Skýrslur

Íslenskt bygg til matvælaframleiðslu / Icelandic barley for food production

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Ólafur Reykdal (ritstj./editor), Jónatan Hermannsson, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Jón Óskar Jónsson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Emilía Martinsdóttir, Birgitta Vilhjálmsdóttir, Jón Guðmundsson, Guðmundur Mar Magnússon.

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins / The Agricultural Productivity fund

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Íslenskt bygg til matvælaframleiðslu / Icelandic barley for food production

Verkefnið „Aukin verðmæti úr íslensku byggi“ var unnið á árunum 2006 til 2008 í samstarfi Matís ohf, Landbúnaðarháskóla Íslands, byggframleiðenda og matvælafyrirtækja. Gerðar voru mælingar á næringarefnum, aðskotaefnum og örverum í bygginu. Sérstaka athygli vöktu hollustuefnin beta-glúkanar en þeir eru vatnsleysanleg trefjaefni. Öryggi byggsins var fullnægjandi samkvæmt mælingum á örverum og aðskotaefnum. Prófanir á bökun byggbrauða fóru fram í fyrirtækjum og var sýnt fram á að íslenskt bygg hentar vel í bökunarvörur. Skynmat og neytendakönnun fór fram á byggbrauðum og sambærilegum brauðum án byggs. Byggbrauðin höfðu sín sérkenni og fengu almennt góða dóma. Framleitt var byggmalt og síðan var það notað sem hráefni í bjórgerð. Það tókst að framleiða bjór af fullnægjandi gæðum en helsta vandamálið við maltframleiðsluna var lágt spírunarhlutfall byggsins. Tekin voru saman drög að gæðakröfum fyrir íslenskt bygg til framleiðslu á bökunarvörum og byggmalti.

The project “Increased value of Icelandic barley” was carried out during the years 2006 to 2008 in cooperation between Matis ohf, Agricultural University of Iceland, barley producers and food manufacturers. Nutrients, contaminants and microbes were measured in Icelandic barley. The water soluble dietary fiber, beta-glucan, was of special interest. The safety of Icelandic barley was sufficient according to measurements of contaminants and microbes. Barley was tested for bread baking and the result was that Icelandic barley can be used for bread making. Breads with and without barley were tested by sensory evaluation and consumer testing. Barley breads had special sensory properties and were well accepted. Malt was produced from Icelandic barley and used for production of beer. The beer was of good quality but the main problem with the malt production was low proportion of sprouting barley. Quality criteria were drafted for Icelandic barley for production of bakery products and malt.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið / Mycotoxins and the MYCONET-project

Útgefið:

01/12/2008

Höfundar:

Ólafur Reykdal

Styrkt af:

SafeFoodEra

Tengiliður

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafur.reykdal@matis.is

Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið / Mycotoxins and the MYCONET-project

Sveppaeitur (mýkótoxín) eru fjölmörg efni sem geta myndast í sumum tegundum myglusveppa. Sveppaeitur geta haft margvísleg skaðleg áhrif á menn og dýr. Teknar voru saman allar fáanlegar upplýsingar um sveppaeitur í matvælum á íslenskum markaði. Rannsóknir skortir á myndun sveppaeiturs í íslensku umhverfi en líklegt er að sum efnin myndist ekki á akri hér á landi vegna lágs umhverfishita. MYCONET verkefnið var evrópskt netverkefni um sveppaeitur í hveiti til matvæla- og fóðurframleiðslu. Unnið var að þróun kerfis til að leggja mat á nýframkomna hættu af völdum sveppaeiturs, einkum þeirra efna sem myndast í Fusarium sveppum. Sérstök könnun var gerð á þörfum eftirlitsaðila, fyrirtækja og bænda fyrir upplýsingar um sveppaeitur. Vísbendingar um áhættu af völdum sveppaeiturs voru kannaðar og þeim raðað eftir mikilvægi. Við þetta var beitt svokallaðri Delphi-aðferð. Ítarlegra upplýsinga var síðan aflað um mikilvægustu vísbendingarnar. Smíðað var módel til að spá fyrir um tilvist sveppaeiturs út frá vísbendingum um nýframkomna áhættu.

