Ársskýrsla Matís 2021

Ársskýrsla
Matís 2021

Nýsköpun og verðmætaaukning
í matvælaframleiðslu um land allt

Ávarp stjórnar-formanns 

Árið 2021 var mjög gott rekstrarár hjá Matís líkt og ráða má af lestri ársskýrslunnar. Gott starfsfólk er forsenda góðs rekstrar og er stjórn félagsins sérstaklega stolt af þrautseigju starfsfólksins sem hélt áfram að skila fram- úrskarandi verki í þágu samstarfsaðila, viðskiptavina
og eiganda þess, ríkissjóði.

Árangur Matís verður ekki eingöngu mældur út frá rekstrartölum því framlag félagsins til matvælaiðnaðarins er í raun það sem mestu skiptir.

Verkefni Matís eru unnin í samstarfi við fyrirtæki, frumkvöðla, menntastofnanir og stjórnvöld en fjölbreytileiki þeirra er mikill. Sem dæmi um verkefni ársins 2021 má nefna virðiskeðju og pökkun á íslensku grænmeti, þróun próteingjafa framtíðarinnar, vöktun á óæskilegum efnum í sjávarfangi, hringrásar-hagkerfisnálgun á íslenska áburðarframleiðslu og riðugensgreiningu í sauðfé.

Matís þykir eftirsóknarverður samstarfsaðili þegar kemur að nýsköpun og rannsóknum á sviði matvælaframleiðslu enda hefur afrakstur slíks samstarfs skilað miklum verðmætum til íslensks samfélags. Stjórn Matís telur mikilvægt að í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðarins séu innbyggðir hvatar og/eða stuðningur til rannsókna og nýsköpunar í þeim tilgangi að auka gæði og verðmæti íslenskrar matvælaframleiðslu. Slíkt sé sérstaklega brýnt þegar við blasir óvissa og áskoranir í íslensku efnahagslífi.
Fyrir hönd stjórnar Matís vil ég þakka starfsfólki, viðskipta-vinum og samstarfsaðilum fyrir samstarfið á liðnu ári.

Ávarp forstjóra

Árið 2021 var áfram litað af COVID-19 heimsfaraldrinum sem vissulega hafði áhrif á starfsemi Matís, en truflun vegna hans var þó takmörkuð. Að öðru leyti var árið Matís gott og öll teikn eru á lofti um að árið 2022 verði það einnig. Heimsfaraldurinn hefur kennt okkur marga hluti og þá helst í sambandi við samskipti og vinnulag. Vinnutími mun verða sveigjanlegri og fólk mun halda áfram að hittast á fjarfundum. Við bindum miklar vonir við stofnun sérstaks matvælaráðuneytis og boðaða vinnu nýs ráðherra við heildarendurskoðun matvæla- stefnunnar. Á árinu hefur samstarf stofnanna ráðu- neytisins aukist og styrkst. Ísland er matvælaland sem mun spila stórt hlutverk í þróun sjálfbærrar matvæla- framleiðslu þar sem byggt er á víðáttu landsins og nýtingu líf- og orkuauðlinda.

Matís er þekkingar- og vísindafyrirtæki sem byggir á sterkum rannsóknainnviðum og samstarfi á sviði verðmætasköpunar, matvælaöryggis og lýðheilsu.

Á árinu var unnið að 225 rannsókna- og nýsköpunar- verkefnum í samstarfi við 728 aðila víðsvegar um heiminn, þar af 118 innlenda samstarfsaðila sem staðsettir eru um land allt.

Við hjá Matís trúum að þekking sé það eitt sem vex við að vera deilt. Því leggjum við mikla áherslu á samstarf og samráð við flesta sem að þessum málaflokki koma og höfum lagt mikla áherslu á samtal við hagaðila, s.s. fyrirtæki, menntastofnanir, samtök fyrirtækja, sveitafélög, einstaklinga, stjórnvöld o.fl. um áherslur og verkefni. Nánast öll verkefni Matís eru unnin í samstarfi við fleiri aðila. Matís gerir sér far um að miðla þeirri þekkingu sem skapast í verkefnum sem víðast og er mikilvæg brú á milli vísindasamfélagsins og atvinnulífsins.

Stór skref voru stigin í áframhaldandi uppbyggingu starfsstöðvar Matís í Neskaupstað á síðastliðnu ári þegar hún fluttist í nýtt húsnæði, Múlann Samvinnuhús, ásamt töluverðum fjárfestingum í fullkomnum tækja- búnaði sem myndar nýtt Lífmassaver Matís.

Samhliða flutningi í nýtt húsnæði voru stöðugildi starfsstöðvarinnar aukin úr fjórum í fimm. Vegna upp- byggingar Lífmassavers Matís í Neskaupstað hefur rannsóknarverkefnum á svæðinu fjölgað töluvert í takt við aukna samvinnu við fyrirtæki á svæðinu. Starfsstöð Matís í Neskaupstað skipar því áfram mikilvægan sess í nýsköpunarumhverfi Norðausturlands auk þess að sinna ómissandi þjónustu við matvælafyrirtæki svæðisins og víðar. Þá er samtal í gangi við heimamenn á Akureyri og í Vestmannaeyjum. Sérstakir samstarfsamningar hafa verið gerðir á árinu t.d. við Hafrannsóknastofnun, Garðyrkjuskóla Íslands, Stykkishólmsbæ, Breið þróunar- félag á Akranesi, Ölfus Cluster þekkingasetur, Háskóla Akureyrar (HA), Háskóla Íslands (HÍ) og Orkídeu.

Samstarf Matís við menntastofnanir hefur haldið áfram á árinu. Sérstakir samstarfssamningar hafa verið gerðir milli Matís og Háskóla Íslands, og Matís og Háskólans á Akureyri. Matís og Háskóli Íslands eru með sex sameigin- lega starfsmenn og margir sérfræðingar Matís kenna stundakennslu við ýmsar menntastofnanir. Talsverður fjöldi nemenda í rannsóknatengdu námi vinnur BS-, meistara- og/eða doktorsverkefnin sín í samstarfi við Matís. Á hverju ári koma til okkar margir erlendir starfs- og framhaldsskólanemendur bæði frá evrópskum háskólum og Sjávarútvegskóla GRÓ. Samstarfið við menntastofnanirnar, stofnanir og fyrirtækin skilar sér í markvissri þjálfun nýliða í nýsköpun sem er sérsniðin að áskorunum og lausnum fyrir matvælaiðnaðinn.

Að lokum vil ég þakka starfsfólki Matís fyrir mikið og ósérhlífið starf.

Stefna og framtíðarsýn Matís 

  • Að vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni og sjálfbærni matvælaframleiðslu á Íslandi
  • Að skila íslensku samfélagi verðmætum afurðum með samstarfi og þjónustu við atvinnulífið
  • Að vera hornsteinn matvælaöryggis á Íslandi og styðja íslensk yfirvöld í að tryggja öryggi og heilnæmi matvæla
  • Að byggja upp starfsstöðvar á landsbyggðinni og auka verðmætasköpun um allt land
  • Að vera eftirsóttur samstarfs- og þjónustuaðili fyrirtækja og stofnana
  • Að vera eftirsóknarverður, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta flokks aðstöðu þar sem starfsfólk nýtur sín í starfi

 

Opinbera hlutafélagið Matís vinnur að rannsóknum og nýsköpun á matvælum í þágu atvinnulífsins og samfélagsins í heild til að stuðla að aukinni verðmætasköpun og til að efla matvælaöryggi og lýðheilsu. Einnig er unnið að verðmæta- og nýsköpun úr vannýttum lífauðlindum landsins, eins og t.d. örverum, ensímum, þörungum o.fl. Árið 2021 heyrði Matís undir Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið (ANR).

Með samstarfi við fjölbreyttan hóp hagaðila eru afurðir rannsókna og nýsköpunar nýttar til að auka þekkingu og skapa verðmæti í samfélaginu. Þannig skipar Matís stóran sess í verðmætasköpun, eflir matvælaframleiðslu og sam-keppnishæfni íslensks atvinnulífs og afurða – og stuðlar um leið að sjálfbærni og umhverfisvernd.

Matís er leiðandi í efna- og örverurannsóknum matvæla á Íslandi og gegnir mikilvægu hlutverki við að tryggja matvælaöryggi og bæta lýðheilsu. Matís veitir stjórn- völdum og stofnunum stuðning og ráðgjöf um viðbrögð ef upp kemur hópsýking eða faraldur tengdum matvælum, sem er lykilatriði til þess að hægt sé að lágmarka neikvæð áhrif hópsýkingar eða faraldurs á lýðheilsu og efnahag þjóðarinnar. Matís vinnur náið með opinberum eftirlits- aðilum við ráðgjöf, mælingar, vöktun og áhættumat til að tryggja matvælaöryggi íslenskra neytenda og verðmæti útflutningsafurða.

Með rannsóknum og vöruþróun á matvælum og inni-haldsefnum stuðlar Matís að bættri lýðheilsu landsmanna. Áhersla er lögð á þróun fjölbreyttra, næringarríkra matvæla sem hafa heilsubætandi áhrif.

Starfsemi Matís árið 2021 var fjármögnuð af þjónustu- samningi við ANR (25%), rannsókna- og nýsköpunar- verkefnum úr samkeppnissjóðum (46,2%), þjónustu- mælingum (25,5%), verkefnum fyrir ýmsar opinberar stofnanir og eftirlitsaðila og ráðgjafaverkefnum (3,3%). Heildarvelta Matís árið 2021 var 1,73 milljarðar, þar af
var sjálfsaflafé 75%.

Árið 2021 störfuðu hjá Matís 102 starfsmenn í 93 stöðu- gildum, þar af 57 konur og 36 karlar.

