:

Umhverfisráðuneyti og sjávarútvegs‐ og landbúnaðarráðuneyti / Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture

Tengiliður

Natasa Desnica

Fagstjóri

natasa@matis.is

Monitoring of the marine biosphere around Iceland 2010 and 2011 / Mengunarvöktun í lífríki sjávar við Ísland 2010 og 2011

Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður árlegs vöktunarverkefnis sem styrkt var af umhverfisráðuneytinu og sjávarútvegs‐  og landbúnaðarráðuneytinu. Markmið með þessari vöktun er að uppfylla skuldbindingar Íslands varðandi Oslóar‐  og Parísarsamninginn (OSPAR), auk AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program). Gögnin eru hluti af framlagi Íslands í gagnabanka Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES). Hafrannsóknastofnunin sér um að afla sýna og Matís hefur umsjón með undirbúningi sýna og mælingum á snefilefnum í lífríki hafsins. Sýnin eru mæld á Matís og á Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja‐  og eiturefnafræði. Mæld voru ýmis ólífræn snefilefni og klórlífræn efni í þorski veiddum í árlegu vorralli Hafró í mars 2011 og í kræklingi sem safnað var á 11 stöðum í kringum landið í ágúst/sept 2010. Vöktun í lífríki sjávar við Ísland hófst 1989 og er sýnasöfnun eins frá ári til árs og unnið eftir alþjóðlegum sýnatökuleiðbeiningum. Gögnunum er safnað saman í gagnagrunn, í skýrslunni eru birtar yfirlitsmyndir fyrir sum efnanna sem fylgst er með. Kadmín er svæðisbundið hærra í íslenskum kræklingi samanborið við krækling frá öðrum löndum.    Niðurstöður sýna breytingar í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi sem safnað var nálægt Hvalstöðinni í Hvalfirði í september 2010 sem eru sambærilegar við niðurstöður frá sama stað frá árinu 2009. Ekki voru sýnilegar breytingar í styrk þessara efna á söfnunarstað kræklings við Hvammsvík í Hvalfirði né á neinum öðrum söfnunarstað í kringum landið sem rannsakaður var 2010. Mikilvægt er að fylgjast með þessum breytingum í mynstri styrks klórlífrænna efna í kræklingi í vöktunarverkefninu á næstu árum til að sjá hvort þær eru enn til staðar. Ítarleg tölfræðigreiningu á gögnunum er í gangi þ.a. hægt sé að meta með vísindalegum aðferðum aukningu eða minnkun mengandi efna í lífríki sjávar hér við land.  

This report contains results of the annual monitoring of the biosphere around Iceland in 2010 and 2011. The project, overseen by the Environmental and Food Agency of Iceland, is to fulfil the OSPAR (Oslo and Paris agreement) and AMAP (Arctic Monitoring Assessment Program) agreements.    The project was funded by Ministry for the Environment and Ministry of Fisheries and Agriculture. The data obtained is a part of Iceland´s contribution to the ICES databank (ices.dk). The collection of data started 1989. Matís is the coordinator for marine biota monitoring and is responsible for methods relating to sampling, preparation and analysis of samples. The samples were analyzed at Matís and the Department of Pharmacology and Toxicology at the University of Iceland. Trace metals and organochlorines were analysed in cod (Gadus morhua) caught in March 2011 and in blue mussel (Mytilus edulis) collected from 11 sites in August/Sept 2010. Marine monitoring began in Iceland 1989 and the sampling is carried out according to standardized sampling guidelines. Changes were observed in the organochlorine concentration patterns in blue mussels collected year 2010 at the sampling site Hvalstod in Hvalfjordur which are in line with results obtained year 2009. No noteworthy increase in organochlorine concentrations was however observed in blue mussels obtained at Hvammsvík in Hvalfjordur nor any of the other sample sites studied year 2010. These results need to be followed up in the annual monitoring of the biosphere around Iceland next year to see if this change in contaminant concentration pattern continues. A thorough statistical evaluation is on‐going on all the available data from this monitoring program to analyse spatial and temporal trends of pollutants in the Icelandic marine biosphere.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Brjósksykrur og lífvirk efni úr sæbjúgum / Cartilage saccharides and bioactive compounds from sea cucumbers