Mycotoxins are a varied group of contaminants that can be formed in molds. They can be harmful for humans and animals. Information about mycotoxins in foods on the Icelandic market was collected. Research on mycotoxins in Iceland have been limited but it is likely that some of the mycotoxins do not form in open fields because of low temperature. The MYCONET-project was an European network of information sources for identification of emerging mycotoxins in wheat-based supply chains. Main emphasis was on mycotoxins produced by Fusarium spp. The needs of stakeholders and other end users (risk managers) were investigated. The most important indicators for emerging mycotoxins were identified together with evaluation of their relative importance by the Delphi method. Information sources on these key-indicators were evaluated. Finally, an information model was developed to predict emerging mycotoxin risk from indicators and information sources.

Skoða skýrslu

Skýrslur

A brief summary of processing fish proteins

Útgefið:

01/11/2008

Höfundar:

Arnljótur B. Bergsson, Margrét Geirsdóttir, Rósa Jónsdóttir, Þóra Valsdóttir, Hörður G. Kristinsson, Guðjón Þorkelsson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

A brief summary of processing fish proteins

Oxun er áríðandi viðfangsefni við proteinvinnslu. Skýrslan er samantekt með vali á vinnslubreytum og eiginleikum fiskpróteina og í lok skýrslunnar má finna tillögur varðandi áhrif vinnslubreyta á eiginleika próteinanna. Í skýrslunni má finna drög að áhættuþáttagreiningu með gæðaþáttum prótein-, ísolat- og hýdrólýsatvinnslu.

Oxidation is high profile topic in protein processing. This report is a summary on the influence of process and a selection of process parameters and properties, quality and yield of fish proteins, isolates and hydrolysates and it includes suggestions regarding the effect of processing parameters on these protein properties. The report lists up a draft for hazard analysis of quality parameters in protein, isolate, and hydrolysate processing.

Skýrslan er lokuð í 2 ár / Report closed for 2 years

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum; söfnun og greining sýna / Fishing, grading, pre-processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels; collecting and analysing samples.

Útgefið:

01/11/2008

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum; söfnun og greining sýna / Fishing, grading, pre-processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels; collecting and analysing samples.

Markmiðið með þessu verkefni er að kanna veiðar uppsjávarfiskiskipa á makríl á Íslandsmiðum, gera formmælingar á fiskinum, koma með lausnir hvernig flokka megi makrílinn frá öðrum fiski um borð og hvernig vinnslu skuli háttað í frystiskipum. Greindur verður tækjakostur sem nauðsynlegur er við vinnsluna, einnig verða markaðir kannaðir fyrir makríl veiddan á Íslandsmiðum eftir árstímum. Í þessum hluta var söfnun og greining makrílsýna sem safnað var sumarið 2008 gerð skil. Kynntar eru fyrstu niðurstöður verkefnisins sem snúa að stærð, þyngd, hauslengd, hæð og breidd, kyni, fitu-, vatns- og þurrefnisinnihaldi sýnanna.

The objective of this project is to study mackerel fishing on Icelandic fishing grounds, perform geometrical measurements on the fish, find the best solution for grading the mackerel by size and species on board and how to process it in freezer vessels. Part of this will be to analyze what kind of technology is necessary for processing the mackerel. Market analysis will be carried out for mackerel caught on Icelandic fishing ground during the summer. In this report results from sampling during the summer 2008 are presented.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Möguleikar á framleiðslu náttúrulegs dýrasvifs til notkunar á fyrstu stigum fiskeldis / The potential for production of natural zooplankton for first feeding of marine larvae

Útgefið:

01/10/2008

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður Sjávarútvegsins / Project fund of the Ministry of Fisheries

Möguleikar á framleiðslu náttúrulegs dýrasvifs til notkunar á fyrstu stigum fiskeldis / The potential for production of natural zooplankton for first feeding of marine larvae

