Skýrslur

New technology for the Nordic fishing fleet – Proceedings from a workshop on fishing gear and effective catch handling held in Reykjavik October 1st and 2nd 2013

Útgefið:

01/01/2014

Höfundar:

Jónas R. Viðarsson, Ida Grong Aursand, Hanne Digre, Ulrik Jes Hansen, Leon Smith

Styrkt af:

AG‐fisk (The Nordic Working group for fisheries co‐operation)

Tengiliður

Jónas Rúnar Viðarsson

Sviðsstjóri rannsókna

jonas@matis.is

New technology for the Nordic fishing fleet – Proceedings from a workshop on fishing gear and effective catch handling held in Reykjavik October 1st and 2nd 2013

Í þessari skýrslu eru birtar þær kynningar sem haldnar voru á Norrænum vinnufundi um veiðarfæri og aflameðferð, sem haldin var í Reykjavík í október 2013. Skýrslan inniheldur einnig nokkrar helstu niðurstöður fundarins og tillögur þátttakenda varðandi mögulega eftirfylgni. Kynningarnar sem birtar eru í skýrslunni, ásamt upptökum af öllum framsögum og ýmsu öðru efni er snýr að umfjöllunarefninu, má nálgast á vefsíðunni www.fishinggearnetwork.net, en þeirri síðu verður haldið við a.m.k. út árið 2015.

In this report are published presentations given at a Nordic workshop held in Reykjavik on various aspects of research and development on fishing gear and effective catch handling. The report also accounts for the main outputs from the workshop in regards to possible follow‐ups. All of the proceedings, including the content of this report and video recordings of all presentations are available at the project’s web‐page www.fishinggearnetwork.net which will be maintained at least until the end of year 2015.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Blóðgunarkerfi fyrir smábáta / Bleeding system for small vessels

Útgefið:

01/01/2014

Höfundar:

Sigurjón Arason, Gunnar Þórðarson, Magnea Karlsdóttir, Albert Högnason, Guðbjartur Flosason

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða, AVS/V12008/12

Tengiliður

Sigurjón Arason

Yfirverkfræðingur

sigurjon.arason@matis.is

Blóðgunarkerfi fyrir smábáta / Bleeding system for small vessels

Miklar rannsóknir hafa farið fram á gæðamálum varðandi blóðgun á þorski og benda þær allar til að rétt meðhöndlun hafi umtalsverð áhrif á gæði afurða. Rannsóknir hafa sýnt að illa blóðgaður fiskur skilar verri afurðum, hvort sem um er að ræða fisk sem fer í fram‐leiðslu á ferskum, frosnum, söltuðum eða þurrkuðum afurðum4 . Með aukinni sókn smærri báta sem stunda línu‐ og hand‐færaveiðar hefur borið á vandamáli hvað varðar blóðgun enda eru margir hverjir ekki útbúnir blóðgunarkerum. Rannsóknir Matís benda til að fiskur sem er látin blæða nægilega lengi í miklum sjóskiptum, við náttúrlegt hitastig sjávar, strax eftir blóðgun, skilar betra hráefni en við hefðbundna meðhöndlun. Hefðbundin aðferð um borð í smábátum er að blóðga fiskinn beint af línunni ofan í krapaker í lest. Matís, 3X Technology og Fiskvinnslan Íslandssaga hafa lokið verkefninu „Vinnsluferlar smábáta“ þar sem aðstæður um borð í smábátum voru skoðaðar með það fyrir augum að hanna búnað sem hentaði fyrir minni línubáta. Hönnun á búnaðinum (Rotex blæðingatankur FIFO) er lokið og smíði er hafin hjá 3X Technology. Markmið þessa verkefnis er að rannsaka virkni Rotex aðferð‐arinnar á blæðingu þorsks með hlutlægri rannsókn. Þessi verk‐þáttur er unninn í samvinnu 3X Technology, Matís og Jakob Valgeirs ehf í Bolungarvík. Sýni af þorski voru tekin í tveimur róðrum dagróðralínubáts þar sem notast var við mismunandi aðferðir við blóðgun og frágang. Sýni voru flökuð og hluti flakanna síðan send fersk til Matís á Vínlandsleið þar sem mismunandi aðferðum var beitt til að meta hráefnisgæðin. Hinn hlutinn var unnin á hefðbundin hátt þ.e. framleiðsla á léttsöltuðum, frosnum flakastykkjum, og þau síðan notuð til að fá fram áhrif mismunandi blóðgunaraðferða á gæði afurða við geymslu í frosti, í mislangan tíma og við mismunandi hitastig. Niðurstaða verkefnisins mun styðja aðrar rannsóknir á þessu sviði og er mikilvægt innlegg í umræðu um betri gæði afla smábáta.