Matís er að stórum hluta fjármagnað með styrkjum úr innlendum og erlendum samkeppnisrannsóknasjóðum sem gera kröfur um mótframlag þátttakenda. Þjónustu- samningur við ANR fjármagnar mótframlag Matís. Rannsóknasjóðir gera mismunandi kröfur um mótframlag en almennt krefjast innlendir samkeppnissjóðir hærra mótframlags en erlendir sjóðir.

Auk þeirrar miklu verðmætasköpunar sem niðurstöður rannsókna- og nýsköpunarverkefna skila íslensku samfélagi er bein ávöxtun þess hluta þjónustusamnings sem varið er í rannsóknaverkefni (337 milljónir árið 2021) góð, þar sem Matís aflar 2,4 króna á móti hverri krónu sem ANR leggur til rannsókna með sókn í innlenda og erlenda samkeppnissjóði.

Grunnurinn að árangri af starfi Matís er öflugt samstarf, innanlands sem utan, með fyrirtækjum, stofnunum, yfir-völdum og frumkvöðlum.

Áherslur og verkefni Matís stuðla að því að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna verði náð

Af markmiðunum 17 eru það einkum eftirfarandi markmið sem starfsemi Matís tengist.

Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.

Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla frá vöggu til grafar.

Stuðlað að sjálfbærum hagvexti og arðbærum atvinnutækifærum. Aukinni framleiðni í atvinnulífinu náð með fjölbreytni, tækninýjungum og nýsköpun.

Stuðlað að uppbyggingu sjálfbærra atvinnuvega og hlúð að nýsköpun.

Unnið að því að tryggja sjálfbært framleiðslumynstur og skilvirka nýtingu náttúruauðlinda. Dregið úr sóun matvæla.

Grípa til bráðra aðgerða gegn loftlagsbreytingum og áhrifum þeirra.

Hafið og auðlindir þess vernduð og nýtt á sjálfbæran hátt með vísindalegri þekkingu.

Landið og auðlindir þess vernduð og nýtt á sjálfbæran hátt með vísindalegri þekkingu.

Blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun og grípa til aðgerða.

Rannsóknir og nýsköpun

Í samræmi við lög um hlutverk Matís er rannsóknum fyrirtækisins skipt upp í þrjú áherslusvið: Verðmætasköpun, lýðheilsu og matvælaöryggi,

Verðmætasköpun

Matís vinnur markvisst að því að auka verðmætasköpun er tengist matvælaframleiðslu og líftækni, til eflingar samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs. Markmiðið er sjálfbær nýting auðlinda til sjávar og sveita. Ein helsta sérstaða Íslands er hversu vel hefur tekist að skapa verðmæti úr hinum ýmsu auðlindum og tengja þarfir neytenda og erlendra markaða við hlekki í virðis- keðjunni. Matís hefur gegnt mikilvægu hlutverki í að skapa þessa sérstöðu og unnið með atvinnulífinu að rannsóknum og nýsköpun til að hámarka verðmæti
og afrakstur frá þeim auðlindum sem þjóðin býr yfir. Meðal mikilvægra verkefna sem stuðlað hafa að aukinni verðmætasköpun má nefna fullvinnslu og nýtingu á ýmiss konar hliðarafurðum, bætta vinnsluferla, vöru- þróun, úrbætur á pakkningum og flutningsferlum, þróun á nýjum próteingjöfum, þróun á nýjum ensímum og fjölda margt fleira.

Lýðheilsa

Matís stuðlar að því að bæta lýðheilsu á Íslandi með rannsóknum og vöruþróun. Mikilvægt er að þekkja eigin- leika íslenskra afurða og eru haldgóð gögn forsenda umræðna um hvernig við bætum líf og heilsu. Matís hefur byggt upp gagnvirkan gagnagrunn, ÍSGEM, með upplýsingum um efnainnihald matvæla sem eru á íslenskum markaði. Gagnvirkir, notendavænir gagna- grunnar með upplýsingum um innhald jákvæðra og óæskilegra efna í matvælum eru mikilvægir og nýtast neytendum, framleiðendum, seljendum, kaupendum, stjórnvöldum og öðrum hagaðilum. Matís vinnur að fjölbreyttum verkefnum sem styðja við bætta lýðheilsu landsmanna, allt frá því að auka þekkingu fólks á stein- efnum og vítamínum, bæta hagnýtingu á fitusýrum í fiski og til rannsókna á lífvirkum efnum í þörungum.

Matvælaöryggi

Matís er leiðandi í efna- og örverurannsóknum á mat-vælum á Íslandi og sér um rekstur tilvísunarrannsóknastofa, og öryggis- og forgangsþjónustu á sviði matvæla fyrir eftirlitsstofnanir og lögbær stjórnvöld. Styrkur fyrirtækisins liggur í breiðum grunni getu, þekkingar og innviða sem tryggja öryggis- og forgangsþjónustu ef upp kemur matvælavá. Áhersla hefur verið lögð á rannsóknir á óæski-legum efnum og örverum í matvælum og vinnsluumhverfi, og þróun greiningaraðferða. Aukinn skilningur á eðli, uppruna og smitleiðum sjúkdómsvaldandi örvera er mikilvægur til að tryggja öryggi matvæla, koma í veg fyrir faraldra og efla öryggi neytenda. Matís hefur umfangs- mikla þekkingu á örverum í matvælavinnslu og eldis- tegundum, svo sem Listeríu, og beitir nýjustu tækni, raðgreiningarhæfni, við að rekja uppruna smita. Það er grundvallaratriði fyrir kaupendur íslenskra afurða að geta treyst því að þau matvæli sem framleidd eru hér á landi séu örugg. Útflutningur íslenskra matvæla er einnig háður því að heilnæmi sé til staðar með hliðsjón af lögum, reglu- gerðum og kröfum kaupenda. Matís þjónustar íslensk stjórnvöld og íslenskt atvinnulíf með því að reka öryggis- þjónustu, bjóða upp á þjónustumælingar og hafa tiltæk vönduð og vel skilgreind vísindaleg gögn um óæskileg efni og örverur í íslenskum matvælum. Nauðsynlegt er að styðja fullyrðingar um hreinleika og heilnæmi íslenskra matvæla með áreiðanlegum gögnum frá óháðum aðila eins og Matís, sem byggja á rannsóknum á afurðum og umhverfinu, m.a. með umhverfisvöktunum.

Áhersluflokkar

Á árinu 2021 kom Matís að 225 rannsókna-, þróunar- og þjónustuverkefnum. Eru þessi verkefni flokkuð í áherslu- flokka eftir því hvaða framleiðendum, greinum og hópum þeim er einkum ætlað að þjónusta. Áhersluflokkarnir eru:

  1. Kjöt
  2. Mjólkurvörur
  3. Grænmeti og korn
  4. Uppsjávarfiskur
  5. Botnfiskur
  6. Fiskeldi
  7. Þörungar
  8. Nýsköpun, frumkvöðlar og menntastofnanir
  9. Stjórnsýsla og heilbirgðiseftirlit
  10. Umhverfisrannsóknir
  11. Þróunaraðstoð
  12. Þjónustumælingar
  13. Annað

Kjöt 

Tengiliður:

Eva Margrét Jónudóttir

Sérfræðingur

evamargret@matis.is

Markmið rannsókna- og þróunarverkefna um kjöt er að styrkja innlenda kjötframleiðslu og efla verðmætasköpun á landsbyggðinni í samstarfi við framleiðendur og aðra hagaðila. Markmið rannsókna- og nýsköpunarverkefna um kjöt er að styrkja innlenda kjötframleiðslu og efla verðmæta- sköpun á landsbyggðinni í samstarfi við framleiðendur og aðra hagaðila. Árið 2021 kom Matís að 13 verkefnum á þessu sviði, þar sem áhersla var lögð á mælingar á næringargildi, nýtingu, kjötgæði, geymsluþol, nýtingu hliðarafurða og dýravelferð til að sýna fram á sérstöðu íslenskra afurða. Í sauðfjárræktinni var áherslan á áhrif kynbóta, sláturaðferða og áhrif meðferðar fyrir og eftir slátrun á gæði lambakjöts. Einnig voru gæði íslensks lambakjöts borin saman við gæði erlends lambakjöts. Birt var vísindagrein um áhrif sláturaðferða á gæði lambaskrokka og lambakjöts. Birt var ritgerð úr meistara- verkefni Evu Margrétar Jónudóttur um eiginleika, gæði og sérstöðu íslensks hrossakjöts. Birt var skýrsla um næringargildi svínakjöts með upplýsingum sem nýtast Íslensku Kjötbókinni og Íslenska gagnagrunninum um efnainnihald matvæla (ÍSGEM). Jafnframt fengu svína- bændur og kjötvinnslufyrirtæki ný gögn fyrir upplýsinga- gjöf og merkingar matvæla. Verkefninu SeaCH4NGE lauk árið 2021 en í því var kjöt nautgripa rannsakað eftir þörungafóðurgjöf en kjötið var rannsakað m.t.t. efna- innihalds og bragðgæða.

Þörungar sem hluti af fóðri nautgripa hafa verið í umræðunni vegna mögulegrar minnkunar á framleiðslu á metani. Hafist var handa við verkefni sem miðar að nýtingu hliðarstrauma frá sláturhúsum og kjötvinnslum. Verkefnið er unnið í samstarfi við Norðlenska og miðar að því að bæta framleiðslu og meðhöndlun hráefnis með því að greina sóknarfæri í nýtingu hliðarafurða úr slátrun.

