Frá 1968 þegar vatnsleiðsla var fyrst tengd á milli Vestmannaeyja og fastalandsins hafa Eyjabúar reitt sig á aðgengi að ferskvatni í gegnum leiðslur sem liggja á hafsbotni. Vestmannaeyingar og atvinnulífið á Eyjunni voru óþyrmilega minntir á það óöryggi sem felst af því að vera háðir slíkri tengingu varðandi lífsnauðsynjar 2023 þegar skemmdir urðu á leiðslunni.
Í framhaldi fjárfestu fyrirtæki á svæðinu í vatnshreinsibúnaði sem framleitt getur ferskvatn úr sjó. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum fjárfesti meðal annast í slíkum búnaði, og í framhaldi kom upp sú hugmynd hvort ekki væri hægt að nýta þá hliðarstrauma sem til verða við ferskvatnsframleiðsluna. En vatnshreinsistöðin síar steinefni og óhreinindi úr sjónum, þannig að eftir verður hreint vatn. Meðal þeirra steinefna sem síast frá er salt, en Vinnslustöðin er á sama tíma að flytja inn töluvert magn af salti til saltfiskframleiðslu. Það lá því beinast við að kanna möguleikann á að nýta saltpækil sem fellur til við ferskvatnsframleiðsluna fyrir saltfiskvinnslu. Vinnslustöðin fékk því Matís með sér í lið til að kanna fýsileika þess, og fengu auk þess stuðning frá LÓU sjóðnum til að fjármagna hluta af verkefninu. Markmið verkefnisins var að kanna fýsileika þess að nýta salt frá ferskvatnsframleiðslunni til saltfiskframleiðslu m.t.t. matvælaöryggis, afkasta, kostnaðar og sjálfbærni.
Vatnshreinsistöð VSVVerkefnastjórinn, Willum Andersen, smakkar á ferskvatni sem unnið er úr sjó
Verkefninu er nú lokið og sýna helstu niðurstöður að hægt er að nota pækilinn í forsöltun án þess að skerða gæði vörunnar, lit eða sýrustig (pH). Vinnslutilraunir sýndu sambærilegar niðurstöður hvað varðar saltmagn í lokaafurðinni og engin neikvæð áhrif á afköstin eða nýtingu. Í heildina gæti notkun þessa pækils dregið verulega úr saltinnflutningi til saltfiskframleiðslu, sem gæti leitt til umtalsverðrar lækkunar á kostnaði við framleiðslu saltfisks. Enn fremur sýndi vistferilsmat (LCA) fram á að með því að nýta pækilinn má draga verulega úr umhverfisáhrifum framleiðslunnar, samanborið við hefðbundinn pækil sem framleiddur er úr innfluttu salti. Það er auk þess áhugaverð niðurstaða úr verkefninu að það skuli vera ódýrara að framleiða ferskvatn á þennan máta en að kaupa það ofan af landi frá HS veitum.
Pedro Coelho, gæðastjóri saltfiskvinnslu VSV, með saltfisk sem unnin var með salti frá vatnshreinsistöðinni
Verkefnið hefur sýnt fram á að notkun saltpækils sem fellur til við vatnshreinsun sé tæknilega raunhæfur, hagkvæmur og sjálfbærari valkostur við saltfiskframleiðslu. Frekari upplýsingar um verkefnið má finna í lokaskýrslu verkefnisins sem nálgast má here, á heimasíðu verkefnisins or at willum@vsv.is , cecilie@matis.is or jonas@matis.is
Cécile Dargentolle, Sigurjón Arason, Jónas Baldursson, Guðrún Svana Hilmarsdóttir, Jónas R. Viðarsson, Willum Andersen (VSV), Pedro Afonso Pinto Coelho (VSV)
Supported by:
Lóa - nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina
Contact
Cecile Dargentolle
Project Manager
cecile@matis.is
Frá 1968 þegar vatnsleiðsla var fyrst tengd á milli Vestmannaeyja og fastalandsins hafa Eyjabúar reitt sig á aðgengi að ferskvatni í gegnum plastleiðslur sem liggja á hafsbotni. Vestmannaeyingar og atvinnulífið á Eyjunni voru þó óþyrmilega minntir á það óöryggi sem felst af því að vera háðir slíkri tengingu varðandi lífsnauðsynjar 2023 þegar skemmdir urðu á leiðslunni. Í framhaldi fjárfestu fyrirtæki á svæðinu í vatnshreinsibúnaði sem framleitt getur ferskvatn úr sjó. Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum fjárfesti meðal annast í slíkum búnaði, og í framhaldi kom upp sú hugmynd hvort ekki væri hægt að nýta þá hliðarstrauma sem til verða við ferskvatnsframleiðsluna. En vatnshreinsistöðin síar steinefni og óhreinindi úr sjónum, þannig að eftir verður hreint vatn. Meðal þeirra steinefna sem síast frá er salt, en Vinnslustöðin er á sama tíma að flytja inn töluvert magn af salti til saltfiskframleiðslu. Það lá því beinast við að kanna möguleikann á að nýta saltpækil sem fellur til við ferskvatnsframleiðsluna fyrir saltfiskvinnslu. Vinnslustöðin fékk því Matís með sér í lið til að kanna fýsileika þess, og fengu auk þess stuðning frá LÓU sjóðnum til að fjármagna hluta af verkefninu. Markmið verkefnisins var að kanna fýsileika þess að nýta salt frá ferskvatnsframleiðslunni til saltfiskframleiðslu m.t.t. matvælaöryggis, afkasta, kostnaðar og sjálfbærni.