Extensive research has been conducted on the quality of bleeding process of cod on board but the correct treatment can have a significant effect on the final product quality. Studies have shown that insufficient bled fish will result in low value products, whether in the case of fresh, frozen or dried production. This problem is mainly related with fish caught by long‐line, especially on smaller vessels that are not equipped with necessary equipment for the bleeding process such as bleeding tanks. Researches indicate that bleeding of fish with sufficient flow of fresh seawater in the bleeding tank will result in higher quality products. The traditional bleeding method on board small vessels is to bleed the fish directly in to slush ice tub in the ship convoy. Matis, 3X Technology and Icelandic Saga have finished the research project “Processing in small vessels” where conditions on board the small vessels were examined with the aim to design equipment suitable for smaller long‐ liners. The output of that project was the design of new equipment “Rotex” (bleeding tank FIFO). This was completed and a production was launched by 3X Technology. Samples of cod were collected in two fishing trips from a long liner landing daily, using different methods of bleeding and handling. Samples were filleted and parts of it were sent fresh for research at Matis in Vinlandsleid where different methods were tested considering different product quality and the other parts were prepared with traditional production of lightly salted fillet pieces. The fillets were frozen and used to test the effect of different bleeding methods on product quality after storage in the freezer, using different storing time and different temperatures. The aim of present project was to investigate the effect of the ROTEX bleeding process with an objective researches in collaboration with 3X Technology, Matis and the fish processor and boat owner, Jakob Valgeir Ltd. This project will support other researches in this area as well as to be an important input for disquisition about better quality of small boats catch.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Uppskölun og markaðssetning surimi og surimiafurða úr beinamarningi

Útgefið:

01/01/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, V 026‐12

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Uppskölun og markaðssetning surimi og surimiafurða úr beinamarningi

MPF Ísland og Matís hafa á undanförnum árum þróað vinnsluferli í verksmiðju á einangruðum próteinum úr beinamarningi. Í þessu verkefni var lokið við uppskölun á framleiðslu á surimi og framleiðslu á surimiafurð, Fiskitófu. Gæði og geymsluþol afurða var kannað. Einnig var framkvæmd markaðsrannsókn á surimimarkaði og markaðssetning á fiskitófu hafin. Markaðsrannsókn leiddi í ljós að miklar sveiflur hafa verið á verði surimi og surimiafurða á heimsmarkaði á undanförnum árum. Afurðin sem framleidd var í þessu verkefni, Fiskitófu, passar mjög vel inn á vaxandi hluta markaðarins fyrir nýjar og nýstárlegar afurðir. Geymsluþols‐rannsóknir sýndu að geymsluþol fyrir tilbúið Fiskitófu er yfir 4 vikur í kæli og fyrir surimi a.m.k. 6 mánuðir í frysti. Að lokinni kynningu á fiskitófu hafa veitingastaðir óskað eftir að fá sýni til nánari skoðunar sem nú stendur yfir.