Þá var unnið að verkefnum við þróun erfðafræðilegra aðferða til að efla kynbótastarf og auka rekjanleika afurða. Lokið var við þróun á faðernisprófi fyrir íslenskt sauðfé, en slík próf hafa áður verið þróuð hjá Matís fyrir hross og nautgripi. Mikilvægt er að geta staðfest faðerni sauðfjár, sérstaklega til að útrýma arfgengum erfðagöllum. Unnið var að þróun hraðvirkra aðferða við að tegundagreina hráefni í unnum matvælum. Núverandi aðferðir eru dýrar í framkvæmd og seinvirkar. Einnig var unnið að verkefni til að bæta riðugensgreiningar í sauðfé, sem Matís fram-kvæmir fyrir bændur og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins. Að lokum hófst verkefni við að finna erfðaþætti í sauðfé sem valda bógkreppu og gulri fitu. Hvoru tveggja eru arfgengir erfðagallar sem valda íslenskum bændum tjóni.

Mjólkurvörur 

Tengiliður:

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Fjölbreytt verkefni voru unnin á árinu í tengslum við rannsóknir og vöruþróun á mjólkurvörum. Bar þar hæst þróun á nýjum rjómalíkjör, sem nefnist Jökla. Jökla er áfengur líkjör sem framleiddur er úr íslenskri kúamjólk og kom drykkurinn á markað á síðastliðnu ári.

Matís studdi við þróun á Jöklu í gegnum sjóðinn „MIMM – Mjólk í mörgum myndum“ styrkt af Auðhumlu og aðstoðaði hjónin Pétur Pétursson og Sigríði Sigurðar- dóttur við að koma hugmyndinni alla leið á markað. Jökla er nú til sölu í fjölmörgum vínbúðum ÁTVR og á vínveitingastöðum og hafa viðtökurnar verið frábærar. Jökla hyggur nú á útrás og verður spennandi að sjá hvernig viðtökurnar verða erlendis.
Mjólkurvörur komu einnig við sögu í öðru verkefni hjá Matís sem tengist drykkjarvörum, en í því er rannsakað hvort hægt sé að nota skyrgeril til bjórgerðar, þar sem skyrgerillinn getur haft áhrif í bruggferlinu og því haft áhrif á bragð bjórsins.

Nokkur verkefni tengdust fóðurgjöf kúa með þörungum og var efnainnihald og bragðgæði mjólkurinnar rann-sakað. Skynmat sýndi að bragðmunur fannst á mjólk eftir þörungagjöf, en hún hafði engin áhrif hvort þær vörur þóttu betri eða verri. Joðskortur er algengur á heimsvísu og hafa nýlegar rannsóknir sýnt að farið er að bera á joðskorti á Íslandi. Verkefnin sem Matís stóð að leiddu í ljós að hægt er að auka joðstyrk mjólkur með því að bæta þörungum í fóður kúa, en þörungar eru almennt mjög joðríkir. Hins vegar þarf að tryggja að gefa ekki of mikið af joðríkum þörungum því það getur aukið joðstyrk mjólkur umfram æskileg mörk.

Grænmeti og korn 

Tengiliður:

Ólafur Reykdal

Verkefnastjóri

olafurr@matis.is

Matís átti gott samstarf með grænmetis- og kornframleiðendum á árinu. Þar á meðal má nefna farsælt samstarf með búinu á Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi við þróun afurða úr höfrum. Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís, hefur stýrt þessum sam-starfsverkefnum með bændunum á Sandhóli þar sem framsækni og nýsköpun hefur ráðið ferð.

Töluverð gróska hefur verið í rannsóknum og nýsköpun á sviði grænmetis og korns á síðustu misserum hjá Matís, og voru alls 13 verkefni í gangi á árinu 2021 á þeim sviðum. Meðal þeirra verkefna má nefna víðtæka rannsókna- og nýsköpunarvinnu um íslenskt grænmeti með stuðningi Matvælasjóðs sem hófst á árinu. Vinnan nær til allrar virðiskeðju grænmetis frá bónda til verslana og neytenda. Mest áhersla hefur verið á eiginleika, gæði og geymslu- þol grænmetis ásamt uppbyggingu á þekkingu til að fást við verkefni af þessu tagi til framtíðar. Samstarf var við Háskóla Íslands um meistaraverkefni sem var unnið hjá Matís um geymsluþol grænmetis. Með verkefninu verður til ný þekking sem á að koma íslenskri grænmetis-framleiðslu til góða.

Hafin var vinna við að skilgreina magn og nýtingar- möguleika hliðarafurða garðyrkjunnar og vonast er til að í framtíðinni verði hægt að nýta sumar hliðarafurðir í matvæli og vinna úr þeim verðmæt hollefni. Með heildar- sýn á virðiskeðju grænmetis er bent á leiðir til bættar nýtingar og minni sóunar. Nemendur í Háskóla Íslands voru aðstoðaðir við að framleiða afurðir úr grænmeti. Þau þróuðu íslenskan barnamat; Krakkakropp og Krakka-kreistur, með umhverfissjónarmið og hollustu í fyrirrúmi í framleiðslu og voru tilnefnd til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Einn frumkvöðull var aðstoðaður við að meta öryggi villtrar plöntu til manneldis.

Loks má nefna mælingar á andoxunarvirkni grænmetis, en í ljós kom að ýmsar grænmetistegundir sýndu meiri virkni en við var búist. Í framhaldinu verður ráðist í verk- efni um pökkun grænmetis en þar glímir grænmetis- geirinn við margar áskoranir. Lögð verður fram vefbók sem skýrir álitamál við val á pakkningum.

Innlent korn býður upp á marga möguleika í matvæla-framleiðslu, auk þess sem það getur skipt miklu máli fyrir fæðuöryggi. Á árinu var lokið við verkefni um hagnýtingu byggs til framleiðslu á áfengum drykkjum, en það byggði á meistaraverkefni við Háskóla Íslands í samstafi við iðnaðinn. Við Landbúnaðarháskóla Íslands eru hafnar til-raunir með ræktun hafra og með samanburðartilraunum er leitað að bestu yrkjunum fyrir íslenskar aðstæður. Matís tók þátt í þessu starfi með mælingum á gæðaþáttum og skynmati þar sem hin ýmsu yrki voru borin saman. Loks vann Matís með fyrirtæki að þróun drykkjarvara
úr höfrum.

Uppsjávarfiskur

Tengiliður:

Stefán Þór Eysteinsson

Verkefnastjóri

stefan@matis.is

Starfsmaður Matís metur gæði makríls sem og magn átu í maga hans.

Frá stofnun hefur Matís unnið náið með sjávarútvegs-fyrirtækjum að því markmiði að hámarka verðmæti alls þess hráefnis sem verður til við uppsjávarveiðar og vinnslu þess afla. Árið 2021 var, líkt og fyrri ár, rík áhersla lögð á að vinna verkefni í samstarfi við lykilaðila í iðnaðnum. Alls voru 14 verkefni skilgreind sem uppsjávarfisksverkefni unnin á árinu.

Má þar nefna verkefni sem snúa að endurhönnun á fiskimjöls- og lýsisverksmiðjum, vinnslu á roðskornum makrílflökum, vinnslu á verðmætum próteinum úr hliðarstraumum makríls, þróun á nýjum þráavarnarefnum fyrir fiskimjöl, nýtingu á dýrasvifum og flexvinnslu á upp- sjávarfiski þar sem eðlis-, efna- og skynmatseiginleikar hráefnisins eru teknir til greina til að aðlaga vinnsluferla með það fyrir augum að fá út bestu mögulegu afurðir.

Matís og samstarfsaðilar unnu á árinu ötullega að því að þróa aðferðir til að fullvinna verðmætar afurðir úr uppsjávarafla og úr hliðastraumum uppsjávarvinnslu og dýrasvifi s.s. rauðátu, og hefur nýtt lífmassaver Matís í Neskaupstað gegnt lykilhlutverki í þeirri þróun.

Meðal afurða sem stefnt er á að komi úr þeirri nýsköpunarvinnu er t.d. próteinduft sem nýta má beint sem matvæli, fæðubótarefni, startfóður í fiskeldi, gæludýrafóður o.fl. Þá er einnig mikilvæg vinna í gangi við þróun á nýjum þráavarnarefnum fyrir fiskimjöl þar sem þau efni sem eru notuð í fiskimjölsiðnaðinum núna eru ekki lengur leyfileg, og því mikið hagsmunamál fyrir greinina að finna þráavarnaefni með réttri virkni.

Erfðafræðilegar aðferðir voru í þróun sem munu skila aukinni þekkingu á aðskilnaði síldarstofna í Norður- Atlantshafi og stuðla að bættri fiskveiðistjórnun. Einnig þróun á greiningu umhverfis DNA (eDNA) til að finna og rekja loðnu, en það mun jafnframt auka þekkingu á dreifingu hennar og stuðla að bættu stofnstærðarmati loðnu á íslenskum hafsvæðum.

Síðast en ekki síst hefur verið unnið að því að safna saman þekkingu á vinnslu og veiðum uppsjávarafla sem verður miðlað til uppsjávariðnaðarins í formi handbókar. Það er mikilvægur liður í því að samræma vinnslu hér á landi þannig að hámarksnýting og verðmætasköpun náist.

Botnfiskur

Tengiliður:

Hildur Inga Sveinsdóttir

Verkefnastjóri

hilduringa@matis.is

Bætt aflameðferð, vinnsla, fullnýting og vöruþróun bolfiskafla er meðal þess sem Matís hefur unnið að í samstarfi við hagaðila á undanförnum árum.

Á árinu 2021 voru rannsóknaáherslur Matís fyrir botnfisk-tegundir á frekari nýtingu vannýttra hráefna og að bæta gæði, stöðugleika og ferla innan virðiskeðjunnar. Alls voru 31 verkefni skilgreind sem botnfiskverkefni á árinu og voru öll þessi verkefni unnin í nánu samstarfi við stóran og fjölbreyttan hóp sjávarútvegsfyrirtækja. Framkvæmdar voru greiningar til að bæta nýtingu og auka verðmætasköpun úr hliðarhráefnum bolfiskvinnslu, m.a. var unnið að vöruþróun til að auka verðmæti þorskhausa og annarra hliðarstrauma.