Heildarmarkmið verkefnisins er að gera úttekt á möguleikum framleiðslu náttúrulegs dýrasvifs til notkunar á fyrstu stigum fiskeldis á Íslandi. Gæði og framboð lirfa er eitt helsta vandamálið í fiskeldi í dag. Lirfur flestra sjávarfiska þurfa lifandi bráð þegar forðanæring kviðpokans er uppurin og er þá framboð lifandi fóðurdýra nauðsynlegt þar til lirfur fara að taka til sín þurrfóður. Innlendar eldisstöðvar hafa fyrst og fremst notað hjóldýr og artemíu sem kaupa þarf erlendis frá og rækta í stöðvunum. Nokkuð skortir á rétta samsetningu næringarefna í þessum fóðurdýrum í samanburði við dýrasvif sem er náttúruleg fæða lirfa sjávarfiska og sýna rannsóknir að notkun dýrasvifs gefur aukna afkomu og bættan vöxt lirfa. Framboð náttúrulegs dýrasvifs er árstíðabundið en ræktun ýmissa tegunda hefur verið reynd á nokkrum stöðum í heiminum með góðum árangri. Benda niðurstöður rannsókna til þess að mögulegt sé að rækta ýmsar tegundir krabbaflóa í nægilega miklu magni til framleiðslu fyrir seiðaeldisstöðvar. Margar tegundir svifdýra er að finna í lífríki sjávar við landið sem hentað gætu til eldis sjávarfiska og má þar sem dæmi nefna rauðátu, A. longiremis og Oithona spp. Fyrirhugað er að sækja um rannsóknastyrk til sjóðsins um uppsetningu á aðstöðu og tilraunir með ræktun valinna tegunda(r) dýrasvifs.

The main goal of this project was to evaluate the potential for production of natural zooplankton for production of marine fish larvae in Iceland. Satisfactory quality and survival of larvae are one of the main problems in marine aquaculture. Marine larvae are fed live zooplankton during the first feeding stages, when the content of the yolk sac is spent. Icelandic producers of marine fish larvae mainly use imported rotifers and Artemia as live feed. Copepods are the main food source of marine fish larvae in their natural environment and previous research indicate that the nutritional value of rotifers and Artemia is not adequate for successful development of the larvae. Successful growth and survival of larvae have been achieved using natural zooplankton. However, seasonal growth of natural zooplankton species prevents their use in commercial production of fish larvae. Copepods have been successfully cultured and there are indications that copepods can be cultured as feed in the production of marine fish larvae on a commercial scale. Various zooplankton species are found in the Icelandic marine ecosystem and that may be ideal candidates for culturing e.g. Calanus finmarchicus, A. longiremis and Oithona spp. As a next step, we will apply for funding of a larger project where the aim is to develop experimental facilities and carry out experimental cultures of selected species.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Lífríki í kalkríkum hverum á Ölkelduhálsi / Microbial ecology of calcium rich hot springs at Ölkelduháls geothermal area

Útgefið:

01/10/2008

Höfundar:

Sólveig K. Pétursdóttir, Snædís Björnsdóttir, Alexandra Klonowski, Sólveig Ólafsdóttir, Guðmundur Óli Hreggviðsson

Styrkt af:

Umhverfis- og orkurannsóknasjóður OR / The Environmental and Energy Research Fund of Orkuveita Reykjavíkur

Tengiliður

Alexandra María Klonowski

Verkefnastjóri

alex@matis.is

Lífríki í kalkríkum hverum á Ölkelduhálsi / Microbial ecology of calcium rich hot springs at Ölkelduháls geothermal area