MPF Iceland and Matis finished scale up for the production of surimi and surimi seafood ‐ FishTofu. Quality parameters and shelf life of products were evaluated, market analysis performed and marketing of products was started. Marketing analysis showed that for the past few years there have been drastic price swings in the surimi and surimi seafood products. There is an increasing opportunity for high quality surimi seafood with health promoting properties and novel products like FishTofu. Shelf life analysis showed that the fish tofu has at least 4 weeks shelf life at cold temperatures and surimi at least 6 months shelf life in a freezer. Marketing of fish tofu started well and several restaurants have asked for samples for trying.

Skýrsla lokuð til 01.02.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fiskprótein í brauðvörur / Fish proteins in baked goods

Útgefið:

01/01/2014

Höfundar:

Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir

Styrkt af:

AVS ‐ V 11 025‐11

Tengiliður

Margrét Geirsdóttir

Verkefnastjóri

mg@matis.is

Fiskprótein í brauðvörur / Fish proteins in baked goods

Markmiðið verkefnisins var að þróa nýja afurð hjá MPF Íslandi í Grindavík úr aukahráefni fisks sem nýtist í brauðvörur. MPF setur sér það markmið að selja próteinið til bökunarvöruframleiðenda, innanlands sem erlendis, og þar með tryggja atvinnu og nýsköpun í sinni heimabyggð.   Þrjár mismunandi gerðir af þurrkuðum próteinafurðum voru þróaðar. Prófanir voru gerðar við að blanda þeim í mismiklu magni í brauð þar sem allt að 20% af hveiti var skipt út fyrir prótein. Ágætis afurðir fengust en þóttu ekki nægjanlega góðar til markaðssetningar. Næst var þróað hrökkbrauð með fiskpróteinum sem þóttu einstaklega góð og fengu jákvæða umsögn við neytendakönnun. Ennþá er ólokið að skala upp þurrkunarferli til að hægt sé að ljúka við markaðssetningu á hinni nýju próteinafurð.

The aim of the project was to develop new protein product for use in baked goods including bread from by‐products from fish production. The goal is to sell protein to producers of bakery goods both in Iceland as well as abroad and in so doing strengthening the seafood industry in Grindavík the hometown of MPF Iceland and thereby in Iceland. Three different fish protein products were developed. They showed good results when used instead of wheat in bread. Good bread was developed but the quality was not of that caliber that was aimed for. On the other hand, good quality rye‐crisp bread was developed that received good reviews in consumer research. A good drying process is though still lacking before marketing of the protein product can start.

Skýrsla lokuð til 01.02.2016

Skoða skýrslu

Skýrslur

Loðnuflökun fyrir fullvinnslu á loðnuafurðum í ansjósulíki / Filleting capelin for developing marinated anchovies

Útgefið:

01/12/2013

Höfundar:

Vigfús Ásbjörnsson, Óli Þór Hilmarsson, Ingunn Jónsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Guðmundur Stefánsson

Styrkt af:

AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi tilvísunarnúmer R 11 056‐11

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Loðnuflökun fyrir fullvinnslu á loðnuafurðum í ansjósulíki / Filleting capelin for developing marinated anchovies

Verkefnið snýst um að kanna forsendur á því að hefja flökun á loðnu í íslenskum sjávarútvegi með það að markmiði að auka virði íslenskra loðnuafurða. Í verkefninu er staða markaða skoðuð og hvaða sambærilegar vörur eru til í dag. Farið er út í vöruþróun þar sem loðna er handflökuð og þróaðar eru afurðir úr flökunum sambærilegar því sem þekkist í fullvinnslu á ansjósum víða um heim. Allar afurðir verkefnisins eru metnar af sérfræðingum í skynmati og þeim gefið álit skynmatdómara. Einnig eru afurðirnar kynntar á markaði. Gerðar eru tilraunir með flökun á loðnu í loðnuflökunarvél sem álitið er að sé forsenda þess að iðnaðurinn eigi möguleika á að skapa aukið virði úr loðnuafurðum Íslendinga með meiri fullvinnslu.