Einnig var stuðlað að aukinni nýtingu próteina, bæði úr ýmsum hliðarhráefnum hvítfiskvinnslu sem og próteina sem hægt er að vinna úr vatni sem fellur til við vinnsluna t.d. við vatnsskurð. Niðurstöður þessara verkefna benda til þess að enn liggi mikil tækifæri í að fanga verðmæti úr vannýttu hráefni bolfiskvinnslna með tiltölulega einföldum og hagkvæmum aðferðum. Áhersla var lögð á að bæta saltfiskferla og áfram lögð áhersla á þróun á tækni við meðhöndlun fersks- og frosins fisks um borð í vinnsluskipum, þ.m.t. að auka möguleika á sjálfvirkni- væðingu ferla. Einnig hefur verið unnið að rannsóknum á hvernig greina megi og fjarlægja hringorma úr flökum á sjálfvirkan hátt. Þessi verkefni hafa skilað sér í bættum gæðum botnfiskafla og auknum stöðugleika afurða.

Nokkur verkefni höfðu það að leiðarljósi að greina möguleika til virðisaukningar með auknum sýnileika og upplýsingagjöf við vinnslu botnfisks með því að virkja þær tæknilausnir sem fyrir eru á markaðnum eða þróa nýjar og spennandi lausnir og auka þannig gagnaflæði innan virðiskeðjunnar, alla leið til neytenda.

Matís kom einnig að verkefnum tengdum skelfiski og skelfiskafurðum svo sem humri, ígulkerum, sæbjúgum og krossfiskum. Einnig eru í gangi verkefni sem snúa að nýtingu hákarla og sela.

Fiskeldi

Tengiliður:

Birgir Örn Smárason

fagstjóri

birgir@matis.is

Matís rekur tilraunaeldisstöð þar sem veitt er ýmiss konar þjónusta á sviði fiskeldis, þar á meðal í tengslum við þróun og val á fóðri. Georges Lamborelle er stöðvarstjóri tilraunaeldisstöðvarinnar.

Matís hefur yfir að ráða góðri aðstöðu og öflugu liði sérfræðinga á sviði fiskeldisrannsókna, þá sér í lagi hvað varðar fóðurrannsóknir og atferli fiska. Þessi hluti starf-semi Matís hefur verið í mikilli sókn á undanförnum árum samhliða vaxandi fiskeldi. Fiskeldi gegnir veigamiklu hlutverki þegar kemur að því að tryggja fæðuöryggi heimsins, sem og í verðmætasköpun og byggðaþróun hér á landi. Fiskeldisframleiðsla Íslendinga hefur sjöfaldast frá árinu 2015 og útlit er fyrir álíka vöxt á komandi árum. Ef það gengur eftir má búast við að lax fari fram úr þorski sem mikilvægasti nytjastofn okkar. Matís hefur lagt áherslu á að styðja við þessa atvinnugrein eftir fremsta megni og leitað eftir víðtæku samstarfi við greinina. Sérstaklega hefur fyrirtækið beint sjónum að fóðurrannsóknum, en einnig að ræktun og erfðum, atferli, þarmaflóru, vinnslu, vöruþróun, pakkningum, flutningum o.s.frv. Þess utan býður Matís upp á ýmiss konar ráðgjöf og mælingar er varða gæði og matvælaöryggi í virðiskeðju fiskeldis.

Matís hefur átt í góðu samstarfi við innlend og alþjóðleg fyrirtæki og stofnanir á þessu sviði. Matís hefur skipað sér á stall þeirra fyrirtækja og stofnana í Evrópu sem eru leiðandi í rannsóknum og þróun á nýjum próteinum til notkunar í fiskeldisfóður. Má í því samhengi nefna skordýraprótein, prótein frá einfrumungum, smáþörungum og þara. Matís rekur tilraunaeldisstöð, sem í daglegu tali er kölluð MARS (Matís Aquaculture Research Station), en þar eru þrjú lokuð endurnýtingarkerfi (RAS – Recirculation Aquaculture System) þar sem unnt er að ala fiska á mismunandi lífsskeiðum og stýra öllum aðstæðum.

Í MARS er framleitt fóður og framkvæmdar fóðurtilraunir á ýmsum fiskeldistegundum þ.m.t. á Atlantshafs laxi, beitarfiski (tilapia), bleikju, regnbogasilungi, hvítleggja- rækju og ostrum. Þegar kemur að fóðurrannsóknum og fóðurtilraunum hefur Matís töluverða sérstöðu á markaði þar sem fyrirtækið getur einnig boðið upp á gæða-, efna- og örverumælingar, skynmat, sérfræðiþekkingu í tengslum við erfðafræði, vinnslu, vöruþróun, pakkningar, flutninga o.fl. Þessi sérstaða hefur gert Matís að eftir- sóttum samstarfsaðila í rannsóknaverkefnum og mörg stærstu fyrirtæki heims í fóðurgerð og fiskeldi kaupa nú fóðurtilraunir og aðra sérfræðiþjónustu af Matís.

Matís kemur að verkefni um þróun lausna til að auka ræktun á tegundum neðar í fæðukeðjunni, svo sem þangi, sæeyrum og ígulkerjum, og eflingu sjálfbærra ferla með innleiðingu á samþættum fiskeldiskerfum (Integrated Multi-Trophic Aquaculture) þar sem mismunandi tegundir eru ræktaðar saman.

Þörungar

Tengiliður:

Elísabet Eik Guðmundsdóttir

verkefnastjóri

elisabet@matis.is

Mikil tækifæri eru í aukinni nýtingu þangs og þara hér á landi. Meðal nýtingarmöguleika sem til skoðunar eru er að gerja stórþara sem gerir kleift að nýta hann í fóður fyrir landdýr og í fiskeldi.

Á Íslandi eru stórþörungar vannýttur lífmassi sem nota má á sjálfbæran hátt til verðmætasköpunar. Áhugi innlendra aðila á nýtingu þörunga fer vaxandi og leita þeir í auknum mæli eftir stuðningi og samstarfi við Matís. Matís hefur um árabil lagt áherslu á rannsóknir á stórþörungum og unnið að hagnýtingu þeirra. Til þess að stuðla að hámarksnýtingu, verðmætasköpun og tryggja sjálfbærni hefur Matís unnið að því að koma á sameiginlegum gæðaviðmiðum fyrir uppskeru og vinnslu þangs og þara (brúnþörunga) sem og uppbyggingu þekkingargrunns innihaldsefna valinna tegunda með tilliti til árstíðasveiflna og breytileika eftir uppskerusvæðum. Unnið er að norrænum leiðbeiningum um eftirlit með framleiðslu og vinnslu þörunga en Matís hefur óbeint komið að því verkefni.

Stórþörungar innihalda snefilefni sem eru mikilvæg mannslíkamanum en geta reynst hættuleg ef styrkur þeirra í matvælum eða fóðri er of hár. Innihald joðs í mismunandi þörungategundum hefur verið magngreint og aðferðir þróaðar til að draga úr styrk joðs í þangi fyrir framleiðslu matvæla og fóðurs. Þróaðar voru aðferðir til að gerja þang og nýta súrþangið sem heilsubætandi fóðurbæti í fiskeldi. Unnið er að þróun heilsusamlegra bragðefna úr þörungum í matvæli með það að markmiði að draga úr saltneyslu og bæta þar með lýðheilsu. Vinna heldur áfram við að þróa ný og umhverfisvæn innihalds- efni úr brúnþörungum og rauðþörungum til að nota í matvæli, snyrtivörur, líftækni og fiskeldi, m.a. með þróun á nýjum útdráttaraðferðum til að einangra og hreinsa lífvirk efni úr stórþörungum.

Unnið var að rannsóknum og þróun á ensímum og frumusmiðjum sem umbreyta flóknum þangsykrum í ýmiss konar efni, t.d. eldsneyti fyrir ökutæki og lífplast m.a. fyrir matvæli. Verkefnunum er ætlað að stuðla
að nýsköpun og hjálpa fóður-, matvæla- og líftækni-fyrirtækjum að koma nýjum vörum á markað.

Einnig var unnið að rannsóknum um innihald þungmálma, sér í lagi arsens, í fjölbreyttu úrvali þörunga sem finnast á Íslandi. Þörungar geta verið ríkir af þungmálmum, m.a. arseni og verkefnið er liður í matvælaöryggisrannsóknum Matís.

Mikill áhugi hefur skapast á ræktun smáþörunga, sem er grein sem nýtir auðlindir sem Ísland er þekkt fyrir, svo sem umhverfisvænt rafmagn og hreint vatn. Smáþörunga er hægt að nýta á ýmsan hátt, svo sem til framleiðslu á lífvirkum efnum. Matís vinnur að nokkrum samstarfsverkefnum þar sem smáþörungar eru ræktaðir til framleiðslu m.a. á nýjum próteinum í fæðu og fóður og þróunar náttúrulegs litarefnis sem er stöðugt við krefjandi aðstæður.

Nýsköpun, frumkvöðlar og menntastofnanir

Tengiliður:

Justine Vanhalst

verkefnastjóri

justine@matis.is

Matís stýrir verkefninu Grænir frumkvöðlar framtíðar, sem hefur það að markmiði að vekja áhuga og efla þekkingu nemenda í efstu bekkjum grunnskóla á loftslags- og umhverfismálum, nýsköpun og sjálfbærri auðlindanýtingu. Verkefnið, sem styrkt er af Loftslagssjóði, hefur vakið athygli fyrir nýja nálgun í að virkja nemendur í baráttunni gegn lofslagsvánni og hvetja til grænnar nýsköpunar. Verkefninu er stýrt af þeim Ragnhildi Friðriksdóttur, Justine Vanhalst og Katrínu Huldu Gunnarsdóttur.