Helstu niðurstöður sýndu að hægt er að nota pækilinn (RO-brine) í forsöltun án þess að skerða gæði vörunnar, lit eða sýrustig (pH). Vinnslutilraunirnar sýndu sambærilegar niðurstöður hvað varðar saltmagn í lokaafurðinni og engin neikvæð áhrif á afköstin. Í heildina gæti notkun þessa pækils dregið verulega úr saltinnflutningi til saltfiskframleiðslu, sem gæti leitt til umtalsverðrar lækkunar á kostnaði við framleiðslu saltfisks. Enn fremur sýndi vistferilsmat (LCA) fram á að með því að nýta pækilinn má draga verulega úr umhverfisáhrifum framleiðslunnar, samanborið við hefðbundinn pækil sem framleiddur er úr innfluttu salti.
Sýnt hefur því verið fram á í verkefninu að notkun saltpækils sem fellur til við vatnshreinsun sé tæknilega raunhæfur, hagkvæmur og sjálfbærari valkostur við saltfiskframleiðslu. _____ Since 1968, when a freshwater pipeline was first connected between the Westman Islands and the mainland, the islanders have relied on access to freshwater through plastic pipelines that lie on the seabed. The inhabitants of the Islands and its industries were harshly reminded of the insecurity of being dependent on such a connection for their essential needs in 2023 when the pipeline was damaged. Subsequently, companies in the area invested in water treatment plants that can produce freshwater from seawater. Westmann islands largest seafood company and the largest workplace, Vinnslustöðin (VSV) invested in such equipment, and subsequently the idea arose of whether it would be possible to utilize the side streams that are created during the production of freshwater. But the water treatment plant filters minerals and impurities from the sea, so that only clean water remains. Among the minerals that are filtered out is salt, but VSV is at the same time importing considerable amounts of salt for its saltfish production. The focus was therefore on investigating the possibility of using the salt brine that is generated from the freshwater production for saltfish processing. VSV therefore brought Matís on board to investigate its feasibility and also received support from the LÓU Fund to finance part of the project. The aim of the project was to investigate the feasibility of using salt from freshwater production for saltfish production in terms of food safety, yield, cost and sustainability.
The main results showed that the brine can be used in pre-salting without compromising the quality of the product, colour or pH. The processing experiments showed comparable results in terms of salt content in the final product and no negative impact on performance or yield. Overall, the use of the brine could substantially reduce salt imports for saltfish production, which could lead to a significant reduction in the cost of producing salted fish. Furthermore, a life cycle assessment (LCA) showed that by utilizing the brine, the environmental impact of production can be substantially reduced, compared to traditional brine produced from imported salt.
The project has therefore demonstrated that the use of salt brine generated during water purification process using reverse osmosis is a technically feasible, economical and more sustainable alternative to current practises for saltfish production.
Þriðjudaginn 16. desember 2025 varði Clara Maria Vasquez-Mejia doktorsritgerð sína í matvælafræði við Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Umhverfisáhrif eldis á Atlantshafslaxi á Íslandi, með áherslu á vatnsskortsfótspor. Environmental impacts of Atlantic salmon aquaculture in Iceland, with focus on water scarcity footprint.