Vistfræði kalkríkra hvera er lítt rannsökuð. Þessi rannsókn fól í sér að greina lífríki í kalkríkum hverum á Ölkelduhálsi og meta hvort það hefði sérstöðu miðað við lífríki annarra hvera á sama svæði með sama hita- og sýrustig. Bakteríur voru einangraðar úr hverasýnum með hefðbundnum ræktunaraðferðum. Erfðagreiningaraðferðir voru notaðar til að greina tegundasamsetningu. Allmargar tegundir sem fundust í sýnum úr kalkríkum hverum finnast einnig í öðrum hverum. Það vekur þó athygli að tegundir innan Aquificae fylkingarinnar fundust ekki í sýnunum en þær eru þó afar algengar í hverum og víða ríkjandi. Frumefnamælingar sýndu mun á styrk brennisteins, járns, kolefnis og arsens í kalkríku vatni og öðru hveravatni sem kann að vera skýring á þessu. Með ræktunaraðferðum greindust einkum þekktar bakteríutegundir af Thermus og Bacillus ættkvíslum. Ein ný tegund af Meiothermus ættkvísl var einangruð. Með erfðagreiningaraðferðum náðust 195 raunbakteríuklónar úr kalkríkum hverum sem flokkuðust í 60 tegundir miðað við 98% skyldleika. Þessar 60 tegundir dreifast á níu fylkingar. Tegundirnar sem fundust í sýnunum voru þær sömu milli hvera, en einnig einstakar fyrir sýnið sem þær komu úr. Engar fornbakteríur fundust í sýnunum. Líffræðilegur fjölbreytileiki í sýnum úr kalkríkum hverum á Ölkelduhálsi var ívið hærri en sambærileg gildi úr vatnshverum með svipaða eiginleika á sama svæði. Hátt hlutfall óþekktra tegunda og ættkvísla í sýnum sem tekin voru í kalkríkum hverum á Ölkelduhálsi vekur athygli. Af 60 tegundum sem alls fundust í sýnunum fannst nægilega náinn ættingi sömu tegundar í 25 tilvikum. Hinar 35 tegundirnar voru það fjarskyldar nánasta ættingja að ekki tókst að flokka þær nema til ættkvísla, ættbálka, ætta eða fjölskyldna. Vistkerfi í kalkríkum hverum á Ölkelduhálsi verður því að teljast afar sérstakt.

The ecology of calcium rich hot springs is not well documented. In this study an attempt was made to estimate if microbial species composition in calcium rich hot springs in Ölkelduháls in Iceland was special compared to species composition in other hot springs with similar temperature and pH in the same geothermal area. Isolation methods as well as culture independent methods were used to analyse species composition in the samples. Many species found in the calcium rich hot springs are also found in other hot springs. It is noteworthy that Aquificae species were totally absent in samples from calcium rich hot springs, but these species were abundant and dominating in other hot spring samples. Elemental analysis of hot spring water revealed a difference in the concentration of sulphur, iron, carbon and arsenate between calcium rich hot springs and other hot springs in the area. Known species of Thermus and Bacillus genera were isolated from the samples. A novel Meiothermus species was isolated. Approximately 60 species belonging to nine phyla were identified in the samples using culture independent methods. The species identified in the calcium rich samples were identical between samples but also unique for the sample investigated. No archaea were detected in the samples. Biodiversity calculated for the samples from calcium rich hot springs was slightly higher than in samples from other hot springs. A high ratio of unknown species and genera in the samples from calcium rich hot springs in Ölkelduháls is remarkable. Of the total of 60 species identified only 25 had a close relative from the same species according to Genbank. The remaining 35 species were only distantly related to their closest relative and could only be classified to genera, families, orders or classes. Thus, the ecology of calcium rich hot springs appears to be quite unique.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Erfðagreiningaþjónusta fyrir íslenska nytjastofna

Útgefið:

01/10/2008

Höfundar:

Sigríður Hjörleifsdóttir

Styrkt af:

Framleiðnisjóður landbúnaðarins

Erfðagreiningaþjónusta fyrir íslenska nytjastofna

Lokið er þróun á erfðagreiningarsetti fyrir kýr með 11 endurteknum stuttraða erfðamörkum (microsatellite markers) (BM1824, BM2113, INRA023, SPS115, TGLA122, TGLA126, TGLA227, ETH10, ETH225, TGLA53, ETH3). Prokaria býður upp á þjónustu og þátttökur í rannsóknaverkefnum á erfðafræði kúastofna. Þróun á erfðagreiningarsetti fyrir kindur er hafið. Í því eru 11 erfðamörk (CSRD0247, HSC, INRA0063, MAF0214, OarAE0129, OarCP0049, OarFCB0011, OarFCB0304, INRA0005, INRA0023, OaRFCB0020). Þróunarvinnan er langt komin.