Í þessum flokki eru verkefni sem einkum stuðla að aukinni þekkingu og færni einstaklinga með áherslu á nýsköpun og frumkvöðlaþjálfun. Eins og fyrri ár er kennsla á háskólastigi hluti af starfsemi Matís t.a.m. í Háskóla Íslands, Háskóla Akureyrar og Landabúnaðarháskóla Íslands. Auk þess voru á árinu 2021 meðal annars haldin alþjóðleg nýsköpunarnámskeið fyrir háskólanemendur til að efla frumkvöðlastarf með áherslu á sjálfbært fisk- eldi, framtíðarpróteingjafa, sérhæfðar næringarþarfir og hliðarafurðir matvælaframleiðslu og matvælavinnslu. Nokkrir háskólanemendur unnu að nýsköpunarverkefnum í sumarvinnu hjá Matís eða á styrkjum frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Í einu verkefni var barnamaturinn Krakkakropp og krakkakreistur þróaður. Nemendurnir stofnuðu í kjölfarið eigið fyrirtæki og voru í lok árs tilnefndir til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Þá luku tveir nemendur í matvælafræði meistara- verkefni hjá Matís, annars vegar um möltun á íslensku byggi til viskígerðar og hins vegar um eiginleika gæði og viðhorf neytenda til hrossakjöts.

Farið var af stað með fræðsluverkefnið Grænir frum-kvöðlar framtíðar til að vekja áhuga og efla þekkingu nemenda í efstu bekkjum grunnskóla á loftslags- og umhverfismálum, nýsköpun og sjálfbærri auðlinda- nýtingu í þeim tilgangi að virkja þau í baráttunni gegn loftslagsvánni og hvetja til grænnar nýsköpunar.

Þá var kennsluefni þróað fyrir miðstig grunnskóla
um sjálfbærni, matvælatækni- og framleiðslu þar sem leiðarljósið er heilsusamlegt mataræði fyrir eigin vellíðan og jörðina okkar.

Stjórnsýsla og heilbrigðiseftirlit

Tengiliður:

Ásta Heiðrún E. Pétursdóttir

sviðstjóri

asta.h.petursdottir@matis.is

Stefán Þór Eysteinsson hjá Matís, Bendik Toldnes starfmaður Sintef og Hjörleifur Einarsson frá Háskólanum á Akureyri sjást hér standa fyrir framan færanlega lífmassaverið sem rannsóknafyrirtækið Sintef í Þrándheimi á og rekur. Valur N. Gunnlaugsson, fagstjóri hjá Matís, stýrir verkefninu.

Nokkur verkefni Matís eru sérstaklega talin nýtast stjórnsýslu og yfirvöldum við ákvarðanatöku. Verkefni sem falla í þennan flokk eru fjölbreytt og dæmi um slík verkefni sem voru unnin árið 2021 eru greiningar á því hvernig hægt sé að efla og styðja betur við bláa lífhag- kerfið, skoðun á kostum og göllum rafræns eftirlits með fiskveiðum, greining á neysluhegðun sem drifkrafti í matarferðaþjónustu, mat á mögulegum breytingum á norrænum fæðukerfum vegna aukinnar sjálfbærni og breyttum neyslumynstrum í kjölfar COVID-19. Mörg þessara verkefna eru unnin innan norræns-, norðurslóða- og evrópsks samstarfs. Í þessum flokki eru einnig verkefni sem falla undir formennsku Íslands í Norðurskautsráði og Norrænu ráðherranefndinni.

Matís rekur tilvísunarrannsóknastofur á breiðu sviði örveru-og efnamælinga á Íslandi, þær falla einnig í þennan flokk. Mælingar á tilvísunarrannsóknastofunum eru framkvæmdar í samræmi við alþjóðlegar, opinberar og vottaðar mæliaðferðir. Þær veita einnig öðrum opin- berum og einkareknum rannsóknastofum aðstoð og leiðbeiningar við mælingar en nánar er fjallað um þær í kafla 6.

Umhverfisrannsóknir

Tengiliður:

Sophie Jenssen

verkefnastjóri

sophie@matis.is

Matís sinnir vöktun á óæskilegum efnum í sjávarfangi og hefur gert það til fjölda ára. Niðurstöður vöktunarinnar sýna að íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn óæskilegra efna, og hafa útflytjendur nýtt sér þær niðurstöður óspart við markaðssetningu sinna afurða. Sophie Jensen stýrir vöktunarverkefninu.

Nokkur fjölbreytileiki var á eðli umhverfistengdra rannsókna- og nýsköpunarverkefna hjá Matís árið 2021. Þar ber helst að nefna verkefni tengd loftslagsmálum og plastmengun í hafi, efnamælingar á íslensku sjávarfangi og þörungum, auk örverurannsókna.

Innan loftslagsmála var megináhersla lögð á aðlögun sjávarútvegs að loftslagsbreytingum en á árinu kláraðist verkefni þar sem Matís þróaði aðferðafræði til að setja upp aðlögunaráætlun fyrir sjávarútveg og fiskeldi.

Alþjóðlegt málþing um plast á norðurslóðum og „undirheimskautssvæði“ var haldið í tengslum við formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Samantekt málþingsins má finna á vefsíðu NordMar Plastic og Arctic Council. NordMar plastic hefur tekið höndum saman við Ocean Missions til að auka vitund almennings um áhrif plasts og mikilvægi þess að endurvinna og draga úr plastnotkun.
Kennsluefnið „Hreint haf“ var gefið út og er öllum aðgengilegt á vefsíðu NordMar Plastic og Landverndar. Einnig voru efni í viðruðu örplasti magngreind og áhættumat framkvæmt.

Rannsóknir á fjölbreytileika sjávarörvera hafa aukist undanfarin ár en litlar upplýsingar eru til um örverur í hafinu umhverfis Ísland. Matís hefur í samstarfi við Hafrannsóknastofnun rannsakað örverufjölbreytileika í sýnum (umhverfis DNA) frá sýnatökustöðvum í kringum landið til að kanna hvaða áhrif hlýnun andrúmslofts og súrnun sjávar hafa á örverufjölbreytileika og efnahring- rásir í sjónum. Niðurstöður sýna að munur er á örveru- samfélögum fyrir norðan og sunnan land og að undir- staða fæðukeðjunnar í sjónum, frumbjarga örverur, eru mun fjölbreyttari og dreifðari en áður var talið.

Auk fyrrgreindra verkefna stóð Matís, ásamt Hafrannsókna- stofnun, að ráðstefnu um notkun umhverfis DNA (eDNA) til vöktunar á líffræðilegum fjölbreytileika í sjó og fersk-vatni. Vaxandi áhersla var á framþróun á eDNA aðferða-fræðinni en notkun hennar getur haft umtalsverð áhrif, t.a.m. við vöktun á strokulöxum í íslenskum ám, framandi tegundum í hafi og við loðnuleit.

Sem hluta af þjónustusamningi við ANR sinnir Matís vöktun á óæskilegum efnum í ætum hluta sjávarfangs. Teknar hafa verið saman niðurstöður fyrir sjávarfang árið 2021 (Matís skýrsla 01-22). Markmið verkefnisins er að sýna fram á stöðu íslenskra sjávarafurða m.t.t. öryggis
og heilnæmis og að nýta gögnin við gerð áhættumats á matvælum til að tryggja hagsmuni neytenda og lýðheilsu. Verkefnið byggir upp þekkingargrunn um magn óæski-legra efna í efnahagslega mikilvægum tegundum og sjávarafurðum og er skilgreint sem langtímaverkefni þar sem stöðug útvíkkun og endurskoðun er nauðsynleg. Almennt voru niðurstöðurnar sem fengust árið 2021 í samræmi við fyrri niðurstöður frá árunum 2003 til 2012 sem og 2017 til 2020. Niðurstöður ársins 2021 sýndu að öll sýni af sjávarafurðum til manneldis voru vel undir hámarksgildum ESB fyrir þrávirk lífræn efni og þungmálma og að íslenskar sjávarafurðir innihalda óverulegt magn þrávirkra lífrænna efna (díoxín og PCB), varnarefna og þungmálma (kadmíum, blý og kvikasilfur).

Þróunaraðstoð

Tengiliður:

Margeir Gissurarson

verkefnastjóri

margeir@matis.is

Sjávarútvegsskólinn GRO-FTP hefur starfað frá 1998 og hefur á þeim tíma útskrifað um 1000 nemendur frá yfir 60 löndum. Allir nemendurnir eiga það sammerkt að vera þegar með starf innan stofnanna eða fyrirtækja í sjávarútvegi í sínu landi, og því nýtist ný þekking þeirra beint inn í samfélögin sem þau búa í strax að námi loknu. Matís og fyrirrennari þess (Rannsóknarstofnun Fiskiðnaðarins) hafa verið þátttakendur í Sjávarútvegsskólanum frá upphafi og hefur Margeir Gissurarson borið hitann og þungann af því starfi fyrir hönd Matís.

Á árinu 2021 tók Matís þátt í fimm verkefnum sem
eru hluti af þróunaraðstoð Íslands. Samstarf við Sjávarútvegsskólann GRÓ-FTP (áður UNU-FTP) hélt áfram og stýrir Matís gæðastjórnunarlínu skólans.

Sjávarútvegsskólinn tók ekki við nemendum á skólaárinu 2020-2021 sökum COVID-19, en þess í stað voru gerð myndbönd og fræðsluefni sem starfsfólk Matís tók þátt í að útbúa. Skólinn tók svo að nýju við nemendum á haust-mánuðum 2021 og voru 27 nemar innritaðir, þar af voru sex nemendur á gæðastjórnunarlínunni.