Andmælendur voru dr. Alexis Laurent, prófessor við Danmarks Tekniske Universitet, DTU, og dr. Giacomo Falcone, dósent við Universita Mediterranea di Reggio Calabria.
Umsjónarkennarar og leiðbeinendur voru Ólafur Ögmundarson og María Guðjónsdóttir. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd Alessandro Manzardo, dósent og Hildur Inga Sveinsdóttir, lektor.
Ingibjörg Gunnarsdóttir, prófessor og varadeildarforseti Matvæla- og næringarfræðideildar, stjórnaði athöfninni sem fór fram í Hátíðasal Háskóla Íslands.
Abstract
Fiskeldi gegnir sífellt mikilvægara hlutverki í alþjóðlegu fæðuöryggi. Sérstaklega hefur eldi á laxi vaxið hratt á Íslandi, meðal annars vegna aðgengis að hreinu vatni og endurnýjanlegri orku. Í þessari doktorsrannsókn var vistferilsgreiningu (Life Cycle Assessment, LCA) beitt til að meta umhverfisáhrif íslensks laxeldis, með sérstakri áherslu á vatnsskort og kolefnisspor í gegnum alla virðiskeðjuna. Rannsóknin samanstóð af þremur vísindagreinum. Sú fyrsta var kerfisbundin yfirlitsgrein á LCA-rannsóknum á fiskeldi með áherslu á magnbundna vatnsnotkun. Í annarri greininni var vistferilsgreiningu beitt frá vöggu til eldisstöðvar á landeldi á laxi á Íslandi, þar sem áhrif raforkublöndu voru könnuð ásamt mögulegum umhverfislegum ávinningi af nýtingu úrgangs frá fiskeldi sem áburð var metinn út frá á innihaldi hans af köfnunarefni, fosfór og kalíum (NPK). Í þriðju greininni var að lokum beitt landsvíslegri greiningu þar sem innbyggt vatns- og kolefnisspor fóðurhráefna sem notuð eru í land- og sjóeldi á laxi var borið saman, með tilliti til rekjanleika hráefna til upprunalanda þeirra. Niðurstöðurnar sýna að þótt Ísland njóti góðs af endurnýjanlegri orku og gnægð ferskvatns leggur fiskeldisiðnaðurinn óbeint umhverfisálag á önnur lönd í gegnum framleiðslu og innflutningi á fóðri frá öðrum löndum. Rannsóknin undirstrikar mikilvægi þess að velja sjálfbærari innihaldsefni fóðurs og þess að taka vatnsskort og tengd umhverfisáhrif með í reikninginn við þróun framtíðarfiskeldis á Íslandi.
Growing fish consumption worldwide has driven fish processors to introduce innovative seafood products with extended shelf-life and desirable organoleptic properties. Atlantic mackerel (Scomber scombrus) enters the Icelandic catching waters during a well-fed and fatty stage during summer, providing several challenges for its processing and utilization for human consumption. This study investigates the impact of freezing this well-fed and fatty deep-skinned Atlantic mackerel fillets before and after smoking, prior to canning to assess its suitability for processing of smoked and canned products for human consumption. Physicochemical and organoleptic properties of canned fillets were evaluated after 1 and 12 months of storage at room temperature. The formation of primary oxidation products (peroxide value, PV) was similar in both cases, while the secondary oxidation products (thiobarbituric acid reactive substances, TBARS) were notably lower when the fillets were smoked before freezing. Additionally, PV and TBARS levels were significantly reduced in all canned mackerel samples after prolonged storage compared to those stored for a shorter period. However, lipid oxidation and hydrolysis were minimal after both treatments, indicating that these factors do not pose a significant issue for these products. Instrumental texture analysis and product evaluation of canned mackerel revealed more favourable characteristics (firmer fillets, nor mushy) when fillets were frozen first and then hot-smoked (FSC). In contrast, fillets that were smoked first and then frozen (SFC), irrespective of the canning storage time, exhibited a mushy texture and appearance, which could negatively impact consumer acceptance. Therefore, freezing prior to hot-smoking may represent a better option if the fillets are intended for canning.
Matís hefur hafið rannsókn á virkni Omega Cold lýsi með viðbættum fríum fitusýrum. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna hvort lýsið hefur áhrif á smitnæmi fólks fyrir veirusýkingum, svo sem kvefi, inflúensu eða COVID, og veikindi sem slíkar sýkingar valda.