A genotyping protocol for cows with 11 microsatellite markers (BM1824, BM2113, INRA023, SPS115, TGLA122, TGLA126, TGLA227, ETH10, ETH225, TGLA53, ETH3) has been developed. Prokaria offers genotyping service and participation in research projects on cow genetics. A genotyping protocol was started for 11 microsatellite markers for sheep (CSRD0247, HSC, INRA0063, MAF0214, OarAE0129, OarCP0049, OarFCB0011, OarFCB0304, INRA0005, INRA0023, OaRFCB0020). The final optimizations of conditions are not finished.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Effect of modified atmosphere packaging (MAP) and superchilling on the shelf life of fresh cod (Gadus morhua) loins of different degrees of freshness at packaging

Útgefið:

01/09/2008

Höfundar:

María Guðjónsdóttir, Hannes Magnússon, Kolbrún Sveinsdóttir, Björn Margeirsson, Hélène L. Lauzon, Eyjólfur Reynisson, Emilía Martinsdóttir

Styrkt af:

AVS Rannsóknasjóður, Tækniþróunarsjóður Rannís

Tengiliður

Kolbrún Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

kolbrun.sveinsdottir@matis.is

Effect of modified atmosphere packaging (MAP) and superchilling on the shelf life of fresh cod (Gadus morhua) loins of different degrees of freshness at packaging

Tilgangur þessarar tilraunar var að meta áhrif loftskiptra umbúða (MAP) og ofurkælingar á gæðabreytingar og geymsluþol þorskbita af misfersku hráefni sem var unnið og pakkað eftir 2 og 7 daga frá veiði. Tilraunin var gerð í samvinnu við Samherja, Dalvík og Norðlenska, Akureyri í október og nóvember 2007. Fiskurinn var geymdur heill í ís fram að pökkun við -0.2 ± 0.1°C (2 dagar frá veiði) og -0.2 ± 0.2°C (7 dagar frá veiði). Hnakkastykki voru skorin í tvennt og þeim var síðan pakkað (350-550 g) í loftskiptar umbúðir. Samsetning gasblöndunnar var eftirfarandi: 50% CO2, 5% O2 og 45% N2. Pakkaðir þorskbitar voru geymdir í kæligeymslu við -0.6 ± 1.4°C og sýni tekin yfir 3ja vikna geymslutíma og metin með skynmati, örveru- og efnamælingum. Aldur hráefnis við pökkun hafði greinileg áhrif á skynmat bitanna. Pökkun eftir 2 daga leiddi til lengingar á ferskleikaeinkennum framan af geymslu. Auk þess komu skemmdareinkenni mun síðar fram en í bitum sem pakkað var 7 daga frá veiði. Geymsluþol bita eftir pökkun á 7. degi má gróflega áætla 4-8 dagar en a.m.k. 19 dagar í bitum pökkuðum á 2. degi. Þetta stutta geymsluþol bita frá 7. degi má skýra með þróun örveruflórunnar og myndun rokgjarnra skemmdarefna ásamt hitastigsferli á heilum fiski fyrir pökkun. Áhrif mismunandi pökkununardags hafði veruleg áhrif á örveruflóruna. Þannig var heildarörverufjöldi mun minni í bitum sem pakkað var eftir 2 daga heldur en á 7. degi (log 3.7 vs 5.4/g). Þennan mun má að miklu leyti rekja til mismikils fjölda Photobacterium phosphoreum (Pp) í holdi rétt eftir pökkun, en hann greindist ekki við fyrri pökkun á 3. tilraunadegi (undir log 1.3/g) og á 8. degi var fjöldinn aðeins log 2.4/g. Á þeim degi var fjöldi Pp 1000x meiri í bitum pökkuðum á 7. degi og voru þeir ríkjandi út geymslutímann í þessum hópi. Á 8. degi var fjöldi annarra skemmdarörvera (H2S-myndandi gerla og pseudomonads) nokkru hærri (Δ log 0.6-0.7/g) í þessum hópi miðað við hópinn sem pakkað var á 2. degi. Þessar niðurstöður staðfesta að P. phosphoreum sé ein af aðalskemmdarörverum í gaspökkuðum þorskbitum en einnig í kældum, heilum þorski. Niðurstöður TVB-N and TMA mælinga voru í góðu samræmi við örverumælingar en þó sérstaklega Pp. Low Field Nuclear Magnetic Resonance (LF-NMR) tækni var notuð til að mæla “relaxation times” í sýnum yfir geymslutímann. Marktækt hærri “relaxation times” mældust í bitum sem pakkað var eftir 7 daga frá veiði en í bitum sem pakkað var 2 daga frá veiði. Það gefur til kynna meiri bindingu vatnssameinda við umhverfið í 7 daga bitunum. Þetta er í samræmi við almennt hærri vatnsheldni og vatnsinnihald í þeim sýnum yfir geymslutímann. Í heildina sýna niðurstöður mikilvægi þess að nota sem ferskast hráefni til MA-pökkunar og tryggja þannig meiri gæði og lengra geymsluþol sem ætti að skila sér í hærra verði vörunnar.