The project aim is to analyze the feasibility to start filleting capelin in the Icelandic fish industry with the purpose of increasing the value of Icelandic capelin products. In the project the current state of the market is analyzed and what similar products are on the market today. New product development takes place in the project where capelin is hand filleted and similar products are developed as marinated anchovies. All products developed in the project are evaluated by experts in sensory and given opinions from sensory judges. The products developed are introduced on the market. Experiments are performed on filleting capelin in capelin filleting machine which is evaluated as the prerequisite for the capelin industry in Iceland to create increased value into the Icelandic capelin industry by filleting the capelin.

Skýrsla lokuð til 01.12.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

FiltreX vatnshreinsibúnaður / RoteX Water filtering

Útgefið:

01/12/2013

Höfundar:

Gunnar Þórðarson, Albert Högnason, Albert Haraldsson.

Styrkt af:

Vaxtarsamningur Vestfjarða

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

FiltreX vatnshreinsibúnaður / RoteX Water filtering

Mikilvægasta framleiðsluvara 3X Technology er RoteX búnaður, sem notaður er í matvælavinnslum víða um heim sem blóðgunarbúnaður, til kælingar og uppþíðingar á fiski til vinnslu. Búnaðurinn er vatnsfrekur og hafa viðskiptavinir komið að máli við 3X Technology um möguleika þess að endurvinna vinnsluvatn, enda vatnskostnaður verulegur víða í matvælaframleiðslu. Einnig er hefur aukin áhersla í umhverfismálum áhrif og búast má við auknum kröfum varðandi nýtingu á vinnsluvatni og losun á því eftir notkun út í umhverfið. Til að leysa þetta vandamál hefur fyrirtækið hannað frumgerð af hreinsibúnaði, FiltreX, þar sem ekki hefur fundist heppilegur búnaður á markaði til að uppfylla þessar þarfir. Búnaðurinn var prófaður í rækjuvinnslu Kampa Ísafirði og fiskvinnslu H.G. í Hnífsdal. Búnaðurinn virkaði vel til að hreinsa frárennsli úr þessum verksmiðjum og umtalsvert magn af próteini var fangað áður en vatnið var losað í sjóinn. Mælingar á lífrænum efnum ollu vonbrigðum þar sem ekki tókst að sýna fram á verulega lækkun með COD mælingum. Mikil mótsögn er fólgin í þessum niðurstöðum og ljóst er að gera þarf frekari rannsóknir á áhrifum síunar á frárennslisvatni með tilliti til umhverfisáhrifa, þ.e.a.s. lífræn efni fyrir og eftir síun. Sótt hefur verið um styrk til TÞS sem notaður verður til frekari rannsókna ef niðurstaða verður jákvæð. Ljóst er hinsvegar að föngun próteina með FiltreX getur skilað umtalsverðum tekjum fyrir rækju‐ fiskvinnslur.

3X Technology´s most important product is the RoteX machine, used mainly in food production around the world as bleeding equipment, for cooling and thawing of fish for processing. The machine is water intensive and customers have urged 3X Technology’s to find a solution for recycling processing water, as use of water is becoming more expensive, as well as the intensive environmental concern for disposal of waste water. To solve this problem, the company has developed a prototype of filtration equipment, FiltreX, since a suitable solution to meet these needs has not been found on the market. The device was tested in Kampishrimp‐factory in Isafjordur and H.G. fish‐factory in Hnifsdalur. The equipment functioned well for filtering effluent water from these plants, and a significant amount of protein was captured before the water was discharged into the sea. Measurements of organic offscouring gave a disappointing disillusionment and failed to significantly reduce COD measurements. A major contradiction liesin these results and it is clear that there needsto be further research on these matters, i.e. to lower organic material between before and after filtration. Application for further subvention to TÞS will be used for further research if the results will be positive. It is clear, however, that the capture of proteins with FiltreX can give significant revenue for the shrimp‐processing plants.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Prófanir á mismunandi meðhöndlunum á netbútum í sjó til að hrinda frá ásætum / Testing of different types of impregnations and its effect on bio fouling