Meira um rannsóknina
Lýsið sem algengast er á markaði í dag hefur verið hreinsað af svokölluðum fríum fitusýrum. Áður en farið var að hreinsa lýsi á þennan hátt innihélt það fríar fitusýrur í nokkru magni. Omega Cold lýsið, sem notað er í þessari rannsókn, er hreinsað lýsi líkt og algengast er á markaði í dag en líkist gamla lýsinu að því leyti að það inniheldur fríar fitusýrur (2%). Rannsóknir sem Lipid Pharmaceuticals ehf. lét gera í Bandaríkjunum sýndu að lítið magn þessara fitusýra í tilraunaglösum drap veirur sem valda COVID-19 og kvefi. Þessi rannsókn er fyrsta skrefið í því að kanna hvort lýsi með fríum fitusýrum geti hindrað framgang þessara veira í fólki. Rannsóknin gengur því út á það að bera saman tvo hópa fólks með tilliti til kvefs og annarra öndunarfærasýkinga, þeirra sem taka Omega Cold lýsið og hinna sem taka jurtaolíu í staðinn. Stefnt er að því að alls taki 400 manns þátt í rannsókninni.
Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands og Lipid Pharmaceuticals ehf. og er styrkt af Tækniþróunarsjóði. Matís heldur utan um framkvæmd rannsóknarinnar. Vísindasiðanefnd hefur veitt leyfi fyrir rannsókninni.
Matís og Vinnslustöðin hafa unnið náið saman að verkefninu Sjávarsalt, þar sem rannsakað er nýtni aukaafurðar (pækill) úr búnaði sem framleiðir ferskvatn úr sjó.
Frá því síðasta sumar hefur Matís og Vinnslustöðin unnið saman að verkefninu Sjávarsalt, sem hlaut nýsköpunarstyrk úr sjóðnum Lóu árið 2024, með það að markmiði að nýta nýstárlegar og sjálfbærar aðferðir við saltfiskframleiðslu.
Eftir að ferskvatnslögnin til Vestmannaeyja rofnaði fyrir nokkrum árum keypti VSV afsöltunarbúnað frá hollenska fyrirtækinu Hatenboer-water til að tryggja ferskvatnsframboð í eyjum. Ein aukaafurð úr þessari vinnslu er pækill(brine) sem hingað til hefur ekki verið nýttur. Sjávarsalt-verkefnið athugar hvort hægt sé að nýta þessa aukaafurð úr ferskvatnsframleiðslunni sem fyrsta þrep í saltfiskvinnslu, eða pæklun fisks. Í hefðbundinni aðferð er blandað ferskvatni og innfluttu salti. Með því að skipta yfir í að nota aukaafurð úr afsöltunarbúnaðinum í stað ferskvatns og innflutts salts í fyrsta þrepinu (pæklun) væri hægt að minnka notkun á innfluttu salti. Hluti verkefnisins var einnig að kanna hvort pækillinn hefði áhrif á gæði saltfisksins.
Megintilgangur verkefnisins er að auka nýtingu hráefna og endurnýtingu í fiskvinnslu og draga úr notkun á innfluttu salti. Ef vel tekst til gæti þetta orðið fyrirmynd fyrir nýja vinnslulínu og umhverfisvænni vinnubrögð í sjávarútvegi. Niðurstöður tilrauna lofa góðu og gæði fisksins breyttist ekki, framleiðsluferlið gæti því orðið bæði sjálfbærara og ódýrara.
Ný rannsókn Matís sýnir kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöts og grænmetis – og leggur grunn að opinberum upplýsingum um umhverfisáhrif í ÍSGEM gagnagrunninum.
In the project Kolefnisspor íslenskra matvæla (KÍM), sem er samstarfsverkefni Matís, Háskóla Íslands og EFLU, hefur verið þróuð samræmd og vísindalega studd aðferð til að meta losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskri matvælaframleiðslu. Verkefnið náði til fjögurra helstu matvælaflokka: mjólkur, nautakjöts, lambakjöts og grænmetis (kartöflur og gúrkur). Markmið verkefnisins var ekki einungis að þróa aðferðafræðina heldur einnig að framkvæma útreikninga með íslenskum gögnum og bera niðurstöðurnar saman við evrópsk viðmið.