Meðal annarra verkefna Matís er snúa að þróunaraðstoð var staðið að námskeiðum um hreinlæti og öryggi matvæla, unnið var að hönnun og uppbyggingu reykaðstöðu fyrir fisk í sjávarbyggðinni Tombo í Síerra Leóne, upp- byggingu rannsóknastofu fyrir matvælarannsóknir í Líberíu og uppsetningu jarðhitaþurrkara til matvæla- vinnslu í Kenía. Öll þessi verkefni hafa tafist vegna COVID-19 en verður haldið áfram þegar ferðatakmörk- unum verður aflétt.

Þjónustumælingar

Tengiliður:

Natasa Desnica

fagstjóri

natasa@matis.is

Hjá Matís er boðið upp á fjölbreytilegar mælingar á sviði örveru-, efna- og erfðafræði í þjónustu við fyrirtæki, einstaklinga, yfirvöld og stofnanir. Svanhildur Hauksdóttir mælir hér fríar fitusýrur á rannsóknastofu Matís.

Til að tryggja öryggi, heilnæmi, gæði og rekjanleika í hvers kyns matvælaframleiðslu þarf fjölbreyttar mælingar sem sýna að allir ferlar framleiðslunnar séu í góðum og öruggum farvegi. Matís hefur faggildingu fyrir stórum hluta þeirra aðferða sem notaðar eru en faggilding er gæðastimpill sem vottar alþjóðlega viðurkenndar aðferðir og tækjabúnað.

Rannsóknastofa Matís býður upp á örveru-, efna- og erfðarannsóknir á matvælum, vatni, hráefnum, lyfjum, fóðri og umhverfissýnum. Þjónustumælingar Matís fara fram í Reykjavík og í Neskaupstað. Á árinu fóru yfir 11.000 sýni í örveru- og efnamælingar, en umfang mælinga fyrir hvert sýni er misjafnt þar sem oft eru framkvæmdar margar misflóknar mælingar á hverju sýni. Um 15% sýna voru mæld í Neskaupstað.

Við mælingar er m.a. lögð áhersla á samsetningu hráefnis og afurða í matvælavinnslu og fóðurgerð auk breytinga á gæðum þeirra sem verða við vinnslu og geymslu t.d. í tengslum við næringargildi, geymsluþol og stöðugleika. Matís framkvæmir auk þess skynmat, en það er kerfis-bundið mat á lykt, bragði, útliti og áferð matvæla til að meta gæði þeirra. Hjá Matís eru einnig framkvæmdar erfða- og tegundagreiningar nytjastofna, búfés og matvæla sem meðal annars má nýta við að koma í veg fyrir matvælasvindl eða við upprunarannsóknir á eldis- löxum sem hafa sloppið úr kvíum og veiðast í ám.

Einnig eru framkvæmdar foreldragreiningar og erfða- valsrannsóknir. Árið 2021 voru riðugensgreiningar gerðar á u.þ.b. 1100 kindum og foreldragreiningar framkvæmdar á um 1500 hrossum. Eins og stendur er Matís er í samninga- viðræðum við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins varðandi aðkomu fyrirtækisins að stórfelldum erfðagreiningum fyrir innleiðingu erfðamengisúrvals í íslenska kúastofninum. Erfðamengisúrval mun flýta erfðaframförum í kúastofni-num og auka öryggi kynbótastarfsins. Áætlað er að um 8000 gripir verði erfðagreindir árlega á rannsóknastofu Matís í erfðafræði.Auk mælinga veitir Matís opinberum aðilum, matvæla- fyrirtækjum, lyfjafyrirtækjum, sláturhúsum og einkaaðilum ráðgjöf í tengslum við mælingar. Matís hefur þá sérstöðu að geta samþættað tilraunaeldisrannsóknir, efna -og örverumælingar og skynmat og veitir því heildstæða þjónustu til viðskiptavina.

Matís framkvæmdi könnun á ánægju viðskiptavina með mæliþjónustuna árið 2021 og voru um 86% viðskiptavina ánægðir með þjónustuna og yfirgnæfandi meirihluti bar traust til niðurstaðnanna (93%).

Annað

Tengiliður:

Óli Þór Hilmarsson

verkefnastjóri

olithor@matis.is

Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) á sér um 40 ára sögu og hefur verið vistaður hjá Matís allt frá því fyrirtækið var stofnað. Gagnagrunnurinn á sér stóran og fjölbreyt-tan hóp notenda, þar á meðal framleiðiendur sem nýta gögn til að merkja sínar afurðir, sem og nemendur í matvæla- og næringar-fræði. Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís, hefur borið ábyrgð á ÍSGEM allt frá því hann var settur á laggirnar á áttunda áratugnum.

Í þennan áhersluflokk flokkast hópur fjölbreyttra verkefna sem annað hvort falla ekki undir neinn ofangreindra flokka eða falla undir fleiri en einn áhersluflokk, svo sem verkefni sem þjónusta til jafns sjávarútveg og landbúnað. Einnig eru í þessum flokki verkefni sem snúa að rann- sóknum og hagnýtingu á einstökum erfðaauðlindum landsins, einkum örverum og ensímum þeirra. Alls voru 29 verkefni skilgreind í þennan flokk á árinu 2021, og voru 8 þeirra á sviði matvælaöryggis, 10 á sviði lýðheilsu og 11 á sviði verðmætasköpunar. Dæmi um verkefni sem snúa að matvælaöryggi eru rannsóknir og þróun á lyfjaónæmi í E. coli, greining á þróun á lausnum í tengslum við merkingar matvæla, greining á vatnsgæðum, sem og greining á bakteríum og veirum. Sem dæmi um verkefni er snúa að lýðheilsu má nefna áhættumat á neyslu ungmenna á koffíni, nýtingu örvera í matvælaframleiðslu með nýjum sjálfbærum matvælakerfum, þróun næringar- meðferða fyrir aldraða að lokinni spítalaútskrift og rekstur og viðhald ÍSGEM. Meðal verkefna er snúa aðallega að verðmætasköpun í þessum flokki eru aðkoma að þróunar-vettvöngum og klösum, nýting hitakærra örvera, þróun litarefna fyrir matvælaiðnað og nýting á margs konar lífauðlindum eins og t.d. lúpínu.

Í ljósi aukins framboðs og neyslu íslenskra ungmenna á orkudrykkjum óskaði Matvælastofnun eftir því að Áhættumatsnefnd á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru gerði magn-bundið mat á því hversu mikið af koffíni ungt fólk innbyrði í gegnum drykkjarvörur og hvort neyslan hafi neikvæð áhrif á heilsu ungmennanna. Vinna við áhættumat fyrir grunnskólanema í 8.-10. bekk og framhaldsskólanema hófst í október 2019 og var Matís fengið til að taka að sér verkefnastjórn.

Áhættumatsnefndin skilaði skýrslu um heilsufarslega áhættu vegna neyslu íslenskra ungmenna í 8.-10. bekk og framhaldsskólanema á koffíni í drykkjarvörum annars vegar í október 2020 og hins vegar í nóvember 2021. Niðurstaða nefndarinnar var að neysla íslenskra ungmenna er töluvert meiri en sést hefur í fyrri rannsóknum og gefur tilefni til aðgerða til að lágmarka neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem inni- halda koffín og fyrirbyggja neikvæð áhrif á heilsu þeirra.

Víðtækt samstarf

Grunnurinn að árangri af starfi Matís er öflugt samstarf, innanlands sem utan, með fyrirtækjum, stofnunum, yfirvöldum og frumkvöðlum. Kortið hér til hægri sýnir valda samstarfsaðila í rannsóknaverkefnum sem Matís kom að á árinu 2021. Smelltu á kortið til að sjá samstarfsaðila og verkefni unnin í samstarfi við þá.

Samstarfsadilar

Embætti landlæknis

Ægir Seafood

Ajtel

Akraborg

Arctic Fish

Arctic Protein

Arnarlax

Artic Fish

Artic Protein

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisið

Bændasamtök Íslands

Bíóbú

Brim

Búlandstindur

Centra Fyrirtækjaráðgjöf

Dermos

Félag íslenskra fiskimjölsframleiðenda

FISK-Seafood ehf.

Geitfjárræktarfélag Íslands

GHÞ ehf

Grímur Kokkur

Grunnskólinn austan vatna

Haf og Vatn

Hafrannsóknarstofnun

Háskóli Íslands

Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Hólum

Háskólinn í Reykjavík

Héðinn

Hyndla

Ice Fish Farm

Inventec

Ísfélag Vestmannaeyja

Ísfiskur

Ísfugl

Íslandsstofa

Íslenski ferðaklasinn

Íslenskir Saltfiskframleiðendur

Jóhanna B Þorvaldsdóttir, bóndi

Kælismiðjan Frost ehf.

Kokkalandsliðið

Landbúnaðarháskóli Íslands

Laugarnesskóli

Laxar Fiskeldi

Lovísa R Bjarnadóttir, bóndi

Magla

Margildi

Matarauður Íslands atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti

Matarmarkaður Íslands

Matfugl

Menntaskólinn í Kópavogi

Micro-ryðfrí smíði ehf.

Mjólkursamsalan

MPF Iceland Fish Protein

Nesbúegg

Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Primex ehf

Pure Natura

Rannsóknarmiðstöð ferðamála

Rannsóknarstofa í Lyfja og eiturefnafræði

Rannsóknasetur HÍ Sandgerði

Reykjagarður

Reykjalundur

Sæbýli

Sæplast Iceland ehf.