The aim of this study was to evaluate the effect of modified atmosphere packaging (MAP) and superchilling on the shelf life and quality changes of fresh loins prepared from Atlantic cod (Gadus morhua) of different freshness, i.e. processed 2 or 7 days post catch. The study was performed in cooperation with Samherji (Dalvík, Iceland) and Norðlenska (Akureyri) in October and November 2007. The average fish temperature during storage prior to processing on days 2 and 7 was -0.2 ± 0.1°C and -0.2 ± 0.2°C, respectively. Cod loins (350-550 g) were packed in trays under modified atmosphere (50% CO2/ 5% O2/ 45% N2), stored at -0.6 ± 1.4°C and sampled regularly over a three-week period for sensory, microbiological and chemical analyses. The results show that the raw material freshness clearly influenced the sensory characteristics of packed loins. Processing 2 days post catch resulted in more prominent freshness sensory characteristics the first days of storage. In addition, sensory indicators of spoilage became evident much later compared to MApacked fillets from raw material processed 5 days later. The expected shelf life of the MA-packed cod loins could be roughly calculated as 4-8 days when processed 7 days post catch, but at least 19 days when the cod was processed 2 days post catch. This reduced shelf life of MAP products processed at a later stage was also explained by the temperature profile of the whole fish prior to processing, microbial development and volatile amine production observed. In fact, the day of packaging had a major effect on the microflora development, with lower total viable counts (TVC) in loins processed earlier in relation to time from catch (log 3.7 vs 5.4/g). This difference could be linked to large variations in levels of Photobacterium phosphoreum (Pp) in the flesh at processing times, being below detection (log 1.3/g) 2 days post catch but found to increase to log 2.4/g in early processed loins 6 days later, in contrast to 1000-fold higher Pp levels in loins processed later. Pp was found to quickly dominate the microflora of loins processed 7 days post catch. Similarly, slightly higher levels (Δ log 0.6- 0.7/g) of other spoilage bacteria, H2S-producing bacteria and pseudomonads, were found 8 days post catch in loins processed later. These results confirm that P. phosphoreum is one of the main spoilage organisms in cod, unprocessed as MA-processed. TVB-N and TMA production corresponded well to the microbial development, especially counts of P. phosphoreum. Low Field Nuclear Magnetic Resonance (LF-NMR) was used to measure the relaxation times of the samples during storage. The samples packed 7 days after catch showed significantly higher relaxation times than samples packed 2 days after catch. This indicates stronger bindings of the water molecules to their environment in samples packed at a later stage. This is in agreement with the generally higher water holding capacity and water content in the samples during storage. Finally, the results demonstrated that delaying processing of raw material is undesirable if it is intended to be MA-packed and sold as more valuable products.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum; þarfagreining og vinnsluferlar / Fishing, grading, pre-processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels; requirements analysis and manufacturing processing

Útgefið:

01/09/2008

Höfundar:

Ragnheiður Sveinþórsdóttir

Styrkt af:

AVS

Veiðar, flokkun, vinnsla og markaðir fyrir makríl veiddan af uppsjávarskipum; þarfagreining og vinnsluferlar / Fishing, grading, pre-processing, processing and marketing of mackerel products catches by pelagic vessels; requirements analysis and manufacturing processing

Markmiðið með þessu verkefni er að kanna veiðar uppsjávarfiskiskipa á makríl á Íslandsmiðum, gera formmælingar, koma með lausnir hvernig flokka megi makrílinn frá öðrum fiski um borð og hvernig vinnslu skuli háttað í frystiskipum. Greindur verður tækjakostur sem nauðsynlegur er við vinnsluna, einnig verða markaðir kannaðir fyrir makríl veiddan á Íslandsmiðum eftir árstímum. Í þessum hluta var gerð þarfagreining á hvað þarf til að vinna makríl um borð í skipum sem veiða hann yfir sumartímann á Íslandsmiðum. Einnig voru vinnsluferlar á tveimur frystiskipum skráðir.