Gagnaöflun og aðferðafræði byggð á alþjóðlegum stöðlum
Gagnaöflun fór fram í nánu samstarfi við innlenda framleiðendur og hagsmunaaðila. Þar sem frumgögn voru takmörkuð var stuðst við alþjóðlega viðurkennda gagnagrunna til að tryggja áreiðanleika og samanburðarhæfni. Útreikningar byggðu að mestu á vistferilsgreiningu (LCA) samkvæmt ISO-stöðlum, en einnig var tekið mið af GHG Protocol, Product Environmental Footprint (PEF) og Environmental Product Declaration (EPD) aðferðum.
Niðurstöður sýna íslensk matvæli á pari við evrópsk viðmið
Niðurstöður sýna að reiknað kolefnisspor íslenskra matvæla er almennt á svipuðu bili og það sem greint hefur verið fyrir sambærileg matvæli í Evrópu samkvæmt birtum rannsóknum. Hins vegar er umtalsverður munur á milli vöruflokka og framleiðsluaðferða. Greiningin dregur fram ákveðna styrkleika íslenskrar matvælaframleiðslu, svo sem notkun endurnýjanlegrar orku og stuttra virðiskeðja, en einnig þörf á frekari gögnum til að gera nákvæmari samanburð við önnur lönd.
Kolefnisspor lambakjöts, skipt eftir ólíkum þáttum framleiðslunnar. Rauðar súlur sýna umhverfisáhrif efri virðiskeðju.
Kolefnisspor matvæla gerð aðgengileg í ÍSGEM gagnagrunninum
Verkefnið lagði jafnframt grunn að því að kolefnisspor verði birt í ÍSGEM gagnagrunninum, þar sem almenningur, stefnumótendur og framleiðendur geta nálgast upplýsingar á gagnsæjan hátt. Enn er verið að útfæra hvernig niðurstöður verði birtar í gagnagrunninum, bæði hvað varðar form og nákvæmni gagna.
Þó verkefnið einblíni á kolefnisspor (GWP100) sýnir það skýrt mikilvægi þess að bæta við fleiri umhverfisáhrifaflokkum í framtíðinni, svo sem vatnsnotkun, næringarefnaauðgun og áhrif á líffræðilega fjölbreytni, til að ná heildstæðri mynd af sjálfbærni íslenskra matvæla.
Verkefnið heldur áfram undir heitinu KÍM 2, þar sem unnið verður að frekari greiningu á kolefnisspori fleiri íslenskra matvæla. Einnig hefur hafist nýtt verkefni, KÍM – sjávarafurðir, sem beinist að losun íslenskra fiskafurða. Með þessum framhaldsverkefnum verður unnið að því að byggja upp heildstæða mynd af umhverfisáhrifum íslenskrar matvælaframleiðslu frá landi til sjávar.
Verkefnið KÍM var unnið með stuðningi Matvælasjóðs.
Saltfiskframleiðendur hér á landi hafa lengi grunað að saltaðar þorskafurðir frá Noregi geti verið ranglega merktar sem íslenskar á mörkuðum í Suður-Evrópu.
Markaðsstaða íslenskra saltfiskafurða hefur um langa tíð verið mjög sterk í Suður-Evrópu, sérstaklega á Spáni og Portúgal. Á þessum mörkuðum hafa íslenskar afurðir ákveðna sérstöðu og er verð fyrir Íslenskan saltfisk almennt hærra en fyrir salfisk frá öðrum svæðum. Vegna þessara grunsemda var ákveðið að ráðast í rannsókn til að kanna uppruna saltfisks sem merktur er sem íslenskur á mörkuðum á Spáni og Portúgal.
Til að geta sannreynt uppruna saltfiskafurða var þróuð erfðafræðileg aðferð til að greina megi á milli þorsks frá Íslandsmiðum og þorsks sem er veiddur er við Noregsstrendur og í Barentshafi. Þá var saltfiskafurðum safnað í Barcelona, Bilbao, Porto, Lissabon og Aveiro. Til þess að saltfisksýni væri samþykkt í rannsóknina þurfti að fylgja honum fullyrðing þess efnis að um íslenska afurð væri að ræða, annað hvort á merkingu eða staðfestingu frá fisksala. Ekki var nóg að fiskurinn væri sagður frá Norður Atlantshafi. Þá var einungis safnað sýnum af fullunnum saltfiski sem markaðssettur var sem þorskur (cod) eða bacalao, en einnig mátti afurðin vera útvatnaður saltfiskur. Safnað var alls 266 sýnum á fiskmörkuðum, stórmörkuðum og í sælkeraverslunum.
Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að nokkuð sé um saltfisksvindl, þar sem 44 sýnanna, eða 16.5%, reyndust vera af Barentshafsþorski.