Samband garðyrkjubænda

Samherji

Sif Matthíasdóttir, bóndi

Sigrún Indriðadóttir, bóndi

Síldarvinnslan hf

Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytið

Skinney-Þinganes hf.

Skógræktin

Sláturfélag Suðurlands

Slow Food Reykjavík

Sölufélag garðyrkjumanna

Stóra Ármót – Tilraunabú í nautgriparækt

Tilraunastöð HÍ að Keldum.

Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Trefjar ehf

Umhverfisstofnun

UNA skincare

UNU-FTP

Varmahlíðarskóli

Vaxa

Vísir

Þorbjörn

Þörungaverksmiðjan / Thorverk

Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins

Íslensk Bláskel

Aurora Seafood

Genís

Útgerðarfélag Akureyrar

Slippurinn

Fóðurverksmiðjan Laxá

Skaginn 3X

KeyNatura

Atmonia

Landsvirkjun

Efnasmiðjan

Önnur starfsemi Matís sem styður við íslenskt atvinnulíf

Matís gefur út og miðlar fjölbreyttu fræðsluefni, og stendur fyrir námskeiðum og þjálfun, t.d. vefnámskeiðum á síðunni namskeid.matis.is. Óli Þór Hilmarsson, verkefnastjóri hjá Matís, ásamt vösku liði heldur utan um miðlun fræðsluefnis.

Auk samstarfs gegnum rannsókna- og nýsköpunarverkefni styður Matís viðskiptavini sína með mæliþjónustu og ráðgjöf, með því að bjóða upp á ýmiss konar fræðslu og þjálfun og með rekstri matarsmiðju. Matís veitir frumkvöðlum og fyrirtækjum ráðgjöf á sviðum sem falla undir sérfræðiþekkingu starfsmanna þess. Matís hefur m.a. unnið fýsileikagreiningar, komið að vöruþróun, vinnsluhönnun og upplýsingaöflun fyrir viðskiptavini sína. Matís gefur út og miðlar fjölbreyttu fræðsluefni, svo sem fiskbókinni og kjötbókinni sem finna má á vef Matís, og stendur fyrir námskeiðum og þjálfun, t.d. vefnámskeiðum.

Matís rekur matarsmiðju til að aðstoða frumkvöðla í matvælavinnslu. Þar er aðstaða til fjölbreyttrar matvælavinnslu sem notendur nýta til að framleiða vörur sínar samkvæmt útgefnu leyfi heilbrigðisyfirvalda. Árið 2021 var litað af COVID-19 heimsfaraldrinum og aðeins sjö aðilar nýttu sér aðstöðuna en fjöldi leigudaga urðu mun fleiri en árið áður eða 720 í stað tæpra 500. Það skýrist m.a. af því að tveir aðilar fengu fasta aðstöðu og gátu þar með unnið alla daga í sínum verkefnum.

Ráðgjafaþjónusta við stjórnvöld og nefndarstörf

Í samræmi við þjónustusamning veitir Matís stjórnvöldum ráðgjöf og sérfræðingar fyrirtækisins taka þátt í störfum nefnda og vinnuhópa, svara fyrirspurnum, gefa umsagnir og álit á reglugerðum og lagafrumvörpum sem varða hlutverk Matís.

Einnig sitja sérfræðingarnir í ýmsum stjórnar- og vísindanefndum styrktarsjóða til að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri og styðja þannig aðkomu íslenskra aðila í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og verja hagsmuni Íslands á erlendum vettvangi.

Sérfræðingar Matís vinna í starfshópum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA), en Matís er samþykkt sem Article 36 stofnun af EFSA. Einungis stofnanir sem eru með viðamikinn vísindalegan þekkingargrunn á sviði matvælaöryggis og áhættumats, ásamt því að vera faglega sjálfstæðar og stunda rannsóknir sem tengjast matvælaöryggi eiga möguleika á samþykki EFSA.

Sem dæmi hefur sérfræðingur Matís unnið í starfshópi EFSA um flutning ferskra fiskafurða. Á þeim vettvangi hefur Matís unnið mikilvægt starf gegnum árin með því að vinna að hagsmunum íslenskra útflutningsaðila á sjávarfangi. Þessi vinna hefur leitt af sér aukna vitund um hvaða reglur gilda fyrir flutning á heilum, ferskum fiski og eins hvaða reglur eru væntanlegar.

Helstu verkefni starfsfólks Matís árið 2021 í nefndum og vinnuhópum voru:

  • Seta í Vísinda- og tækniráði
  • Seta í fagráði Hafrannsóknastofnunar
  • Formennska í áhættumatsnefnd á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru
  • Þátttaka í starfshópi um matarsóun
  • Seta í ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur
  • Seta í stjórnarnefnd Horizon Europe rannsóknaáætlunarinnar, Cluster 6 (fæða, lífhagkerfi, náttúru-auðlindir, landbúnaður og umhverfi
  • Seta í AG-Fisk, starfshópi á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem mótar rannsóknir og samstarf milli Norðurlandanna, þar á meðal NordForsk og Nordic Innovation
  • Seta í stjórnar- og vísindanefnd Bio-Based Industries (BBI)/Circular Bio-based Europe (CBE)
  • Seta í ráðgjafanefnd um Sustainable Ocean Economy innan Nordic Innovation
  • Þátttaka í norrænni nefnd um greiningaaðferðir á matvælum (NMKL)
  • Seta í norrænni nefnd um rannsóknir tengdum landbúnaði og matvælum (NKJ)
  • Þátttaka í starfshópi Atlantic Ocean Research Alliance (AORA) um gerð stefnuskjals: Marine Microbiome Roadmap

Öryggis- og forgangsþjónusta á sviði matvæla

Matís gegnir mikilvægu hlutverki í að tryggja öryggi og heilnæmi matvæla og hefur verið tilnefnt sem tilvísunarrannsóknarstofa (TVR) á eftirfarandi sviðum:

  1. Greining og prófun vegna sjúkdóma sem berast milli manna og dýra (súnósur), á sviði Salmonella í matvælum
  2. Vöktun á sjávarlífeitri
  3. Rannsóknir á Listeria monocytogenes
  4. Rannsóknir á kóagúlasa jákvæðum klasakokkum, þ.m.t. Stapylococcus aureus
  5. Rannsóknir á Escherichia coli, þ.m.t. verótoxínmyndandi E. coli (VTEC) sem mynda verósýtótoxín
  6. Rannsóknir á dýrapróteini í fóðri
  7. Rannsóknir á varnarefnaleifum
  8. Rannsóknir á þungmálmum í fóðri og matvælum
  9. Rannsóknir á náttúrueiturefnum (m.a. sveppaeiturefni)
  10. Rannsóknir á efnum sem myndast við framleiðslu
  11. Rannsóknir á þrávirkum lífrænum efnum í matvælum og fóðri

Til þess að rannsóknastofur geti hlotið tilnefningu
sem TVR þurfa þær að hafa faggildingu á viðkomandi rannsókna- eða prófunarsviði. TVR verður að geta sýnt fram á að mælingar á viðkomandi sviðum séu gerðar í samræmi við alþjóðlegar opinberar og vottaðar mæliaðferðir. Einnig er TVR skuldbundin til að veita öðrum rannsóknastofum aðstoð og leiðbeiningar við tilgreindar mælingar, hvort sem rannsóknastofurnar eru einkareknar eða opinberar. Matís er skylt að taka þátt í samanburðarprófum skipulögðum af tilvísunarrannsóknastofum Evrópusambandsins (EURL) ásamt árlegum fundum skipulögðum af EURL þar sem farið er yfir helstu nýjungar í mæliaðferðum, yfirvofandi breytingar á hámarksgildum í reglugerðum á sviði hverrar tilvísunarrannsóknarstofu o.fl. TVR er skylt að miðla þessum upplýsingum til hagaðila, þ.e. til lögbærra yfirvalda á sviði matvælaöryggis (Matvælastofnunar og Atvinnuvega- og nýsköpunar-ráðuneytis) sem og tilnefndra opinberra rannsóknastofa.

Ábyrgðaraðilar hafa verið skipaðir hjá Matís fyrir öll ellefu sviðin sem Matís er tilnefnt á og hafa verið haldnir upplýsinga- og skipulagsfundir á árinu með þessum ábyrgðaraðilum til þess að þeir séu upplýstir um ábyrgðarsvið sitt og skyldur. Sömuleiðis hefur verið tekin saman ársskýrsla fyrir árið 2021 um starfsemi tilvísunarrannsóknarstofa sem Matís er tilnefnt fyrir (skýrsla Matís 09_22).

Í lok árs 2020 var skrifað undir nýjan þjónustusamning við ANR til þriggja ára um rekstur tilvísunarrannsóknastofa og öryggis- og forgangsþjónustu á sviði matvæla. Öryggis og forgangsþjónusta Matís felur í sér að tryggja aðgang yfirvalda að öryggisþjónustu hjá faggildri rannsóknastofu. Ef upp kemur matvælavá er þannig hægt að tryggja lágmarksviðbragðstíma við óvæntum uppákomum sem geta ógnað matvælaöryggi og heilsu neytenda. Öryggis- og forgangsþjónusta Matís tryggir einnig að nauðsynlegur tækjabúnaður og sérfræðiþekking séu til staðar til að íslenskir eftirlitsaðilar geti stundað matvælaeftirlit.

Matís um land allt  

Matís gegnir mikilvægu hlutverki í verðmætasköpun, lýðheilsu og matvælaöryggi um land allt í öflugri samvinnu við stóran hóp samstarfsaðila. 

Matís gegnir mikilvægu hlutverki í verðmætasköpun, lýðheilsu og matvælaöryggi um land allt í öflugri samvinnu við stóran hóp samstarfsaðila. Nær hvert einasta rannsókna- og nýsköpunarverkefni Matís er unnið annað hvort í beinu samstarfi við aðila utan höfuðborgarsvæðisins eða stuðlar með öðrum hætti að uppbyggingu og verðmætasköpun á landsbyggðinni.