Útgefið:

01/06/2012

Höfundar:

Ólafur Friðjónsson, Varsha Kale, Jón Óskar Jónsson, Sesselja Ómarsdóttir, Hörður Kristinsson, Margrét Geirsdóttir, Patricia Y. Hamaguchi, Guðlaugur Sighvatsson, Sigfús Snorrason, Kári P. Ólafsson, Guðmundur Ó. Hreggviðsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, AVS

Tengiliður

Ólafur H. Friðjónsson

Fagstjóri

olafur@matis.is

Brjósksykrur og lífvirk efni úr sæbjúgum / Cartilage saccharides and bioactive compounds from sea cucumbers

Undanfarin ár hefur Matís í samvinnu við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, IceProtein ehf og Reykofninn ehf stundað rannsóknir á brjósksykrum (chondroitin sulfati) úr brjóski hákarla og sæbjúgna af Íslandssmiðum (Cucumaria frondosa). Rannsóknir víða um lönd hafa sýnt fram í margs konar lífvirkni brjósksykra, in vitro og in vivo, og eru slíkar sykrur notaðar sem fæðubótarefni, oftast með glukósamíni til að meðhöndla slitgigt. Rannsóknir hafa ennfremur sýnt fram á að með því að klippa brjósksykrur niður í smærri einingar (fásykrur) má mögulega auka lífvirkni þeirra in vitro.   Rannsóknir Matís og samstarfsaðila, sem studdar voru af AVS rannsóknarsjóði í sjávarútvegi og Tækniþróunarsjóði, sýndu fram á að unnt er að framleiða brjósksykrur úr hákarlabrjóski og grófhreinsaðar brjósksykrur úr sæbjúgum með einföldum vinnsluferlum. Einnig er unnt að framleiða fásykrur úr hákarlabrjóski með sérvirkum lífhvötum, sem útbúnir voru í rannsóknarverkefninu. Brjósksykrurnar sýna töluverða lífvirkni in vitro og eru brjósksykrur úr íslenskum sæbjúgum sérstaklega áhugaverðar þar sem þær sýna andoxunarvirkni, ónæmisstýrandi virkni og blóðsykurslækkandi virkni. Sameindabygging brjósksykra úr sæbjúgum er flókin samanborið við hákarlabrjósksykrur þar sem þær innihalda hliðarkeðjur samsettar úr mismunandi gerðum sykra. Framleiðsla á fínhreinsuðum brjósksykrum úr sæbjúgum er því flókið ferli og fyrirséð að slíkar sykrur verða dýrar á markaði. Matís og IceProtein í samvinnu við Reykofninn undirbúa nú frekari framleiðslu á grófhreinsuðum brjósksykrum úr sæbjúgum í sölu‐ og kynningarstarfsemi.

In recent years, Matís ohf, The Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, IceProtein and Reykofninn ehf have collaborated in a research project on cartilage saccharides (chondroitin sulfate) isolated from shark and sea cucumbers from waters around Iceland (Cucumaria frondosa). The project results indicate that processing of the chondroitin sulfate from shark cartilage is a simple procedure and production of disaccharides with recombinant biocatalyst, evolved in the project, may be profitable. The chondroitin sulfate shows considerable bioactivity. Fractions of chondroitin sulfate purified from sea cucumbers, are especially interesting as they display immunomodulating activity and anti‐diabetic properties. However, the structure of the sea cucumber chondroitin sulfate is complex as they contain side chains composed of fucoside residues. Hence, the production and purification of chondroitin sulfate from Icelandic sea cucumbers will be a complicated procedure. Nevertheless, the results indicate that production of crude chondroitin sulfate from sea cucumber can be viable procedure.