Útgefið:

01/10/2013

Höfundar:

Ólafur Ögmundarson, Þorleifur Eiríksson, Böðvar Þórðarson, Gunnar Þórðarson

Styrkt af:

Tækniþróunarsjóður, AVS

Tengiliður

Gunnar Þórðarson

Svæðisstjóri

gunnar.thordarson@matis.is

Prófanir á mismunandi meðhöndlunum á netbútum í   sjó til að hrinda frá ásætum / Testing of different types of impregnations and its effect on bio fouling

Notkun á koparoxíði í meðhöndlunarmálningu á kvíapokum sætir mikilli gagnrýni og hefur víða verið bönnuð vegna neikvæðra áhrifa á umhverfið. Innan Evrópusambandsins hefur notkunin verið sett á gráan lista vegna þessara neikvæðu áhrifa efnisins á umhverfið, en hins vegar hefur verið erfitt að banna það þar sem engin efni hafa fundist sem hrinda ásætum jafn vel frá kvíapokunum eins og koparoxíðið. Í verkefninu Norðurkví hefur verið verkþáttur þar sem leitast hefur verið eftir að finna efni sem komið gæti í stað koparoxíðsins en engin ævarandi lausn hefur fundist. Niðurstöður þessarar tilraunar eru kynntar í þessari skýrslu.

Usage of copper oxide in treating net‐bags in aquaculture is a controversial and has been banned in many countries due to its negative environmental impact. Within the EU, usage of copper oxide has been put on a grey list but not banned because no substitute treating material has been found which has the same effect in keeping algae away from the nets‐bags. The project North Cage has been looking into finding alternative solutions to copper oxide, and the conclusion of this research is drafted in this report.

Skoða skýrslu

Skýrslur

Forverkefni til rannsókna á erfðasamsetningu íslensku síldarinnar samanborið við aðra stofna í Norðaustur Atlantshafi: Líffræðilegur fjölbreytileiki og vinnslueiginleikar / A pilot study on the multidisciplinary approach for the genetic stock identification of herring in the Northeast Atlantic: Biodiversity, functional and chemical properties

Útgefið:

01/10/2013

Höfundar:

Sigurlaug Skírnisdóttir, Guðbjörg Ólafsdóttir, Sarah Helyar, Christophe Pampoulie, Guðmundur J. Óskarsson, Ásbjörn Jónsson, Jan Arge Jacobsen, Aril Slotte, Hóraldur Joensen, Henrik Hauch Nielsen, Lísa Libungan, Sigurjón Arason, Sindri Sigurðsson, Sigríður Hjörleifsdóttir, Anna K. Daníelsdóttir

Styrkt af:

Verkefnasjóður sjávarútvegsins, AG‐Fisk, Rannsóknarsjóður sjávarútvegsins í Færeyjum, Rannsóknarnámssjóður, Nýsköpunarsjóður námsmanna

Tengiliður

Guðbjörg Ólafsdóttir

Verkefnastjóri

gudbjorg.olafsdottir@matis.is

Forverkefni til rannsókna á erfðasamsetningu íslensku síldarinnar samanborið við aðra stofna í Norðaustur Atlantshafi: Líffræðilegur fjölbreytileiki og vinnslueiginleikar / A pilot study on the multidisciplinary approach for the genetic stock identification of herring in the Northeast Atlantic: Biodiversity, functional and chemical properties

Tilgangur verkefnisins var að:

· þróa erfðagreiningarsett með 20‐25 erfðamörkum til að meta erfðasamsetningu og stofngerð síldar í Norðaustur Atlantshafi

· nota erfðasamsetningu, kvarnagreiningar og aðra líffræðilega þætti til aðgreiningar stofneininga