The objective of this project is to examine mackerel fishing on Icelandic fishing grounds, perform geometrical measurements, find the best solution for grading the mackerel by size and species on board and how to process it in freezer vessels. Analyze what kind of technology is necessary. Moreover, to examine the markets for mackerel caught on Icelandic fishing ground during the summer. In this part requirements analysis was carried out about what is needed to process mackerel on board vessels caught during summertime on Icelandic fishing grounds. Furthermore, manufacturing processing methods aboard two freezer vessels were documented.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Leit að bætibakteríum / Searching for putative probionts in the production system of halibut larvae

Útgefið:

01/09/2008

Höfundar:

Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Eyrún Gígja Káradóttir (MS nemi), María Pétursdóttir, Jennifer Coe, Heiðdís Smáradóttir, Rannveig Björnsdóttir

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður Rannís (2006-2008) / Technology Development Fund of Rannís, the Icelandic Centre for Research (2006-2008)

Leit að bætibakteríum / Searching for putative probionts in the production system of halibut larvae

Heildarmarkmið verkefnisins er að bæta lifun og gæði lúðulirfa í startfóðrun með notkun bætibaktería. Við samsetningu bætibaktería fyrir fisk hefur gjarnan verið horft til eldis hlýsjávartegunda og hafa þær bakteríutegundir sem notaðar hafa verið reynst ná illa fótfestu við þær umhverfisaðstæður sem um ræðir í eldi kaldsjávartegunda eins og t.d. lúðu. Í þessu verkefni er leitað að og borin kennsl á bakteríur sem eru ríkjandi í lúðulirfum úr eldiseiningum sem gengið hafa vel m.t.t. afkomu og gæða myndbreytingar lirfa. Gerðar voru rannsóknir á eiginleikum einangraðra bakteríustofna m.t.t. vaxtarhamlandi áhrifa á þekkta sýkingarvalda fyrir fisk svo og ríkjandi bakteríutegunda úr lúðulirfum í eldiseiningum þar sem afkoma og gæði lirfa reyndust undir meðallagi. Einangraðar voru ríkjandi bakteríur úr lirfum í öllum eldiseiningum Fiskey hf. á tveimur mismunandi tímabilum auk þess sem sýni voru tekin úr seiðum í útflutningsstærð. Niðurstöður rannsókna á vaxtarhamlandi áhrifum einangraðra stofna leiddu í ljós 18 bakteríustofna sem reyndust hindra vöxt þekktra sýkingarvalda og/eða bakteríustofna sem einangraðir höfðu verið úr eldisumhverfi lirfa. Niðurstöður raðgreininga leiddu í ljós góða samsvörun við 6 mismunandi bakteríutegundir. Í framhaldinu verður meðhöndlað með valinni blöndu bætibaktería á fyrstu stigum lúðueldis.

The overall aim of this project is to use probiotic bacteria to promote increased survival of halibut larvae during first feeding. Previous studies indicated that the microbial load of larvae and their environment represents a problem and the objective of this project was to search for possible candidates for probiotic bacteria to promote survival and growth of larvae use during the first and most sensitive phase of the production. Potential probiotic strains were selected on the basis of dominance in the gut of larvae from production units with successful growth, development and survival. The growth inhibiting activity was tested against known fish pathogens as well as bacteria dominating the intestinal community of larvae from production units with poor overall success. We isolated dominating bacteria in the gut of larvae from all production units of two different spawning groups at Fiskey Ltd. and also from export-size fingerlings. Growth inhibition studies revealed 18 bacterial isolates that inhibited growth of known fish pathogens and/or dominating bacterial isolates from the gut of larvae of an overall poor quality. 16S rRNA sequencing revealed a reasonable correlation to 6 bacterial species and presently. As a next step, halibut eggs and larvae will be treated with selected strains to test their potentiality as probionts during the first production stages of halibut aquaculture.

Skoða skýrslu
IS