Er hér um mikið hagsmunamál að ræða fyrir íslenska saltfiskframleiðendur þar sem verið er að misfara með hið góða orðspor sem fer af íslenskum saltfiski og það samkeppnisforskot sem íslenskir framleiðendur hafa. Þá er einnig hætta á að Barentshafsþorskur sem seldur er sem íslenskur saltfiskur geti skaðað ímynd okkar góðu afurða, þar sem gæðin eru einfaldlega ekki þau sömu. Frekar má fræðast um rannsóknina og niðurstöður hennar í skýrslu sem nálgast má here.
Hjónin Haraldur Guðjónsson og Þórunn Ólafsdóttir rækta hvítlauk að neðri Brekku í Saurbæ í Dölum. Matís vinnur í samstarfi við þau að verkefninu Dalahvítlaukur, en vöruþróunin fer alfarið fram í aðstöðu Matís að Vínlandsleið. En hvernig hófst þetta ævintýri? Hjónin í Dölum greina hér frá.
Hugmyndin að hvítlaukssaltinu kom þegar við sáum hversu mikið af afgangsrifjum af hvítlauknum varð eftir. Hvernig væri hægt að nýta þetta magn, það hlyti að vera hægt að búa eitthvað til. Þegar laukurinn er tekinn í sundur, verður eftir hráefni, þar sem aðeins stærstu rifin eru tekin fyrir útsæði. Þá vaknaði spurningin hvað ætti að gera við afganginn, sem einnig er verðmæti. Raunar verðmætabjörgun.
Þórunn Ólafsdóttir, Ólafur Guðjón Haraldsson og Erling Þ. Kristinsson
Í upphafi stóð bara til að rækta hvítlauk og gera það eins lífrænt og við getum. Við notum engan tilbúinn áburð eða önnur kemísk efni, eins og skordýra- sveppa- og arfaeitur. Notum sem fjölbreyttastan þekjugróður úr eingöngu einærum plöntum úr flestum flokkum. Við sáum byggi, hveiti, rúgi, sumarrýgresi, gulrætum, salati, rauðsmára, fóðurflækju, sinnepblóm, grænkál, radísum, ertum, spínati, næpum o.fl. Erum ekki að snúa eða plægja jarðveginum, en með því erum við að rífa upp heimili örvera, jarðorma, rótarsveppsins o.fl.lífrænu efni. Með þessari aðferð, með því að raska jarveginn sem minnst og nota þekjugróður, þá er verið að byggja upp jarðveginn og lífrænan massa hans og örverulífið, sem þar býr. Það mætti kalla það neðjanjarðarbúfénað.
Lífrænn jarðvegur með auðgandi landbúnaði
Þekjugróðurinn deyr um veturinn og leggst sem kápa – eða þekja yfir jarðveginn og hlífir moldinni þannig veðrum, vindum og hitabreytingum. Er einnig fæða fyrir örverurnar. Með tímanum byggist upp lífrænn jarðvegur. Það hefur komið í ljós að það tekur að jafnaði ekki langan tíma. Árangur kemur fljótt í ljós, jafnvel á 2 til 4 árum. Þetta er hluti af því sem kallast auðgandi landbúnaður.
Áburður sem gefinn er hvítlauknum er þaramjöl, glæðir, hæsnaskítur, kúamykja og annar lífrænn áburður.
Með þessu ræktun við hollari hvítlauk, sem er bragðgóður og getur geymst í marga mánuði.
Þegar það fréttist víðar að við værum að rækta hvítlauk, þá var haft samband við okkur frá fyrirtækinu Bananar ehf. Vildu þeir gera samning við okkur um sölu á megninu af sölulegri uppskeru af heilum hvítlauk og koma til sölu í verslunum sínum. Stofnað var félagið Svarthamar Vestur ehf í kringum hvítlaukinn og gerður samningur við Banana, hvað varðar sölu á heilum hvítlauk.
Hvernig er árangur metinn í ræktuninni?
Verkefnið setur upp þrjá megin mælikvarða til að meta árangur og stöðu. Þessir kvarðar meta aðallega hvar verkefnið stendur hverju sinni og hvert enda markmið hvers kvarða er og verkefnisins í heild.