· rannsaka tengsl á milli stofneininga og vinnslueiginleika síldar

Þekking á síldarstofnum hefur mikla þýðingu fyrir sjálfbæra nýtingu og stjórnun síldveiða. Lykilatriði fyrir sjálfbæra fiskveiðistjórnun og úthlutun kvóta er að hafa vitneskju um hvaða stofneiningar eru á veiðisvæðunum og hversu stórar þær eru. Í þessu verkefni var u.þ.b. 4.500 sýnum safnað úr níu mögulegum stofneiningum í norðaustur Atlantshafi á árunum 2008 ‐ 2012 (við Ísland, Noreg, Færeyjar og Skotland). Þessi víðtæka og umfangsmikla sýnasöfnun mun síðan nýtast í   framhalds‐rannsóknarverkefnum. Niðurstöður erfðagreininga með 24 erfðamörkum sýndu að staðbundnir síldarstofnar í fjörðum í Noregi voru marktækt frábrugðnir öllum öðrum stofneiningum. Hins vegar fannst ekki marktækur munur fyrir hinar mögulegu stofneiningarnar. Aðrar næmari aðferðir eins og DNA einkirnisgreiningar (SNPs) geta    mögulega greint á milli stofneininganna en þær rannsóknir eru nú þegar hafnar í nýju framhalds‐ verkefni. Þær líffræðilegu upplýsingar sem safnað var í verkefninu greindu ekki á milli mögulegra stofneininga. Rannsóknir á íslensku sumargotssíldinni og norsk‐ íslensku vorgotssíldinni sýndu mun á holdlit, vatns‐  og fituinnihaldi sem og   kynþroskastigi og þyngd. Ekki eru komnar niðurstöður úr kvarnagreiningunum en þær verða birtar í tengslum við doktorsverkefni við Háskóla Íslands.

The aim of the project was:

· to develop a genetic approach based on 20‐25 microsatellite loci to study the genetic variation of herring stocks in the Northeast Atlantic Ocean

· to use genetic, biological and otolith characters as discriminating parameters for stock identification

· to analyze physicochemical characteristics of different herring stocks

Sustainable fisheries management and quota decisions made by authorities are based on knowledge on fish stock structures and their sizes. Herring is a highly migratory fish species, and therefore it is likely to show low genetic differences among stocks. The mixed stock herring fishery creates considerable problems for the industry and the management of the stocks. In this project more than 4.500 individuals were sampled from 9 putative herring stocks in the Northeast Atlantic Ocean during the years 2008 and 2012. The sampling accomplished in the project is extensive and valuable for future research projects. The results of the genetic study based on 24 microsatellite genetic loci showed that the local Norwegian fjord stocks were significantly different from all other putative stocks. The other Northeast Atlantic herring stock units were not found to be significantly different. Power analyses performed during this study revealed that sampling scheme, protocols and genetic design were sufficient to detect any level of genetic differentiation around 0.001. Therefore, a more sensitive type of genetic markers are needed for the problem addressed, such as SNPs (single nucleotide polymorphism) and that work has already started. Biological parameters alone did not have enough discriminating power for stock identification. The Icelandic summer‐spawning herring (ISSH) and the Norwegian spring‐spawning herring (NSSH) differed mainly in color and water/fat content. The herring from the two stocks were also found to be different in relation to maturity and weight. The methodology of otolith microstructure analyses and their results will be published later in a PhD thesis at University of Iceland.

Skýrsla lokuð til 01.02.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Fiskprótein gegn sykursýki / Anti‐diabetic fish proteins

Útgefið:

30/09/2013

Höfundar:

Patricia Hamaguchi, Hólmfríður Sveinsdóttir, Eva Kuttner

Styrkt af:

AVS research fund (R‐12‐029‐11)

