Tengiliður
Jónas Rúnar Viðarsson
Áherslusviðsstjóri
jonas@matis.is
Frá 2005 hefur North Atlantic Seafood forum (NASF) verið árviss viðburður þar sem stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi hittast í Bergen til að kynna sér helstu nýjungar og bera saman bækur. Að þessu sinni verður NASF haldið dagana 7. – 9. Mars. og er búist við að um 1000 manns sæki viðburðinn. Undanfarin ár hefur verið boðið upp á að taka þátt í viðburðinum á netinu, en að þessu sinni verður ekki boðið upp á þann möguleika. Dagskráin er sérlega spennandi að þessu sinni þar sem alls verða fluttir yfir 150 fyrirlestrar í 26 málstofum. Láttu ekki þennan viðburð fram hjá þér fara!
Frá 2005 hafa stjórnendur og hagaðilar í sjávarútvegi og fiskeldi flykkst árlega til Bergen til að sitja ráðstefnu NASF. Markhópur þessarar þriggja daga ráðstefnu hefur jafnan verið stjórnendur í sjávarútvegi, fiskeldi og tengdum greinum þ.e. tækjaframleiðendur, markaðsfyrirtæki, bankar, tryggingafélög, flutningsaðilar, ráðgjafafyrirtæki o.s.frv. Þrátt fyrir að kostnaður við þátttöku sé nokkur hafa á milli 800 og 1.000 manns sótt viðburðinn ár hvert, sem sýnir hversu mikilvæg þessi ráðstefna er fyrir markhópinn. Dagskráin þetta árið er sérlega spennandi og hefur verið birt á nor-seafood.com.
Ef stiklað er á stóru yfir dagskránna, þá verkja eftirfarandi málstofur sérstaka athygli:
- Aquaculture salmon market
- Land-based aquaculture and new tech
- Aquafeed summit
- Global whitefish summit
- Pelagic industry summit
- Shrimp summit
- Sustainability seminar
- Seafood investor seminar
- Decarbonization summit
Eins og oft áður skipa Íslensk fyrirtæki og einstaklingar stóran sess í dagskránni. Þar er fyrst að nefna að Marel og Benchmark Genetics/Stofnfiskur eru meðal helstu styrktaraðila ráðstefnunnar og verða auk þess með kynningar á því nýjasta sem fyrirtækin hafa upp á að bjóða. Þá verður Landeldi með kynningu á sinni uppbyggingu, og einnig verða flest íslensku fiskeldisfyrirtækin með kynningar á inverstor seminar hlutanum.
Á undanförnum áum hafa færri komist að en vilja á NASF, þar sem þetta er einstakt tækifæri til að hitta á einum stað alla helstu stjórnendur og áhrifavalda í sjávarútvegi og fiskeldi, og heyra hvað er nýjasta nýtt í greinunum. Hratt gengur á gistirými í Bergen á meðan á viðburðinum stendur og því hvetjum við fólk til að skrá sig tímalega. Skráning fer fram hér.
Þeir sem vilja fræðast meira um viðburðinn geta haft samband við jonas@matis.is eða í síma 4225107.