Eitt af megin markmiðum verkefnisins er að auka og bæta vistkerfi og ræktunarskilyrði jarðvegsins út frá þeim aðferðum sem verkefnið beytir við framleiðslu. Sá mælikvarði sem mun gefa skýrustu mynd af árangri verður framleiðni á ræktun miðað við stærð ræktunarsvæðis. Ræktunarsvæðið er í dag um 2 hektarar á stærð og gerum við ráð fyrir að það svæði skili af sér einhver tonn af hvítlauk á ári eftir 3-4 ár.
Annar mælikvaði er aukin sjálfbærni í framleiðslu. Til að byrja þessa ræktun þarf að flytja inn hvítlauk erlendis frá, þar sem ekki er til íslensk framleiða á hvítlauk í dag.
Loka mælikvarði verkefnsins væri að framleiðni og arðbærni þess verði kominn á þann stað að allur sá kostnaður er snýr að ræktun og rekstri, eins og kaup á lífrænum áburði (molta, moltute, glæðir, hænsna- og ormaskítur), viðhald beða (trjákurl og þaramjöl) verði orðinn sjálfbær þ.e. að sá hagnaður sem kemur úr sölu heils hvítlauks og hliðarafurða standi undir framleiðslu og ræktunarkostnaði.
Annað sem verkefnið gerir er að mæla reglulega pH gildi og rakagildi jarðvegsins, til að fylgjast með lífrænum skilyrðum til ræktunar og að gildin séu eðlileg. Einnig er fylgst með þróun og myndun lífræns massa í jarðveginum.
Við nýtum okkur þekkingu og reynslu frá aðilum, sem stunda auðgandi landbúnað og leitum ætíð að hvítlauksútsæði og fræjum, sem henta svæðinu.
Eldri ræktunarsvæði gefa ríkari jarðveg og stærri hvítlauk
Þetta eru tvö gömul tún rétt utan okkar lóðir, sem verkefnið tók í notkun fyrir þessa ræktun árið 2024, sem hluti af uppskölun ræktuninnar. Það tekur tíma að auka lífrænan massa í jarðvegi, þar sem borin hefur verið tilbúinn áburður á í fjölda ára, eins og fyrr segir hér að ofan. Elstu beðin, sem eru í okkar landi eru á fjórða ári, en nýja svæðið er á öðru ári. Nú þegar er sjáanlegur munur á jarðveginum milli elstu ræktunarsvæða og nýrri og var hvítlaukurinn yfirleitt líka stærri í eldri jarðveginum.
Þannig er verkefnið á réttri leið að þeim markmiðum verði náð að auka lífrænt efni og lífrænum fjölbreytileika í jarðveginum.
Ræktunin skilar auknu dýralífi og verðmætu lærdómsferli
Við höfum orðið vör við aukningu í dýralífi. Fleiri fugla og jafnvel fleiri tegundir af fuglum, meira er af býflugum, meira af jarðvegsormum og bara meira líf af ýmsu tagi. Það eru jafnvel nýjar tegundir af plöntum að skjóta upp kollinum, sem við höfum ekki séð áður á svæðinu.
Í fyrra, árið 2024 var notast við sérstakan hvítlauksplantara, sem við fengum styrk frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands að kaupa og flytja inn. Illa gekk að nota hann í fyrra, vegna bleytu og drullu og þess vegna náði tækið ekki að sá hvítlauknum nægilega djúpt.
Í ljós kom að laukurinn snéri á hvolf, lá á hliðinni og þegar laukurinn snýr ekki rétt þá fer auka orka fyrir vaxtarlegginn í að finna leiðina upp og snúa rétt. Þannig dregur það úr vexti hvítlauksins að hann verður ekki eins stór. Okkar reynsla af þessu tæki er sú að betra er að handsetja laukinn niður eins og gert var á nokkrum stöðum í fyrra því þar kom laukurinn 95% upp og góð stærð á honum og því betri árangur. Hvítlaukurinn þarf að fara niður um 10-12 cm og rótarhliðin að snúa niður. Þannig rætir hann sig rétt og fljótar og vex rétt. Þetta er sá lærdómur sem við höfum öðlast.