Fiskprótein gegn sykursýki / Anti‐diabetic fish proteins

Tilgangur þessa verkefnis var að skima fyrir lífvirkni peptíða framleiddum úr þremur mismunandi fisktegundum: þorski (Gadus morhua), ufsa (Pollachius virens) og bleikju (Salvelinus alpinus). Próteinin voru vatnsrofin með fjórum tegundum af próteinrjúfandi ensímum, þ.e. Alcalase og Protamex frá Novozyme og Protease M og Protease P frá Amano enzyme, og lífvirkni þeirra rannsökuð. Á peptíðunum var einnig framkvæmd hermimelting með meltingarvökva sem innihélt meltingarensím til að kanna hvort meltingin hefði áhrif á lífvirkni þeirra. Markmið verkefnisins var einnig að rannsaka and‐sykursýkisáhrif peptíðanna með efnafræðilegum prófunum og frumurannsóknum. Helstu niðurstöður benda til þess að peptíðin hafi jákvæð heilsufarsleg áhrif, sérstaklega andoxunarvirkni og blóðþrýstingslækkandi virkni. Jafnframt jókst andoxunarvirknin eftir meltingu.    Erfiðlega gekk að mæla and‐sykursýkisáhrif peptíðanna með frumuprófum og nauðsynlegt er að þróa þá aðferð betur fyrir áframhaldandi rannsóknir á and‐sykursýkisáhrifum lífvirkra efna. Í heildina er verkefnið mikilvægur liður í öflun þekkingar á samsetningu og eiginleikum fiskpeptíða unnum úr mismunandi hráefni með mismunandi ensímum. Aðferðirnar sem settar voru upp munu nýtast í framtíðinni við að greina og sannprófa frekari lífvirkni í afurðum unnum úr íslenskum sjávarfangi.

This AVS project was primary aimed to screen for the peptide characteristics of three different fish species: Atlantic cod (Gadus morhua), saithe (Pollachius virens) and Artic charr (Salvelinus alpinus). The proteins were hydrolyzed using four different proteolytic enzymes: Alcalase and Protamex from Novozyme and Protease M and Protease P from Amano enzyme by measuring the bioactive properties of these peptides. Moreover, after analyzing the characteristics of these peptides, the goal was to apply simulated gastrointestinal digestion and compare the digested peptides to undigested peptides to see if there were increases in bioactivities. Finally, this project also focused on the anti‐diabetes properties by using in‐vitro chemical based assays and in‐vitro cellular based assays. In general, the project results indicate possible health benefits of the fish peptides, particularly good anti‐oxidant and anti‐hypertensive effects. Interestingly, there was an increase of antioxidant properties after applying simulated gastrointestinal digestion to the hydrolysates. However, cell‐based assays testing anti‐diabetes effects proved to be very challenging while chemical in‐vitro test did not show any anti‐diabetes properties of the fish hydrolysates. We suggest that more research efforts need to be directed towards the development of assays measuring anti‐diabetes effects.

Skýrsla lokuð til 01.10.2015

Skoða skýrslu

Skýrslur

Sætreyktur fiskur

Útgefið:

01/09/2013

Höfundar:

Óli Þór Hilmarsson

Styrkt af:

Vaxtarsamningur vesturlands

Tengiliður

Óli Þór Hilmarsson

Verkefnastjóri

oli.th.hilmarsson@matis.is

Sætreyktur fiskur

Verkefnið er þróun á nýrri vöru á íslenskum markaði, sætreyktum fisk, byggt á aldagamalli uppskrift indjána norður ameríku. Markmiðið er að þróa nýja vöru úr íslensku hráefni með áherslu á uppruna þess frá Snæfellsnesi. Hugmyndafræði verkefnisins er að búa til fullunna vöru með samstarfi á milli fyrirtækis í fullvinnslu og hráefnisframleiðanda. Með því er verið að auka virði hráefnis á svæðinu og um leið að búa til matarminjagrip fyrir ferðamenn á svæðinu og nýja vöru fyrir íslenskan neytendamarkað. Auk þróunar á vörunni sjálfri þurfti einnig að bæta vörumerki og sinna markaðsmálum á svæðinu. Verkefnið er samstarfsverkefni Reykhallar Gunnu á Rifi, Snæfellsnesi og Matís.

Skoða skýrslu
IS