Skýrsla lokuð til 01.07.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Ræktun og nýting svifþörunga úr hafinu við Ísland / Culturing and utilization of marine algae from the sea surrounding Iceland

Útgefið:

01/06/2012

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Friðbjörn Möller (nemandi), María Pétursdóttir, Hlynur Ármannsson, Kristinn Guðmundsson, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Ræktun og nýting svifþörunga úr hafinu við Ísland / Culturing and utilization of marine algae from the sea surrounding Iceland

Breytileiki svifþörunganna er mikill en í sjó á norðurhveli jarðar eru kísilþörungar og svipuþörungar algengastir. Svifþörungar hafa verið ræktaðir í Japan frá því um 1960 og nýttir til að auðga næringarinnihald ýmiskonar fæðu og hafa þannig jákvæð áhrif á heilsu bæði manna og dýra. Hátt hlutfall omega 3 (ω3) og  ω6 fitusýra í kaldsjávarþörungum gera þá einnig að áhugaverðum kosti í ræktun. Megin markmið verkefnisins var að einangra þörunga úr hafinu við Ísland og rækta á rannsóknastofu við mismunandi aðstæður. Tekist hefur að einangra og viðhalda hreinræktum af 4 tegundum kaldsjávarþörunga, Phaeodactylum tricornutum, Microcysitis sp., Chlorella sp. og Dunaliella salina. Fituinnihald og hlutfall ω3 fitusýra reyndist hæst í P. tricornutum en tegundirnar innihéldu allar tiltölulega hátt hlutfall ω3 fitusýra og voru auðveldar í ræktun þó svo að vöxtur þeirra væri mismunandi háð aðstæðum. Niðurstöður benda til þess að fituinnihald og hlutfall mismunandi fitusýra sé breytilegt eftir vaxtarstigum. Niðurstöður sýna ennfremur að hjóldýr éta Microcystis sp. og Chlorella sp. og því mögulega áhugavert að nýta þessar tegundir til auðgunar hjóldýra sem notuð eru sem lifandi fóðurdýr við eldi sjávarlirfa í fiskeldi. Verkefnið hefur leitt af sér ný verkefni þar sem unnið er áfram með þær tegundir þörunga sem tekist hefur að rækta í hreinræktum. Markmið þessara rannsókna er annars vegar að þróa áfram aðferðir við ræktun í því markmiði að auka hlutfall fitu og vinna fituefni úr þörungum og hins vegar tilraunir með ræktun tegundanna í affallsvatni frá fiskeldisstöð. Einnig er hafin tilraun í eldi þorskseiða með notkun þessara tegunda þörunga við auðgun fóðurdýra lirfa.

Phytoplankton is the autotrophic component of the plankton community. Phytoplankton has been cultured since 1960 in Japan for a variety of purposes, including foodstock for other aquacultured organisms and a nutritional supplement. The most abundant groups of microalgae around Iceland are the diatoms and dinoflagelleates. High omega 3 (ω 3) and ω6 fatty acid content in cold water marine algae make them interesting for culturing. The main goal of the project was to search expedient plankton suitable for culturing and investigate the effects of different culture conditions. Four species of cold‐water algae have been isolated in monocultures, Phaeodactylum tricornutum, Microcysitis sp., Chlorella sp. og Dunaliella salina. P. tricornutum was found to contain the higest fatty acid and  ω3 content but all species were relatively high in  ω3 content and were easy to culture. The results indicate that the fatty acid composition differed with respect to growth stages. The results also indicate that rotifers grazed on Microcystis sp. and Chlorella sp., thereby making them interesting for enrichment of the live prey commonly used in marine aquaculture. The project has resulted in new projects with further studies on the isolated species and developing methods for increasing their fat content, processing methods for extraction of the fat content and culturing using waste water from aquaculture farms. Also, two of the algae species are presently being used for enrichment of the live prey of cod larvae in an ongoing project.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Turbot – a new colonist from the sea / Sandhverfa – nýr landnemi úr djúpinu

Útgefið:

01/06/2012

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Kristinn Ólafsson, Arild Folkvord, Matthías Oddgeirsson, Sigurbjörg Hauksdóttir, Steinunn Magnúsdóttir, Sigríður Hjörleifsdóttir, Snorri Gunnarsson, Hans Høie, Julie Skadal, Agnar Steinarsson, Albert Imsland

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Tengiliður

Sigurlaug Skírnisdóttir

Verkefnastjóri

sigurlaug.skirnisdottir@matis.is

Turbot – a new colonist from the sea / Sandhverfa – nýr landnemi úr djúpinu

Tilgangur verkefnisins var þríþættur:

• Að afla upplýsinga um dreifingu, far og stofnvöxt á sandhverfu við Ísland.  