Mikilvægt er að ph gildi jarðvegsins sé ekki of súrt
Í fyrra grófum við margar tilraunaholur á báðum túnunum sem við tókum á leigu og mældum þar ph sýrugildið. Greinilega ekki með nægilega góðum mæli, því hann sagði að sýrustigið væri yfir 6 á öllum stöðum. Hvítlaukurinn fór vel af stað bæði á efra og neðra túninu, en svo fór að bera á því að hann væri eitthvað slappur á neðra svæðinu. Ástandið lagaðist ekki, þrátt fyrir áburðargjöf. Var þá jarðvegurinn mældur aftur, þá með betri og nákvæmari mæli. Kom þá í ljós að allt neðra svæðið var alltof súrt, eða alveg niður í 5.3. Hvítlaukurinn þrífst ekki í svo súrum jarðvegi. Þarf ph gildi á milli 6 og 7. Á endanum drapst allur hvítlaukurinn á neðra svæðinu vegna of súrs jarðvegs. Við brugðumst strax við því að sá mörgum þekjugróðursplöntum, sem eiga að hækka aðeins ph gildið. Næsta vor munum við blanda jarðveginn þar með dolomitkalki og skeljasandi til að koma sýrustiginu yfir það mark, sem er ásættanlegt fyrir hvítlaukinn. Sá þarf þekjugróðri næsta vor og planta hvítlauk þar næsta haust.
Alltaf að læra eitthvað!
Hvernig lítur framhaldið út?
Við sjáum mikinn mun á öllum gróðri og grænmeti frá því á síðasta ári og að hvítlaukarnir eru stærri en í fyrra, en betur má gera. Við erum mjög bjartsýn á framhaldið og gerum okkur grein fyrir því að þetta er stöðug vinna og aðgæsla sem er framundan.
Verkefnið fékk styrk frá Matvælasjóð til að þróa fleiri vörur úr hvítlauknum, en fyrir var búið að þróa hvítlaukssalt, sem heitir Skjöldur og var það komið í framleiðslu. Gerð var gæðahandbók um framleiðslu þess með hjálp Óla Þórs Hilmarssonar í Matís og fékk verkefnið starsfleyfi frá HER. Síðan fór fram þróun á hvítlaukssalti með blóðbergi, sem heitir Auður, hvítlauks konfit (hægelduð hvítlauksrif í olívuolíu), sem heitir Bersir og hvítlauksolía, sem heitir Hyrna.
Auður og Bersir seldust fljótt upp, en eitthvað er enn til af Skildi, því það náðist að framleiða meira af honum. Ekki var til meiri hvítlaukur til að hefja framleiðslu á hvítlauksolíunni Hyrnu í vor en hún verður framleidd í haust og kemur á markaði fyrir jól. Hvítlauksolían fór í skynmats rannsókn í Matís og kom vel út og erum við bjartsýn á sölu hennar.
Næst skref eru að vinna laukinn eftir að hann var tekinn upp. Hann hefur verið hengdur upp til þurrkunar, sem tekur um fjórar vikur. Það er til þess að hann dragi í sig alla næringu úr laufunum og leggnum. Þannig verður hann bragðmeiri og geymist lengur.
Hvítlaukurinn er síðan klipptur, snyrtur, flokkaður og seldur. Um miðjan september kemur hvítútsæði frá Frakklandi, eins og í fyrra og verður það sett niður handvirkt eins fljótt og hægt er.
Þegar niðursetningu er lokið er haldið í bæinn og framleitt úr þeim hvítlauksrifjum, sem ekki urðu útsæði og eða fóru í sölu í ofangreindar hliðarafurðir úr þessum afgangshvítlauk. Það verður allt unnið í tilraunaeldhúsi Matís á Vínlandsleið.
Helstu samstarfsaðilar okkar í Matís hafa verið þeir Óli Þór Hilmarsson og Ólafur Reykdal. Þóra Valsdóttir og Aðalheiður Ólafsdóttir hafa einnig komið að þessu verkefni. Styrktarsjóðir eru: Matvælasjóður -Afurð, Matvælasjóður – Fjársjóður DalaAuður og Uppbyggingarsjóður Vesturlands.
We use cookies to ensure general functionality, measure traffic, and ensure the best possible user experience on matis.is.
Functional
Always active
The technical storage or access is strictly necessary for the legitimate purpose of enabling the use of a specific service explicitly requested by the subscriber or user, or for the sole purpose of carrying out the transmission of a communication over an electronic communications network.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Statistics
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.The technical storage or access that is used exclusively for anonymous statistical purposes. Without a subpoena, voluntary compliance on the part of your Internet Service Provider, or additional records from a third party, information stored or retrieved for this purpose alone cannot usually be used to identify you.
Marketing
The technical storage or access is required to create user profiles to send advertising, or to track the user on a website or across several websites for similar marketing purposes.