Starfsstöðvar Matís eru fimm, í Reykjavík, á Akureyri, Ísafirði, í Neskaupstað og Vestmannaeyjum. Ekki var fastur starfsmaður í Vestmannaeyjum á árinu en Matís er í góðu samstarfi við fyrirtæki á svæðinu og stefnt er að því að ráða starfsmann í starfsstöðina. Að auki er einn starfsmaður Matís með fasta aðstöðu í Land-búnaðarháskólanum á Hvanneyri.

Áherslur starfsstöðva Matís 

Megintilgangur starfsstöðva á landsbyggðinni er að efla tengslin við atvinnulíf og hagaðila. Áhersla hefur verið lögð á fiskeldi á Vestfjörðum, vinnslutækni og bolfiskveiðar á Norðurlandi, og uppsjávarveiðar/-vinnslu á Austurlandi. Auk þess hefur starfsfólk Matís verið með aðstöðu í Vestmannaeyjum til að tryggja samvinnu við fyrirtæki og koma að þeirri uppbyggingu sem á sér stað á svæðinu. Starfsmaður Matís á Hvanneyri sinnir einkum landbúnaðartengdum rannsóknum.

Vestfirðir:

Eldissetur

  • Eldistækni: fóðurgerð, fóðrun, afurðarvinnsla, hliðarstraumar, umhverfismál.
  • Upplýsingaöflun um eldi; umhverfismál, atvinnumál, byggðamál, verðmætasköpun.
  • Háskóla-, mennta- og fræðslusetur.

Norðurland:

Vinnslutækni-vettvangur

  • Vinnslutækni og líftækni í matvælavinnslu með áherslu á bolfisk og landbúnaðarvörur.
  • Upplýsingatækni, gagnaúrvinnsla, sjálfvirknivæðing og hagnýting tækifæra fjórðu iðnbyltingarinnar.
  • Tæknivettvangur fyrir þróun og nýsköpun í matvælaframleiðslu.

Austurland:

Uppsjávarvinnsla og hráefnisstraumar

  • Lífmassaver, þróunarsetur fyrir uppsjávarfisk og hliðarstrauma sjávarafurða.
  • Mæliþjónusta.
  • Afurðaþróun – fóður, matvæli, næringarefni, líftækni, ferlagreining.
  • Gagnasöfnun – líkanagerð. Grunnur fyrir lausnir fjórðu iðnbyltingar.
  • Háskóla-, mennta- og fræðslusetur.

Efling starfsstöðva Matís á landsbyggðinni 

Árið 2020 gerði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sérstakan samning við Matís um frekari eflingu á starfsemi fyrirtækisins á landsbyggðinni í samræmi við stefnumótun ráðherra um fjölgun starfa og aukna verðmætasköpun á landsbyggðinni. Samningurinn gerði Matís kleift að auka samstarf við fyrirtæki, stofnanir og frumkvöðla á landsbyggðinni og færa starfsemi sína og þjónustu nær viðskiptavinum sínum.

Á starfsstöð Matís á Akureyri fara fram rannsóknir, þróun og nýsköpun í samstarfi við fyrirtæki á Norðurlandi, Háskólann á Akureyri og aðrar stofnanir á svæðinu. Til stendur að efla frekar samstarf við iðnaðinn á svæðinu með stofnun Þróunarvettvangs þar sem unnið verður að þróun tæknilausna í matvælaframleiðslu. Þrír starfsmenn Matís eru staðsettir á Borgum á Akureyri og er stefnt á frekari styrkingu starfstöðvarinnar í nánustu framtíð.

Starfsstöð Matís í Neskaupstað sinnir verkefnum á sviði þjónustumælinga, þróunar og rannsókna. Breytingar urðu á starfsemi starfsstöðvarinnar á árinu 2020 þegar verkefnastjóri var ráðinn með það að markmiði að auka samvinnu við fyrirtæki á Austurlandi í þróunar- og rannsóknastarfi. Góð reynsla hefur verið af ráðningunni og eru nú þegar fjölmörg rannsóknar- og nýsköpunarverkefni í gangi í samstarfi á svæðinu sem og annars staðar á landinu.

Lífmassaver var sett upp í Neskaupstað í samstarfi við uppsjávariðnaðinn. Lífmassaverið samanstendur af fullkomnum vinnslubúnaði sem hentar vel við þróun og vinnslu próteins og olíu úr hliðarafurðum matvælavinnslu til manneldis eða fóðurgerðar. Búnaðurinn er að hluta færanlegur.

Fimm starfsmenn starfa nú á starfstöðinni í nýju húsnæði sem ber heitið Múlinn Samvinnuhús. Í húsinu eru m.a. atvinnuþróunarfélag, opinberar stofnanir og fyrirtæki. Nýju húsakynninn styðja við enn frekara samstarf Matís við aðila víðs vegar um landið sem og við atvinnugreinar svæðisins.

Starfsstöðin á Vestfjörðum er miðstöð þekkingar og samskipta við fiskeldi þ.m.t. í tengslum við kynbætur, sjúk-dóma, fóður, vinnslu, vöruþróun, pakkningar, flutninga o.s.frv. Einn starfsmaður starfar við starfsstöðina.

Rannsóknasamstarf við menntastofnanir

Matís gegnir veigamiklu hlutverki við að tengja rannsóknir og nýsköpun menntastofnana við þarfir atvinnuveganna og hefur myndað mikilvæga brú milli vísinda og matvælageirans.

Samstarf Matís við menntastofnanirnar og fyrirtækin skilar sér í markvissri þjálfun nýliða í nýsköpun sem er sérsniðin að áskorunum og lausnum fyrir matvælageirann. Með samtali og samstarfi við alla hagaðila um áherslur og verkefni og með markvissu nemendasamstarfi tryggjum við að rannsókna- og nýsköpunarverkefnin skili framförum og verðmætum inn í fyrirtækin og samfélagið.

Sérstakir samstarfssamningar hafa verið endurnýjaðir á milli Matís og Háskóla Íslands (HÍ) og Matís og Háskólans á Akureyri (HA) á árinu 2021. Matís og HÍ eru með sex sameiginlega starfsmenn og margir sérfræðingar Matís kenna stundakennslu við ýmsar aðrar menntastofnanir, s.s. Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) og Háskólann á Akureyri. Matís leigir Háskóla Íslands aðstöðu til kennslu í meistaranámi í matvælafræði. Sérfræðingar hjá Matís héldu utan um og kenndu í námskeiðum um öryggi matvæla, matvælaörverufræði, gæðastjórnun og skynmat matvæla, auk þess að kenna í fleiri nám- skeiðum við HÍ, HA og LBHÍ.

Talsverður fjöldi nemenda í rannsóknatengdu námi vinna lokaverkefnin sín (BSc, MSc og PhD) í samstarfi við Matís. Nemendur í meistara- og doktorsnámi hljóta menntun og þjálfun á sviði rannsókna og nýsköpunar hjá Matís í samstarfi við menntastofnanir, rannsóknastofnanir og fyrirtæki. Margir þessara nemenda hafa farið að vinna hjá fyrirtækjunum sjálfum að loknu námi, t.d. sem gæða- stjórar eða nýsköpunar- og þróunarstjórar. Nemendasamstarfið þjálfar lykilstarfsfólk fyrir matvælageirann, sem skilar sér í nýrri þekkingu, ferlum og afurðum í atvinnulífinu.

Nokkrir BSc nemendur hjá Háskóla Íslands og Háskóla-num á Akureyri unnu lokaverkefnin sín hjá Matís árið 2021. Nemendur sem útskrifuðust úr meistaranámi hjá Matís voru 12, allir frá Háskóla Íslands í greinum tengdum sjávarútvegs- og landbúnaði. Sex í matvælafræði, fjórir í verkfræðigreinum, einn í umhverfis- og auðlindafræði og einn í líffræði. Einn nemandi lauk doktorsnámi sínu hjá Matís um sjálfbært fiskeldi frá Háskólanum Ási í Noregi (Norwegian University of Life Sciences).

Á hverju ári koma margir erlendir nemendur til Matís og hefur fyrirtækið þannig fengið samstarfstengingar um allan heim. Þetta eru starfsnemar á meistarastigi sem koma sex mánuði í senn og meistara- og doktorsnemar sem koma aðallega frá Evrópulöndunum. Alls voru 23 starfsnemar frá fimm löndum hjá Matís í starfsnámi á árinu 2021, þ.e. frá Austurríki, Króatíu, Danmörku, Frakklandi og Þýskalandi. Matís leggur einnig sitt af mörkum til þróunarhjálpar og er samstarfsaðili um kennslu í Sjávarútvegsskólanum, GRÓ FTP, þar sem áhersla er lögð á hagnýta þekkingu. Sex GRÓ FTP nemar frá fimm löndum komu til Matís árið 2021, þ.e. frá Líberíu, Kenía, Nígeríu, Tansaníu og Úganda.

Öflugur rannsókna- og nýsköpunarkjarni í fiskvinnslu hefur þróast í samvinnu við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og fiskvinnslufyrirtæki á landsbyggðinni. Þrír starfmenn Matís voru langt komnir með doktors- verkefnin sín í matvælafræði á árinu. Tveir starfa hjá Matís á Akureyri og sá þriðji vinnur að verkefni sínu í Reykjavík og Neskaupstað. Verkefni þeirra eru um umhverfisáhrif, nýja og sjálfbæra próteinframleiðslu í fæðu og fóður, nýsköpun í virðiskeðju botnfisks og um endurhönnun fiskmjölsvinnsluferils til að hægt sé að framleiða prótein og fiskolíu til manneldis.