• Að nýta aflestur á súrefnis‐ og kolefnisísótópum í kvörnum til að meta umhverfishita og lífssögu hjá sandhverfu við Ísland.  

• Að þróa DNA erfðagerðasett og meta erfðabreytileika sandhverfu við Ísland og bera saman við sandhverfu á nálægum hafsvæðum.  

Í heildina var sýnum safnað úr 70 sandhverfum sem veiddar voru á Íslandsmiðum. Meirihluta sýna var safnað við suðvesturströndina (67%) og kemur það heim og saman við umhverfishitastig á þessum slóðum sem hentar sandhverfu. Sandhverfa fékkst við suðausturland og undan norðausturlandi að hausti þegar árlegt sjávarhitastig á þessum slóðum er hvað hæst.   Um 300 sýni voru unnin úr kvörnum 25 sandhverfa, á aldrinum 3 til 19 ára, og súrefnis (O)  ‐  og kolvetnis ísótópar greindir með massagreini. Með þessari aðferð var umhverfishitastig sýnatökufiska reiknað og reyndist það vera á bilinu 3‐15°C. Skýr árstíðarsveifla í umhverfishitastigi sást í meirihluta kvarnanna þó að einstaklingsbreytileiki í umhverfishita væri líka umtalsverður. Lægri reiknaður umhverfishiti fannst í sýnum frá norðausturlandi samanborið við sýni frá suðvestur‐  og suðausturströndinni.   Stofngerð sandhverfu á Íslandsmiðum var rannsökuð með 12 erfðamörkum og hún borin saman við sandhverfu úr norðaustur Atlantshafi og Adríahafi. Marktækur erfðafræðilegur munur fannst á milli allra sýnapara við Kattegat og Adríahaf annars vegar og hins vegar á milli Íslands og Írlandshafs sem og suður Noregs og Írlandshafs. Þessi grunnrannsókn bendir því til þess að sandhverfa á Íslandsmiðum gæti verið upprunnin frá suður Noregi. Niðurstöður LANDNEMA‐verkefnisins benda til að sandhverfa við Ísland sé að festa sig í sessi sem séríslenskur stofn og að hér sé kominn nýr landnemi úr djúpinu.

The aim of the LANDNEMI project was threefold:

• To collect information about distribution, migration and population growth of turbot in Icelandic waters.

• Use stable oxygen and carbon isotope signals in turbot otoliths to extract information about environmental and life history of turbot in Icelandic waters.

• To develop DNA multiplex microsatellites and determine intra- and inter-population genetic diversity of turbot.

Samples from 70 turbot caught in Icelandic fishing grounds were collected, with majority of the fish caught of the southwest coast (67%) in line with higher sea temperatures in those areas. The turbot caught in other fishing grounds around Iceland (southeast and northeast) were caught during fall when the sea temperatures reach the annual high. Nearly 300 otolith samples were extracted from otoliths of 25 turbot, with age ranging from 3 to 19 years, and subject to mass spectrometry determination of stable oxygen and carbon isotopes. The results from mass spectrometry analysis was then used to calculate temperatures experienced during the life span of the sampled turbot, and were found to be in the range from 3 to 15°C. Clear seasonal patterns in experienced temperature were observed in the majority of the turbot otoliths, although the individual range in experienced temperature varied substantially. A lower experienced temperature was indicated from a fish caught off Norðausturhorn compared to those caught off Suðvesturhorn and Suðausturhorn. The stock structure of turbot was investigated with 12 microsatellite markers in North-East Atlantic Ocean and the Adriatic Sea. Hierarchical analysis identified three primary genetic groups; one from the Adriatic Sea, one from Kattegat, and the third composing of samples from Iceland, south Norway, the Irish Sea and the North Sea. The third group was further divided in two clusters; Iceland and south Norway, and the Irish Sea and the North Sea. This pilot study suggests that the turbot in Icelandic waters may originate from south Norway. Overall the results from the LANDNEMI project indicate that turbot around Iceland is emerging as an Icelandic stock unit and that the species could be considered a new colonist from the sea.

Skýrsla lokuð til 01.12.2013

Skoða skýrslu

Skýrslur

Nýting öfugkjöftu til vinnslu sjávarafurða / Opportunities in processing Megrim in Icelandic seafood industry

Útgefið:

01/06/2012

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Einar Matthíasson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi

Nýting öfugkjöftu til vinnslu sjávarafurða / Opportunities in processing Megrim in Icelandic seafood industry

Markmið verkefnisins er að leggja grunn að veiðum og vinnslu á öfugkjöftu og skapa grundvöll fyrir atvinnustarfsemi og aukinn vöxt sem byggir á nýtingu þessa fiskistofns. Rannsakaður var veiðanleiki og verðþróun á öfugkjöftu á Íslandi eftir mánuðum og árum. Einnig var nýting hráefnisins til vinnslu rannsökuð með það að markmiði að fullnýta hráefnið eins mikið og unnt er til þess að skapa sem mest verðmæti út úr hverju kg af öfugkjöftu sem berst að landi á Íslandi.

The aim of the project is to analyze and develop knowledge of catching and processing Megrim sole in Iceland and create value from the usage of the fish stock. The catching pattern of Megrim sole in Iceland was analyzed depending on years and months in order to recognize the catching pattern over a longer time period as well as the price development on the fishmarket in Iceland. The utilization in land processing of the fish was analyzed with the aim to develop a full utilization method in the land manufacturing process of the fish.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Íslenskir firðir: Náttúrulegt lífríki Ísafjarðardjúps og þolmörk mengunar. Lokaskýrsla / Icelandic fjords: Natural biodiversity in Ísafjarðardjúp and pollution limits

Útgefið:

01/05/2012

Höfundar:

Þorleifur Eiríksson (NAVE), Ólafur Ögmundarson (Matís ohf), Guðmundur V. Helgason (HÍ), Böðvar Þórisson (NAVE), Þorleifur Ágústsson (Matís ohf)

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins

Íslenskir firðir: Náttúrulegt lífríki Ísafjarðardjúps og þolmörk mengunar. Lokaskýrsla / Icelandic fjords: Natural biodiversity in Ísafjarðardjúp and pollution limits

Meginmarkmið verkefnisins var að skilgreina náttúrulegt lífríki Ísafjarðardjúps og þolmörk mengunar sérstaklega með tilliti til uppsöfnunar lífrænna efna á botni og hugsanlegrar næringarefnaauðgunar. Í verkefninu var lífríkið í botnseti rannsakað og ljósi varpað á mögulegar vísitegundir sem hægt er að nota á Íslandi til að meta uppsöfnun lífrænna efna vegna athafna mannsins, svo sem vegna fiskeldis.

Þekking á botndýralífi á grunnslóð við Ísland er lítil, bæði við náttúrulegar aðstæður og við álag frá t.d. fiskeldi. Þekkingu er einnig ábótavant um það hvernig botndýrasamfélagsgerðir svara álagi frá fiskeldi en í einni rannsókn hefur verið reynt að leita svara við því varðandi lítið álag. Til að átta sig á hvaða botndýrasamfélagsgerðir eru við náttúrulegar aðstæður og hverjar þegar um álag frá mengun er að ræða, þarf að skoða skyldleika botndýralífs innan og utan svæðis. Með því móti er hægt að átta sig á hvaða dýrahópar eru ríkjandi við svipaðar aðstæður.

The main object of the project was to define the natural biodiversity of Ísafjardardjúp, pollution limits, and potential impact of eutrophication. This was done by studying benthic populations at specific locations and define indicator species which can be used in Iceland to estimate accumulation of organic matter which stem from man‐doings, like aquaculture. Knowledge about the benthic live in shallow waters around Iceland is little, both regarding natural circumstances and when there is pressure from man‐doings. Knowledge is also poor about how benthic communities respond to pollution from aquaculture. This study shows the relations between research stations with regards to kinship between found indicative species.

Skoða skýrslu
IS